Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015

Of margar kellingar

ráða of miklu allstaðar að mati kunningja míns sem rak inn nefið Af báðum kynjum bætti hann við. Og ekki bara á þinginu heldur allstaðar. Allt sett í salt og bið. Aldrei drifið í neinu.

Hvað er að heyra í þér maður sagði ég, skammastuðín að tala svona um jafnréttið. Ég er ekkert að tala um það sagði hann. Ég er að tala um handarbakavinnubrögð allstaðar í þjóðfélaginu og bullið sem veður uppi. Allt of lítil framleiðni og slugs. Á þinginu og bara allstaðar. Það gengur ekkert neinstaðar. Tímanum eytt í kjaftæði. Á þinginu er talað um fundarsköp forseta þegar liggur á að taka upp passa á landamærunum. Og nú á að loka álverinu án þess að þingið skipti sér af því. Og þar með var hann farinn. 

Hefur þetta ekki alltaf verið svona á Íslandi hugsaði ég með mér? Aldrei byrjað á neinu fyrr en helst of seint? Hefur fjölgun kvenna í áhrifastöðum eitthvað með hraðann að gera? Eru þær bara ekki gætnari en kallarnir og vandvirkari?

En það er rétt að konum hefur fjölgað mikið í áhrifastöðum frá ég man fyrst eftir mér. Það hefur auðvitað einhver áhrif. Þær eru nefnilega eilítið öðruvísi.Ekki bara í laginu sem gerir þær öðruvísi í augum kallanna.Þær eru alveg hættar að fara eftir fyrirmælum hinar helgu bókar varðandi hjónabandið. Nú eiga kallarnir að vaska upp og þvo þvotta. Konur eru líka menn segja sumir.

En gengur margt ekki allt of hægt? Ekki endilega vegna of margra kellinga heldur kannski vegna of fárra kvenna?  


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420656

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband