Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016
15.5.2016 | 10:28
Guðni Th. er glæsilegur
frambjóðandi til embættis Forseta Íslands.
Hann er fínn ræðumaður og fundafær. Hann er ungur og klár. Fólkið sér þetta.
Fyrir okkur hin þá tilheyrir hann GGF ef nokkurri skilgreiningu verður komið á það sem hann hefur sagt. Þeir sem styðja þetta í málefnum flóttamanna og hælisleitenda vita hvar þeir hafa Guðna Th.
Fyrir mig skiptir þetta máli.
Hvað segja hinir um þennan málaflokk?
15.5.2016 | 10:17
Verkefni fyrir Steingrím J?
dettur manni í hug þegar maður les þessar fréttir í Mogga.
"Neyðarástand ríkir nú í Venesúela, en forseti landsins, Nicolas Maduro, hefur hótað að yfirvöld taki verksmiðjur eignanámi sem hafa verið lamaðar af borgarastéttinni og að handtaka eigendur þeirra. Herinn hefur einnig verið settur í viðbragðsstöðu vegna stöðunnar, en meðal annars hefur verið skipulögð heræfing næstu helgi þar sem æfa á viðbúnað við hvaða stöðu sem gæti komið upp í tengslum við óstöðugt efnahagslíf landsins.
Venesúela býr við stærstu olíubirgðir heims, en lækkandi olíuverð hefur komið illa niður á ríkissjóði landsins og efnahagslífi þess. Geisar nú óðaverðbólga í landinu og reyna yfirvöld að berjast við efnahagssamdrátt. Hefur ástandið leitt til matarskorts, hækkandi verðlags, óeirða, glæpaöldu og hafa íbúar í auknum mæli tekið lögin í sínar eigin hendur.
Á síðasta ári var 5,7% efnahagssamdráttur í landinu og verðbólga mælist nú 180%. Spá sérfræðingar því að hún geti jafnvel farið upp í 700% fyrir lok þessa árs.
Í ræðu á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær fór Maduro nánar yfir þær aðgerðir sem ráðist yrði í. Sagði hann að öllum brögðum yrði beitt til að koma framleiðslu aftur af stað, en hann kenndi borgarastéttinni um að lama þann iðnað og að bandarísk yfirvöld væru að ýta undir óstöðugleika í landinu með því að aðstoða hægrimenn í landinu.
Sagði hann að hver sá sem vildi halda aftur af framleiðslu í landinu til að skaða efnahaginn ætti að flytja úr landi og að þeir sem létu verða af slíku athæfi ættu heima í fangelsi. Ummælin koma stuttu eftir að stærsta matvælaframleiðslufyrirtæki Venesúela, Polar Group, stoppaði framleiðslu sína á bjór og kenndi stjórnvöldum um þar sem fyrirtækið gæti ekki lengur flutt inn hráefni í bjórframleiðsluna.
Eigandi fyrirtækisins, Lorenzo Mendoza, er ákafur andstæðingur núverandi forseta sem hefur sagt Mendoza vera í efnahagslegu stríði með aðstoð Bandaríkjanna."
Myndi Steinrímur J. ekki geta leyst þenna vanda Maduro eins og hann leysti hrunmálin hér heima? Hvað með að leggja auðlegðarskatt á kapítalistana sem eiga eignir? Hvað með auðlindagjald á olíuframleiðendur? Hvað með að setja á gjaldeyrishöft og ráða norskan seðlabankastjóra? Koma bönkunum í hendur kröfuhafa sem eru að sliga þjóðina? Endurreisa sparisjóði einkanlega í fjarlægum byggðum?
Þarna hefur maður meira að segja her til að takmarka úrtöluraddir? Hefur Maduro ekki talað við Steingrím um verkefni úr því að hann fór ekki til Grikklands?
14.5.2016 | 12:50
Útlendingalöggjöfin í þöggun
hugsanlega vegna ótrúlegs málskrúðs í textanum um hverskyns mannúð sem leiðir, að dómi lögregluyfirvalda, til réttleysis Íslands gegn hverjum hæslisleitanda og flóttamanns sem er. Líklega hafa þingmenn lent í sömu hremmingum og ég við að reyna að lesa frumvarpið, maður bara nennir því ekki þar sem svipaðar leiðinlegar tuggur eru síendurteknar í kansellístíl.
Þetta frumvarp er samt stórhættulegt og verður að ræðast sérstaklega af því að það stefnir ótvírætt í þveröfuga átt við þær takmarkanir sem nú gilda og þykja allt of slakar.Það má ekki lenda í þöggun.
Björn Bjarnason gerir frumvarpið að yrkisefni í Morgunblaðinu í gær.Greinin er svohljóðandi(bloggari feitletrar):
"Útlendingamál valda deilum í öllum nágrannalöndum okkar, austan hafs og vestan. Donald Trump, væntanlegur forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum, aflaði sér fylgis með yfirlýsingum um að Mexíkanar skuli borga mannhelda girðingu á landamærum þeirra og Bandaríkjamanna. Girðing hefur verið reist á landamærum Ungverjalands og Austurríkis gagnvart ríkjum í fyrrverandi Júgóslavíu og Austurríkismenn undirbúa girðingu gagnvart Ítalíu í Brenner-skarði í Ölpunum.
Undir lok apríl sigraði frambjóðandi Frelsisflokksins í fyrri umferð forsetakosninga í Austurríki. Flokkurinn vill harða stefnu í útlendingamálum. Jafnaðarmaðurinn Werner Faymann sagði af sér sem kanslari Austurríkis mánudaginn 9. maí. Flokkurinn væri splundraður meðal annars vegna útlendingamála. JeanClaude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir það pólitíska katastrófu fyrir Evrópu verði landamæravarsla hafin í Brenner-skarði.
Hæliskvóti ESB
Innan ESB er tekist á um framkvæmd kvótareglna um dreifingu hælisleitenda til ESB-landa. Neiti ríki aðild að kvótakerfinu er tillaga framkvæmdastjórnar ESB að ríkið geti keypt sig undan því í eitt ár í senn. Gjald fyrir að losna við flóttamann hefur verið kynnt sem 250.000 evrur, 35 millj- ónir ísl. kr. á ári. Greiða á gjaldið beint til þess ríkis sem hýsir viðkomandi flóttamann.
Mikill ágreiningur um kvótareglurnar er innan ESB og óvíst að þær komi nokkru sinni til framkvæmda. Þjóðþing og ESB-þingið verða að samþykkja þær. Í sumum löndum er reglunum líkt við fjárkúgun. Slóvakar höfðuðu árið 2015 mál gegn framkvæmdastjórn ESB fyrir ESB-dómstólnum vegna reglna sem kynntar voru þá. Það á að ráðast í dag hver verður afstaða finnsku ríkisstjórnarinnar til málsins.
Árið 2015 reyndi framkvæmdastjórnin að neyða aðildarríkin til að sætta sig við uppskipti á 160.000 flóttamönnum til að minnka álag á Ítali og Grikki. Nú hefur aðeins 1.441 manni verið úthlutað nýju landi í samræmi við þessa ákvörðun. Ráðgert er að efla hælismálastofnun ESB og veita henni umboð til að reikna út hæfilegan fjölda hælisleitenda fyrir hvert ESB-ríki. Þá er ætlunin að koma á fót 500 manna hópi sérfræðinga í afgreiðslu hælisumsókna. Þeir verði sendir til þeirra landa þar sem vandinn vegna hælisleitenda er mestur hverju sinni.
Fækkun í Danmörku og Noregi
Svíar, Danir og Norðmenn hertu gæslu við landamæri sín í fyrra og nú hefur framkvæmdastjórn ESB samþykkt að þeir geti haldið henni enn uppi í sex mánuði til viðbótar. Hælisleitendur í Danmörku hafa ekki verið færri í fimm ár en í apríl og mars í ár. Danska útlendingastofnunin segir að 349 hafi sótt um hæli í apríl 2016 en þeir hafi verið 564 í apríl 2015. Í Kaupmannahöfn fagna stjórnmálamenn að Danmörk hafi fallið úr 5. í 10. sæti sé litið til þeirra ESBlanda sem taka á móti flestum hælisumsóknum.
Þetta sýni að harðari stefna ríkisstjórnarinnar skili árangri. Ekki aðeins vegna landamæravörslunnar heldur einnig vegna hertra reglna um fjölskyldusameiningu og skilaboða um upptöku verðmæta í eigu aðkomufólks. Almennt hert stefna í útlendingamálum hafi dregið úr fjölda hælisumsókna.
Þess vegna skipti meginmáli að ríkisstjórnin haldi áfram á sömu braut. Enn verði að fækka hælisumsóknum, þær séu nú of margar. Framfylgja beri landamæravörslu og herða útlendingalögin enn frekar. Norska ríkisstjórnin leggur áherslu á að hælisleitendur sem ekki þarfnast verndar í Noregi snúi til heimalands síns.
Til að fylgja þessari stefnu eftir hefur stjórnin ákveðið að bjóða 500 hælisleitendum sem fyrstir ákveða að hverfa frá Noregi 10.000 n.kr. aukastyrk. Í gildi eru reglur um 20.000 n.kr. stuðning við hælisleitendur sem yfirgefa Noreg. Norska ríkisstjórnin rökstyður þennan fjárstuðning með því að mun ódýrara sé fyrir norska skattgreiðendur að fólkið fari úr landi en reyni að setjast að í Noregi.
Norsk yfirvöld fylgjast náið með stefnu Dana í útlendingamálum. Þau hafa til dæmis kynnt sér aðstæður í Næstved í Danmörku þar sem farand- og flóttafólki er komið fyrir í tjaldbúðum. Hefur verið gripið til sama úrræðis í Noregi. Norska útlendingastofnunin segir að nú sé 25.861 hælisleitandi í Noregi, flestir frá Sómalíu, þá Sýrlandi og Erítreu. Hælisumsóknum hefur heldur fækkað undanfarið en þær voru fleiri en nokkru sinni á árinu 2015.
Varað við glæpamönnum
Rob Wainwright, yfirmaður Europol, Evrópulögreglunnar, segir að í fyrra hafi tekjur glæpasamtaka af smygli á fólki til Evrópu numið allt að 6 milljörðum evra.
Um 90% þeirra sem komust ólöglega til álfunnar hafi notið aðstoðar smyglara. Vöxtur í glæpastarfsemi í Evrópu er talinn hraðastur í smygli á fólki. Europol opnaði í mars evrópska miðstöð gegn mansali.
Þá hefur Europol tekið saman gagnagrunn með um 40.000 nöfnum þeirra sem eru taldir eiga aðild að mansali. Í Svíþjóð eru 55 hverfi kölluð No go-zones vegna þess að þar er engin regluleg löggæsla en glæpamenn hafa undirtökin. Hætti lögreglumenn sér inn í þessi hverfi verða þeir fyrir grjót- og jafnvel sprengjukasti eða skotið er á þá. Vegna þessa hefur lögreglan látið þau boð út ganga að hún ráði ekki lengur við ástandið í hverfunum sem eru í 22 bæjum.
Fjölgun á Íslandi
Tölur frá útlendingastofnun sýna að hælisleitendum hér fjölgar mikið á fyrsta ársfjórðungi milli áranna 2015 og 2016. Þeir voru 39 í fyrra en 134 í ár. Flestir komu frá Albaníu (33), þá frá Makedóníu (21), Írak (19) og Sýrlandi (12). Að Albanir og Makedóníumenn séu stærsti og næststærsti hópur hælisleitenda hér ætti að vera sérstakt rannsóknarefni í samvinnu við stjórnvöld þessara landa og Europol.
Fyrir alþingi liggur nú frumvarp til laga um útlendinga, ný heildarlög í 125 greinum með ítarlegri greinargerð. Frumvarpið var samið af nefnd fulltrúa allra þingflokka.
Þar er orðið hælisleitandi fellt úr íslenskum lögum og í staðinn talað um þá sem sækja um vernd. Frumvarpið er dæmi um stórmál sem hlýtur litla sem enga umræðu á opinberum vettvangi vegna samkomulags milli flokka. Það lofar ekki endilega góðu um efni þess.
Í umsögn lögreglustjóra um frumvarpið er varað við að sú mikla áhersla sem lögð er á mannúð í frumvarpinu [ ] grafi undan öryggissjónarmiðum sem lögreglu ber að hafa í forgangi ekki síst á tímum þegar sýnt er að flóttamenn séu hagnýttir í ólögmætum tilgangi af glæpahópum.
Hér vekur ráðherrann fyrrverandi athygli á þeirr staðreynd að meðan hælisleitendum fækkar í nágrannlöndunum stóreykst aðstreymið hingað eins og vatnsflaumur sem leitar ávallt leiðar minnstrar mótstöðu.
Sá forsetaframbjóðandi okkar sem mest fylgis nýtur í Sskoðanakönnunum vill opna hér sem flestar gáttir í kristilegum anda og að við borgum sjálfir fyrir allan kostnað sem af þessu hlýst. Athygli vekur að hann notar hugtakið um kristilegan anda en er sjálfur utan trúfélaga. Engu að síður verður hann æðsti verndari þjóðkirkjunnar nái hann kjöri.Kannski ekki flóknara en með fyrri Forseta
En með afstöðuna til flóttamanna og hælisleitenda eru hér atriði sem væntanlegir kjósendur í Forsetakosningum ættu að athuga áður en þeir greiða atkvæði.
Hvaða afstöðu hafa frambjóðendur til gríðarlegra áhrifa frumvarpsins til Útlendingalaga ef samþykkt verða?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.5.2016 | 11:25
Samfylkingin
er mörgum hugstæð um þessar mundir. Menn skynja vandann með því að lesa málgagn hennar Fréttablaðið sem berst við aðsteðjandi vandamál fylkingarinnar ekki með jákvæðum umbótatillögum heldur með niðurrifi alls sem undir slíkt gæti fallið. Fái menn ekki nóg af því bara að lesa bæði leiðara og stjórnmálapistla blaðsins þá geta þeir bætt skrifum þeirra Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar og frænda míns meira að segja og prófessors doktors Þorvaldar Gylfasonar til þess að sannfærast um þær einlægar hugsjónir sem prýða mega einn jafnaðarmannaflokk.
Þrátt fyrir vasklega framgöngu þessara miklu afla og áhrifamanna þá hefur fylgið hrunið úr nærri þriðjungi kjósenda niður í Elefant-styrkleika svo vitnað sé í vöru sem menn eitt sinn vissu besta í bjórlitlu landi. Árni Páll hefur lagt á sig mikið erfiði til að reyna að greina orsakirnar fyrir fylgishruninu en þegið rýtingsstungu í staðinn. Hann sendi út "mea-culpa" hirðisbréf til allra flokksmanna í vetur í þessu skyni. Hann fékk fá svör og færri uppörvanir flokksmanna að launum og hefur nú ákveðið að reyna ekki frekar að leysa vandann.
En hugsanlega er mönnum að yfirsjást um grundvallarstaðreyndir. Auðvitað er fortíðin og sagan byggð á því þjóðfélagi sem þá var.En samt má velta því fyrir sér að sé VG með hátt í fimmtungsfylgi þá sé Samfylkingin nú með tiltölulega raunhæft fylgi í sögulegu samhengi? Breytingar á þessu verða mjög líklega aðeins innbyrðis milli þessara flokka. Samfylkingin vinnur fylgi af VG eða öfugt. Hvað því ræður er er aðeins að finna í þjóðarsálinni.
Hinir merkilegri flokksmenn virðast helst telja að það byggist á persónutöfrum forystunnar. Það virðist ekki hvarfla að þeim að það er jafnaðarstefnan sjálf, þessi óbreytanlega forsjárhyggja sem felst í því að ríkið skattleggi og eyði en ekki að þegnarnir afli og eyði, sem stýri umfangi flokkanna? Uppskera fylgis ráðist svo mjög af stærð og útþenslu hins opinbera.
Þessi grundvallarforsenda kom fram á Sjálfstæðisflokknum þegar hann þandi út báknið sem mest. Fylgi hans fór þverrandi og sjálfstætt fólk leitaði annað. Nú þegar flokkurinn sýnir merki þess að hann vilji ganga til liðs við fornar hugsjónir um minni ríkisafskipti en meira einstaklingsfrelsi, þá fari fylgið að rísa. Hófstillt og yfirveguð framkoma formanns flokksins vekur traust meðal fólks þar sem hún stingur svo gersamlega í stúf við glamuryrði stjórnarandstöðunnar. Þannig rísi fylgi Sjálfstæðisflokksins meðan Pótemkín tjöld Pírata falla.
Þá kemur til kasta prinsanna, þeirra Magnúsar Orra og Helga Hjörvars.
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins sem er hið fyrsta eftir að Davíð fer í sumarfríið sitt, fjallar um það hversvegna þessir menn báðir telja sig geta verið þau sameiningartákn sem safni jafnaðarmönnum undir þeirra handarjaðar. Þeir virðast ekki átta sig á því að sögulegt fylgi jafnaðarmanna, bæði róttækra kommúnista og eðalkrata er samanlagt ekki meira en 25 % eins og er um þessar mundir.
Í Reykjavíkurbréfi segir m.a. svo um hæfileika til formennsku í Samfylkingunni: (feitletranir eru bloggarans)
"...Magnús Orri Schram, formannsframbjóðandi og fyrrverandi þingmaður flokksins, á athyglisverðan feril á þingi. Ekki vegna þess að hann hafi náð nokkrum árangri á síðasta kjörtímabili heldur miklu frekar vegna eins máls sem hann situr uppi með og vill síður að hátt fari.
Magnús Orri hóf ferilinn á að beita sér í landsdómsmálinu svokallaða, ömurlegu máli sem fylgja mun forsprökkum þess langa tíð, og var einn þeirra sem tóku í því hvað minnst virðingarverðu afstöðuna þegar greidd voru atkvæði.
Hann vildi láta ákæra þrjá fyrrverandi ráðherra, en undanskilja einn þeirra, vin sinn viðskiptaráðherrann fyrrverandi(sem hefur verið í miklum framhaldserfiðleikum frá ráðherradögum þeim sem leiddu Geir H. Haarde til þess að geta ekki þá lagt mál fyrir ríkisstjórn sína með eðilegum hætti vegna þessa ráðherra og leiddu til skfellingar hans). Þessi skammarlega afstaða hefur ekki orðið til þess að hann þyki óframbærilegur til formanns í flokknum. (Í því stendur hann raunar jafnfætis tveimur öðrum formannsframbjóðendum flokksins, því að Oddný Harðardóttir tók sömu afstöðu og Helgi Hjörvar vildi ákæra fyrrverandi forsætisráðherra en sleppa sínu fólki.)
En Magnús Orri bregst við vanda flokksins með því að vilja ekki ræða fortíðina en þess í stað einbeita sér að framtíðinni. Þetta er skiljanlegt í hans tilfelli, og raunar einnig í tilfelli tveggja annarra formannsframbjóðenda, en hann er bjartsýnn ef hann heldur að tillaga hans um að endurnefna flokkinn dugi til að blekkja kjósendur.
Nýtt nafn og kennitala
Magnús Orri Schram hefur sem sagt lagt það til að hann verði kosinn formaður og að hans fyrsta verk verði að losa flokkinn við nafnið og kennitöluna og bjóða landsmönnum upp á nýjar umbúðir.
Hann segir Samfylkinguna þurfa að taka verulegum breytingum á næstu vikum til að geta gegnt hlutverki sínu sem valkostur jafnaðarfólks í kosningunum í haust.
Athyglisvert er að skoða tillögur hans að breytingum. Hann er þeirrar skoðunar að áherslur flokksins eigi í dag brýnt erindi en virðist ekki ná til kjósenda. Þess vegna segir hann að kominn sé tími á grundvallarbreytingu.
Og hver er grundvallarbreytingin? Hún er ekki í stefnu flokksins, því að eins og að framan segir á stefnan brýnt erindi við almenning. Vandinn er bara sá að sögn Magnúsar Orra að almenningur áttar sig ekki á því hve brýnt er að stefnan nái fram að ganga og þess vegna hafnar almenningur flokknum.
Svar Árna Páls við vanda flokksins var að viðurkenna, að minnsta kosti að hluta til, að stefnan hefði verið röng, en hann hafði engin svör um hvert skyldi stefna. Svar Magnúsar Orra er að bjóða upp á nýjar umbúðir.
"Til að hreyfing jafnaðarfólks geti þróast í takt við tímann verðum við að vera tilbúin til að byrja upp á nýtt. Það vil ég að Samfylkingin geri. Við eigum að skapa nýjan sameiginlegan vettvang fyrir flokksfólk og fólk sem er sammála okkur í pólitík en er utan flokka eða í öðrum stjórnmálaflokkum, segir Magnús Orri, og bætir við:
Ég vil að við stefnum að því að stofna nýja nútímalega stjórnmálahreyfingu. Sem formaður Samfylkingarinnar mun ég hefja samtal við aðra stjórnmálaflokka og fólk utan flokka, um mótun nýrrar hreyfingar.
Klyfjar fortíðar síga í
Þessu umbúðatali fylgja nokkur orð til staðfestingar þess að Samfylkingin hafi allan tímann verið á réttri leið, fylgt réttri stefnu, en nú þurfi að kasta burt klyfjum fortíðar.
Áhugi þeirra sem hafa slæma samvisku, hvort sem það eru flokkar eða menn, að kasta burt klyfjum fortíðar er skiljanlegur. Það er ekki auðvelt fyrir Samfylkinguna að rogast með þær klyfjar sem núverandi formaður hefur greint frá í gegnum alþingiskosningar.
Ekki frekar en það ætti að vera auðvelt fyrir þrjá af fjórum formannsframbjóðendum að rogast með sínar þungu byrðar í gegnum formannskjör.
Gagnvart kjósendum er hins vegar allt annað en heiðarlegt að leysa fortíðarvandann með því að setja upp grímu og hefja blekkingaleik.
Ætli Samfylkingin og þeir sem ábyrgð bera á störfum hennar á undanförnum árum að taka áfram þátt í stjórnmálum væri réttast af þeim að ljúka því verki sem núverandi formaður flokksins hóf með játningum sínum í febrúar.
Kjósendur eru ekki að biðja um kattarþvott í formi nýs nafns og nýrrar kennitölu. Þeir vilja flokk sem stendur með þeim en berst ekki sí og æ fyrir annarlegum hagsmunum.
Á meðan forystumenn Samfylkingarinnar vilja ekki skilja þetta og neita að horfast í augu við eigin verk, má ætla að nafnabreyting verði ekki til að breyta miklu um afstöðu kjósenda."
Samfylkingin hefur heldur ekki hvergi gert upp við fortíð sína. Hún naut styrkja frá útrásarliðinu sem námu milljónatugum. Hún skilaði engu til baka af því fé sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði. Hún hefur ekki gert upp við sín aflandsfélagatengsli né fornan fjárhagslegan grunn. Forverar VG, Kommúnistaflokkur íslands, Sameingingarflokkur Alþýðu-Sósíalistaflokkurinn, Alþýðubandalagið, allt voru þetta hreyfingar sem töldu sig verða að mála yfir nafn og númer eins og þá var háttur breskra landhelgisbrjóta.
Fólkið er ekki tilbúið að fylkja sér með öflum sem ekki geta gert grein fyrir sjálfum sér, hvorki í fortíð, nútíð eða framtíð eins og Samfylkingin er að berjast í um þessar mundir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.5.2016 | 08:55
Ríkið skaffi veiðivötn
þar sem Grenlækur og fleiri uppþornaðar ár féllu áður fram.
Ríkið á sem sagt að skaffa veiðibændum vatn svo þeir geti selt veiðileyfi hér eftir sem hingað til.
Frá þessu er sagt í blöðum í beinu framhaldi af rotþróamálum ferðamannastaða við Mývatn.
Það er minna gert í því að ræða orsakir vandamálanna heldur skammtíma lausnir. Ríkið bara borgi, allir borgi aðrir en þeir sem vilja græða á því sem nú vantar.
Um sáraeinfaldar kröfur hagsmunaaðilanna má lesa í blöðunum. Ríkið skaffi veiðivötn og aðrar náttúruperlur til áframhaldandi starfsemi ferðaþjónustugreifanna.
En á þjóðin einhverja ferðamannastaði, veiðivötn eða fiskveiðiauðlindir?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2016 | 12:47
Framboð Davíðs
sem nýtur langmests trausts í íslenskra stjórnmálamanna eða rúmlega þrefalds á við næsta mann, vekur sterk viðbrögð með og á móti.
Rógur andstæðinganna er hinsvegar gríðarlegur á móti Davíð. Sýnishorn er ekki langt undan ef tekinn er kafli úr skrifi prófessors doktors Þorvaldar Gylfasonar í Fréttablaðinu í dag, sem hefur verið óskorað málgagn Samfylkingarinnar og VG.
"..... Fyrir liggur að Sjálfstæðisflokkurinn gengur sundraður til næstu alþingiskosninga þar eð Viðreisn Benedikts Jóhannessonar tölfræðings er fyrst og fremst stefnt gegn Sjálfstæðisflokknum vegna vanefnda flokksins í Evrópumálum.
Það veikir flokkinn enn frekar að nú hefur fv. formaður flokksins, forsætisráðherra og seðlabankastjóri tilkynnt framboð sitt til forseta Íslands, maður sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð hvar sem hann hefur drepið niður fæti sl. aldarfjórðung. Hann kýldi kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins niður um þriðjung, kýldi lestur Morgunblaðsins niður fyrir Bændablaðið, keyrði Seðlabanka Íslands í þrot...
....Rannsóknarnefnd Alþingis ályktaði að hann hefði líkt og sex aðrir menn gerzt brotlegur við lög í aðdraganda hrunsins.
Fjórir af þessum sjö voru hátt settir sjálfstæðismenn. Nánar tiltekið segir RNA í skýrslu sinni (2. kafli, bls. 46) að seðlabankastjórinn þáv. hafi sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga í tilteknum störfum sínum við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi og eftirlit með henni.
Ætla má eftir allt sem á undan er gengið að einhverjir flokksmenn sjái e.t.v. votta fyrir tormerkjum á að senda mann með slíkan feril til Bessastaða. Stjórnmálaflokkar hafa losnað úr límingunum af minna tilefni.
Spyrjið repúblikana."
Þetta er ekki dæmigerður rógur andstæðinga Davíðs enda er prófessorinn ekki venjulegur maður heldur langt þar fyrir neðan.
En þetta er samt sagt um manninn sem sagði Íslendinga "ekki eiga að borga erlendar skuldir óreiðumanna". Þvert ofan í það sem prófessorinn og meðreiðarsveinar hans úr Háskólanum sögðu, Kúbu Gylfi, Stefán Ólafsson og hvað þeir nú heita allir saman, Steingrímur Jóhann Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir.
Hvert einasta orð og atriði í grein prófessorsins um Davíð Oddsson í tilvitnaðri grein er lygi og aftur lygi. Af því að það er prófessorinn sjálfur sem skrifar þetta undir nafni þá æsir sig enginn upp yfir þessu. Það vita allir hvernig hann doktor Þorvaldur er innréttaður.
Ég er persónulega ekki hrifinn af framboði Davíðs af þeirri eigingjörnu ástæðu að ég les hvert orð sem hann skrifar í Mogga með áfergju. Hann er besti stjórnmálapenni þjóðarinnar og sá maður sem hefur næmastan skilning á eðli hlutanna. Og man fleira en aðrir menn og kann að nota það. Reynsla hans og þekking er ótrúlega víðfeðm. Þess vegna hefði ég viljað hafa hann á Mogganum áfram til að kveða niður daglegar lygar vinstri pressunnar.
En ef hann endilega vill þetta maðurinn, þá verð ég auðvitað að gera það sem hann biður um. Og áreiðanlega verður Davíð góður Forseti, það efa ég ekki.
En ég er ekki viss um að þjóðin hafi vit til að gera sér þetta ljóst og það verður henni kannski líka fyrir bestu þegar upp verður staðið því Davíð hefur lofað að fara aftur á Moggann ef hann tapar. Og það er þá líka best eins og hann Árni Oddsson heitinn í Steypustöðinni gæti hafa orðað það.
En á meðan hann Davíð er í framboði þá hefur fólkið valið. Hvernig sem kosningin fer þá vinnur þjóðin. Það er þjóðin sem verður sigurvergarinn á hvorn veginn sem er þegar framboð Davíðs Oddssonar er gert upp.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.5.2016 kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
12.5.2016 | 12:24
Hvað er að?
þessu fólki sem ætlar að kjósa VG? Fimmti hver kjósandi aðeins?
Er þetta í framhaldi af því að Evrópusambandsflokkurinn Samfylkingin er önduð eða hér um bil? Magnús Orri Schram vill láta kjósa sig formann hennar til að leggja hana niður og ganga í aðra hreyfingu? VG eða Píarata? Eru fleiri hreyfingar í boði?
Er þetta fólk á móti afnámi vörugjalda og lækkun virðisaukaskatts? Er það á móti fullri atvinnu? Er það á móti lækkun byggingakostnaðar? Er það á móti lækkun norsku krónunnar og aukningu kaupmáttar íslensku krónunnar? Er það á móti slökunar gjaldeyrishafta? Hvort vill það ganga í ESB eða ekki? Er það á móti verðtryggingu langra húsnæðislána? Er það á móti verðtryggingu sparifjár ef hún væri í boði? Er það á móti 30 % eignaaukningu íslenskra heimila á síðustu 2 ríkisstjórnarárum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks?
Hvað vill þetta fólk í raun og veru? Hvað er að þessu fólki?
12.5.2016 | 08:46
Áður en ríkisspeninn
er tottaður á Mývatni af öllu Alþingi, þá er kannski rétt að lesa blog Jóns Kristjánssonar. Þar segir :
".....Stundum hefur þetta verið svipað í Mývatni. Byrjum með hreint borð:
1. Vatnið er tært að vori, mikið af krabbaflóm í vatninu, mikið mý, nóg fæða fyrir silung sem þrífst vel, engin hornsíli.
2. 1-2 árum síðar, hornsílum fjölgar, krabbaflóm fækkar og vatnið fer að gruggast, dregur úr vexti silunga.
3. Vatnið grænt, fullt af hornsílum, krabbinn horfinn, silungur horaður. Allt fiskafóður upp étið og það endar með því að hornsílin yfirgefa vatnið. Ég hef séð þau synda úr vatninu niður Laxá í milljónatali.
4. Aftur á byrjunarreit, hornsílin farin, krabbaflær komnar aftur og vatnið tært. Þessi hringrás endurtekur sig á 5-7 árum.
Sé rétt að hornsílin séu nú horfin úr Mývatni (stofninn hruninn eins og sagt er) þá er vatnið að færast yfir á stig 4 hér að ofan og verða tært næsta sumar. Sjáum hvað setur.
Kúluskítur og annar botngróður er horfinn vegna þess að bláþörungasúpan kemur í veg fyrir að ljósið nái niður á botninn. Vandamálið er því bláþörungurinn, hvað veldur því að hann blossar svona upp? Þekkt er að það hafa skipst á tímabil með u.þ.b. 7 ára millibili, þar sem vatnið skiptist á að vera tært og gruggugt af þörungum. Alltaf er samt sama innstreymi af næringarefnum. Hvernig má vera að stundum valdi þau þörungablóma og stundum ekki? Það hljóta að vera aðrir líf- og vistfræðilegir þættir sem þarna eru að verki. Samt er það eina sem mönnum dettur í hug núna er að ráðast í að lagfæra klóak, sem aðeins stendur fyrir um 1% af innstreymi næringarefna ef marka má nýútkomna rannsóknaskýrslu. Ráðherrann vitnar í skýrsluna og telur að ástand vatnsins sé ekki af manna völdum. Samt á að ráðast í dýrar framkvæmdir því "það er það eina sem við getum gert. Hvernig væri nú að skyggnast í hugmyndir og tillögur sem stungið hefur verið undir stólinn?
Ég stundaði rannsóknir í Laxá og Mývatni samfellt frá 1974 til 1986, var í sérfræðinganefnd um Mývatnsrannsóknir í mörg ár og var í stýrihópi um rannsóknir erlendu sérfræðinganna 1998 og 1999. Ég hef sett upp síðu um Mývatnsmál hér. Þar eru slóðir, m.a. á skýrslu erlendu sérfræðinganna."
Á að fara að moka ríkispeningum í að snúa við eðlilegri hringrás náttúrunnar? Eru ferðabændur bara að skrúfa út peninga handa sér af því að landsbyggðarsinnað Alþingi liggur ávallt vel til höggsins eins og smalamaður?
Er ekki í lagi að athuga sinn gang áður en hlaupið er til eftir pípu Steingríms J Sigfússonar?
11.5.2016 | 22:31
Hvar endar þetta múslímerí?
á Vesturlöndum?
Það var verið að lýsa því í sjónvarpinu hvernig lögreglan fer ekki inn í hverfi múslíma í Svíþjóð nema í skotheldum vestum. Þarna lifa aðfluttir múslímar sínu eigin lífi, gera fátt annað nema taka bætur og hatast við Svía og Svíþjóð. Hvar skyldi þetta enda? Eða mun þetta batna af sjálfu sér?
Mér hefur verið sagt að Ísabella og Ferdínand hafi sett Márum á Spáni úrstlitakosti á sínum tima. Annað hvort köstuðu þeir trúnni og gerðust Spánverjar eða þeir færu af yfirborði Spánar. Þeir máttu ráða því hvort þeir færu með hausinn á sér eða ekki. Munu mál þróast í þessa átt eða finnast betri lausnir?
Á Spáni skildi þetta fólk eftir sig mikil listaverk í byggingalist. Eitthvað hefur breyst með þetta fólk í nútímanum. Núna virðist það aðallega skilja eftir sig vandamál en lítið fréttist af menningu eða verðmætum.
Enoch Powell velti framtíð Bretlands fyrir sér með vaxandi fjölda múslíma. Hann talaði um það þá, að reyna að kaupa þá til að fara úr landi. Það var ekki gert og Enoch myndi varla þekkja sig í London nú til dags þar sem heilu hverfin eru undirlögð. Meira að segja múslími orðinn borgarstjóri í London.
Ég held að við höfum ekki séð neitt ennþá af nýjum þjóðernisflokkum í Vestur Evrópu sem krefjast þess að fá feðralönd sín aftur. Það er sama þótt góða fólkið geysi sig, andspyrnan gegn innflutningi óþjóða fer vaxandi. Ef ekkert verður að gert til að koma til móts við þjóðernissinnað fólk, mun eitthvað gerast sem við sjáum ekki fyrir.
Hingað flytur margt erlent verkafólk og enginn tekur eftir því né amast við því. Þetta er nefnilega flest indogermanskt siðað fólk sem er komið til að vinna. En einhverjir eru líka annarrar gerðar og liggja á sósíalnum.
Hugsanlega hætta múslímar fordæðuskap sínum einhvern tímann og fara að taka meiri þátt í efnahagslífinu lífinu í gistilöndunum. Sem þeir hafa margir ekki gert til þessa og þá heldur farið í hina áttina ef nokkuð er.
Sem betur fer er þetta vandamál hvergi orðið eins slæmt og hjá okkur og það er í Svíþjóð. Og vonandi verður innflutningurinn til okkar nægilega hægur til þess að hér myndist ekki svona ghetto eins og sjónvarpið lýsir. En það eru hávær öfl hér hjá okkur sem heimta opin landamæri og helst óheftan innflutning allra sem hingað vilja koma og setjast að.
Ég held að það sé hollt fyrir þá sem allt vilja opna að svara því hvernig við myndum taka svona þúsund Sómölum í hóp? Hversu marga slíka þolir samfélagið? Eða vildi ekki krataprófessorinn fá 10.000 Afríkumenn á Suðurlandsundirlendið í einum kipp hér um árið?
En án gamans, hvar endar þetta múslímerí?
11.5.2016 | 08:44
Óábyrgt kúkerí
hefur víst átt sér stað við Mývatn.
Þar hefur framtaksemi íbúa við að afla sér tekna af ferðamönnum frá því að Kísiliðjan hætti að dæla úr vatninu leitt til þess að þörungagróður sem þrífst af þvottaefnum líklega eins og gerðist í Lake Erie hefur útrýmt kúluskít og fleiru af botngróðri.
Þá er allt í einu fjör á Alþingi. Engum þótti merkilegt að Þistilfirðingurinn Steingrímur J. væri fremstur í flokki að garga á að hundruð milljóna verði strax settir í kaupa rotþrær handa mývetnskum ferðamönnum að kúka í.
Nú er mengun af blómlegri ferðamannastarfsemi Mývetninga orðið málefni þjóðarinnar að leysa strax. Og þingmaður eftir þingmann jafnvel af Suðurlandi tekur undir sönginn. Mývetningar geta ekki keypt sér rotþrær, það er svo dýrt.
Áður en þetta varð urðum menn langa vegu frá Þingvallavatni að hlíta fyrirmælum Þingvallanefndar og kaupa rándýrar rotþrær til allra nýbygginga á svæðinu. Ekkert heyrðist þá frá Steingrími Jóhanni sparisjóðakóngi eða hysteríska liðinu á Alþingi vegna vegna ágangs ferðamanna hér sunnanlands á gullna hringnum til dæmis. Við máttum borga allar mengunarvarnir styrkjalaust.
Einu sinni var sagt að félli hæfileg rigning félli á jarðir bænda þá væri afrakstur túnanna þeirra eign. Ef óþurrkar væru væri það málefni þjóðarinnar að borga ónýt hey og kalskemmdir.
Það var svo sem auðvitað hversu botninn í Mývatni er allt í einu orðinn vandamál þjóðarinnar. Ég hélt að hann óhjákvæmilega myndi fara í fyrra horf ef Mývetningar tækju upp ábyrgt kúkerí eins og við hér sunnanlands.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 3420572
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko