Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2016

Hvað getur Birgitta?

sem Katrín Jakobsdóttir getur ekki? Hvaða sannfæringakraft hefur hún sem Katrínu skorti svo mjög að hún skilaði af sér stjórnarmyndunarumboðinu? 

Er hún Katrín of raunsæ? Hefur hún Katrín einhverjar þær upplýsingar sem Birgitta hefur ekki? Skortir Katrínu trú á stærðfræðihæfileika Smára McCarthy? Skortir Katrínu sannfæringu fyrir nauðsyn myntráðsins og tafarlauss gengisfalls hjá Benedikt Jóhannessyni flokkseiganda Viðreisnar?

Hvað er Katrín Jakobsdóttir að hugsa um áframhald stefnu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um skóla án aðgreiningar? Hugnast henni óbreytt ástand í skólamálum  í samstarfi við nöfnu sína Gunnarsdóttur? Hvaða afstöðu hefur hún til tillagna oddaflokksins Samfylkingarinnar, um 300 milljarða gjaldtöku af sjávarútveginum til útgreiðslu fyrirfram vaxtabóta?

Er einhver stífla í stjórnarmyndun og yfirburða forystuhæfileikum Birgittu Jónsdóttur sem Katrín Jakobsdóttir er ekki að skilja?

 


Voru kosningaúrslitin?

krafa um það að Samfylkingin skyldi ráða úrslitum hvaða ríkisstjórn yrði mynduð á Íslandi?

Var stjórnamyndun Pírata það sem þjóðin þráði að sjá í 34 atkvæða meirihlutastjórn? 

Mér finnst eiginlega ekki hægt að spyrja Samfylkinguna eina þessarrar spurningar. Ábyrgðin liggur víðar.

Þau sjónarmið heyrast að núverandi stjórnarflokkar hafi tapað kosningunum. 29 á móti 34. En hverjir sigruðu meira en aðrir töpuðu? 

Staðan er fyrir mér einföld. VG heldur á lyklinum af þriggja flokka stjórn með öruggan meirihluta. Þessi lykill hefur verðmiða. Sá verðmiði mun kosta almenning þessa lands fjárútlár og lífskjararýrnun. En hvað er að fást um það við þessar aðstæður?

Verðum við ekki að borga það sem mesta farsældin krefst?

Voru kosningaúrslitin ekki krafa um meiri stöðugleika en stórar kollsteypur?   

 


Eru Íslendingar orðnir ábyrgir?

fyrir andlegri líðan hælsileitenda? Heilbrigði þeirra tímanlegri eða eilífri?

Hvernig ber að skilja prédikun Rauða Krossins um að við verðum að sinna þessum málaflokki?

Erum við Íslendingar orðnir ábyrgir fyrir slæmri líðan milljóna fólks sem býr í verri löndum en Íslandi? Eigum við að taka þetta fólk til okkar og vera ábyrgir fyrir því að því líði betur?


Þvílík hamingja

er það fyrir þjóðina til þess að vita að þeir flokkar sem töpuðu kosningunum skuli sitja við það nætur og daga að berja saman bláþráðs ríkisstjórn sem þjóðin vill alls ekki sjá.Ríkisstjórn sem ætlar að skattleggja og eyða eftir hinni klassísku kratahagfræði, sem gengur nú sér til húðar um allan hinn vestræna heim.

Þetta á að verða sígild vinstri ríkisstjórn sem ætlar að einbeita sér að því að rýra allra hag með nýjum gjöldum,nýjum sköttum og sértækum eignaupptökum. Auk þess að berja landið inn í hið brennandi hús Evrópusambandsins með illu eða góðu. Innan um alþjóðlega alræmt fólk og með áhugaverða akademíska titla. Auglýsingagildið fyrir alþjóð er ákaflega sterkt.

Svo orti Páll Ólafsson þegar frambjóðendur á hans tíð riðu úr hlaði:

Hér í hlaðið rógur reið,

ranglætið og illgirnin.

lygi og smjaður skelltu á skeið.

skárri var það nú fylkingin.

Þvílík hamingja!


Einhliða umburðarlyndi

er orðið nokkuð áberandi í málflutningi elítunnar úr 101, góða fólksins og No Borders liðinu.

Við eigum að vera umburðarlynd gagnvart öllu sem þetta fólk vill upp á okkur troða. En þeir leyfa sér að vaða yfir okkur hin með ofbeldi.

Sigurður Guðmundsson kaupmaður á Akureyri skrifar svo:

"Umburðarlyndi fyrir suma, ekki alla.

Jæja nú eru blessuð jólin að nálgast. Tími þar sem við getum æst okkur yfir því að börn eru flutt nauðug og grátandi í kirkjur landsins á skólatíma. Foreldrar viðkomandi barna fá joðsótt eða skyrbjúg í höfuðið af tilhugsuninni einni að þetta skuli geta gerst á tímum umburðarlyndis og fjölmenningar. Froðufella af vandlætingu og saka presta landsins um að troða trú upp á saklaus börnin. Þetta er auðvitað kjaftæði.

Sömu foreldrar halda jól og gefa hvort öðru gjafir. Snýta sér svo í glanspappírinn á eftir og koma með þá skýringu að jólin séu heiðin siður og hafi ekkert með trú að gera. Horfa svo á Nightmare on Elm street á aðfangadag og trúa í alvörunni að Freddy Kruger sé maðurinn. Mikið er ég þreyttur á þeirri skýringu.

Sl. nokkur hundruð ár hafa jólin verið tengt kristinni trú. Þetta er ekkert flókið. Helstu stuðningsmenn fjölmenningar og kyndilberar annarra trúarbragða eða trúleysis eiga ofboðslega erfitt að sætta sig við þetta. Halda áfram í hræsni sinni að gagnrýna kristna kirkju, þjóna hennar og meðlimi safnaða. Ég veit ekki hvenær er komið nóg.

Einhverra hluta vegna á kristið fólk að vera umburðarlynt gagnvart öllu í kringum sig. Öðrum trúarbrögðum eða trúleysi en má aldrei verða þess aðnjótandi að fá að halda í sína siði og venjur án afskipta Siðmenntar eða annarra andstæðinga kirkjunnar. Þetta skil ég ekki og hef aldrei skilið.

Hræsnin nær nýjum hæðum þegar jólin færast nær og nær okkur og gleðin á að vera á hverju horni. Nei, við skulum eina ferðina enn gera mál vegna heimsókna skólabarna í kirkjur landsins. Hvernig væri að þið hélduð að ykkur höndum, svona einu sinni. Hættið að röfla yfir þessum heimsóknum sem engan skaða. Þær koma flestum í gott skap og skapar stemmingu fyrir jólunum.

Sú hátið var oftast kennd við börnin, sem þið eigið örugglega einhverjar fallegar minningar um úr ykkar eigin æsku. Hvað gerðist síðan veit ég ekki. En endilega látið þennan gleðilega og uppbyggjandi sið í friði.

Lifið heil"

Er þetta ekki málið? Umburðarlyndið er einhliða og við snúumst ekki til varnar gegn afsiðunarprédikurum sem í heimsku sinni geta ekki séð neinn í friði  með sín innri mál. Hversvegna má ég ekki láta annað fólk í friði? Hversvegna lætur þetta lið ekki annað fólk í friði?

Einhliða umburðarlyndi á ekki að líða.

 


840 Hælisleitendur

eru hér staddir til langframa.

Hvað er að í kerfinu hjá okkur? Af hverju er þetta ekki afgreitt?

Hver er ástæðan? Er ekki hægt að fá skýringar á þessu verkleysi?

Má ekki ræða þetta? Hefur elítan einkaleyfi á þessum málaflokki?

Af hverju geta flugfélögin komið með þetta fólk til Íslands, eins allra landa, án nokkurrar ábyrgðar?

Er þetta ekki ómannúðleg meðferð á þessum greyjum? Nægilega slæm til að þeir reyna sjálfsvíg í hrönnum til að öðlast samúð góða fólksins?

 


Jón Magnússon lögmaður

skrifar frábæra grein í Morgunblaðið í dag um nauðsyn raunsæis í umróti tímans. Að mínu mati að minnsta kosti. 

Þar sem mörgum kynni að skjótast yfir hana í meira en 100 síðna Morgnblaðinu þá birti ég hana hér til öryggis.

Hann segir:

"Fróðlegt er að fylgjast með umræðunni í kjölfar sigurs Donald Trump í forsetakosningunum. Þrátt fyrir að fréttaelítan hafi verið á móti honum, tveir fyrrverandi forsetar Repúblikana og stór hluti stjórnmálaelítunnar þá vann hann samt. Sagt var hve ömurlegt, illa menntað og fordómafullt stuðningsfólk Trump væri, en annað kom í ljós.

 

Donald Trump var kosinn forseti með stuðningi meiri hluta hvítra Bandaríkjamanna, jafnt kvenna sem karla. Hann fékk fleiri atkvæði spænskumælandi Bandaríkjamanna en Romney sem var síðast í framboði fyrir Repúblikana og vann fylki sem Repúblikanar hafa ekki unnið í 30 ár.

 

Donald Trump lofaði að taka á spilltri valdaelítu. Reynslan á eftir að sýna hvort hann gerir það. Hann talaði um breytta utanríkisstefnu, sem heldur er ekki vanþörf á. Samvinnu við Rússa sem er rétt greining á því með hvaða hætti verður best unnið gegn hryðjuverkaógninni. Hann talaði um nauðsyn þess að víkja frá stefnu Bush jr. og Obama, sem hefur leitt til þess að Bandaríkin hafa misst traust bandamanna sinna.

 

Mótmæli brutust út eftir að Trump var kosinn. Það er ekki í fyrsta skipti sem úrslitum forsetakosninga er mótmælt. Þegar Ronald Reagan var kosinn urðu mótmæli og elítan taldi þá eins og nú að villimennirnir hefðu brotið niður borgarhliðið og sett fávita í hásætið. Fréttaelítan stimplaði Reagan sem frambjóðanda Disneylands og sagði að hann hefði verið kosinn vegna ástar Bandaríkjamanna á fræga fólkinu. Aðrir sögðu Reagan vera öfgamann sem mundi hrinda af stað þriðju heimsstyrjöldinni og valda heimsendi.

 

Ronald Reagan reyndist einn merkasti forseti Bandaríkjanna. Hann nálgaðist málin með einföldum hætti og valdi úrvalsfólk sem ráðgjafa sína. Hann sagði að Sovétríkin ættu heima á ruslahaugi mannkynssögunnar og hann kom þeim þangað. Reagan setti sér einföld markmið í efnahagsmálum: Lækka skatta, minnka regluverk, láta ríkisstjórnina gera sem minnst til að trufla ekki framfaravilja og dugnað einstaklinganna. Hann var sakaður um að reka glórulausa efnahagsstefnu en samt gekk þetta vel og nýr tími velmegunar og aukinna áhrifa Bandaríkjanna í heimsmálum rann upp.

 

Reagan var gagnrýndur fyrir hugsjónir sínar en enginn efaðist um pólitíska einlægni hans. Hann talaði skýrt út frá mótaðri pólitískri hugmyndafræði.

 

Þetta er rifjað upp vegna þess að viðbrögð ráðandi elítu voru að mörgu leyti lík þegar Reagan var kosinn og nú þegar elítan neitar að sætta sig við kosningu Trump. Mismunur á Reagan og Tump er þó margvíslegur og Reagan hafði víðtæka stjórnmálareynslu þegar hann varð forseti eftir að hafa verið fylkisstjóri í Kaliforníu en Trump hefur enga.

 

Þeir sem á annað borð vilja skoða málin sjá að Trump bendir á ákveðin sannindi sem full ástæða er til að taka tillit til og bregðast við. Hann sakar Kínverja um að halda gjaldmiðli sínum allt of lágum til að draga úr samkeppnishæfni bandarískra fyrirtækja. Hann segir að Evrópuríkin noti Bandaríkin til að greiða niður framlög þeirra til varnarmála og hann gagnrýnir frelsi fjármagnsins til að eyðileggja fyrirtæki í Bandaríkjunum og færa þau þangað sem vinnuaflið fæst á þeim lágmarkslaunum að hægt er að líkja við nútíma þrælahald. Með því séu atvinnutækifæri í Bandaríkjunum eyðilögð og afkoma hundraða þúsunda Bandaríkjamanna. Skrýtið að vinstri elítan skuli gagnrýna þessa skoðun Trump.

 

Trump virðist ekki hafa áhuga eða þekkingu á pólitískri hugmyndafræði. Hvers vænta má af Trump er því mun óræðara en það sem fólk gat séð þegar Reagan var kosinn. Ef til vill hefur Trump hæfileika til að semja í allar áttir og ef til vill velur hann góða ráðgjafa eins og Reagan gerði. Hvað svo sem því líður þá verður elítan að sætta sig við hann og gefa honum tækifæri vilji hún starfa með lýðræðislegum hætti.

 

Því fór fjarri að Donald Trump væri sá frambjóðandi í forkosningum Repúblíkana sem ég vildi sjá sem forseta, en hann hefur að mörgu leyti komið á óvart eftir að hann sigraði og hikar t.d. ekki við að óska eftir aðstoð fólks sem gagnrýndi hann og/eða var andstæðingar hans. Vonandi tekst honum að ná til sín hæfasta fólkinu til að þjónusta bandarísku þjóðina undir sinni stjórn. Vonandi tekst honum líka að deila valdinu eins og Reagan gerði, en það reyndist einstaklega vel vegna hæfileika þeirra sem valdinu var deilt til.

 

Þegar Reagan var sakaður um það að deila valdinu um of og gera of lítið sjálfur sagði hann: Það kann að vera rétt að mikil vinna skaði engan, en mér finnst engin ástæða til að taka áhættuna. Donald Trump verður valdamesti maður heims og það liggur mikið við að honum takist vel til. Lengi skal manninn reyna og vinstri elítan ætti að forðast að dæma hann fyrirfram en leggja þeim mun meiri rækt við að gaumgæfa hnignun Bandaríkjanna undir stjórn þeirra Bush-feðga, Bill Clinton og Obama. Slæmur má Trump verða ef hann slær út þá hersingu."

Þessi söguathugun Jóns Magnússonar hrl.aftur í tímann sýnir hversu hættulegar rangupplýsingar fréttaelítunnar eins og hún birtist okkur til dæmis nær daglega á öldum RÚV eru fyrir okkar eigin dómgreind. Hversu auðveldlega við látum blekkjast af bulli sem er borið fyrir okkur í sellófan umbúðum eða jólapappír.

En okkur er vorkunn þegar sannleikurinn er ofurliði borinn af pólitískum helvítisprédikurum. Þá skiptir máli að heyra í yfirveguðu fólki eins og Jóni Magnússyni lögmanni.

 


General Mattis

er næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ef hann verður samþykktur.

Þessi hershöfðingi sem byrjaði sem 2. lieutenant 1969 endaði sem 4.stjörnu hershöfðingi landgönguliðanna(Marines) er piparkarl og þekktur fyrir framgöngu sem minnir dálítið að Patton hershöfingja sem þótti all hvass í framgöngu. 

Eftir Mattis er ýsmilegt haft af heilræðum til hermanna:

-- "Be polite, be professional, but have a plan to kill everybody you meet."

-- "I were to sum up what I've learned in 35 years of service, it's improvise, improvise, improvise."

-- "Demonstrate to the world there is 'No Better Friend, No Worse Enemy' than a U.S. Marine."

Maðurinn er harður skólaður hermaður þeirrar gerðar sem er nokkuð sem við Íslendingar þekkjum lítt til. Manninn þekkjum við lítið en líklega getum við ekki efast um skyldurækni hans og ættjarðarást. Nokkuð ólík persóna þeim Manning og Snowden, hvað þá Assange eða íslenskum krötum og Evrópubandalagssinnum. 

Hann er einn þeirra fyrstu sem Trump nefnir tilhæstu embætta.

Eisenhower var líka hermaður sem hafði blóðuga reynslu að baki. Hann varð Forseti Bandaríkjanna og var sem slíkur stundum nefmdur Friðarprinsinn. Hann var mikill friðarsinni og reyndi sitt besta til að halda jafnvægi í heiminum til dæmis í Ungverjalandsófriðnum og hlaut ámæli fyrir.

Hershöfðingjar eins og General Mattis þurfa því ekki að verða slæmir ráðherrar því þeir vita hvað stríð er því þeir hafa reynsluna til að bera hvernig ófriðurinn getur leikið mannfólkið.

 


Skóli án aðgreiningar

er að eyðileggja menntakerfi Íslendinga. Þetta er stór fullyrðing en ég held að hún sé samt þess eðlis að hún sé samt svara verð.

Ég tel að þetta blasi nokkuð við miðað við síðurtu Písa- könnun. Og könnun er í línu við það sem ég hef haldið fram lengi um Grunnskólann.  Íslensku grunnskólanemendum hraðfer aftur miðað við nágrannalöndin og avo auðvitað okkar eigin árangur á árum áður. Börnin sem efniviður eru ekki verri né betri en þau voru áður. Það er eitthvað annað sem hefur breyst.

Það er áreiðanlega að stefnan um skóla án aðgreiningar er sökudólgurinn. Það er algerlega tilganglaust að menntamálaráðherra okkar komi í útvarpið  Í tilefni þessara frétta og sé að geta sér til um einhverjar allt aðrar orsakir. Íslendingar hafa reynsluna frá þeim árum sem raðað var í bekkina eftir námsgetu.  Það er bara ekki hægt að kenna öllu fólki á sama hraða.  

Að setja saman í bekk 20 nemendur eftir slumpaaðferð er að mínu viti óframkvæmanleg aðgerð eigi að vera hægt að kenna þessu fólki saman. Fólk er ekki eins þó að einhver elíta í 101 sem stjórnar of miklu í þessu samfélagi og svo einhverjir þessir hópar úr góða fólkinu svonefnda  haldi því fram.  

Ef þú setur saman í bekk 30 nemendur, eins og voru stundum í mínum gömlu bekkjum,  sem hafa námsgetu til að vera í A- eða B-bekk, þá getur þessi bekkur komið út úr Grunnskólanum með nægilega lesgetu og reiknigetu líklega upp á 80-90%.

Hinn 20 nemenda bekkurinn eftir slembiúrtakinu, kemur út úr Grunnskólanum með varla ekki neina getu til neins. Nemendur í slíkum bekk sem geta lært eru kannski 50-70% af þessum  fjölda. En þeim er haldið niðri af vandamálanemendunum. Þarna eru hindraðir einstaklingar, mállausir útlendingar eða jafnvel andfélagslega sinnaðir  einstaklingar með stórvandamál.

Þegar alvarleg agavandamál bætast við í svona bekk þá held ég að nokkuð ljóst er að þessi bekkur getur hreinlega ekki náð neinum mælanlegum námsárangri. Mér er sagt að ekki má lengur reka nemendur úr tíma því þeir séu á ábyrgð skólans inni í kennskustofunni. Hvað getur þá kennarinn gert þegar ein glæpamannsspíra gerir allt vitlaust í bekknum? Og svo er farið að gefa A, B, og C í stað tugabrotaeinkunna eins og var áður. óskiljanleg ráðsöfun að mínu viti.

Það er auðvitað hægt að hjálpa flestum unglingum með réttum aðferðum og fortölum. Svo sem segir af Erlingi Skjálgssyni í Ólafs sögu Helga:

"Erlingur hafði jafnan heima þrjá tigu þræla og umfram annað man. Hann ætlaði þrælum sínum dagsverk og gaf þeim stundir síðan og lof til að hver er sér vildi vinna um rökkur eða um nætur, hann gaf þeim akurlönd að sá sér korni og færa ávöxtinn til fjár sér. Hann lagði á hvern þeirra verð og lausn. Leystu margir sig hin fyrstu misseri eða önnur en allir þeir er nokkur þrifnaður var yfir leystu sig á þremur vetrum. Með því fé keypti Erlingur sér annað man en leysingjum sínum vísaði hann sumum í síldfiski en sumum til annarra féfanga. Sumir ruddu markir og gerðu þar bú í.

Öllum kom hann til nokkurs þroska."

En það er ekki hægt að eyða öllum tímanum frá 18 nemendum í það að tala um fyrir tveimur  sem ekki láta segjast. Það hefði Erlingur aldrei reynt. Því jafnvel þó viðkomandi láti sér nú segjast í eitthvað skipti þá fer allur tíminn í að kenna þeim eitthvað meðan hinir sem eru búnir að ná þessu eru löngu búnir og bara bíða í tilgangsleysi.
 
Sjá þetta ekki allir sem hafa verið í skóla í góðum bekk einhvernm tímann?

Það eru stórskaddaðir einstaklingar innan um venjulega vel uppalda krakka sem eru vandamáliið. Karen dóttir mín hefur komið með þá hugmynd þeir agalausu nemendur sem eru að setja allt skólastarf úr skorðum í einstökum bekkjum og tefja allt skólastarf verði látnir koma með foreldri sitt eða ábyrgðarmann sínn með sér í einhverja kennslutíma. Þessi aðili hafi nemandann sinn í augsýn í einhverja tíma og geti því áttað sig á vandamálinu sem við blasir.

Nú er auðvitað til þeir nemendur í svona 20 manna slembiúrtali sem koma frá brotnum heimilum eða skelfilegum vandmálaheimilum, þar sem börnin eru eftirlitslaus og afgangsstærðir. En það verður að safna þessum börnum saman í bekki því þau eyðileggja annars allt skólastarfið fyrir þeim nemendum sem geta og vilja læra.

Ég sem þetta skrifa var að mig minnir í 30 manna bekkjum í gamla daga(ég átti lengi myndir af þeim) þar sem flestir nemendur gátu lært og gerðu það hjá afburða kennurum sem við höfðum í þá daga. En þá voru flestir kennarar karlkyns en kvenkennarar voru minnihluti. Ég viðurkenni að þeir áttu það til að taka til hendinni við mann þegar maður fór yfir strikið. Manni var fleygt út ef svo bar undir og kom svo aftur og skammaðist sín. Nú má ekki neitt fyrir einhverjum ímynduðum grillum sem gera  aga óframkvæmanlegan.

En þjóðfélagið okkar er beinlínis í  bráðri hættu ef við getum ekki tekið á þessu vandmáli að námsárangur sé hríðfallandi í réttu hlutfalli við vandamál kennarastéttarinnar.  Ég skil kennar mætavel og þeirra vandamál sem maður heyrir um.  Ég gæti sjálfur engan veginn kennt við þessar aðstæður sem þeim er boðið uppá. Ég hreinlega dáist að þrautseigju þeirra því að þeir skuli yfirleitt halda sönsum við þessa aðstæður sem ég get ekki flokkað undir annað en óskynsamlegar sem ekki þurfa að vera svona vegna þess að það er hægt að gera þetta öðruvísi.

Við verðum að viðurkenna staðreyndir. Skóli án aðgreiningar gengur ekki upp. 


Hreinsum út úr Hæstarétti

og hrindum um borðum víxlaranna sem þar sitja.

Eiga ekki Hæstaréttardómarar að vera yfir allt veraldarbrask hafnir? Var ekki Magnús Thoroddsen hrakinn úr réttinum fyrir óhófleg brennivínskaup að einhvers mati?  

Eiga dómendur Geirs H. Haarde bara að sitja áfram og labba með Forsetanum á kjól og hvítt á tyllidögum með Fálkakrossinn um hálsinn? Er þetta sú virðing sem Hæstarétti ber í huga þjóðarinnar?

Er ekki Jón Steinar búinn að rekja embættisfærslur einstakra dómara í Hæstarétti nægilega skýrt í bók sinni?

Verða dómarar í Hæstarétti ekki að vera yfir sjóðabrask Baugsveldisins í Glitni hafnir? Eru þeir ekki launaðir sérstaklega til þess að þurfa ekki á slíku að halda?

Er ekki mál að moka nú út úr Hæstarétti?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 3418323

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband