Bloggfærslur mánaðarins, desember 2016
17.12.2016 | 12:16
Hvað með PISA?
könnunina spyrja margir sjálfa sig í ljósi sífelldra kjaradeilna kennara. Hverju er skólakerfið að skila þjóðinni sem borgar fyrir það?
Þjóðin situr uppi með afleiðingar stefnu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur þingmanns Viðreisnar um "skóla án aðgreiningar". En samkvæmt henni er tveimur dúsínum af nemendum sem ekkert eiga sameiginlegt í námsgetu hrært saman í bekki þar sem aðstæður verða þannig að ekkert er hægt að kenna þeim sem geta lært vegna þeirra sem ekki geta lært.
Menntamálaráðherra setur á langar og lítt skiljanlegar ræður um það að við munum sjá árangur eftir einhver ár. Bara engar aðgerðir né engan árangur strax.
Svo segir í Morgunblaðinu í dag:
"Það eru engar skyndilausnir til í þessum efnum, segir Illugi Gunnarsson, starfandi menntamálaráðherra, um hinar nýlegu niðurstöður PISA-könnunarinnar um læsi grunnskólanema.
Hugsunin er þessi, að hvert og eitt skólasamfélag þarf að finna þær leiðir sem henta best á hverjum stað þegar kemur að vali á þeim aðferðum sem nota á til að kenna læsi. Við leggjum til prófin, til þess að skólarnir geti séð hvernig þeim miðar, þannig að þá séu til mælikvarðar, ekki til þess að raða nemendum eða skólum í röð eftir getu, heldur til þess að skólarnir geti fylgst með því hvort þeir eru að ná árangri, svo að það komi ekki alltaf sjokk á þriggja ára fresti.
Skilja þetta allir?
Er þetta ekki allt annað en að taka á grunnvandanum? Það er að útskrifa meirihluta gunnskólanemenda bæði læsa og reiknandi en minnihlutann hugsanlega slakari.
Finnst engum þetta hljóma sem samstillt átak menntamálayfirvalda um að gera ekki neitt tafarlaust?
Hugsanlega er PISA könnunin heldur ekki sanngjarn samanburður segir svo Sigurður G. Thoroddsen lögfræðingur í annarri grein í sama blaði.Þá höfum við það til viðbótar.
Það má ekki kenna þeim sem geta og vilja læra vegna þeirra sem hvorki geta né vilja.
Skóli án aðgreiningar er eitthvað sem er tabú fyrir almenning að ræða í sambandi við PISA könnunina.
17.12.2016 | 11:54
Alþingismaður VG bjargast
frá því að fara í gjaldþrot vegna skattaskulda með því að taka sæti á Alþingi.
Þar ætlar þessi nýi þingmaður að finna leiðir til að leggja nýjar álögur á almenning í landinu til samneyslunnar, endurreisa heilbrigiskerfið og menntakerfið.
Frá þessu er greint á miðopnu í Mbl. í dag.
Eru engar siðferðiskröfur gerðar til Alþingismanna eins og talað er um að gilda þurfi fyrir Hæstaréttardómara? Er bara í lagi að bjarga sér svona?
17.12.2016 | 11:44
Þau eru hissa!
Björn Bjarnason og Ingibjörg Sólrún yfir afgreiðslu Útlendingastofnunar á málefnum hælisleitenda frá Makedoníu og Albaníu. Svo segja Staksteinar frá í dag:
"Yfir eitt þúsund manns hafa leitað hælis hér á landi á þessu ári, sem er um það bil þreföldun frá fyrra ári. Flestir hælisleitendanna eru frá Makedóníu og Albaníu.
Björn Bjarnason gerði þennan straum flóttamanna að umræðuefni í vikunni og benti á að enginn sem þekkti til mála í löndunum skildi hvað knýði fólk þaðan til að koma hingað. Að baki hlyti að vera annarlegur, hulinn tilgangur, sem sé viljinn til að dveljast hér á landi í nokkra mánuði á kostnað íslenskra skattgreiðenda, að stunda svarta atvinnu og nýta sér heilbrigðisþjónustuna. Og hann bendir á að frá Alþingi komi enginn þrýstingur til að stöðva þessa ásókn í skattfé almennings.
Aukafjárveitingar vegna þessa, sem námu rúmum milljarði króna í ár, séu samþykktar án umræðu en menn velta fyrir sér hverri krónu þegar rætt er um fé til að gæta landamæranna á viðunandi hátt.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gerði þessa sókn Makedóna og Albana einnig að umræðuefni og furðaði sig á stöðu í málefnum hælisleitenda hér á landi. Benti hún á að þessi tvö ríki væru ekki átakasvæði og það væri fullkomlega óeðlilegt að verja tíma og fjármunum í að skoða hundruð hælisumsókna frá þessum löndum meðan þúsundir kvenna, karla og barna eru í neyð á átakasvæðum heimsins.
Er ekki tímabært að stjórnmálamenn fari að taka á þessum málum í stað þess að ýta undir öfugþróunina?"
Það er þá ekki furða þótt ýmsir aðrir séu löngu orðnir hissa á verkleysinu hjá yfirvöldum? Neyðin innanlands blasir við flestum í fréttum af útilegu íslenskra borgara, fátækt barna og bjargarleysi og útilegu fullorðinna.En nægir milljarðar til handa Útlendingastofnun vegna hælisleitenda.
Kannski rumskar einhver í kerfinu þegar þessi tvö eru orðin svona hissa!
16.12.2016 | 08:57
EES er úrelt þing
á flestan máta. Og þá ekki síður Schengen samkomulagið sem er beinlínis að stórskaða okkar hagsmuni sem eyþjóðar.
Hjörtur Guðmundsson skrifar glöggan pistil um þessi mál í Mbl. í dag. En það er víst tilgangslaust að æmta á móti óbreytanleika embættaelítunnar í þessu landi. Þeir ætla að hafa þetta svona en ekki öðruvísi.
"Töluverð tímamót urðu á flokksþingi Framsóknarflokksins í byrjun október þegar samþykkt var ályktun í utanríkismálum þar sem meðal annars kemur fram að flokkurinn telji tímabært að leggja mat á árangurinn af aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og Schengen-samstarfinu og velta upp öðrum valkostum í þeim efnum. Tímamótin felast ekki sízt í því að fram að því hafði Framsóknarflokkurinn um árabil lagt ríka áherzlu á aðild Íslands að EES-samningnum.
Hafa ber þó í huga í því sambandi að raunin var ekki alltaf sú að Framsóknarflokkurinn styddi aðild Íslands að EES-samningnum. Þannig var flokkurinn undir forystu Steingríms heitins Hermannssonar því andvígur. Það breyttist hins vegar með nýjum formanni. Þannig er í raun ekki um nýja stefnu að ræða heldur má fremur segja að Framsóknarflokkurinn hafi tekið upp þráðinn aftur frá formennskutíma Steingríms. Munurinn er sá að nú er komin reynzla á aðildina og eins og annað hefur hún kosti jafnt sem galla. Sama er að segja um Schengen-samstarfið.
Eitt það versta við EES-samninginn er að hann fylgir eftir samrunaþróun Evrópusambandsins á því sviði sem hann nær til. Það svið, sem nær til innri markaðar þess, stækkar síðan stöðugt þar sem sambandið er sífellt að teygja sig til fleiri mála sem áður voru á könnu ríkja þess og ganga þannig meira og meira á fullveldi þeirra. Frelsi þeirra til þess að ráða eigin málum. Þetta smitast síðan yfir í EES-samninginn og sömuleiðis Schengen-samstarfið á því sviði sem það samstarf nær til. Schengen-samstarfið er efni í sér grein en væntanlega er flestum orðið ljóst á þvílíkum brauðfótum það var reist. Tímabært er að leiðrétta þau mistök sem fólust í aðildinni að því og endurheimta þá vörn sem felst í náttúrulegum landamærum Íslands.
Rifja má upp í þessu sambandi að Bretar eru ekki aðilar að Schengen-samstarfinu og ástæða þess er einmitt sú staðreynd að Bretland, líkt og Ísland, er eyja með náttúruleg landamæri. Og talandi um Breta þá hefur margoft komið fram þar í landi í kjölfar þjóðaratkvæðisins í sumar, þar sem samþykkt var að ganga úr Evrópusambandinu, að þeir vilja alls ekki í staðinn ganga inn í það fyrirkomulag sem við Íslendingar búum við, ásamt Noregi og Liechtenstein, með EES-samningnum.
Þess í stað horfa Bretar til þess að gera nútímalegan víðtækan fríverzlunarsamning sem nær ekki aðeins til vöruviðskipta eins og áður var heldur einnig þjónustuviðskipta, opinberra útboða, höfundarréttarmála og tæknilegra mála eins og öryggisstaðla. Slíkir samningar voru ekki til þegar EES-samningurinn var gerður fyrir rúmum tveimur áratugum. Samningurinn er fyrir vikið einfaldlega barn síns tíma og tímabært að endurskoða aðild Íslands að honum."
EES er úrelt þing en víst þríheilagt og því verður ekki breytt.
16.12.2016 | 08:45
Pilsfaldakapítalisminn
í ferðaþjónustunni er áberandi þessa dagana. En það fyrirbæri er þekkt úr íslenskri hagsögu um langan aldur. Í stuttu máli er það einkavæðing gróðans en ríkisvæðing tapsins. Árgæska er eign þess sem atvinnurekstur stundar. En harðindi eru þjóðarinnar að greiða.
Það er eins og að gengi krónunnar sé að breytast gagnvart útlöndum í fyrsta sinn. Svona samsetningur er borinn á borð í Morgunblaðinu í dag:
"Ferðaskrifstofan Snæland Travel er eitt af þeim ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi sem sjá fram á versnandi afkomu á þessu ári þrátt fyrir vaxandi umsvif. Í ViðskiptaMogganum í gær var sagt frá nýrri könnun Samtaka ferðaþjónustunnar sem sýndi að 29% fyrirtækja í greininni gerðu ráð fyrir því að EBITDA-hlutfallið yrði undir 5% á þessu ári.
»Við erum með nánast allar okkar tekjur í erlendum gjaldmiðli, en allan kostnað í krónum,« segir Hallgrímur Lárusson, framkvæmdastjóri Snæland Travel, í samtali við Morgunblaðið.
Bretar eru stór hluti af viðskiptavinum fyrirtækisins í vetur en um 17-18.000 Bretar koma á vegum Snæland Travel til landsins frá nóvember síðstliðinum og fram í mars á næsta ári. Hallgrímur segir að fyrst hafi Brexit komið í sumar og svo snörp styrking á gengi krónunnar sem hafi gert þeim skráveifu. »Það er verið að taka af okkur hagnaðinn í einu vetfangi. Hraðinn á styrkingu krónunnar er búinn að vera ógnvænlegur. Auk þess lagðist 11% virðisaukaskattur á okkar starfsemi frá og með 1. janúar sl., sem hefur ekki verið áður.«
En hvað er til ráða að mati Hallgríms? »Það þarf að koma jafnvægi á efnahagsstjórnunina og gjaldmiðilinn. Það eru sveiflurnar sem drepa allan útflutning úr þessu landi.«
Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Katla Travel, sem er eitt af umsvifamestu fyrirtækjunum hér á landi í sölu á ferðum til Íslands frá Þýskalandi, Austurríki og Sviss, tekur í sama streng og Hallgrímur. »Styrking krónunnar bitnar á okkar afkomu. Við erum að kaupa inn í íslenskum krónum og selja í evrum. Þetta hefur gríðarleg áhrif á afkomuna á þessu ári. Við viljum auðvitað vera í ferðaþjónustu, en okkar aðalverkefni er í raun spákaupmennska, að reyna að sjá fyrir gjaldeyrisþróunina.«(SIC!)
Aðspurður segir Pétur að félagið stundi gjaldeyrisvarnir en það geti verið kostnaðarsamt að binda peninga fram í tímann. »Það dregur úr samkeppnishæfni okkar að glíma við þessa mynt alla daga.«
Pétur telur að umtalsverð vaxtalækkun sé nauðsynleg til að draga úr vaxtamun á milli Íslands og helstu viðskiptalanda. »Það vantar líka langtíma gjaldmiðlastefnu fyrir Ísland.«
Pétur bendir á að ferðamennskan sé ekki rauntímabransi.(SIC!) »Seðlabankinn og hagfræðingar margir sjá fullt af ferðamönnum á götunni og telja að styrking krónunnar hafi ekki áhrif. En þessir ferðamenn keyptu ferðirnar á allt öðru verði en er í gangi í dag og allar viðbótarálögur í dag dýpka vandann inn í framtíðina.«
Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir að styrking krónunnar bíti þá ekki eins mikið og marga aðra enda séu 50% tekna þeirra í íslenskum krónum.
Davíð gerir ráð fyrir 26% EBITDA-hlutfalli á árinu og þriggja milljarða EBITDA.
»Áætlanir okkar hafa að mestu gengið eftir. Það er talsvert meiri aukning í tekjum en áætlanir gerðu ráð fyrir en á móti hefur rekstrarkostnaður hækkað en með auknum tekjum höfum við haldið áætluðum hagnaði þrátt fyrir gengistap vegna styrkingar krónunnar.(SIC!) Við erum alveg á sömu blaðsíðu og aðrir í þessari grein, að frekari styrking krónunnar mun hafa hér áhrif á komu ferðamanna. Það er óumflýjanlegt.«"
Fyrir þessa aðila á að rýra möguleika íslensks almennings á því að fá einhverja litla hlutdeild í aukinni hagsæld þjóðarbúsins?
Gera öll lífsgæði almennings dýrari? Dýrara bensín, dýrari innflutta vöru, dýrari bíla, dýrari flugfargjöld til sólarlanda sólarlanda? Bara af því að einstöku söluaðilum í ferðabransa, datt ekki í hug að selja þjónustu sína með gengisfyrirvara?
Á að láta svona pilsfaldakapitalisma stjórna efnahagslífi heillar þjóðar með þessum sífellda áróðri í ábyrgum fjölmiðlum?
15.12.2016 | 16:27
Mikið vildi ég
að Viðreisn kæmi ekki að stjórnarmyndun.
Þessi sérvitringaflokkur Viðreisn á ekki neina framtíð fyrir sér í stjórnarandstöðu. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn er það best að hann renni aftur þangað þaðan sem hann kom og flokksmenn hans finni kröftum sínum stað innan móðurflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðisflokkur og stefnan er mótuð af meirihlutanum í málamiðlunum. Þetta væri best fyrir alla flokksmenn og best fyrir þjóðina líka. Því það er borðliggjandi að smáflokkager verður þjóðinni ekki til farsældar hvorki í bráð né lengd. Sameinaður Sjálfstæðisflokkur er líklegri til að geta komið fram heildstæðri stjórnarstefnu en einhver moðsuða sérþarfa óánægðs minnihluta.
B,C og D er það sem þjóðinni ríður á að nái saman.
Mikið vildi ég það að minnsta kosti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2016 | 14:18
Byrjendabragur
fannst mér vera á Kastljósumræðum í sjónvarpinu í gær. Byrjendurnir í stjórnmálum töluðu lengst málið um ekki neitt þar sem þeir greinilega skilja ekki út á hvað stjórnmál yfirleitt ganga. Þau á hægri enda hringsins virtust halda að hægt sé að smella fingrum og þar með sé komin stjórn.
Það er greinilegt að reynsluleysi nýrra þingmanna háir framgangi mála þar sem þeir skilja ekki enn til fulls hvað stjórnmál eru. Og sumir þeirra eldri virðast hugsanlega eiga eitthvað eftir ólært þó lengri viðveru hafi haft á Alþingi. Sama má segja um Forseta Íslands að hann virðist betur hafa átt meira af pólitískri reynslu þegar kom að opinberri útdeilingu sakaramentanna í sambandi við stjórnarmyndunarumboð sem enginn veit í raun hvað er eða hvaðan kemur.
Það var talsvert annað að hlusta á Guðlaug Þór sem talaði af reynslu og yfirvegun. Auðvitað sér Guðlaugur Þór hvaða möguleikar eru í stöðunni og líklega sér Sigurður Ingi þá líka. En hugsanlega hefur formaður VG orðið að leika ýmsa biðleiki fram til þessa til að sýna hver sé munurinn á hennar flokki og flokkum byrjendanna. Og líka til að kljást við ólguna innan flokksins þar sem eitthvað virðist vera af gömlum óstýrilátum köttum.
En er ekki að vera kominn tími til að ræða hvað samstarf við VG muni kosta. Hverjar séu minnstu kröfur Katrínar og hvernig þeim megi mæta?
En að öðru leyti var óneitanlega talsverður byrjendabragur á þessum viðræðum í Kastljósi sem ekki skildu mikið eftir sig hjá venjulegu fólki.
13.12.2016 | 17:21
Almenningur niðurgreiði !
fyrir ferðamálafrömuðina?
Endemis samsetningur Gríms læknis í Bláa-Lóninu í Morgunblaðinu í dag gengur væntanlega fram af flestum landsmönnum.
Maðurinn er að heimta að almenningur axli byrðarnar af því að hann geti grætt meira með því að fá fleiri krónur fyrir dollarana sína? Fyrir hans gróða eiga allir Íslendingar að greiða hærra verð fyrir allar lífsnauðsynjar, skólakerfið og heilbrigðisþjónustuna. Er hann búinn að gleyma Hyppokratesi fyrir Mammón?
Þessi maður sem rekur stórbísness í auðlind sem hann á ekkert í og borgar ekkert fyrir er nógu ósvífinn til að krefjast þess að almenningur í þessu landi greiði niður kostnaðinn fyrir hann.
Hann heimtar að Seðlabankinn felli fyrir sig gengið svo hann geti grætt meira.
Hefur hann ekki verðlagt vörurnar sínar sjálfur þarna suðurfrá? Þurfti hann eitthvert leyfi frá Seðlabankanum til þess að gera það sem honum sýnist þarna í hrauninu?
Hvað skyldi hann gera ef Hitaveitan hættir að vilja að leyfa honum að nýta affallið ókeypis? Af hverju á bara hann ekkert að borga fyrir orkuverið og þess kostnað?
Þessi læknir krefst þess að almenningur, einstæðar mæður, öryrkjar og gamlingjar með hallareksturinn á heilbrigðiskerfinu og skólakerfinu á skattbakinu sínu niðurgreiði fyrir sig rekstrarkostnaðinn á Bláa-Lóninu.
13.12.2016 | 08:49
Gengisfellingarkórinn
er farinn að væla daga og nætur.
Nú síðast kemur auðjöfurinn Grímur Sæmundsen í Bláa Lóninu fram og heimtar gengisfall. Þetta er maðurinn sem hefur sölsað undir sig auðlind Orkuversins í Svartsengi ókeypis og selur til túrista á þvílíku verði að venjulegur Íslendingur hefur engin ráð á að heimsækja dýrðina. Auðvitað alveg án þess að borga nokkuð auðlindagjald til eigendanna fyrir frekar en aðrir þeir sem selja veitingar í námunda við þjóðargersemar.
Loksins þegar almenningur á að fá að njóta þess að hafa þraukað þorrann og góuna frá hruni fjármálaspekúlantanna, þar sem téður Grímur læknir var gildur þáttakandi í, og getur farið að njóta einhvers í formi lægra verðs á lífnauðsynjum, þá koma ferðamálafrömuðir fram og heimta gengisfall af því að þeir séu búnir að selja svo mikið fyrirfram til útlendinga að gróðinn sé að minnka.
Hverjir gerðu þessa samninga aðrir en þeir sjálfir og hversvegna á þjóðin að fara að borga þetta fyrir þá? Af hverju hækka þeir ekki bara verðið eða gera raunhæfar áætlanir eins og almenningur verður að gera? Og svo fá þeir pólitíska lukkuriddara eins og Benedikt flokkseiganda í Viðreisn til að að taka undir skrækina og krefjast lífskjararýrnunar fyrir þá sem voru svo vitlausir að kjósa hann.
Það er frjáls verðlagning í ferðamannabransanum enda hefur gróðinn verið ómældur. Ef frömuðirnir halda að almenningi vorkenni þeim við einhvern smávægilegan kostnaðarauka vegna styrkingar krónunnar, þá segjum þeim að velta honum áfram á túristana þangað til að þeir hætta að koma. Almenningur í þessu landi hefur enga þörf til að gefa túristum eitt eða neitt. Lögmál framboðs og eftirspurnar á að gilda í ferðamannaiðnaði eins og annarsstaðar. Þeir geta hagrætt eins og sjávarútvegurinn hefur gert. Ef einstæða móðirin og öryrkinn geta fengið ódýrara bensín og bíla og annað innflutt kram, þá er Seðlabankinn á réttri braut í gengismálunum.
Hlustum ekki á gengisfellingarkórinn en styrkjum krónuna sem mest við megum. Hún er eina vörn litla mannsins í þessu þjóðfélagi í gegn um Seðlabankann sinn.
Lifi krónan og sterkt gengi!Dollarann niður eins og var á Davíðstímanum og algert gjaldeyrisfrelsi.
Engan gengisfellingakór vantar okkur úr Bláa Lóninu eða Viðreisn.
12.12.2016 | 21:34
Er Framsókn bara fíbjakk?
Ekki stjórnmálaflokkur?
Ekkert hægt að nota þennan flokk eða hans 8 þingmenn? Alls ekki ef einn þeirra heitir Sigmundur Davíð? Sama þótt hann sé löglegur þingmaður í sínu kjördæmi? RÚV er víst búið að dæma hann af fyrir sitt leyti og sænska sjónvarpsins.
Svo hvað skal við Framsókn gera? Eru þeir holdsveikir? Einskis nýtir? Gætu eins búið í húsbíl í Laugardal eins og að sitja á þingi?
Er ekki hægt að spyrja Kötu Jakk hversvegna hún vilji ekki kyssa þá? Sama hvað sé í boði?
Hvað sagði ekki Guðrún Ósvífursdóttir?
Og líklega iðraðist því ýmsir voru bara ekki minni fíbjakk þegar upp var staðið.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko