Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016

Hvað heitir það réttlæti ?

þegar Steinþór Pálsson hækkar í launum við að stýra banka sem er rekinn í sama húsi, með sömu málverkum á veggjunum, sömu kaffivélum og borðbúnaði og banki sem ég átti áður með sama nafni á sama stað. Ég lagði þá stóran hlut af ellilífeyrinum mínum í að kaupa hlutabréf í Landsbanka Íslands sem heitir núna gamli Landsbankinn en þessi nýji nýji Landsbankinn eða NIB. Maður átti að styrkja atvinnulífið sagði ríkið með því að kaupa hlutabréf.

Svo stendur í Kjarnanum:

" Mánaðarlaun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, hafa hækkað um 36 prósent frá því um mitt ár 2014. Með nýjum sérúrskurði kjararáðs í byrjun desember voru laun hans hækkuð um 20 prósent. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að laun Steinþórs hefðu hækkað um 41 prósent með nýjustu ákvörðun kjararáðs fyrr í þessum mánuði. Það reyndist ekki rétt samkvæmt upplýsingum á vef kjararáðs. Laun Steinþórs eftir hækkunina eru 1.950 þúsund krónur á mánuði. 

 

 Landsbankinn er að nánast öllu leyti í eigu íslenska ríkisins og þess vegna ákvarðar kjararáð laun Steinþórs en ekki hinna bankastjóranna. Þetta er í þriðja sinn sem laun bankastjórans hafa verið hækkuð frá bankahruni."

Íslenska ríkið á þennan banka í dag. Ég á ekkert í þessu íslenska ríki. Ég kem því ekkert við nema ef það getur náð af mér einhverju.Til viðbótar bankanum sem ég átti og skildi eftir sig skuldir en varð ekki gjaldþrota heldur fékk peninga til að halda áfram rekstri.

Voru þetta bara ekki gervipeningar sem voru bara búnir  til í Seðlabankanum. Skuldirnar eru eftir ógreiddar. Átti ég þær ekki líka? Var ekki hlutaféið mitt tekið til að greiða þær?

Þarna var sett inn fólk sem ég þekki ekki, fyrst einhver Elín sem endaði fyrir dómi eða eitthvað svoleiðis og svo þessi Stein þór?

Nú segir Fjármálaráðherra að hann ætli að gefa einhverju fólki úti á landi, flóttamönnum og nýbúum líka,  hlut í þessum banka sem ég átti sannarlega og hefur aldrei orðið formlega gjaldþrota samkvæmt íslenskum lögum. Af hverju á ég ekkert í þessum banka?

Var ekki einhverntíman talað um Hrifluréttlætið sem þótti ekki gott? En nú hækkar Steinþór meðan ellilífeyririnn minn skerðist?

Hvað heitir það réttlæti?

 


Vegagerðin á hrós skilið

fyrir veginn yfir Hellisheiði og þjónustuna á honum.

Frágangurinn er til fyrirmyndar. Girðingarnar á milli útiloka hina oftast hræðilegu framan-á-árekstra. Eitt slíkt slys henti á dögunum þar sem engin var girðingin á milli. Að aðskilja aksturstefnur sýnist því vera þýðingarmikið.

Annað frontal slys varð vegna skorts á nagladekkjum og vekur upp spurningu um af hverju útlendingar séu hreinlega ekki skyldaðir til að aka aðeins á negldu að vetrarlagi hérlendis?

Sýnir ekki reynslan að þeir sem ekki eru vanir vetrarakstri við okkar aðstæður séu betur komnir á nöglum? Og ef ég mætti ráða þá ættu allir að vera á negldu því það góða skaðar ekki. Íslensk vetrarveðrátta er nefnilega algerlega spes og krefst meira en venjulegir bílstjórar ráða alltaf við. Klessurnar kosta meira en viðgerðirnar á götunum.

Vegakerfið okkar Íslendinga hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Vegagerðin á hrós skilið fyrir hvernig hún hefur staðið vel að málum víða.

Okkur er líka að fara fram í hegðun í umferðinni. Ölvun er orðin lítill þáttur í umferðarslysum og þeferíið er orðið næsta óþarft. Enda eru þeir sem keyra fullir óábyrgir og ólöghlýðnir einstaklingar, bæði fullir og ófullir og óforbetranlegir. Þeim er bara skítsama um allt og alla og eru bara pakk. 

Enda af hverju á lögreglan að skipta sér af þeim sem ekki brýtur af sér þegar nóg er af hinu?  Á hún ekki að hætta sem mest að angra borgarana með tilefnislausri frumkvæðislöggæslu? Hafa bara vökul augu með þeim sem eru óábyrgir?

 

En Hellisheiðin er núna til fyrirmyndar. Húrra fyrir Vegagerðinni.

 


Jæja Ólafur ætlar !

ekki fram. Og ekki frú Dorrit heldur að amerískum hætti?

Þetta eru eiginlega óvænt tíðindi finnst einhverjum. En verðum við ekki að hugga okkur við að maður kemur ávallt í manns stað á öllum stigum þjóðlífsins?

Og ekki vantar okkur afburða fólkið sem heldur að það geti tekið við.

Sturla bílstjóri Jónsson og lúðurþeytari með meiru, Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru,Jón Gnarr grínari með meiru, Katrín Jakobsdóttir hin brosmilda með meiru,Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur með meiru, Ástþór Magnússon, þaulvanur Forsetaframbjóðandi með meiru Stefán Jón Hafstein Afríkufari með meiru, Óskar Þór Óskarsson internetsmarkaðsfræðingur með meiru og svo eru margir sem menn eru að koma að máli við eins og Halla Tómasdóttir frumkvöðull meða meiru og hann Andri Snær, rithöfundur með meiru.

Það er verst að það þarf svo fjári marga meðmælendur að maður getur ekki skellt sér með svona til að setja meira fútt í þetta þegar fyrirsjánlegt er að Forsetinn verður líklega ekkki kosinn nema með tiltölulega fáum atkvæðum.  Þarna er þá í boði þokkaleg innivinna fyrir lítið ef nógu margir bjóða sig fram. Það er helst að kynjakvótinn geti vigtað óvænt inn í þetta? 

Þarna er í rauninni fyrsta tækifærið sem sameinaðir hægri menn hafa fengið til að kjósa sér Forsteta þegar visntrið er svona klofið. Við eigum allavega einn kandídat sem myndi eiga sjens og það er Davíð Oddsson Morgunblaðsritsjóri. Davíð nýtur svona þrefalds trausts á við næstu menn samkvæmt skoðankönnun sem hefur verið hér á síðunnni lengi.  

Davíð nýtur líka óskoraðs vantrausts GGF og allra spekinganna í 101. En enginn myndi efast um það að hann yrði einn skemmtilegasti Forseti lýðveldisins jafnvel þótt Össuri dytti í hug að bjóða sig fram.

En líklega myndi hann Davíð ekki nenna þessu þar sem ég held að honum þyki kannski svo gaman að vera á Mogganum og vega til hægri og vinstri í þeirri góðsemi eins og honum er lagið.

Án þess að ég ætli að draga úr nokkrum með að koma að máli við hann Davíð, þá hef ég velt því fyrir mér hvort það sé ekki óhepppilegt að kjósa Forseta lýðveldisins með veikum minnihluta þéttakenda  eins og í stefnir núna. Að til dæmis Sturla Jónsson eða Jón Gnarr  verði Forsetar með kannski 10-20 % atkvæða, fremstir meðal jafningja?

Er engin leið til að Alþingi geti möndlað að kosið skuli í tveimur umferðum næst eins og þeir gera í Frans?

 

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband