Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2015

75 ár frá upphafi skógræktar

í Haukadal í Biskupstungum,

Á stöplinum við innganginn að skógræktinni í Hakadal stendur að mig minnir svo:

Á 26 stjórnarári Christians X keypti danskur Íslandsvinur, Direktör Cand Polyt Kristian Kirk hið forna höfuðból Haukadal.

Girti, græddi, hefti sandfok, endurbyggði kirkju og gaf Skógrækt Ríkisins jörðina.

Eða svo er þetta í minningunni frá mínum ungdómsárum þegar ég fékk að vera þarna með foreldrum og ættingjum og svo seinna í snúningum með Kennaraskóla kandídötum sem komu til gróðursetningar á vorin með Brodda Jóhannessyni, Hákoni og fleirum. Nú kemur maður sjaldnar en áður enda margt breytt.  

Til stóð að Kristian Kirk kæmi í heimsókn til að líta á framkvæmdir og var byggt lítið hús með hverahitun til að taka á móti höfðingjanum. Innrás Þjóðverja í Danmörku batt enda á þær fyrirætlanir og leiddi til þess að ættjarðar-og Íslandsvinurinn Kristian Kirk verkfræðingur, sem hafði verið í forsvari við hafnargerðina í Reykjavík á árum áður, varð heltekinn af ólæknandi þunglyndi og komst því aldrei lífs til Íslands.

Minning hans lifir svo lengi sem stöpullinn góði stendur við innganginn að gömlu skógræktargirðingunaí Haukadal.

Fari nú hver sem betur getur í Haukadal og sjái með eigin augum það sem Hákon Bjarnason skógræktarstjóri sá með innri augum sínum í árdaga verkefnisins. Þá trúðu margir engu og gerðu greyp að Hákoni og sögðu hann ætla að rækta eldspýtur handa Íslendingum ,meira yrði það nú ekki. Sífellt var bent á fururnar við Rauðavatn sem sönnun þess að her gætu ekki þrifist barrtré. Hákon sótti ótrauður nýja stofna til Alaska, Sitka, Ösp, lúpínu.

Mér þykir vænt um að hafa fengið að vinna við það með honum Einari G.E.Sæmundsen, ógleymanlegum höfðingja og vini Hákonar að kaffæra þessar fyrstu dvergfurur Íslands í alvöru greniskógi sem þarna er núna. Þær gömlu eru samt á lífi ennþá þarna innan um hef ég séð. En nú talar enginn um eldspýtnarækt lengur.

Hákon barðist sem ljón við fordómana. Hann ferðaðist um landið jafnt í vinnutíma sem frítíma sínum, hélt vakningasamkomur um helgar sem rúmhelga daga, sýndi kvikmyndir,gerði kvikmyndir, skrifaði greinar, hélt fyrirlestra, kom fram í útvarpi og sjónvarpi, stofnaði skógræktarskóla, kenndi og var sískrifandi og þekkti marga andans menn um allan heim.

Hann Hákon var í rauninni trúboði sem praktíséraði það sem hann prédikaði sjálfur í frístundum sínum og sjá má við Hvaleyrarvatn hvernig hann  breytti örfoka argintætulegu sauðfjárbeitarlandi í stórskóga. Hann veiddi sálir til skógræktaráhuga og starfa. Hann var einskonar Johnny Applessed Íslands af holdi og blóði. Og svo var hann einn skemmtilegasti og besti frændi sem nokkur hefur átt.

Nú efast enginn um að Hákon hafði rétt fyrir sér. Landið okkar er að breyta um svip svo um munar og skógar rísa víða um land. Lúpínan klæðir nú eyðisanda, klappir og klungur. Sjáið holtin grænu í kring um Reykjavík þar sem birkið er farið að stinga sér hátt upp úr lúpínubreiðunum. Þarna verður skógur og berjamór þegar lúpínan dregur sig í hlé af sjálfu sér því hún unir ekki sambýli við æðri gróður. Í mínu ungdæmi voru þarna bara blásnir melar og urð og stöku rofabörð. Nú dundar allskyns lýður og vinstri vitringar  sér við að rífa upp lúpínur til þess að endurreisa hina gömlu eyðimörk til fornrar frægðar forfeðranna og rífa upp barrtré á Þingvöllum.

Það eru aðeins 75 ár síðan byrjað var í Haukadal. Hvernig verður útlits efir önnur 75 ár?

 

Ég held að maður getið undir mwð kallinum sem sagði: You ain´t seen nothing yet!


Heyra ekki, sjá ekki, segja ekki!

-myndin af öpunum er flestum hugstæð.

Meðal  almennings fer fram víðtæk umræða um verðtryggingu og fjármál.Margt er sagt sem ekki stenst vegna skorts á upplýsingum og því að fjölmiðlamenn grípa slagorðin á lofti sem fornkappar spjót og senda til baka án þes að miða sérstaklega. Og verða þeir þá gjarnan fyrir sem minnst hafa til unnið.

Gunnar Heiðarsson er einn þeirra manna, sem leitar sannleikans á öfgalausan hátt.Hann fellur samt í þá gryfju að taka sér i munn kröfu um afnám verðtryggingar. Þó gerir hann sér glögglega grein fyrir því skemmdarverki sem er búíð að vinna á hugtakinu.

Það er búið að afflytja svo þau rök sem leiddu til setningar Ólafslaga á sinni tíð, að fólk er búið að missa samhengið og tenginguna við tíma óðaverðbólgunnar.

Gunnar skrifar svo í ritdeilu við afrenndan afreksmann um verðtrygginguna:

 

" En til að koma málinu á þann veg sem þið viljið, verður fyrst og fremst að afnema verðtrygginguna. Síðan er hægt að skoða hvort hægt sé að knýja fjármálastofnanir til undanláts eða hvort ríkið eigi að slá í niðurgreiðslu vaxta, svo þessar stofnanir geti grætt enn frekar.

En það er verðtryggingin sem er að leggja niður vilja fólks til kaupa á eigin húsnæði. Því er mikilvægasta af öllu og ætti að vera löngu búið að afnema verðtryggingu lána til húsnæðiskaupa.

Þar er hægt að sjá hvað lántaki þarf að greiða fyrir verðtryggt lán til ákveðinna ára. Og þar er einnig hægt að sjá hver innistæða af verðtryggðum innlánsreikningi gefur. Ef sama upphæð er notuð, annars vegar sem lán frá bankanum og hins vegar sem inneign hjá sama banka og sama tímabil notað, kemur í ljós að innlánseigandinn á nánast sömu upphæð inn í bankanum og ef hann hefði lagt inn á reikning með föstum vöxtum. Lánþeginn, hins vegar, borgar aftur nærri helmingi meira til bankans af verðtryggða láninu en af láni með föstum vöxtum. Þetta sýnir svart á hvítu að verðtrygging og verðtrygging er ekki eitt og hið sama.

Orðið verðtrygging blekkir menn. Þetta lánsform bankanna á ekkert skylt við verðtryggingu sem slíka. Lánþeginn borgar miklu meira til baka en hann tók að láni, að raunvirði. Verið getur að orðið verðtrygging geti átt við um innlánsreikninga, en þó kæmi mér ekki á óvert, ef vel er að gáð, að þar sé sami blekkingarleikur bankanna, bara í hina áttina. Að töluvert vanti upp á raunvirði þess sem geymt var á verðtryggðum reikningi.

Engum hefur tekist, svo ég viti, að skýra þessa skekkju á annars vegar verðtryggðum innlánum og hins vegar verðtryggðum útlánum. Reikniformúlur bankanna eru með þeim hætti að vonlaust er fyrir meðal gefna stærðfræðinga að átta sig á þeim og enginn innan bankanna getur útskýrt þær.

Ég get hins vegar tekið undir með þér að fjármagnstekjuskattur er einhver vitlausasta skattheimta sem til er. Hún dregur sannarlega úr vilja fólks til að eignast eitthvað. Samhliða afnámi verðtryggingar á auðvitað að afnema eða lækka verulega fjármagnstekjuskattinn. 

Það er sannarlega rétt hjá þér Prédikari, bankarnir bjóða upp á val um lánsform. En er þetta raunverulegt val? Hefur þú látið reyna á það hjá einhverjum banka? Það hef ég gert og þá var mér gert ljóst að ef ég vildi lán þá væri bara verðtryggt í boði. Ekki var efast um lánshæfið, ekki efast um veðið, einungis ef ég tæki verðtryggt lán. Ég sleppti lántökunni. 

Þetta er nú allt valið Predikari, það er einungis að nafninu til, ekki í raun."

Er það ekki þessi ofur einblíning á lánþegann sem byrgir fólki sýn? Gleymist ekki að hugsa um lítla manninn sem lætur sína fáu aura inn á vaxtalausan reikning hjá einhverjum banka? Fær ekkert í vexti, aðeins fjármagnstekjuskatt, verðrýrnun og þjónustugjöld órökstudd ofan á alltsaman? Það er samt þessi maður sem á sparnaðinn í þjóðfélaginu.  Hinar raunverulegu krónur.

Útá hans krónu búa banksterarnir til 9 krónur sem þeir setja í spekúleringar með háfínanshákörlum,borga slitastjórnum þúsundkallámínútuna og öðrum bubbum mð séraðstöðu. Rafeyririnn sem allir meðal alþýðu vita hvernig verður til en enginn úr stjórnmálastéttinni viðist vita mikið um, veður um þjóðfélagið og sáir misréttinu meðal þjóðarinnar. Á Alþingi ríkir mest þögnin ein með fáum undantekningum.

Apinn sér ekki, heyrir ekki og talar því enga vitleysu.


Eign fyrir alla!

var eitt sinn ofarlega á slagorðalista Sjálfstæðisflokksins.

Ekki að þessi ágæta hvatning hafi misst vægi heldur finnst mér hún heyrast of sjaldan þar sem hún er eina mótvægið við slagorðavaðal Dags Bé og vinstrafólksins sem drynur hvað hæðst á öllum torgum. Smátt og smátt er verið að ryðja þessari stefnu burt með misbeitingu opinbers fjár. Ríkistjórn okkar meira að segja talar um byggingu 2300 félagslegra íbúða. Hvert stefnir með unga fólkið okkar?

Óli Björn Kárason hugleiðir þetta í Morgunblaðinu í dag:

"Í örvæntingarfullri leit að tekjum ákvað meirihluti borgarstjórnar að leggja á sérstaka viðbótargreiðslu og gatnagerðargjald fyrir stækkun og nýbyggingar. Gjaldið er 14.300 krónur á fermetra vegna nýs íbúð- arhúsnæðis, eða 1,43 milljónir á 100 fermetra íbúð.

Gjaldið leggst ofan á gatnagerðargjald sem þegar er innheimt og er 10.400 krónur á fermetra í fjölbýli. Þannig ætlar Reykjavíkurborg að leggja tæplega 2,5 milljónir króna gjöld á nýja 100 fermetra íbúð.

Kannski hafa fulltrúar meirihlutans sannfært sjálfa sig um að auknar álögur á íbúðarhúsnæði sé snjöll leið til að leysa húsnæðisvandann sem glímt er við í Reykjavík. Þó er líklegra að Dagur B. Eggertssonar og samverkafólk hans í borgarstjórn séu búin að gefast upp á verkefninu og telja því best að næla í aukakrónur í tóman borgarsjóð.

Loforðið um allt að 3.000 leigu- íbúðir er hætt að hljóma líkt og það gerði svo fallega í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga á liðnu ári. Nú segir borgarstjóri að betur verði rýnt í fjárlög ríkisins fyrir komandi ár og að fylgja verði eftir samkomulagi sem gert var í húsnæðismálum í nýgerðum kjarasamningum.

Ríkisstjórnin er þannig helsta von Dags B. Eggertssonar í húsnæðismálum. Hann sér húsnæðismálaráðherra veifandi bjarghringnum rétt fyrir framan sig, með jafn hástemmdum loforðum um byggingu þúsunda félagslegra leiguíbúða, og fleytti Degi B. í stól borgarstjóra. Ekki verður komist hjá því að skrifa um þá vitleysu síðar."

Þetta er kjarni málsins. Unga fólkið fær ekki nein fyrirheit frá stjórnmálaflokkunum, eða þá Sjálfstæðisflokknum sem stendur undir slíku nafni, að þeir hugsi nokkurn hlut um að leysa húsnæðisvandann.

Eg hitti mann sem var búinn að eiga 120 fermetra íbúð í Kópavoginum í tíu ár. Borga af lánunum allan tímann. 2006 gafst hann upp, seldií búðina og flutti til Noregs. Hann fór með 400 þúsund kall í vasanaum frá viðskiptunum.

Nú á hann raðhús í Stavanger þar sem hann keypti með 20 % láni fyrir útborguninni og tók við 80 % láni til langs tíma sem allir fá. Hann sér lánið lækka á hverju ári. Hann á núna hálft húsið eftir 8 ár.

Hvað er að þeim stjórnmálamönnum sem ekki sjá að þetta gengur ekki svona á Íslandi lengur, að láta löggjafann, lífeyrissjóðina og bankana skrúfa unga fólkið okkur svona. Af hverju kemur engin pólitísk hugsun fram sem neyðir ríkisvaldið, Seðlabankann, Íbúðalánasjóð og fjárplógsveldið til þess að gefa hverju ungu pari eða einstakling að minnsta kosti einu sinni kost á svona fjármögnun eins og í Noregi?

Í hvaða landi lifir þetta fólk? Hefur það engan skilning á því að þetta eru mál sem við verðum að leysa ef við ætlum ekki að hafa skipti á þjóð í þessu landi og láta unga fólkið okkar í skiptum fyrir Arabalýð?

Er úr vegi að minnast þessa þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins nálgast, að aðeins stefna sem tryggir "Eign fyrir alla", gerir unga fólkið okkar  að tryggum þegnum landsins okkar.

Þó við hreinlega þurfum að berja fjárplógsliðið til hlýðni ef með þarf til þess að gera "Eign fyrir alla" mögulega.. 

 


Nú skal ráðslagað

og loftslagað af hálfu ríkisstjórnarinar.

Í við tali við Sigrúnu Magnúsdóttur kemur eftirfarandi m.a. fram:

"Af öðrum málm sem unnið er að í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu má nefna stefnumörkun um landsskipulag næstu ára, hagræð- ingu hvað varðar verkefni og samstarf stofnana ráðuneytisinsundirbúning að þátttöku Íslands í hinni mikilvægu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember og endurskoðun byggingarreglugerðar með það að markmiði að lækka byggingarkostnað.

Ráðstefnan í París er Sigrúnu ofarlega í huga, enda hefur hún verið nefnd mikilvægasta alþjóðaráð- stefna fyrr og síðar. Þar á að ganga frá alþjóðasamkomulagi um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Hún segir að Ísland muni leitast við að ná sameiginlegu markmiði með ríkjum ESB og Noregi um 40% minnkun losunar til 2030 miðað við 1990. Markmiðið sé framhald af því fyrirkomulagi sem nú sé við lýði á 2. skuldbindingartímabili Kýótó- bókunarinnar, þar sem Ísland er hluti af sameiginlegu losunarmarkmiði Evrópuríkja á tímabilinu 2013- 2020...."

 

Hefur þessi ágæti ráðherra eða ríkisstjórn ekki fylgst með rökræðum vísindamanna undanfarin ár?

Eftirfarandi er að finna á www.agbjarn.blog.is sem er bloggsíða Ágústar H. Bjarnason verkfræðings. Ágúst hefur manna mest og lengst sem ég þekki fylgst með vísindarannsóknum á loftslagsmálum. Þaðer athyglisvert að hann nefnir að 

"...sérstaklega þar sem hitastig jarðar hefur staðið meira og minna í stað í fjölda ára. Menn eru þó að deila um hvort eitt árið sé hlýrra eða kaldara en annað, en þá er munurinn oftar en ekki tölfræðilega ómarktækur því hann er innan mælióvissu. Hugsanlega gæti árið í ár orðið í hlýrra lagi með hjálp El Niño sem er í gerjun núna í Kyrrahafinu..."

 

Rýrnun jökla; kólnun eða hlýnun framundan...?

RSS hitastig juli 2015

 

Stórt er spurt í fyrirsögn pistilsins og svarið er einfalt: Veit ekki.

Það er þó áhugavert að velta þessu aðeins fyrir sér, sérstaklega þar sem hitastig jarðar hefur staðið meira og minna í stað í fjölda ára. Menn eru þó að deila um hvort eitt árið sé hlýrra eða kaldara en annað, en þá er munurinn oftar en ekki tölfræðilega ómarktækur því hann er innan mælióvissu. Hugsanlega gæti árið í ár orðið í hlýrra lagi með hjálp El Niño sem er í gerjun núna í Kyrrahafinu.

Ekki verður tekið þátt í þessum metingi hér um mishlý ár, en þar sem bloggarinn er vinur vors og blóma stendur honum þó nokkur uggur af hugsanlegri kólnun eftir góðærin undanfarið.

Myndin efst á síðunni:  Samkvæmt mælingum með gervihnöttum (RSS-MSU) hefur engin hækkun í lofthita jarðar orðið síðan í janúar 1997. Notuð er aðferð minnstu kvaðrata til að finna bestu aðhvarfslínu (regression line). Smella á mynd til að stækka og sjá betur.  Ferillinn nær til loka júlí 2015.  Hann er fenginn af vefsíðu Ole Humlum prófessors við Oslóarháskóla (www.climate4you.com), en sá er þessar línur ritar teiknaði inn á hann.



Hafi einhver áhuga á smá grúski um þessi mál, þá má benda á pistil sem ritstjóri þessarar síðu dundaði sér við um helgina, en pistillinn fjallar um aðra frétt sem nýlega var í fjölmiðlum, þ.e. um áhrif sólar á veðurfar. Sjá pistilinn: Leiðrétt sólblettagögn - Sólin hefur enn áhrif."

 

Það er ekkert sannað í því að jörðin sé að hitna af mannavöldum.

Ríkisstjórn Íslands þarf að gæta sín að semja ekki um að láta önnur ríki  leggja íþyngjandi kvaðir á Íslendinga vegna ósannaðrar ímyndunar um hlýnun loftslags jarðar vegna gróðurhúsaáhrifa á ráðslögum þar em hver talar uppí annan um fjöðrina sem hugsanlega er erðin að átta hænum. 

 


Hversvegna?

er Tony Omos kominn til Íslands? Var honm ekki vísað burt á gildum rökum? Gerðu íslensk yfirvöld mistök? Er þetta hinn besti maður en ekki sá sem Vilhjálmur Eyþórsson lýsir svo:

" Eftir þá útreið sem lögreglan fékk þegar reynt var að vísa Tony Omos úr landi er orðið erfitt að eiga við útlenda glæpahópa sem hér hreiðra um sig.

Omos er fulltrúi nígerísks vændiis- glæpahrings sem starfar í Sviss og á Ítalíu og var tekinn í Keflavík þar sem hann var að smygla vændiskonum til Ameríku, þegar passi hans reyndist falsaður. Hann greip þá til þess ráðs að gerast „hælisleitandi“ og fékk vegna klaufaskapar í innanríkisráðuneytinu fljótlega stuðning vinstri manna,sorpblaðamanna og „mannréttindalögfræðinga“. Hafa ber í huga að hver „hælisleitandi“ kostar ríkið yfir hálfa milljón í lögfræðikosntað, þannig að þetta er geysimikilvæg matarhola þeirra.

Framhaldið vita allir og til að bíta höfuðið af skömminni er melludólgurinn og þrælasalinn Omos kominn hingað aftur með velþóknun vinstra liðsis sem dýrkar hann.
„Þekkirðu vin minn, þá veistu hvern mann ég hef að geyma“ segir máltækið.
Lögreglan fær ekki neit við ráðið."

Þarf ekki íslenskur almenningur að vita hvor sigraði hvorn í deilunnium Omos? Erum við með óhæft fólk í vinnu við þessi hælisleitendamál? Hverju eigum við að trúa?

Hversvegna er Tony Omos kominn aftur?


Þjóð, ekki fjölþjóð

er líklega sá skilningur okkar Íslendinga margra, að við vitum hvað við höfum en vitum ekki hvað við fáum ef hér verður mikill innflutningur framandi þjóða.

Það er umsvifalaust  skilgreint sem rasismi, nasismi og mannvonska af þeim sem allt þykjast vita, ef einhver dirfist að ræða þessi mál öðruvísi en að samþykkja allt sem að dyrum ber. Opna allar gáttir án nokkurs tillits til reynslu annarra eða líkindum.

Það sem má fullyrða um hugsanir margra um framtíðina, að þeir vilja ekki að hér myndist gettó af framandlegu fólki með sllt aðra siði. Fólk sem yfirlýst ætlar sér að hafa önnur lög ofar en íslensk.Fólk sem er tilbúið að beita yfirgangi og ofbeldi ef svo er að skipta.

Við höfum öll séð hvernig til hefur tekist í öðrum löndum þar sem árekstrar eru daglegt brauð og aðfluttir eru farnir að ryðja burt því sem við áður þekktum. Okkur finnst að búið sé að skipta um þjóð í þessum löndum eða verið sé að því.

Fólk er sjálfsagt ekkert mjög frábrugðið líffræðilega séð þegar líkamar þess eru krufnir. En innræting og heilaþvottur virðist vera annars eðlis og lífseigur og ekki tekið í mál að við slíku því megi hrófla, breyta eða skilyrða eitt eða neitt í móttöku flóttamanna.

Nasisminn er bannaður í Þýskalandi. Það er er einfaldlega bannað að viðra skoðanir hans. Eru Þjóðverjar einræðis-og rasistaríki vegna þessa? Er ekki einfaldelga takmörk fyrir því hvaða kenningar má útrbreiða? Setur ekki Stjórnarskrá Íslands skilyrði fyrir slíku af ýmsum ástæðum?

Í viðtali við ungan mann sem kom sem flóttamaður hingað til lands  kemur fram að hann og margir jafnaldrar hans sem komu jafntimis honum hafi gert það gott í námi og orðið nýtir íslenskir borgarar. Einnig var getið um  fullnuma lækni sem bauð kerfinu byrginn hér og lærði einfaldlega íslenska læknisfræði. Getur einhver haft eitthvað á móti þessu?

Já, það er hægt. Ef þetta aðkomna fólk krefst frekari réttinda en aðrir landsmenn hafa  af því að það vilji il dæmis iðka múslímatrú á hátt sem truflar aðra í samfélaginu.  Heimtar að byggja moskur, breyta mataræði í skólum,læra ekki íslensku, umskera stúlkubörn o.s.fr. Allt sem við Íslendingar höfum ekki liðið síðan Ljósvetningagoðinn kvað upp úrskurð sinn á Alþingi árið 1000.

Það rjúka hér alltaf upp vitringar sem hrópa upp mismunun og kúgun þegar vitnað er í stjórnarskrá Íslands sem skilgreinir evangelísku kirkjuna sem ríkiskirkju. Slíkt sé mismunun sem eigi ekki að leyfa. Allir eigi að hafa upp þær skoðanir sem þeir vilja, allir eigi að fá að hrópa á torgum og útbásunúera hvaða boðskap sem er. Svo sé allstaðar í vestrænum löndum. Alvega sama þó viðkomandi komi frá öðrum löndum þar sem ekkert slíkt er leyft en þegnarnir múlbundnir af einveldi og öðrum rétttrúnaði og dauðasök að hafa aðra skoðun en þá réttu? Er ekki með þessu verið að segja að meirihluta íslensku þjóðarinnar hafi verið óheimilt að setja sér núverandi stjórnarskrá 1944?

 

Ef frelsi til alls þess sem við viljum ekki að viðhaft sé á að kallast fjölmenning þá kallar slíkt á árekstra.Ég held að fráleitt sé að meirihluti sé fyrir hendi hjá Íslendingum að samþykkja slíkt.  Þegar innflytjendur falla inn í okkar þjóðfélag þá er ekki ástæða til að óttast. Í þjóðarsögu okkar úir og grúir af stórstjörnum úr hópi innflytjenda sem hafa auðgað menningu okkar. Þeir sem vilja koma hingað eins og þetta fólk á þeim forsendum að aðlagast, læra íslensku og  gerast þegnar landsins mega vera velkomnir til landsins í þeim mæli sem við sjálf teljum hæfilegt. Ekki hvað aðrir vilja, þjóðir, bandalög eða einstaklingar sem heimta aðgang með illu.

Glæpamenn,smitberar og terroroistar eiga auðvitað ekki að vera velkomnir og ber að kanna bakgrunn þeirra sem hér berja dyra. Ofstopamúslímar eiga eldur ekki að vera velkomnir. Hvað þá illir múllar, sendir og kostaðir af erlendum ríkjum, sem koma hingað til að dreifa eitri í ungar sálir innflytjenda, þeir  eiga ekki að vera velkomnir og ber að halda þeim úti.

Síaríalög eiga ekki að fá að gilda hér í neinni mynd. Það þarf að vera algerlega skýrt frá byrjun og mætti vera stjórnarskrárbundið að engin önnur lög en íslensk gildi hér á landi. 

Það fæst aldrei nein lausn á afstöðu landsmanna í málefnum hælisleitenda og flóttamanna fyrr en þessi mál hafa verið rædd og ákvarðanir teknar. Við sættum okkur ekki við neina fjölmenningu, hvað þá áþvingaða fjölmenningu,  þegar tekur til okkar daglega lífs sem þjóðar. Þetta hefur ekkert með kínversk veitingahús, sértrúarsöfnuði, fjölþjóðleg fyrirtæki eða annað menningarlíf að gera heldur það að á Íslandi skuli lifa íslensk þjóð með eigin tungu menningu og sögu svo lengi sem hún varist fær í landi sínu.

Hvað myndi gerast hér nú ef ein þota fullhlaðin vopnuðum ISIS liðum myndi lenda óvænt á Keflavíkurflugvelli? Meðan hér var varnarlið þurftum við ekki að svara slíkum spurningum En núna? 

Innflytjendur  verða að vita það að þeir skuli virða íslenska stjórnarskrá í einu og öllu, verða íslenskir þegnar og Íslendingar í einu og öllu. Frá því verða engar undatekningar gefnar.

Hér skal búa ein þjóð en ekki fjölþjóð í einu landi. 


Hvar er Schengen?

samkomulagið annars niðurkomið þessa dagana?

Jafnvel Björn Bjarnason hefur nú áhyggjur af því að landmæragæslan í austri sé ekkki sem best verður á kosið. Héldu nú fleiri en þögðu þó.

Ég fór úr landi s.l. föstudag. Það hefði ég ekki getað nema að hafa íslenska passann minn með. Ég komst hinsvegar inní Pólland án hans. Það er auðvitað mikið atriði að hafa eftirlit með ferðum Íslendinga og hefur verið svona um langt skeið. Hinsvegar komast allir útlendingar inn til Íslands ef þeir kæra sig um án þess að hafa nokkurn passa.Þannig hefur Schengen virkað og nú starfa mörg erlend bófagengi á Íslandi sem enginn þekkir.

Hægri Grænum ofbýður og Guðmundur Zumann skrifar í Mogga:

"... Svo virðist að Hægri grænir séu eini stjórnmálaflokkurinn á móti þessum fráleitu frumvarpsdrögum Óttars Proppés og félaga. Í grundvallaratriðum!

Enda eini flokkurinn á móti Schengen-aðild Íslands. Sem sýnir enn sérstöðu Hægri grænna í íslenskum stjórnmálum. En í ályktun frá Hægri grænum þann 5. september sl. segir að „það lagafrumvarp sem nú er í smíðum gengur í öfuga átt og vill opna allt upp á gátt“, við þá stefnu Hægri grænna m.a að segja Ísland úr Schengen og endurskoða EES samninginn.

Ísland á að grundvalla stefnu sína á svokölluðu Dyflinnarsamkomulagi fjölda þjóða heims, sem enn er í fullu gildi, varðandi ólöglega hælisleitendur. Allt annað er rugl, kaos, anarkismi! Já hræsni! Ísland á að segja sig úr Schengen, því óskoruð yfirráð yfir landamærum ríkis er frumforsenda fullveldis þess og sjálfstæðis.

Þess vegna eru nú hugmyndir um aukið framsal fullveldis í stjórnarskrá einnig stórhættulegt rugl, sem  berjast verður líka gegn! Af hörku!"

Ég vildi óska að einhver úr mínum flokki myndi skrifa svona skynsamlega. Í stað þess á frumvarp Óttars Proppé að vera stefnumál hans af því að Unni Brá brá ekki hið minnsta við að skrifa undir þetta frumvarp. Ætli ég eigi að fara á Landsfund og hrópa húrra fyrir þessu?

Málið er að það er löngu tímabært að hefja íslenska vegabréfið aftur til vegs og virðingar og hætta að hlaupa eftir dírektífum Brusselstrákanna. Þetta Schengen samkomulag hefur valdið vonbrigðum, sem við erum saklausir af Íslendingar sem fúslega létum hafa okkur til að gera vopnaleitir á Íslendingum sem voru að koma heim frá USA. Nú er komið fram yfir síðasta söludag hjá ríkisstjórn Íslands og taka þarf af skarið í landamæragæslunni.

Svo var önnur lína í Mogga frá einhverjum sem kallar sig Exmar sem ég datt um. Það er spurningin um hvaða umboð sveitarstjórnir hafi til að lýsa yfir móttöku svo og svo margra flóttamanna. Allt utan fjarhagsáætlunar, allt án pólitísks umboð hvað flóttamenn varðar?


Bragð er að þá Björk finnur

að fjármálastefna Dags Bé og EssBjarnar er ekki að ganga upp í Reykjavík. Skuldirnar vaxa með ógnarhraða. Reykjavík sker sig úr meðal sveitarfélaga hvað gríðarlegt mannahald varðar. Sem virðist ekkert vera að skila sér í aukinni ánægju íbúa með ástandið ef marka má umræðuna.

Jafnvel Píratinn Halldór Auðar Svansson er farinn að deila áhyggjum með minnihlutanum við þessi tímamót. 

En Dagur er enn í austri og frægðarsólin hvergi hnigin.


Skoðið framtíðina

eins og hún birtist á þessu myndbandi: 

)Það getur verið smá óþekkt í slóðnni. Ef þetta er basl þá má henni í athugasemdum Valdimars vi færsluna á undan.

 

https://video-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hvideo-xpf1

/v/t42.1790-2/11893234_856942551117674

_1719532525_n.mp4?efg=eyJybHIiOjMwMCwicmxh

IjoxNTg4fQ%3D%3D&rl

=300&vabr=136&oh=3aea

6bfd810658146b353442fc8f2719&oe

=55F44FF0.

Sá sem ætlar að mótmæla því að þetta sé það sem við blasi vestrænum þjóðum með áframhaldi innrás múslíma til Vesturlanda, verður eiginlega að koma með einhverjar aðrar skýringar en að ég persónulega "sé gamall hræddur hvítur karl"  eða hvaðeina gáfulegt sem helstu spekingunum dettur í hug af færa fram sem andmælum við hugleiðingum mínum á þessu auma bloggi. Að minnsta kosti hefur það ekki hreyft við neinum ráðamanni til þessa sem fljóta bara áfram í þægindum meðvirkninnar og hlutleysisyfirlýsinga.

Myndbandið sýnir einfaldlega það óhjákvæmilega  sem mun gerast ef Vesturlandabúar muni rísa upp um síðir og reyna að verjast. Sem er kannski ólíklegt ef maður horfir á lausn Junckers fyrir Evrópusambandið í heild sem á að keyra yfir okkur líka með stærri flóttamannakvótum. Og hverjum sýnast viðbrögð ESB yfirleitt vera með þeim hætti að það bregðist við nema með ráðstöfunum eftirá sem er yfirleitt of seint. 

Það er óskiljanlegt að þjóðir sem halda úti fógetum í hverju Skíri og liði til að hindra fátæka í að komast yfir betri lífskjör með því að sækja verðmætin beint til þeirra efnameiri í stíl gamla ævintýrisins, skuli ekki leiða hugann að því hvaða afleiðingar það hefur að opna landamæri ríkja sinna upp á gátt fyrir heimsins Hróa Höttum og Litlu-Jónum?.

Það er staðreynd sem þarna kemur fram að það mun koma til ófriðar af óþekktri stærð ef innrás múslíma heldur áfram hindrunarlaust.  Ferdínand og Ísabella leystu málin með Márana á Spáni á sinni tíð á einfaldan hátt sem ég hygg að muni koma til álita þó síðar verði. Það varð einfaldlega bannað að iðka Islam að viðlögðum fjörbaugsgarði. Já, skræki nú hver sem betur getur.

Muhamar Gaddafy, sem við Íslendingar tókum þátt í að drepa sællar minningar, setur fram aðferðina sem Islam beitir í stríðinu við Vesturlönd á þessu myndbandi. Það hlakkar í honum yfir herfræðinni sem beitt er. Þó að við höfum drepið þennan mann þá er hann eins og Joe Hill að því leyti að hann deyr ekki svo glatt frekar en Saddam nafni Obama. Eða hver er sá sem nú vill halda því fram að ástandið í Arabalöndunum hafi batnað við þátttöku okkar í vorinu á þeim slóðum? 

Það er því miður eins og flóttamannamálið sé komið á sjálfstýringu eins og helsprengjan sem komin er á sporbaug sinn og enginn fær lengur stöðvað. Við landsmenn höfum engin áhrif á þá stefnu sem eitthvað nefndafólk út í bæ er búið að marka. Þetta bara skal yfir okkur ganga því að framtíðin er á leiðinni hvort sem er.


Það er innrás

flóttamanna til Evrópu i gangi og hugsanlega  skipulögð innrás Sauda, ISIS og annarra Sunnia til Vesturlanda, þegar þeir ryðja þessum straumi flóttamanna sem er að miklum hluta vopnfærir karlmenn á besta aldri til Evrópu. Þetta er hugsanlega partur af Jihad, sem er heimsyfirráðastefna Islam. Þeir ætla að leggja undir sig Vesturlönd.

Þeir geta það ekki ennþá með vopnavaldi. Til þess vantar þá bombuna. Þegar þeir hafa hana þá gefumst við Evrópumenn upp fyrir þeim. Alveg pottþétt mun ESB erða ófært um að taka nokkra ákvörðun til varnar.

Þess vegna hafa þeir séð hvernig þeir gera það á fljótvirkastan hátt. Með þjóðflutningum. Frjósemi þeirra múslímakvenna er svo miklu meiri en Vesturlandakvenna, sem eru frjálsar að ákveða sínar barneignir. Konur í Islam eru bara ófrjáls, menntunnarlaus vinnudýr og keyptir undaneldisgripir sem hafa ekki um neitt annað að velja en að láta eigandann barna sig að vild.

Dr. Angela Merkel er sögð gera sér grein fyrir því að Þýskaland í núverandi mynd mun hverfa og við taki múslímaríki. Séð hef ég talnaspádóma um þau ártöl sem verða skrifuð þegar Bretland og Frakkland fylgja með.

Mér sýnist af tilskrifum ýmissa athugasemdamanna sem mislíka mín skrif, að þeir leiði ekki hugann að afleiðingum þessara þjóðflutninga. Þó hefur þetta mest gerst áður eða á Spáni á miðöldum.

Þá voru Márar búnir að leggja undir sig Spán þegar Ferdínand og Isabella settu þeim stólinn fyrir dyrnar.Þá gátu margir kastað trúnni fyrirhafnarlítið þegar múgsefjun trúarinnar  var gert erfiðara fyrir. Skýldi það ekki geta endurtekið sig?

Ég held að innrás flóttamanna til Evrópu um þessar mundir sé skipulagðari en margan grunar. Henni er stefnt að veikleika siðaðra manna sem þola illa að sjá fólk afhausað eða börnum drekkt. Eftirleikurinn er hinsvegar ekki tilkynntur en liggur þó nokkuð í augum uppi.

Eða hversvegna er ekki rætt um það að Saudarnir eigi tilbúin fullkomin híbýli með loftkælingu fyrir 3 milljónir manna? Þeir taka við núll bræðrum sínum meðan við eigum að fá þá alla.

En opinberlega er þetta víst flótti og okkar vandamál en ekki Saudanna og alls ekki skipulögð innrás. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband