Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015
14.7.2015 | 23:24
Samt EuroGreco
í smáum skömmtum til að byrja með. Fá Angelu til að halda uppi gengi 1:1 til að byrja með. Grískt efnahagslíf má ekki verða peningalaust.
Það er hægt að hugsa sér innleiðinguna smátt án þess að grípa til fallaxarinnar eins og Frakkar gerðu að viðurlögum við þvi að efast um Assignatinn, sem var gefinn út í mörgum upplögum með veði í sömu kirkjujörðunum. Til samanburðar er ekkert veð á bak við fimmþúsundkallinn okkar. Og ekki bara líka í raun bak við flesta aðra peningaseðla nútímans, að evrunni meðtaldri?
Grikkir þurfa að fikra sig frá evrunni með því að koma henni á hærra gengi innanlands. Smátt og smátt verður hver að fá EuroGreco með EuroAngelo. Fólkið setur gengi á þá fyrrnefndu en Angela frænka heldur genginu uppi svo að hún fari ekki niður í kjallara eins og Assignatinn.
EuroGreco verði fleytt meðfram öllu hinu sem Zipras varð að lofa. Örfa efnahagslífið með útgáfu peninga og verðbólgu. Rjúfa dauðann og djöfulinn sem ríkir í atvinnuleysinu.
Skyldi þetta ekki vera fær leið og betri en núverandi kyrrstaða?
14.7.2015 | 18:29
Tsipras
seiglast áfram þó að Grikkir hafi hugsanlega fengið verri díl en kosinn var frá í þjóðaratkvæðinu. Minnir óneitanlega í Icesave.
Ef við sendum Steingrím á vettvang til að ráðleggja Grikkjum þá yrði hann ekki í vandræðum með að útskýra fyrir Grikkjum að þetta sé annað og miklu betra en það fyrra. Selja bara þjóðareignir til að borga og afsala sér verðtryggðum eftirlaunum yfir línuna.
Getur þjóð samþykkt að selja sína Þingvelli? Getur hann selt fiskveiðiauðlindir eins og við með nógu mikilli froðu og mælsku? Er hægt að selja vesturhluta Kýpur til Tyrkja?
Maður veit annars ekki hvernig Grikkir líta á Akrópólis eða Píreus. Gömlu Aþeningarnir afgreiddu allt með styrjöldum, unnu og töpuðu en áttu alltaf Grikkland eftir. En það land eignuðust þeir eftir að Mínóarnir drukknuðu í syndaflóðinu fyrir um 1600 f.Kr. Þá fóru þeir sem urðu Grikkir í sólarlandaferð frá Hallstad í Austurríki sem enn stendur.
Nú eru Grikkir í deilum við þá í Brüssel. Eiga þeir að tapa grísku landi til banka þeirra sem síðast stálu gullforðanum frá þeim með hervaldi?
Og þó að takist að sjattla Grikki núna, þá eru önnur mála sem bíða. Þó að 2% hagvöxtur hafi orðið á Spáni í tvö ár þá skilst manni að skuldirnar séu miklar.Og Portúgal er víst ekki skuldlaust heldur né Ítalía.
Svo menn spyrja sig hversu sannfærandi Doktor Merkel er þegar hún hvessir sig og segir Grikkjum að borga eða..? Getur hún nokkuð gert? Þýðir að berja dauðan hest?
Merkel er búin að vera kanslari í tíu ár fyrst þýskra kvenna. Evrópuþjóðirnar ætla að reynast henni erfiðar í taumi rétt eins og Adolfi heitnum.
Það er alveg makalaust hvernig Þjóðverjum tekst að halda ró í landinu sínu. Það er byggt og byggt í suður Þýskalandi og sparað í steypu eftir að bankarnir hættu að borga 1 % innláns vexti og Mercedes og Porsche seljast sem aldrei fyrr. Þýskaland er eina hagkerfið sem þolir Evruna, öll hin virðast á undanþágum.Engin verkföll eða tveggja stafa taxtahækkanir sem maður heyrir af. Eftir því sem norðar dregur versnar ástandið en er þó vel þolanlegt.
Þýskarinn er vinnusamur og sparsamur og víðast reynir hann að ala börnin upp í Guðsótta og góðum siðum og þeim tekst furðanlega að lifa með gríðarlegum innflytjendafjölda. Og ef það er eitthvað sem þjóðin óttast sameiginlega þá er það verðbólga og að vera ekki álitnir víðsýnir og alþjóðlega sinnaðir.
Alexis Tsipras er byggingaverkfræðingur eins og við Saddam Hússein. Þó við SAddam séum hættir að mestu þá hefur Tsipras starfað við greinina og skipulagsmál. Hann hefur hinsvegar eytt talsverðum tíma líka í að vera kommúnisti sem við Saddam gerðum þó aldrei.
ESB gat auðvitað ekkert annað en að fresta Evru-málinu núna og borga.Þetta er bara verðbólgu mál 11 milljóna af 333 sem nota Evruna. Merkel er sjáanlega bullandi svekkt en getur ekkert annað. Grikkir fá framlengdan því víxilinn í fertugasta sinn eins og Tómas.
Á meðan heyrist lítið í Viðreisn hjá okkur, Árna Páli, Þorvaldi Gylfasyni og Jóni Baldvin. Enda skiptir það ekki meira máli hvað Pírötum finnst rétt að gera í þessu Grikklandsmáli? Verður ekki þeirra að lifa með því fremur en fyrst töldu fulltrúa gömlu flokkanna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2015 | 11:30
Það rignir upp í nefið
á þessu stjórnarliði í Landsbankanum. Bísperrtur bankastjóri sem almenningur eða fyrri hluthafi ekki einu sinni veit hver er eða hvaðan kemur, ætlar bara að byggja si sona.
Svo segir í Mogga:
"Þetta er algjörlega út í hött, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, um fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn við hlið Hörpunnar við Reykjavíkurhöfn. Menn nefna að það sé hagkvæmt að hafa starfsemina á einum stað en á sama tíma kaupa þeir dýrustu lóð á Íslandi og hafa hafnað ódýrari lóðum. Hagræðingarrökin eiga því augljóslega ekki við.
Fjármununum eigi fremur að ráð- stafa til að bæta kjör viðskiptavina eða greiða arð í ríkissjóð. Landsbankinn er nú að mestu í eigu íslenska ríkisins í kjölfar bankahrunsins.
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, gagnrýnir einnig fyrirhugaða byggingu á bloggsíðu sinni. Bankastarfsemi þarf ekki þennan dýra umbúnað. Hann er í raun móðgun við við- skiptavinina, sem fá afar lága vexti af innlánum en borga bæði háa útlánsvexti og allskonar þjónustugjöld. Telur hún fénu betur varið í nýjan Landspítala sem sé framar í forgangsröð- inni. Gagnrýnir Guðlaugur einnig borgaryfirvöld fyrir að ráðstafa besta stað miðborgarinnar undir banka en mikilvægt sé að hann sé nýttur til að styrkja borgina. Það yrðu óafturkræf mistök að byggja banka þarna. laufey@mbl.is
Bravó fyrir Elínu Hirst og Gulla. Framganga bankastjórans er bein móðgun við almenning og það ætti að reka svona bjálfa þar sem svona blatant búhyggindaskortur og taktleysi getur ekki verið það sem bankarekstur á að byggjast á, allra síst í viðkvæmri þjóðareign.
12.7.2015 | 13:20
"Grát ástkæra fósturmold"
kom manni í hug að hlusta á formann ungliða Vinstri Grænna segja þá vera sósíalista sem vilja jöfnuð með því að skattleggja þá sem betur mega hærra. Skera ofan af í stað þess að lyfta þeim lágu.Þetta er fólkið sem finnst vaxtabætur vera styrkur við fátæka í stað þess að vera styrkur til lánveitenda. Finnst skattfrelsi á láglaun vera þjóðfélagslegt góðverk stjórnmálamanna í stað þess að berjast gegn láglaunum.
Svo vill hann ganga úr NATÓ en herinn er burt svo hann varð að sleppa því. Hann hafði engar tillögur um neitt annað.
Að hugsa sér að þetta skuli vera unga Ísland og ungur maður með allt lífið framundan til að finna kröftum sínum viðnám. Nákvæmlega sama suðan og hjá Svavari Gestssyni og öðrum úlpukommunum á Laugavegi 11 fyrir meira en hálfri öld. Kannski stólar hann á að hann fái síðar að sleikja froðuna ofan af skattpottinum eins og Svavar gerði með ágætum strax og hann fékk færi á.
Mér datt bókartitillinn að ofan í hug þegar ég hugsaði um letina og framtaksleysið sem einkennir margt þetta vinstra lið og kaffihúsaspekinga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2015 | 10:22
Hvenær lækkaði einhver eitthvað?
síðast? Áður en Bjarni Benediktsson varð ráðherra í núverandi ríkisstjórn og lækkaði fjármagnstekjuskatt, lækkaði auðlindagjald á sjávarútveginn og lækkaði tryggingagjald. Auðvitað gerði hann þetta bara fyrir vini sína gróðapungana og kvótagreifana segja kommarnir.Svo lækkaði hann höfuðstól verðtryggðra lána fyrir auðlegðarskattþegana?
Svo lækkaði Bjarni heildarvörugjöld þegar hann afnam þau á margar neysluvörur almennings. Svo lækkaði hann virðisaukaskattsprósentuna úr 25.5% í 24 %. Þetta er nærri 6 % lækkun virðisaukakskattsprósentunnar. Fyrir hverja gerði hann þetta?
Svo boðar hann nú að afnema alla tolla á annað en innflutta matvöru. Fyrir hverja skyldi hann nú vera að gera þetta?
Svarið liggur í augum uppi. Þetta er allt fyrir Pírata sem eru stærsti flokkur þjóðarinnar. Píratar fá mest í sinn hlut af öllu sem til almennings rennur.
Bjarni er hlutfallslega minnst að gera fyrir Sjálfstæðisflokkkinn sem bara minnkar og minnkar í skoðanakönnunum.
Fæstir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Hvað skyldu Píratar gera þegar þeir mynda stjórn með kommunum og Bjartri Framtíð? Hvenær hefur einhver lækkað eitthvað áður en Bjarni varð ráðherra?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2015 | 14:23
Eldri Píratar?
gætu hugsanlega blandað sér í hinn pólitíska slag. Litlu píratarnir eins og við þekkjum þá eru svo vitlausir yfirleitt að þeir sem eru komnir til vits og ára geta ekki hlustað á þá eða verið með þeim í flokki. Enda kannski ekki furða þar sem það veit enginn um hvað þeir eru að tala, að hverju þeir stefna eða hvað þeir vilja yfirleitt. Sérstaklega í málum eldri borgara stunda spil og félagslíf og kvartanir á útvarpi Sögu.
Samtök eldri Sjálfstæðismanna. SES er eitt svona batterí gamlingja sem virðist hannað til að þagga niður pólitíska vitund eldri borgara og láta þá éta úr lófa þeirra sem svíkja þá mest. Sjóða súpu mánaðarlega og hressa sig.
Svo eru langfúlir kratar eins og Björgvin sem skrifa langhunda í blöðin án sýnilegs árangurs, þó svo að hvert orð sé satt um svik ráðamanna úr öllum flokkum gagnvart bótaþegum.
Svo er hann rafveitukallinn, Erlingur Garðar, sem er hættulega ritfær og gæti blásið saman flokki. Hann er kýrskýr eins og Björgvin á summu svika við eldri borgara. Ég þekki þá hvorugan nokkuð en mér virðast þeir báðir hafa hinsvegar snert af baráttuanda.
Ef þeir kæmu nú saman og segðust vera eldri gerð af Pírötum og ætli sér að hafa ópólitísk áhrif á þverpólitísk mál bótaþega á næsta þingi,þá myndu margir kjósa þá. Á Alþingi þá er ég ekki viss um nema að þeir gætu hindrað margar vitleysur á öðrum sviðum sem eru daglegt brauð á hinum opinbera vettvangi, alveg óháð eldri borgurum.
Þeir þurfa ekki að hafa neina sérstaka stefnu í þessu eða hinu nema að láta ríkið borga lífeyrinn eins og um hefur verið samið. Þeir gætu breytt niðurstöðu skoðanakannanna sem eru svo og svo þunglyndislegar um þessar mundir að engin gleðst nema Birgitta. En Jóni Þór ofbýður ábyrgðin af vinsældunum og fer því í tjöruna meðan Halldór heldur Deginum fyrir ofan sjóndeildarhringinn, mörgum til mikilla leiðinda sem þrá dagslokin heitar en orð fá lýst.
Bara hótun frá þessum kumpánum Ella og Bjögga væri kannski nóg til að ráðamönnum færi aftur að þykja vænt um gamla fólkið jafnvel á miðju kjörtímabili sem vitanlega aldrei hefur skeð til þessa.
Kannski eru gamlir Píratar ekki síðri söluvara en nýir í pólitík?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2015 | 09:12
"Landsbankinn
hefur ákveðið að ráðast í nýbyggingu við Austurhöfn í Reykjavík undir höfuðstöðvar sínar. Gætu framkvæmdirnar hafist í lok næsta árs eða byrjun ársins 2017, en heildarfjárfesting með lóðarverði er um átta milljarðar króna. Samkvæmt tilkynningu frá bankanum er gert ráð fyrir að heildarstærð byggingarinnar verði 16.500 fermetrar.
Landsbankinn er í dag með höfuðstöðvar við Austurstræti auk þess sem starfsemi bankans fer fram í 13 öðrum húsum í miðbænum. Þá rekur Landsbankinn einnig miðlæga starfsemi að Álfabakka og í Borgartúni og geymslur og stoðþjónustu á þremur öðrum stöðum. Með nýrri byggingu gæti nánast öll starfsemi bankans flust undir eitt þak.
Bankinn gerir ráð fyrir umtalsverðri hagræðingu með nýjum höfuðstöðvum. Gera áætlanir ráð fyrir að árlegur rekstrarkostnaður vegna húsnæðis lækki um 700 milljónir króna og að fjárfestingin borgi sig upp á um 10 árum. Haldin verður hönnunarsamkeppni og kallað eftir hugmyndum um nýtingu á gamla bankahúsinu við Austurstræti 11." Svo segir í Mogga án athugasemda.
Af hverju þarf Landsbankinn að klessa sér niður þarna? Hvað kostar þessi lóð á flugvallargjaldskrá Dags Bé.? Eru við skiptavinirnir nálægt þarna? Jú, auðvitað þorskurinn í sjónum að vísu sem Landsbankinn á að veði. En er gott aðgengi fyrir skuldarana að þessum stað? Engir eru sparararnir lengur til að tæma sparibyssurnar gömlu þar sem bankinn laug því á forsíðunni í gamla daga að græddur væri geymdir eyrir.
Hvaða fjandans nauðsyn ber til að Landsbankinn byggi yfir sig? Hverjir skipa þessar stjórnir svona apparata? Hvar er skuldabréfið hans Steingríms? Hvað líður eignarhaldinu á hinum bönkunum tveimur? Á ekkert að gera í þessum bankamálum?
Seðlabankinn byggði hér um árið og þjóðin borgaði með verðbólgu sem enginn tók eftir. Bankinn borgaði nefnilega þá með ávísunum á sjálfan sig. Landsbankinn borgar með rafeyri og auknu peningamagni í umferð.
Almenningur blæðir auðvitað fyrir þessa hofmóðugu ríkisbubba alla saman sem enginn ráðherra virðist ráða við. Allavega er afstaða fjármálaráðherra til byggingaráformanna ekki nefnd. Er einhver furða á fylgisaukningu Pírata?
Það er bara Nómenklatúran sem ræður í Landsbankanum og þótt víðar væri leitað.
9.7.2015 | 07:18
Léttlestir stjórnmálamanna
fara víða og hratt yfir.
Ég sperrti eyrun þegar ég sá glytta í bæjarfulltrúa úr Kópavogi vera viðstadda þegar Dagur Bé. kynnti skipulag höfuðborgarsvæðisins þar sem slíkar lestir koma við sögu.
Í dag rekst ég á grein eftir formann Heimdallar, Ingvar Smára Birgisson: Hann segir m.a.:
"....
Ef allar opinberar áætlanir standast (sem þær gera aldrei) mun léttlestarkerfið kosta 90 milljarða. Að framkvæmdum loknum mun svo þurfa að niðurgreiða rekstur léttlestarkerfisins um ókomna framtíð. Stór hluti af þessum kostnaði mun falla á sveitarfélagið sem ég bý í, Reykjavíkurborg, borg sem skuldar 64,5 milljarða og bætti við sig tæpum þremur milljörðum af skuldum á síðasta ári þrátt fyrir að skattar á íbúa væru í hámarki. Og ég meina þetta ekki í retorískum skilningi. Útsvar í Reykjavík er í lögbundnu hámarki og verður ekki hækkað nema með lagabreytingu á Alþingi.
Ég skil vel af hverju það er áhugi á léttlestum. Léttlestir eru smart, módernískar, umhverfisvænar og hljóðlátar. Svo eru þær léttar, eða allavega segir nafnið það. Ég er samt enginn lestarsérfræðingur. Ég veit ekki hver er munurinn á sporvagni, léttlest og snarlest, en ég veit að það er deginum ljósara að þó lestirnar séu léttar verður bagginn þungur fyrir skattgreiðendur.
Hálf milljón á mann
Ef við gefum okkur að kostnaðurinn fari ekki fram úr áætlunum mun hver íbúi höfuðborgarsvæðisins þurfa að greiða 450.000 þúsund krónur í gegnum skatta til að fjármagna framkvæmdina. Fjögurra manna kjarnafjölskylda mun því þurfa greiða 1,8 milljónir króna. Ofan á þetta má síðan eflaust bæta nokkrum hundrað þúsund köllum, því reynsla Íslendinga af opinberum framkvæmdum er sú að kostnaðurinn fer nær alltaf fram úr áætlunum upp á tugi prósenta.
Ennfremur má velta fyrir sér hvort léttlestarkerfi sé góð fjárfesting miðað við aðra samgöngukosti. Fyrir peninginn væri hægt að kaupa 4.500 strætisvagna ef þeir kosta 20 milljónir króna stykkið. Strætókerfið gæti því loksins orðið sambærilegt í gæðum og í Skandinavíu, þar sem strætisvagnar koma með stuttu millibili og eru áreiðanlegri. Þá má einnig hafa í huga að eftir að léttlestarkerfið er byggt verður nær ómögulegt að endurbæta það ef leiðakerfið þjónar illa þörfum neytenda. Annar valkostur væri að nota peninginn til að greiða niður skuldir borgarsjóðs og gera þannig framtíðarkynslóðum greiða.
Svo kemur óvinsælasti kosturinn hér að lokum. Það væri auðvitað best að leyfa skattgreiðendum að eyða þessum peningum sjálfir í það sem þeir girnast, enda sköpuðu þeir verðmætin en ekki ríkisbáknið sem þeir bera á öxlum sínum. Ef til vill mun síðan markaðurinn leysa samgönguvandamál höfuðborgarsvæðisins með sjálfsakandi bílum sem eru knúnir áfram með rafmagni.
Þá væri frekar súrt að hafa eytt yfir 100 milljörðum í léttlestarkerfi."
Mér finnst þessi ungi maður mæla á annan og raunsærri hátt en það fólk sem stjórnar umræðunni um skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu. Léttlestir munu seint létta okkur skattgreiðendum lífið.
9.7.2015 | 07:02
Klækjapólitík
var það einber af hálfu Dags Borgarstjóra, þegar hann lét skipa Rögnu-nefndina, sem hann svo settist sjálfur í.
Ég hef orðið var við það, að margt fólk virðist halda að störf þessarar nefndar hafi átt að skila einhverjum rökrænum árangri fyrir sjálft flugvallarmálið. Þetta fróma fólk lítur alveg framhjá þeim aðstæðum sem leiða til stofnunar nefndarinnar.
Það eru kosningar til Borgarstjórnar framundan þar sem Flugvallarmálið sýnist geta orðið erfitt fyrir einstaka stjórnmálamenn úr andskotaflokkum vallarins. Menn muna hvernig Gísli Marteinn yfirgaf stjórnmálin vegna sannfæringar sinnar þegar hann fann ekki samhljóm meðal sinna flokksmanna.
Menn muna hvernig Hanna Birna skipar þessa nefnd fyrir Dag þar sem hún hefur ekki haft mikla sannfæringu sjálf fyrir öðrum sjónarmiðum en að völlurinn eigi að víkja. Sem stjórnmálamaður hefur hún augun opin fyrir því að varasamt geti verið fyrir andstæðinga Flugvallarins að láta umræður snúast of mikið um það mál um kosningarnar.
Skipan Rögnu-nefndarinnar er því beinlínis gerð í pólitískum tilgangi og til þess að Dagur Bé. gæti haft þar síðasta orð. Sem varð líka til þess að engin raunhæf pólitísk niðurstaða fékkst af starfi nefndarinnar. Enda kosningarnar liðnar þegar nefndin lauk störfum og Degi Bé. hafði tekist að halda sér við völd í Borginni með klækjapólitík eftir að hafa misst mikið fylgi.
Vonandi kemur sá dagur að reykvískir kjósendur átta sig á klækjapólitík Dags Borgarstjóra og því hvað þeir hafa fengið með honum fyrir Borgina sjálfa.
8.7.2015 | 12:12
EURO-GRECO
blasir við mér sem lausn á vanda Grikkja.
Allur samúðarorðaflaumurinn sem streymir frá ESB segir í raun ekkert annað. Grikkir verða að fella gengið innanlands. Þeir geta gert það með því að gefa út nýja mynt sem ég kalla Euro-Greco.
Frau Doktor Merkel og d´Hollande taka að sér að stilla hann á hæfilegt gengi, kannski 0.5-0.7.
Atvinnuleysið hverfur eins og dögg fyrir sólu, túristabylgja brotnar á Grikklandi,útflutningur tekur kipp og allt fer í gang.
Euro-Espana og Euro-Porto verða svo þar næst.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko