Bloggfærslur mánaðarins, október 2016
11.10.2016 | 08:33
Beislum vindinn
er fyrirsögn leiðara Fréttablaðsins í dag eftir Þorbjörn Þórðarson.
Þar er skrifað af mikilli skynsemi um beislun vindorkunnar.Hún er umhverfisvænasta orkuöflunarleið sem til er. Og það sem meira er þá er hún nærri 100 % afturkræf. Við getum sett upp vindmyllu og afskrifað hana á líklega 12-20 árum. Tekið hana þá niður ef okkur sýnist svo og það sést varla neitt eftir.
Við sættum okkur við háspennuturna þó núna í minna mæli en áður. Við sættum okkur við 20 hæða stórhýsi sem blasa við í sjóndeildarhringnum þegar maður kemur af Hellisheiðarvegi. Þetta eru að miklu leyti óafturkræfar byggingar sem eru búnar að standa þarna í nær tvo áratugi. Á Hellisheiði eru háspennuturnar úti um allt.
Hver er munurinn á þeim og vindmyllu? Spaðarnir snúast og hreyfing vekur athygli augans. Háspennuturnarnir hafa verið þarna í meira en hálfa öld. Fara varla fljótlega.
Er ekki hægt að sættast á að veita vindmyllum 25 ára starfsleyfi og skulu þær fjarlægðar að þeim tíma liðnum? Nema kannski að þá megi fólk greiða atkvæði um málið? Nýtt fólk, ný sjónarhorn?
En leiðari Þorbjörn er svona fyrir þá sem ekki hafa lesið:
"Vinnsla rafmagns úr vindorku er einhver umhverfisvænasta aðferð sem þekkist til að búa til rafmagn. Verkefnisstjórn um rammaáætlun og löggjafinn ættu að veita vindorkuverkefnum brautargengi og stuðla þannig að því að gera samfélagið minna háð óafturkræfum virkjunum.
Náttúruvernd snýst ekki bara um rómantískar hugmyndir um að viðhalda náttúrunni ósnortinni og sjálfbæra auðlindanýtingu. Hún snýst um fyrirhyggju, ábyrga umgengni við auðlindir og tillitssemi við kynslóðir framtíðarinnar. Þannig endurspeglar hún ekki síður ást á framtíðarafkomendum en virðingu fyrir öðrum tegundum í vistkerfinu. Ef maðurinn elskar börnin sín, þá elskar hann náttúruna.
Vindurinn er ótæmandi auðlind og vinnsla rafmagns með vindmyllum hefur ekki í för með sér neinn mengandi útblástur. Uppsetning vindmylla hefur hins vegar sjónræn áhrif á umhverfið og getur þannig gengið í berhögg við hagsmuni í öðrum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu. Varanleg umhverfisáhrif af vindmyllum eru samt lítil og að mestu afturkræf. Þannig er hægt að reisa vindmyllur, framleiða rafmagn í einhvern tíma og taka þær síðan niður án mikillar röskunar fyrir umhverfið.
Landsvirkjun reisti tvær vindmyllur í tilraunaskyni á Hafinu svokallaða norðan Þjórsár í lok árs 2012 og hafa þær framleitt rafmagn frá ársbyrjun 2013. Niðurstöður benda til þess að aðstæður til virkjunar vinds séu óvenju hagstæðar á þessu svæði. Aðliggjandi fjallgarðar mynda trekt fyrir vind ofan af hálendinu sem streymir þarna í gegn. Landsvirkjun hannaði í kjölfarið vindmyllugarð á þessu sama svæði og á hraun- og sandsléttu sunnan Þjórsár. Garðurinn hefur fengið heitið Búrfellslundur og hefur þegar farið í gegnum umhverfismat.
Það verða allt að 67 vindmyllur í Búrfellslundi með framleiðslugetu upp á 200 MW. Það var niðurstaða verkefnisstjórnar í 3. áfanga rammaáætlunar að setja Búrfellslund í biðflokk og því bíða stjórnendur Landsvirkjunar eftir verkefnisstjórn og Alþingi áður en fyrirtækið getur hafið framkvæmdir á svæðinu. Áður hafði verkefnisstjórn samþykkt að setja Blöndulund í Húnavatnshreppi í orkunýtingarflokk en það er vindmyllugarður með framleiðslugetu upp á 100 MW.
Í lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar kemur fram að það eru helst neikvæð áhrif á gönguferðir á nærliggjandi svæðum sem mæla gegn Búrfellslundi. Í skýrslunni kemur fram að vindmyllurnar sjáist langt að og hafi því mikil sjónræn áhrif. Þær muni gera umhverfið minna náttúrulegt í hugum ferðamanna og upplifun þeirra á landslaginu og svæðinu í heild, verður síðri.
Þetta er auðvitað mjög huglægt og sjónræn áhrif eru einstaklingsbundin. Í ljósi átaka sem einkenna umræðu um virkjanir og nýtingu fallvatns má velta fyrir sér hvort vinnsla rafmagns úr vindorku sé ekki leið sátta og málamiðlana. Röskun sem fylgir beislun vindsins er aðallega sjónræn og eiginleg mengun er engin.
Það hlýtur því að vera von umhverfisverndarsinna sem skynja mikilvægi ábyrgrar auðlindanýtingar að stjórnmálamenn beri gæfu til að tryggja framgang virkjanakosta á sviði vindorku."
Hér er talað af yfirvegaðri skynsemi.
Steingrímur Erlingsson og fyrirtæki hans Biokraft vill reisa vindlund við Þykkvabæ með 15 vindmyllum. Það reisti 2 vindmyllur þar fyrir nokkrum árum. Þær hafa nú gengið þar snurðulaust og hefur nýtingin ekki verið miklu síðri en við Búrfell. Þær hafa verið í sátt við búsmalann og fuglana á svæðinu. Fuglarnir sækja í að verpa undir spöðunum þar sem þeir virðast veita vernd gegn ræningjum.Kindur og hross leita skjóls í skugganum þegar heitt er. Enginn fugl hefur sannanlega flogið á spaðana. Flestir íbúa yppta öxlum aðspurðir um óþægindi. Einstöku eru hinsvegar hatrammlega á móti. Erfitt er alltaf að gera svo öllum líki.
Þarna við Þykkvabæ eru stórir flákar af ónýttu landi þar sem vindlundurinn skal standa. Vindskilyrði eru þarna svipuð og í Búrfelli.Hvort af þessu verður er alls óvitað vegna andstöðu nokkurra íbúa.Hvort skilyrtur vinnslutími gæti haft áhrif á afstöðu náttúrverndarsinna er ekki vitað.
Það merkilega við þesar vindmyllur er að þær sjást illa þegar maður keyrir niður Þykkvabæjarveg. Þær falla einhvern veginn svo í landslagið, himininn og sjóinn að maður kemur ekki auga á þær fyrr en maður er kominn nálægt þeim.Vindmyllur við Búrfell myndu líklega sjást mun lengra að enda líka mun fleiri.
Eins og er vantar rafmagn í landið. Álverið í Helguvík fær ekki straum og stendur hálfkarað.Bjarni Benediktsson sér ekki fyrir sér frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar og framhald stórvirkjana. Er ekki vindlundur heppilegt millispil? Afturkræf framkvæmd sem skilur landið eftir ósnortið eftir örfá ár?
Og er ekki annars gott á bölvað rokið að beisla það til einhvers annars en að svekkja okkur lífverurnar sem reynum allstaðar að skapa skjól til að leita í til dæmis með trjágróðri og skjólgirðingum þar sem við viljum búa?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.10.2016 | 18:42
Hver segir að Trump hafi tapað?
Jú auðvitað allt íslenska krateríið. Það innifelur flesta fjölmiðla landsins, frá RÚV og niður.
Ég er búinn að þrælast í að hlusta á mest af þessu á YouTube, bæði langdregið og leiðinlegt. Sérstaklega eru spurningar frá grunnhyggnum áheyrendum í salnum pirrandi og vitlausar. Mér fannst Trump standa sig ágætlega og Hillary líka. Ég heyrði ekki þann kafla sem snéri að klámkjafti Trumps en ég viðurkenni að lýsingar á því voru ekki uppörvandi fyrir okkur fylgismenn Trumps.Það er ekkert gaman að láta velta sér upp úr slíku enda skildist mér að karlinn hefði nú ekki verið mjög sannfærandi í þeim kafla sem mér hefur þá skotist yfir í framhjáspólun.
En þegar þau ræddu málefnin í Mið-Austurlöndum fannst mér Trump skýra mál sitt vel um málefni innflytjenda. Hann sagði Hillary hafa enga stefnu í þeim málum heldur bara hleypa inn hundruðum þúsunda án skoðunar.
Þetta er enginn idjót eins og krateríð hérna reynir að klína á hann. Hann talar auðvitað mikið og talar stundum meira en gott hefði verið, hann er ekki mjög orðvar. Hann baðst opinberlega afsökunar á "búningsklefarausi" sínu um konur sem er meira en áratugs gamalt. Höfum við ekki öll sagt eitthvað á tíu árum sem við vildum núna betur ekki hafa aulað útúr okkur?
Mér finnst of snemmt að telja þennan mann út. Mér fannst hann í flestu ekki standa neitt að baki Hillary sem er þó mun skýrmæltari fyrir okkur sem erum lélegri í útlenskunni. Karlinn er reigingslegri í framkomu en ég hef smekk fyrir svona í gegn um glerið. En það getur verið blekking. Hann er viða hataður vegna ómerkilegra viðskiptahátta. Enda hefur hann þurft að berjast við yfirvofandi gjaldþrot sinna fyrirtækja. Hann hefur ekki borgað tekjuskatta í mörg ár vegna stórkostlegra tapa sinna sem hann má löglega draga frá alveg eins og hér tíðkast.Þetta vill Hillary jafna til beinna skattsvika hans auðvitað.
Hillary vill drepa Bagdadi.Bara si sona. Ekki mjög sniðugt fannst mér að tala svona. Trump vill ekki gefa yfirlýsingar um hernaðarfyrirætlanir sínar heldur framkvæma meira óvænt. Það fannst mér skynsamlegra en tillögur hennar. Bæði vilja þau gera eitthvað annað í Mið-Austurlöndum en nú er í gangi.
Ég get ekki sagt að Trump hafi tapað.
10.10.2016 | 08:43
VG er til sölu
ef einhver vill kaupa eftir kosningar. VG er nefnilega prínsíplaus flokkur sem selur sál sína hvenær sem er fyrir völd. Það sannaði leiðtogi flokksins Steingrímur J. Sigfússon við næstliðna stjórnarmyndun, að hann er gersamlega samvisku-og hugsjónalaus ef grautarskál er í boði. Þrátt fyrir svardaga um að ganga aldrei í ESB sótti hann um inngöngu. Lagðist svo hundflatur fyrir kröfum þess í Icesave málinu og kyssti á rassa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og vogunarsjóðanna.
Sú hætta steðjar að Íslandi, fái VG einhverja stöðu í stjórnarmyndun með ESB flokkunum eftir kosningarnar eftir þrjár vikur er sú, að Íslandi verði ekið beinustu leið inn í hið brennandi hús Evrópusambandsins.
Það eru ekki oft sem Evrópusambandið sýnir sitt rétta andlit en það gerðist núna sem vert er að taka eftir. Fréttir bárust af því að ESB hefði lagt allt að 74 % verndartoll á kínverskt stál. Sambandið byggir sem kunnugt er uppruna sinn á verndartollum Þjóðverja og Frakka gagnvart Bandaríkjunum. En það sýnir núna hvernig það beitir hugsjónagrunni sínum gagnvart öðrum ríkjum ef því svo hentar.
Spurning er hvort Ísland fetar í þessi fótspor eða hvort við fáum að kaupa kínverskt útsölustál eins og við gerðum til glerhjúpsins góða um Hörpuna? Í tveimur atrennum í það minnsta.
Vinstrimenn á Íslandi tala af lítilsvirðingu um verndatollahugmyndir Donalds Trump fyrir bandarískan iðnað. En þeir vilja endilega ganga í Evrópusambandið sem er grímulaust tollabandalag gegn heiminum fyrir utan. Í öllu eru þeir samkvæmir sjálfum sér. Allt er falt fyrir grautarskál. Ættjörð, þjóð,menning, hugsjónir.
Ef menn eru að leita að stjórnmálaflokki sem er til sölu fyrir súpuskál eftir kosningar, þá þarf ekki langt að leita.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2016 | 14:35
Reykjavíkurbréfið
í Morgunblaðinu er athugult að vanda.
Þar segir m.a.:
"..Á þessum óvissutímum er vart hald í nokkrum hlut. Þannig breyttist Merkel kanslari Þýskalands úr óskeikulum stjórnmálasnillingi, sem stóð ofar allri kröfu, í andstæðu sína og allt á einni nóttu.
Þetta hefur gjörbreytt öllu í Þýsklandi, en engu um það, að allir íslenskir stjórnmálaflokkar halda aðdáunarverðri tryggð við innflytjendastefnu kanslarans, þótt ekki standi steinn yfir steini.
Enn eru allir alvöru íslenskir stjórnmálamenn sannfærðir og í ljósi gagnsærra umræðustjórnmála, sammála um að slíka stefnu og allmargar aðrar megi alls ekki ræða.
En í Þýskalandi hrukku menn upp með andfælum þessa nótt. Hafa þarlendir, af alkunnri nákvæmni, spurt sig hvert hafi verið helsta inntakið í ókskeikula stjórnunarstílnum sem allir göptu upp í.
Bráðabirgðaniðurstaða virðist sú, að stíllinn hafi gengið út á óskeikula ákvörðunarfælni sem allir hafi talið sýna aðdáunarverða festu. ..."
"..En hvað sem tali um forgjöf líður, þá hafa fæstir Íslendingar beðið um að horft sé til þeirra meðaumkunaraugum. Úttaugaðir umhyggjumenn ónýta Íslands, sem sjá móðurflokk sinn kominn langt undir 10% í könnunum og helsta arftakann vera í svipuðu fylgi, ættu kannski að hugleiða hvers vegna svo sé komið.
Það getur ekki verið með öllu ónýtt að hugleiða það. Í Þýskalandi mælist flokkurinn AfD (Hin leiðin fyrir Þýskaland) nú með 15,5% fylgi.
Annar tveggja stórflokka landsins, flokkur Jafnaðarmanna, er aðeins með 6 prósentustiga fylgi umfram AfD. Síðarnefndi flokkurinn var stofnaður fyrir 4 árum og helsta mál hans þá var að Þýskaland hætti í evrusamstarfinu. Sjónarmið flokksins í því máli fengu byr eftir að ógöngur evrunnar blöstu við sífellt fleirum og svo hafa vanhugsaðar ákvarðanir í málum innflytjenda ýtt mjög undir fylgi við flokkinn.
Þessi þróun er ekki endilega fagnaðarefni. En hún er umhugsunarefni fyrir fleiri en leiðtoga Þýskalands og þar með Evrópusambandsins.
Fer það lengur á milli mála?
Varla."
Bréfritari gerir sér ljósa þöggunarstefnu þá sem ríkir meðal stjórnmálamanna og fjölmiðla um málefni innflytjenda. haldið er áfram að hrúga hér inn hælisleitendum vegna þess að svonefnd úrskurðarnefnd er í verkleysi og afskastar engu af því sem hún á að gera. Meðan hleðst vandamálið upp og er orðið óviðráðanlegt.
Aðeins Útvarp Saga með þau Pétur Gunnlaugsson og Arnþrúði Karlsdóttur í fararbroddi standa í stöðugri upplýsingagjöf varðandi þetta málefni.
Það er gleðilegt af bréfritari Reykjavíkurbréfs er kominn í þeirra hóp sem gera sér ljósan alvarleika innflytjendamálanna.
9.10.2016 | 13:18
Blöðrur til sölu
Þessi tafla er úr Kjarnanum.
Hlutabréfamarkaðurinn | Markaðsvirði | Eigið fé |
Síminn | 29,8 | 32,8 |
EIK | 36 | 23 |
Reitir | 67 | 46 |
Grandi | 50,7 | 31,3 |
Sjóvá | 20,1 | 16,3 |
N1 | 29 | 7,7 |
TM | 17,1 | 12,1 |
VÍS | 19,2 | 17,5 |
Vodafone | 13,03 | 9 |
Eimskip | 58,8 | 29,1 |
Reginn | 39,4 | 22,2 |
Hagar | 60,9 | 16,3 |
Nýherji | 7,5 | 1,9 |
Icelandair | 130 | 52 |
Marel | 181 | 57 |
Össur | 190 | 52,7 |
949,53 | 426,9 |
(Tölur í milljörðum króna).
Þarna sjá menn hvernig hægt er að selja mönnum væntingar um eitthvað sem á eftir að gerast.
Fyrir þessu gengur heimurinn. Allar kauphallirnar og bréfamarkaðurinn. Pie in the Sky
Ég myndi kaupa í Símanum ef ég ætti afgangs aur. En lífeyrissjóðurinn minn er með hann og notaði hann tl að kaupa í 365 miðlum sem er að því að best er vita kolglórulaust bí-bí dú-dú gjaldþrota.
Það er kunningsskapurinn sem ræður í viðskiptaheiminum íslenska. Bara blása í réttu blöðrurnar
9.10.2016 | 11:50
Hælisleitendur eru ekki kvótaflóttamenn
og það er nauðsynlegt að gera greinarmun þar á.
Þetta viðurkenndi Óli Björn Kárason á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi í gær. Sjálfstæðisflokkurinn kæmist ekki hjá því að ræða hvað blasir við í þessum málum. Auðvitað er það skylda að taka á móti stríðshrjáðum flóttamönnum samkvæmt alþjóðlegum samningum. En við yrðum að spyrja okkur hvort við viljum velja á milli open borders eða velferðarkerfisins íslenska. Annaðhvort að leggja það af eða veikla stórkostlega eða opna landamærin fyrir stjórnlausum innflutningi fólks. Við kæmumst ekki hjá því að breyta kerfinu því að við ráðum ekkert við núverandi ástand.
Fólk hefur áhyggjur af þróun þessara mála. Hælisleitendur eru flestir í leit að betra lífi frá eymd heima fyrir. Við getum hinsvegar ekki haldið okkar velferðarkerfi á sama tíma og við leyfum óheftan innflutning fólks.
Útlendingalögin taka gildi innan skamms. Þá mega innflytjendur flytja inn fjölskyldur sínar. Hafa menn yfirleitt hugmynd um hvað þetta getur kostað margt fólk og mikið fé?
Það er reginmunur á hælisleitendum og kvótaflóttamönnum.
9.10.2016 | 11:36
Ég tók út
við að hlusta á formann Samfylkingarinnar stama út úr sér svör við spurningum Kristjáns á Sprengisandi rétt áðan. Hún bar sig illa yfir að vera spurð ítarlegar en Katrín Jakobsdóttir enda vafðist henn mjög tunga um höfuð við að reyna að útskýra hugmyndir sínar um úrbætur í efnahagsmálum.
Hún er greinilega stödd á Reykjavíkursvæðinu og hugsun hennar kemst ekki út fyrir það. Það á að byggja þúsundir leiguíbúða og leigja á niðursettu verði. Leiguverð er þar orðið margfalt hærra en úti á landi og áreiðanlega mikið vegna útleigu til ferðamanna. Úti á landi vantar leiguhúsnæði fyrir verkafólk en enginn byggir þar sem markaðsverð er svo lágt og leigan eftir því.
Hún gat þess ekki hvernig ætti að niðugreiða þessa framkvæmd en sjálfsagt myndi hún vísa aftur á uppboð aflaheimilda utan af landi sem á að gefa 200 kr/kg í tekjur.
Hún ræddi fyrirframgreiðslu vaxtabóta sem gerði fátæku krökkunum kleyft að kaupa sér íbúð eins og ríku krakkarnir. Sem þau myndu ekki þurfa að borga neitt af næstu fimm árin væntanlega þar sem engar vaxtabætur yrðu þá greiddar. þetta bendir á nýja tegund húsnæðislána sem ekki er ljóst hver á að veita. Þetta myndi verða borgað af sölu aflaheimilda að sjálfsögðu. Sem kæmu væntanlega ekki af höfuðborgarsvæðinu.
Mig verkjaði í höfuðið að hlusta á þetta, svo mjög tók ég út að hlusta á þessa vesalings konu tala um hluti sem hún skilur ekki sjálf.
7.10.2016 | 17:18
Bjarni Benediktsson stendur við orð sín
Í dag barst mér bréf frá formanni mínum þar sem í stendur þetta m.a.:
"....Höfuðskylda okkar allra er að hlúa að þeim sem minna mega sín og aðstoða þá sem hjálpar eru þurfi.
Fyrir þinginu liggur frumvarp um breytingar á almannatryggingum Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag var samþykkt, að tillögu minni og félagsmálaráðherra, að leggja til verulegar breytingar á málinu.
Við lögðum til að komið verði á frítekjumarki að fjárhæð 25.000 kr. vegna allra tekna auk þess sem lágmarksbætur hækki í 280.000 kr. um næstu áramótin og 300.000 kr. 1. janúar 2018..."
Bjarni segir ennfremur:
"Við sjálfstæðismenn leggjum verk okkar á kjörtímabilinu í dóm kjósenda af stolti. Á kjörtímabilinu hefur orðið algjör viðsnúningur í efnahagsmálum.
Hér er lítil verðbólga, atvinnuástand einstakt, laun hafa hækkað og kaupmáttur vex hröðum skrefum. Aukinn stöðugleiki í efnahagsmálum hefur skilað öllum almenningi meiri hagsæld og öryggi. Ekki aðeins á íslenskan mælikvarða, heldur í samanburði við önnur vestræn lönd..."
Að síðustu segir Bjarni Benediktsson:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.10.2016 | 21:41
Þjóðfylkingin
var til umræðu á Hringbraut rétt áðan. Guðmundur Karl (?) ?frambjóðandi í Suðurkjördæmi skýrði málin.
Þjóðfylkingin er ekki rasistaflokkur heldur þjóðernissinnaflokkur sem vill ekki óheftan innflutning múslíma til landisins. Þetta get ég skrifað undir.
Þjóðfylkingin vill ganga úr Schengen og verja landamæri ríkisins. Það vil ég líka.
Þjóðfylkingin vill nota þá peninga sem nú fara í hælisleitendur til aðstoðar í heimalöndum þeirra. Þeir segja féið rýrna hérlendis í alsskyns óþarfa kostnaði.Ég er sammála þessu.
Þjóðfylkingin vill draga dám af reynslu Norðurlandanna af innflutningi múslíma. Það vil ég líka.
Þjóðfylkingin vill beita 48 tíma reglunni á hælisleitendur eins og Norðmenn gera. Það vil ég líka.
Þjóðfylkingin styður aðild Íslands að SÞ,NATO, EFTA og norrænu samstarfi. Það geri ég líka.
Þjóðfylkingin vill endurskoðun á EES með tvíhliða viðskiptasamning við ESB í huga sbr. Sviss. EES hentar ekki íslenskum hagsmunum. Þetta samþykki ég heilshugar.
Þjóðfylkingin hafnar alfarið aðild Íslands að ESB og TISA af pólitískum ástæðum. Það geri ég líka.
Þjóðfylkingin vill stórefla löggæslu, landhelgis - og tollgæslu og auka þátttöku Íslands í eigin vörnum. Varðskipaflotinn verði stórefldur og nýjar þyrlur keyptar fyrir gæsluna og sótt verði um styrk til þess til mannvirkjasjóðs NATÓ. Þátttaka Íslands í vörnum landsins verði aukin meðal annars með endurreisn Varnarmálastofnunar. Þessu er ég sammála
Þjóðfylkingin er alfarið á móti að moskur verði reistar á Íslandi eins og þegar er gert í fjölmörgum ríkjum, bann verði lagt við búrkum, umskurði kvenna af trúarlegum ástæðum og skólum íslamista á Íslandi. Þessu fylgi ég af sannfæringu.
Þjóðfylkingin vill að núverandi staðsetning innlandsflugvallar verði til framtíðar. Þessu fylgi ég af hita. Vil fá beint millilandaflug líka frá Reykjavíkurflugvelli.
Þjóðfylkingin vill að Landsvirkjun verði ætíð að fullu í eigu þjóðarinnar og ekki verði lagður rafmagns sæstrengur úr landi. Sumu af þessu er ég sammála.
Þjóðfylkingin hafnar hugmyndinni um fjölmenningu á Íslandi en styður öflugar aðgerðir til aðlögunar þeirra sem setjast hér Þessu er ég mjög harðfylgjandi sammála.
Af hverju get ég ekki fengið neinu þessu framgengt með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Þar verð ég að horfa á þær Unni Brá og Áslaugu Örnu, uppáhaldsframbjóðanda formannsins, dansa stífidans á Landsfundi fyrir óheftum innflutningi múslíma undir stjórn formanns kjördæmisráðs í SV og velvilja formanns og þola bælingu umræðna um málefni flóttamanna.
Á ég að styðja þetta?
Af hverju fær ég ekki einu sinni að ræða þessi innflytjendamál á vettvangi flokksins míns. Þar eru reyndustu stjórnmálamennirnir sem ég hef trú á og vil fylgja. En af hverju hunsa þeir mig og aðra svona gersamlega? Erum við svona lítið seglskip sem ekki getur pípt, að þeir geti látið sem við séum ekki til?
Hvað er Sjálfstæðisflokkurinn að reyna að gera mér?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
6.10.2016 | 12:09
Rófan og hundurinn
eins og sjá má á teikningu Storms P er snjallræði Samfylkingarinnar til að heilla kjósendur.
Hvernig á að skilja tillöguna um fyrirframgreiddar vaxtabætur öðruvísi en verið ég að ota fólki út í kaup sem það ræður ekki við að borga.
Af hverju er ekki greiddur út ellilífeyrir fyrirfram? Eða atvinnuleysisbætur?
Fólk megi fara í fæðingarorlof núna vegna framtíðarbarna?
Örvæntingarútspil flokks sem er hugsjónalega gjaldþrota og í bráðri útrýmingarhættu?
(Við boðum fyrirfran greiddar vaxtabætur til íbúðarkaupa. Við skerum báða enda af þjóðarbrauðinu og borðum það svo endalaust)
Er þetta ekki sagan um rófuna og hundinn?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko