Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2016
6.11.2016 | 13:55
Trump eða Hillary?
það er spurningin?
Ég er alls ekki mjög hrifinn af mörgu sem herra Trump hefur látið sér um munn fara.En ég verð að viðurkenna að hann kann að tala svo sem fólk vill heyra. Þess vegna sleppur hann úr hverri óskiljanlegri klemmunni af annarri.
En að vera að nugga honum karlinum á áttræðisaldri upp úr einhverri gamalli vitleysu sem höfð var eftir honum einhvern tímann fyrir löngu um kerlingamál, það hefur fráleitt með það að gera hvernig hann muni reynast. Hvort hann hafi ennþá einhverja náttúru skiptir minna máli en hvað hann ætlar að gera sem Forseti.
Trump segist ætla að breyta mörgu sem Bandaríkjamönnum líkar. Vill endurreisa gömlu landnemagildin sem mörgum finnst hafa tapast. Og það sem er gott fyrir Bandaríkin er gott fyrir allan heiminn.
Frú Hildiríður(nú verður einhver femínistinn vitlaus yfir að ég sé að uppnefna hana) verður sjötug á næsta ári svo varla er hún mikið að spekúlera í beðmálum lengur frekar en hann Dónaldur.
Hvað hún geti gert fyrir Bandaríkin og heiminn er bara það sem kjósendur spyrja að. Verður hún framhald af utanríkisstefnu Obama eða kemst ný hugsun að í Hvítahúsinu með henni sem Forseta. En þó margir séu ekkert sérlega ánægðir með störf hennar sem utanríkisráðherra,einkanlega í arabiska vorinu, þá er hún vön í stjórnsýslunni.
Ég er víst búinn að segja að ég styðji Trump umfram Hillary. Ég er fjandann ekkert að bakka með það núna.
Áfram Trump!
(En ég hef nú yfirleitt verið óheppinn í Forsetkosningum allt frá séra Bjarna og upp úr)
5.11.2016 | 21:51
Nýtt í baráttuni?
Er þetta það nýjast nýtt í kosningabaráttunni. Selfie í kjörklefanum með mynd af þér og kjörseðlinum sem þú ert búin að útfylla með bleki? Þá sendir Trump þér 50 dollara.
5.11.2016 | 21:28
Getur einhver bannað þér?
að setja svona í garðinn hjá þér?
Ef þú getur ekki flutt að heiman en átt kærustu(a)og pabbi á lóð? 1 tonn og fýkur ekki.Má hífa burt ef með þarf.
Hann Sigtyggur Páll í Blikkás-Funa veit allt um þetta.
Allt er mögulegt ef hugur og hönd er í sagði Tolli i Síld og Fisk. Tolli hafði oft rétt fyrir sér.
Getur einhver bannað þér að bjarga þér frá kerfiskurfunum?
5.11.2016 | 12:44
Laugardagsfundur
hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi fór fram að vanda þótt ekkert fyrirmenni hefði boðað komu sína. Á þriðja tug fólks kom samt og voru menn beðnir að segja eitthvað í pontu sem þeim dytti hug.
Fram kom mikið traust á formanni flokksins Bjarna Benediktssyni.Fólk var sammála um að hann hefði leitt flokkinn afburða vel í kosningabaráttunni og fólk treysti honum í stjórnarmyndunarviðræðunum sem yfir standa. Undirstrikuðu fundarmenn þetta með dynjandi lófataki.
Mörg sjónarmið komu fram um möguleg stjórnarmynstur. Einn taldi það myndi vera gott í komandi kjaraviðræðum að hafa Katrínu Jakobs í hlutverki forsætisráðherra. Hún væri þá brimbrjótur stjórnarinnar sem væri hugsanlega stjórnkænska og Bjarni yrði þá áfram fjármálaráðherra. Út á við yrði þetta lyftistöng fyrir Ísland með fleiri konur í stjórninni.
Menn ræddu sögu Sjálfstæðisflokksins. Einn taldi stjórnkerfið gjalda gamals hringsnúnings flokksins í virðisaukaskattsmálum þegar ferðamannaiðnaðurinn skilaði ekki þeim tekjum sem hann gæti vegna gamalla ráðstafana. Við hefðum látið bankana fara á hausinn í stað Þessa að prenta handa þeim næga peninga eins og annarsstaðar var gert. Við værum í dag að borga kostnaðinn af þessu með hærri vöxtum sem við réðum ekki við.
Annar benti á að lífeyrissjóðakerfið væri ekki einboðið rétt þegar kæmi að vaxtagreiðslum. Unga fólkið gæti ekki tekið lán á þeim vöxtum sem eldri sjóðsfélagarnir krefðust fyrir sig og sinn lífeyri. Það væri grundvöllur umræðunnar þegar fólk vildi taka upp aðra mynt eða binda krónuna við erlendan gjaldmiðil. Gjaldfærslur sveitarfélaganna á lífeyrisskuldbindingum, jafnvel uppsafnaðar, væru hrikalegar og hefði mikil áhrif á gæði þjónustunnar.
Spurningar komu upp um lífeyrissjóðakerfið í heild. Hvort rétt væri yfirleitt að viðhalda því í núverandi mynd. Hvað þá að magna það upp ennfremur eins og ráðgert er. Hvort það væri hið eina rétta með öllu því misræmi sem þar er að finna?
Hinn leitandi andi var sannarlega viðstaddur þennan fund hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi þó að kosningaspenningurinn væri að mestu liðinn hjá. Fundarmenn voru sammála um að flokknum hefði gengið vel í kosningunum þegar hann leiddi í öllum kjördæmum. Fólkið hefði hafnað vinstri stjórn og kallað á Sjálfstæðisflokkinn til að verða kjölfestuna á komandi tíma.
Framundan væru alvarlegir tímar erfiðra kjaraviðræðna sem enginn sæi hvernig fara myndu. Nýfallin Kjaradómur hefði ekki verið góð byrjun á þeim viðfangsefnum.
Einn ræðumaður spurði þeirrar óþægilegu spurningar hvort enginn hefði virkilega séð þetta fyrir með Kjaradóm og áhrif hans?Íslenskir stjórnmálamenn eyddu mestri sinni orku í efnahagsráðstafanir sem væru afleiðing af kjaramálum. Erlendis væri þetta ekki svo. Þær fengjust menn við brýnni mál.
Þessi Laugardagsfundur varð betri en enginn að dómi bloggarans.
4.11.2016 | 23:16
Jón Ólafsson ritstjóri
Máninn hátt á himni skín, hrímfölur og grár.
Líf og tími líður og liðið er nú ár.
Bregðum blysum á loft bleik þau lýsa um grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn og hratt flýr stund.
Kyndla vora hefjum hátt, horfið kveðjum ár.
Dátt hér dansinn stígum dunar ísinn grár.
Bregðum blysum á loft bleik lýsa um grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn og hratt flýr stund.
Nú er veður næsta frítt, nóttin er svo blíð.
Blaktir blys í vindi, blaktir líf í tíð.
Bregðum blysum á loft bleik lýsa um grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn og hratt flýr stund.
Komi hver sem koma vill! Komdu nýja ár.
Dönsum dátt á svelli, dunar ísinn blár.
Bregðum blysum á loft bleik lýsa um grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn og hratt flýr stund.
Fær þú unað, yndi' og heill öllum vættum lands.
Stutt er stund að líða, stígum þétt vorn dans.
Bregðum blysum á loft bleik lýsa um grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn og hratt flýr stund.
Máninn hátt á himni skín, hrímfölur og grár.
Líf og tími líður og liðið er nú ár.
Bregðum blysum á loft bleik lýsa um grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn og hverfur stund.
Lag: Færeyskt Þjóðlag
Texti: Jón Ólafsson
sköp hafa því skipt, ég má
skrifa til að lifa."
Ég átti bara eitt þarflegt þing,
og það var góður kjaftur."
4.11.2016 | 22:45
Ferð Hákonar til Alaska 1945
hefur áreiðanlega verið afdrifaríkari en ferð afa hans Jóns Ólafssonar meira en hálfri öld fyrr. En Jón fór þangað ævintýraferð í þeim tilgangi að finna land þangað sem hann gæti flutt alla Íslendinga til að frelsa þá frá dönsku djöflunum sem kúguðu alþýðuna að hans mati eins og Íslendingar lásu skammstöfunina DDPA, merki danska steinolíufélagsins. Nema Íslendingar vildu hvergi fara og Jón kom seinna aftur sjálfur til landsins og bar þar beinin 1916 66 ára gamall.
Ég rakst á gamlar minningar um Hákon föðurbróðir minn Bjarnason skógræktarstjóra Ríkisins og ferð hans til Alaska í stríðslok. Það er ástæða til að minnast þess að hann kom þá með Lúpínuna 3. nóvember 1945. Lúpínan er því orðin 71 árs í landinu. Samt eru þeir Íslendingar til sem amast við henni af því að hún sé ekki innfædd. Ef til vill sama fólkið og vill opna hér landamærin fyrir hverskyns flóttafólki frá framandi löndum en þolir ekki bláar Lúpínubreiðurnar sem leggja undir sig nauðbitin holt og grjót í nágrenni Reykjavíkur og víðar.
Í blaðagrein sem Hákon Bjarnason skrifaði í Tímann 18. desember 1952 segir svo:
Með aukinni þekkingu á náttúrunni og lögmálum lífsins verður mönnum æ ljósara, hve mjög einstaklingar og þjóðfélög eru háð umhverfi sínu, hversu gróður og dýralíf, jarðvegur og veðrátta, ræður allri þróun mannkynsins.
Hið gamla hreystiyrði, að maðurinn sé herra jarðarinnar, á sér enga staði. Hitt er sannara, að hann er skilgetið barn móður jarðar, og hann hlýtur því að verða að haga sér samkvæmt boði hennar. Að öðrum kosti verður hann ánauðugur þræll umhverfis síns og aðstæðna, leiðir ógæfu yfir sig en tortímingu yfir afkvæmi sín.
Morgunblaðið rifjar í dag upp í dálki sínum, Þetta gerðist að hinn 3. nóvember 1945 hafi Hákon Bjarnason, þáverandi skógræktarstjóri, komið heim úr þriggja mánaða ferð til Alaska og haft meðferðis fræ af lúpínu sem óx þar villt um allt, eins og hann sagði í viðtali við blaðið. Þetta muni vera upphaf lúpínuræktar hérlendis.
Þremur dögum síðar, 6. nóvember 1945, birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem rætt er við Hákon sem segist í spjalli við blaðið vera sannfærðari um það en áður að í engu betra loftslagi í Alaska en íslenska loftslagið er, vaxi stórfelldir skógar, einkum af sitkagreni. Þar vestra sé líka miklu meiri fjölbreytni í gróðri en hér, finna megi ný fóðurgrös og fjölda nýrra trjátegunda.
Þá segir Hákon orðrétt: Lúpinutegund eina tók jeg með mjer, t.d. sem vex villt um alt, og nær miklum þroska.
HÁKON BJARNASON skógræktarstjóri er mjög ánægður yfir ferð sína til Alaska. Hann er kominn heim eftir 3 mánaða ferð, sannfærðari en áður um framtíðarmöguleika íslenskrar skógræktar.
Hann kom hingað loftleiðis á laugardaginn var.
Í gær komst hann að orði á þessa leið um það sem fyrir hann hafði borið í Alaska og það sem hann þar hafði komist að raun um í stuttu máli:
Jeg er sannfærðari um það en áður, af því nú hefi jeg sjeð það sjálfur með eigin augum, að í engu betra loftslagi í Alaska, en íslenska loftslagið er, vaxa stórfeldir skógar, einkum af sitkagreni.
Í gróðurríki Alaska eru mikið fleiri plöntutegundir en hjer á landi, þó loftslag sje mjög svipað. Geri jeg ráð fyrir að þar sjeu þrefalt fleiri tegundir en hjer á landi. Margar ættir eru til þar, sem als ekki eru til hjer. En af þeim ættum, sem eru til á báðum stöðunum, eru mikið fleiri tegundir þar en hjer. Þar eru t.d. 7 tegundir af melgrasi, en aðeins ein hjer. - Þarna vestur frá ættum við að geta fundið og flutt inn hingað ný fóðurgrös.
Að ógleymdu trjáfræinu. - Við vorum saman við fræsöfnun um tíma Vigfús Jakobsson og jeg og höfðum nokkra menn með okkur. Söfnuðum einkum fræi af sitkagreni. Mikið var af fræi á sitkagreninu í sumar. Verður fræið sem við söfnuðum að sjálfsögðu þreskt fyrir vestan. Vonast jeg til að við fáum hingað ca. 100 pund af trjáfræi.
- Hverjar nýjar tegundir tókst þú með þjer?
Jeg á von á einum 15-20 tegundum, sem eru nýjar fyrir Ísland. Meðal þeirra er hávaxinn bláberjarunni, sem jeg er viss um að geti þroskast hjer. Annars er ómögulegt að gera sjer grein fyrir því í fljótu bragði, hve mikið við getum grætt á því í framtíðinni að fá hingað ýmsar plöntutegundir frá Alaska.
Lúpinutegund eina tók jeg með mjer, t.d. sem vex villt um alt, og nær miklum þroska.
- Hvernig er umhorfs í Alaska?
- Það er saga að segja frá því, segir Hákon. Þó ættum við Íslendingar mörgum fremur að geta skilið og gert okkur grein fyrir því, hvernig landið er. - Því það er mjög líkt Íslandi á margan hátt, ef maður hugsar sjer íslensku fjöllin og margfaldar hæð þeirra með þrem og fjórum. Þar eru skriðjöklar og svo hrikaleg fjöll, að það sem hjer sjest af því tagi eru smámunir og sandar við sjó eins og Skeiðarár og Breiðamerku-sandar. Í dal kom jeg með fokjarðvegi, sem minnir mjög á jarðveg og landslag á Rangárvöllum. Nema hvað ábúð landsins hefir ekki enn komið uppblæstri af stað.
- Og fólkið?
- Alveg prýðilegt. - Menn þar vestra vilja alt fyrir okkur gera. Þeim þykir gaman að því að geta greitt götu okkar. Og við munum hafa mikil not af greiðvikni þeirra í framtíðinni. Því áframhaldandi samband við Alaska verður nauðsynlegt fyrir íslenska skógrækt og til mikils gagns fyrir jarðrækt okkar yfirleitt. Það er jeg alveg viss um, segir Hákon af hjartans sannfæringu.
Hákon hélt sambandi við Alaska alla sína embættistíð og á hans vegum fóru ungir skógfræðingar vestur og héldu starfi Hákonar áfram. þeir fluttu hingað nýjar tegundir og kvæmi. Alaskaöspin hefur gerbreytt ásýnd allra íslenskra bæja síðan þetta gerðist.Og Sitkagrenið er drottning barrtrjáa í íslenskri mold. Innflytjandi eins og landi hennar Alaskalúpínan sem er sannkallað þjóðarblóm Íslendinga.
Margir halda því fram að starf Hákonar fyrir Ísland hafi gert landið betra en það var áður.
Myndi ekki einhverjir óska sér að hljóta slík eftirmæli?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2016 | 15:41
Sýrlenskar konur vopnast
til að drepa ISIS liða.
Frétt í "The Foreign Desk skýrir frá því að 7 -10,000 konur hafi myndað herflokka til að berjast gegn hryllingnum sem ISIS er.
Vonandi bera þjóðir heims gæfu til að styðja við þessar hetjur sem eiga flestar harma að hefna gegn ISIS.
Sýrlenskar konur ætla að standa sig gegn karlaveldinu sem sýnist hafa flest mistekist í því landi til þessa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.11.2016 | 08:57
Áætlanir Dags B.
um bjarta fjárhagsfamtíð Reykjavíkurborgar hafa nú verið birtar. Miðað við það hvernig fyrri áætlanir hans hafa staðist er ástæða til þess að vona hið besta.
Staksteinar hafa eftirfarandi úr Andríki:
"Andríki bendir á að margtuggin klisja fékk nýja merkingu í kosningunum: 
Hrun Samfylkingarinnar í kosningunum um helgina var algerlega ótrúlegt.  Stærð þess sést kannski ekki síst á þeirri stað- reynd að flokkur borgarstjóra á ekki einn einasta þingmann í Reykjavík.  Og ef menn vilja gera sér grein fyrir hversu ótrúleg sú staðreynd er þá ættu þeir að hugsa til þess að þegar Ólafur F. Magnússon varð borgarstjóri í Reykjavík var hann borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins. Og jafnvel Frjálslyndi flokkurinn átti þá þingmann í Reykjavík.
 Í Reykjavíkurkjördæmunum báðum og Suðvesturkjördæmi voru alls 160.000 manns á kjörskrá og þaðan koma 35 þingmenn.  Þar á Samfylkingin engan þingmann.  Þetta eru sveitarfélögin Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes.  En ekkert af þessu mun draga úr sannfæringu Samfylkingarmanna þegar þeir tala í nafni þjóðarinnar. 
Samfylkingarmenn skynja margir að meirihlutinn í Reykjavík er þeirra helsti dragbítur."
Í Reykjavík var Dagur B. kosinn frá í síðustu kosningum. Þá komu Píratar til bjargar og settu hann yfir Reykvíkinga aftur gegn fremur lítilli dúsu.
Reykvíkingar sitja því uppi með sinn Dag og hans talnaturna. Langt er enn til kjördags og margt sem Dagur á eftir að framkvæma af sínum hugsjónum.
Reykjavík er því eins og rauðleit eyja sem flýtur í bláu hafi sveitarfélaganna í kring. Breiðholtsvandamálin hrannast upp og fyrri vetur er tæpast liðinn í gatnakerfinu þegar þessi byrjar. Og Jón Þór Pírati farinn úr malbikinu niður á þing.
Áætlanir Dags B. varðandi fjárhagslegu framtíðina eru traustar sem fyrr og sjálfur er hann ímynd bjartsýninnar sem fáir bera brigður á svo heyrist.
4.11.2016 | 08:27
Vatnaskil vinstrimanna
eru líklega nákvæmlega núna.
Samfylkingarbræðingurinn hefur runnið sitt skeið á enda. Ég finn til samúðar með Oddnýju og útfararstjóranum Loga. Voru þau Össur, Jóhanna og Ingibjörg Sólrún ekki hin eitruðu peð sem leiddu Samfylkinguna til grafar?
Stendur ekki VG frammi fyrir því núna að geta fengið að leiða vinstra fólk til áhrifa í íslenskum stjórnmálum á ný? Ef þau geta komist út fyrir hinn gamla hugarheim sinn þá gefst þeim hugsanlega tækifæri til að safna sálum sanntrúaðra saman í jarðbundinn demókrataflokk sem fólk fer að virða sem alvöru stjórnmálaflokk fremur en sérvitringaklúbb Steingríms Jóhanns og Björns Vals Gíslasonar?
Hefur ekki Katrín Jakobsdóttir nú tækifæri til að hefja flokkinn upp til afgerandi áhrifa í komandi kjaraviðræðum sem bíða við sjóndeildarhringinn sem ógnandi þrumuský? Samstarf hennar við jarðbundnari menn og yfirvegaða eins og Bjarna og Sigurð Inga gætu gert hana að þeim ábyrga stjórnmálamanni sem vinstri menn vantar svo sárlega eftir öfgatíðina? Skilað þjóðinni nýjum fjórflokki sem hana sárvantar í stað kraðaksins?
Gætu ekki verið vatnaskil vinstrimanna framundan?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2016 | 09:30
Enn hagræðir Þorvaldur
sannleikanum. Hann sakar fráfarandi stjórnarflokka um að hafa fjögur sæti umfram fylgi sitt vegna misvægis atkvæða.
Hið rétta er að reikna þau atkvæði sem ekki nýttust til að koma mönnum á þing með auðum og ógildum.
Þau atkvæði sem nýttust til að kjósa menn á þing eru 178.737.
Af þeim fengu S,V,P og A 82.086 atkv. eða 45.93 %
Af þeim fengu D og B fengu 76.781 atkv. eða 42.96 %.
D og B fengu 46 % þingmanna eða 29 þingmenn.
S,V,P,A fengu 27 þingmenn í stað 28 heila þingmenn sem þeir hefðu átt að fá ef atkvæði vægju jafnt.(þeir áttu langt inn í næsta.)
Þeir hefðu því átt að fá einum heilum þingmanni meira en ekki fjóra eins og prófessor doktor Þorvaldur heldur fram.
Aðrir talnaturnar hans og tölur um meirihluta kjósenda í ógildu kosningunum hér um árið í stað hundraðshluta kjósenda á kjörskrá eru byggðir á venjulegum orðaleikjum hans. En mikill minnihluti samþykkti það sem Þorvaldur telur þjóðarsamþykki.
En við Þorvaldur erum áfram samherjar í baráttunni fyrir jöfnun atkvæðisréttar en það er önnur saga.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko