Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016
8.1.2016 | 08:46
Eftir hverju er beðið?
hjá íslenzkum yfirvöldum með landamæraeftirlit?
Björn Bjarnason skrifar í Morgunblaðið merka grein um stöðu mála hjá nágrannaþjóðunum. Óhætt má segja að fáir muni hafa betri yfirsýn yfir hina stóru mynd en Björn. Greinin er svohljóðandi:(Feitletranir eru bloggarans)
"Frá og með mánudeginum 4. janúar hafa Svíar krafið alla sem fara yfir Eyrarsundsbrúna frá Kaupmannahöfn um skilríki með mynd. Framkvæmdin er kölluð »transportansvar« á dönsku, ábyrgð flytjanda. Allir lestarfarþegar frá Danmörku til Svíþjóðar fara um eftirlitshlið mannað Securitas-vörðum í brautarstöðinni á Kaupmannahafnarflugvelli. Verðirnir skanna skilríkin og miðla upplýsingum til sænskra yfirvalda en lögreglumenn þeirra handan Eyrarsunds taka á móti farþegunum. Dönsku járnbrautirnar, DSB, borga brúsann, 170 m. ísl. króna á mánuði sem velt verður á farþega.
Sama mánudag 4. janúar tilkynnti Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, að hafið yrði tímabundið landamæraeftirlit við Þýskaland. »Vi kan og skal passe på Danmark,« sagði ráðherrann. Vildi danska stjórnin stofna til samstarfs við þýska flutningsaðila en Þjóðverjar segja það brjóta gegn lögum sínum að lestarverðir eða hópferðabílstjórar hafni farþegum sem ekki hafi skilríki með mynd. Danska stjórnin hefur falið lögreglu að hafa auga með umferð inn í landið án þess þó að stöðva hvern og einn.
Finnska ríkisstjórnin fól fyrir jól skipafélaginu Finnlines sem heldur úti ferju á milli Travermünde í Þýskalandi og Helsinki að vísa frá öllum án vegabréfsáritunar til Finnlands. Finnlines hefur farið að þessum tilmælum.
Sylvi Listhaug, nýskipaður útlendingamálaráðherra Noregs, kynnti 29. desember frumvarp í 18 liðum með 40 breytingum á útlendingalögunum til að tryggja að í Noregi yrðu ströngustu útlendingalög í Evrópu. Hafa Norðmenn hert allt eftirlit á landamærum sínum.
Hert lög á Íslandi
Við gæslu landamæra Íslands skiptir greining á farþegaupplýsingum höfuðmáli. Alþingi steig nýtt skref til að auka gildi slíkrar greiningar 19. desember 2015 með einróma samþykkt tillögu frá efnahags- og fjármálaráðherra um breytingu á tollalögunum. Þar er tekið af skarið um skyldu flutningsaðila til að miðla upplýsingum um farþega til íslenskra yfirvalda.
Framvegis er fyrirtækjum sem annast flutning farþega og vöru til og frá landinu skylt að afhenda tollstjóra upplýsingar um farþega og áhöfn. Nær skyldan meðal annars til einkaflugvéla og seglskipa. Tollstjóra, lögreglu og öðrum handhöfum lögregluvalds er heimilt að skiptast á þessum upplýsingum í þágu eftirlits, greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum.
Með samþykkt hins nýja ákvæðis fá íslensk stjórnvöld ótvíræða lagaheimild til að krefjast farþegaupplýsinga. Til þessa hefur heimildin ekki verið afdráttarlaus. Form afhentra upplýsinga hefur auk þess verið háð samkomulagi við flugfélög. Þá hefur skort á upplýsingar frá nokkrum flugfélögum. PNR-upplýsingar um farþega verða til við farmiðabókun. Farþegaupplýsingum úr vegabréfum, API-upplýsingum, er hins vegar safnað við innritun farþega fyrir flug og þær eru sendar því ríki sem farþegi ferðast til.
»Lögreglan á Suðurnesjum og tollstjóri safna farþegaupplýsingum og greina þær. Hingað til hefur sjónum þó aðeins verið beint að farþegalistum, PNR-upplýsingum. Upplýsingum úr vegabréfum, API-upplýsingum, hefur enn sem komið er ekki verið safnað hér á landi vegna greiningarstarfs en líklega munu breytingar verða á því í náinni framtíð,« segir í greinargerð frumvarpsins.
Rafræn skráning
Þegar tæknibúnaður hér á landi leyfir verður farþegaupplýsingum skilað á rafrænan hátt inn í kerfi sem auðveldar alla greiningu. Alls eru nefnd 19 atriði varðandi hvern flugfarþega sem skráð eru í þetta kerfi samkvæmt staðli sem um það gildir. Við komu skipa sem flytja farþega og ökutæki verða upplýsingar um ökutækin skráðar auk persónuupplýsinganna.
Ráðherra getur í reglugerð kveðið á um aðra og ríkari upplýsingagjöf en krafist er í þessum staðli reynist það nauðsynlegt með tilliti til innlendra og erlendra krafna til eftirlits, greiningarstarfs og rannsókna tollstjóra og lögreglu. Í reglugerðinni verður ákveðið hve lengi upplýsingar sem safnað er á þennan hátt verða geymdar með tilliti til notkunar þeirra við eftirlit, greiningarstarf og rannsóknir tollstjóra og lögreglu. Almennt er gengið út frá því að frestir til að eyða persónurekjanlegum upplýsingum í farþegalistum fari ekki yfir tvö ár.
Framkvæmdin skiptir sköpum
Sé tekið mið af spám um að ferðamenn til landsins verði 1,5 milljónir í ár og 6,25 milljónir manna fari um Keflavíkurflugvöll er augljóst að mikið magn upplýsinga verður til skoðunar hjá þeim sem greina upplýsingarnar sem berast með farþegalistum flugfélaganna.
Greiningin er grundvöllur áhættumats, nýtist við leit að þeim sem sæta grun um ólögmætt athæfi og í baráttu við mansal. Þá er unnt að ganga lengra eins og Finnar hafa gert með því að stöðva þá sem ekki hafa áritun í vegabréfi sínu. Að fordæmi Finna má krefjast af flugfélögum að þau neiti þeim að fara um borð í vélar sínar sem ekki hafa áritun til Íslands. Fordæmið frá Danmörku sýnir að flutningsaðilar bera kostnað af ábyrgð sinni í þessu efni.
Ljóst var að Schengen-samstarfið tæki á sig nýja mynd þegar gæsla ytri landamæra svæðisins hrundi. Afleiðingar þess sjást nú skýrast á Norðurlöndum. Breyttar aðstæður krefjast nýrra viðbragða hér og annars staðar. Danir hafa sent þúsundir lögreglumanna til landamæra Þýskalands og þjálfa nú hermenn til landamæragæslu í viðlögum.
Íslensk yfirvöld ráða nú yfir öflugra tæki en nokkru sinni til greiningar og áhættumats í þágu landamæravörslu. Nýting þessa tækis krefst nýs tæknibúnaðar og aukins mannafla. Fjárveitingarvaldið hlýtur að fylgja því eftir með auknum fjárheimildum og framkvæmdavaldið með nauðsynlegum ráðstöfunum.
Að lokum ber þó að hyggja að því að sama dag og alþingi efldi réttilega heimildir framkvæmdavaldsins til að stunda landamæravörsluna gekk það gegn skipulegri framkvæmd hennar og stefnunni annars staðar á Norðurlöndum með því að hafa að engu brottvísun Útlendingastofnunar á tveimur albönskum fjölskyldum.
Sænskir ráðamenn hafa ekki látið við það eitt sitja að herða landamæravörslu með löggæslu heldur kynna þeir stefnubreytinguna af miklum þunga öllum til viðvörunar. Ríkisstjórnir Danmerkur, Finnlands og Noregs hafa gert hið sama með stuðning þingmanna að baki sér. Hér verða stjórnmálamenn einnig að standa fast að baki þeim sem falið er að gæta laga og réttará hinu viðkvæma sviði útlendingamála."
Ef farið væri að fordæmi Finna þá fengist hlé í straumi hælisleitenda til landsins. Með því fengist svigrúm til að taka á móti fleiri völdum flóttamönnum til landsins.Væri ekki meira virði að leggja þannig lóð á skálarnar um lausn flóttamannavandans heldur en að sitja uppi með ógrynni fólks eins og nú er sem kemur hingað oftlega í tilraunaskyni að eigin frumkvæði eins og hælisleitendur?
Skilyrði um vegabréfsáritanir gera vissulega ferðamönnum erfiðara fyrir. En um leið fáum við betri ferðamenn og getum þá um leið bætt okkar eigin hegðun gagnvart útlendingum eins og hér var á árum áður. Þá ásökuðu Íslendingar yfirleitt aldrei hvern annan um eigindir eins og rasisma eða nasisma eins og nú er venja ef útlendingamál ber á góma.
Hversvegna gera bara Íslendingar ekki neitt í breytingum á landamæraeftirliti annað en að hvetja Íslendinga að hafa með sér vegabréfið sitt til Norðurlandanna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2016 | 22:58
Lóðaverðið
á höfuðborgarsvæðinu er geigvænlegt.
Ég komst yfir eftirfarandi texta í bréfi sem kunningi minn skrifaði til ráðamanns:
" Ég fékk lóð undir raðhús í Fossvogi á árinu 1966 sem kostaði þá (gamlar)kr. 43.000, sem þá var ca 3ja mánaðaverkamannalaun (brúttó).
Í dag kostar raðhúsalóð í Úlfarsárdal kr. 7.500.000 þ.e rúmlega 2ja ára verkamannalaun. Þ.e. ca. 10 sinnum dýrari.
Lóðir eru alltof dýrar í dag!!
Á þessum árum fengu t.d. starfsmannafélög úthlutað lóðum undir íbúðablokkir. T.d. félög kennara, bankamanna, lögreglumanna, leigubílstjórar, o.fl.
Þá var t.d. til Byggingafélag verkamanna og sjómanna (sem var félag innan Sjálfstæðisflokksins) sem byggði mjög ódýrar og góðar íbúðir og félagsmenn sem áttu von á íbúð í þessum blokkum unnu sjálfir heilmikið við byggingu þessara íbúða. Þeir byggðu blokkir á Reynimel, í Fossvogi og í Neðra Breiðholti. Allar þessar íbúðir voru seldar á kostnaðarverði.
Í dag er lóðum undir blokkaríbúðir aðallega úthlutað til fasteignafélaga sem vilja auðvitað græða sem mest á íbúðunum sbr. t.d. íbúðirnar við Lindargötu sem seldar voru á ofurverðum. Og er trúlegt að íbúðirnar sem byggja á á Valsreitnum verði ódýrar??
Þær verða varla fyrir fátæka kaupendur!!"
Ég hef talað lengi fyrir því að sveitarfélög hefðu á boðstólum litlar lóðir undir lítil hús fyrir sjálfbyggjara eins og þeim sem byggðu Smáíbúðahverfið. Þarna gætu fjölskyldur byrjað að byggja fyrir fyrstu peningana sína án þess að skuldsetja sig um þrenn árslaun áður en skóflu er stungið í jörð.
Ég hef í besta falli uppskorið hæðnisbros frá valdamönnum og svo undrunarsvip frá unga fólkinu, sem sýnist þýða: Eigum við að fara að óhreinka okkur á jarðvegi, spýtum og steypu?
Svo er bara úthlutað undir stórar blokkir af ráðamönnunum og sölverð fermetrans hérlendis er fjórfaldur miðað við ný hús í Póllandi þar sem ég var nýlega. Og ég sé Bandaríkjamenn byggja brúkleg hús á svipuðum verðum. Heilu hverfin með tilbúnum götum, gangstéttum og og gróðri.
Af hverju þarf hérlendis að byggja fallbyssuheld steinsteypuvirki sem endast í áttahundruð ár þegar menn geta alveg lifað í efnislitlum en hlýjum gámi?
Af hverju vill enginn heyra að lóðaverðið á höfuðborgarsvæðinu er meira en þrefalt dýrara en til dæmis austur á Hvolsvelli hjá honum Ísólfi Gylfa?
7.1.2016 | 08:59
Þeir eru með okkur
í bóndabeygju múslímarnir.
Við þorum ekki að æmta né skræmta gagnvart yfirgangi þessa fólks. Þeir terróríséra okkur öll.Sjáið ástandið í Malmö? Sjáið atburðina í Köln?
Er þetta ekki að verða sama stemning og áður en Evrópumenn tóku sig saman í andlitinu og fóru í kressferðirnar gegn þessu liði fyrir margt löngu? Einn þýzkur kóngur Barbarossa drukknaði í lækjarsprænu á leiðinni austur, svo mikil þótti nauðsyn á vera eins og Gísli á Sandi sagði við Gizur ódrepinn.
Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður rekur stöðuna í grein í Morgunblaðinu í dag:
"»Fyrir ári réðust íslamistar á ritstjórn skopblaðsins Charlie Hedbo og myrtu alla sem þar voru. Morðin réttlættu þeir með því að það væri helgur réttur þeirra að drepa alla sem gerðu grín að Múhameð spámanni og trúarbrögðum sem við hann eru kennd. Árásin var atlaga að tjáningarfrelsinu. Skilaboðin eru að allir sem leyfa sér að nýta frelsi sitt til tjáningar um íslam sem íslamistum er ekki að skapi verða teknir af lífi vegna skoðana sinna.
Heimurinn fordæmdi þessa árás á tjáningar- og ritfrelsið. Fjölmargir settu lítinn penna í barm sér eða tóku upp vígorðin »je suis Charlie« til að sýna að þeir ætluðu ekki að láta kúga sig. Nokkru síðar voru pennarnir og vígorðin horfin og það var enginn Charlie, jafnvel ekki Charlie sjálfur. Fjölmiðlar birtu ekki myndir af þeim skopteikningum sem voru ástæða morðanna. Almenn hræðsla varð við að nýta tjáningarfrelsið þegar fjallað er um íslam.
Viðbrögð uppgjafaraflanna í Evrópu við árás vígamannanna voru m.a. að safna upplýsingum um áskrifendur að Charlie í því skyni að reyna að koma í veg fyrir að einhver þeirra gripi til aðgerða. Madrössunum og moskunum þar sem hatursáróðrinum gegn tjáningarfrelsinu og vestrænum lífsháttum er dælt út reglubundið var hins vegar ekki lokað. Það þurfti meira að koma til svo einhverjum viðbrögðum yrði beitt gagnvart þeim.
Þessi atlaga íslamista að tjáningarfrelsinu með morðunum á ritstjórn Charlie Hedboe var ekki sú fyrsta í Evrópu. Undir lok síðustu aldar var gefinn út dauðadómur á skáldið Salman Rushdie fyrir að skrifa bókina »Söngva Satans«. Salman þurfti síðan á strangri öryggisgæslu að halda og er enn á lífi, en sömu sögu er ekki að segja um japanskan þýðanda bókarinnar, sem var stunginn til bana. Ítalski þýðandinn slapp frá samskonar árás eins og norski útgefandi bókarinnar sem varð fyrir skotárás. Bókabúðir sem seldu bókina voru sprengdar eða eldur lagður að þeim. Tíu lönd bönnuðu bókina þ.ám. föðurland höfundarins, Indland.
Hollenski kvikmyndaleikstjórinn Theo van Gogh gerði kvikmyndina »Submisson« árið 2004 um undirgefni og niðurlægingu kvenna í íslam í samvinnu við Ayaan Hirsi Ali. Theo van Gogh var skotinn til bana 2. nóvember sama ár af íslamista sem fæddist í Hollandi. Ayaan Hirsi Ali var síðan gætt vegna tíðra morðhótana. Myndin »Submission« fæst hvergi sýnd í kvikmyndahúsum.
Í október voru tíu ár liðin frá því að danska blaðið Jyllands Posten birti kjánalegar skopteikningar af Múhameð spámanni. Það var of mikið fyrir íslamistana og ítrekað hefur verið reynt að drepa teiknarann, aðila sem tengjast Jyllands Posten og aðför gerð að norska ritstjóranum sem birti skopteikningarnar í blaði sínu. Í dag er fjallað um þessar teikningar í skólum í Danmörku en þær eru ekki sýndar og aðspurð segja skólayfirvöld að það sé gjörsamlega ónauðsynlegt. Meðvirknin og uppgjöfin er algjör á borði þótt því sé neitað í orði.
Hryðjuverk hafa ítrekað verið framin og kostað miklar mannfórnir. Í nýliðinni árás íslamista í París voru tæplega 200 einstaklingar drepnir. Nánast daglega berast fréttir af árásum íslamista víðsvegar um heiminn. Fjöldi fólks er drepinn. Þær árásir eru hræðilegur glæpur en hafa minni afleiðingar þegar til lengri tíma er litið en þær árásir sem hafa lamað tjáningar- og málfrelsið í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar þegar íslam á í hlut.
Evrópska elítan og herskarar hennar af sérfræðingum, sem og nytsamir sakleysingjar, samþykkja að tjáningarfrelsið sé skert með ógnaraðgerðum íslamistanna og trúa því enn að þeir geti talað eða keypt sig á kostnað skattgreiðenda frá vandanum, með fleiri sjóðum og styrkjum, fleiri uppeldisfræðingum og meiri fjölmenningu. Slík sýn er tálsýn, álíka gáfuleg og að henda kjötbitum í tígrisdýr í þeirri von að á endanum verði tígrisdýrið grænmetisæta."
Ég held að Jón fari nálægt sannleikanum hvað þessi mál áhrærir. Stjórnvöld gera ekkert til að bægja þesari vá frá okkur. Þó að Evrópuþjóðirnar í ESB séu löngu búnar að sjá að austurlandamærin halda ekki, þá er hér auðvitað galopið.
Við þorum ekki að styggja þetta lið múslíma. hælisleitenda eða GGF. Þjóðverjarnir eru að vakna upp við vondan draum í Köln. Stjórnvöld hafa gert allt sem hægt er til að halda fréttum af þessu tilviki frá þýskum almenningi. En netið sér auðvitað til þess að það er ekki endalaust hægt að ljúga, jafnvel ekki að þýskum almenningi sem er yfirleitt sá þægasti í heimi. Ekki frekar en hægt sé að loka á PirateBay.
Við erum hrædd við að nefna hlutina réttum nöfnum. Umboðsaðilarnir eins krataliðið og GGF á Fréttablaðinu halda okkur hinum í gíslingu. Við megum ekki hafa skoðanir. Við megum ekki tala. Í kratablaðinu kemst prófessor dr.Þorvaldur Gylfason upp með ítrekaðar lygar um að þjóðin hafi samþykkt þetta eða hitt með 87 % í þjóðaratkvæði og enginn nennir að mótmæla skrifunum svo fólk fer að halda að þetta sé satt.
Hvaða öryggisráðstafanir skyldu Íslendingar ætla að gera áður en tvisvarsinnum nítjánþúsundum af æskublóma landsins verður smalað saman í Fífuna til að hlusta á Justin Bieber? Hverjir koma til landsins í undirbúningsnefnd? Hvað sagði vondi kallinn um öll höfuðin á einum hálsi?
Þeir eru með okkur í steinbítstaki.
6.1.2016 | 23:49
Í stjórnarskrá
Íslands gæti verið ákvæði sem bannar ríkisstjórnum að taka afstöðu gegn öðrum þjóðum á friðartímum í öðrum málefnum en lúta að mannréttindum. Þjóðin verði að samþykkja alla samninga og yfirlýsingar sem snerta fullveldismál hennar.
Af hverju eigum við að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum sem komu okkur til hjálpar þegar Bretar settu á okkur löndunarbannið um 1950? Rússaviðskiptin redduðu okkur og kölluðu á uppbyggingu hraðfrystiiðnaðarins þegar verst horfði fyrir útgerðinni. Keyptu allan fiskinn og seldu okkur olíu, traktora og bíla þegar allt lokaðist í Bretlandi. Nú launum við þeim með framsóknarasnaspörkum, sjálfum okkur til mun meira tjóns en þeim.
Hvað ætlum við að gera við N-Kóreumenn þegar þeir sprengja vetnissprengju fyrir okkur? Hvað ætlum við að gera við Kínverja fyrir meðferðina á Tíbet? Hætta að kaupa af AliBaba?
Erum við ekki allsherjar afglapar í alþjóðamálum? Höldum að við séum heilflöskur frekar en kardimommudropaglös? Ráðum engu nema því að gera okkur sjálfum skaða einsog nú háttar til í Schengen eða loftslagsmálum til dæmis?
Þurfum við ekki stjórnarskrárákvæði til að spíssa ríkisstjórnir og Alþingismenn af?
6.1.2016 | 23:33
Fylgjumst með tímanum
góðir hálsar. Í staðinn fyrir dönsku er líklega ekki seinna vænna en að skipta á því máli og því sem koma skal á Vesturlöndum. Bráðum kemur Andrés á arabisku hvort sem er því ekki er að búast við að hann verði langlífur á íslenskunni.
Þessum innflytjendum á Norðurlöndum og í Vestur Evrópu fjölgar allstaðar svona 4 x hraðar en hinum náttúrulausu þjóðum geldfugla sem fyrir eru. Við hin sjáum fyrir uppeldinu og kostnaðinum meðan við getum.
Það er betra að vera viðbúinn sögðu skátarnir.
Það er gaman að sjá að Íslendingar eiga framsækin fyrirtæki sem fylgjast með tímanum.
6.1.2016 | 08:43
Reykjavíkurborg gegn hinum
virðist vera staðföst stefna meirihluta Borgarstjórnar.
Þessi meirihluti sem borinn er uppi af Degi Bé borgarstjóra, EssBirni og Hjálmari Sveinssyni formanni Skipulagsráðsins fer hiklaust gegn 80 % landsmanna sem vilja Reykjavíkurflugvöll og miðstöð innanlandsflugvöll kyrran í Vatnsmýri og vilja veg flugvallarins sem mestan í nútíma þjóðlífi.
Þessi pólitík birtist nú aftur í fjandskap við borgarbúa með því að hækka sorphirðugjöldin um 48 % og um leið helminga þjónustuna. Allt á sama tíma sem þessi þokkaþrenning safnar nærri milljón í skuldum á hverjum klukkutíma 24/7/365.
Einn maður gerir þeim þetta kleyft, Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata. Hann kom þeim til bjargar eftir síðustu kosningar sem þeir töpuðu og voru kosnir frá. En kjósendur fengu þá samt af tveimur ástæðum. Þeir sem voru í boði sem andsvar voru ekki nægilega sannfærandi eða líklegir til afreka að mati Halldórs Auðar. Og hann réði öllu sem oddamaður. Hann þáði í stað stjórnmálaábyrgðar tékkhefti frá þeim til frjálsrar ráðstöfunar í þágu þess sem hugur hans girnist. Í staðinn eiga þeir hans atkvæði með húð og hári. Þarna er forsmekkurinn að því sem koma skal efir næstu Alþingiskosningar fái Píratar til þess fylgi.
Sá málafjöldi sem Halldór Auðar Pírati hefur ausið fé í er stórkostlegur og til vitnis um mikið hugarflug hans. Úthlutunarlistinn var lesinn að hluta til á Útvarpi Sögu í gær eða fyrradag og gekk fram af einhverjum fyrir það hugmyndaflug sem þar birtist. Fátt mannlegt er Píratanum óviðkomandi.
Hann hefur líka ráðgjafa góðan sem er faðir hans Svanur Kristjánsson vinstriprófessor. Sá vakti athygli á sér fyrir ráðgjafir í tíð fyrri ríkisstjórnar Steingríms og Jóhönnu. Eitthvað var þjóðin ósátt við þær ráðgjafir til lengdar og voru þau skötuhjúin kosin frá með afgerandi hætti og hefur heldur hljóðnað um Vinstriháskólann síðan þá.
Þannig er átakastefna núverandi borgarstjórnar meirihluta svipuð og önnur stjórn fer fram gegn þegnum sínum undir stjórn augnlæknis nokkurs lengra í austri.
Það má velta fyrir sér sem verkfræðingur og kollegi Saddams Hussein hvort læknum almennt fylgi svona stjórnunarstíll Það má minnast fleiri lækna minnast úr stjórnmálum svo sem frá Júgóslavíu og Kósóvó. Læknastjórnmál virðast helst birtast í samfelldum átökum við allt og alla án málamiðlana.Og blandast oftar en ekki líka við klækjastjórnmál. Muna menn ekki aðferðirnar í kjaradeilu lækna á spítölunum nýverið? Þar var almannatengill ráðinn til að skipuleggja terror og hótanir þar til að stjórnvöld lyppuðust niður og töpuðu þar með stjórn efnahagsmála fyrir klækjalæknunum með almannatengilinn alræmda sér við hlið.
Stjórnmálalæknar virðast ganga fram í þeirri vissu helstri að búið sé að svæfa sjúklinginn og hann hafi því ekkert um aðgerðirnar að segja. Þannig leyfist þeim hvað sem er og þeir einir skrifi reseptin sem skulu ofan í sjúkinginn. Já maður skyldi vara sig á þessum læknirum sagði gamall vinur minn jafnan þegar sú stétt bar á góma. En við verkfræðingar sitjum líka uppi með Saddam svo hver hefur sinn djöful að draga.
Afleiðingin er sú að fyrir þá sem utan standa eru reykvísk stjórnmál stanslaus orrusta þar sem meirihlutinn undir forystu læknisins Dags Bé. slæst við allt og alla og lemur sinn vilja ofan í fólkið án málamiðlana frá gamlingjunum við Þorragötu um Hofsvallagötu, um flugvöllinn, um bílaumferðina, yfir skólana austur til Ísraels um loftslagið í París. Einstefna og slagsmál við allt og alla nema reiðhjólin.
Í Morgunblaðinu í dag lýsir sjúkraflugstjórinn Þorkell Jóhannsson því hvernig neyðarbrautin skipti sköpum fyrir líf sjúklings sem hann var að flytja. Allt tal um nauðsyn flugvallar við slík skilyrði er hjóm í huga þrenningarinnar undir leiðsögn læknisins Dags Bé. Hagsmunir Valsbraskaranna skipta hann meira máli en einhver neyðarflugbraut eða vilji 80 % kjósenda á Íslandi.Ég er viss um að hann Saddam hefði verið meira tæknisinnaður enda fékk hann verðlaun frá Sþ. fyrir bætt tæknimál sem nú er búið að eyðileggja.
Það er Reykjavíkurborg gegn hinum sem virðist oft vera inntak stjórnmálanna þar á bæ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.1.2016 | 17:30
Sturla bílstjóri er Forsetaefnið
skv. Útvarpi Sögu. Þjóðin hringir víst þar inn og tekur þátt í einskonar beinu lýðræði í boði Péturs Gunnlaugssonar lögfræðings.
Pétur, sem er afbragðs útvarpsmaður, sanngjarn og rökvís, var búinn að fara yfir þá kosti skilmerkilega sem væntanlegur Forseti þyrfti að hafa. Hann þyrfti að vera heima í íslenskri pólitik. Hann þyrfti að vera kunnugur alþjóðastjórnmálum og forvarsmönnum erlendra ríkja. Hann þyrfti að geta komið fram útá við og talað máli þjóðarinnar. Verið alþýðlegur. Haft bein í nefinu til að spíssa af þingmenn sem ætla að böðlast á alþýðu eins og alþýðuvinirnir og ískaldir reyndu að gera í Icesave 1,2 og 3.
Pétur taldi upp frambjóðendurna og einhverjir hlustendur hringdu inn og töldu að þessir eiginleikar væri ekki komnir fram meðal frambjóðenda.
Einmitt eftir þetta kusu hlustendur Útvarps Sögu Sturlu bílstjóra efstan með 20 % sem er hugsanlega meira en væntanlegur Forseti getur gert sér vonir um að hreppa í alvöru kosningunni.
Þá vita menn það hvert Forsetaefni þjóðarinnar á Útvarpi Sögu er. Sturla bílstjóri.
5.1.2016 | 09:25
Akbar Allah
Múslímar skulu hafa forgang þegar reisa skal tilbeiðsluhof í Reykjavík.
Hjálpræðisherinn á ekki að fá ókeypis lóð við hlðina á moskunni á Suðurlandsbraut. Herinn er líklega ekki nógu bænheitur síðan Jón Kadett leið. Hefur líklega aldrei gert neinum gott í Reykjavík eftir að kratisminn hélt þar innreið sína? Á því verður breyting þegar gullregnið fellur frá dáindsfólkinu í SádíArabíu, sem stútaði þeim óguðlegu svo um munaði í síðustu viku.
Í SaudíArabíu rigndi Blóði og Eldi sem skal metið að verðleikum í Borgarstjórn Reykjavíkur.
Mildileg ásjóna formanns Skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frelsar Frelsisherinn frá sjálfum sér enda fullkomið óráð að fara að byggja kastala á fjárhagslegu kviksyndi við hlið þess trúfélags sem framtíðina á fyrir sér.
Akbar Allah.
5.1.2016 | 09:11
Dýrð sé Schengen
um aldir alda og Evrópusambandsins skapara hamingju vorrar sem staðfastrar umsóknarþjóðar í þess augliti.
Frændur okkar á Norðurlöndum heimta nú passa af öllum. Íslendingar gera það líklega ekki vegna þess að slíkt gæti truflað guðrækilega för hælisleitenda hingað til lands.? Atvinnan í Útlendingastofnun gæti komist í hættu með að verða flutt norður í land á eftir Fiskistofu?
Dýrð sé Schengen í upphæðum Íslendinga um aldir alda.
5.1.2016 | 09:05
Neyðarbrautin bjargar mannslífi
sannanlega þegar engin önnur leið var fær en að lenda þar með mann í mikilli lífshættu.
En hvað er eitt mannslíf í samanburði við dýrð þríeykisins Dags Bé., EssBjarnar og Hjálmars Sveinssonar við Reykjavíkurflugvöll?
Hvað veldur þegar Píratinn nafni minn í Borgarstjórn setur byggingar einkabraskfélags ofar en líf fátæks fólks á neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko