Bloggfærslur mánaðarins, október 2017
16.10.2017 | 08:54
Ríkið á Reykjavíkurflugvöll.
Ég var sjálfur viðstaddur þegar Ólafur Thors tók við flugvellinum fyrir hönd íslenska ríkisins úr hendi Breta 1947.
Allir talnaturnar Dags B.Eggertssonar um gróða af lóðasölu eru reistir á sandi þar sem hann gengur út frá því að hann geti bara lokað flugvellinum, selt lóðirnar og grætt. Hann gleymir stjórnarskránni um friðhelgi eignarréttarins og fleiru smálegu í því sambandi.
Ekki er fyrirséð hvort afgangur verður þegar Dagur er búinn að borga nýjan flugvöll.
Jón Jónsson hæstaréttarlögmaður fer ofan í þetta mál í Morgunblaðinu í dag:
"Við umfjöllun um mikilsháttar mál virðast einfaldar reglur oft gleymast. Það getur verið vegna þess að umfang málanna byrgir mönnum sýn eða að einhverjir telja reglurnar ekki æskilegar vegna hagsmuna sem þeir vinna að. Dæmi um þetta var til dæmis Icesave-máið. Það þurfti ekki flókna umfjöllun til að skýra að engar reglur kváðu á um ríkisábyrgð á tryggingarsjóði innstæðueigenda, hvað sem liði ábyrgð ríkisins að standa að löggjöf um starfsemi slíks sjóðs.
Umfjöllun um Reykjavíkurflugvöll hefur lengi verið í sama farinu. Reglulega eru skipaðar nefndir til að greina stöðuna, m.a. í ljósi skipulagsáætlana um að flugvöllurinn víki. Settar hafa verið fram ýmiskonar vangaveltur um hvernig fjármagna megi nýjan flugvöll ef til kæmi.
Einfaldar reglur fela í sér að ef nýtt skipulag leiðir til þess að byggingar og mannvirki sem standa í skjóli fyrri skipulags- ákvarðana skuli víkja, ber sveitarfélag ábyrgð á að bæta það tjón sem eigandi mannvirkjanna verður fyrir. Um þetta má vísa til 50. og 51. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, um eignarnám og um bætur vegna skipulags og yfirtöku eigna. Íslenska ríkið er eigandi flugvallarins.
Hafi ríkið ekki fyrirætlanir um að eyðileggja flugvöllinn, getur það haldið að sér höndum. Við skoðun samgönguáætlana kemur ekkert fram um að leggja eigi niður Reykjavíkurflugvöll. Stjórnvöld ríkisins eru bundin af samgönguáætlun.
Ef samgönguáætlanir gera ekki ráð fyrir að flugvöllurinn verði fjarlægður, þá getur varla komið til þess að íslenska ríkið veiti Reykjavíkurborg heimild til eignarnáms á flugvellinum.
Það er því í raun ekki til staðar óvissa um framtíð Reykjavíkurflugvallar á meðan gert er ráð fyrir flugvellinum í samgönguáætlun. Verðmæti Reykjavíkurflugvallar felst í mannvirkjum flugvallarins og landi, en einnig staðsetningunni bæði varðandi samgöngur og flugöryggi.
Ef skipulagsákvarðanir útiloka nýtingu svo sérhæfðrar eignar verður verðmætið helst fundið út með hliðsjón af því hvert endurstofnverð yrði á sambærilegum flugvelli. Um þetta gilda meginreglur um fjárhæð eignarnámsbóta.
Með öðrum orðum, Reykjavíkurborg þarf að greiða íslenska ríkinu fjárhæð sem nemur byggingarkostnaði nýs flugvallar. Umfjöllun borgarstjórnmálanna ætti að taka mið af þessari fjárhagslegu ábyrgð. Óeðlilegt er að gera ráð fyrir að fjárhagslegri ábyrgð verði velt yfir á ríkið. Það tekur flugvallarmálið úr samhengi almennra og einfaldra reglna.
Það væri ný tegund af kjördæmapoti í samgöngumálum, ef fullvirkandi samgöngumannvirki yrði eyðilagt á kostnað almennra skattborgara."
Þetta er árétting á þeim eignaréttarákvæðum sem um Reykjavíkurflugvöll hljóta að gilda samkvæmt stjórnarskrá Íslands um friðhelgi eignarfréttarins. Sama hlýtur að gilda um mannvirki í einkaeigu á flugvellinum sem Reykjavíkurborg segist ætla að rífa bótalaust vegna þess að engin lóðaleigusamningur hefur verið gerður en lóðarleiga samt greidd í áratugi.
Þá er alveg horft fram hjá því hversu dýrmætur flugvöllurinn er fyrir framtíð Reykjavíkur sem höfuðborgar Íslands. Þegar nútímamenn koma næst til valda í Borgarstjórn er ég ekki í vafa að flug frá Reykjavíkurflugvelli verður stóraukið bæði innanlands og til útlanda.
Slíkt tilheyrir nútímanum en ekki gömul og úrelt Kvosarrómantík með rauðvíns-og lattelepjum því ríkið á Reykjavíkurflugvöll og Reykjavík tilheyrir íslenska ríkinu sem höfuðborg þess í nútímanum.
15.10.2017 | 19:47
Flóttamannafasistar
góða fólksins sameinast í árásum sínum á Ásmund Friðriksson þingmann Sjálfstæðisflokksins.
Fyrir það eitt að ræða kostnað af hælisleitendum í samhengi við innlenda örbirgð?
Það er ráðist að Ásmundi og hvatt til útstrikana á honum í kosningunum.
Það kom mér ekki á óvart þó að flokkssystur hans þær Unnur Brá og Áslaug Arna færu framarlega í flokki þeirra sem ráðast að Ásmundi að þessu tilefni og reyna að slá sig til riddara í ljósi lítils fylgis síns meðal kjósenda.
Mér líða ekki úr minni skrílslæti þeirra tveggja á síðasta Landsfundi Sjálfstæðisflokksins þegar þær dönsuðu stríðsdans um gólfið og æptu ókvæðisorð að þeim ræðumönnum sem vildu ræða flóttamannamálin frá annarri hlið en þeim þóknanlegri.
En umræðum um þennan málaflokk hafði verið troðið aftast á dagskrá fundarins með greinilega skipulögðum hætti til þess að fámennt væri orðið eftir í salnum og fátt til varna gegn skipulagðri árás þeirra stalla og réttum skoðunum góða fólksins.
Öllum heilsýnum mönnum er ljóst af lestri skrifa Ásmundar að hugleiðingar hans eiga fyllsta rétt á sér. Ég styð hann heilshugar og finnst illt að horfa á annars réttsýna menn missa fótanna í upphlaupinu.
Því miður er ég ekki í útstrikunarfæri við neina þá sem ég vildi vegna þessa máls. En geymt er ekki gleymt og hugsanlega koma dagar og koma ráð.
Hjá mér er þjóðin og íslensk örbirgð í forgangi fyrir tilhæfulausum hælisleitendum og því endemis verkleysi sem við höfum sýnt í meðferð þessara mála.
En flóttamannafasistar munu aldrei fá mitt atkvæði gegn íslenskum hagsmunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.10.2017 | 15:00
Stöðvum vitleysuna gegn Rússum!
Gunnar Rögnvaldsson skrifar um fáránleika viðskiptabanns okkar og Rússa. Hann segir m.a.:
" Vladimír Pútín forseti segir að viðskipti á milli Rússlands og Þýskalands hafi aukist um 25 prósent á þessu ári. Fjárfestingar hafa einnig aukist, sagði hann. Hvað er að gerast hér? Ég hélt að viðskiptabann væri á Rússland
Þetta eru tölur sem Pútín hefur frá tollþjónustu sambandsríkis Rússlands. Þar kemur fram að viðskipti Þýskalands og Rússlands hafi aukist um 16 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi þessa árs, og nam hann 11,3 milljörðum dala núna. Hluta aukningarinnar má rekja til aukinnar sölu á gasi og betri afkomu í rússneska hagkerfinu. Í heild eru viðskiptin milli Rússlands og Þýskalands ívið minni en þau voru árið 2013. Þá voru þau 37 milljarðar dala. Útflutningur Þýskalands til Rússlands jóskt um 32 prósent á fyrsta fjórðungi þessa árs á meðan útflutningur frá Rússlandi til Þýskalans jókst 35 prósent
Að því er ég best veit, var útflutningur okkar til Rússlands 30 milljarðar króna árið 2014, þ.e. áður en Rússland setti okkur á bannlista vegna viðskiptaþvingana okkar og bandamanna á Rússland. Í dag er útflutningur okkar til Rússlands aðeins 2,5 milljarðar króna, það sem af er ársins og hann var 2,6 milljarðar króna allt árið í fyrra. Við erum þurrkuð út, en Þýskaland og ESB ekki..."
Hvað á þetta að þýða að standa í því að eyðileggja 90% af verslun okkar við Rússland samkvæmt fyrirskipun frá Merkel meðan hún verslar við Rússa sem aldrei fyrr?
Þarf ekki Guðlaugur Þór að svara fyrir þetta?
Af hverju eru Íslendingar að láta hafa sig að svona fíflum?
Af hverju getum við ekki stöðvað þátttöku í þessari viðskiptaþvinganavitleysu Evrópusambandsins gagnvart vinaþjóð okkar Rússum?
15.10.2017 | 12:12
Þrjár konur í kassa
með sandi í voru á Sprengisandi.
Að frátalinni yfirlýsingu Ingu Sæland um stuðning sinn við Evruupptöku var umræðuþáttur Ingu, Sæunnar og Bjartrar fimbulfamb um alls kyns óraunhæfar draumsýnir frammi í framtíðinni.
Ekki fundust mér umræðurnar skýr vísbending um árangur af því að setja þessar konur til áhrifa í stjórnmálum. Einhver hefði hugsanlega meiri karlrembutrú á Simma og Badda en þessum konum saman í sandkassa.
15.10.2017 | 11:35
Spurning til Ingu Sæland
sem hún getur kannski ekki svarað.
Hún segist ætla að afnema verðtryggingu á fasteignalánum.
Hvaðan ætlar hún að fá það fé sem til þessa þarf?
Verða fasteignaveðlán skömmtuð ef með þarf?
Hvernig ætlar hún að ráðast að rót vandans?
Á Sprengisandi rétt í þessu var hún að opinbera það að Inga Sæland er Evrópusinni og vill taka upp Evru.
Þar kom það loksins sem Inga Sæland hefur ekki svarað til þessa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2017 | 11:12
Málefni útlendinga
eru á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins:
" Aðstoð við flóttafólk leiði til tækifæra til sjálfsbjargar
- Mannhelgi og mannréttindi í fyrirrúmi
- Tökum vel á móti útlendingum sem hér setjast að
- Erlendir sérfræðingar og vinnuafl bætir samkeppnisstöðu Íslands
Hafa skal mannúðarsjónarmið og skilvirkni að leiðarljósi í málefnum hælisleitenda.
Jafnframt skal alltaf hafa að leiðarljósi að aðstoð við flóttamenn leiði til tækifæra til
sjálfsbjargar. Ísland eins og önnur lönd tekur á móti fólki á flótta undan ofríki og
stríði. Móttaka flóttafólks er sjálfsögð. Taka þarf vel á móti þeim sem leita hælis á
Íslandi og eiga rétt á því að komast í skjól frá stríðsátökum og brýnni neyð. Leggja
skal áherslu á að kerfið sé í stakk búið til að taka á móti fólki og vanda til verka,
flóttafólki og samfélaginu til heilla.
Mikill árangur hefur náðst við styttingu málsmeðferðartíma við meðferð umsókna
um alþjóðlega vernd að undanförnu og við að hraða brottför þeirra sem sækja um
vernd að tilhæfulausu. Margt er þó enn ógert og því er mikilvægt að hrinda í
framkvæmd boðaðri vinnu dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um
þverpólitísks samráðsvettvang um útlendingalöggjöfina.
Í fjölmenningarsamfélagi er mannauður og fjölbreytt reynsla til þess fallin að auðga
samskipti einstaklinga og víðsýni. Taka skal vel á móti fólki sem hingað vill flytja og
tryggja að það njóti jafnra tækifæra á við aðra.
Einfalda þarf veitingu atvinnuleyfa fyrir fólk utan EES, meta menntun þeirra sem
hingað leita að verðleikum og tryggja að aðbúnaður á Íslandi geri landið
eftirsóknarvert til framtíðar.
Á Íslandi er fjöldi fyrirtækja sem hefur þörf fyrir aðgengi að sérhæfðu erlendu
starfsfólki. Ísland er og á að vera opið fyrir erlendum ríkisborgurum sem koma
hingað í atvinnuleit. Með því að nýta mannauð, þekkingu og reynslu þeirra sem
vilja búa hér á landi og starfa er samkeppnishæfni landsins betur tryggð.
Við þurfum að laða til landsins erlenda sérfræðinga sem miðla þekkingu sinni til
starfsmanna fyrirtækja og styrkja stöðu þeirra. Við erum fámenn en vel menntuð
þjóð. Þessi gátt til landsins verður að vera opin og regluverkið má ekki vera of flókið.
Þetta á fyrst og fremst við um einstaklinga frá ríkjum utan EES svæðisins."
Nú er íslenska þjóðfylkingin fyrir bí . Aumingja kallinn hann Jón Valur vinur minn. Nú verður hann að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Spurning er hvort við getum brúkað það sem hér að ofan stendur um málefni útlendinga og kannski sveigt það betur að okkar smekk?
15.10.2017 | 10:36
STÉTT MEÐ STÉTT ?
"Veikleikar Sjálfstæðisflokksins" er yfirskrift pistils Styrmis Gunnarssonar í dag:
"Þótt takmarkaðar upplýsingar hafi komið fram um fylgi flokka í einstökum kjördæmum er þó ljóst að veikleikar Sjálfstæðisflokksins eru ekki síst meðal ungra kjósenda, kvenna og í Reykjavík, hinu gamla vígi flokksins.
Nú geta flokkar látið fara fram "prívat" kannanir fyrir sig í einstökum þjóðfélagshópum. Hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið gera slíkar kannanir er ekki vitað en þó mætti ætla að flokkurinn hafi látið gera slíkar kannanir. (Alla vega hefði hann átt að gera það). Hafi það verið gert liggja fyrir einhverjar skýringar á þessum augljósu veikleikum.
Hins vegar hefur ekki verið auðvelt að sjá í kosningabaráttuflokksins einhver viðbrögð við þessum veikleikum.
Hvað veldur?
Framan af síðustu öld hafði Sjálfstæðisflokkurinn ótvíræða forystu meðal stjórnmálaflokka í að virkja krafta kvenna í stjórnmálabaráttunni.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af notið mikils fylgis meðal ungs fólks. Nú er svo komið að jafnvel hægri sinnað ungt fólk á í einhverjum vandræðum með að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Staða flokksins í höfuðborginni er svo sérmál.
Það eru tvær vikur til kosninga og tími til kominn að horfast í augu við þessi vandamál"
Man einhver eftir "Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar"
Hún var notuð sem pólitísk verslunarvara til að leysa húsnæðisvanda verkafólks sem var þá mikill. Þá var reynt að lækka byggingakostnað og verð á húsnæði með þvi að beita tækni til að fjöldaframleiða íbúðir. Nú er almennt miklu hærra tæknistig í byggingariðnaði en var þá. En skipulagður lóðaskortur vinstri manna hefur keyrt markaðsverðið upp sem aldrei fyrr.
Myndi ódýrara húsnæði verka á unga fólkið?
Og líka kvenfólkið sem vill fá eigin heimili?
Nú er líklegt að framleiða megi íbúðir á svona 250.000 krónur fermetrann. Markaðsverðið er talsvert fyrir ofan þetta? Vill unga fólkið og kvenfólkið þetta?
Þarf ekki Sjálfstæðisflokkurinn að leita að því hvar skórinn kreppir til dæmis hvað séreignarstefnuna varðar og þetta gamla góða ;
STÉTT MEÐ STÉTT ?
15.10.2017 | 10:19
Hælisleitendur og sjálfsvitund þjóðar
er yfirskrift Páls Vilhjálmssonar í dag. Hann skrifar:
"Hælisleitendur eru mál málanna í austurrísku þingkosningunum. Í þýsku útgáfunni Die Welt skrifar Henryk M. Broder, sem er hálfur Austurríkismaður, að spurningin um hælisleitendur snerti sjálfsvitund þjóðarinnar.
Þegar Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið, í Brexit-kosningunum, voru málefni hælisleitenda og innflytjenda afgerandi þáttur í umræðunni.
Hér á Íslandi eru þeir sem impra á málefnum hælisleitenda óðara stimplaðir sem rasistar. Sjálfsvitund góða fólksins ræður ferðinni."
Er ekki merkilegt að velta þessu skoðanaofbeldi fyrir sér sem viðgengst á Íslandi umfram önur lönd? Málefni hælisleitenda fást ekki rædd hérlendis í neinni alvöru? Eru þetta orðnir þvílíkir atvinnuhagsmunir stærri hópa eins og Rauða Krossins að annað yfirskyggir? Sjálfsvitundinni sé stjórnað skipulega af hagsmunahópum?
14.10.2017 | 19:51
Einhvern tímann ekki núna?
Er maður ekki orðin leiður á þessu eilífa fjasi um einhverja framtíðarsýn?
Framtíðarsýn fyrir Norðurland
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og þingmaður Norðausturkjördæmis, skrifar: Allt of oft snúast stjórnmálin um dægurmál.
Hvað er að því að hafa það gott núna? Af hverju er lífið bara seinna? Ekki núna?
Af hverju má ekki reyna að gera núið bærilegt?
Við fengum að kynnast framtíðarsýn þessa Benedikts Jóhannessonar sem ætlaði að verða framtíðarleiðtogi landsins okkar af því að núverandi voru víst ekki nógu góðir? Stofnaði heilan stjórnmalaflokk sem fékk marga .þingmenn. Hvað svo? Einhverjir settu hann bara af og hann er horfinn úr pólitík. Aumingja kallinn. Maður bara vorkennir honum.
Sama gildir um trommarann góða Óttar Proppé. Hann varð að hafa sig á braut af því að framtíðin lagði a flótta frá honum og hann réði ekki við núið frekar en Benedikt.
Hvað er að núinu eiginlega? á morgun verður maður dauður og hvað gagnar manni þá? Af hverju ekki núna?
Af hverju segja menn alltaf að fjórflokkurinn gamli sé nógúdd? Hvað hefur samt dugað þjóðinni lengst? Hvað hefur dugað lengur en nýju flokkarnir ef ekki gamli skipulagði fjórflokkurinn? Hann hefur þó að minnsta kosti safnað reynslu sem ekki virðist of mikið af meðal þeirra nýju?
Er maður ekki orðinn leiður á einhvern timann seinna? Vill maður bara ekki fá eitthvað núna strax?
Er nokkuð víst að framtíðin komi til okkar?
Hvað er að því að gera eitthvað akkúrat NÚNA?
14.10.2017 | 13:03
1984 Orwells í boði V.G., Pírata og Samfylkingar.
er í raun það sem þessir flokkar eru að bjóða okkur í kosningunum komandi.
Svo mælir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar:
" Samneyslan skapar flestum landsmönnum frelsi. Hún tryggir stærstum hluta almennings áhyggjulítið og innihaldsríkt líf. Við gætum þó með sanngjarnara skattkerfi gert enn betur. Hægt væri að tryggja öllum betri skólagöngu, ódýrari heilbrigðisþjónustu, áhyggjulaust ævikvöld og margvísleg önnur lífsgæði.
Skattgreiðslur eru skynsamlegasta fjárfesting langflestra Íslendinga á ævinni. Í samneyslunni birtist það fallegasta í mannlífinu; samkennd og samhjálp. [ ] Við þurfum líka fóður fyrir andann. Því verða stjórnvöld líka að hafa metnað fyrir hönd íþrótta, menningar og lista. Ekki líta á þær sem einhvern lúxusvarning eða afgangsstærð.
Smári McCarthy líkir öllum eignum þjóðfélagsins við hlaðborð sem bara megi moka af. Allt sem þjóðin á eða eignast nokkru sinni er fyrir stjórnmálamenn að moka af í sín hugðarefni.Einstaklingurinn fær aðeins þær ruður sem af kunna að ganga. Það er ríkið sem á allt og allt sem af gengur eru bara ónýttir skattstofnar og tekjur sem ríkið afsalar sér.
Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka 70 milljörðum meira til ríkisins en nú er gert. Enginn venjulegur gjaldandi á að borga. Hún svarar hinsvegar ekki spurningum Bjarna Benediktssonar um það hverjir eigi að borga ef allur tekjuskattur allra fyrirtækja landsins nemi nú þegar sömu upphæð. Hvaðan á tvöföldunin að koma?
Ríkið og stóri bróðir á allt. Einstaklingurinn á ekki neitt. Þannig hugsa þessir flokkar í grunninn.
Þetta er hið fyrirheitna ríki Vinstri Grænna,Samfylkingarinnar og Pírata.
1984 Orwells á leið til Íslands 2017.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko