Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2016

Vantar peninga í heilbrigðiskerfið?

svo segja margir.

Eitt af stórum málum í stjórnmálum er að ríkið þurfi að selja bankana sem það á. En liggur svo á því?

Þessar upplýsingar eru á netinu:

Gætu greitt sér 175 milljarða úr bönkum með lækkun eigin fjár

Hátt eiginfjárhlutfall


Eigið fé stóru bankanna þriggja er tæpir 660 milljarðar króna og er hlutur ríkisins í því eigin fé um 500 milljarðar sem nálgast ein fjárlög íslenska ríkisins og um 20% af landsframleiðslu. Til samanburðar má einnig nefna að samkvæmt tölum Seðlabankans eru nettó skuldir íslenska ríkisins um 40% af landsframleiðslu.

Eiginfjárhlutfall bankanna er frá 25,5% upp í rúm 29% sem er afar hátt í alþjóðlegum samanburði. Varfærni hefur gætt í eiginfjárkröfu banka vegna óvissu sem tengist afléttingu gjaldeyrishafta. Öll skilyrði þess að losa um þau að mestu leyti eru fyrir hendi og því er líklegt að eiginfjárkrafa fjármálakerfisins færist nær því sem gengur og gerist í nágrannalöndum.

Þetta þýðir að varlega má áætla að hægt sé að losa 175 milljarða króna sem bundnir eru í bankakerfinu og greiða þá út til eigenda. Vogaðri nálgun við uppbyggingu eiginfjár banka myndi skila enn hærri tölu.

Þetta er í rauninni dautt fé í hagkerfinu og erfitt fyrir bankana að ná viðunandi ávöxtun á þetta eigið fé,“ segir Snorri Jakobsson, fjármála- og hagfræðiráðgjafi hjá Capacent. Hann bætir því við að svona mikil binding að óþörfu sé mjög óhagkvæm fyrir þjóðfélagið. „Þetta hefur því ekki bara áhrif á bankana sjálfa, heldur allt atvinnulífið.“

Til samanburðar má nefna að hlutdeild ríkisins í fé sem losnað gæti úr bönkunum myndi duga fyrir því að byggja nýjan Landspítala tvisvar.

Hvað liggur á að selja bankana þó það vanti peninga í heilbrigðiskerfið?


Nefskattur til heilbrigðismála

er hugsanlega gjaldform sem fólk gæti sætt sig við.

Þorgerður Katrín kom á nefskatti sem rennur til RÚV sem flestir eru búnir að fá sig fullsadda á.17.800 kr. á þá sem gjaldfærir eru með 3800 fyrirtækjum. gefur 3.4 milljarða á ári. Auðvitað allt of lítið. 178.000 krónur á mann vantar.

Við vitum öll að heilbrigðiskerfi sveltur. Gætum við sætt okkur við tímabundið þjóðarátak til að rétta það við? 

Allir stjórnmálaflokkarnir til vinstri einblína á útgerðina sem eigi að skattleggja. Uppsafnaður hagnaður útgerðarinnar frá hruni nemur 174 milljörðum. Uppsafnaður gróði bankanna af okurvöxtum sínum nemur 530 milljörðum. Heyrist eitthvað um það að þarna séu peningar sem hægt sé að ná í? Létta af almenningi einhverjum byrðum?

Meira en 1000 milljarðar liggja óhafnir hjá lífeyrissjóðunum í formi frestaðra skattgjalda. Peninga sem ríkinu virðist sama um þegar það horfir á lífeyrissjóðafurstana tapa risafjárhæðum í braski í útlöndum. Segja ekki einu sinni svei þér. Bara ef þeir væru látnir skila 35 milljörðum á ári er vandi heilbrigðiskerfisin leystur.

Benedikt flokkseigandi Viðreisnar talar um að borga niður skuldir ríkisins svo vaxtagreiðslur lækki? Með hverju ætlar hann að borga? Samfylkingin ætlar að sækja 330 milljarða til útgerðarinnar? Vantaði aðeins 46 atkvæði til að detta út af þingi fyrir þessa tillögu. Píratar ætla að borga öllum borgaralaun, hælisleitendum sem öðrum. Með hvaða peningum? Enginn spyr um útfærslur hjá þeim enda eru þeir álitnir fyrir neðan þá greind sem til þarf.

Þetta lið heldur saman í alvöru stjórnarmyndunarviðræður eins og þetta séu flokkar með einhverjar stefnur eða lausnir? Er kjósendur svona vitlausir að þeir láti bjóða sér svona dilletantismus? Er ríkisstjórn Íslands bara grín? Katrín virðist hafa fengið sig fullsadda af þessum  4 dellumökurum sem eru búnir að sýna það að þeir eru til einskis nýtir allir upp til hópa.

Það er bara einn raunhæfur möguleiki eftir til að mynda stjórn. 

Stjórn sem getur gert eitthvað eins og að taka ákvarðanir um heilbrigðismál, hvort það er nefskattur eða sækja peninga sem liggja á glámbekk hjá lífeyrissjóðunum og bönkunum.

 


Gálgafuglar

Lífeyrissjóðirnir liggja inni með meira en þúsund milljarða af ógoldnum skattgreiðslum til ríkisins. Furstarnir töpuðu einhverjum 500 milljörðum af svona ríkispeningum á síðasta fjárfestingarflippi þeirra í útlöndum í hruninu

Sitja nokkrir nema einhverjir pólitískir dindlar í lífeyrissjóðastjórnunum sem enginn eigandi kaus?  Þeir virðast kunna fátt annað í fjármálum nema að dingla rófunni fyrir sjálfa sig til stjórnarsetu í fyrirtækjum landsmanna, þar sem þeir svo kunna auðvitað enn minna. Það  virðist nóg að Gylfi sé ánægður og vilji engar breytingar á neinu nema að vilja hækka iðgjöldin í 15 % af allri launaveltunni í landinu. Er ekki eitthvað að í öllu þessu kerfi sem heldur uppi vöxtum í landinu vegna 3.5 % óbreytanlegrar ávöxtunarkröfu.

Finnst engum þetta galið að ríkið sé að láta þetta lið darka með þessa alla peninga sem þeir geta tapað að vild? Þeir eru búnir að sýna það að þeim er ekki treystandi.Þeir skulda ríkinu þetta tap. Venjulegir gjaldendur fara í tukthús og borga sektir fyrir að skila ekki skatti sem þeir eru með. Eiga lífeyrissjóðafurstarnir bara að sleppa?  Engin ábyrgð á þá leggjandi? Að mínu viti eru þetta gálgafuglar en ekki ósnertanlegir bubbar  ef þeir standa ekki skil á peningunum sem ríkið á.

 


Kaupum ekki!

innflutt hrátt kjöt með er framleitt með notkun tífalds sýklalyfjamagns í löndum fuglaflensufaraldra ef við getum komist hjá því.

Vonandi verða verslunareigendur að geta upprunalandsins  með verðmerkingum.

Segjum samviskuleysi og ábyrgðarleysi innflutningsaðilanna gagnvart þjóðinni stríð á hendur með því eina vopni sem bítur.Látum þá ekki fara með okkur eins og viljalausan búpening.

Kaupum þetta ekki!


Ekki gleyma þessu

Óli Björn Kárason dregur fram lykilatriði í rekstri Dags B. Eggertssonar og nóta hans á Reykjavíkurborg í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir þar m.a.:

Langtímaskuldir A-hluta jukust um 137% að raunvirði frá árslokum 2009 (árið fyrir valdatöku Samfylkingar og ári eftir hrun fjármálakerfisins) til loka árs 2015.

Heildarskuldir nær tvöfölduðust og voru tæplega 40 milljörðum meiri á föstu verðlagi.

Eigið fé minnkaði um 2,9 milljarða.

Heildartekjur voru 16,5 milljörðum krónum hærri að raunvirði 2015 en 2009.

A-hluti hafði 113 þúsund krónum hærri tekjur af hverjum borgarbúa 2015 en 2009 á föstu verðlagi. Rekstrargjöld voru hins vegar 199 þúsund krónum hærri.

Skuldir A-hluta jukust að raunvirði um 315 þúsund krónur á hvern íbúa.

Eigið fé minnkaði á sama tíma um 45 þúsund.

Að raunvirði var veltufé frá rekstri 38% minna á síðasta ári en 2009. Veltufé er mælikvarði á stöðu grunnrekstrar A-hluta.

Í árslok 2009 var veltufjárhlutfallið 2,12 en var komið niður í 1,18 við lok síðasta árs.

 

Flestar einkareknar sjoppur eru komnar í slæm mál við veltufjárhlutfallið einn.Óli Björn á þakkir skyldar fyrir sínar glöggu samantektir. Hann er sannkallaður landsuppfræðari.

Það verður gaman að sjá hvernig meirihlutinn ætlar að snúa þessum tölum á haus við næsti kosningar.

 

En þá verður líka að vera kominn fram traust og ákveðin stjórnarandstaða sem vill berjast af krafti fyrir nýrri framtíðarsýn fyrir Höfuðborgina eftir þennan ömurlega niðurlægingartíma sem hún hefur gengið í gegn um allt frá valdatöku R-listans fyrir öllum þessum árum síðan.

 

Það verður að gerast undir merkjum Sjálfstæðisflokksins og helst baráttuanda Davíðs Oddssonar endurbornum.


Endurfæðing

Steingríms- og Jóhönnustjórnarinnar stendur fyrir dyrum. Auðlegðarskatturinn og hækkun fjármagnstekjuskattsins auk hátekjuskattsins eru auðvitað fyrstu tíðindin. Síðan er deilt um það með hvaða hætti sjávarútvegurinn eigi að skattleggjast. En 46-atkvæðaflokkurinn er áreiðanlega ekki til fyrirstöðu í þeim málaflokki.

Brandarinn er að horfa á Pírataflokkinn selja öll þau prinsíp sem þeir þóttust hafa fyrir kosningar. Það er nokkuð ljóst að þeir voru alltaf eins og keisarinn í ævintýrinu hans H.C., ekki í neinu. 

Ekki hefur farið neinum sögum af því hvort Benedikt flokkseigandi hefur einhver prinsíp uppi enda líklega lítt fýsilegt fyrir hvern af þessum gullgrafaraflokkum sem sitja á móti  Katrínu að brúka sig mikið við hana og Steingrím þar sem þau halda á stórum lurki eins og Teddy gamli Roosewelt ráðlagði brosmildu fólki.

Þetta er því auðsveip hjörð sem situr á móti VG og bara spurning hvernig VG eiginlega líst á dæmið með tilliti til framhaldsins. Því það er áhætta að þiggja eitruð peð þó þau bjóðist því framtíð  eigin flokks og áhættan af vondum félagsskap vigtar alltaf inní.

En fyrir okkur hin, þá þekkjum við rauðu úlfshárin þegar þau gægjast fram við endurfæðinguna.


Hversu stóra bónusa

munu bankamennirnir í Landsbankanum, banka allra landsmanna, úthluta sjálfum sér í formi peninga, hlutabréfa eða öðru góðgæti, fyrir þætti sína í sölum fyrirtækjanna sem greint var frá í fréttunum áðan? Verða þeir ekki að fá sinn jólaglaðning fyrir vel unnin störf? Visa, Valitor, Borgun, og hvað þau öll hétu.

Þeir fengu einhvern helling í hlutabréfum fyrir eitthvað svona í fyrra. Og núna þegar ríkisendurskoðun lýsir sérstakri aðdáun sinni á gjörningunum þeirra, verður þá ekki bankastjórinn að sjá til þess að þeir allir fái umbun að verðleikum?

Af hverju þarf ríkið að láta þessa menn flýta sér að selja arðbærar ríkiseignir? Vilja þeir kannski ekki bara taka Landsbankann upp í laun og bónusa en ríkið getur bara gefið út skuldabréf til lengri tíma fyrir mismuninum? 

Er þetta ekki svo mikil ábyrgð sem þessir vesalingar bera að það er mjög erfitt fyrir óupplýsta alþýðu að meta hversu stóra bónusa þeir eigi að fá? 


En hvað með reikninginn?

Lesfiminn í grunnskólanum er rannsökuð í þaula.En um reikninginn er ekki spurt.

 

"Um 36 prósent íslenskra grunnskólabarna ná ekki lágmarksviðmiðum í lesfimi, segja niðurstöður Menntamálastofnunar.

Lögð voru lesfimipróf fyrir 5.500 íslensk börn frá fyrsta og upp í tíunda bekk. Lesfimi er mæld sem rétt lesin orð á mínútu. Niðurstöður Menntamálastofnunar sýna líka að óverulegar framfarir í lesfimi eru frá miðstigi til unglingastigs og lesfimi við lok grunnskóla er ábótavant.

Gylfi Jón Gylfason, sviðsstjóri á matssviði Menntamálastofnunar, segir þetta áhyggjuefni. „Við fórum í heljarinnar vinnu og öfluðum upplýsinga frá framhaldsskólum, háskólum og þeim skólum sem hafa náð árangri í læsismálum um hvað séu eðlilegar væntingar um lesfimi. Síðan settum við almenn viðmið um færni nemenda. Þannig setjum við markmið fyrir nemendur í hverjum árgangi, svo þeir séu undirbúnir fyrir kröfur á næstu stigum náms,“ segir Gylfi Jón."

Þorir enginn að spyrja um reikningsgetuna án þess að hafa síma?

 

 


Endurskoða þarf grunnskólann

fannst mér Halldór Halldórsson segja í viðtali á Bylgjunni. Kjörin eru aðeins 4 % af áhyggjum grunnskólakennara. Yfirgnæfandi eru agavandamál og útlendingavandamál.

Vandamál grunnskólans liggur að mestu leyti í þessu óumbreytanlega boðorði, sem engin veit hver setti:

"Menntastefna landsins leggur áherslu á „skóla án aðgreiningar“ þar sem öll börn eiga rétt á setu í almennum bekkjardeildum."

Þessi stefna gengur ekki upp þegar afurðinar eru ólæsar og óreiknandi.

Já, það þarf greinilega að endurskoða menntastefnuna og grunnskólann.

 


Undiralda um allan heim

er greinilega á hreyfingu.

Kjör Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur greinilega leyst krafta úr læðingi. Fólk er farið að horfa á lífið í þrengra samhengi en áður, horfa nær sér en áður og farið að efast um að óheft frelsi hinna betur megandi til viðskipta hafi fært litla manninum þá hagsæld sem hann þráði.Hann sé farinn að horfa til baka og sakna gömlu tímanna þegar hanna var að alast upp. Strengir sem Trump náði að snerta í mörgum brjóstum.

Þetta er ekki bara að gerast í Bandaríkjunum. Brexit er angi af þessum hugsunum. Og nú er greinilega ýmislegt að gerjast í föðurlandi stjórnarbyltinganna Frakklandi.

Morgunblaðið er með þessar fréttir:

 

"Mar­ine Le Pen seg­ir sjálf að ef hún fari með sig­ur af hólmi í for­seta­kosn­ing­un­um þá muni heim­ur­inn verða ör­ugg­ari. Þar sem Frakk­land muni bæði starfa með for­seta Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump og for­seta Rúss­lands, Vla­dimír Pútín.

Hún seg­ir að alls staðar í heim­in­um séu þeir sem berj­ast gegn ráðandi öfl­um og ríkj­andi sjón­ar­miðum að ná sínu fram. Hún seg­ir að Brex­it og for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um sýni svart á hvítu þær breyt­ing­ar sem eiga sér stað. Heims­hreyf­ing þeirra sem standa gegn alþjóðavæðingu, eyðandi öfl­um öfga-frjáls­hyggju, út­rým­ingu þjóðríkja og hvarf landa­mæra. 

Le Pen sagði við upp­haf kosn­inga­bar­áttu sinn­ar í gær að hún væri sann­færð um að franska þjóðin myndi fylgja í kjöl­far Breta og Banda­ríkja­manna.

Mar­ine Le Pen ætl­ar, ef hún verður kjör­in for­seti, að boða til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild Frakka að ESB, líkt og Bret­ar gerðu í sum­ar og end­ur­vekja landa­mæra­eft­ir­lit. Aðspurð um hvaða áhrif kjör henn­ar hefði á heim­inn seg­ir hún að með því væri kom­inn grunn­ur að banda­lagi Frakka, Banda­ríkja­manna og Rússa. Það yrðu góðar frétt­ir fyr­ir heims­friðinn, seg­ir Le Pen.

Valls sagði aðspurður á ráðstefnu í Berlín í morg­un að það væri mögu­leiki að Le Pen yrði næsti for­seti Frakk­lands. Talið er nán­ast full­víst að hún kom­ist í aðra um­ferð kosn­ing­anna þegar kosið er á milli þeirra tveggja fram­bjóðenda sem fá flest at­kvæði í fyrri um­ferðinni.

„Þetta þýðir að valda­jafn­vægið í stjórn­mál­um mun riðlast full­kom­lega,“ seg­ir­ Valls og var­ar við hætt­unni sem fylgi skoðunum öfga­hægrimanna."

Kerfið bregst öndvert við eins og öll kerfi gera. Hér á landi er hreinlega bannað að efast um að EES samningurinn hafi fært okkur annað en tóma sælu. Frjálst flæði fólks og fjármagns um opin landamæri séu ófrávíkjanleg grunnatriði. Það má ekki stinga upp á að sveigja eitt eða neitt eins og mörg önnur lönd gera þegar í sjálfsvarnarskyni. Þá skal Ísland vera kaþólskara en páfinn og herða á  öllu sem varað hefur verið við, hvort sem það heitir innflutningur á hráu keti eða moskubyggingar.

En í moskum er prédikað á máli sem varla nokkur innlendur skilur. Hvaða boðskapur flýtur með hafa stærri þjóðir látið sig varða. Stjórnmálahreyfing í okkar landi sem starfar á öðru tungumáli en okkar eigin er okkur framandi. En hún getur samt náð  leiðandi áhrifum ef henni eru sköpuð vaxtarskilyrði með okkar fé og skilyrðum. 

Þjóðernishreyfingar eru því í framrás allstaðar. Fólk vill halda atvinnu sinni í nærumhverfi sínu og sínum gömlu kristnu gildum. Það vill ekki éta innflutt rottukjöt í dósum þá það sé miklu ódýrara en innlend fæða sem framleidd er af innlendum höndum. Fólkið hugsar um störfin sem hafa horfið frá því vegna þess að sköpuð hafa verið störf í Kína og að þar sé mikill hagvöxtur vegna viðskiptafrelsisins. 

Kerfið berst um á hæl og hnakka og skyrpir ásökunum um fasisma og rasisma um allt. En hlustar fólkið?

Það er undiralda um allan hinn vestræna heim um að fólkið vilji verja sig gegn purkunarleysi peningaaflanna.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband