Bloggfærslur mánaðarins, mars 2017
16.3.2017 | 21:35
Ráðherrann ætlar að ráða
því að stoppa peningabrennsluna sem felst í blöndun lífefnaeldnseytisins í bensínið. Var kominn tími til að aflétta þessari skattlagningu loftslagssérvitringanna á íslenska fátæklinga og einstæðar mæður.
Sigríður Andersen skrifar svo í Fréttó í dag:
".....Ég hef sömuleiðis vakið athygli á því að vinstri stjórnin hans Guðmundar Andra breytti sköttum á bíla og eldsneyti til að beina fólki úr bensínbílum yfir í dísilbíla, en fram að því höfðu flestir Íslendinga kosið bensínbíl. Nú er hins vegar almennt viðurkennt að útblástur dísilbíla er verri en bensínbíla og því er fráleitt að skattleggja bensínbíla meira en dísilbíla.Þess vegna styð ég að skattar á bensínbílinn lækki svo hann verði ekki síðri kostur en dísillbíllinn.
Þá lagði ég fram frumvarp um að fella úr gildi þá kvöð sem vinstri stjórn Guðmundar Andra leiddi í lög að blanda þurfi svokölluðu lífeldsneyti í hefðbundið eldsneyti. Þessi kvöð hefur kostað Íslendinga milljarða í dýru og orkurýru eldsneyti, leitt til aukins innflutnings eldsneytis og fleiri ferða bíleigenda á bensínstöðvar. Til að fullkomna verkið ákvað vinstri stjórnin Guðmundar Andra að niðurgreiða þennan innflutning með fjármunum sem ella hefðu farið til vegagerðar. Ávinningurinn af þessu fyrir umhverfið er í besta falli hverfandi, ef nokkur, og mögulegar hliðarverkanir skelfilegar. Lífeldsneytið er þannig að mestu leyti unnið úr matjurtum.
Hvers vegna vill Guðmundur Andri frekar brenna þessum matvælum í bílnum sínum hér á Íslandi en að þau endi á diski einhvers sem þarf nauðsynlega á næringunni að halda? Hvers vegna er Guðmundur Andri fylgjandi slíkri matarsóun?
Ég andmæli svo sérstaklega tilraun Guðmundar Andra til þess að gera mér upp skoðanir varðandi hlýnun andrúmsloftsins. Lætur hann jafnvel að því liggja að ég haldi því fram að hitastig fari ekki hækkandi. Ekkert í mínum skrifum eða ræðum gefur tilefni til þess. Mér er til efs að margir þingmenn hafi sinnt umhverfismálum af meira kappi á síðasta kjörtímabili en ég og samflokksmaður minn Elín Hirst sem var óþreytandi við að vekja athygli á mögulegri súrnun hafsins vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu.
Það kann að vera að þar með hafi verið gengið á einkarétt einhverra á umræðu um umhverfismál. Framlag Guðmundar Andra bendir hins vegar ekki til þess að umræðan eða umhverfisvernd hafi notið góðs af þeim einkarétt."
Það ömurlegasta við framleiðslu lífeldsneytisin er sú að hún hefur valdið hungursneyð í Afríku. Maisinn er tekinn frá fólkinu til að brugga þetta ofan í Íslendinga. Akrarnir standa mannfólkinu í Afríku ekki til boða lengur og fólkið hungrar Guðmundi Andra og íslenskum sérvitringum til dýrðar. Og Al Gore flýgur um heiminm til að græða sjálfur á að prédika gegn hlýnun jarðar sem verður af útblæstrinum úr þotunni hans. Þetta er viðbjóðsleg tvöfeldni þessarar hirðar þessa óprúttna sérhagsmunaplógs sen Al Gore er fyrst og fremst og studdur af íslenskum einfeldningum á borð við Guðmund Árna.
Ég er ánægður með að ráðherrann ætlar að binda endi á þessa vitleysu og peningasóun almennings fyrir fáránleika sérvitringa sem hafa ráðið allt of miklu í fanatík fáviskunnar í loftlagsmálum sem eru í besta falli ósannaðar fullyrðingar á fákænum forsendum.Flest rök jarðsögunnar hníga að kólnun framundan en ekki hlýnun og maðurinn ræður minnstu um þá þróun. CO2 var sjö sinnum meira á tímum risaeðlanna en núna. Hver blés þá út?
Ráðherrann Sigríður Andersen ætlar að ráða einhverju sem máli skiptir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.3.2017 | 09:25
Wilders vann varnarsigur
en hann tapaði ekki Hlutföllinn milli hans og Rutte breyttust samtals um ein 40%.
Wilders vann verulega á og Rutte tapaði verulega.
Þjóðernisstefnan vann verulega á.Sóknin sem byrjaði með Trump mun halda áfram. Hún mun ná til Íslands. Okkar leiðtogar eru bara ekki komnir fram ennþá.Við erum alltaf skrefi á eftir Bandaríkjunum í öllum málum. Við erum hinsvegar yfirleitt allt of fljótir að apa vitleysur upp eftir Svíum og Evrókrötum. Við erum þó ekki gengnir í ESB að fullu og er það vel eftir Brexit. Nú þurfum við bara að koma okkur úr Schengen sem fyrst.
Wilders vann varnarsigur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.3.2017 kl. 08:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.3.2017 | 09:17
Verðtryggðar 3.mánaða bækur
ættu bankarnir að bjóða fram til að koma á móts við þann þögla minnihluta sem ekki tekur þátt í lífsgæðakapphlaupinu eða kröfugerðinni í þjóðfélaginu. Vill bara fá að vera í friði með sitt.
Það heimtar ekki afnám verðtryggingar til að borga ekki til baka sem það skuldar.Það heimtar ekki vaxtalækkun á skuldir sínar því það skuldar engum neitt. Það vill bara fá að vera í friði.
Af hverju geta bankarnir ekki gert þetta lítilræði fyrir þetta fólk? Jú, þá verða þeir að sjá af einhverjum fjárhæðum af þessu fólki þegar verðbólgan tekur kippi.sem ekki kann að verja sig með spekúlasjónum á markaði. En er það svo mikið ef að er gáð? Enda munu þeir líka áreiðanlega taka einhverju umsýsluþóknun af hverri bók.
En hvað með sanngirnissjónarmið í verðbólguskotum sem eigendur orsaka ekki? Hvað með að svona geri maður ekki eins og Davíð sagði við Friðrik.
Af hverju geta bankarnir ekki gert þetta fyrir gamlingja og þá sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér? Leyft þessu vesæla fólki að eiga sítt litla fé í öruggu skjóli fyrir öllum háflugi stjórmálaelítunnar á Íslandi?
Er það óframkvæmanlegt? Verðtryggðar 3.mánaða bækur í stað 3.ára?
15.3.2017 | 09:14
Hollenskur Trump
er í kjöri á Niðurlöndum í dag.
Líklega nær Geert Wilders óvæntum árangri í kosningunum í dag vegna þess að kjósendur um allan heim eru orðnir þreyttir á því að láta klissíupólitíkusa ljúga að sér. Segja eitt fyrir kosningar og gera allt annað eftir þær.
Geert Wilders er maðurinn sem Hollendingar kjosa í dag. Maður sem meinar það sem hann segir og stendur við það eins og Trump!
15.3.2017 | 08:00
Ingibjörg 3.
stærsta í Vodafone eftir sameininguna.
Fréttablaðið er hinsvegar ekki með í samrunanum. Af hverju skyldi það nú vera?
Sáum við ekki margar BarbaBrellur hér á árum áður? Eru ekki þaulvanir menn þarna nálægt?
Hvar í röðinni af stórum greiðendum bankanna skyldi Fréttablaðið nú vera þegar Ingibjörg er orðin 3 í Vodafone?
14.3.2017 | 14:43
Umhyggja fyrir hinum smáu
er venjulega á einkasviði vinstra fólksins.
Það lætur alltaf sem svo að allir séu vondir við lítilmagnann nema það sjálft. En hvernig er það í verki? Hvar eru afrek vinstristjórnarinnar þar sem Katrín Jakobsdóttir var ráðherra í?
Hvernig voru aðgerðirnar þá fyrir gamla fólkið? Mér heyrist Björgvin Guðmundsson ekki vera par ánægður með sig. Og ekki hefur það skánað í tíð síðustu og þessarar ríkisstjórnar. Gamlingjar mega nú nánast ekkert vinna öðruvísi en að missa bætur.
Bjarni Benediktsson sagði á fundi með Sjálfstæðismönnum í Kópavogi á dögunum að það væri eðlilegt að skerða bætur til lífeyrisþega vegna þess að Almannatryggingakerfið væri ekki lífeyriskerfi heldur tryggingakerfi.
Í grein sem Helgi K. Hjálmsson ritaði í Morgunblaðið 8.júlí 2010 stendur m.a.:
"Alþýðuflokkurinn gerði það að skilyrði fyrir þáttöku í nýsköpunarstjórninni, sem sat að völdum 1944-1946 að sett yrðu lög um almannatryggingar. Áður hafði Alþýðuflokkurinn komið á alþýðutryggingum 1936. En Ólafur Thors forsætisráðherra samþykkti tillögu Alþýðuflokksins og í ræðu um málið sem hann flutti sagði hann að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla án tillits til efnahags. Með þessum aðgerðum gengum við framar í þessum efnum en aðrar þjoðir. Hugsunin var sú að þarna væri ekki um fátækraframfærslu að ræða heldur framfærslulífeyri. Hluti af eftirlaunum.
Í kring um 1969, var komið á almennu lífeyrissjóðakerfi þar sme launþegar greiddu ákveðna prósentu af sínum launum og gulrótin var aú að atvinnurekendur skyldu greiða frmalag á móti. Þegar þetta lífeyrissjóðakerfi v<r stofnað átti það að koma til viðbótar við almennarteyggingakerfið, svokallaðan grunnlífeyri. Þennan grunnlífeyri áttu allir að fá án tillits til annarra lífeyrissjóðstekna....
..... Þá þegar var byrjað á því að hringla með kerfið og skaða það........Er þar fyrst til að nefna að grunnlífeyrir var tekinn úr sambandi við almennar launahækkanir,síðan var farið að ýja að því að með tilkomu lífeyrissjóðanna og eftir því sem þeim óx fiskur um hrygg ætttu þeir að taka fyrir greiðslur frá almannatryggingum, sem gengur þvert á upprunalegu hugsunina um þær og 1. júlí 2009 var svo skrefið stigið til fulls með því að tekjutengja grunnlífeyri við aðrar tekjur frá líferissjóðunum en fram að þeim tíma hafði hann fengið að vera í friði gagnvart öðrum lífeyrissjóðsgreiðslum...."
Og hver skyldi nú hafa verið ráðherra í þessari ríkissjórn sem þarna hóf skerðingarverkið? Rétt til getið, fyrsti stafurinn er Katrín Jakobsdóttir, handhafi kærleikans, viðtakandi feitra launatékka og verndari smælingjanna.
Það sem verra er að þessi aðgerð kom þeim skilningi inn hjá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins að grunnlífeyririnn sé fátækraframfærsla sem eigi að auðvitað að tekjutengja. Lífeyrisgreiðsla sem sé aðeins ætluð þeim sem ekkert annað hafa. Falleg hugsun en því miður bara útúrsnúningur á því sem upphaflega var til stofnað.
Og alltaf kjósa eldri borgarar þessa sömu stjórnmálamenn aftur og aftur því þeir eru svo vitlausir og trúgjarnir í stað þess að rísa upp pólitískt. En því nenna þeir auðvitað ekki enda eiga þeir að vera sestir í helgan stein og hættir öllu veseni.En væla þó sífellt án þess að nokkur taki mark á þeim því þeir gera ekkert raunhæft í málunum.
Katrín Jakobsdóttir sýndi innræti sitt og umhyggju fyrir þeim smáu 1.júlí 2009 með dyggri hjálp Steingríms J. Sigfússonar sem þá fór fyrir liði VG. Þetta vinstra lið sannaði innræti sitt þá svo um munaði og gaf upp þann umhyggjubolta fyrir þá hrjáðu og smáu sem aðrir ráðamenn hafa svo sparkað milli sín síðan eins og þeim hentar hverju sinni.
Flest sem stjórnmálamenn segja fyrir kosningar um bættan hag eldri borgara er umsvifalaust svikið eftir þær með langsóttum útskýringum sem enginn skilur. Eða hver skilur hvernig 25 þúsund kallinn í frítekjunum átti að bæta hag eldri borgara!
Fæstir meina í raun nokkuð með fagurgalanum um umhyggju fyrir eldri borgurum fyrir kosningar. Þeir virðast hugsa fremur um eigin hag og kjararáð en ekki kjör eldri borgara. Og þeir finna alltaf og endalaust ástæður til að réttlæta og útskýra hversvegna þetta er svona en ekki hinsegin.
Umhyggjan endar skjótt eftir kosningar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.3.2017 | 08:42
Furðuskrif formanns
neytendasamtakanna Ólafs Arnarsonar í Mogga vöktu athygli mína.
Látum vera að menn hafi hugmyndir um vexti og verðtryggingu. En að krefjast þess að kjaraviðræður verði aflagðar ef þeir fái ekki sérvisku sinni framgengt er furðulegt.
Ólafur segir:
"... - Peningastefnu Seðlabankans verði breytt þannig að íslenskir neytendur þurfi ekki að borga fyrir þrjár íbúðir á sama tíma og aðrir Norðurlandabúar þurfa aðeins að borga fyrir eina. Þetta kallar á afnám verðtryggingar af húsnæðis- og neytendalánum hér á landi. Og þetta kallar líka á að raunverulegt eftirlit verði haft með íslenskum bönkum. Til að fullur árangur náist kallar þetta á nýja mynt..."
Hvað ætlar formaður Neytendasamtakanna að gera að stefnu samtakanna? Ganga í ESB og taka upp EVRU? Eða bara heimila húsnæðislán í norskum krónum á norskum vöxtum? Borga þannig eina norska íbúð(sem kostar talsvert meira en íslensk)? Er hægt að gera SALEK upp á þau býtti? Engin íslensk verðtrygging en bara erlend lánsmynt?
Er ekki líklegt að Bjarni Benediktsson og Már Guðmundsson gætu haft milligöngu um slíka framkvæmd?
"- Heilbrigðiskerfið sé skilvirkt og öllum aðgengilegt óháð efnahag."
Er þetta krafa um framlög tilheilbrigðiskerfisins eins og Kári klári hefur lagt til? Og hvaðan á það fé að koma? Með skattheimtu á Neytendur?
"Þegar búið er að leggja þann grunn að íslenskir neytendur hafi sambærilegan aðgang að fjármagni, húsnæði, menntun, heilbrigðisþjónustu og réttlæti og nágrannaþjóðirnar, sem búa við norrænt stöðugleikamódel, skulum við tala um SALEK og norrænt vinnumarkaðsmódel hér á landi. Ekki fyrr!"
Myndi aðgangur að norskum húsnæðislánum, í norskum krónum og á norskum vöxtum uppfylla kröfur formanns Neytendasamtakanna? Vonandi ekki á norskum húsnæðisverðum líka?
Þetta fólk sem heimtar afnám verðtryggingar í síbylju verður að fara að skýra frá því hvernig það sér fyrir sér framtíð lífeyriskerfisins íslenska. Hvernig ætlar það að tryggja lífeyrir landsmanna ef afhenda á sjóðina til nýrra lántakenda? Hvernig mun þá SALEK tryggja enga verðbólgu sem þýðir enga verðtryggingu?
Þessi furðuskrif Ólafs eru ekki í samræmi við það sem menn eiga að búast við af formanni Neytendasamtakanna til þess að þessi mikilvægu samtök rísi undir ábyrgð.
14.3.2017 | 08:16
Hús fullt af engu?
er það sem kallað er stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Vigdísarstofnun. Þar er búið að búa til notalgíustofnun utan um ekki neitt nema það að kvenkyns frönskukennari úr Vesturbænum var kosin Forseti Íslands og stóð sig bara vel. Hvað var svona merkilegt við það sem réttlætir að þjóðin setji um milljarða batterí eins og húsið á Holtinu. Auglýsi í störf viðburða-og kynningarstjóra og líka markaðs-og rekstrarstjóra. Heldur einhver að þetta fólk og starfsemi þess standi ekki fyrir útgjöldum frekar en tekjuöflun? Verðlaunsamkeppni um nafn á húsið er líka í bígerð.
Svona er sagt frá þessum viðburðum í Mogga:
"Auður Hauksdóttir segir að í nýja húsinu verði tvær stofnanir kenndar við Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands og núverandi velgjörðarsendiherra Unesco, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna eiga að vera í húsinu. Annars vegar Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum sem er rannsóknarstofnun innan Háskóla Íslands og hefur verið starfandi frá 2001.
Sú stofnun er vettvangur fyrir kennara og fræðimenn innan skólans, heldur ráðstefnur og fyrirlestra og stendur fyrir ýmissi útgáfu. Hins vegar tekur til starfa við vígslu hússins Vigdísarstofnun, alþjóðleg stofnun tungumála og menningar, sem starfar undir merkjum Unesco og lýtur sérstakri stjórn undir forsæti Auðar." (Til hamingju Auður!)"Þessi nýja stofnun hefur nýlega ráðið prófessor Sebastian Drude sem framkvæmdastjóra, en hann hefur áður m.a. starfað fyrir Max-Planck Institut í Þýskalandi.
Auður segir að þessar tvær stofnanir muni hafa náið samstarf og mörg verkefni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur verði undir hatti hinnar alþjóðlegu Vigdísarstofnunar vegna þeirra sambanda og skírskotana sem hún muni hafa utanlands...."
Þarna er verið að reisa skrín yfir konu sem gegndi embætti Forseta Íslands við alls ekki óumdeildan orðstír. Hvernig má það vera að elítan geti hafa skrúfað sig upp í svona varanlegt helsi um háls þjóðarinnar sem greinilega veldur milljarða kostnaði um langan aldur? Til hvers á þetta allt að vera nema til útgjalda og óþarfa? Það er greinilega verið að leita að verkefnum sem hægt er að eyða peningum i.
..."Í nýja húsinu verða skrifstofur fræðimanna og kennara og aðstaða til sýningarhalds. Við vígsluna verður fyrsta sýningin opnuð og verður hún helguð Vigdísi og ferli hennar. Sérstök Vigdísarstofa, þar sem hægt verður að fræðast um líf hennar og störf, verður jafnframt í húsinu. Á næsta ári er síðan áformað að halda sýningu sem fjallar um tungumál og menningartengsl á Vestur-Norðurlöndum."
Hvað er svona merkilegt við Vigdísi Finnbogadóttur? Ágætis manneskja og allt það. En er hún einhver þjóðhetja eins og Jón Sigurðsson til dæmis? Hvað með Óla Ragnar? Vantar ekki skrín yfir hann fyrir að bjarga okkur frá Steingrími J. og Icesave?
Er ekki nær að leggja þessi áform af og selja þetta Vigdísarhús til hótelrekstrar sem það virðist geta hentað ágætlega til? Spara þennan rekstur og ríkisapparat sem engin röksemdaleg þörf virðist fyrir? Auður gæti bara orðið hótelstýra í staðinn og Sebastian verið í móttökunni?
Er ekki bara þarna hús fullt af engu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2017 | 14:33
Óverðtryggð húsnæðislán?
Eiga allir að fá svoleiðis lán einu sinni eða oftar á ævinni?
Það er helst að heyra að lunginn af unga fólkinu haldi því fram að svo eigi að vera.Og svo auðvitað þingfíflin sem hæst blaðra.
Auðvitað er þetta pólitískt framkvæmanlegt. Það er bara að gera eitt pennastrik.
Það er auðvitað hægt að prenta svoleiðis lán handa öllum. Ekkert mál.
En hafa þau þá engin áhrif á þinn eigin hag þú almenni maður og kjósandi? Engin áhrif á verðbólguna?
Myndu þau ekki hafa áhrif á fjárhag foreldra þeirra sem þau lán myndu fá? Eða á fjárhag allra þeirra sem eru búnir að borga upp sín húsnæðislán með öllu því amstri og puði sem því fylgdi alla ævina? Strit og erfiði og afneitun á öðrum lífsins gæðum? Loksins búin að borga og farin að njóta lífsins á síðustu dögum heilsunnar?
Hvað kynslóðir eiga að fá sérmeðferð? Þessi sem er núna 20-30? Ekki sú á undan sem varð að borga allt upp í topp?
Já komið nú ekki með það að við eldri höfum fengið allt gefins af því að lánin okkar voru ekki verðtryggð?
Ég er fæddur 1937 og mín húsnæðislán urðu fyrst bara verðtryggð að hluta til, svo alveg verðtryggð þegar ég byggði í annað sinn. En fyrstu lánin voru bara svo lítil að þau dugðu aðeins fyrir þriðjungi af lítilli íbúð, seinni lánin fyrir helmingi. Ekki 90 %. Það var nefnilega ekkert lánsfé í boði fyrir daga verðtryggingarinnar og lífeyrissjóðanna. Það skyldi þetta fólk athuga að eigi að þvinga út fé til að gefa það einhverjum útvöldum þá hverfur féð. Það verður að gera það upptækt með valdi til slíkra ráðstafana. Það mætti kalla það skyldusparnað þeirra eldri fyrir þá yngri?
Það vita Vinstri Grænir örugglega og þingfíflin myndu fara létt með það að taka það af öðrum en sjálfum sér. Þeir myndu hinsvegar passa sig sjálfa, svo mikið er víst.
Og hvernig er með sparisjóðsbækur foreldra lánþeganna? Á að verðtryggja þær eða bara láta þær brenna upp í verðbólgunni og borga þeim neikvæða vexti?
Er ekki kominn tími til að þessir verðtryggingarafnámspostular, þingfífl og verkalýðsframagosar fari að útskýra samhengi hlutanna?
Hvernig þessi óverðtryggðu húsnæðislán myndu virka hér eins og í öðrum löndum sem þeir tala um en vilja samt ekki erlend lán með lágum vöxtum?
12.3.2017 | 11:59
Arnþrúður Karlsdóttir
talaði í útvarpinu sínu svo ég heyrði hátt og skýrt á laugardaginn.
Hún krafðist þess að fá að hafa skoðanir sínar í friði fyrir rétttrúnaðarfólkinu sem fer fram með ofbeldi og upphrópunum og erlendum stuðningi gegn öllum þeim sem dirfast að hafa sjálfstæðar skoðanir á innflytjenda-og hælisleitendamálum. Hún sagði Rauðakrossinn fara fram á hlutdrægan hátt sem honum væri ekki samboðinn. Hún krafðist þess að tillit yrði tekið til hagsmuna innfæddra Íslendinga fyrst. Að þörfum okkar fólks væri sinnt fyrst áður en við dreifðum okkar efnum til óskyldra þjóða.
Ég get ekki eftir minni farið með orð hennar svo rétt sé en mér fannst þetta vera inntakið. Og þessar skoðanir fara saman við mínar. Mér finnst fáránlegt að Dagur Bergþóruson skuli skrifa undir skuldbindingu að taka við hundruðum hælisleitenda þegar borgarar í hans eigin borg, sem hann fer með umboð fyrir, þó með rangindum sé, liggja úti í Laugardal vegna þess að þeir fá hvergi húsnæði.
Það hefur verið tekið við meira 17 hælisleitendum á viku það sem af árinu. Þessu liði er safnað hér upp og sett á okkar framfærslu, sem er margfalt rausnarlegri en við bjóðum okkar hrjáðu og þjáðu. Allt vegna endemis ræfildóms þeirra stofnana sem við höfum sett til þess að afgreiða mál þessa fólks. Í stað þess að setja kraft í að afgreiða málin og koma þessu liði úr landi hið fyrsta.
Enn frekar ættum við að sjá til þess að það komi alls ekki til landsins með flugvélum eins og Bandaríkjamenn gera. Þá heldur fjársveltum við þessar stofnanir okkar svo þær afsaka afgreiðsluleysið með mannaflaleysi.Sem er svo borðliggjandi vitlaus fjármálaráðstöfun að bara ríkið er fært um slíkt.
Ég tek undir með Arnþrúði að ég krefst þess að fá að hafa skoðun á þessum málum. Ég hef þá skoðun að ég vil enga hælisleitendur hingað.
Ég krefst þess að Íslendingar ráði sjálfir hverjir koma hingað og hverjum við hleypum hér inn.
Ég vil velja kristna flóttamenn fremur en múslímska. Alveg án afstöðu til hvaða hindurvitni menn aðhyllast. Mín afstaða er einfaldlega sú að siðir og venjur innflytjenda skipta máli til aðlögunar í íslensku samfélagi.
Kristinn Pólverji klæðist eins og við, konan hans er ekki slæðusveipuð, barin, undirokuð og umskorin manneskja sem getur farið í sundhöllina með íslenskum konum.
Kúguð Arabakona sem hefur verið gift nauðug 12 ára fellur ekki inn í okkar þjóðfélag.
Múslímskur Arabi sem vill handhöggva þjófa og berja konur eftir boði Kóransins fellur aldrei að okkar siðum. Ergo vil ég ekki sjá hann hingað og segi: Burt með svoleiðis fólk. Ég vil það ekki hingað.
Og ég krefst þess að fá að segja það upphátt án þess að verða kærður fyrir hatursáróður allra síst að boði Evrópusambandsins sem ég vil hvorki sjá né heyra.
Ef EES ætlar að verða til þess að við ráðum ekki lengur okkar eigin innri málum þá losum okkur úr því eins og Bretar munu gera.Ég held líka að það samstarf hafi fært okkur meira slæmt en gott þegar upp er staðið eins og margt annað sem Krateríið hefur fært okkur í tímanna rás.
Arnþrúður Karlsdóttir hefur sagt þá hluti sem ég vildi sagt hafa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko