Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2017
15.11.2017 | 20:22
Sorgarfréttir af Silicone
er Arion er að hugsa um að afskrifa frekar 80 milljónir dollara og rífa verksmiðjuna í Helguvík fyrir margar milljónir dollara heldur en að láta það fé í viðbót í þessa verksmiðju sem þarf svo hún geti starfað.
Hún myndi framleiða með 65 starfsmönnum fyrir tæpa 40 miljónir dollara á núverandi lággengi á kísli en fyrir meira 50 milljónir við eðlilegar aðstæður. Það er sögulegt lággengi á kísli eins og búið er að vera á áli. Rekstur allara slíkra iðjuvera er langhlaup en ekki spretthlaup. Sem er því miður það helsta sem félitlir íslenskir bankar hafa skilið til þessa um fyrirtækjarekstur. Lánað út í miðja á og þá verður að heimta endurgreiðslu upp í topp.
Eykon sagði eitt sinn um almenningshlutafélög að það eina sem ekki mætti vanta væru peningar. Og það var og er rétt. Ef farið er af stað að byggja blokk má ekki stoppa heldur klára verkið. Annað er bara skelfing fyrir alla. Byrja ekkert nema klára það.
Það sýnist einboðið að halda áfram og klára verksmiðjuna í Helguvík sem er orðin hér um bil framleiðsluhæf. Það vantar greinilega ýnislegt til að gera hana fyllilega starfshæfa svo sem að sátt náist við umhverfið. En að hætta núna og setja allt á hausinn finnst mér að hljóti að mikið óráð og sorgleg niðurstaða fyrir alla þjóðina. Það er betra að eiga heila verksmiðju í rekstri þó mörg ár taki að borga hana upp en að eiga einskisverða ruslahrúgu sem verður auk þess að borga stórfé með.Og allt það tjón sem samfélagið verður fyrir ef hún verður ekki að veruleika.
Áfram Aríon, ekki gefast upp. Meiri peninga í þetta. Hættið bara að ráða þjófa til að reka verksmiðjuna. Sækið hið hæfasta fólk og klárið dæmið.
Ég á engra hagsmuna að gæta þarna nema þjóðarinnar allrar sem á ykkur líka. Og þetta mun bera sig innan 10 ára. Ekki gefast uppn núna þegar þetta er kannski 95 % klárað.
Annað væru sorgarfréttir af silicone. fyrir þjóðina alla.
15.11.2017 | 08:45
Grundallaratriði
í stjórnmálum eru það sem Óli Björn Kárason veltir fyrir sér í grein í Mbl.í dag.
þar stendur meðal annars:
"........
Merkingarlausir merkimiðar
Frjálslyndir, víðsýnir og umburðarlyndir. Þrjú jákvæð orð sem stjórnmálamenn eru gjarnir að skreyta sig með. Merking orðanna er hins vegar litlu meiri eða dýpri en innihaldslausir frasar sem hafa tekið yfir pólitíska orðræðu.
Þeir sem eru dugmestir við að kenna sig við umburðarlyndi eru oftar en ekki fremstir í flokki þeirra sem ráðast á þá sem eru á öndverðum meiði - setja fram aðrar skoðanir en þær sem eru hinum umburðarlyndu þóknanlegar. Í víðsýni og hleypidómaleysi eru pólitískir andstæðingar brennimerktir. Samstarf er útilokað við stjórnmálaflokka sem njóta stuðnings tuga þúsunda kjósenda, jafnvel margfalt fleiri en styðja þá sem kalla sig umburðarlynda. Umburðarlyndi er gagnvart þeim sem eru sömu skoðunar - »rangar skoðanir« njóta hvorki skilnings né þolinmæði.
Þannig hefur merkingu orða verið snúið á haus.
Frjálslyndur stjórnmálamaður berst ekki lengur fyrir réttindum einstaklinga og auknu athafnafrelsi. Ný-frjálslyndi er lítið annað en fallegur búningur stjórnlyndis.
Undir gunnfána frjálslyndis á að seilast dýpra í vasa skattgreiðenda og útdeilda peningum. Að auka umsvif hins opinbera og taka sífellt stærri hluta tekna launafólks er merki um nútímalega frjálslynda hugmyndafræði.
Talsmenn báknsins
Þeir dagar eru liðnir þegar frjálslyndir stjórnmálamenn tóku sér stöðu við hlið sjálfstæða atvinnurekandans - börðust fyrir auknu athafnafrelsi og einföldu regluverki. Ný-frjálslyndi kallar á að frelsi sé takmarkað með fjölþættum lögum og reglum. Nútímalegir frjálslyndir stjórnmálamenn eru sannfærðir um nauðsyn þess að byggja upp öflugt eftirlitsbákn með tilheyrandi gjöldum á atvinnulífið. Framtaksmönnum er gert erfiðara fyrir og stórfyrirtækin lifa góðu lífi í skjóli báknsins og sífellt flóknari leikreglna.
Við sem viljum brjóta upp kerfið, einfalda regluverkið og styðja við framtaksmanninn - sjálfstæða atvinnurekandann - erum sagðir tilheyra kerfisflokki. Þeir sem eru mest uppteknir af því að fá viðurkenningu fyrir frjálslyndi og boða í tíma og ótíma kerfisbreytingar eru í raun helstu talsmenn báknsins.
Nútímalegt frjálslyndi neitar að eiga samleið með þeim sem vilja auka frelsi einstaklinga og takmarka afskipti ríkisins.
Æðsta stig nútíma frjálslyndis (því ekki má vera gamaldags) er að berjast fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu og leggja áherslu á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður fyrir kosningar. Í anda ný-frjálslyndis er hins vegar eðlilegt að leggja kosningamálin til hliðar að loknum kosningum til að gera leiðina inn í ríkisstjórn greiðari. Slíkt er merki um umburðarlyndi og víðsýni.
Stjórnmálamenn sem berjast fyrir frjálsum og opum alþjóðaviðskiptum geta ekki lengur kennt sig við frjálslyndi. Að standa vörð um rétt þjóðar að gera sjálfstæða samninga um opin viðskipti við lönd, sem standa utan Evrópusambandsins, er ekki í takt við nýtískulegt frjálslyndi. Afnám tolla og almennra vörugjalda, sem ýtt hefur undir aukin alþjóðleg viðskipti, lækkað vöruverð og innleitt aukna samkeppni í smásölu er samkvæmt skilgreiningu nútímastjórnmálamanna aðeins aðferðafræði gamaldags frjálslyndis. "
Steingrímur J. Sigfússon segir í grein í sama blaði:
"....Ég læt mig hafa það að minnast að lokum á einn fremur saklausan smáfrænda í fjölskyldunni sem er merkimiðapólitíkin. Hún gengur í einfaldleika sínum út á að velja sér sjálfum jákvæða merkimiða:
- Þú segist vera lýðræðissinni. Einmitt það. Eru þá aðrir andlýðræðissinnar?
- Þú ert umbótasinni (eins og margir voru að eigin sögn og margra fjölmiðla og álitsgjafa í kjölfarið fyrir næstsíðustu kosningar). Eru þá allir hinir á móti umbótum? Og, liggur fyrir óskeikul og óumdeild flokkun á því hvað séu umbætur og hvað ekki?
Og nú er það frjálslyndi. Frjálslyndir flokkar og frjálslynd öfl móti rest. Er brennivín í búðir frjálslyndi? Eru lýðheilsusjónarmið ófrjálslynd? Ja, spyr sá sem ekki veit.
Kornungur að árum heyrði ég mér 10-20 árum eldri menn tala um sjálfa sig sem hina ungu lýðræðiskynslóð. Það voru mín fyrstu kynni af merkimiðapólitík."
Það gott að helstu hugmyndafræðingar stjórnmálaflokkanna hittist við stjórnarmyndunarborðið þar sem ESB flokkarnir eru blessunarlega hvergi nærri.
Það væri gott ef grundvallaratriðin væru í heiðri höfð.
14.11.2017 | 22:52
Nú skulu opnuð landamærin
svo um munar. RÚV sýnir kvöld eftir kvöld myndir um konur á flótta.
Hvað er fleira á ferð þar sem eru konur á flótta?
Ekki börn á flótta?
Ekki menn, afar, ömmur og karlmenn á flótta?
Allt saman slæðubundið múslímafólk sem seint mun samlagast kristnum vestrænum samfélögum sem dæmin sanna.
Þetta er allt saman fólk í neyð sem býr í lélegum húsum í sólarhitanum þarna suðurfrá.
Kannski eru þetta líka verri íverustaðir en frosin tjöld í Laugardalnum?
Og áreiðanleg er heilbrigðis-og tannlæknaþjónustan þarna jafnvel verri en þessi ömurlega hjá okkur sem VG ætlar að stórbæta þegar þeir eru komnir í Forsætisráðuneytið.
Og leyfa miklu fleiri þurfandi að njóta þess með því að opna landamærin fyrir fólkinu sem við kynntumst í boði RÚV.
14.11.2017 | 22:42
Nærri klukkutíma
var ég í bílnum frá Boðaþingi í Vatnsendahverfi niður á Landspítala og koma bílnum fyrir í örtröðinni þar. Það var bylur og slabb og allt gekk þó furðanlega á umferðarljósunum. Umferðin var massíf og bíll við bíl.Ökumenn eru orðnir miklu tillitssamari en þeir voru og leyfa mönnum að skipta um akreinar fyrirvaralaust.
Á svona leið hafa menn tíma til að hugsa. Ég velti fyrir mér hvernig það væri að vera á ferð í þessu veðri út að bíða eftir Borgarlínu, keyra með Borgarlínu sem myndi stoppa langt fá Landspítalainnganginn mínum í stað þess að sitja i upphituðum bílnum og hlusta á öll útvarpsprógrömmin þar sem ég lærði heilmikið líka Ég komst að því að ég vildi ekki skipta hvað sem í boði væri. Það var samt ergilegt að vera fastur á ljósunum við Miklubraut-Kringlumýrarbraut þar sem Gvendur Jaki barðist fyrir gerð mislægra gatnamóta fyrir hálfri öld síðan og vildi láta lífeyrisjóði lána í það til að styrkja atvinnustigið.
Nú segir Dagur Bergþóruson Borgarstjóri að tími mislægra gatnamóta í Reykjavík sé liðinn og Hjálmar Sveinsson skipulagsyfirvald segir að það taki því ekki að leggja fleiri akreinar því þær fyllist bara af bílum. Í stað þess skulu götur Borgarinnar þrengdar og fuglahús reist til yndisauka fyrir menn eins og mig sem sitja fastir í umferðinni. Borg er ekki samfélag manna sem þurfa að ferðast hratt um vegna atvinnustarfsemi heldur einhver félagsleg eining sem þjónar tjáskiptum og gildismati og svo auðvitað kynjajafnrétti, berst gegn kynferðislegu ofbeldi og hjálpar svo heiminum öllum með innflutningi flóttafólks og hælisleitenda auk kolefnisbindingar fyrir lánsfé við Hellisheiðarvirkjun. En skuldir Borgarinnar vaxa um einhver tíu af hundraði á næsta ári sem er kosningaár meðan skuldir allra sveitarfélaga á landinu lækka í góðærinu.
Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væru aðeins innblásið vinstra fólk sem myndi velja almenningssamgöngur eða hjólhesta á svona slyddumorgni sem þarf að leita sér lækninga um langan veg í allri þeirri umferð sem atvinnutraffíkin er á hinu risastóra höfuðborgarsvæði.
Ég myndi hætta bæði lífi og limum og heilsunni líka með því að reyna þetta ferðalag öðruvísi en á bílnum mínum. Maður þyrfti til þess bæði frekar að vera ungt hraustmenni en ekki sjúkt gamalmenni á níræðisaldri til þess að bjóða þessum aðstæðum í gær byrginn. Og miðað við bílafjöldann þá sýnist mér að þó nokkrir íbúar séu á sömu skoðun að nærri klukkutími i bíl sé skárri en úti.
12.11.2017 | 21:04
Látum Loga um þetta !
VG er ekki stjórntækur flokkur.
Kommarnir eru blindaðir af persónulegri fanatík og bulli. Katrín Jakobsdóttir er slík dula að hún ræður ekki við formennskuna.
Eftir fjögurra tíma fund með úlfahjörðinni í kringum Svandísi og og gömlu Moskvukommana er hún patt.
Hvað þýðir að setja svona formann í ríkisstjórn sem getur ekki barið í borðið?
Hver getur verið með svona liði?
Sama draslið og var í Bjartri Framtíð?
Myndi svíkja við fyrsta mótbyr?
Afskrifum þetta lið þegar í stað.
Látum Loga um þetta
12.11.2017 | 12:48
Píratar eru ekki stjórnmálaflokkur
á Alþingi heldur Pírataflokkur til viðbótar við 7 stjórnmálaflokka á Alþingi.
Í febrúar síðastliðnum fengu þingmenn kauphækkun. Þá hótaði Jón Þór Ólafsson Pírataþingmaður að kæra ákvörðun kjararáðs. Um efndir hefur enginn heyrt. En þessi þingmaður fékk þá 338.254 króna launahækkun á mánuði.
Þá sagði þingmaðurinn:
»Ef þessir þrír aðilar bregðast allir þá mun ég kæra ákvörðun kjararáðs til dómstóla og hef nú þegar fengið til þess lögfræðing.«
Þetta segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, í ofangreindri grein. Núna er eiginlega kominn tími til að hann leysi frá skjóðunni enda meira en tíu mánuður frá því að hann skrifaði þessi orð. Á þeim tíma og til loka þessa mánaðar hefur hann fengið samtals 3 milljónir króna aukreitis í laun, þökk sé þessu kjararáði.
Starf þingmanns er enginn orðaleikur eða innantómt tal. Ábyrgð þingmanna er mikil og þeir eru dæmdir af orðum og gerðum.
Jón Þór Ólafsson var stóryrtur í greininni sem hann þá skrifaði og því má spyrja: Hvað gerði hann við launahækkunina? Hvaða lögfræðing hefur hann ráðið til að hnekkja ákvörðun kjararáðs? Hverja hefur hann kært og fyrir hvaða stjórnvaldi?"
Fólkið sem kom inn af vinstra kantinum í fyrirlitningartísku Píratahugsjónarinnar hefur gersamlega gengið frá tiltrú manna á þessari Píratahreyfingu.
Morgunblaðið rifjaði upp á sínum ´tima upp í Staksteinum endemis feril þessa Jóns Þórs á Alþingi, þar sem hann hefur bókstaflega orðið að viðundri fyrir slæping og hjásetur að hætti Pírata. Stökk af þingi til að fara að malbika. Bjó sem þingmaður án nauðsynja í stúdentaíbúð til að spara? Þingmaður fyrir flokk sem krefst gagnsæis?
Það er beinlínis forsenda þess að hér sé hægt að mynda starfshæfa stjórn að Pírötum sé haldið utan við. Og með nokkru má segja að sama gildi um Samfylkinguna ef miða má við þær yfirlýsingar sem frá formanni hennar koma um forgangsmál.
Bullið í Sunnu Ævarsdóttur á Sprengisandi tók svo steininn úr með það að sá þingmaður er ekki viðræðuhæfur um stjórnmál. Glórulaust vanþroska persónuhatur þessa þingbarns útilokar hana gersamlega frá vitrænni umræðu um stjórnmál,
Píratar eru greinilega ekki stjórnmálaflokkur í venjulegum skilningi sem nokkur getur byggt á til framtíðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.11.2017 | 11:38
700 kjarasamningar
eru framundan heyrist manni á Sprengisandi
Launahækkanir hafa skilað sér í vasann þar sem verðbólgan hefur verið undir markmiðum í 44 mánuði. Kjarasamningar opinberra starfsmanna standa yfir núna og munu slá taktinn.
Ákvarðanir kjararáðs um laun þingmanna hafa ekki verið hollt innlegg í kjarasamningamálin framundan. Á Sprengisandi er fari yfir málin.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir hjá BHM krefst leiðréttinga frá launum gerðardóms og vill greinilega halda áfram höfrungahlaupinu fyrir sig en leggur áherslu á að aðrir eigi ekki að nota þá niðurstöðu fyrir aðra vegna þess að krafa BHM sé að menntun sé metin til launa. Aðrir hafi ekki þessa menntun og geti því ekki krafist hækkana.
Halldór Benjamín Þorbergsson bendir á að opinberri starfsmenn hafi 730 þúsund meðan almenni markaðurinn hafi rúm r 600 þúsund. Krafan um að hækka stöðugt lægstu laun hefur skilið BHM eftir segir Þórunn .Halldór bendir á að Norðmenn hækki laun um 1-2 % og þar sé verðbólgan 1-2%.
Þórunn segist gera sér grein fyrir stöðunni en það eigi að hætta að elta hvern annan uppi. Niðurstaða Kjararáðs sem er að verða 1 árs gömul var vont innlegg. Sem sagt hækkun fyrir mig en ekki aðra. Læknar í Noregi fóru í verkfall í fyrra. Því verður líklega að grípa til aðgerða til að leiðrétta félagslega þætti kjarasamninga segir Þórunn. Halldór Benjamín Þorbergsson vill reyna að halda lokinu á út 2018 þegar samningar renna út. Þórunn vill það greinilega ekki þar sem stjórnvöld sjái um félagslega þætti samninga, atvinnuöryggi , trygga vinnu og atvinnuleysisbætur.
Halldór Benjamín bendir á að við Íslendingar erum að greiða næsthæstu meðallaun í Evrópu. Halldór bendir á að fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verði að semja við opinbera starfsmenn. Ef við förum þar fram úr okkur eru horfurnar ekki góðar.
Stöðugleikinn lendir á herðum BHM. Það var hætt kjaraviðræðum þegar stjórnin fell. Ekki heyrist mikill sáttatónn í Þórunni frekar en við var að búast í ljósi fyrri reynslu af henni.
Halldór hefur ákveðnar hugmyndir um að hófsemi í kjarasamningum sé nauðsynleg. Það á eftir að semja við 6-7000 ríkisstarfsmenn og BHM þeirra á meðal. Nú er það greinilega orðinn opinberi geirinn sem slær tóninn en ekki almenni vinnumarkaðurinn í launaþróun.
Þórunn segir BHM aðeins vera að setja fram raunhæfar kjarakröfur. Einhverjir telja sig hafa heyrt eitthvað þessu líkt áður. Það er greinilega ekki mikill samninga- eða sáttatónn í formanninum. Hún ætlar sér greinilega ekki að taka rökum um að hennar umbjóðendur þeir verði að halda aftur af sér því aðrir komi á eftir.
Halldór bendir á að verðmæti þjóðfélagsins skapist hjá fyrirtækjum landsins. Það sé ekki hægt að hækka laun opinberra starfsmanna umfram aðra ef ekki eru verðmæti fyrir hendi. Ekki verður vart við undirtektir Þórunnar við þessum ábendingum sem vonlegt er.
Þórunn leggur áherslu á að eitt lífeyriskerfi opinberra starfsmanna verði að vera samkeppnisfært ef ríkið ætlar að fá hæfa starfsmenn.
Einhver spyr ef til vill hvort sérfræðimenntaðir ríkisstarfsmenn séu endilega hæfir eða ekki of margir?
Ef á að hækka háskólamenn meira en aðra þá gengur það ekki segir Halldór . Launajöfnuður er nú meiri í landinu en nokkru sinni fyrr.
Það er ekki það sem Þórunn er að tala um segir hún heldur erum við verr sett félagslega en í nágrannalaöndum segir hún.
Þessu mótmælir Halldór Benjamín framkvæmdastjóri SA ákveðið. Félagslegur jöfnuður stenst fyllilega samanburð segir Halldór, sama hvar á er litið, allstaðar er Ísland er á toppnum. Hér eru hærri meðallaun en á Norðurlöndum. Viðgetum ekki farið hærra.
Ekki hefur þetta mikil áhrif á Þórunni sem vill lengra vill fæðingarolof, hún segir að heilbrigðiskerfið sé að grotna niður, kostnaður sjúklinga sé alltof hár og þar fram eftir götunum.
Þarna fengu hlustendur Bylgjunnar að horfa inn í þá ormagryfju sem verður auðveldlega banabiti núverandi lifskjara Íslendinga og þeim votti af stöðugleika sem við höfum búið við undanfarin þrjú ár.
Það er ekki mikil bjartsýni á því að veikburða ríkisstjórn geti tekist á við það hrikalega kjararasamningaverkefni sem framundan er ef útiloka á algerlega heilbrigða skynsemi í öllum "kjarasamningum".
Allt þetta höfum við Íslendingar uplifað áður, við þekkjum óðaverðbólgu, við þekkjum verðfall á mörkuðum og við þekkjum gengisfall, við þekkjum samdrátt í atvinnu.
Hvað þora stjórnmálamenn yfirleitt að gera? 700 lausir kjarasamningar eru lykillinn að framtíðinni sem þeir þurfa að snúa.
.
10.11.2017 | 12:32
Allt betra en Píratar
sem eru búnir að sýna sig á undanförnum þingum að vera gersamlega óstjórntækt ígildi stjórnmálaflokks. Beinlínis hlægilegt ef í það væri farið.
Og sömuleiðis er óskandi að halda krataflokkunum utan við vegna innbyggðs ótraustleika slíkra flokka. Þeir bera rýtinginn ávallt í erminni og sprengibeltið um sig miðja eins og Benedikt Gröndal þáverandi formaður Alþýðuflokksins lýsti þeim á sínum tíma. Og þá alveg án þess að vísa til óþjóðleika þeirra og fullveldisótryggð sem hlýtur alltaf að vera erfitt viðfangs fyrir flokk eins og Sjálfstæðisflokkinn sem er eiðsvarinn fullveldi landsins.
Allt er einfaldlega betra en Píratar í stjórn.
10.11.2017 | 12:21
Asíuheimsókn Trump
er mikilvægt framlag mikilhæfs Forseta til friðar í heiminum.Væntanlega mun hann líka hitta Putin Rússlandsforseta sem hann hefur lengi stefnt að sem nauðsyn.
Hvað sem menn annars segja um Trump og ýmsan böslugang hans, þá held ég að vilji hans til að bæta heiminn sé einlægur. Hann skilur mikilvægi Kínverja í málefnum Kim Jong Il. Vandinn er sá að hann getur ekki haldið kverkataki sínu og kúgun á fólkinu í Norður-Kóreu nema með kjarnorkuterror sínum. Flestir vilja þann kóna dauðan eins og aðra harðstjóra. En Kínverjar hugsa öðruvísi en við á Vesturlöndum sem við skiljum ekki alltaf. Þessvegna er málið ekki einfalt fyrir Trump.
En Trump er að reyna að bæta heiminn í Asíuheimsókn sinni og við vonum hið besta.
10.11.2017 | 10:23
Ótrúlegur farsi
birtist manni við lestur á grein Vilhjálms Bjarnasonar varaþingmanns í Morgunblaðinu í dag. Vilhjálmur segir:
"Það er kunnara en frá þurfi að segja að það eru mannréttindi að vera svo heimskur sem maður vill. Það kann jafnvel að vera talið gott og gilt í réttarsal að bera fyrir sig óafsakanlega vanþekkingu. Stundum er það svo þegar dómara rekur í vörður í dómagerð sinni, þá búa þeir til hugtök sem löggjafanum eru ætluð en löggjafinn hefur hvorki skapað í löggjöf né ætlað sér að skapa.
Þar kemur greinarhöfundi í hug hugtakið »opinber persóna«. Til þess að verða opinber persóna þarf viðkomandi annaðhvort að vera kjörinn til trúnaðarstarfa ellegar að hafa sést oft á síðum menningartímarita eins og »Séð og heyrt« ellegar »Vikunnar«. Mannskepnan »opinber persóna« er að flestu loðið og teygjanlegt hugtak, svona eins og klám ellegar list.
Fundur í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd
Það er alvarlegur misskilningur í gangi hjá sumum þingmönnum um eftirlitshlutverk sitt. Til þess að sinna eftirliti á tilteknu sviði þarf sá er eftirlitinu sinnir að hafa heimildir, mannafla og jafnvel tæki.
Í 13. gr. laga um þingsköp Alþingis, tölulið 8, segir svo um stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis:
"Nefndin fjallar um stjórnarskrármál, málefni forseta Íslands, Alþingis og stofnana þess, kosningamál, málefni Stjórnarráðsins í heild og önnur mál sem varða æðstu stjórn ríkisins. Enn fremur fjallar nefndin um ársskýrslu og tilkynningar umboðsmanns Alþingis, svo og um skýrslur Ríkisendurskoðunar. Meti nefndin það svo að einstakar skýrslur Ríkisendurskoðunar eigi eftir efni sínu fremur að fá athugun í annarri nefnd vísar hún þeim skýrslum þangað. Nefnd sem tekur þannig við skýrslu Ríkisendurskoðunar skilar þá áliti til þingsins eftir athugun sína á skýrslunni en um aðrar skýrslur fjallar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og skilar áliti um þær.
"Nefndin skal einnig hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur gagnvart framkvæmdarvaldinu. Komi beiðni um slíka athugun frá a.m.k. fjórðungi nefndarmanna skal hún fara fram.«
Þann 19. október sl. var haldinn opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um »vernd tjáningarfrelsis«.
Til fundarins voru boðaðir gestir til að kenna þingmönnum um vernd tjáningarfrelsis. Til fundarins var boðað af lögfræðingi og lögvitringi í þingflokki Pírata og sennilega fulltrúa Vinstri grænna Allra Handa í þessari þingnefnd.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur aðeins eftirlit með framkvæmdavaldinu, þ.e. ráðherrum, en ekki með einstökum stofnunum og þaðan af síður dómstólum.
Fullt tilefni til fræðslufundar fyrir lögvitring
Þegar til fundarins kom reyndist fullt efni til að halda fræðslufund fyrir suma fulltrúa í nefndinni. Til fundarins komu nokkrir þekkingarmenn og -konur. Það kom fram í upphafi fundarins að lögvitringur Pírata þekkti alls ekki muninn á lögfræðingi og lögmönnum. Þannig er að aðeins sumir lögfræðingar eru og verða lögmenn, og jafnvel hætta að vera lögmenn með því að leggja inn réttindi sín.
Lögvitringurinn, sem er þingmaður og þar með einn af handhöfum löggjafarvaldsins, taldi eðlilegt að um lögbannsgerðir væri fjallað á grundvelli einhverra fréttatilkynninga Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, en ekki á grundvelli þeirra laga sem Alþingi hefur sett. Sem kunnugt er, eru fréttatilkynningar ekki réttarheimildir og tæpast lögskýringargögn í íslenskum rétti.
Lögvitringnum var alls ókunnugt um að lögbann er lagt á samkvæmt málsmeðferðarreglum í lögum um kyrrsetningu og lögbann frá 1991. Lögvitringurinn greiddi ekki atkvæði um þá löggjöf, með lögmætri fjarvist.
Þágufallssjúkur lögfræðingur
Næstur til að fræðast af sýslumanni og lögfræðingum hans var lögfræðingur sem sagði »mér langar að spyrja«. Að öðru leyti voru spurningarnar óskiljanlegar. Spurningarnar báru með sér að lögfræðingnum, sem er jafnframt einn af fulltrúum löggjafarvaldsins, var alls ókunnugt um allt er snerti lögbann.
Það kom fram í spurningu lögfræðingsins að það kunni að vera ástæða til að taka tillit til ástands í stjórnmálum þegar lögbann er sett. Með góðum vilja mátti skilja spurningu lögfræðingsins á þann veg að sýslumaður ætti að kveða upp úrskurð með pólitískri niðurstöðu. Með öðrum orðum pólitísk réttarhöld! Það kom einnig fram hjá öðrum nefndarmönnum að tillit skyldi tekið til stjórnmálaástands í gjörðum sýslumanns.
Þá kom einnig fram hjá lögfræðingnum, án þess að réttarheimildar væri getið, að blaðamenn og ritsóðar hefðu meiri rétt til tjáningarfrelsis en aðrir þegnar þessa lands, og þar með að skerða persónuvernd og æru fólks án nokkurrar ábyrgðar á gjörðum sínum.
Lögmaður Blaðamannafélagsins
Meðal þeirra sem til þessa fræðslufundar komu var lögmaður Blaðamannafélags Íslands. Fávís þingmaður spurði lögmanninn einnar spurningar; hvort það væri svo að málefni sem vörðuðu þagnarskyldu í ótilgreindum 142 lagabálkum væru ekki háð þagnarskyldu ef þau kæmust í hendur blaðamanna. Svar lögmannsins var stutt og laggott: »Já.« Það var án nokkurra útskýringa ellegar tilvísunar í réttarheimildir sem afléttu slíkri þagnarskyldu. Með öðrum orðum þá er það skilningur þessa lögmanns að blaðamönnum sé frjálst að valsa um og birta þjófstolin trúnaðargögn. Eina viðmiðunin er að »gögnin eigi erindi við almenning« og um »opinbera persónu« sé að ræða. Hvort tveggja að mati viðkomandi blaðamanns. Tekið skal fram fyrir lesanda að meðal þeirra lagabálka um þagnarskyldu sem um ræðir er öll löggjöf um heilbrigðismál, þar með sjúkraskýrslur einstaklinga.
Þegar svar þessa mikilsvirta lögmanns var komið fram taldi fávísi þingmaðurinn að fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd væri kominn út fyrir öll mörk þess sem lög um þingsköp kvæðu á um. Fundurinn var ekki lengur til upplýsingar eða eftirlits. Fávísi þingmaðurinn sagðist ekki sitja undir svona bulli og gekk af fundi.
Viðtal við dósent í fjölmiðlafræði og álitsgjafa
Fyrir nokkru var viðtal í sjónvarpi við dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri.
Formáli fréttamanns sjónvarps og spurning var þessi:
<ská>Í 58. grein laga um fjármálafyrirtæki segir að starfsmenn fjármálafyrirtækja, endurskoðendur og aðrir sem taki að sér verk í þágu fyrirtækisins séu bundnir þagnarskyldu um allt sem þeir fá vitneskju um og varðar viðskipta- og einkamálefni viðskiptamanna. Þá segir í annarri málsgrein lagagreinarinnar að sá sem veiti slíkum upplýsingum viðtöku sé sömuleiðis bundinn þagnarskyldu.
Ólíkar skoðanir eru uppi um hvernig skuli túlka seinni málsgreinina, það er hvort bankaleyndin eigi aðeins við um starfsmenn fjármálafyrirtækja. Dósent í fjölmiðlafræði segir að það hafi verið mat Fjármálaeftirlitsins árið 2009 að bankaleyndin næði líka yfir blaðamenn í tilfelli lánabókar Kaupþings, en aldrei hafi verið tekist á um lagatúlkunina fyrir dómstólum.
Svar dósentsins var eftirfarandi:
<ská>Og um þetta var nú bara skrifuð heil greinargerð um svipað leyti þar sem þessi íslensku lög voru borin saman við lög erlendis og þetta ákvæði á Íslandi stendur svolítið út úr og er einna svipaðast, samkvæmt þessari greinargerð Dóru Guðmundsdóttur, ákvæðinu í Danmörku. Niðurstaða greinargerðarinnar var hins vegar sú að þetta ákvæði myndi trúlega verða túlkað eins og það hefur verið túlkað í Danmörku, það er að segja að þessi bankaleynd næði ekki til fólks úti í bæ, næði ekki til blaðamanna.
Seint trúi ég að Dóra frænka mín sé svo skapandi í lagatúlkun sem dósentinn ætlar henni.
Þagnarskylda verður einungis afnumin með lagaákvæðum ellegar úrskurði dómstóla á grundvelli lagaákvæða sem löggjafarvaldið ákveður.
Skapandi lagatúlkun
Sú skapandi lagatúlkun sem lögfræðingur og lögvitringur pírata og lögmaður Blaðamannafélagsins bjóða í heyranda hljóði er dæmi um siðrof. Það er skelfileg tilhugsun að mega eiga von á að dómar og úrskurðir verði kveðnir upp á pólitískum forsendum eins og væntingar þingmanna hljóðuðu á þessum undarlega fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þann 19. október sl. Fundurinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd var haldinn á grundvelli óafsakanlegrar vanþekkingar. Þessi grein er skrifuð til verndar tjáningar- og persónufrelsi sem kann að felast í persónuvernd.
Verð íslenskri þjóð að góðu."
Einar heitinn Magnússon Menntaskólarektor talaði í mín eyru um það "niðuraáviðsnobberí" sem væri farið að ríða húsum í þjóðfélaginu eftir miðja síðustu öld.Vankunnátta í þéringum og lufsulegur klæðaburður í Menntaskólanum væri ein birtingarmyndin á þessu fyrirbæri sem allir sáu að kom í tengslum við upp-og yfirgang vinstrimanna.
Þessi afsiðun hefur smám saman breiðst yfir allt þjóðfélagið og mesta áfallið hlaut Alþingi með kjöri Þórs Saari og hans nóta sem fyrir utan almennt menningarstig sitt lagði af að ganga með slifsi eins og þingmaður en fór að mæta á rúllukraga.Virðing Alþingis hefur ekki borið sitt barr síðan sem svo birtist í uppgangi skringihópa og afkára eins og Pírataþingmanna sem hafa átt stóran hlut í að afsiða þingið.
Vilhjálmur lýsir því ágætlega niður á hvaða plan opinber umræða er sokkin vegna pópúlisma niðuráviðsnobbaranna. Jón Steinar Gunnlaugsson er einmitt líka að lýsa því hvernig þessi sama afsiðun er komin inn í Hæstarétt þar sem rétturinn er farinn að dæma eftir pópúlískum sjónarmiðum í stað laga.
Einar Magnússon var glöggur maður og vís.Ég spurði hann að því hvað hann héldi um hvernig Kristni Ármannssyni myndi ganga að stjórna skólanum eftir hörkutólið Pálma Hannesson. "Vel" sagði Einar, "Kristinn Ármannsson er sjentilmaður og það rífur enginn kjaft við séntilmann" Sem og varð.
Stór hluti núverandi þingmanna skilur ekki hugtökin sem Einar Magnússon notaði eins og sést af þeim ótrúlega farsa sem Vilhjálmur Bjarnason lýsir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 3420575
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko