Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015
16.3.2015 | 01:04
Bréfið
mikla frá utanríkisráðherra fór greinilega mjög fyrir brjóstið á þingliði fyrri ríkisstjórnarflokka. Þeir gala og flauta hástöfum eins og ekkert vandamál brýnna bíði úrlausnar hjá þessu Alþingi. Sem þó mætti hugleiða ögn þá boða sem nú rísa sem óðast þar sem er sú holskefla kjarasamninga sem framundan eru.
Við þessar aðstæður vilja menn fara í þjóðaratkvæðagreiðslur um hvert eigi að halda aðildarviðræðum áfram sem gagnaðilinn hefur löngu slitið sem vonlausum. Það er eins og þessir þingmenn og fréttamenn á RÚV gangi útfrá því sem gefnu að þetta mál bíði næstu ríkisstjóornar að leysa þá þegar og ekki megi spilla fyrir þeirri afgreiðslu.
Þetta bréf utamríkisráðherrans er kurteisisleg ábending til gagnaðilans í Brussel að búast ekki við frumkvæði frá núverandi ríkisstjórn um framhald viðræðna. Snyrtileg leið til að spara loft í lungum stjórnarandstæðinga og fría tíma Alþingis til að taka á einhverju sem skiptir meira máli. Stjórnviska sem felst í því að gelda sýningarþörfina hjá sérviskunni í Össuri og ámóta kratakruðeríi.
Þetta bréf var eiginlega ágætt bréf sem hefði mátt, ef horft er í baksýnisspegilinn, mátt senda svo löngu fyrr.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2015 | 12:53
Klofningurinn úr Sjálfstæðisflokknum
sýndi mátt sinn og megin við Alþingishúsið í gær. Benedikt Jóhannesson blés í kýrhornið og hvatti menn til dáða að styðja Alþingishús. Við lá að múrarnir hryndu þegar þetta sameinaða klofningsafl þrýsti á veggina.
Í hádeginu í dag sagði Benedikt að nú væri komið að því hvort fólk vildi flokk sem vildi bæta hér lífskjörin eða hvort það vildi flokk þar sem formaðurinn Bjarni væri taglhnýtingur Framsóknar.
Og ekki var hann billegur hann Árni Páll, þar sem hann reyndi að hrópa Bjarna Benediktsson niður í örvæntingu sinni yfir því að þessi ríkisstjórn hefði sagt þeim í Brussel að Ísland væri ekki að ganga þar inn. Bjarni kom því augljósa til skila þegar dúraði í Árna að ríkisstjórn sem hefði meða annars verið mynduð um þá sameiginlegu afstöðu stjórnarflokkanna að gagna ekkií ESB og hætta þar með aðildarviðræðum, gæti bar ómögulega sagt þeim í Brussel að Ísland væri á leiðinni inn. Eða hvað? Ekki sá Árni neitt sem stangaðistá við hans einu stefnu.
Merkilegt að þetta flækist svona fyrir vissu fólki að það bara kljúfi Sjálfstæðisflokkinn í massavís þess vegna og fari að styðja Alþingishúsið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.3.2015 | 16:43
Hvað er Islam?
spyr Valdimar Jóhannesson í Morgunblaðinu í dag. Valdimar hefur kynnt sér Islam mjög rækilega og niðurstaða hans er sú, að trúin Islam er ekki sá þáttur sem óttast þarf heldur kennisetningar Múhameðs um daglega hegðun sem strangtrúarmenn fylgja út í æsar. Svipað var ástatt í fornöld í Gyðingalandi, þar sem ámóta svartnætti grimmdar og geðveiki er að finna í Gamla Testamentinu. Má eiginlega furða sig á að það skuli vera látið fylgja Biflíunni enn í dag svo gersamlega óskylt það er kærleiksboðskap Jésúsar.
Grein sína endar Valdimar svo:
" Íslam, kommúnismi og nasismi eru náskyld alræðis stjórnmálakerfi, sem miða að heimsyfirráðum. Í bili virðist hafa tekist að koma böndum á tvö síðasttöldu kerfin en íslam er nú í þriðju stóru útrásinni í þær 14 aldir sem saga þess nær til, keyrt áfram með olíuauði arabaríkjanna.
Aldrei skyldi gleymast að íslam er fyrst og fremst stjórnmálakerfi frekar en trúarbrögð. Trúarþáttur íslams hefur ruglað fórnarlömb hans í ríminu þó að hann sé með ólíkindum andstyggilegur. Með því að leyfa jihadistum að byggja hér mosku er verið að greiða fyrir yfirtöku íslams á Íslandi eins og stefnt er að og sagan sýnir okkur að hefur alls staðar gerst nema þar sem hugrakkir menn hafa snúist til varnar. Ef íslam vinnur stríðið gegn vestrænum gildum þýðir það endalok siðmenningarinnar sem hefur tekist að koma á með blóði, tári og svita. Mannkynið mun sökkva niður svartan pytt þaðan sem það á kannski aldrei afturkvæmt.
Nú ríður á að hinn frjálsi heimur standi í lappirnar og að við látum ekki dómgreindarlaust fólk ráða ferðinni. Íslam stenst engin siðferðileg viðmið og stríðir gegn allsherjarreglu og ætti því ekki að njóta trúfrelsis.
Íslam mun leiða yfir þjóðina hnignun, glundroða, fátækt, forheimskun og ofbeldi eins og alls staðar hefur gerst þar sem það festir rætur. Þeir sem vinna að framgangi íslams vinna gegn framtíðarhagsmunum Íslands. Slíkir menn eru þjóðníðingar."
Valdimar samsamr Islam hinum verstu helstefnum í stjórnmálum sem gengið hafa yfir heiminn. Óneitanlega er margt sem rennir stoðum yfir þessar skoðanir Valdimars. Varnaðarorð hans er því ekki hægt að afgreiða sem léttvæg og óþörf. Sérhver maður verður að hugleiða fyrir sig hvort hann vilji stuðla að framgangi Islams á Íslandi. Menn vita hvað þeir hafa en ekki hvað þeir geta hugsanlega fengið með hlutleysi.
Menn verða að vita hvað Islam er í raun og veru.
9.3.2015 | 21:26
Erum við bara blind?
að sjá ekki rökfærsluna í því hjá Borgarstjórnarmeirihlutanum i Reykjavík að nauðsynlegra sé að verja 150 milljónum í það verkefni að mjókka Grensásveginn, sem hefur verið bærilega bílfær nokkuð lengi í stað þessa að gera við eitthvað meira en 6 km af 540 kílómetra löngu gatnakerfi Borgarinnar á þessu ári.
Lausnin hlýtur þá að liggja í þeirri staðreynd að mjóar götur séu ódýrari í viðhaldi en breiðar. Þegar margir borgarbúar eru að segja að það vanti víða viðhald á götunum, það séu hættulegar holur osfrv., þá sé þetta að byggjast á þessum grundvallarmisskilningi. Göturnar eru óhagkvæmar eins og þær eru svona breiðar. Þær þurfa að mjókka til að spara viðhald. En malbikð okkar þolir illa umhleypingana í vetur sem koma þvert á gróðurhúsakenninguna bæði hér og í Ameríku Al Gores og því verða stöku holur meira áberandi.
En þar sem þessar tölulegu upplýsingar komu fram í viðtali við Halldór Halldórsson, Borgarfulltrúa, á Sögu, þá fór ég að deila 6 kílómetrum uppí 540 og fékk út að með þessum hraða muni gatnakerfið í Reykjavík endurnýjast á hverjum 90 árum. Mér fannst tíminn nokkuð langur. En er ég ekki bara blindur að sjá ekki að það má gera við helmingi meiri lengd ef gatan er helmingi mjórri?
Hvað skyldu götur almennt endast lengi? Hvað er Austurstræti til dæmis orðið gamalt? Mér var sagt einu sinni að Miklatorgið hefði enst ótrúlega lengi við þá miklu umferð sem þar fór um.
Dagur Bé var búinn að segja að það lýsti sérstakri kröfuhörku Reykvíkinga að vilja meiri og meiri þjónustu. Halldór segir að útsvarið sé í hámarki og því sé fátt um fína drætti í meiri tekjuöflun. Það er þá varla hægt að gera mikið í því að byggja 2500 ódýrar félagsíbúðir í Reykjavík ef Búseti og Búmenn eru peningalaus félög.Hver getur byggt ódýrt ef fólkið sjálft getur ekki byggt vegna þess að það stenst ekki greiðslumat?
Það hlýtur þá að vera einhver kanína í hatti Borgarstjóra og EssBjörns sem þeir hafa ekki dregið upp það sem af er? Hvernig þeir ætla að leysa húsnæðisekluna í Borginni. Eða bara að þeir sé búnir að finna aðrar lausnir betri? Sem séu svo snjallar að jafnvel blindir fái séð?
Er kannski hægt að minnka núverandi íbúðir og þrengja i stíl við Grensásveginn og Borgartún? Menn hætti bara að búa í 100 m2 og fari að búa í 50 m2 sem kannski passar núna þegar reiðhjólið er að koma í stað bílsins? Fjölga íbúum á íbúð? Minnka flugvöllinn og smækka flugvélarnar? Fjölga lágvöxnu fólki og gefa því forgang?
Borgarstjórabíllinn yrði þá hugsanlega að Borgarstjórahjóli til samræmis?. Sendisveinahjól sér maður fyrir sér því Borgarstjóri kann að þurfa að hafa ökumann þegar hann þarf að sækja samkvæmi?
Það er líka gott til þess að vita að starfsfólki verður ekki fækkað hjá Borginni, þar sem atvinnuleysi er enn fyrir hendi í öðrum sveitarfélögum sem hafa mun færra starfsfólk hlutfallslega í stjórnunarstörfum. Fækkun starfa hjá Borginni gæti reynst afdrifarík.
Að öðru leyti var þetta rösklegt viðtal við Halldór Halldórsson og lauk upp augum fyrir manni að hafa ekki reynt að skilja betur rökin fyrir því að minnka götur og íbúðir. Er ekki svo mikil sóun allstaðar í daglegu lífi að það hálfa myndi vera nóg? Og kannski er það einmitt stefna Borgarstjórnarmeirihlutans að komast af með minna af öllu nema tekjum Borgarsjóðs og gjaldsskrár Orkuveitunnar?.
Erum við ekki bara blind að sjá þetta ekki?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.3.2015 kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2015 | 14:25
Athyglisverð greining
á Evrópusambandinu er í pistli Gunnars Rögnvaldssonar á síðu hans.
Niðurlagið er svona:
"..Það kemur fyrir að menn láti um stund afvegaleiða sig, alveg eins og þegar ég svo hörmulega óskaði Vinstri grænum til hamingju með kosningasigurinn vorið 2009. En þar með mjög ákveðnu kosningaprógrammi og loforðum sóttust þeir eftir og fengu skuldbindandi umboð frá kjósendum íslenska Lýðveldisins.
Þá hljóp ég á mig. Ég kaus þá ekki, en asnaðist til að óska þeim til hamingju með kosningasigurinn og bað þá í góðri trú um að fara vel með völdin. Sem þeir gerðu ekki, heldur notuðu þeir þau til að nauðga kjósendum og brenna með fyrirlitningu á báli það umboð frá kjósendum sem þeir áttu að fara með og gæta. Eins og kunnugt er þá sækja þingmenn umboð sitt til kjósenda. Það eru ekki kjósendur sem sækja lýðræðið til þingmanna
Evrópusambandið er bæði Guðlaust, andlýðræðislegt og andþjóðríkislegt með imperial metnað. Og það er að lagalegum grunni alræðislegt fyrirbæri. Þar er einnig þjóðnýtt í þágu ákveðins málstaðar, sem er Evrópusamruninn. Sjálf stjórnmálin í Evrópusambandinu hafa jafnvel verið þjóðnýtt. Lagaleg heimspeki og stjórnarskrá Evrópusambandsins líkjast lagalegri heimspeki, dómstólum og stjórnarskrá Sovétríkjanna, þar sem aðeins kommúnismi sósíalista var leyfður sem lífsmáti innan landamæra ríkisins.
Í Evrópusambandinu er það hins vegar aðeins Evrópusamruninn sem leyfður er sem lífsmáti innan landamæra sambandsins. Hann byggir á "hinni sérstöku hugmynd um Evrópu" og sem er undirstaða allra sáttmála, dómstóla og lagabálka sambandsins. Lengra nær hinn tilvistarlegi heimspekigrundvöllur Evrópusambandsins ekki.
Þetta er totalitarian koncept"
Gunnar kemst að þeirri niðurstöðu að ESB sé einræðiskennt samband sem sé framhald af stjórnmástefnum fyrirstríðsáranna. Það sé ólýðræðislegt í alla staði sem lúti forræði ókjörinna fulltrúa.
Þó að margir hafi hamráð á því að áhrif Íslendinga verði harla lítil á 700 manna Evrópuþinginu með Össur, Árna Pál og Steingrím J. sem einu málsvara Íslands, þá þreytast þessir aðildarsinnar ekki á að telja okkur trú um nauðsyn þess að rödd okkar heyrist það í stað þess að taka við öllu hráu frá EES eins og við gerum.
Sömuleiðis að ljúga stanslaust um það að stjórnarskrá sambandsins verði aðlöguð að sérþörfum Íslands. Alveg sama þó að það sé þvert á skrifaðan textann. Kíkja í pakkann sé svo nauðsynlegt að greiða verði þjóðaratkvæði um að afturkalla þá einhliða gerð landsöluaflanna á sínum tíma að óska aðildar. Meira að segja virðast einstakir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki lengur þora að standa við Landsfundarsamþykktir flokksin um að slíta viðræðunum.
Þetta er sönn greining á kjarna ESB og hafi Gunnar mína þökk fyrir.
6.3.2015 | 02:54
Saudarnir blanda sér innanríkismál
Íslendinga með því að fjármagna hér klakstöð Wahabíta sem vilja Jihad á hendur Sjitha-múslímum. Væntanlega hérlendis líka. Múllarnir koma svo síðar til að rekrútéra Íslendinga til að ganga til liðs við hinar og þessar bardagasveitir Islamista.
Sem fæstar moskur á Íslandi. Sem minnstan innflutning á múslímum umfram algert lágmark. Okkar þjóðmenning getur ekki lifað af með þessu fólki og villimannlegum siðum þess. Það sem við blasir af hörmungum á Vesturlöndum í þessum múslíma-málum kemur einnig hingað.
Látum ekki einræðisríkið Saudi Arabíu senda hingað óstjórnað fé.
Óli forseti ætti að gera eitthvað annað en að láta mynda sig með þessum Sauda sem er að blanda sér í innanríkismál Íslendinga með því að kaupa sig inn á okkur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.3.2015 | 02:43
Af hverju ekki viðtal?
í við fremjendur eineltisins sem verið var að skýra frá í sjónvarpinu í kvöld? Heyrum líka hina hlið málsins?
Hugsandi til baka finnst mér að við krakkarnir þá hafi frekar verið góð við þá sem skáru sig úr. Ég bara man ekki eftir svona einelti og kvikindisskap eins og núna virðist útbreiddur.
Enda var þá ekki blandað í bekki tossum og venjulegum krökkum sem eru í skólaum til að læra.
Af hverju ekki viðtal við gerendur eineltis eins og þolendur?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2015 | 02:29
Hver fékk borgað?
og hversu mikið fyrir að eyðileggja ágæta heimasíðu RÚV þannig að nú getur maður ekki séð fréttir í tölvunni hér í útlandinu eins og verið hefur lengi með ágætum?
Hvaða gæðingur fékk að hræra í þessu? Var þetta boðið út?
Af hverju má ekki fara eftir lögmáli Murphy´s sem segir að maður eigi ekki laga það sem virkar?
6.3.2015 | 02:04
Bretinn kominn aftur
á YouTube með fyrirlestra sína um Islam.
The Brit:
< http://dotsub.com/media/b5ee5ada-5b37-4b0b-9916-e0896337ec4b/e/m>
Að vanda heldur hann sér við staðreyndir án sérstakrar hlutdrægni.
Eða hvað finnst fólki um Bretann?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2015 | 21:42
Borgarstjóri í Reykjavík
þótti hér á árum áður vera all mikil virðingarstaða. Hugsanlega í og með hversu margir þjóðþekktir menn hafa gegnt henni allt til seinni ára.
Með útspili Besta Flokks Jóns Garrs færðist nýr still yfir Borgarstjórn Reykjavíkur. En þessi breyting hafði átt sér langan aðdraganda þegar Sjálfstæðismenn gátu ekki náð lengur saman um eðlileg vinnubrögð þegar Davíð Oddsson lét af embætti Borgarstjóra. Þá held ég að traust kjósenda hafi beðið sinn fyrsta hnekki sem síðan vatt upp á sig og nú situr þetta forna flaggskip borgarmálanna sem áhrifalaus smáflokkur sem enginn sýnir teljandi áhuga.
Borgarstjórnmál einkennast nú af klækjum og baktjaldamakki einstakra Borgarfulltrúa fremur en að menn tali fyrir hugsjónum sínum af eldlegum áhuga. Þannig voru úrslit síðustu kosninga þau að Besti Flokkurinn og Samfylkingin misstu meirihlutann en héldu völdunum fyrr tilstilli Píratans sem komst óvænt inn.
Nú er það algengt að tæpur meirihluti reynist oft vera valtur til lengdar þó auðvitað fari það eftir skaphöfn fulltrúaanna sem í hlut eiga. Maður á því að venjast að menn ókyrrist í slíkum meirihluta ef margt gengur mót og menn vilji ekki láta vandræði koma niður á pólitískri framtíð sinni. Því skiljanlega vilja litlir aðilar ekki láta kenna sér um óvinsældir samstarfsaðilanna sem eru alltaf pólitískir andstæðingar, sem engu gleyma og ekkert þakka.
Horfandi yfir lækinn frá Kópavogi finnst mér mest áberandi hversu mjög ráðandi öflin í Borgarstjórninni, sem halda sömu stefnu í flestum málum og á því fyrra kjörtímabili, lenda í miklum og endurteknum deilum við íbúa Reykjavíkur. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þær deilur sem uppi eru við alla þjóðina um Reykjavíkurflugvöll þar sem mörgum ofbýður framganga meirihlutans. Og deilur um þrengingar gatna og framkoma yfirmanns skiplagsmála virðast ekki dæmi um eindreginn samstarfsvilja yfirvalda við íbúa og minna raunar frekar á tíð einvaldskonunga.
þegar allt er talið þá furðar mig mest á þætti formanns Pírata. Þessi oddamaður virðist lítilþægur í meira lagi miðað við það að meirihlutinn veltur algerlega á honum. Víða hefur slíkt reynst erfitt. Ég sé ekki fyrir mér að óvinsældir Borgarstjórans sem fær 90 % vantraust í 500 manna úrtaki æa Útvarpi Sögu í dag muni styrkja stöðu Pírata í næstu kosningum. En auðvitað fer þetta eftir skapgerð manna, hugsjónum og metnaði fyrir sitt sveitarfélag.
Ennþá furðulegra finnst mér þetta með tilliti til þess að þarna fer hjá Pírötum ungur vel menntur maður og vel ættaður. Maður hefði getað búist við að hann myndi vilja nýta tækifærið og setja sitt mark á þróun Borgarinnar og sína eigin pólitísku stærð og framtíð.
En ef til vill bara skilur maður ekki lengur nútíma stjórnmál. Og kannski er bara ekkert merkilegt lengur, kannski bara í hæsta lagi fyndið, að vera Borgarstjóri í fæðingarbæ mínum Reykjavík.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.3.2015 kl. 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko