Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2016

Bjarni er með boltann

og ég held að hann skori fljótlega.

Ekki ætla ég að fara að setja honum fyrir. En ég er búinn með sjálfum mér að telja upp í 39 sem mínar óskir.

Ég held að þetta flokkafólk skilji flest um hvað pólitík snýst og setji meiri hagsmuni ofar minni eða tilfinningum. Það kann að taka tíma að tala um fyrir þeim sem tregastir eru en það hefst nú oftast.

En Bjarni er með boltann og brunar upp völlinn!


Framhald samningaviðræðna við ESB?

er sú spurning sem ESB flokkarnir eru andsetnir af. Þeir vilja ekki láta kjósa um það hvort þjóðin vilji ganga í ESB heldur eigi hún að kjósa um það hvort samningaviðræðunum sem vinstri stjórnin hóf upp á sitt eindæmi, eigi að takast upp aftur.

Leiðari Mogga tekur þetta fyrir í dag. Þar segir m.a.:

"...Engu að síður eru þeir enn til á þingi sem reyna að villa um fyrir fólki og halda því fram að sækja eigi um aðild og sjá hvað kemur út úr „samningaviðræðunum“ eins og þeir kjósa að kalla aðlögunarviðræðurnar sem Evrópusambandið býður umsóknarríkjum upp á.

Þessi málflutningur heldur áfram þrátt fyrir að vinstri stjórnin hafi siglt í strand með umsóknina vegna þess að Evrópusambandið býður ekki upp á neinar tilslakanir og honum er líka haldið áfram þrátt fyrir að Evrópusambandið hafi allan tímann talað skýrt um að ekki sé um neitt að semja.

Enn ein staðfesting þessa fékkst á dögunum þegar sr. Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur við Akureyrarkirkju, sendi fyrirspurn til Evrópusambandsins og spurðist fyrir um hvert eðli umsóknar að sambandinu væri.

Spurningar Svavars, í íslenskri þýðingu, voru eftirfarandi: „Þegar ríki ákveður að sækja um inngöngu í Evrópusambandið, lítur sambandið þá á slíka umsókn annað hvort sem 1) fyrirspurn án skuldbindinga þar sem möguleikarnir í boði fyrir umsóknarríkið eru kannaðir og fundnar mögulegar undanþágur frá óhagstæðum hlutum löggjafar Evrópusambandsins eða 2) yfirlýsingu um vilja umsækjandans til þess að ganga í sambandið í samræmi við lögformlegt fyrirkomulag inngöngu í það?“

Þessar spurningar eru skýrar og svar Evrópusambandsins var ekki síður skýrt:

„Reglur Evrópusambandsins sem slíkar (einnig þekktar sem acquis) eru óumsemjanlegar; þær verður að lögleiða og innleiða af umsóknarríkinu.

Inngönguviðræður snúast í raun um það að samþykkja hvenær og með hvaða hætti umsóknarríkið tekur upp og innleiðir með árangursríkum hætti allt regluverk ESB og stefnur. Inngönguviðræður snúast um skilyrði og tímasetningu upptöku, innleiðingar og framkvæmdar gildandi laga og reglna ESB.

Hafa ber í huga að ESB starfrækir víðtækt samþykktarferli sem sér til þess að ný ríki eru aðeins samþykkt þegar þau geta sýnt fram á það að þau muni og geti sinnt hlutverki sínu sem fullgildir aðilar, það er með því að uppfylla allar reglur ESB og staðla, hafa samþykki stofnana sambandsins og ríkja þess og með því að hafa samþykki eigin borgara – annað hvort í gegnum samþykki þjóðþinga þeirra eða þjóðaratkvæði.“

Ég undrast það hversvegna ESB-flokkarnir okkar geta ekki skilið þetta?

Hvernig á að greiða atkvæði um hluti sem ekki eru til umræðu hjá mótaðilanum?

Sjávarútvegskaflann varð aldrei opnaður þar sem um hann verður ekki samið af hálfu ESB. Aðeins tímabundar frestanir koma til greina.

Þarf ekki að spyrja fyrst: Vill þjóðin yfirleitt ganga í ESB? 

 


Stormskerið

segir í reynd allt í Mogga í sag sem ég vildi hafa sagt um pólitíkina. Hann setur þetta hinsvegar svo skemmtilega og einfalt fram að ég finn til glöggt til vanmáttar. Mér finnst þetta klassík og set það hér á bloggið af því að enginn les Moggann að því að þeir vinstri menn segja og þá þarf ég ekki að fletta samlede værker Sverris í hvert sinn sem ég þarf að sjá þetta aftur.Ég sleppi því að feitletra en bið menn að lesa þetta hægt og njóta hverrar setningar.

Sverrir segir:

 

"Þegar fólk áttaði sig á því að veruleg hætta væri á því að önnur hrein og tær vinstri norræn velferðarstjórn væri í burðarliðnum með ófyrirsjáanlegum hroðalegum afleiðingum fyrir land og þjóð þá hryllti það sig og saup hveljur og flykktist yfir til að-almóteitursins, Sjálfstæðisflokksins, og veitti honum brautargengi.

Fólk vill nefnilega frekar hæfa og góða og gegna grímulausa mafíósa sem eru með spillinguna uppi á borðum heldur en óhæfa vinstrisinnissjúka undirförula svikula baktjaldamakkandi pukrara með allt sitt öfgafemínistakommalufsurétttrúnaðarruglumbull.

Fátt um fína drætti

Það fór því sem ég spáði að Sjálfstæðisflokkurinn myndi verða sigurvegari kosninganna og fá stjórnarmyndunarumboðið. Sem er gott, því fjölmargt giftusamlegt hefur hann gert á þessu kjörtímabili. Bjarna Ben hlýtur að takast að baka og skreyta þokkalega stjórn.

Ólíklegt að hann bíði í ofvæni eftir því að hefja viðræður við Vinstri græningja og gera Steingrím J. að fjármálaráðherra. Hann hlýtur að horfa í aðrar áttir þegar kemur að því að finna heppilega samstarfsfélaga.

Bensi frændi, formaður Við-rekstrar, hlýtur að koma til álita svo og þau í Bjartri framtíð þó svo að enginn viti fyrir hvað þau standa og síst þau sjálf, nema hvað þau segjast vilja iðka öðruvísi stjórnmál sem þau gera ekki, og stilla einhverjar klukkur, sem þau gera ekki heldur. Virðast vera soldið á eftir tímanum.

Jú og svo vilja þau að Íslendingar verði orðnir 800 þúsund árið 2050. Semsé no borders-stefnan. Nema að þau séu sjálf svona afkastamikil.

Efast um að Bjarni kippi Framsókn inn á völlinn því flokkurinn var eiginlega baulaður út af í kosningunum.

En aldrei að vita. Ég veit um fjölmarga sem hættu við að kjósa Framsókn eftir að Sigmundi Davíð var dúndrað úr formannsstólnum með svindli og svínaríi. Ekkert smáræðis magn af hnífasettum og kjötsöxum sem sá góði drengur hefur í bakinu.

Það er slæmt að Simbi skuli vera úti í kuldanum því hann stofnaði ekki bara Wintris heldur gerði hann marga aðra góða hluti fyrir land og lýð sem ber að þakka.

Pí-ratar og litla svarta Samfó

Vinstri fjórflokkurinn, sem var farinn að mynda ríkisstjórn fyrir kosningar með Pírata í broddi fylkingar, rétt slefaði yfir 40% og hefði þurft allmarga kommúnistasmá-flokka í viðbót til að geta klastrað saman nógu ógæfulegri vinstristjórn.

Það var þessu lítt ígrundaða útspili Prímata að þakka að við fáum ekki yfir okkur borgarstjórnarmeirihlutaflokkana á landsvísu. Pýramídar komu nefnilega þarna endanlega út úr skápnum sem vinstrihreyfing og múlbundu sig við Vinstri grama,

Bjarta framtíð og litlu svörtu Samfó –góðafólksflokkana sem vilja galopin landamæri o.s.frv. eins og þeir. Fólki varð skiljanlega flökurt og gerði allt til að koma í veg fyrir myndun slíkrar hreinnar og tærrar vinstrióstjórnar og hugsaði til þess með hryllingi að fá yfir sig sömu flokkana og vinna við það baki brotnu á hverjum Degi að eyðileggja höfuðborgina og götur hennar.

Sjálfstæðisflokkurinn græddi mest á þessari óbærilegu tilhugsun fólks. Þetta er faktískt ástæðan fyrir uppgangi Sjálfstæðisflokksins á lokametrunum og niðurgangi Pírata. Það er því ekki rétt sem Birgitta sagði í viðtali eftir kosningar að Pí-ratar hefðu fengið á sig vinstristimpilinn. Þeir stimpluðu sig sjálfir sem slíka í bak og fyrir og stimpluðu sig einfaldlega inn sem anarkistulögð vinstrihreyfing.

Það var varla að ástæðulausu að Össur Skarpi sagði að það væri akkúrat enginn munur á Pírötum og Samfylkingu. Semsé enginn munur á krötum og rötum. Hverfandi líkur eru á að Píratar fari í stjórn. Þeir verða því áfram stjórnleysingjar í tvennum skilningi.

Ekki sama hvaðan spillingin kemur

Það var sérkennilegt af Birgittu að segjast neita að vinna með spillingarflokkunum og reyra sig síðan fasta við flokk, sem gengur undir nafninu

Samspillingin, og kommúnistaflokk Kötu Jak og Steingríms Joð sem mér skilst að eigi Íslandsmet í svikum, baktjaldamakki og raðlygum. Pírötum finnst þeir eiga mesta samleið með þessum flokkum, af einhverjum ástæðum, enda studdu þeir (Hreyfingin) af heilum hug Nor-rænulausu helferðarstjórnina sem lá maríneruð í óþverra og spillingu eftir því sem kemur fram í skýrslu meirihluta fjárlaganefndar um einkavæðingu bankanna hina síðari.

Það virðist semsé skipta Pírata höfuðmáli að spillingin komi úr réttri átt, allsekki af hægri vængnum heldur eingöngu þeim vinstri. Þá sé allt í orden. Hvað um það. Fjölmargir kjósendur kveiktu á perunni og því fóru kosningarnar á þennan veg. Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn.

Einu vonbrigðin eru að Íslenska þjófylkingin skyldi hafa slátrað sjálfri sér og að Flokkur fólsins skyldi ekki hafa náð í gegn og að litla svarta Samfó skyldi ekki hafa þurrkast út, enda hefur hún það helst á stefnuskránni að ganga um borð í Titanic (ESB). Það er hennar eini blauti draumur. Skilur ekki að Titanic er á hafsbotni. Mjög blautur draumur það. Ég hélt að þessi flokkur væri nógu djúpt sokkinn fyrir. Að öðru leyti er niðurstaða kosninganna fín. Landið mun allavega haldast á floti fram að næsta hruni."

Er þetta ekki dásamlega skemmtilega skrifað? Verðlaunatexti í pólitík ef sá úthlutunarflokkur væri til?

Stormskerið klikkar varla.


Er þetta kjararáð í lagi?

Á bara að horfa á þetta apparat Kjararáð hella bensíni yfir púðurgeymsluna á vinnumarkaði og kveikja á eldspýtunni?

Af öllu fólki þá stígur Birgitta Jónsdóttir fram og mótmælir þessu. Sömuleiðis Dagur B. Þeir sem þykjast vera alvörupólitíkusar bara steinþegja og sleikja út um.Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn bara að steinhalda sér saman?

Að spíssar þjóðfélagsins skuli ganga óátalið á undan í launatöku og BSRB skuli hafa forystu í kröfugerð á vinnumarkaði er þvílíkur fáránleiki að manni ofbýður. Er núna enginn að tala um stöðugleikann  lengur? 

Mér finnst að úrskurðir Kjararáðs og samningar við BSRB megi aldrei koma nema á eftir almennum kjarasamningum en ekki á undan þeim. Eins og þetta sem er nú að gerast í annað sinn á stuttum tíma þá finnst manni þetta fyrirkomulag og tímasetning vera hrein heimska.

Ég segi nú bara núna:

Bravó fyrir Birgittu!

Þessi frétt er sú versta sem ég hef fengið lengi.

Ég vildi að Bjarni og hinir betri menn í stjórninni  myndu gera eitthvað raunhæft í þessu.Spíssi þetta kjararáð af með nýjum reglum.  


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband