Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2016
11.11.2016 | 08:37
Katrín myndi stjórn
er krafa fólksins í flokkunum fimm nema Pírata sem vilja síður þurfa að taka afstöðu frekar en stundum áður. Þeir munu líklega verða verndarar stjórnarinnar án ráðuneyta.
Líklega er þetta sá leikur verður að leika til að friðþægja krökkunum vinstri grænu. Hrökkvi þessi tilraun upp af standinum þá getur Katrín alltaf sagt við þá að hún hafi þó reynt til þrautar að forðast íhaldið og framsókn.
Hugsanlega liggur heldur ekkert á og allt í lagi að horfa þennan leik leikinn til enda traustur meirihluti 34 þingmanna í boði. Einhverjar kattasmalanir kunna að verða nauðsynlegar hjá Katrínu en Jóhanna sýndi það að allt er víst betra en íhaldið og hægt er að sitja í 4 ár ef viljinn er fyrir hendi.
Katrín myndi stjórnina.
10.11.2016 | 09:01
Hjálpræðisherinn
er víst ekki til sem trúfélag í augum meirihlutans í Borgarstjórn. En Wahabistar í SaudiArabíu eru það og þeim skulu gjafir gefnar úr hjarta Reykjavíkur.
Hverjir þessarra skyldu til þessa hafa lagt meira til fátækra í okkar samfélagi? Var allt starf Hjálpæðishersins í hundrað ár í Reykjavík þess eðlis að Herkastalinn skuli mölvaður niður og starfsemin flutt brott undir minjavernd Hjálmars?
Þurfa Reykvíkingar að þola þessa stjórn í nærri tvö ár í viðbót? Undirskriftasöfnun virðist vera sem blærinn í laufi fyrir þessu fólki sbr. Flugvallarsöfnunin. Er svarið bara meira þolgæði og þreyjan eftir þrjúþúsund leiguíbúðum við Dagmál?
9.11.2016 | 21:11
Sigurræða Trumps
er þess virði að hlusta á. Allt annar maður en birtist okkur í hita leiksins. Auðmjúkur, einbeittur í að standa sig. Hún er á youtube.com.
Kosningabaráttan var ekki venjuleg kosningabarátta segir hann í ræðunni. Hún var fjöldahreyfing. Ég mun standa fyrir sanngirni gagnvart öllum mönnum og þjóðum. Ég mun ekki valda ykkur vonbrigðum.
Ég myndi ráðleggja fréttamönnum RÚV að hlusta á þessa ræðu hvort sem þeir eru færir um að skilja hana eða ekki. Trump Bandaríkjaforseti er þó staðreynd sem þeir sem aðrir verða að lifa með. Ég held að Trump eigi eftir að koma á óvart eins og Reagan gerði.
Sigurræðan sýnir okkur manninn á bak við allar æsingarnar. Trump er einlægur Bandaríkjamaður sem elskar land sitt og þjóð svo mikið er víst. Hann mun virða hvorutveggja og fara vel með.
Þannig skil ég sigurræðu Trumps.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2016 | 19:43
RUV við sama heygarðshornið
og gátu ekki setið á sér þegar þeir urðu að skýra frá því að Donald Trump hefði verið kjörinn Forseti Bandaríkjanna. Ógeðið á öllum fréttamönnunum var augsýnileg úr langri fjarlægð.
Það var að vonum að þeir settu rauðan borða yfir þveran skjáinn:
"Bandaríska þjóðin klofin"
Bein upptugga eftir Hillary Clinton þegar hún tapaði.
Ég held að íslenska þjóðin sé meira klofin en hin bandaríska þegar kemur að afstöðunni til RÚV sem dælir yfir okkur svona áróðri sínkt og heilagt. Skylduáskrift af þessari hlutdrægu stöð er eitthvað sem er óþolandi með öllu. Henni er lifandis ómögulegt að segja frá nokkrum hlut á hlutlægan hátt vegna stjórnmálaskoðana hluta starfsfólksins.
Bandarikin eru nú undir nýrri forystu eftir nærri áratugar óstjórn demokrata þar sem Hillary lét eitt lykilhlutverkið.
Ég held að Trump eigi eftir að koma á óvart í því að draga úr alþjóðaspennu milli Rússa og Bandaríkjanna. Hann mun líklega ekki láta skrifræðiskommisarana í Brussel beygja sig og láta þá axla sinn hluta af þeirri sameiginlegu ábyrgð sem þeir hafa aldrei gert eins og í Bosníu til dæmis síðast.
Leyfum Donald Trump að sanna sig áður en við förum að lepja upp kommaáróðurinn hráan úr svona hlutlægri fréttaveitu eins og RÚV er orðið af dvölinni við sama vinstra heygarðshornið svona lengi.
8.11.2016 | 22:52
Trump vinnur
er bloogfærsla sem ég set hér núna.
Mikið lifandis skelfing er auðvelt og ábyrgðarlaust að vera bloggari. Ef maður skrifar dellu þá bara leiðréttir maður og þetta gleymist alveg að maður var og er asni í pólitík. Já í grunninn tungulangur bjálfi sem heldur að hann sé svona klár.En maður skemmtir kannski einhverjum sem hlæja eða skæla.
Þurfi ég að breyta þessu í fyrramálið þá það og allir vita þegar frá líður að ég er og verð forspár maður. Sagði ég ekki alltaf hver myndi vinna?
Clinton vinnur auðvitað allskyns sigra og Trump líka?
Sem bloggari er maður eins og alfræðiorðabók Sovétríkjanna sálugu sem var með útskiptanlegar síður eftir stöðunni í pólitíkinni: Er ekki bloggið bara eins? Það er fjandann enginn sem getur sagt eftir hálft ár að ég hafi ekki verið forspár ef hvergi finnst tangur né tetur af því að ég hafi einhvern tímann skrifað eitthvað annað?
Það verður fljótlega búið að skipta um síðurnar að sovéskri fyrirmynd hjá þessum bloggara nema ef Trump skyldi vinna.
7.11.2016 | 18:21
Hvar er maður eiginlega staddur?
finnst mér Ögmundur Jónasson spyrja sjálfan sig á vefsíðu sinni þegar hann veltir fyrir hvernig Viðreisnarforkólfarnir skilgreina sjálfa sig.
Ögmundur segir m.a:
"....
Ég hef hingað til talið mína pólitík vera sæmilega hófstillta. Ég hef ekki viljað selja almannaeignir í hendur gróðaafla og viljað standa vörð um náttúruna, stuðla að jöfnuði í samfélaginu, velferðarkerfi sem ekki mismunar og að réttindi minnihlutahópa væru jafnan virt.
Mér hefur fundist ég vera eins konar frjálslyndur miðjumaður.
Hægri sinnaðir markaðshyggjumenn hafa á hinn bóginn litið á sjónarmið mín sem öfgafulla vinstripólitík og hef ég látið mér það í léttu rúmi liggja enda alltaf viljað gangast við vinstri sinnuðum sjónarmiðum mínum af fyrrgreindum toga. Ég hef einnig vel getað fallist á að líta á þá sem miðjumenn sem er sama hvor leiðin farin er, einkavæðing eða almannavæðing, samkeppni eða samvinna.
Þannig hefur til dæmis Framsókn viljað láta skilgreina sig - opin í báða enda. Á grundvelli afstöðuleysis til átakamálanna hefur Framsókn fundið út að miðjan hljóti að skilgreinast sem værukærð og afstöðuleysi, alla vega að því marki að geta unað við hvora niðurstöðuna sem er, þótt ég verði að játa að mér finnist Framsókn ekki gera sjálfri sér hátt undir höfði með slíku tali og eiga reyndar miklu betra skilið í ljósi hugsjónabaráttu samvinnumanna innan hennar vébanda í gegnum tíðina. En þannig hafa framsóknarmenn engu að siður viljað hafa þetta, vera miðjumenn.
En nú semsagt eru frjálshyggjumennirnir Pawel, Þorsteinn Víglundsson, SA forstjóri, og Benedikt formaður líka orðnir miðjumenn og Hanna Katrín Friðriksson, sem getur ekki beðið eftir skipulagsbreytingum" í heilbrigðiskerfinu, er líka þarna á róli; allt þetta fólk sýnist mér hætt að vilja gangast við sjálfu sér, hætt að vera til hægri eða aðhyllast ýtrustu markaðshyggju, nú er það bara miðjufólk og ekki nóg með það, "frjálslynt miðjufólk".
Hvar skyldi ég nú staðsetjast á þessu nýja pólitíska landakorti? Svei mér þá, lái mér hver sem vill, alveg er ég að verða kolruglaður eins og henti hana Lísu þegar hún gekk inn í Undraland höfundar síns, Lewis Carroll.
Það verður fróðlegt að skyggnast um í nýju Undralandi íslenskra stjórnmála á komandi tímum þar sem allir eru orðnir frjálslyndir og gæfir miðjumenn - alla vega á meðan verið er að umbylta velferðarþjóðfélaginu í anda nýuppgötvaðrar hófsemi.
Satt að segja botna ég sjálfur ekkert í þessum flokki Viðreisn. Hvað hann ætlar eiginlega að reisa við? Hvað er svona kirfilega hrunið að Benedikt telur sjálfsagt að Forsetinn feli honum, algerum byrjanda í pólitík, að leiða stjórnarmyndunarviðræður?
Er hann að tala um aðildarviðræðurnar að ESB sem þurfi að reisa við? Er hann að tala um að endurvekja afstöðuna til Icesave þar sem greiðsluvilji Íslendinga hrundi í þjóðaratkvæði? Er hann að tala um að vísa dómi Evrópudómstólsins frá og biðja um að fá að borga Icesave? Við Íslendingar iðrumst svo beisklega á Kúbu norðursins?
Hvað er það sem þarf að reisa við? Benedikt sjálfan? Þorstein Pálsson? Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur?
Hefur ekki formaður stjórnmálaflokks sem hegðar sér af þvílíku óraunsæi sem Benedikt Jóhannesson hefur gert, ekki málað sig út í horn? Má ekki ætla að flestir aðrir kostir hljóti að koma fyrr til skoðunar en þegar farið verður að reisa þessa Viðreisn við?
Ég get alveg tekið undir með Ögmundi Jónassyni að ég hef ekki hugmynd um hvar ég er staddur í pólitíkinni ef Viðreisn er það sem koma skal. Ég hef oft hlustað á Ögmund tala af skynsemi. En hef ég heyrt eitthvað skynsamlegt frá þessu framantalda fólki eftir að þeir reistust svona kirfilega við?
7.11.2016 | 14:34
Er tilhugsun um Sigmund Davíð?
sem ráðherra einhverjum óbærileg? Hann er efsti maður í sínu kjördæmi. Flokkar tilnefna sína menn í ráðherraembætti.Venjan er að efstu menn séu ráðherraefni sina flokka.
Sigmundur Davíð er hæfur maður og hefur ekki orðið uppvís að neinu ósæmilegu. Hann er af mörgum álitinn vera fórnarlamb RÚV, íslensks drullusokks og sænskrar sjónvarpsstöðvar sem hröktu hann úr embætti með lygum og rógi og líklega allt saman fjármagnað af vogunarsjóðunum sem hata hann skiljanlega.
Ég vil ekki láta Framsókn klofna yfir frekar en að fá hér traustan meirihluta 39 þingmanna. Þjóðin vill styrka stöðugleikastjórn sinna mála. Sigmundur Davíð er alveg liðtækur til þess hlutverks. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Steingrímur Jóhann forseti þingsins, Bjarni Benediktsson er sjálfkjörinn fjármálaráðherra.
Drífum í þessu og hættum að ofsækja hann Sigmund Davíð því hann er saklaus og hefur gert þjóðinni margt gott á sínum ferli.
6.11.2016 | 22:37
Kiss me Kate
eða Kysstu mig Kata er bandarískur söngleikur og kvikmynd sem er útgáfa Cole Porters á "Skassið tamið" eftir Shakespeare.
Dettur einhverjum í hug eitthvað betra eða músíkalskara fyrir Sjálfstæðisflokkinn þessa dagana?
Má ekki temja skassið með kossum?
6.11.2016 | 15:22
Tækniframfarirnar
hafa gert ótrúlega hluti fyrir okkar fólk sem við tökum bara ekki eftir.
Hefur nokkur spáð í það hversu miklu auðveldara það er að eignast nýjan bíl núna en það var upp úr síðustu aldamótum?
Vinur minn dr. Kristján Ingvarsson ræðismaður Íslands í Orlando og uppfinningamaður var að spjalla við mig í gær. Í spjallinu sagði hann mér að hann hefði einu sinni á ævinni keypt sér nýjan bíl. Þau Guðrún keyptu Chrysler Voyager fjölskyldubíl sem Guðrún keyrir á ennþá fyrir 13 árum síðan.
Hann kostaði 34.000 dollara sagði Kristján. Við vorum lengi að borga hann en það kláraðist. Hvað kostar svona bíll í dag 13 árum seinna, spurði Kristján? Hann kostar nákvæmlega 34.000 dollara segir hann svo. Alveg eins bíll. Og hvað hefur dollarinn rýrnað mikið á 13 árum spyr hann svo?
Þetta eru bara tækniframfarirnar í bandarískum bílaiðnaði.Róbotar og aukin framleiðni þrátt fyrir miklar kjarabætur verkamanna. Detroit bara tók sig á segir Kristján.
Hvað rýrnaði ekki krónan okkar í hruninu? Núna styrkist hún á ný meðan kaupmátturinn hefur þotið upp? Hvað hefur ekki gerst í sjávarútveginum okkar? Mann hreinlega sundlar að sjá allan vélbúnaðinn og sjálfvirknina á myndum úr þessum nýju húsum sem hefur komið þar inn.
Það er tæknin og sjálfvirknin sem er afleiðing af hugvitinu, sem stendur undir öllum þessum lífskjarabótunum á Vesturlöndum. Allir hafa það betra en þeir höfðu það þó jarmið um annað sé sífellt og sárt.
Heilbrigðiskerfið hefur stórbatnað á 13 árum hvað sem sagt er annað. Það er helst að menntakerfið hafi dregist aftur úr með ásókn tölvuleikja og allskyns vitleysu sem því fylgir að fólk lærir ekki lengur margföldunartöfluna eða hugarreikning sem fylgdi reiknistokkunum. Hvað þá biflíusögur eða kvæði utanað.
Stærðablint fólk reiknar á símann sinn og fær auðveldlega snarvitlausar útkomur þó allir aukastafirnir stemmi. En það getur raðað inn selfies á fésbókina og gert allan fjandann með forritum. Veit allt með hjálp Google. Reiknar það flóknasta með Wolfram Alpha. Og símarnir og netið eru tækniundur sem hafa gert heiminn aðgengilegri fyrir alla.
Ja hérna. Þegar maður hugsar um það. Hvað heimurinn hefur ekki breyst við tækniframfarirnar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2016 | 14:02
Björn Valur, Svandís og Svavar
eru sagðir þeir einstaklingar sem standa í vegi fyrir stjórnarmyndun VG með Bjarna.
Það var svo sem auðvitað að akkúrat þetta fólk ætli að böðlast á þjóðinni. Svavar líklega fullur af hefndarhug í garð þjóðarinnar vegna Icesave, Svandís fylgir pabba og er sjálfsagt ekki föðurbetrungur í pólitískri víðsýni. Björn Valur er bara Björn Valur sem þjóðin þekkir.
Skyldi þetta fáa fólk geta klúðrað þessu öllu fyrir þjóðinni?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko