Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2016

Unnur Brá og Jón

Magnússon hæstaréttarlögmaður og fyrrum Alþingismaður tókust á á Sprengisandi hjá Páli Magnússyni um Útlendingalögin sem samþykkt voru á Alþingi nýlega með 46 atkvæðum gegn engu.

Jón fór yfir lögin og taldi að þau þjónuðu ekki íslenskum hagsmunum fyrst og fremst heldur hinum málsaðilanum svo til eingöngu, þ.e. útlendingunum sjálfum. Þau væri nokkuð einhliða í að veita útlendingum réttindi umfram Íslendinga eins og til dæmis að hverjum umsækjanda um alþjóðlega vernd, sem er nýyrði laganna um hælisleitendur, skuli séð fyrir ókeypis húsnæði, heilbrigðisþjónustu  og framfærslu. Allt atriði sem standa venjulegum Íslendingum ekki til boða.

Unnur Brá stóð undir væntingum hvað ofstopa  og frammíköll varðar. Jón rifjaði upp framgöngu hennar og ungliða á síðasta Landsfundi sem hann  sagði hafa haft fasískt yfirbragð. En þar frestaði fundarstjóri ítrekað að taka málefni flóttamanna fyrir sem hefði átt að vera með fyrstu liðum í tilheyrandi nefndaráliti en var sett aftast. Afleiðingin var að Unnur Brá og ungliðar undir stjórn Áslaugu Örnu ritara stóðu fyrir upphlaupi og skrílslátum þegar Gústaf Níelsson flutti mál sitt. Við afgreiðsluna notfærðu þau sér að flestir fundarmenn voru farnir úr salnum þegar fundarstjórinn tók málið til atkvæða allt of seint. Fyrir mér sem var viðstaddur var útilokað að taka þetta öðruvísi en sem ásetningsbrot þessa hóps og til viðbótar líklega undirbúið frá æðstu stöðum.

Unnur Brá neitaði auðvitað öllum ásökunum Jóns en sýndi ítrekað að henni er laus tungan í framköllum og upphrópunum.

Jón lagði höfuðáherslu á að með samþykkt laganna, sem greinilega voru ekki mikið aðkallandi þar sem gildistöku er frestað um heilt ár, væru Íslendingar að afsala sér stjórn á ytri landamærum okkar þjóðríkis. Frammíköll og fullyrðingar Unnar Brár gátu ekkert handfast lagt til málanna til að hnekkja þessari fullyrðingu Jóns sem hlýtur að standa óhögguð. Unnur Brá meira að segja tók undir þetta með því að taka fram að lögin hefðu enn ekki tekið gildi.

Jón taldi rangar áherslur ráða í vali flóttamanna þar sem við sinntum ekki að hjálpa kristnu fólki í hrjáðum löndum sem sætti beinlínis ofsóknum og útrýmingu. Þetta fólk væri sannarlega meira hjálparþurfi en þau 75 %  ungra karlmanna sem einkenndu raðir evrópskra flóttamanna. En þetta val er undir áhrifavaldi alþjóðlegra glæpamanna og ætti þátt í að velja  handa flóttamenn okkur til skyldugrar viðtöku.

Jón gagnrýndi lögin fyrir að greiða fyrir innflutningi annars fólks en flóttafólks með sameiningarákvæðum fjölskyldna sem jafnvel heimiluðu ólöglegum unglingi, sem við mættum ekki einu sinni rannsaka lengur til að sannreyna upplýsingar viðkomandi, að fá fjölmenni til landsins fengi hann hæli.

Jón Magnússon lögmaður sannaði enn einu sinni að hann er rökfastur, öfgalaus og málefnalegur og flytur sitt mál af þekkingu. Sama verður ekki sagt um Alþingismanninn Unni Brá Konráðsdóttur sem er lituð af eigin öfgum í málefnum flóttamanna.

Það stendur eftir óhaggað að samþykkt þessara laga var óþarfa fljótaskrift í vinnslu og afgreiðslu eftir úreltum fyrirmyndum skandínavískra fyrirmynda og forsögn einhvers lagastúdents og er því Alþingi til enn einnar skammar  hvað vinnubrögð varðar.

Afleiðingar þessara nýju útlendingalaga  verða landi og þjóð til stórrar bölvunar ef ekki verður að gert á næsta þingi.

 


Bjarni Ben mun standa við orðin!

Grein í Morgunblaðinu:

Réttlætismál aldraðra

 

Eftir Bjarna Benediktsson

BB-mynd1"“Frelsi einstaklingins til að ráða sínum málum sjálfur, afla sér tekna og verja þeim að vild á ekki að ljúka þegar lífeyrisaldri er náð.”

Um daginn hitti ég mann sem er kominn yfir sjötugt. Hann sagði mér að hann væri hættur að vinna – aftur. Hann hafði hætt þegar hann komst á aldur en síðustu ár hefur orðið heldur þrengra í búi hjá honum og konu hans og þess vegna tók hann því feginshendi þegar honum bauðst vinna hjá sama vinnuveitanda og áður. Vinnan var ekki mikil og launin þannig séð ekki heldur, en hann hugsaði sem svo að það munaði um allt og svo var líka ánægjulegt að fara reglulega út úr húsi, starfið var skemmtilegt og vinnufélagarnir líka.

Hver var ávinningurinn?

Ekki leið á löngu þar til hann áttaði sig á því að þrátt fyrir að launin næmu 80.000 krónum á mánuði, jukust ráðstöfunartekjurnar ekki um nema rúmar 4.000 krónur á viku. Að hans sögn skilaði vinnan vegna skerðinga innan við 20.000 krónum betri stöðu í lok mánaðar. Þrátt fyrir að þessi maður hefði ánægju af starfinu og fengi þó meira en ella í vasann, sagði hann upp. Hann sagði að það hefði verið hæpið að það svaraði kostnaði fyrir hann að sækja vinnu enda fylgja því alltaf einhver útgjöld, ekki síst þegar aka þarf talsverða vegalengd, eins og í þessu tilviki, með bensínverðið eins og það er.

Þarna er maður, góður í sínu fagi, sem getur lagt til verðmæta þekkingu og nýtur þess að vera virkur á vinnumarkaði. En – honum sárnaði virðingarleysið sem fólst í því að skerða tekjur hans með þessum hætti og hvatinn til þess að vinna gufaði upp.

Ástæðan er sú að árið 2009 voru tekjumöguleikar aldraðra skertir með því að afnema rétt fólks yfir sjötugu til að vinna fyrir launum sem þessum án þess að það hefði áhrif á bætur.

Sé fólk í þeirri stöðu að geta og vilja vinna á það að hafa möguleika á því án þess að skerðingar bóta leiði til þess að allur hvati sé af því tekinn. Hér gæti einhver sagt að bætur væru einungis fyrir þá sem þurfa á þeim að halda og engar hafa tekjurnar. Það er rétt svo langt sem það nær en það er fleira sem hangir á spýtunni. Ef of langt er gengið í skerðingum upplifir fólk hvorki tilgang né sanngirni í þeim stuðningi sem stjórnvöld veita. Við verðum að gera kröfu um að lög og reglur styðji við sjálfshjálp, tryggi umbun fyrir að leggja sig fram og festi ekki aldraða í fátæktargildrum.

Þungar byrðar á aldraða

En þetta er ekki það eina sem hefur rýrt kjör eldri borgara á þessu kjörtímabili.

Tekjutengingar vegna maka- og fjármagnstekna hafa verið stórauknar. Grunnlífeyrir hefur verið skertur og stór hópur sem áður fékk slíkan lífeyri gerir það ekki í dag. Bætur hafa ekki haldið í við verðlag.

Þegar metnar eru breytingar á fjárlögum innan líðandi kjörtímabils kemur í ljós að aldraðir standa undir um 10% varanlegs niðurskurðar í ríkisrekstrinum. Samtals má áætla að ríkisstjórnin hafi dregið úr greiðslum til málaflokksins um a.m.k. 13 milljarða. En aldraðir hafa að sjálfsögðu ekki, frekar en aðrir þjóðfélagshópar, sloppið við skattastefnuna og þannig er sótt að þeim úr tveimur áttum.

Fjöldi eldri borgara, sem hafa orðið fyrir barðinu á svonefndum auðlegðarskatti, hefur litlar eða engar tekjur til að standa undir slíkum greiðslum. Um 300 manns með tekjur undir 80.000 krónum á mánuði reiddu fram 430 milljónir í þennan skatt árið 2011. Þennan skatt þarf að afnema hið fyrsta.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar einnig að afturkalla þá kjaraskerðingu, sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009. Skerðingum vegna greiðslna á ellilífeyri, krónu fyrir krónu, verður hætt og hann leiðréttur til samræmis við þær hækkanir sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009.

Réttlætismál

Sjálfstæðisflokkurinn mun bæta stöðu aldraðra. Draga aftur úr tekjutengingum og hjálpa fólki til sjálfshjálpar með því að leyfa öllum yfir 70 ára aldri að afla sér tekna án skerðinga. Hækka að nýju lífeyrisgreiðslur, tryggja að aldraðir á dvalarheimilum haldi fjárhagslegu sjálfstæði og eyða þeirri mismunun sem birst hefur í aðgerðum stjórnvalda undanfarin ár.

Frelsi einstaklingins til að ráða sínum málum sjálfur, afla sér tekna og verja þeim að vild á ekki að ljúka þegar lífeyrisaldri er náð. Aldraðir eiga að njóta efri áranna með reisn. Þeir eiga að hafa raunverulegt val um hvernig þeir haga lífi sínu, hvort sem það felst í að búa á dvalarheimili eða í eigin húsnæði, stunda vinnu eða ekki.

Það er réttlætismál að veita öldruðum raunverulegt frelsi til að njóta ávaxta ævistarfs síns. Í þágu þess réttlætismáls ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að vinna".

Morgunblaðið 9. apríl 2013
Eftir Bjarna Benediktsson
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1461472

Nú eru að koma kosningar. Kjósendur hafa tækifæri til að bera saman orð og efndir.

Bjarni Benediktsson hefur heitið þvi að Sjálfstæðisflokkurinn undir sinni forystu muni færa sig nær miðjunni með því að gleyma ekki gildi samhjálparinnar og aðstoðar við þá sem minna mega sín.

Ef nokkrum íslenskum stjórnmálamanni er treystandi til að reyna af öllum mætti að standa við orð sín, þá er það Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins.

 


Trump

hefur sigrað Repúblíkanaflokkinn, klíkurnar og gáfnaelítuna, eins og hér stjórna Sjálfstæðisflokknum. Maður að utan snýr þetta lið niður svo að það veit ekki sitt rjúkandi ráð.

Hann segist ætla að gera Bandaríkin stór aftur. Skilur einhver hvað hann er að fara? Erum við ekki orðin svo dofin af kratéríinu og bullinu um eitthvað félagslegt réttlæti sem aldrei kemur, að við skiljum ekki hvað hann á við?

Ég horfi bjartsýnn fram á veginn með Trump. Hann getur varla orðið verrri en Hussein Obama og Hillary Clinton sem skilja eftir sig óleyst vandamál vígaslóðanna hvert sem litið er.

Látum manninn spreyta sig! Reynum að styðja hann frekar  en að bregða fyrir hann fæti! Hans bíður það erfiða verkefni að verða forseti heimsins alls með sín milljón vandamál. Endurreisa traust á orð og efndir heiðarlegs fólks, sem nú eru um margt bara gengisfelld orðin tóm ef maður hugsar til Líbýu og Afgahnistan. 

Áfram Trump! Þú getur þetta!

 


Breivik

á fimm ára starfsafmæli frá útey í dag.

Á þessum fimm árum sem liðin eru þá finnst mér ég hafa séð mikinn fréttaflutning sem tengist þessum manni. Ekki vegna þess hvað hann gerði heldur vegna allskyns deilna um réttindi hans sem fanga. Hann krefst þessa og hins á grundvelli mannréttinda að manni skilst.Og allt kerfið skelfur í deilum við hann.

Clint Eastwood í hlutverki atvinnumorðingja er látinn segja við ungan og upprennandi drápara í myndinni Unforgiven. "Það er djöfuls mikill hlutur að drepa mann. Taka af honum allt sem hann á og mun nokkru sinni eiga".

Ég veit ekki hvað öðrum finnst um þennan mann Breivik. En fyrir mér tók hann allt af tugum saklauss fólks án þess að spyrja leyfis og án gilds tilefnis að dómi flestra. Hvað gerir hann að manni eftir þetta sem hefur alls kyns réttindi? Er hann ekki frekar eins og óður hundur sem í stað þess að vera lógað strax er settur í geymslu? Þar fær hann það sem hæfir óðum hundi sem ekki skilur atferli sitt vegna ólæknandi sjúkdóms síns. Gæslu, mat, bæli og skammtaða útiveru. Ber honum eitthvað fleira?

Víst er að upp eiga eftir að koma álitamál þar sem fjöldadráparar koma við sögu. Hvað á að gera við þá sem sannarlega hafa barist og drepið í röðum ISIS? Hvað réttindi eiga þeir að fá við heimkomuna? Hvað ætlum við að gera þegar slíkt verður lagt fyrir okkur?

Á sínum tíma var sjóránum útrýmt með aðferðum sem væru ekki leyfðar dag. Þau hurfu. Hvernig mun okkur ganga að eiga við sveitir sem lúta öðrum siðferðislögmálum en við gerum? Flytjast okkar hugmyndir um mannréttindi yfir á þá ef við ráðum? Myndu þeirra hugmyndir um siðferði ekki flytjast yfir á okkur ef þeir fengju að ráða?

Svo hvað á að gera? Flestir munu segja að ekki tjói að bjóða fólki eins og Breivik hinn vangann eða rétta óðum hundi hinn fótinn eftir að hann hefur bitið í þann fyrri. Hvernig stöðvaði franska lögreglan fjöldamorðingjann í Nice? Erum við undirbúin? 

Byssan er eini vinur hermannsins sagði maður sem hafði verið á vígstöðvunum í Rússlandi. Hvað sem okkur kann að finnast um vopn þá eru þau til. Það skiptir öllu máli hverjir halda á þeim. Breivik var rangur maður með byssu á röngum stað og auk þess í lögreglubúningi. Aðeins góður maður með byssu á sama stað hefði getað breytt einhverju.

Verðum við ekki ávallt að búast við Breivik?


Erdogan heppinn

að til var ágætt plan fyrir alræðisvaldtökur.

Maður hér Adolf Hitler.Hann gerði svona áætlun 1933. Brenndi Þinghúsið líklega sjálfur, kenndi kommúnistum og byltingartilraun þeirra um, lét handtaka alla andstæðinga á grundvelli neyðarákvæða í stjórnarskránni, afnam ritfrelsið og málfrelsið og stjórnaði síðan eins og ekkert væri sjálfsagðara. Allir nema þessi "hálfameríska fyllibytta" eins og hann kallaði Winston hinumegin við sundið viðurkenndu hann og stjórn hans.  Chamberlain fór að hitta hann eins og hann væri alvöru maður en ekki ótíndur valdaræningi. Þó hann hafi eitt sinn verið löglega kosinn sá hann til þess að þurfa ekki að fara í kosningar aftur.

Erdogan er bara heppinn að hafa forskrift?


Evran stóðst prófið

segir Þorvaldur Gylfason í Fréttó í gær þegar hann ber saman talnaturna um Írland og Ísland frá hruni.

Þorvaldur sleppir tölum um atvinnuleysi ungs fólks á Írlandi. Þær lækkuðu úr 19.1% í Mars s.l. í 18 %. Atvinnuleysi karlmanna féll á sama tíma úr 10.2 % í 9.0%

Hugsið ykkur hvernig hér væri umhorfs við það ástand? Þorvaldur segir þetta sanna að björgun írsku bankanna á kostnað almennings hafi verið rétt og evran hafi staðist prófið. Við Íslendingar gátum ekki borgað Icesave vegna þess að við fengum ekki aðstoð evrubankans en hefðum auðvitað átt að gera það líklega að mati Þorvaldar.

Mikilvægt er að trúa ekki talnaturnum evrusósíalista eins og próf.dr. Þorvaldar sem enginn veit hvernig eru fengnir. Efnahagsstefna hans frá tíð fyrri stjórnar hefur hingað til reynst álíka og stjórnarskrármálið sem hann stóð í stafni fyrir og hefur við hvert tækifæri reynt að skýra með eftiráspeki og hálfsannleika. Tölurnar um atvinnuleysið á Írlandi segja okkur allt sem þarf. Þær eru í sömu átt og í evrulöndunum Portúgal og Spáni.

Hvað framtíð sér Þorvaldur fyrir unga fólkið í  þessu hálfdauða skrifstofuveldi gamlingjanna í Brossel? Evran hefur ekki staðist prófið nema sem  millibankamynt. Fyrir fólkið og atvinnulífið er hún dragbítur utan Þýzkalands.

 


Buchanan skrifar Barack

eitt lítið lettersbréf út af kynþáttamálum í US 

 

"Þú segir að við þurfum að eiga samræður um kynþætti  í Ameríku. Sanngjarnt.

En í þetta skiptið, það verður þá að vera samtal í báðar áttir.

Hvíta  America þarf að fá að heyrast, ekki bara hlusta á vandlætingarfyrirlestra.  

Í þetta sinn, þá þarf hinn þögli meirihluti  að láta sannfæringu sína, umkvörtunarefni  og kröfur sínar heyrast.

Meðal þeirra eru þessir þættir:

 

Í fyrsta lagi hefur  Ameríka hefur verið besta land á jörðinni fyrir svarta fólkið. Það var eitt sinn hér sem 600.000 svart fólk, sem kom frá Afríku í þrælaskipum , fékk að vaxa  í 40 milljóna samfélag, var kynnt kristnu hjálpræði, og náði mesta frelsi og velmegun  sem svartir hafa nokkursstaðar náð.

Jeremía Wright ætti að fallst á kné  og þakka Guði að hann er bandarískur.

 

Í öðru lagi, hefur engin þjóð neinstaðar   gert meira til að lyfta svörtu fólki upp  en hvítir Bandaríkjamenn. Ómældum  trilljónum dollara  hefur verið varið frá sjöunda áratug síðustu aldar til velferðar þeirra, matvæla, matarmiða, húsaleigubóta, húsnæðis samkvæmt  kafla 8 , Pell-styrkja , námslána, lögfræðiþjónustu, heilbrigðisstyrkja Medicaid, launatekjur,  skattaafslátta, og  fátækrahjálp  sem ætlað er að koma í African-American samfélaginu á fæturna  í almennum skilningi.

Stjórnvöld, fyrirtæki og framhaldsskólar hafa tekið þátt í mismunun gagnvart hvíta fólkinu - við sértækar aðgerðir, sérstakar samninga úthlutanir  og kvóta - til að setja svarta umsækjendur  framar  hvítum umsækjendum.  Kirkjur, sjóðir, borgaralegir hópar, skólar og einstaklingar um alla Ameríku hafa gefið tíma sinn og peninga til að styðja súpu- eldhús, fullorðinsfræðslu, dagvistun, starfslok og hjúkrunarheimili fyrir svart fólk.

Við heyrum kvartanirnar .

En henær heyrum við þakklætið?

 

 

Hvaða fleiri tækifæri þarf hvíta fólkið  að gefa til að hjálpa svarta fólkinu?

 

Ef fátæka hvíta fólkið hefðu  fengið þessi tækifæri  væri ekkert fátækt hvítt fólk  eða lægri stétt hvíts ruslfólks!

 

Helsta vandamálið hvers vegna svertingjum gengur svona illa í framförum  er þessi sífelldi    "Þeir skulda mér"-  þáttur æi hugsun þeirra!

Fáið það inn í höfuðið öll sömul!  Enginn skuldar þér neitt!

 

Obama talar um nýja "stiga af tækifærum " fyrir svarta.

Látum  hann fara til Altoona! Og Johnstown, og spyrja hvítu krakkana í kaþólskum skólum hversu margir voru heimsóttir nýlega af  Ivy League liðsoddum sem voru að útdeila styrkjum fyrir  "verðug" hvít börni?

 

Er það virklega hvítu Ameriku að kenna  að glæpatíðmi og fangelsun  Afríku-Bandaríkjamanna  eru sjö sinnum hærri en hvítu Ameríku?

 

Er það virkilega að um að kenna hvítu Bandaríkjamönnunum  að lausaleikur barna í African-American samfélaginu hefur náð  70% og brottfall svartra úr framhaldsskólunum í sumum borgum hefur náð 50%?

 

Er það fyrst og fremst hvítu Ameríku að kenna  þessi  bilun í svarta samfélaginu sjálfu?

 

Hvað varðar rasismann ,er  ljótasta birtingarmynd hans  kynþáttablandaðir glæpir  og þá sérstaklega kynþáttablandaðir  ofbeldisglæpir.

Er  Barack Obama ljóst að á meðan hvítir glæpamenn velja svört fórnarlömb  í 3% af tilvikum,  þá velur svartur glæpamaður hvítt fórnarlömb í 45% tilvika?  

Er Obama ljóst að svart-á-hvítt nauðganir eru 100 sinnum algengara en hið gagnstæða,  að svart-á-hvítt rán voru 139 sinnum algengari á fyrstu þremur árum þessa áratugar en á hinn veginn?

 

Við höfum öll heyrt auglýsingu upp í kok frá séra Al um Tawana Brawley, Duke nauðgunartilvikið  og Jena.  Og allt reyndist vera blekkingin ein.

En um faraldur  árása svartra á hvíta sem eru raunverulegar, heyrum við ekkert um.

 

Því miður, Barack, sumir af okkur hafa heyrt þetta allt áður, fyrir  um 40 árum  og 40 trilljón skattdollurum síðan.

 

Þessum staðreyndum þarf að dreifa vegna þess  að þetta er boðskapur sem allir þurfa að heyra!

 

Allt í lagi, viltu gera það ?  Ég gerði það af því að ég stend fyrir  betri Ameríku. Ég er ekki kynþáttahatari, ég er ekki ekki ofbeldismaður, ég vil bara ekki þegja lengur.

 

Treystum Guði!

 

- Hetjur ganga ekki með loðkraga ... þeir hafa hundamerkið um hálsinn.

 

(dog tag = hundamerkið. Það er  hermerkið með númerinu sem hver hermaður ber í keðju um hálsinn . Því er svo stungið milli tannanna á líki hans)

(Pell styrkir allt að rúmir 5000 $ til nema á lægra menntunarstigi),

 

(Patrick Buchanan hefur verið senior ráðgjafi þriggja Bandaríkaforseta, tvisvar í framboði sem forsetaefni republíkanaflokksins og tilnefndur af umbótaflokknum árið 2000)

(40 milljónir avartra eru aðeins 12 % af bandarísku þjóðinni en fremja meirihluta allra glæpa í Bandaríkjunum.)

 

Er ekki nóg af fólki hérlendis sem geta sagt Bandaríkjamönnum til varðandi þetta vandamál? Svartir eru ekki að meika það í Bandaríkjunum. Hvorki núna né áður. Þeir sökkva æ dýpra fyrir eigin tilverknað meira en nokkuð annað. Það er eins og þeir aðlagist ekki venjulegu lífi stöðugleika eins og þeir hvítu. Þeir tolla ekki í hjónabandi. Þeir tolla illa á skólum, þeir eru glæpa-og ofbeldishneigðir. Það er staðreynd mála í Bandaríkjunum. Þótt reynt hafi verið og reynt sé  að sporna við þessari þróun, þá er árangurinn ömurlegur. Afstaða svarta mannsins er hatursfull og hann kennir þeim hvíta um eigin ófarir á áberandi hátt eins og Patrick minnist á. Svo mjög að það byrgir honum sýn.

Svo hittir maður svart fólk í Bandaríkjunum sem er kurteist og vel upp alið sem sýir að þetta þarf ekki að vera svona. En svarti maðurinn verður að vilja breytast sjálfur sem hann sýnir ekki mörg merki um að vilja. 

En þetta bréf skrifaði Patrick J. Buchanan en ekki ég og hann er að tala um mál sem ég veit minnst um.

 


Færeyska leiðin

er að taka á sig mynd.

Þeir eru farnir að bjóða upp veiðiréttinn og fá margfalt okkar auðlindaverð fyrir kílóið. Þeir eru að fara að breyta kerfinu varanlega á næsta ári.

Hvað með okkur? 12 krónur íslenskar í auðlindagjald.

Í Færeyjum er verið að selja þorkkílóið á meira en 6 krónur danskar. Aðrar tegundir eins og makríll og síld kosta sama.  108 krónur kílóið íslenskar?

Þúsundmilljón kíló sinnum 12 kr. eru núna seld á 6 milljarða til kvótagreifanna.  Þau verða seld í Færeyjum á sexhundruð milljarða. Vantar ekki þjóðinni aura?

Fyrr má nú rota en dauðrota. Færeyska leiðin getur hrist upp í islenska kerfinu.


Tökum bjössana

lifandi þegar þeir koma.

Ef við eigum nokkra selskrokka tiltæka þá látum við þyrlu fljúga með þá til ísbjössa þar sem hann er að snússa sig í fjöru. Þegar hann er búinn að éta nóg þá verður hann spakur og þá er auðveldara að komast að honum til að svæfa hann. Þá keyrum við búrið til hans og keyrum hann svo heim til Jóns Gnarr og besta flokksins á bíl.Þeir sögðust kunna með ísbirni að fara hér um árið.

Þarf þetta að kosta svo mikið? Er ekki löglegur lifandi hvítabjörn líka gulls í gildi handa dýragörðum? Hefur það verið kannað?

Mér finnst frekar snautlegt að geta ekkert annað en drepið þessi grey sem hrekjast hingað ef jafnvel er hægt að græða á þeim.

Tökum bjössa lifandi með því að spekja þá fyrst.


Flugumferðarstjórn frestað

þar til 2017. Félag flugumferðarstjóra vann algeran sigur á ríkinu eftir að valda þjóðinni milljarða tjóni og eyðileggja sumarið fyrir almanna- og kennslufluginu almennt. Það fékk viðurkenningu á að það á auðlindina íslenska flugumferð og nýtir hana og skammtar að eigin vild og geðþótta.

Þeir ráða þjálfun umfangi, vinnutíma, fjölda, kaupi, veikindum.Vinna ekki ef þeir nenna ekki. Náðu öllu sínu fram. Isaviu er líklega fjandans sama hvað flugumferðarstjórar hafa í kaup meðan þeirra yfirstjórn í oháeffinu getur haft það eins og hún vill í lúxus, ferðalögum og risnu.

Það eru kosningar og ekkert stjórnmálaafl mun nenna að velta fyrir sér að koma fram skipulagsbreytingum í flugumferðarstjórn.

Þó það eigi ekki við í þessu samhengi þá er það mála sannast að eftir að við fórum að elta Evrópudelluna og tókum upp JAR-inn er reglugerðarfarganið orðið þvílíkt að menn sneiða hjá öllum þeim samskiptum við íslenska kerfið sem þeir geta. Það er víst orðið svipað og með fragtskipin að menn forðast að skrásetja einkavélar hérlendis vegna kostnaðar en flugið sjálft fer út í fisvélar til að losna við kostnaðarvitleysuna við venjulegar vélar og einokunarokur flugvirkjanna.

Degi Bé og Essbirni er svo líklega að takast að loka Reykjavíkurflugvelli og þingmenn okkar og kjörnir fulltrúar bara glápa á atburðina eins og naut á nývirki. Það liggur ekki fyrir hvort Félag Flugumferðarstjórar er sammála lokuninni eða ekki, það vandamál verður þá minna í sniðum. 

Það er ástæða til að óska Félagi Flugumferðarstjóra til hamingju með árangurinn. Þeir hafa fengið viðurkenningu á að þeir ráða flugumferðinni á Íslandi sjálfir. Þeir virðast fara aðeins eftir þeim lögum og reglum sem þeim passar sjálfum og gefa dómurum og yfirvöldum langt nef ef þeim sýnist svo.

Sannið til, að 2017 mun þetta allt endurtaka sig eftir frestun núna nema í stærri stíl og allir þykjast hissa.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband