Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2015

Saudar eiga tilbúnar

búðir fyrir 30.000 manns með loftræsingu sem standa tómar.Bara notaðar við pílagrímakomur annars.

Af hverju er þetta ekki notað fyrir nábúana frá Sýrlandi?

Eru þeir Saudar hafnir yfir gagnrýni Íslendinga? 

 


Obama tekur 10.000

flóttamenn skv. nýjustu fréttum. Af hverju eigum við að taka fleiri en 10?

Skyldi Obama gefa Sýrlendingum forgang? Flóttamenn í Libýu og Jórdaníu er að flýja Ísrael. Ætli sé munur á því hjá Hússein Obama? Ætli Íslendingum finnist munur á því?

Bankastarfsmenn á Íslandi eru yfir 4000. Þeir ná rétt milljón í USA. Erum við ekki alltaf að bera okkur saman við okkur fremra fólk?


Hvers eiga aðrir flóttamenn að gjalda?

fyrir það að ferskum ofbeldisflóttamönnum er boðinn forgangur á sósíala Vesturlanda?

Hvað með þá sem eru búnir að vera árum saman í flóttamannabúðum í Líbanon og Jórdaníu? Eru þeir ekki á undan í röðinni hjá Sameinuðu Þjóðunum? Eða er þeir bara ánægðir þar sem þeir eru?

Eru öll vandamál búin í Cólumbíu þaðan sem ekkjurnar og eiginmenn þeirra komu til Akraness hér um árið og. Hvað er með Tíbet? Er ekki rétt að hafa þetta fólk með þegar þessar valnefndir okkar taka til við dælurnar?

Hvað finnst Evrópu um það hlutverk að vera skylduð til að þrífa upp eftir stórveldin Bandaríkin, Breta og Rússa? Vera bara á kústinum fyrir þetta lið og borga fyrir það dýru verði?   

Hvernig getum við verið í Sameinuðu þjóðunum með Sauði-Arabíu og Liechtenstein sem taka ekki á flóttamannamálum? Hvers eiga langtíma flóttamenn að gjalda? 


Óvinaher

og innrásarlið. Það er það sem þessir flóttamenn eru í raun og veru. 

Þeir eru ekki komnir til að gera þjóðunum þar sem þeir ryðjast inn neitt gott. Ekki frekar en Germanirnir sem réðust inn í Rómaríki? Mongólarnir sem geystust inn í Evrópu? Þessi lýður er á eftir fé okkar og fjörvi. Hann vill taka af okkur lönd okkar og eignir. Útrýma okkur þegar þeim passar. Við erum svo vitlaus að afhenda þeim öll gögn og gæði af fúsum vilja í ljósi einhverra særingabóka um göfuglyndi og kraftaverk. Þeir eru að leggja undir sig Vesturlönd í heimyfirráðaskyni Islams. 

Hinir gömlu Rómverjar hefðu sent Legíonirnar með sverð á móti svona heimsóknum. Þetta innrásarlið ber ekki vopn eins og gömlu Germanirnir. En þeir eru ekki vinir okkar heldur fyrir það  og við ættum að hætta þessu dekri og dellumakereíi að við séum að taka við þeim eins og einhverjum Guðsgjöfum.

Þetta eru óvinir sem eru komnir til að vinna gistiþjóðunum illt. Þeir ætla að leggja undir sig ný lönd og feitari en þeirra eigin með ofbeldi. Ekki samningum NB.Þeir ættu að gista fangabúðir en ekki hafa frjálsan aðgang að löndum okkar.

 Og við erum svo vitlaus að segja bara vesgú spís. Hingað mun svo snjóa inn fjölskyldum í kjölfar þeirra fyrstu. Tugþúsundir, hundruð þúsunda.  Þeir munu útrýma því menningarfólki sem fyrir er. Þetta er allt öðruvísi fólk sem á ekkert sameiginlegt með gistiþjóðunum nema að ganga upprétt og geta grenjað, rellað og heimtað.

Vesturlandamenn eru orðnir svo úrkynjaðir að þeir skilja ekki hin gömlu gildi sem voru þjóðríki, menning og saga. Allt eru þetta núna orðið að spilapeningum  krata sem ekkert er heilagt í einhverri alþjóðahyggju. 

Það er kominn tími til að líta á þessa flóttamenn og hælisleitendur sem það ofbeldisfólk og innrásarlið sem það er.


Flóttamannafárið

ríður yfir Vesturlönd sem pissa niðrúr af skelfingu. 

Allt saman afleiðingar af gerðum Bush forsetanna, bæði eldri og yngri og þeirra skilnings á Mið-Austurlöndum. Og raunar var Carter ekki til að bæta ástandið. Og ekki Clinton heldur sem við var að búast. Ekki er frúin líklegri til að skilja það mál betur.

Það er engin lausn til fyrir Vesturlönd núna sem eitthvað bragð er að en hernaðarleg. Ef ESB væri ekki heybrókasafn þá myndi það semja við Pútín um að ráðast sameiginlega inn í Sýrland og friða það. Assad augnlæknir getur stjórnað þessum lýð fái hann til þess frið. Alveg eins og Saddam, hinn besti sonur Íraks var þeirri þjóð nauðsynlegur, þangað til að Bandaríkin ginntu hann til að fara í stríð við Íran og sviku hann frá degi eitt. 

Gæti ESB ekki athugað að beita Bandaríkjamenn refsiaðgerðum ef þeir ætli að sitja hjá í þessu flóttamannamáli, sem þeir bera alla ábyrgð á? Eða bara gefa flóttamönnum í stórskip, próvíant og olíu til að sigla vonwei til New York. Sjá hvað Kanar gera við 50.000 kall?   

Flóttamannafárið er að verða að nostalgíulangloku fyrir kratapressur Evrópu. Og ekki draga þær af sér hér á RÚV sem á Fréttablaðinu. Er ekki okkar ríkisstjórn hálf-eða heilkiknuð í hnjánum fyrir vandamálinu sem að okkur snýr og Hallgríms-elítan við það að ná að opna hér allar flóttamannaflóðgáttir hvað sem þjóðinni finnst? Ekkert úrval heldur taka þá aumustu fullorðna, helst hinsegin og transara sem fyrsta val en spá ekki í börn og munaðarleysingja?

Flóttamannafárið er eitthvað sem mun klára fjárlagaafganginn snarlega og leiða til skattahækkana, -svo mikið er víst.

 


Kosningar eru ekki vinsældakönnun

eins og verður ef það á að blanda málum saman í almennum kosningum í lýðræðisríki.

Ólafur Ragnar Grímsson hefur rétt fyrir sér í þessu máli. Kosningar eru kosningar en ekki vinsældakönnun. 


Skattkrumla kommúnistanna

fær greinilega umfjöllun í Staksteinum Morgunblaðsins í dag:

"Fjárlagafrumvarpið var kynnt í gær og fylgdi kynningunni að óvissan í frumvarpinu væri jákvæð, sem hlýtur að vera afskaplega jákvætt.

En viðbrögðin við þessari jákvæðu óvissu voru ekki öll jákvæð. Formaður Vinstri grænna taldi það „óskynsamlega ráðstöfun að fara í skattalækkanir“, og staðfesti með því að vinstri menn sjá aldrei svigrúm til skattalækkana. 

Þegar illa árar í þjóðarbúskapnum er hallærið notað sem röksemd fyrir því að ekki megi lækka skatta og jafnvel talið styðja gríðarlegar skattahækkanir eins og á síðasta kjörtímabili.

 Þegar ástandið batnar óttast vinstri menn ekkert meira en þenslu og sjá enga aðra leið út úr þeirri ógn en að halda sköttum í hæstu hæðum til að drepa allt kvikt í atvinnulífinu. 

Núverandi formaður VG, Katrín Jakobsdóttir, vék aldrei frá línunni sem gefin var frá þáverandi formanni og stórmeistara í skattahækkunum, Steingrími J. Sigfússyni, hvort sem var í skattahækkunar-, Icesave- eða öðrum kjararýrnunarmálum. 

Og nú stendur hún vaktina fyrir hann og andmælir hóflegum skattalækkunaráformum núverandi ríkisstjórnar.  Vonandi verður skattalækkunarótti VG ekki látinn ráða ferðinni og skattgreiðendum leyft að njóta hinnar jákvæðu óvissu með ríkissjóði."

Borgið meira hvernig sem árar í landinu, það er boðskapur kommúnista allra tíma. Allt fyrir framtíðarríkið þar sem alræði öreiganna ríkir.


Hvert fór fylgið mitt?

virðast sumir flokksleiðtogar segja um þessar mundir og rífa hár sitt.

Óli Björn virðist vera að velta spurningunni fyrir sér hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar að minnsta kosti. Hann segir í Morgunblaðinu í dag:

"Með aðgerðum eða aðgerðaleysi senda stjórnvöld – ríkiskerfið, ríkisfyrirtæki, embættismenn, eftirlitsstofnanir, sveitarfélög og ráðherrar – út skilaboð til borgaranna. Skilaboðin geta haft mikil áhrif á hegðun einstaklinga og starfsemi fyrirtækja og félaga.

Skilaboðin geta verið hvetjandi og aukið bjartsýni en þau geta einnig verið letjandi og skaðleg jafnt fyrir einstaklinga sem samfélagið allt.

Fyrir ungt fólk sem er í námi eða að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði eru skilaboðin ekki sérlega uppörvandi. Hvað blasir við að loknu námi? Skert valfrelsi og nokkrir áratugir áður en fjárhagslegt sjálfstæði er tryggt, ef sá draumur rætist á annað borð.

Þúsundir ungmenna eru skuldum vafin eftir að hafa fleytt sér í gegnum langt nám með dýrum lánum auk atvinnutekna á sumrin og þegar færi hefur gefist með námi. Engu skiptir þótt í boði séu ágætlega launuð störf.

Unga fólkið sér að það á litla eða enga möguleika á því að eignast eigin íbúð í náinni framtíð. Það er búið að takmarka möguleika þess – skerða valfrelsið. Nauðugt á það ekki annan kost en að halda áfram að vera leigjendur. Engu virðist skipta að afborganir af láni vegna þokkalegrar íbúðar séu lægri en það sem greitt er í leigu. Kerfið er búið að loka á lánamöguleika.

Skilaboð stjórnvalda eru einföld: Borgarstjóri lofar að byggja þúsundir leigu- íbúða og húsnæðismálaráðherra gefur ekki minni fyrirheit – 2.300 félagslegar íbúðir skulu reistar á næstu þremur árum

og komið á fót umfangsmiklu kerfi húsaleigubóta. Valfrelsi ungs fólks (og annarra) í húsnæðismálum er ekki aukið. Það er verið að þvinga einstaklinga inn í ákveðið búsetuform sem stjórnmálamönnum hugnast. Svo undrast margir að ungt fólk sé afhuga hefðbundnum stjórnmálaflokkum!

Á meðan borgaralegir stjórnmálaflokkar leggja litla eða enga áherslu á að skapa ungu fólki a.m.k. ekki síðri tækifæri en foreldrar þess fengu til að eignast eigið húsnæði munu þeir aldrei ná eyrum yngri kjósenda.

Stjórnmálamenn sem vilja tryggja fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinganna geta ekki setið aðgerðalausir. Þeir geta ekki sætt sig við að aðeins þeir sem eiga fjárhagslega sterka bakhjarla eigi raunverulegt valfrelsi í húsnæðismálum að loknu námi. En með aðgerðaleysi senda þeir þau skilaboð að helsta forsenda þess að eignast eigið húsnæði sé fjárhagslegur styrkur foreldra eða afa og ömmu.

Margir gætu færst nær því að öðlast valfrelsi í húsnæðismálum með því að stokka upp spilin varðandi námslán og afborganir þeirra. Fyrir utan skynsemina að skilja strax á milli raunverulegra lána og styrkja er skynsamlegt og sanngjarnt að veita ungu fólki rétt til að draga afborganir af námslánum frá tekjuskatti a.m.k. fyrstu tíu árin eftir að námi lýkur.

Skattalegar aðgerðir af þessu tagi, samhliða endurskoðun laga um neytendalán og uppskurði á húsnæðisbótakerfinu, þar sem horfið er frá skaðlegum niðurgreiðslum og tekin upp bein eiginfjárframlög, leggja grunn að því að ungt fólk öðlist fjárhagslegt frelsi og búi þar með við valfrelsi í eigin málum.

Ekki eru skilaboðin sem ungt fólk fær frá stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum um starfsvettvang betri en í húsnæðismálum. Það nálgast hreint fjárhagslegt glapræði að ætla á almennan vinnumarkað eða í sjálfstæðan atvinnurekstur í ljósi þess óréttlætis sem viðgengst í lífeyrismálum. Þjóðinni hefur verið skiptist í tvo hópa. Í öðrum njóta einstaklingarnir ríkisábyrgðar á lífeyrisréttindum en í hinum hópnum eru einstaklingar sem verða að sætta sig við skert lífeyrisréttindi ef illa gengur en um leið axla byrðar til að tryggja lífeyrisréttindi þeirra sem tilheyra fyrri hópnum. Þeir sem eiga þann draum að gerast sjálfs síns herrar – stofna fyrirtæki og ryðja nýjar brautir – eru ekki beint hvattir áfram.

 Reykjavíkurborg kemur í veg fyrir að einkafyrirtæki geti safnað lífrænum úrgangi frá heimilum í Reykjavík. Engu skiptir þótt Reykjavíkurborg geti ekki boðið reykvískum heimilum upp á þessa þjónustu – einkafyrirtæki skal ekki fá leyfið. Nokkrum árum áður hafði borgin farið í samkeppni við fyrirtækið, í skjóli skattalegra fríðinda og skattlagningarvalds. Kjósi ungt fólk að hasla sér völl í einkarekstri á það alltaf á hættu að öflugt ríkisfyrirtæki taki ákvörðun um að ryðjast inn á starfssvið þess, líkt og Íslandspóstur gerði fyrir nokkrum árum í samkeppni við litlar prentsmiðjur.

Telji einkaaðilar að ríkisstofnun eða ríkisfyrirtæki hafi ekki staðið rétt að ákvörðunum eiga þeir erfitt með að sækja rétt sinn. Isavia beitir lagaklækjum til að koma sér undan skýrum fyrirmælum úrskurðarnefndar upplýsingamála.

Einstaklingur sem telur að stjórnvald – Seðlabankinn – hafi brotið á sér leitar til umboðsmanns Alþingis. Í tæp fimm ár hefur ekkert gerst. Samkeppnnisyfirvöld leggja þungar sektir á framleiðslufyrirtæki vegna meintra brota á samkeppnislögum. Nokkrum árum síðar sýknaði Hæstiréttur fyrirtækið. Viðbrögð samkeppnisyfirvalda: Hóta nýrri rannsókn á starfsemi fyrirtækisins. Stjórnvald sem þekkir ekki lögin

Það hefur verið búið til andrúmsloft stjórnlyndis þar sem það þykir ekki óeðlilegt að stjórnkerfið gangi fram af fullkominni hörku gagnvart framtaksmönnum sem hafa skarað fram úr.

Að undirlagi Seðlabankans var gerð innrás í skrifstofur Samherja fyrir fjórum árum vegna gruns um brot á gjaldeyrislögum. Með dugnaði, útsjónarsemi og áræðni hefur eigendum Samherja tekist að byggja upp eitt myndarlegasta sjávarútvegsfyrirtæki heims. Slíkir menn þurfa ekki aðeins aðhald, heldur rannsókn embættismanna sem aldrei hafa skilið og vilja ekki skilja hvernig framtaksmönnum tekst að samþætta hagnað og góð laun starfsmanna.

Meðalhóf í stjórnsýslu gengur gegn díalektískri hugmyndafræði sem var (eitt sinn) svo heillandi. Í tæplega hálft fjórða ár hafa Samherji og helstu stjórnendur þurft að sitja undir grun og sæta rannsókn vegna kæru Seðlabankans.

Nú hefur sérstakur saksóknari fellt niður rannsóknina enda ekkert komið fram sem bendir til þess að refsiábyrgð „gæti komið til álita“ vegna ætlaðra brota.

Seðlabankinn verst fimlega og kennir gallaðri lagasetningu og reglugerð um! Ég veit ekki hvort veldur mér meiri áhyggjum, að stjórnvald þekki ekki lögin sem því er ætlað að framfylgja eða að embættismenn leiti skýringa (afsökunar) á harkalegri meðferð á einstaklingum og fyrirtækjum, í „ágöllum“ á lögum Alþingis og „annmörkum“ í reglugerð sem ráðherra setti á sínum tíma. Með öðrum orðum: Allt er þetta Alþingi og ráðherra að kenna.

Viðkomandi stjórnvald og embættismaður eru sakleysið uppmálað. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um skilaboðin sem hin mörgu andlit ríkisvaldsins senda á hverjum degi. Það er merkilegt að þrátt fyrir allt skuli yfir 90% Íslendinga fremur vilja eiga en leigja og að enn láti dugmiklir framtaksmenn til sín taka. Um leið verður kannski skiljanlegra af hverju svo margir eru fráhverfir rótgrónum stjórnmálaflokkum."

Ég held að þetta skrifstofumannalið sem prýðir þingsæti Sjálfstæðisflokksins ætti að fara að fá sér eitthvað annað að gera ef það getur ekki hugsað til baka til eigin húsnæðismála og bara klappar yfir áformum flokksins um að byggja 2300 félagslegar íbúðir með Framsóknarflokknum án þess að minnst sé á gömlu stefnu flokksins um eign fyrir alla. Flokkur sem er búinn að týna uppruna sínum með þessum hætti þarf ekki að búast við eins mörgum á Landsfund og áður til til að hrópa hallelúja yfir óbifanleika forystu flokksins. Flokkur sem er búinn að setja hagsmuni fjármagns og lífeyrissjóðaofar hagsmunum unga fólksins verður aldrei fjöldaflokkur aftur án þess að gera eitthvað í því. 

Fylgið er nefnilega farið og fæst ekki til baka að óbreyttu.


Hættulegar hugmyndir

koma fram i viðtali Mbl. við Hauk Arnþórsson stjórnsýslufræðing. Hann státar af dómbærni sinni um hvað sé hæfilegur fjöldi stjórnarandstöðu Alþingis til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um þingmál. Alla þessa þekkingu hefur hann frá líklega Stjórnlagaþinginu sáluga. 

Með greininni er mynd af breiðu glotti Katrínar Jakobsdóttur eins og til að undirstrika hættuna af þessari ráðstöfun. En dr. Haukur segir af spekt sinni í Moggafréttinni sem hljóðar svo;

"Hvorki forseti Íslands né kjósendur ættu að hafa rétt til að vísa málum til þjóðaratkvæðis. Þessi réttur á að vera í höndum alþingismanna og ætti að vera nægilegt að þriðjungur þeirra færi fram á þjóðaratkvæðagreiðslu."

Þetta segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur, sem vill að Íslendingur taki upp það kerfi sem Danir hafa haft í marga áratugi.

„Markmið málskotsréttar er væntanlega að tryggja samræmi á milli almannavilja og fyrirætlana stjórnvalda. Þeim markmiðum er best náð með því að minnihlutinn á Alþingi hafi þann rétt, enda má þá segja að hann sé virkur, það er sé í höndunum á aðila sem getur haft áhrif á mál og samið um málamiðlanir. Þannig geti hann leitt til skapandi lausna. Hins vegar má segja að hann sé óvirkur ef hann er knúinn fram með undirskriftum eða ef hann er hjá forseta, hann geti þá einvörðungu leitt til höfnunar máls,“

segir Haukur í samtali við Morgunblaðið. „Rétt er að minna á að þjóðaratkvæðagreiðslur eru ekki markmið í sjálfu sér, þær hafa marga galla svo sem að þær leggja áherslu á meirihlutavald, en þróuð samfélög taka einnig tillit til minnihlutans og ef þær eru síendurteknar dregur fljótlega úr þátttöku,“

bætir hann við. Haukur telur ekki hættu á misnotkun ef minnihluti þings geti vísað máli til þjóðaratkvæðis.

„Ég held ekki. Minnihlutinn hefur ekki gert það í Danmörku, heldur notað málskotsréttinn til þess að semja sig inn í mál. Áhættusamt gæti verið fyrir minnihlutann að efna til þjóðaratkvæðis sem ekki fellir mál. Við það veikist samningsvald hans í þinginu.

Ósennilegt er því að hann efni til þjóðar atkvæðagreiðslu nema að undangenginni undirskriftasöfnun þannig að hann gangi að meirihlutavilja almennings vísum. Slík undirskriftasöfnun styrkir svo aftur stöðu hans í þinginu. Ef almannavilji og fyrirætlanir stjórnvalda ganga í sitt hvora áttina má samt hugsa sér að þjóðaratkvæmagreiðslur yrðu aftur og aftur, en ef málskotsrétturinn er í höndum minnihlutans á þingi er líklegt að stjórnmálin gangi í gegnum þroskatímabil þar sem aðilar lærðu að taka aukið tillit til minnihlutans. Það gæti leitt til aukinnar samfellu í reglusetningu.“

Haukur segir að almenningur hafi ekki verið upplýstur um takmarkanir þjóðaratkvæðagreiðslna og margir líti á þær sem markmið í sjálfu sér.

En ef málskotsrétturinn nái tilgangi sínum muni draga úr slíkum áhuga. Hann segir að tilkoma netsins og samfélagsmiðla hafi stóraukið pólitískt vald almennings og vilji almennings hafi mikið meira vægi en áður. Á þessum tímum sé ekki heppilegt að stórauka styrk almannaviljans með myndun formlegrar leiðar gagnvart stjórnarframkvæmdum, sem svo aftur veiki fulltrúalýðræðið."

 

Merkilegt er að Morgunblaðið birtir þennan pistil hins barnslega sakleysis gagnrýnilaust. Þó má segja að myndin af Katrínu Jakobs í stjórnarandstöðu segi allt sem þarf um gersamlegan óframkvæmanleika þessara hugleiðinga doktorsins.

Þroskastig þess fólks sem kosið er á þing nú til dags af hinum ýmsustu misábyrgu framboðum sæju fljótt til þess að Alþingi ræki upp á sker og var það ekki sérlega vel siglandi fyrir.

Það verður þó að vera vakandi gagnvart svona víðtækum barnaskap og óraunsæi þegar hann birtist og einkanlega þegar hann er sveipaður í bókvísi kunnáttu í þrætubók. Þetta sannar enn og einu sinni hversu núverandi stjórnarskrá tekur öllum tillögum Háskólasamfélagsins og 101 liðsins fram.Hún dugar Íslendingum alveg ágætlega hér eftir sem hingað til.

Það er margt annað sem vantar miklu fyrr en fitl við Stjórnarskrána og ástæða til að vera á varðbergi gegn svo hættulegum hugmyndum sem doktorinn reynir að læða inn í skrautumbúðum.

 


Trump er Tromp

í stjórnmálum heimsins.

Það sem ég er búinn að lesa um Donald Trump hnígur meira og meira í þá átt að þessum manni sé treystandi. Hann hefur lífsreynslu af svo mörgum sviðum.Hann hefur fengist við svo mörg viðfangsefni.Hann hefur sigrað og tapað.

Kem ég auga á einhvern betri?

Hvað hefur Hillary gert?

Ég held að Trump sé Trompið sem heimurinn þarf.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband