Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017
8.1.2017 | 11:27
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir skipstjóra var á Sprengisandi nú áðan.
Málflutningur Heiðrúnar er aldeilis frábær. Rökvís fór hún yfir hinar flóknu hliðar sjávarútvegsins og fiskveiðistjórnunarkerfisins sem er Íslendingum endalaus þrætubók.
Hún fór yfir uppboðsleiðina og sýndi fram á það að sú leið yrði ekki til þess að gefa nýliðum tækifæri.Reynsla Færeyinga það sem af er benti ekki til slíks hvað sem yrði.
Stórir aðilar sem væru búnir að leggja mikið fé í grunn fyrirtækjanna myndu ekki láta sinn hlut á uppboðum sem þannig myndi verka til enn meiri samþjöppunar í greininni en nú er.
Hún benti á að íslenska ríkið væri þegar einn stærsti handhafi aflaheimildanna eftir skerðingar á heimildunum. Það væri í raun verið að spyrja hversu mikið sjávarútvegurinn ætti að greiða umfram önnur fyrirtæki skattalega séð.Hún sagðist fúslega viðurkenna að notendur sameiginlegra auðlinda ættu allir að greiða fyrir afnotin. Spurningin væri hinsvegar hversu mikið væri sanngjarnt.
Eiginlega hliðstæða þess þegar Guðmundur Einarsson verkfræðingur spurði fulltrúa Bandaríkjastjórnar í verksamningi hvort hann gæti sagt sér hversu mjúkt það mjúka væri sem útboðslýsingin kvæði á um? Það varð skiljanlega fátt um svör hjá stórveldinu og í raun er það álíka líklegt að hægt sé að svara spurningunni um sanngirni varðandi auðlindagjald.
Heiðrún Lind vakti sérstaka athygli mína fyrir skýra hugsun og skilvirka framsetningu. Pólitískir trumbuslagarar sem nú eru víst að mynda ríkisstjórn ættu að hlusta grannt eftir því sem Heiðrún Lind segir um eðli sjávarútvegsins og möguleg uppboðskerfi aflaheimilda sem fram komu í þessum þætti.
7.1.2017 | 09:03
Aulamet
var slegið þegar gjögæslusjúklingur í lífshættu fæst ekki fluttur til Reykjavíkur af því að Dagur Bergþóruson er búinn að loka fullkomlega starfshæfri neyðarbraut í Reykjavík.
Alþingi er búið að fá tilmæli um að opna brautina. Ekkert gerist. Ríkisstjórnin sér þetta og gæti sett bráðabirgðalög. Ekkert gerist.
Bara Dagur Bergþóruson blífur.
Er það ekki að verða aulamet hvernig við látum þennan fíflaskap í kring um sjúkraflugið halda áfram?
6.1.2017 | 21:38
Hvassahraunsdellan
er af mörgum þeim dellum sem Dagur Bergþóruson hefur átt þátt í að koma af stað, sem er ein sú vitlausasta af öllum vitlausum hugmyndum hans.
Sem kunnugt er tróð Dagur sér í Rögnunefndina í þeim tilgangi að ná í nytsama sakleysingja til að hjálpa sér við að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll. Honum tókst þetta alveg prýðilega og nefndarmenn létu Dag teyma sig til þeirrar arfavitlausu niðurstöðu að það mætti byggja milljarða flugvöll í Hvassahrauni.
Hvaða maður með fullu viti myndi láta sér detta í hug að byggja flugvöll ofan á einu virkasta eldfjalli landsins? Það eru ekki þúsund ár síðan gaus síðast á þessu svæði. Og það styttist í að það gjósi þarna aftur samkvæmt öllum líkindum.
Allt þetta sjónarspil maskíneraði Dagur Bergþóruson til að fá ástæðu til að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll í trássi við 80 % þjóðarinnar.Alveg sama hversu mörgum milljörðum yrði til kostað, vitleysan úr þessum manni í flugmálum og meðreiðarsveinum hans er endalaus.
Reykvíkingar hljóta vera að vera farnir að telja dagana þangað til að þetta ólánslið verður flæmt úr Ráðhúsinu. Það átti með réttu að hafa farið þaðan við síðustu kosningar en Halldór Auðar Svansson lét kaupa sig til að halda því við völd í eitt kjörtímabil til viðbótar.
Dýr maður Halldór Auðar Svansson og hverfur vonandi með meistara sínum Degi Bergþórusyni við næstu kosningar með Hvassahraunsdellunni.
6.1.2017 | 09:00
Vilhjálmur Bjarnason
skrifar skemmtilega grein um alvarleg mál í Morgunblaðið í dag.
Hann fer yfir þau mál á gamansaman og háðskan hátt hvernig yfirboð á pólitíska sviðinu leiða til langtíma útgjalda fyrir þjóðina. Hann leiðir rök að þjóðin sjálf hafi borgað skuldaleiðréttinguna sem hún fékk 2014. Ennfremur að þjóðin hafi ekkert um það að segja að hér skuli alið sauðfé handa útlendingum að éta án þess að nokkur nauðsyn komi til.
Hver þingspekingur sem er geti komið með byltingarkenndar tillögur í stjórn peningamála sem ganga þvert á það sem Seðlabankinn er að reyna að gera til að halda einhverri stjórn á efnahagsmálum.Og undanskilur hann ekki starfandi forsætisráðherra sem kom fram með margar furðulegar kenningar í áramótaávarpi sínu.
Grein Vilhjálms er svofelld:(Bloggari feitletrar að eigin smekk)
" Af öllu því ófullkomna sem mennirnir hafa skapað eru seðlabankar ófullkomnastir. Jafnframt er það svo að með því fullkomnasta sem Guð hefur skapað er fullkominn forsætisráðaherra. Þannig er það víða um lönd en sannast sagna er hann hvergi jafn fullkominn og á Íslandi. Þar er forsætisráðherra og seðlabankastjóraefni í einum og sama manninum. Alvarlegur karlmaður setur sér hvergi mark nema í starfi sínu. Það er aðeins fyrir fullkomnun starfsins sem maðurinn verður máttugur. Og maður sem gefur konu hænsn, hann er séní.
Guðsglettni og Nobel
Jafnframt var það mikil guðsglettni örlaganna, að á síðasta kjörtímabili Alþingis áttu sæti tveir mestu hagfræðingar veraldar í samanlagðri kristni. Annar þeirra var tilnefndur til verðlauna sænska seðlabankans, sem kölluð hafa verið Nóbelsverðlaun í hagfræði. Hinn tók nokkrum sinnum sæti varamanns í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis en átti að sjálfsögðu að vera aðalmaður vegna djúpstæðrar þekkingar sinnar.
Með slíkt lið innan borðs er þess að vænta að efnahagsstjórn nálgist fullkomnun og verði með öllu mistakalaus. Enda er það svo að Ísland hefur náð að byggja upp digrar gjaldeyriseignir og »að erlendar eignir landsmanna reyndust meiri en skuldir okkar erlendis. Þetta eru sannarlega tímamót í hagsögunni«. Þessu til viðbótar hafa heimili og fyrirtæki minnkað sínar skuldir með því að greiða þær.
Peningamálastjórn í ólestri?
Hvernig má það vera að slíkt gerist þegar peningamálastjórn Seðlabanka Íslands er í jafn miklum ólestri og heyra má í áramótaræðu hins fullkomna forsætisráðherra?
Hagstjórn er leikjafræði. Þegar einn gerir eitthvað þá kemur mótleikur annars. Vera má að leikar séu lítt jafnir því annar aðilinn í leiknum hefur meira afl en hinn. Til að mynda við innstreymi lánsfjár vegna vaxtamunarviðskipta getur sá er tekur við innstreyminu sett það sem inn kemur í »sultukrukku« í formi bundins vaxtalauss reiknings. Vaxtalaus reikningur hefur svipuð áhrif og gerilsneydd sultukrukka.
Stýrivextir
Þessi árangur sem forsætisráðherra lýsti náðist með þeirri peningamálastjórn Seðlabanka Íslands, sem byggist að verulegu leyti á beitingu stýrivaxta og lausafjárbindingu í vaxtamunarviðskiptum. Forsætisráðherranum og seðlabankastjóraefninu kann að þykja stýrivextir háir. Það er áleitin spurning.
Stýrivextir Seðlabanka eru sambland raunvaxta og verðbólguvæntinga. Raunvextir eru háir til að draga úr eftirspurn eftir lánsfé og til að örva sparnað. Álag vegna verðbólguvæntinga er fyrirbyggjandi aðgerð til þess að koma í veg fyrir verðmætaflutninga með óstjórn, sem leiðir af verðbólgu.
Efnahagsaðgerð í veraldarsögunni
Ein mesta efnahagsaðgerð í veraldarsögunni, að áliti þáverandi forsætisráðherra, átti sér stað á Íslandi árið 2014. Aðgerðin fólst í svokallaðri »skuldaleiðréttingu«. Í raun var það svo að ríkissjóður tók á sig hluta af verðrýrnun lánsfjár umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans.
Aðgerðin átti að koma til framkvæmda á fjórum árum. Kostnaður við hana nam 4% af landsframleiðslu. »Kostnaðurinn« af »leiðréttingunni« átti að greiðast af þrotabúum hinna föllnu banka. Með röksemdafærslu varðandi nauðsyn stöðugleikaframlags og að einangra það frá raunhagkerfinu, þá má leiða rök að því að þær greiðslur til »leiðréttinga« voru innistæðulausar og í raun peningaprentun.
»Skuldaleiðrétting« og verðbólga
»Skuldaleiðréttingin« skapaði um 1% verðbólgu í fjögur ár. Á þessu þurfti Seðlabanki Íslands að taka í ákvörðunum sínum um stýrivexti.
Annar hluti af fjármögnun »leiðréttingar« kom af skattlagningu á skuldir banka. 0,376% skattur á skuldir banka virðist hafa leitt til samsvarandi hækkunar á raunvöxtum verðtryggðra lána. Það segir beinn samanburður á vöxtum á lánum hjá lífeyrissjóðum og bönkum í dag. Það má einnig leiða rök að því að eftirspurnaráhrif »leiðréttingar« hafi leitt til 0,25% hærri raunvaxta að öðru óbreyttu.
Til viðbótar öllum leiðréttingum hafa allir landsmenn fengið sína »leiðréttingu« með auknum kaupmætti launa, sem sumpart hefur verið étinn upp með hækkun fasteignaverðs hjá þeim sem ekki áttu fasteignir fyrir.
Leikjafræðin
Þessir einföldu hlutir sýna einungis það að leikjafræðin virkar alveg fullkomlega. Fjármálastjórn og peningamálastjórn spila saman. Aðgerðir í fjármálum ríkisins snerta með beinum hætti lánamarkað og hafa áhrif á vexti á lánamarkaði.
Og svo er annað; það er eitt hliðarmarkmiða seðlabanka að stuðla að sem fullkomnastri nýtingu framleiðsluþátta. Seðlabanki hefur með sinni peningamálastjórn á undanförnum árum algerlega látið afskiptalausa framleiðslu á kindakjöti.
Seðlabanki og sauðfé
Þaðan af síður hefur Seðlabankinn nokkru sinni haft afskipti af því að Alþingi og ríkisstjórn hafa í sem næst heila öld reynt að stríðala velmegandi þjóðir á íslensku lambakjöti. Það er alls ekki framleitt með sjálfbærum hætti. Græn reikningsskil við framleiðslu á lambakjöti eru harla döpur.
Kann að vera að stefna í málefnum landbúnaðarins allar götur frá 1924 hafi áhrif á vaxtastig í dag, en það var árið 1924 sem íslenskur landbúnaður varð endanlega ósamkeppnisfær við sjávarútveg um vinnuafl. Fortíðarhyggja hefur nefnilega áhrif á vaxtastig.
Aðrar leiðir
Á það hefur verið bent að fjölmörg fyrirtæki koma sér undan íslenskri peningamálastjórn með lántökum í erlendri mynt hjá erlendum bönkum og gjalda fyrir það með gengisáhættu. Hafa ber í huga að einungis örlítill hluti mannkyns á kost á að taka lán í þungavigtarmyntinni íslenskri krónu. Það kann að verða of áhættusamt ef allir, einstaklingar og fyrirtæki, gera slíkt. Slíkt væri þó útlátalaust ef íslenskir bankar byggju við raunverulega samkeppni. Það hefur ekki gerst og jafnvel dregið úr henni með aukinni samþjöppun fjármálafyrirtækja.
Niðurstaðan verður ávallt einföld
Stjórnmálamenn, sem útdeila annarra manna gæðum og telja sig konunga þegar þeir eru einungis fjallkóngar, eiga sinn þátt í því að hækka raunvexti og gera peningamálastjórn ómarkvissa."
Mér finnst Vilhjálmur sleppa því að taka á aðalmeininu í íslenskri efnahagsstjórn. Það er hversu auðvelt það er fyrir einstaka þrýstihópa að útdeila sér launahækkunum með ofbeldi og gíslatöku.
Nú stendur yfir enn ein kjarakollsteypan sem er meðfram kynt upp af ákvörðun kjararáðs um stórhækkun launa þingmanna eins og Vilhjálms. 44 % byrjunarútspil hins opinbera er auðvitað ekki til að lækka kröfur á almennu markaði.
Nú er að myndast stjórn þar sem ofurhæfileikar og þekking á peningastefnumálum munu vera í forgrunni. Handstýrt gengisfall og lækkun vaxta er ofarlega í hugarheimi aðstandenda þegar eftirspurnarþensla eftir hótelbyggingum þjakar þjóðfélagið.
Við þær aðstæður mega Nóbelshæfileikar í hagfræði sín lítils hvaða vaxtastigi sem menn annars vilja keppa að. Enn hefur enginn íslenskur stjórnmálamaður haft kjark til að tala beint út hvað raunverulega stjórnar verðbólgunni á Íslandi. Það gæti móðgað einhvern kjósandann að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.
Því er bæði praktiskt og getur verið skemmtilegt að tala undir rós um hlutina, einkanlega ef maður stefnir að endurkjöri.
5.1.2017 | 10:13
Hvar eru nú búsáhöldin?
sem voru barin í fyrri mótmælum?
Er öllum sama þótt Alþingismenn ætli að eyðileggja verðstöðugleika landsins með þeirri dæmafáu peningagræðgi sinni að taka 44 % kauphækkun á meðan öðrum er boðinn mínus eins og eldri borgurum?
Vantar nú kostunaraðilann? Hvar eru nú pottarnir og tunnurnar?
4.1.2017 | 14:08
Bill Gates til skólafólks
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
4.1.2017 | 12:46
Seðlabankastjóri hefur talað
og gaf þeim Óttari Proppé, Benedikt Jóhannessyni og Sigurði Inga nauðsynlega tilsögn í efnahagsmálum í útvarpsviðtali.
Það er ekki nóg að einblína á eina stærð í efnahagsmálum. Ef lækka á vexti í eftirspurnarþenslu eins og nú ríkir , þá spyr Már Guðmundsson þeirra einföldu spurningar:
Hvaða annað aðhald á að koma í staðinn?
Ekkert aðhald myndi það ekki leiða til verðbólgu?
Því telur Már vaxastigið eðlilegt miðað við aðstæður.
En því miður eru það lífeyrissjóðirni sem eru ábyrgir fyrir vaxtaþenslunni frá byrjun til enda með óraunhæfu 3.5 % raunávöxtunarkröfunni. Slík ávöxtun er hvergi í boði í öllum heiminum í dag.
Ríkið þarf að draga tennurnar úr lífeyrissjóðunum með því að sækja skattainneignir sínar þangað.
Benedikt, Grímur í Bláa Lóninu, Óttar Proppé og Sigurður Ingi krefjast gengisfalls.Útgerðarmenn eru hinmsvegar mun þögulli sem einhverjir gætu undrast. Jafnframt tala þeir síðarnefndu um lækkun vaxta og nauðsyn stöðugleika í efnahagslífinu.
Enginn spyr þessa menn hvort gengisfall leiði til lækkunar verðbólgu? En myndi ekki allt verðlag í landinu hækka sem afleiðing af gengisfalli?
Er þetta ábyrgur málflutningur?
Það er hinsvegar ömurlegt að allt Alþingi skuli vera svo blint að sjá ekki að standi ákvörðun Kjararáðs um 40 % launahækkun í þeirra eigin vasa þá er stjórn efnahagsmála á Íslandi í algjöru uppnámi. Eru Alþingismenn svo blindaðir í eigin græðgi að þeir sjái ekki samhengið. Er þetta afleiðing af kjöri láglaunastétta á Alþingi?
Ef nokkurntímann er nauðsyn ám þjóðarsátt þá er það núna. Aðeins Alþingismenn geta sýnt það fordæmi sem gæti verið grundvöllur fyrir slíkri sátt með því að ganga á undan með góðu fordæmi eins og Ríkið gerði 1990.
Seðlabankastjóri hefur hinsvegar talað yfirvegað um stjórnun efnahagsmála sem aðrir gera yfirleitt ekki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2017 | 12:25
Demokratar afhjúpaðir
Í grein í The Caller er þessi frétt:
Code identified by the Department of Homeland Security and Federal Bureau of Investigation as being used by Russian intelligence services is an outdated malware developed by Ukrainians that can be downloaded online, according to a blog post by the founder of WordFence.
WordFence is a plug-in designed to protect users of WordPress that has been downloaded over 1 million times. The report released last Thursday by the DHS and FBI, titled Grizzly Steppe, contains a PHP malware sample which WordFence employees analyzed.
Our security analysts spend a lot of time analyzing PHP malware, because WordPress is powered by PHP, the blog post written by WordFence founder and CEO Mark Maunder said in a post Friday. We used the PHP malware indicator of compromise (IOC) that DHS provided to analyze the attack data that we aggregate to try to find the full malware sample.
WordFence was able to find the name of the malware and the version. Maunder said it is a malware called P.A.S. 3.1.0., which was available for download on a site that is currently down. (RELATED: The US Has Yet To Provide Evidence Russia Directed A Hacking Operation To Undermine Election)
FBI og Innanríkisráðuneytið og Demokrataflokkurinn standa enn einu sinni afhjúpaðir í því að reyna að hafa áhrif á Forsetakosningarnar með ósönnum fréttum.
4.1.2017 | 08:55
Traust?
'Óli Björn Kárason gerir nauðsyn trausts í stjórnmálum að umtalsefni í Morgunblaðinu í dag. Vitnar til Bjarna Benediktssonar eldri og Davíðs Oddsonar sem báðir voru lengi formenn Sjálfstæðisflokksins.
Hann segir m.a.:
".... Engar þær aðstæður eru í þjóðfélaginu sem knýja á að kastað sé höndunum til þess eins og mynda meirihlutaríkisstjórn. Hitt er rétt að ólíkar »skoðanir mega ekki leiða til þess, að menn geti ekki unnið saman að augljósum hagsmunamálum allra« svo vitnað sé til áramótaávarps Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, á gamlársdag 1963.
»Skoðanamunur stafar sjaldnast af illvilja hvað þá samsærishug heldur ólíkum sjónarmiðum. Aukið víðsýni og umburðarlyndi létta lausn margs vanda.«
Þessi orð Bjarna Benediktssonar eru ágætur leiðarvísir fyrir þá sem leita leiða til að vinna saman í ríkisstjórn. »Víðsýni og umburðarlyndi« auðvelda örugglega andstæðum fylkingum í pólitík að ná saman um skynsamlegan málefnasamning - ekki síst þeim sem lengst er á milli.
En eitt er að skrifa málefnasamning og annað að koma þeim verkefnum í framkvæmd sem sammælst er um. Málefnasamningur er ekki mikils meira virði en það traust og trúnaður sem skapast á milli þingmanna stjórnarflokka, jafnt óbreyttra sem ráðherra.
Í stefnuræðu í október 1997 benti Davíð Oddsson, forsætisráðherra, á að Ísland væri land samsteypustjórna:
»Við þær aðstæður ræður mestu um hvort vel takist til um stjórn landsmála að samstarf sé gott og trúnaður ríki á milli manna innan ríkisstjórnar og þingmenn stjórnarliðsins séu bærilega sáttir við hvernig mál gangi fram. Þessar forsendur hafa verið fyrir hendi í núverandi stjórnarsamstarfi og hefur það gert gæfumuninn. Auðvitað er togstreita á milli flokkanna um einstök mál, eins og sjálfsagt er. En slíkar glímur eru jafnan háðar undir formerkjum þess að ná niðurstöðu sem báðir flokkar geti unað við, en forðast er að setja samstarfsflokki óbilgjörn eða óaðgengileg skilyrði. Það er ekki síst vegna þessara vinnubragða að þeim áformum sem sett eru fram í stjórnarsáttmála vindur vel fram.«
Það eru ekki ný sannindi að traust og trúnaður milli samverkamanna eru forsendur þess að árangur náist. Pólitískir andstæðingar geta því aðeins tekið höndum saman og náð árangri við lausn verkefna að traust ríki á milli þeirra. Að sama skapi grefur tortryggni undan samvinnu, eitrar allt andrúmsloft jafnt milli samherja sem mótherja. Samstarf, þar sem vantrú og efasemdir ríkja, verður hvorki langlíft né nokkrum sem að því kemur til gæfu. Þá er betur heima setið en af stað farið.
Nýrrar ríkisstjórnar bíða mörg krefjandi verkefni á komandi mánuðum og enn fleiri þegar litið er til næstu fjögurra ára. Framundan eru kjarasamningar sem ráða miklu um hvort okkur Íslendingum auðnast að nýta þau miklu tækifæri sem við okkur blasa til að bæta lífskjör og velferð almennings enn frekar, styrkja heilbrigðisþjónustuna og menntakerfið, treysta innviði samfélagsins.
...Í áðurnefndu áramótaávarpi sagði Bjarni Benediktsson að »Alþingi og ríkisstjórn hljóta að stjórna í samræmi við þá stefnu, sem kjósendur hafa valið við almennar kosningar«. Það væri merki um pólitísk hyggindi ef þingmenn, sem standa að næstu ríkisstjórn, hefðu þessi orð í huga, þegar gengið er frá málefnasamningi og verkefnin fastsett. Baráttumál einstakra stjórnmálamanna eða -flokka, sem hlutu lítinn hljómgrunn meðal kjósenda, eru þá sett til hliðar og sum jafnvel læst um ókomna tíð niðri í skúffu gleymskunnar.
»Í frjálsu þjóðfélagi eins og okkar vísar hagnýting þekkingar og tækni öruggustu - og raunar einu - leiðina til bættra lífskjara,« sagði Bjarni Benediktsson sem óskaði þess að Íslendingar hættu »þeirri togstreitu stéttanna, sem engum færir ábata«:
»Sameinumst um að gera þeim, er örðugast eiga, lífið léttara og búa þjóðinni allri hagsæld og frið í okkar ástkæra en erfiða landi.«
Þrátt fyrir stórstígar framfarir og gjörbreytt lífskjör eru verkefni stjórnmálanna þau sömu árið 2017 og 1963; að búa þjóðinni hagsæld og frið með sterkum innviðum og traustu velferðarkerfi. Aðeins ríkisstjórn sem byggir á trausti getur leyst þessi verkefni með sóma."
Í ljósi þesarra orða spyr ég um traust mann til þeirra liðahlaupa úr Sjálfstæðisflokknum sem mynda stjórnmálaflokkinn Viðreisn. Fólk sem varð undir á Landsfundum Sjálfstæðisflokksins eða annarsstaðar. Hleypur saman gegn Sjálfstæðisflokknum í eigin hagsmunasókn og tækifærismennsku fylgdar við stjórnmálaöfl sem eiga í grunninn enga aðra langtímahugsjón en afsala fullveldinu til ESB. Og hnýtir sig hiklaust við samsinnað fólk sem hefur beðið kosningaósigur vegna þeirra skoðana.
Getur einhver Sjálfstæðismaður borðið nægilegt traust til Viðreisnar Bjartrar Framtíðar í þeim mæli að geta tileinkað sér ráðleggingar Bjarna Benediktssonar til að styðja þá í ríkisstjórn sem ráðherra efnahagsmála eða annarra málaflokka?
3.1.2017 | 09:06
Hæstiréttur verði hreinsaður
af þeim stóru ávirðingum sem eru augljósar eftir samantekt Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrrum dómara við réttinn.
Það er gersamlega ótækt í lýðræðisríki að dómendur við æðsta dómstól þess séu uppvísir að slíkri hegðun í einkalífi að fólk geti ekki borið traust til skaphafnar þeirra. Menn hafa áður verið leystir frá störfum fyrir minni sakir við slík tækifæri.
Það þarf að hreinsa Hæstarétt af öllum vafa.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko