Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015
8.7.2015 | 09:29
Yfirgefum EES og Schengen
hið allra fyrsta. Höldum góðri samvinnu og samræmingu eins og okkur hentar. En sleppum dellunni.
Svo segir í leiðara Mogga:
"Fyrir nokkrum dögum var einu lengsta löggjafarþingi í langri sögu Alþingis frestað. Þingið samþykkti 105 frumvörp, stóð í 126 daga og fundaði í alls 830 klukkustundir. Af þeim tíma fóru 50 klukkustundir í umræður um fundarstjórn og annað sem að mestu má telja til málþófs.....
.... Allt of stór hluti af lagasetningunni er orðinn athugasemdalaus afgreiðsla á tilskipunum Evrópusambandsins sem eiga ekkert erindi við Íslendinga en íþyngja bæði fólki og fyrirtækjum.
Á hinn bóginn er of lítið um lagasetningu sem léttir byrðarnar eða treystir grundvallarréttindi borgaranna. Gæði lagasetningar verða með öðrum orðum ekki mæld í fjölda frumvarpa sem sam- þykkt eru heldur innihaldi þeirra.
Þingmenn hafa verið hvattir til að nota sumarið til að velta fyrir sér bættum vinnubrögðum. Enn brýnna er að þeir velti fyrir sér að bæta lögin.
Hvernig getum við ætlast til þess að Alþingismenn taki að sér að vera stimpilpúðar vegna þess að fyrri þing hafi skuldbundið þá til þeirra örlaga? Hvar er sjálfstæður vilji og samviska þingmanns sem hann er eiðsvarinn?
Það er komið nóg af EES og Schengen. Yfirgefum það allt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.7.2015 | 09:23
Þar kom að því
að hann Árni Matthíasson á Mogganum skrifað eitthvað sem mér líkaði stórvel!
Árni skrifar svo:
"...Gleymum því nefnilega ekki að lúpínan er að bæta fyrir misgjörðir okkar og illa meðferð á landinu okkar, hún er að leggja undir sig örfoka land og auðnir, sandfláka og urðir; allt verður fagurblátt og af því sæt angan. Þegar við erum öll öll, þegar mannkynið hefur komið sjálfu sér fyrir kattarnef, sem verður eflaust fljótlega, en þó vonandi ekki strax, mun lúpínan skríða yfir allt, Ísland verður Bláland, en síðan víkur hún fyrir grasi og öðrum gróðri, hneigir höfuð og hörfar kurteislega.
Segðu mér nú, kæri lesandi: Er ekki miklu betra að hafa sem fyrirmynd svo ósérhlífna og vinalega jurt og lúpínu, plöntu sem framleiðir áburð úr loftinu einu saman, græðir örfoka land og býr undir annan gróður? Ætti það ekki að vera takmark okkar Íslendinga að gera heiminn betri líkt og lúpínuskúfurinn frjói? arnim@mbl.is"
Ég hef verið að vekja athygli útlendra ferðamanna á því hvað lúpínus nootkatensis eða Alaska Lúpínan er að gera fyrir Ísland. Þeir sjá landeyðinguna sem sauðfjárræktin og eyðing skóga hefur valdið. Þeir sjá hvernig lúpínan er að græða upp örfoka landið sem við skuldum sem þjóð í þúsund ár. Þeir sjá hvernig lúpínan vex á naktri klöpp í sprengdum hamri. Þeir undrast og þeir dást að því upphátt að ekkert land í heimi sé jafn tært og litríkt sem Ísland.
Að það skuli vera til fólk sem hefur tekið það sem köllun í lífinu að skemma lúpínuna og skaða, þessa nú himinbláu jurt sem kom til landsins 1947 sem nokkur fræ í umslagi í vestisvasa Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra. Að nokkrum manni geti fundist urðin og grjótið á hæðunum í kring um höfuðborgarsvæðið fallegra en hið bláa blóma haf sem þar er að græða upp örfokið sem ég ólst upp við sem ónýtt land? Ég hef ekki hitt þann enn meðal ferðamanna sem hefur haft uppi þær skoðanir.
Lúpínan er þjóðarblóm mitt og verður. Hún er með Alasakaöspinni, eitt lífsætlunarverk Hákonar Bjarnasonar, að breyta ásýnd landsins úr örfoka hryllingi í grænar grundir og garða fegurðar.
Það kemur að því að jafnvel blindir fá sýn.
6.7.2015 | 14:37
Reykjavíkurflugvöllur
var afhentur íslensku þjóðinni fyrir 69 árum í dag.
Alfhild Nielsen, sú óþreytandi bráttukona fyrir flugvellinum, skrifar svo á facebook:
"Til hamingju með daginn allir flugvallarvinir--í dag eru 69 ár síðan Ólafur Thors tók við Reykjavíkurflugvelli frá Bretum fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar. Áður höfðu bætur verið greiddar fyrir það land sem tekið var eignarnámi vegna flugvallargerðarinnar. Hvernig og hvenær Reykjavíkurborg eignaðist það land sem flugvöllurinn er á hef ég ekki getað fundið út úr enn--allavega þá finnst ekki þinglesin eignarheimild fyrir því svæði sem Fluggarðar eru á."
Og þetta svæði er Dagur Bé. búinn að gefa Háskóla Íslands til ráðstöfunar. Flottur pólitíkus hann Dagur sem eins og aðrir vinstri menn er gjafmildastu á allt sem aðrir eiga.
Ég var sjálfur á vellinum fyrir 69 árum og varð vitni að þessu, man eftir Ólafi sjálfum með pípuhattinn. Ólíkt reisulegri maður en þessir slifsislausu kratar allir saman.
Reykjavíkurflugvöllur er hér enn en Dagur Bé kemur -og fer.
6.7.2015 | 12:20
Nai
ja nú er stand á Goddastöðum.
Enginn virðist vita sitt rjúkandi ráð í ESB. Allir mæna á Merkel eins og hún hafi töfrasprotann.
Er einhver önnur leið en að Grikkir geti farið íslensku leiðina og lækkað allan innlendan kostnað en hækkað þann erlenda? Euro-Greco?
Eða á bara að endurtaka atkvæðagreiðsluna þangað til Oxi kemur í stað Nai?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.7.2015 kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2015 | 18:56
Oxi-Nai?
er valkostur frænda okkar Grikkja í dag. Þeir eru ættaðir frá Hallstad í Austurríki og því Indo-Germanir eins og við. Þeir komu í kjölfar falls Mínóanna sem drukknuðu þegar Thera eða Santorini sprakk með Atlantis borginni frægu og syndaflóðið kom eitthvað 1560 árum fyrir Krist.
Líklega segja þeir Nai en ekki Oxi. Hvað þá?
Ég held að Grikkir muni gefa út Euro-Greco fljótlega. Notenbank ESB mun taka að sér að halda uppi einhverju gengi á nýja seðlinum, eitthvað sem Grikkir þarfnast þegar Evrurnar eru búnar. Kannsi 1 : 0.7.
Þá getum við farið að ferðast og hafa það gott í Grikklandi. Grikkland er heillandi land og fólkið gott. Við skulum styrkja þá eftir föngum hvort þeir segja Oxi eða Nai.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2015 | 18:28
Stjórnarskrársíbyljan
er á sinninu á vinstra liðinu. Maður heyrir ekki viðtal við neinn af þeim öðru vísi en að hann fari að tala um stjórnarskrá, hversu heitt við þráum nýja stjórnarskrá, sem tryggi okkur til dæmis þjóðareign á auðlindum landsins og leyfi sérviskupúkum að kalla fyrirhafnarlítið á þjóðaratkvæðagreiðslur.
Núverandi stjórnarskrá er samin á grundvelli þrautprófaðra stjórnarskráa evrópskra. Hún var lögtekin á 17.júní 1944. Gerðar hafa verið breytingar á henni í gegn um tíðina sem voru óhjákvæmilegar vegna búsetubreytinga í landinu. Annað hefur ekki þurft að gera, svo vel er fyrir öllu séð.
Það er áberandi að varla nokkur hægri maður talar um nauðsyn nýrrar stjórnarskrár. Umræðan er nær einvörðungu bundin við vinstra fólkið. Líklega er því ávallt meiri prettir og valdbeiting í huga en venjulegu fólki. Það býst við svikum og illvilja af náunganum, það hatar hann vegna þess að að hann gæti verið haldinn græðgi, verið með bíla-og bensíndellu, verið á móti því að láta Carbon Recycling fá einkaleyfi á að gera bensínið dýrara vegna EES tilskipana, gefið ekki neitt fyrir auknar hjólreiðar og EES, verið fylgjandi kirkju og kristni og biflíugjöfum í skólum og trúir jafnvel á jólasveininn og álfa.
Aldrei hefur mér til hugar komið að stjórnarskráin hafi eitthvað haft með að gera mitt gengi í ævisögunni. Mér finnst hún þvert á móti hafa dugað afbragðs vel og að kvótakerfið sé ekki henni að kenna.
Ég las moðsuðuna sem kom frá stjórnlagaþinginu frá upphafi til enda. Mér fannst það álíka skýrt og skiljanlegt eins og langhundar eftir suma vinstri sinnaða prófessora sem skrifa í blöðin til að hafa vit fyrir okkur sauðsvörtum. Vífilengjur um ekki neitt sem má alveg vera án.
Ekki sá ég kostina eða nauðsyn þess að býtta á henni og því sem við höfum. Mér finnst að núverandi stjórnarskrá rúmi allt það sem við þurfum að hafa, við getum gert allt þetta sem mest er þvælt um eins og beinu lýðræðisvitleysuna sem örsmár minnihluti tönnlast á, án þess að höggva í stjórnarskrána. Alþingi hefur klárað sig af öðru eins.Og Forsetinn er alltaf til staðar með 63.greinina.
Það er ekki stjórnarskráin sem veldur vantrú fólks á Alþingi. Það er miklu fremur hversu margir furðulegir dónar og bjálfar hafa flotið þangað inn. Það sama fólk sem kaus þá getur varla við aðra sakast en sjálft sig þegar það vill ræða virðingu Alþingis.
Þingmenn hægri flokkanna virðast hafa hlotið mun betra uppeldi sem endurspeglast yfirleitt í framkomu þeirra.Stjórnarskrársíbyljan þjáir þá að minnsta kosti ekki til jafns við hina.
5.7.2015 | 09:59
Hannes Hólmsteinn
er með snjallari mönnum að finna vinkla á málum sem menn gleyma oft í erli dagsins.
Háskóladella ríður húsum í þessu þjóðfélagi. Í og með með með sívaxandi útþenslu ríkisballarins sem er búinn að meta óflokkaðar háskólagráður til launaprósenta. Hjúkrun á háskólastigi í stað umönnunar, leikskólakennsla á háskólastigi, háskólastig á þetta og hitt.
Hannes var viðstaddur rektorsskipti og fór að hugsa út fyrir kassann:
" Ég var viðstaddur rektorsskiptin, þegar Jón Atli Benediktsson tók við af Kristínu Ingólfsdóttur. Þau eru bæði sómafólk, frambærileg og góðviljuð.
Ég velti því hins vegar stundum fyrir mér á háskólahátíðum, hvort eftirsóknarvert sé, að svo margir stundi háskólanám, sérstaklega í hugvísindum.
Þurfum við ekki frekar meiri hagnýta þekkingu? Fleiri rafvirkja, smiði, pípulagningamenn, vélvirkja? Og eiga ýmsar umönnunargreinar heima í háskóla?
Er ekki betra að þjálfa fólkið á staðnum, á sjúkrahúsum, dagheimilum og í skólum?
Er þessi háskólavitleysa ekki komin út í öfgar? Þurfum við endilega 8 ára lækna til að gera við beinbrot eða sauma saman skurði á fyllibyttum? Af hverju ekki paramedics á iðnskólastigi?
Það var og Hannes Hólmsteinn.
4.7.2015 | 09:19
Eitruðu tengslin
milli Samfylkingarinnar og hrunstjóranna verða Helga Hjörvar hugstæð. Svo segir í Mogga:
"Í eldhúsdagsræðu sinni í vikunni kom Helgi Hjörvar víða við. Eitt af því sem hann nefndi var að meðal þess sem setti okkur á hausinn fyrir nokkrum árum hafi verið eitruð tengsl stjórnmála og viðskiptalífs.
Frá þingmanni Samfylkingarinnar er þetta sérstaklega athyglisverð athugasemd.
Og hún hlýtur að vekja spurningar um hvort hann ætlar að upplýsa nánar um þessi eitruðu tengsl.
Eftir því hefur verið beðið að þingmenn og aðrir forystumenn
Samfylkingarinnar frá þeim tíma sem tengslin við helstu
útrásarvíkingana voru sem nánust veiti frekari innsýn í þau
tengsl.
Þeir hafa enn ekki útskýrt Borgarnesræðurnar og aðra þjónkun við þá sem taldir voru eiga mest undir sér í íslensku við-
skiptalífi á þeim tíma.

Nú, þegar viðurkennt hefur verið að um eitruð tengsl stjórnmála og viðskiptalífs hafi verið að ræða á þessum árum, hlýtur að mega búast við frekari upplýsingum um hin eitruðu tengsl og afleiðingar þeirra fyrir störf og stefnu stjórnmálaflokksins.
Samfylkingin gerðist gagnrýnislaus klappstýra tiltekinna
afla á árunum fyrir fall bankanna.
Hún hefur liðið fyrir það síðan og ætti að gera þau mál"
Ég man ekki betur en að framlögin frá hrunameisturunum til kosningasjóða Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi verið álíka há. Þau voru hisvegar lögleg í baðum tilvikum.
En hafði Samfylkingin ekki líka milligöngu um fjármögnun óeirðanna í búsáhaldabyltingunni frá hrunmeisturunum?
Bjarni Benediktsson valdi það að veðsetja Valhöll upp fyrir rjáfur til að skila þessum "eitruðu" peningum aftur. Sjálfstæðisflokkurinn er nánast gjaldþrota eftir þetta. Hann hefur hinsvegar ekki étið þessa þjófstolnu peninga enda all mjósleginn orðinn greyið.
Hvað skilaði Samfylkingin miklu af þessum eitruðu peningum? Á hverju lifir hún?
Vill Helgi Hjörvar, eða þá Árni Páll ekki vinsamlegast gera okkur grein fyrir eiturlyjafíkn Samfylkingarinnar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.7.2015 | 08:54
Hvað vilja Píratar?
eiginlega?
Svo segir í Morgunlaðinu:
"Alþingi samþykkti undir lok seinasta þingfundarins fyrir þingslit í gær lög um 39% stöðugleikaskatt og nauðasamninga fjármálafyrirtækja, svonefnd haftafrumvörp. Var þverpólitísk samstaða um afgreiðslu þeirra.
Frumvarpið um stöðugleikaskatt var samþykkt með 55 atkvæðum en einn þingmaður, Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, greiddi ekki atkvæði. Frumvarpið um fjármálafyrirtæki og nauðasamninga var sam- þykkt með 53 atkvæðum.
Einn þingmaður, Ögmundur Jónasson í Vg, greiddi atkvæði á móti og tveir þingmenn sátu hjá, Andrés Ingi Jónsson, Vg, og Jón Þór Ólafsson, Pírati.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði við lokaumræðu um málið að þingið væri að samþykkja leið til þess að leysa stærsta efnahagsvandamál sem þjóðin hefði staðið frammi fyrir undanfarin ár.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vg, sagði að réttlæting skattsins væri vandasöm og það væri vel gert í greinargerð frumvarpsins. Stöðugleikaskatturinn væri fyllilega réttlætanlegur og stæðist ákvæði stjórnarskrárinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók í sama streng og sagði að mikilvægasti þáttur framhaldsins væri að tryggja að farið yrði þannig með þá fjármuni sem renna til ríkissjóðs að þeir valdi ekki efnahagslegum óstöðugleika. Þá mætti heldur ekki valda pólitískum óstöðugleika með loforðaflaumi í aðdraganda kosninga. Það er verkefni okkar allra að standa við þá pólitísku samstöðu sem fram hefur komið í nefndinni að við ætlum öll að verjast þeirri freistingu, sagði hann.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þakkaði fyrir samstöðu þingsins. Um ráðstöfun fjármunanna sem um ræðir sagði Bjarni skýrt að þeim bæri að ráð- stafa til að lækka skuldir ríkissjóðs. Hér kemur fram heildstæð áætlun um það hvernig á að leysa vandann. Það er mjög mikilvægt fyrir íslenska þjóð að finna fyrir þeirri samstöðu sem er hér á þinginu um aðferðafræðina við að ná því markmiði, sagði Bjarni. Skatturinn verður einskiptisskattur sem lagður verður á 15. apríl 2016 og verða gjalddagar fjórir á árinu: 1. maí, 1. júní, 1. júlí og 1. ágúst 2016.
Hverju mun það þing koma frá sér sem verður undir forystu Pírata með Jón Þór Ólafsson sem forsætisráðherra?
Skyldi hann kaupa sér slifsi daginn sem hann þarf að útskýra hvað stærsti flokkur þjóðarinnar Píratar vill í raun og veru?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2015 | 23:07
Eldhúsdagur
á Alþingi var fróðlegur að vanda. Ég dáðist að því hversu margir þingmenn höfðu vandað til klæðaburðar við þennan viðburð. Pírataskammirnar skáru sig að sjálfsögðu úr með að karlar voru slifsislausir eins og Borgarahreyfingin sáluga.
En málflutningur sumra stjórnarandstöðuþingmanna kom mér á ovart. Ég vissi ekki að hagsmunir gangandi og hjólandi skiptu svona miklu meginmáli í hugarheimi prúðbúins þingmanns bjartrar framtíðar.
Og væntanleg ný stjórnarskrá virtist verða staðreynd í hugum pírata á næsta ári sem verður kosið um þegar við kjósum til Forseta hvort eð er ? Ný stjórnarskrá sem samin verður á grundvelli heiðarleika eftir tillögum á stjórnlagaþingi fyrir margt löngu mun tryggja að hér geti verið reglubundnar þjóðaratkvæðagreiðslur, sem tryggja þetta beina lýðræði sem kallað er.
Og ég sem var kominn að þeirri niðurstöðu hvað mig varðar að mér finnist núverandi stjórnarskrá alveg nógu góð fyrir mig að minnsta kosti. Nei, þetta fólk þarf nýja stjórnarskrá til að geta andað.
Mikið dáðist ég að steinrunnu andliti Einar K. Guðfinnssonar í baksýn þegar stjórnarandstöðufólkið fór hamförum í pontunni.
Einn minntist þó á möguleika sem ég varð ánægður með. Hann væri að stjórnarandstaðan færi heim til sín af þinginu þegar búið er að mynda meirihluta og kæmi þar ekki meir. Þetta fannst mér skynsamlegur möguleiki sem myndi spara okkur mikið málæði og dýran tíma. Þetta fólk væri bara heima í sínu gersamlega áhrifaleysi. Það gæti kannski fengið að koma á eldhúsdaginn og þylja bölbænir sínar án takmarkana með nákvæmlega sömu áhrifum nema þingið hefði verið búið svona tveimur mánuðum fyrr.
Er ekki hægt að útfæra þessa bráðgóðu tillögu betur fyrir næsta eldhúsdag?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko