Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015
5.3.2015 | 03:22
Stríðsvindar
fundust mér blása af ræðu Benjamíns Netanyahu fyrir fjölskipuðu þingi Bandaríkjanna í þessu.
Benjamín var ómyrkur í máli þegar hann lýsti þeim valkostum sem við Ísraelum blasa hvað varðar kjarnorkuvígbúnað og stríðsáform klerkastjórnararinnar í Íran.
Hann lýsti því hvernig þessi stjórn Islamista sem þar ræður ríkjum án lýðræðis hefur svikið öll loforð til þessa. Hvernig hún hefur logið og svikið til hægri og vinstri, hvernig hún styrkir hryðuveerkastarfsemi um allan heim. Hvernig þessi stjórn fjöldaframleiðir kveikjur í kjarnasprengjur, hvernig hún framleiðir langdrægar eldflaugar til að skjóta um heima alla, hvernig hún auðgar úran á laun, hvernig hún lýgur og svíkur og blekkir meðan nokkur vill trúa.
Benjamín sagði að Ísraelar myndu ekki kvika, ekki hætta við að berjast til síðasta blóðdropa gegn þessu þó að þeir þyrftu að fara einir í stríðið. Ef ekki yrði fengisr við þessi myrkraoöfl núna yrði ennþá verra að fást við þau síðar. Þetta ríki ætlaði opinberlega að tortíma Ísrael og drepa alla gyðinga.
Núna í fyrsta sinn í sögunni myndu Gyðingar hinsvegar ekki láta slátra sér bardagalaust eins og í fyrri ofsóknum.
Bandaríkjaþingmenn risu hvað eftir úr sætum og klöppuðu allir sem einn undir ræðu Benjamíns.
Þegar maður gerir sér grein fyrir því að Bandaríkjaþing er ekki einhver ályktunarsamkunda eins og við þekkjum landsfundi stjórnmálaflokka heldur máttugasta stjórnmálasamkunda veraldar, þá er ástæða til að sperra eyrun.
Það er að byggjast upp vilji og ásetningur meðal Bandaríkjanna og Ísrael til að láta til skarar skríða gegn einræði múllanna og Íslamista í Íran.
Það verður stríð.
Auðvitað verður lítills styrkur að ræflabandalaginu í Brussel. það mun sjálfsagt mótmæla og mótmæla því að Bandaríkin og Ísrael ætli að uppræta hin illu öfl og færa Írönum frelsi til að láta ekki einræðisöflin og Islamista leiða sig í glötun. Hugsanlega munu Bretar fylgja Bandaríkjunum einir þjóða ESB.
Iran er um þesar mundir þorpararíki rétt eins og Norður-Kórea. Hinn siðmenntaði heimur getur ekki átt viðskipti við slík ríki frekar en 1939.
Það blása stríðsvindar um vestræna veröld.
4.3.2015 | 18:26
ESB ennþá einhver?
Það er ofar mínum skilningi að enn skuli vera þeir til sem krefjast inngöngu Íslands í Evrópusambandið.
Nú síðast er sjálfur Jón Baldvin kominn á þá línu að Ísland egi ekki erindi þangað-að svo stöddu að minnsta kosti.
Gunnar Röggnvaldsson lýsir í löngu máli sinnaskiptum JBH. Bloggari tilfærir hér glefsu úr færslunni sem lýsir ákveðnum skoðunum Gunnars á því hvað sambandið er orðið í stað þess sem það ætlaði að verða:
".....Evrópusambandið er ekki tollabandalag eins og reynt hefur verið að ljúga að þjóðinni og það er heldur ekki Evrópusamband. Það er einfaldlega þjóðríkisbanandi elítuveldi, ófriðarbandalag og stjórnlaus samkunda afglapa á háum launum
Það var Evrópusambandið sem eyðilagði til dæmis Landesbankakerfi Þýskalands. Og það var Evrópusambandið sem eyðilagði sanna verðlagningu og mat áhættu (risk premiums & risk spreads) í fjármálakerfum evrulanda. ESB heimtaði að öll ríki sambandsins fengju sömu vaxtakjör og sættu sama áhættumati. Það var meðal annars sagður sjálfur tilgangur myntbandalagsins
Evrópusambandið eyðilagði einnig Maastricht sáttmálann sem það upp á punt skrifaði og markaðsfærði sem eins konar heilaga ritningu til að blekkja almenning og alþjóðlega fjármálamarkaði með því að smygla áhættutöku einkageirans yfir á herðar skattgreiðenda. Byssu var síðan troðið upp í kjaftinn á evrulöndum og þeim skipað að sprengja þjóðfélög sín í loft upp til að bjarga þeirri fjármálabólu sem Brusselveldisklíkan bjó til og sem Myntbandalag Evrópuelíta nefnist, sjálfri evrunni, sjálfum Frankenstein fjármála í ESB..."
Gunnari eer vel ljós höfuðástæðan fyrir því að Evrópuhugsjónin getur aldrei gengið upp:
"....Bandaríkin eru ekki í fullveldisáhættu eins og ríki Evrópusambandsins algerlega að þeim óspurðum eru höfnuð í. Í Bandaríkjunum er einungis tekist á í hefðbundnumátakastjórnmálum eins og alltaf hefur þar verið gert og kosningar í þeim eru virtar og völdin með glæsileika afhent næstu þjóðkjörnum fulltrúum bandarísku þjóðarinnar (transition of power). Í Bandaríkjum Norður-Ameríku hafa stjórnmál (politic) ekki verið þjóðnýtt eins og í Evrópusambandinu. Myntin Bandaríkjadalur er heldur ekki kirkjugarður ríkisstjórna, eins og evrusvæðið er..."
Og enn segir Gunnar:
"...Trylltur, ofsafenginn og lygum varðaður áróður sósíalistaskjaldborgar ESB-lýðskrumara, er það sem hrjáir Evrópu í dag. Þetta ferðalag mun enda sem svo ömurlegt meginland taparanna, að það mun aldrei nokkru sinni eiga sér viðreisnar von. Evrópusambandið hefur drepið Evrópu og tendrað elda í veröldinni..."
"...Ekkert er jafn eyðileggjandi fyrir frið og hagsæld í löndum eins og tilvist ríkis innan ríkisins..."
Boðuð fjölmenning kratanna og alþóðahyggjunnar þeirra myndi virka eins og búa til ríki í ríkinu. Múslímar ætla sér ekki að aðlagast gistiþjóðum sínum heldur aðlaga þær að sér. Sú afstaða blasir allstaðar við í Evrópu. Það vandamál mun bætast ofan á þau vandamál sem nú ber hæst í því.
Eftir sinnaskipti JBH bíð ég einna helst eftir því að Einar Benediktsson ambassdor skýri okkur frá því hvenær honum finnist tímabært að ganga í Evrópusambandið ef ekki núna strax?
Samfylkingin og Björt Framtíð hafa lítið látið í sér heyra um hvenær kjöraðstæður til aðildarumsóknar verða aftur. Þeir eru hnsvegar alveg klárir á því að Bjarni hafi ofað þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna. Enda á víst að greiða þjóðaratkvæði um hvort aðildarviðræðunum skuli haldið áfram skv. Valhallarútgáfunni af Landsfundar-samþykktunum sem gildir þá víst núna ef menn skyldu hafa haldið annað eftir lestur landsfundarsamþykktarinnar sem sagði að viðræðunum skyldi hætt.
En hver og hver og vill? ESB einhver?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.3.2015 kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.3.2015 | 22:07
Númer að aftan
eru á bílunum hér á Florida og víst í öllum ríkjunum.
Ef 350 milljóna þjóð, sem á meira en þúsund sinnum meira af flestu en við, kemst af með bara eitt bílnúmer að aftan á hverjum bíl, af hverju þurfum við að hafa númer aftan og framan? Ég meina rökstutt svar sem er öðruvísi en aaþíbara og Eerópustilskibun.
Kosta númer ekki peninga? Af hverju þurfum við að hafa þetta dýrara en Ameríkaninn? Hvort lítur maður meira aftan á bíl en framan á til að sjá númerið? Hversu oft yfirleitt?
Er ekki nóg að hafa númer að aftan? Þá getur maður til dæmis leigt framendann undir auglýsingar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
1.3.2015 | 13:45
Errda bara alltílagi?
" Ef tillögur stjórna viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka, verða samþykktar á aðalfundum munu þeir greiða samtals 45,7 milljarða króna í arð til eigenda sinna. Stjórn Íslandsbanka leggur til að arðgreiðsla nemi 9,1 milljarði króna sem er 40% af hagnaði. Stjórn Arion banka leggur til arðgreiðslu að upphæð 12,9 milljarðar króna sem er er 45% af hagnaði og Landsbanki leggur til 23,7 milljarða króna sem er 80% af hagnaði. Ríkissjóður sem á 97,92% í Landsbanka, 13% í Arion banka og 5% í Íslandsbanka mun því fá góða búbót fyrir utan þá 26 milljarða króna sem bankarnir þrír greiða í tekju- og bankaskatt."
Svo stendur í Morgunblaðinu á sunndag.
Herjir eru í stjórnum þessara banka? Hvernig komst það fólk þangað? Af hverju eru þessar tölur nærri eins fyrir alla banka? Hwer á þessa banka? Raunverulega.
Finnst fólkinu sem borgaði þessum bönkum allar þessa peninga þetta vera bara allt í lagi? Finnst Bjarna Ben. og Sigmundi Davíð þetta vera bara ekkert mál? Bankarnir ætla mildilegast að borga 26 milljarða í skatta. Finnst þeim þetta hæfilegt?
Enn sendur í Mogga:
"Yfirstjórn bankanna þriggja fékk greiðslur sem nemur rúmum einum milljarði króna. Í hverjum bankanna þriggja eru 7 stjórnarmenn og eru greidd laun til stjórnanna samtals 167,2 milljónir króna. Arion banki greiddi til stjórnar 72,8 milljónir króna, Íslandsbanki greiddi 48,4 milljónir króna og Landsbanki greiddi 46 milljónir króna.
Greiðslur til bankastjóra og framkvæmdastjóra eru samtals í bönkunum þremur 851,5 milljónir króna. Í Arion banka fengu bankastjóri og 9 framkvæmdastjórar 310 milljónir, í Landsbanka fengu bankastjóri og 7 framkvæmdastjórar 277 milljónir króna og í Íslandsbanka fengu bankastjóri og 8 framkvæmdastjórar 264,5 milljónir króna.
Bankastjórarnir þrír fengu samtals 140,4 milljónir í laun og árangurstengdar greiðslur. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, fékk 72,8 milljónir króna, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, fékk 43,4 milljónir og Steinþór Pálsson í Landsbanka fékk 24,2 milljónir."
Ætli Það sé ekki bara eðlilegt að Höskuldur fái sama og "Hvíta"-Birna og Steinþór til samans með tilliti til reynslu hans í því að þjónusta almenning hjá VISA? Ef tillit er tekið til þess að þetta er aðeins eitt mánaðarkaup hjá fyrri bankastjóra blasir þá ekki hagræðingin í Aríonbanka við?
Ef sama hlutfall bankamanna væri í Bandaríkjunum og á Íslandi væru þeir fjórar milljónir í stað tæprar einnar. Sem sagt pílögmál mitt gildir líka hér.
Errda bara alltílagi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko