Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017
20.1.2017 | 11:35
Spítali í Dubai
er risinn. Hann er 3000 m2 að grunnfleti og 10 hæðir. Samtals 30.000 m2. Myndi líklega duga okkur ef við fengjum að nota teikningarnar og kaupa allan sama búnaðinn og þarna er að finna frá Suður-Kóresku fyrirtæki sem sá um allt tæknilegt. Ekkert mál að byggja 10 hæðir á spítalalóðinni með góðum bílakjöllurum undir.
Íslenskur læknir, Gísli Einarsson var hátt settur við þessa framkvæmd þannig að hæg heimatökin ættu að vera að spyrja hann út í þetta til samanburðar við okkar áætlanir.
Íslendingar eru að setja saman hóp teiknara með margvíslega reynslu eins og af stólahönnun, íbúðarhúsabyggingum og járnateikningum, pípulögnum, sem geta nýst til að teikna lágreistan spítala við Hringbraut þar sem hægt er að ferðast lárétt á hlaupahjólum eftir göngunum í stað lyfta upp og niður. Þessi hönnunarkostnaður á eftir að hlaupa á stórum upphæðum. Hagvöxtur og skattgreiðslur auðvitað líka?
Af hverju má ekki bera saman kostnað af því að kópéra spítalann í Dubai og því byrja allt frá grunni hér?
20.1.2017 | 09:12
Málsmeðferðin 84 dagar
Svo segir í Mogga í dag:
"Kærunefnd útlendingamála sinnti á síðasta ári fjórfalt fleiri málum hælisleitenda en árið 2015. 450 mál komu til kasta nefndarinnar árið 2016 og 122 mál árið 2015.
Málsmeðferðartími styttist frá fyrra ári, en síðustu þrjá mánuði ársins var hann 84 dagar að meðaltali og þar með undir 90 daga málsmeðferðarmarkmiðum stjórnvalda.
Nefndarmönnum í kærunefndinni var á árinu fjölgað úr þremur í sjö og var varaformaður skipaður í fullt starf við nefndina. Staðfestingarhlutfall úrskurða þar sem vísað er úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar hækkaði úr 73% í 82% milli ára. Í öðrum hælismálum fór hlutfallið úr 63% í 80%.
Í tilkynningu frá kærunefndinni segir að þrátt fyrir góðan árangur á síðasta ári gefi fjárheimildir kærunefndarinnar vegna ársins 2017 ekki ástæðu til bjartsýni.
Tvöfölduðu fjölda starfsfólks
Hjörtur Bragi Sverrisson er formaður kærunefndar útlendingamála. Að hans sögn fjölgaði málum skyndilega hjá nefndinni í haust.
»Við réðum inn hóp af nýjum lögfræðingum og settum strax upp nýja ferla til að tækla þennan málafjölda. Þetta gekk framar vonum, það er auðvitað erfitt að ráða við skyndilega fjölgun mála,« segir hann.
Níu nýir lögfræðingar voru ráðnir til starfa hjá nefndinni en nú starfa þar alls nítján manns. Hjörtur Bragi segir fjárframlög fyrir næsta ár lægri en þau vorufyrir árið 2016.
»Ef það verður engin breyting verðum við ekki með mikla starfsemi eftir mitt ár. Eins og við vitum voru fjárlögin samþykkt undir óvenjulegum kringumstæðum þannig að menn höfðu kannski ekki allar upplýsingar sem þeir þurftu. Nú erum við komin með nýjan ráðherra sem er mjög öflugur og ætlar að taka þessi mál föstum tökum. Ég hef fulla trú á að þetta bjargist,« segir hann."
Hvers vegna er ekki hafðir háttur Norðmanna á því að vísa hælisleitendum brott innan 48 tíma þó að kærumeðferð standi yfir? Af hverju þurfa þeir að vera hér í þriggja mánaða leyfi í boði íslensk skttalmennings áður en þeir fara til baka til þess lands sem þeir komu fyrst til innan 48 tíma sem er bæði rétt og löglegt?
20.1.2017 | 09:07
Vilhjálmur Bjarnason
skrifar merka vísindalega grein um vægi landbúnaðar í þjóðarframleiðslu. Þar sem vinstri menn lesa ekki Moggann og heyra ekki hagfræðilega útreikninga um þátt landbúnaðar í krónusköpun þjóðarinnar, er þörf á að vekja athygli á þeim staðreyndum sem Vilhjálmur dregur saman.
Hann segir:
"Það er aldrei talað illa um nokkurn mann í skýrslu. Það sem logið er, er oft merkilegri staðreynd en sönn saga sem sögð er í einlægni. Og menn verða skynskiptingar á því einu að flytja úr sveit á möl. Þegar á mölina er komið vilja menn halda búskap sveitarinnar áfram með sauðfé og hænsn.
Jón heitinn Sigurðsson, sá er stendur á Austurvelli og situr fyrir á fimmhundruðkallinum, var gagnmerkur hagfræðingur. Meðal hans öndvegisrita eru Landshagskýrslur. Það er í raun undravert hverju Jóni heitnum tókst að skrapa saman af gagnlegum upplýsingum um landshagi án þess að tala illa um nokkurn mann.
Landshagur
Það hafa verið haldnir þjóðhagsreikningar með misskipulegum hætti nú á aðra öld á Ísland. Þannig er hægt að sjá að hagvöxtur á Íslandi hefst á síðasta tug 19. aldar og iðnbylting hefst með vélvæðingu bátaflotans og togurum í upphafi 20. aldar. Með ályktunum og lestri gagna virðist sem framleiðni í landbúnaði hafi ekki haldið í við framleiðni í sjávarútvegi í upphafi 20. aldar. Það var endanlega staðfest með gengishækkun 1924.
Á sama tíma byrjar Thor Jensen á framkvæmdum við fyrirhugaðan stórbúskap á Korpúlfsstöðum með aðkeyptu vinnuafli í formi heiðursmannabúskaps að erlendri fyrirmynd. Sá búskapur bar sig aldrei og gat aldrei gengið nema með því að togaraútgerð Kveldúlfs borgaði með. Þegar harðnaði í ári hjá togaraútgerðinni eftir 1930 varð búskapur á Korpúlfsstöðum vonlaus. Skáldið Gunnar Gunnarsson gerði sér grein fyrir því hvað hafði gerst þegar hann var búinn að sturta niður nokkur hundruð milljónum á núvirði á Skriðuklaustri nokkru síðar. Þannig er hver maður sinn eigin heimur.
Nýbýlalög 1924
Það var mikil bjartsýni eða draumórar sem nálguðust brjálsemi í nýbýlalögum frá 1924 þar sem gert var ráð fyrir því að á næstu 50 árum myndu verða stofnuð tvö nýbýli í hverri sýslu landsins næstu 50 ár. Þannig yrðu lögbýli á landinu um 7.500 árið 1975. Sennilega eru þau nær 2.700 í dag þar sem framleiðsla er stunduð.
Vissulega voru stofnuð nýbýli og jafnvel heilt hverfi vestan Ingólfsfjalls í Ölfusi. Nú er engin mjólk framleidd í nýbýlahverfinu. Mjólkurframleiðendur á landinu eru nú 665, en nautgripir eru á 853 búum. Sauðfjárbændur eru 2.191, af þeim eru 2001 með greiðslumark. Áhersla virðist lögð á að mjólk sé keyrð á nagladekkjum sem lengstan veg til afurðastöðva.
Margar þingræður voru fluttar á síðasta kjörtímabili um glæsta möguleika í landbúnaði.
Landshagskýrslur árið 2015
Samkvæmt landshagskýrslum fyrir árið 2015 er landsframleiðslan röskir 2.200 milljarðar króna en að frádregnum vöru- og framleiðslutengdum sköttum og styrkjum, nettó, námu vergar þáttatekjur þjóðarbúsins rúmum 1900 milljörðum.
Vergar þáttatekjur landbúnaðarframleiðslu, sem mæla hlutdeild í landsframleiðslu, eru 1,07% en ef beingreiðslur eru taldar frá eru hlutdeild landbúnaðar í landsframleiðslu 0,44%.
Af þessum 0,44% má rekja um 0,05% til nautgripa- og mjólkurframleiðslu en sauðfjárbúskapur er neikvæður um svipað hlutfall.
Hlutur alifuglaræktar er eins og þokkalegs vertíðarbáts, en hlutfall eggjaframleiðslu er eins og lítils togara. Í þingræðum er þetta talið til undirstöðu landsframleiðslu.
Til samanburðar má geta þess að hlutdeild Icelandair Group hf. er sem næst 3,6% af landsframleiðslu. Þar eru engar beingreiðslur. Þetta er mikil umbreyting frá þeirri sálaruppörvun fyrir annnesjamenn að hugsa til þeirra tíma þegar þjóðin var og hét þjóð og lifði af landinu.
Skattspor
Nú er mjög rætt um hvernig megi ná meiri tekjum hér og þar. Vert er að huga að því hvað ýmis fyrirtæki og starfsmenn þeirra greiða í opinber gjöld. Þá kemur í ljós að tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Vestmannaeyjum og starfsmenn þeirra greiða um 6 milljarða í opinber gjöld árið 2015. Á sama hátt kemur í ljós að IcelandairGrouphf. og starfsmenn þess fyrirtækis greiða um 24 milljarða í opinber gjöld á þessu viðmiðunarári.
Ógæfa landbúnaðar
Sennilega er það ógæfa íslensks landbúnaðar að hafa ávallt búið við það að forsjá landbúnaðar hefur ávallt verið í höndum Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks á stjórnarheimilinu. Það hefur leitt til þess að reynt hefur verið að viðhalda stöðnun í landbúnaði í sveitum landsins með verndaraðgerðum. Í þeim tölum, sem hér eru birtar er ekki fjallað um lífskjör þeirra, sem hafa landbúnað að aðalstarfi. Það er sérstakur kafli. Þó má nefna að einn félagsmálaráðherra sagði eitt sinn að ekki væri til fátækt á Íslandi nema ef vera skyldi fátækir bændur. Reyndar var það svo þegar búið var að þýða skáldverkið Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness á rússnesku, að þarlendir fundu það út að hlutskipti íslenskra bænda væri svipað og hlutskipti bænda í Rússlandi á keisaratímanum. Ekki hefur verið mælt hvort breyting hafi orðið á.
Nú hefur það gerst að stjórnarmálefni landbúnaðar heyra ekki undir þessa tvo flokka. Þá er að sjá hvort atvinnugreinin og þeir sem að henni starfa eiga sér glæsta framtíð, eða hvort aldarlöng þróun heldur áfram. Eða hvort fegurðin stendur nær hinu ljóta en nokkuð annað.
Lífskjör og lifnaðarhættir
Tölur úr landshagskýrslum eru vísbending um lifnaðarhætti. Hagvöxtur liðinna ára, sem hefur lagt grunn að góðum lífskjörum, sem veita þann munað að beingreiðslur til landbúnaðar nema 0,6% af landsframleiðslu, byggjast á vexti framleiðslu- og þjónustugreina í landinu. Sjálfsþurftarbúskapur landbúnaðarsamfélagsins var leystur af framleiðslusamfélagi og síðar þjónustusamfélagi. Enginn saknar þeirra 5.000 lögbýla og grasbýla sem reiknað var með í nýbýlalögunum frá 1924.
Lífskjör verða ekki bætt með ofuráherslu á landbúnað. Framleiðsla á samkeppnishæfri vöru og þjónustu bætir lífskjör. Þar á ný ríkisstjórn og sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn tækifæri."
Vilhjálmur fjallar ekki um það, hvað á að koma í staðinn fyrir landbúnaðinn sem rekinn er með aðstoð ríkisins. Ætlar hann þjóðinni að lifa á innfluttri vöru sem framleidd er með þeim yfirburðum að vera í nábýli við sól og koltvísýrings í meira mæli en við eigum kost á? Og þrælavinnu hálfánauðugs fólks í þriðja heiminum sem við stefnum á að flytja hingað skv. "stefnu ríkisstjórnarinnar og sérstaklega Sjálfstæðisflokksins."
Vilhjálmur gerði vel í að skrifa um það hvernig hann vill aðlaga landbúnaðinn þjóðarhag og hvað Íslendingar eiga að éta svo að falli vel inn í þjóðhagsreikninga Vilhjálms og Jóns Sigurðssonar heitins.
19.1.2017 | 13:35
Krataspillingin
sem viðgengst í Svíþjóð er ótrúleg. Hvað yrði sagt ef svona nokkuð ætti sér stað hér?
Vinur minn einn í Svíþjóð, Valdimar Jóhannesson, sendir mér þetta:
" Í framhjáhlaupi vil ég benda á spillingu sænskra krata í áratugi en kratar hafa heilaþvegið almenning í þrjár kynslóðir sem gerir að engin gerir athugasemd.
Þegar vinnandi maður greiðir stéttarfélags gjald og skiptir þá ekki máli hvaða stéttarfélag er um að ræða, þá fer hluti gjaldsinn sem styrkur til Sosialdemokratiska flokksinns en aðrir flokkar fá ekkert!
Sama gildir um LO Landsorganisationen í Sverige sem er stjórnað af krötum, þeir fá líka bita af kökunni.
Almenningur er svo heilaþveginn að það er aldrei gerð athugasemd, enda hefur það sýnt sig að ef einhver andmælir spillingu krata getur hann einfaldlega mist vinnuna.
Það er erfitt fyrir heilvita mann að trúa þessu en þetta er staðreynd.
Þegar ég frétti þetta þá hætti ég að borga gjaldið og fékk þá HÓTUN frá stéttarfélaginu að vera rekinn.
Það var engin miskun þar hjá krötunum. En þarna sjáum við spillingar hugsunarháttinn hjá vinstri krötum. "
Hugsið ykkur að svona svínarí viðgengst í Svíþjóð sem yfirleitt eru svo heilagir að þeir vilja hafa vit fyrir öllum öðrum, sbr.mengin, ágeng utanríkisstefna og sala á Bofors-fredskanoner til uppreisnarmanna í Afríku, flóttamannadekur og undanlátssemi við glæpagengi í Malmö, Nóbelar til alþjóðlegra fanta og ég veit ekki hvað. Krataspilling hefur vaxið í Svíþjóð svo lengi að hún er orðin að krabbameini í þjóðarsálinni.
Svíþjóðardemokratarnir sem eru orðnir 3.stærsti flokkur Svíþjóðar eru andsvör landvarnamanna.Það bíður þeirra að gera að losna við krataspillinguna og múslímana óskaðlegri fyrir þjóðfélagið, hvað svo sem Egill Helgason segir annað um þá.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.1.2017 | 11:02
Þorvaldur Gylfason
prófessor doktor, skrifar í eitt af fáum skiptum svo sem mér líkar í Fréttó í dag:
"#Ákvæði hegningarlaga um umboðssvik (249. gr.) hljóðar svo:
Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi.
Í öðru ákvæði sömu laga (243. grein) segir: Fyrir brot þau, er í þessum kafla getur, skal því aðeins refsa, að þau hafi verið framin í auðgunarskyni.
Í enn öðru ákvæði laganna (261. gr.) segir: Hafi maður drýgt athafnir sams konar þeim, sem í 248.250. gr. getur, án þess að auðgunartilgangur þyki sannaður, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
Þessi ákvæði, séu þau lesin saman, virðast ekki setja fortakslaust það skilyrði að umboðssvikin séu vísvitandi auðgunarbrot heldur geta þau hugsanlega stafað af svo stórfelldu gáleysi að jafna megi til ásetnings og geta því talizt refsiverð.
Hæstiréttur virðist líta svo á að fjártjónshætta geti dugað til sakfellingar þótt ekki sé sýnt fram á ótvíræðan auðgunarásetning hins brotlega.
Þannig hefur Hæstiréttur t.d. sakfellt menn oftar en einu sinni fyrir gálaus útlán þrátt fyrir svo hljóðandi ákvæði hegningarlaga (18. gr.): Fyrir gáleysisbrot skal því aðeins refsa, að sérstök heimild sé til þess í lögunum. Þessi skilningur laganna er í samræmi við skilgreiningu umboðssvika í orðabókum.
Skv. viðtekinni merkingu orðsins eru umboðssvik ýmist framin af gáleysi eða að yfirlögðu ráði. Hliðstæður þekkjum við. Manndráp af gáleysi getur talizt refsivert líkt og morð að yfirlögðu ráði. Lögin heimila sérstaklega refsingu fyrir manndráp af gáleysi.
Gáleysi er ekki gild afsökun
Í árslok 2016 hafði Hæstiréttur dæmt 34 menn til samtals 87 ára fangavistar fyrir brot í tengslum við hrunið. Það gerir rösklega 2½ ár á mann að jafnaði. Af þessum 34 mönnum fengu 19 dóma m.a. fyrir umboðssvik. Gildir þá einu hvort fórnarlömb umboðssvikanna urðu fyrir fjártjóni þegar upp var staðið. Fjártjónshættan skiptir höfuðmáli.
Gáleysisleg lánveiting banka til viðskiptavinar getur skv. lögum flokkazt undir umboðssvik jafnvel þótt bankamaðurinn sem veitir lánið hagnist ekki sjálfur á lánveitingunni og jafnvel þótt lánið skili sér til bankans á endanum með vöxtum án þess að eigendur bankans eða ábyrgðarmenn hans, þ.e. skattgreiðendur, verði fyrir tjóni.
Kjarni málsins er að lánveiting sem stofnar hagsmunum banka í óeðlilega hættu án heimildar getur talizt refsiverð að lögum.
Hvati til umboðssvika
Launakerfi banka hvetur til umboðssvika. Það stafar af því að bankamönnum eru iðulega greiddir bónusar í hlutfalli við veitt lán án tillits til hvort lánsféð getur talizt líklegt til að skila sér aftur til bankans í lok lánstímans.
Rammt kvað að þessum vanda árin fram að hruni þegar bankar veittu völdum viðskiptavinum svo kölluð kúlulán til hlutafjárkaupa. Kúlulán er lán sem lántakandinn þarf ekki að greiða af fyrr en í lok lánstímans, hvorki vexti né afborganir. Kúlulán til hlutafjárkaupa með veði í bréfunum einum voru einstefnulán í þeim skilningi að bankinn tók alla áhættuna í viðskiptunum og lántakandinn tók enga áhættu.
Ef bréfin hækkuðu í verði um lánstímann gat lántakandinn staðið í skilum við bankann og haldið afganginum. Ef bréfin lækkuðu í verði eða urðu verðlaus eins og raunin varð í hruninu, sat bankinn eftir með sárt ennið meðan bankamaðurinn sem veitti lánið hagnaðist óbeint í gegnum bónusgreiðslur og lántakandinn hagnaðist beint á að þurfa ekki að standa í skilum.
Hér er uppskrift að alþekktri svikamyllu. Þetta skýrir hvers vegna meira en helmingur allra dóma Hæstaréttar yfir bankamönnum varðar umboðssvik.
Slagsíða á lögum eða dómum
Ákvæði laganna um umboðssvik hefur haldizt óbreytt frá 1940. Ákvæðið heimilar að lánveitanda sé gerð refsing fyrir umboðssvik í bankaviðskiptum. Annars staðar í hegningarlögum (22. gr.) er veitt heimild til refsingar fyrir liðsinni við brot. Ef bankamaður A lánar viðskiptavini B 100 mkr. til hlutafjárkaupa án veðs eða með veði í hlutabréfunum einum, þá getur dómstóll dæmt A sekan um umboðssvik, þ.e. fyrir að hafa ráðstafað fé bankans af vítaverðu gáleysi og stofnað hag bankans þannig í hættu, en B verður ekki gerð refsing fyrir gerninginn nema e.t.v. fyrir liðsinni við umboðssvikin. Þarna birtist slagsíða, ef ekki í lögunum sjálfum, þá í föllnum dómum. Kannski gerðu A og B með sér þegjandi samkomulag um að hlunnfara bankann og ættu því báðir að teljast sekir, annar um umboðssvik og hinn um liðsinni. Hvort sem slíku samkomulagi er til að dreifa eða ekki er viðskiptavinurinn B líklegur til að hagnast á slíkri lántöku, t.d. ef hann notar hluta lánsfjárins handa sjálfum sér frekar en að geyma hlutabréfin.
Þetta er þekkt uppskrift að bankaráni innan frá eins og bandaríski hagfræðingurinn og lögfræðingurinn William K. Black lýsir í bók sinni The Best Way to Rob a Bank Is to Own One: How Corporate Executives and Politicians Looted the S&L Industry. Bandaríski stjórnmálafræðingurinn Charles Ferguson lýsir málinu eftirminnilega í Óskarsverðlaunamyndinni Inside Job.
Niðurstaðan hefur orðið sú að bankamönnum er refsað fyrir brot sem lántakendur högnuðust ekki síður á eða stundum jafnvel fyrst og fremst. Þeir stjórnmálamenn og aðrir sem tóku áhættulaus lán máttu vita að þeir voru í reyndinni aðilar að bankaráni innan frá skv. þekktri formúlu. Enginn getur afsakað sig með því að þykjast ekki þekkja formúluna. Henni er m.a. lýst í merkri fræðiritgerð frá 1993 Looting: The Economic Underworld of Bankruptcy for Profit eftir Nóbelsverðlaunahagfræð- inginn George Akerlof, sem er kvæntur seðlabankastjóra Bandaríkjanna, og Paul Romer sem er nú aðalhagfræðingur Alþjóðabankans í Washington."
Þarf ekki að lagfæra lögin hvað þetta varðar þótt B. muni ekki verða dæmdir samkvæmt þeim lögum. Núgildandi lög virðast alveg geta rúmað það að draga B. til ábyrgðar við þessi kúlulánaviðskipti með hlutabréf í Kaupþingi sem aðstoðarmanni við glæp sem A. er að fremja í starfi sínu.
Slitastjórn Glitnis reyndi að fá þekkta auðmenn til að endurgreiða sverar úttektir úr Sjóði 9, rétt fyrir hrun Glitnis. Ekki hef ég spurnir af lyktum þeirra mála frekar en að menn verði að endurskoða söluna á Borgun til jafnvel sömu aðila og þarna áttu í hlut.
Ég verð að viðurkenna að ég hef oft gaman að lesa pistla eftir Þorvald Gylfason. En þá verða þeir að fjalla aum annað en stjórnlagaráð, kraterí eða Evrópusambandið. Sagnfræðin og heimildavinnan er oft í mjög góðu lagi hjá prófessornum en þráhyggjan síður.
Í dag kom aftur að því að ég varð ánægður með skrif Þorvaldar Gylfasonar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2017 | 21:48
Góða fólkið
af Norðurlöndum er fengið í RÚV til að rakka niður þjóðernisflokka sem allstaðar eru í sókn í Evrópu. Niðurstaða þeirra er sú að rétt sé fyrir gömlu stjórnmálaflokkana að tala ekki við þá og reyna þannig að þagga þá í hel. Þeir lýsa því hvernig aðrir flokkar í ýmsum löndum reyni að afneita nýju flokkunum með því að tala ekki við þá. Og finnst það þá líklega rétt hjá strútum að stinga höfðinu í sandinn.
Eiríkur Bergmann er því auðvitað fenginn á RÚV til að hnykkja á því að þetta séu "lýðskrumsflokkar" sem reyni nú að slá sig til riddara undir því yfirskyni að þeir séu að verja velferðarkerfið fyrir þá innfæddu fremur en að vera á móti einstökum kynþáttum eins og rasistar voru hér í gamla daga.
Þessir góðu flokkar verða samt einhvern tímann, ef þeir vilja sjálfir ekki tortímast, að sveigja stefnur sínar að þessum "lýðskrumsflokkum" sem Eiríkur kallar svo. Svo sterk andúðarbylgja við öfgainnflytjendastefnu stjórnvalda er að rísa víða um lönd að að ekki verður stöðvað með aðgerðaleysi.
Auðvitað dregur Eiríkur Bergmann kolrangar ályktanir um eðli þessara flokka eins og hans er gjarnan háttur í endalausum stjórnmálaskýringum sínum á RÚV.Þetta eru nefnilega ekki " lýðskrumsflokkar" heldur fremur landvarnaflokkar sem eru ekki tilbúnir að fleygja frá sér þjóðfélögum sínum eins og þau voru. Þjóðfélögum og þeim þjóðarbrag sem flokksmennirnir ólust upp við og áttu að venjast fram á síðustu ár áður en góða fólkið fór að flytja inn þetta þriðja-heims fólk í stórum stíl. Hugsanlega eftir kenningunni um að skemmd epli lagi góðu eplin í tunnunni með tímanum?
Afleiðingin af þessum innflutningi er skelfileg og þess vegna grípur fólkið til varna. Það er hætt að trúa þeim stjórnmálamönnum sem byggja stefnu sína á sjónarmiðum góða fólksins. Þetta verður að stjórnmálahreyfingum sem rísa nú víðast um Vesturlönd.
Trump er til dæmis kosinn af fólki sem er búið að fá nóg af gömlu flokkunum og falskenningum þeirra. Ennfremur lygum og svikum Obama í innanlandsmálum sem menn geta lesið um á töflu sem birtist hér á þessu bloggi fyrir skemmstu. Fólkið gerir kröfu um þjóðlegar breytingar, innlenda atvinnu og friðarvilja á alþjóðavettvangi.
Gerum Bandaríkin mikil aftur eftir innanlandslygarana og utanríkisafglapana Obama og Hillary segir Trump og fólkið trúir honum.
Grunnstefið þessara "lýðskrumsflokka", er samt einfaldlega að verja þjóðleg gildi en ekki að ljúga einhverju að fólkinu eins og venja hefur verið. Verja löndin sín eins og þau voru áður en innstreymi allskyns lýðs af ólíku menningarlegu bergi brotinn fór að flykkjast til þessara landa, eyðileggja almannafriðinn, mergsjúga velferðarkerfin og menga þjóðaryfirbragðið með andfélagslegri hegðun og glæpum.
Björn Bjarnason hefur kostnaðargreint íslenska hegðun gagnvart blekkingahælisleitendum glögglega og ekki er sú niðurstaða þekkileg. Auðvitað kemur þetta beint niður á íslenskum almenningi, sem verður að borga fyrir þetta endemis verklag með hærri sköttum.
Skefjalaus innflutningur af þriðja heims vöru, sem rústar auk þess atvinnulífinu, er svo annað sem á fólkinu brennur. Störf hverfa og atvinnuleysi siglir í kjölfarið. Íslenskt dæmi er kratahagfræðingurinn sem finnst ekkert að því að eyðileggja sveitir landsins með frjálsum innflutningi landbúnaðarvöru frá heitari löndum og skrifar lærðar greinar í Fréttablaðið þessu til stuðnings. Ekkert er hugsað til enda né að veðurfar og hærri koltvísýringur skipti máli við ræktun og þar með um verð á framleiddri landbúnaðarvöru.
Almenningur þessara landa vill þetta ekki og flykkist því til þessara nýju flokka. Hér á Íslandi var gerð tilraun til að koma svona flokki á fót fyrir síðustu kosningar en forystumennirnir klúðruðu málinu á einhvern hátt og flokkurinn fékk engan mann kjörinn.
Enda er óæskilegt að stofna nýja stjórnmálaflokka sem yfirleitt verða nú ekki langlífir enda óþarfir með öllu. Menn í gömlu flokkunum verða þá að vilja ræða öll mál en ekki þagga þau óþægilegu niður. Þetta verða allir gömlu flokkarnir að skilja og góða fólkið líka. Uppákoman og skrílslætin á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðasta um málefni flóttamanna mega ekki endurtaka sig ætli sá flokkur að vera áfram stór.
Hinir hofmóðugu gömlu flokkar útlendingasinna hafa ekki skilið þetta til þessa. Þeir heyra ekki í þjóðarsálinni. Þeir halda að þeir komist upp með áfram að keyra sína gömlu stefnu um óheftan innflutning hvaða skríls sem er á þeim grunni að allir menn séu fæddir jafnir. Sem er auðvitað ekki svo ef menn vilja sjá.
Ef þessu heldur áfram munu þessir nýju flokkar ná áhrifastöðum ef ekki meirihluta víða um lönd. Gætum við þá til dæmis séð Svía reisa fangabúðir og smala þangað þeim verstu úr hópi innflytjendanna og láta þá dúsa þar þangað til leið finnst til að koma þeim úr landi með fé eða fortölum? Og næsta víst er að margir Sómalir muni verða í þeim hópi því aðlögun þeirra hefur gersamlega mistekist í Svíþjóð hvernig sem reynt hefur verið.Innanlandsástandið í Svíþjóð er orðið sumstaðar með þeim hætti að finna þarf aðrar leiðir til að fást við vandann.
Hefðbundnir stjórnmálaflokkar, sem hafa engir þorað að ræða málin eins og þau eru, verða að að fara opna eyru sín og augu fyrir vandamálunum og leita leiða og samstarfs við þessa nýju og stækkandi flokka til að leysa þau. Ef maður getur ekki sigrað þá gengur maður til liðs við þá. Eða breytir sjálfum sér sem er betra.
Það er staðreynd að konur þora ekki lengur úr húsum á kvöldin víða í Svíþjóð vegna innflytjendaskrílsins sem ræðst á konur, brýtur,bramlar og rænir og brennir bíla. Lögreglan ræður ekki við ástandið og talað er í auknum mæli um að fá herinn út á göturnar.
Það er erfitt að ímynda sér að góða fólkið og íslensku umræðustjórarnir eins og Eiríkur Bergmann geti ekki séð það fyrir að aukinn innflutningur óskylds fólks getur leitt til svipaðs ástands hér eins og annarsstaðar.Nema við eigum ekki her til að grípa til.
Ríkisstjórnin okkar sér það ekki gerast og ætlar því að auka á innflæðið samkvæmt sérstöku ákvæði í stjórnarsáttmálanum um fjölgun flóttamanna til Íslands. Góða fólkið ætti að vera ánægt með þetta ákvæði að minnsta kosti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.1.2017 | 08:53
Umræðustjórarnir
eru hugtak sem veltist fyrir mörgum án þess að þeim gangi sérstaklega vel að festa reiður á því.
Það er nefnilega svo að flestum finnst að allt annað sé í forgangi í þjóðfélaginu heldur en þeirra eigin hlið eða skoðanir á málunum. Í fersku minni er Icesave málið. Umræðustjórarnir í þjóðfélaginu hótuðu þjóðinni eld og brennisteini ef hún hlýddi ekki og borgaði. Þeir urðu eftirminnilega undir og þjóðin var endanlega sýknuð af dellunni sem þeir héldu að henni.
Kjör Donalds Trump er angi af byrjun á undanhaldi þessa háværa lýðs. Demokratar komast ekki yfir ósigurinn í kosningunum og eru farnir að hóta skrílslátum við innsetninguna á föstudaginn ef ekki bara að drepa Trump vegna fýlu sinnar yfir óförum Hillary. Hún var handhafi hins gamla réttrúnaðar allra kommatitta Bandaríkjanna og einstefnu í utanríkismálum sem heimurinn baslar með.
Óli Björn Kárason gerir þetta umræðustjórahugtak að yrkisefni í Morgunblaðinu í dag á sinn glögga hátt. Óli Björn segir:(Og bloggari feitletrar að vild sinni aða vanda án leyfis Óla)
"Líklegast eru »umræðustjórar« til í flestum frjálsum samfélögum - fólk sem er sannfært um að það sé best til þess fallið að ákveðna um hvað skuli fjallað, hvað skuli krufið til mergjar í fjölmiðlum og hvert kastljósið skuli beinast hverju sinni. Umræðustjórarnir eru ófeimnir við að fella dóma yfir mönnum og málefnum og óhræddir við fordæma »rangar« skoðanir.
Umræðustjórarnir eru eða vilja a.m.k. vera hluti af valdastéttinni - elítunni sem telur sig hafa meiri burði og þekkingu en almenningur til að ákveða rétt og rangt. Þröngur hópur embættismanna, sérfræðinga og vel menntaðra háskólamanna hafa lengi talið sér það skylt að »leiðbeina« almenningi til að komast að réttri niðurstöðu. Umræðustjórnir leika undir og gefa oft tóninn.
Hinir upplýstu og hinir fávísu
En það er margt sem bendir til þess að almenningur sé að brjótast undan elítunni og að áhrif umræðustjóranna sé að minnka. Við höfum orðið vitni að því hér á Íslandi m.a. í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum um Icesave. Þá gekk þjóðin á hólm við sérfræðingana, álitsgjafana og umræðustjórana sem boðuðu efnahagslegar hamfarir og einangrun ef skattgreiðendur samþykktu ekki að axla skuldir einkabanka.
Meirihluti breskra kjósenda samþykkti Brexit - úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Áhrifamestu fjölmiðlar landsins máttu sín lítils, almenningur tók ekki mark á dómsdagsspám sérfræðinga og David Cameron, sem barist fyrir áframhaldandi aðild, varð að játa sig sigraðan og sagði af sér sem forsætisráðherra.
Elítan jafnt í Bretlandi sem í öðrum löndum brást illa við niðurstöðunni. Reynt var að gera hana tortryggilega - því haldið fram að meirihluti fólks með háskólapróf vildi vera áfram í Evrópusambandinu, aðeins þeir sem væru með litla menntun hefðu gefið Brexit atkvæði sitt. Sem sagt: Hinir upplýstu tóku rétta ákvörðun, hinir fávísu ranga.
Svipað var upp á teningnum þegar niðurstaða forsetakosninganna í Bandaríkjunum lá fyrir. Hinir fáfróðu og ómenntuðu studdu Trump en hinir upplýstu Clinton.
Tengslin rofin
Umræðustjórarnir vita vart sitt rjúkandi ráð. Þeir vita að það fjarar undan áhrifum þeirra líkt og annarra í valdastéttinni. Almenningur leitar ekki lengur leiðsagnar heldur tekur sjálfstæða ákvörðun. Æ stærri hópur kjósenda í Evrópu og Bandaríkjunum telur að stjórnmálastéttin, embættismannakerfið og fjölmiðlar, hafi rofið tengslin við alþýðuna - skilji ekki lengur hvað það er sem brennur á óbreyttum borgurum, hvað skipti máli og hvað ekki. Um leið hefur skapast hættulegur farvegur fyrir öfga, hörku, umrót og upplausn.
Á Íslandi hefur grimmdin og virðingarleysið aukist í opinberri umræðu undir handleiðslu umræðustjóranna. Einstaklingar eru sakaðir um föðurlandssvik, þeir eru sagðir fífl, kjánar, apar, asnar, heimskingjar, bófar, glæpamenn og siðblindingjar. Um leið er herferð gegn öllu því sem er íslenskt. Fulltrúar þjóðarinnar eru »vælandi aumingjar«. Ísland er »bananalýðveldi« sem er vanþroska og of fámennt til að standa sem sjálfstæð þjóð meðal þjóða.
Margir umræðustjórarnir eru dugmiklir við að kenna sig við umburðarlyndi, víðsýni og frjálslyndi. Þeir eiga hins vegar erfitt með að bera virðingu fyrir andstæðum skoðunum - þversögnin blasir við öllum en fáir ræða hana. Þetta á ekki síst við þegar kemur að málefnum útlendinga og hælisleitenda.
Fjöldi hælisleitenda hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári og þrefaldaðist á milli ára. Langflestir komu frá Makedóníu og næstflestir fá Albaníu. Þeir fáu sem tala til máls og færa rök fyrir því að nauðsynlegt sé að spyrna við fótum eru úthrópaðir af umburðarlyndum umræðustjórum.
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, hefur bent á að tilgangur þeirra Makedóníumanna og Albana sem leita eftir hæli á Íslandi sé þríþættur: 1. Að dveljast hér að minnsta kosti í þrjá mánuði á kostnað ríkisins. 2. Að stunda svarta vinnu. 3. Að njóta íslenskrar heilbrigðisþjónustu.
Í dagbókarfærslu á heimasíðu sinni síðastliðinn sunnudag, segir Björn að tregða sé að ræða þessi mál á opinberum vettvangi eins og ber að gera:
»Ættu Íslendingar í hlut og reyndu þannig skipulega að hafa fé út úr íslenska ríkinu á ólögmætan hátt eða stunda svarta vinnu yrði þess strax krafist að gripið yrði til viðeigandi ráðstafana til að stöðva svindlið. Í tilviki Makedóníumannanna og Albananna er staðið þannig að málum að fjárveitingar eru auknar með því að fara dýpra í vasa skattgreiðenda. Meira að segja er reynt að koma rasistastimpli á þá sem benda á ósómann.«
Dagskrárvald og þjóðmálaumræðan
Ég hef haldið því fram að við hægrimenn höfum afhent vinstrimönnum dagskrárvaldið - annaðhvort vegna leti eða skorts á pólitísku sjálfsöryggi. Þess vegna hafa áhrif vinstrisinnaðra og neikvæðra umræðustjóranna líklega verið meiri hér á landi en víða annars staðar. Þeir móta og stjórna þjóðmálaumræðunni að stórum hluta. Vísbendingar eru hins vegar um að dagskrárvaldið og áhrifin fari minnkandi eins og kom í ljós þegar þeim mistókst að koma í veg fyrir myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.
Enn eru hins vegar mál tekin á dagskrá en önnur ekki. Þannig skiptir miklu að gera tortryggilega dagsetningu og birtingu á skýrslu um aflandsfélög sem unnin var að frumkvæði fyrrverandi fjármálaráðherra. Upplýsingar um hvernig staðið var að skuldauppgjöri fyrirtækja, félaga og einstaklinga, eftir hrun fjármálakerfisins, virðast litlu skipta. Rökstuddur grunur um að jafnræðisreglan hafi verið brotin og ekki hafi allir setið við sama borð, vekur enga löngum hjá handhöfum dagskrárvaldsins að leggjast í rannsóknir. Af hverju skyldi það vera?"
Tökum eftir þessum orðum Óla Björns:
"Fulltrúar þjóðarinnar eru »vælandi aumingjar«. Ísland er »bananalýðveldi« sem er vanþroska og of fámennt til að standa sem sjálfstæð þjóð meðal þjóða."
Herferðin gegn þjóðkirkjunni sem stofnunar af hálfu umræðuelítunnar er lýsandi dæmi um ofbeldið sem þessi lýður beitir, Það er ráðist á börnin og þeim meinað að skoða kirkjur ef þau langar til. Það má ekki gefa þeim vissa bók þó að það eigi að fræða þau um hommerí og lespíur hvort sem þau eða foreldrarnir vilja eða ekki.
Tiltölulega fáir kommatittir á RÚV eru langt komnir með að eyðileggja traust þjóðarinnar á þessari stofnun sem hún á og ætti að þykja vænt um. Það er ömurlegt til að vita að þessum litla hópi skuli líðast að rangupplýsa þjóðina og skrumskæla staðreyndir jafnt oft og raun ber vitni. Þessir "umræðustjórar" hafa unnið margt ógagn í vissum málum. En svo standa þeir sig vel í öðrum málum inn á milli sem eru þess eðlis að trufla ekki beinlínis elítusjónarmið þeirra sjálfra og þá geta þeir hegðað sér með eðlilegum og fagmannlegum hætti.Enda yfirleitt enginn bara alvondur.
Fólk þarf hinsvegar að vera á varðbergi gagnvart umræðustjórunum sem sitja um að fella allt að sérviskusjónarmiðum sínum sem yfirleitt eru þveröfug við þjóðarviljann eins og flugvallarmálið hans Dags Bergþórusonar er í Reykjavík svo dæmi sé tekið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2017 | 18:17
Skýjaborgastjórinn
Dagur Bergþóruson og bóksalinn Hjálmar Sveinsson reiðjólastjóri Reykjavíkurborgar eru allra manna mikilvirkastir í að útmála glæsta framtíð í íbúðabyggingum.
Þær skipta orðið þúsundum draumaíbúðirnar þeirra þar sem margir fátækir og smáir munu geta búið í áhyggjuleysi framtíðarinnar fyrir lítinn pening. Þeir eru langt komnir að útrýma húsnæðisvandanum í skýjaborgum sínum þó ýmislegt ófyrirséð hafi leitt til frestunar á einstökum framkvæmdaatriðum.
Hjálmar var varla búinn að kynna framtíðarblokkirnar við Bústaðaveginum á Útvarpslóðinni þegar í ljós kom að forynjan svifryk sem kemur frá bílunum ætlar að æra Heilbrigðiseftirlitið ekki minna heldur en Útvarpsráðið sem vill ekki láta byggja þvert fyrir víðsýnisgluggana hjá RÚV.
Þetta svifryk verður að minnka verulega eigi íbúum framtíðarinnar að verða líft á þessum slóðum við Bústaðaveginn. Hjálmar varð ekki í vandræðum með svarið. Það þarf bara að fækka bílum en fjölga hjólunum og fótunum sem samgöngutækjum Borgarbúa.Þá mun allt falla í ljúfa löð í samræmi við reiðhjólastefnuna í Skýjaborgum.
Þessi nýja svifryksvá getur að vísu leitt til einhverrar framlengingar húsnæðisvandans í Borginni. En þá er hugsanlegt að leysa hann með nýbyggingum á Kársnesi eins og þar var kynnt í sömu viku. Þá geta Reykvíkingar hjólað þangað af flugvellinum eftir nýju göngu-og hjólabrúnni til Kársness sem Hjálmar lýsir svo fallega í blöðum dagsins.
En kannski bjargast þetta allt þegar þeir félagar fara að úthluta nýjum fjölbýlishúsalóðum til viðbótar þeim fjölda sem úthlutað hefði verið á afliðnu kjörtímabilinu.En fingur annarrar handar Guðfinnu Framsóknar-og Flugvallarvinkonu dugðu víst fyllilega til talningar þess fjölda.
Það er mörg búmannsraunin í meirihlutanum í Reykjavíkurborg, sem ótrauður hyggur víst á endurkjör til afreksverka. Oft virðast einhverjir ófyrirséðir atburðir verða til þess að nýjar íbúðaborgir verða aðeins skýjaborgir hjá þeim félögum.Er það bara ekki ósanngjarnt af örlögunum að leggja skýjaborgarstjórann Dag Bergþóruson og skipulagsbókmenntafræðinginn Hjálmar Sveinsson svona í einelti?
16.1.2017 | 21:41
Hverjum datt það í hug?
að raða í skólabekki án aðgreiningar?
Af hverju er það ekki gert líka í Háskólanum?
Nú hefur vísindakonan Olga Huld komist að þeirri niðurstöðu að þetta gangi ekki. Sem fleirum hafði raunar dottið í hug líka eftir Pisa niðurstöðurnar ár eftir ár.
Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Olgu Huldar Gunnarsdóttur, meistaranema í félagsráðgjöf. Niðurstöðurnar kunngerði hún í meistararitgerð sinni, sem ber nafnið Skóli án aðgreiningar, innistæðulaus mannúð. Reynsla og upplifun foreldra barna með námserfiðleika á stuðningi í grunnskólum.
Þeirra upplifun er sú að þeim finnst skóli án aðgreiningar ekki virka. Börnin með námsörðugleika, þeim finnst að þau fái ekki sömu tækifæri í þessari stefnu eins og börn sem eru ekki með námserfiðleika, segir Olga.
Í rannsókninni ræðir Olga við ellefu foreldra þrettán barna með námserfiðleika í 3. -10. bekk í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Þó að úrtakið sé ekki stórt þá veitir það vissa innsýn inn í skólakerfið og er hluti af stærri rannsókn á stefnunni sem Olga tekur þátt í. Hún segir foreldrana flesta hafa upplifað vilja innan skólakerfisins til þess að veita betri aðstoð en fjármagn skorti til þess að ráða inn fleira fagfólk.
Líka bara að setja ekki alla krakkana í sama kassa. Að við erum ekki öll eins og við þurfum mismunandi leiðir til að læra. Að kennarar og yfirmenn skólans séu tilbúnir til þess að skoða öðruvísi námsleiðir og setja ekki öll börnin í sama kassa.
Þeir foreldrar sem Olga ræddi höfðu allir barist fyrir bættum úrræðum fyrir börnin sín innan skólakerfisins.
Það sem mér kom mest á óvart var þessi baráttuvilji sem foreldrarnir sýndu. Það er ótrúlegt hvað þau voru búin að fara til þess að fá aðstoð fyrir börnin sín. Ég fór að velta fyrir mér eftir að ég talaði við þau hvort að þessi börn sem eru með námserfiðleika, sem eiga foreldra sem eru ekki með þennan baráttuvilja og hafa ekki orku og þrek til að berjast við kerfið. Hvort þau séu að fá sama stuðning og þjónustu og þessi börn sem hafa þennan baráttuvilja og eru búin að berjast svona mikið fyrir börnunum sínum.
Þá er búið að sanna þetta vísindalega. Á samt ekkert að gera í þessu af því að GGF fólki datt hitt í hug?
16.1.2017 | 19:42
Fávísar fréttir
voru fluttar í RÚV í kvöld.
Framkvæmdastjóri OXFAM fann það út að þeir ríkustu ættu að eyða minna í ofursnekkjur en gefa fátækum auð sinn. Þvílíkur strumpur!
Kommatittir hafa aldrei skilið hvað peningar eru. Þeir geta ekki skilið það að auður þessara ríku manna er allur bundinn í framleiðslufyrirtækjum sem veita fátæku fólki atvinnu, framleiða lífsbjargir handa hungruðum heimi. Án þessa væri eymdin alger. Engin atvinna, enginn matur, ekki neitt nema hungurdauðinn.Hvað myndi verða ef Samherja yrði breytt í pizzur og gefnar til Afríku handa hungruðum þar? Þær yrðu bara étnar einu sinni og svo ekkert meira.
Ef allur auður þessa fólks væri tekinn og dreift á mannkynið myndi það svelta í hel eftir svo sem eina viku. Þá tækju þeir heimsku öll völd af þessu fólki sem fer með það litla sem til er af viti í heiminum. Eða halda menn að þetta fólk sé svona ríkt af einhverri tilviljun?
Svona fávísar fréttir og hugleiðingar um hvað Íslendingar gætu losnað við í sköttum til að sjá sér farborða eru svo yfirgengilega grunnhyggnar að aðeins RÚV og forstjóri OXFAM geta látið sér detta svona della í hug.
Það er atvinnustarfsemin, tækin og tólin , sem mannkynið lifir á. Ekki konfektkössum sem væri hægt að að kaupa fyrir peninga Bill Gates og Warrebs Buffets.
Þessar grundvallarstaðreyndir geta fávíst fréttaliðið á RÚV eða almennir kommatittir aldrei skilið.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419731
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko