Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2018

Hækkun skatta

er n ú boðuð af ráðherra í ríkisstjórninni. Ýmsir Sjálfstæðismenn eins og Óli Björn eru að rifja upp þau gömlu stefnumál flokksins að skattar skuli ekki hækka heldur lækka. 

Einn þeirra, Hildur Björnsdóttir, skrifar um skattlagningu almennings hjá Reykjavíkurborg: Hún segir m.a.'

" Útsvar í Reykjavík er í lögleyfðu hámarki. Fasteignamat hefur hækkað verulega og krónutala fasteignagjalda fer sífellt hækkandi. Svigrúm í rekstri Orkuveitunnar hefur ekki verið nýtt til gjaldskrárlækkana. Borgarbúar skattpíndir á öllum vígstöðvum. Nágrannasveitarfélög innheimta lægra útsvar. Þau bjóða betri grunnþjónustu. Höfuðborgin er ekki eingöngu í samkeppni við erlendar borgir um fólk og atgervi, hún er í samkeppni við önnur innlend sveitarfélög. Fólk flyst þangað sem lífskjör mælast betri. Lækkun útsvars er hagsmunamál fyrir alla þjóðfélagshópa. Skattastefna sveitarfélaga hefur meiri áhrif á launafólk en álagning ríkisins á tekjuskatti. Útsvarsprósentan skiptir láglaunafólk miklu máli. Einstaklingur með lágmarkslaun greiðir um helmingi hærri fjárhæð í útsvar til sveitarfélags, en í tekjuskatt til ríkisins. Lækkun útsvars er mikilvægt innlegg í komandi kjaraviðræður. Lækkaðar álögur skipta borgarbúa máli.

Lækkum útsvar í Reykjavík

Í dag starfa 12% vinnandi borgarbúa hjá Reykjavíkurborg. Það er 20% hærra hlutfall en hjá Kópavogsbæ. Báknið er uppblásið og yfirbyggingin stór. Stærðarhagkvæmni engin. Afgreiðsla erinda flókin og boðleiðir langar. Borgarkerfið flækist fyrir sjálfu sér. Við þurfum minni yfirbyggingu og forgangsröðun verkefna. Við þurfum ábyrga fjármálastjórn. Þannig má hagræða og spara umtalsvert skattfé.

Þessu aukna fjárhagslega svigrúmi mætti skila beint aftur til borgarbúa í formi skattalækkana. Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka útsvar í Reykjavík niður fyrir 14%. Það mætti gera í fjórum þrepum fyrir lok þessa kjörtímabils.

Núverandi meirihluti í borgarstjórn telur stjórnmálafólk best til þess fallið að verja fjármunum annarra. Við aðhyllumst ekki sama stef. Við teljum engum betur treystandi fyrir fjármunum en einmitt þeim sem afla þeirra. Borgarbúum.

Það er ekki lögmál að skattar og gjöld geti eingöngu hækkað en aldrei lækkað.

Við viljum lækka álögur.

Við viljum lækka skatta."

Ráherrann Ásmundur Daði vill leggja á hátekjuskatt. Það er ekki til að bæta ásýnd Sjálfstæðisflokksins að standa að slíku í ríkisstjórn.

Er ekki full ástæða til að hlusta á Ragnar Önundarson þegar hann bendir á að fyrirtækjum sé aðeins heimilt að draga þau útgjöld frá tekjum sem beinlíns eru nauðsynleg til öflunar teknanna.

Ákvæði væri auðvelt að setja inn í skattalög sem takmarka frádráttarbærni forstjóralauna og bónusa  við ákveðna upphæð,  kannski fáar milljónir.  Allt umfram það er skattlagt sem tekjur hjá fyrirtækinu.Þetta yrði hugsanlega hvati gegn ofurlaunum og gæti haft dempandi áhrif á verkalýshreyfinguna.

En kröfur hennar byggjast að verulega leyti á samanburðarfræði.Það kann því að vera að það reynist nauðsynlegt að taka inn hálaunaskatta ef vitrænir kjarasamningar eigi að nást.    


Fjölgun bótaþega

er keppikefli stórra þjóðfélagshópa.

Örn Gunnlaugsson skrifa um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. Hann segir m.a.:

"........Staðreyndin er sú að meira en 10 prósent fólks á vinnumarkaðsaldri eru að fá greiddar örorkubætur þó aðeins brot af þeim fjölda þurfi í raun á aðstoð frá samfélaginu að halda. Stærsti hópurinn eru svokallaðir laumufarþegar sem hafa hreinlega svikið sig inn á bætur með dyggri aðstoð lækna sem gefa í raun út ávísanir á samfélagið vitandi að þeir þurfa ekki sjálfir að borga þann tékka persónulega. Langflestir geta unnið eitthvað og eru mörg dæmi um hálfútlimalaust fólk sem sinnir fullum störfum. +

Í ljósi þess hve samtök þessara bótaþega beita sér gegn því að þessi hópur minnki svo hjálpa megi betur hinum sem raunverulega þurfa aðstoð þá verður ekki annað séð en þessi samtök hafi í raun verið tekin í gíslingu af laumufarþegunum.

Þá eru ótaldir meira en 4.000 einstaklingar sem fá í dag þegar skortur er á vinnuafli greiddar atvinnuleysisbætur, 1.000 þeirra eru erlendir ríkisborgarar.

Til samanburðar þá var mannafli á vinnumarkaði í september 2018 tæplega 180.000. Upphæð atvinnuleysisbóta nam samtals tæpum milljarði bara fyrir september í ár.

Í því atvinnuástandi sem nú er ættu þær bætur með réttu að kallast letingjabætur en hér er um að ræða annars konar laumufarþega sem komast upp með þetta háttalag í skjóli algjörs máttleysis embættismanna hins opinbera. Laun þessara embættismanna eru einnig borin uppi af þeim sem greiða til samfélagssjóða. Það hlýtur að vera sanngjarnt að upplýsingar um greiðslur til þessara aðila séu öllum aðgengilegar svo hver sem er geti verið með nefið ofan í fjárhagsupplýsingum þessara nágranna sinna einnig.

Einn bótaflokkur er þó nú þegar aðgengilegur opinberlega sem eru listamannabætur. Þær eru greiddar til útvalins hóps fólks sem dundar í sínum áhugamálum í skjóli listsköpunar sem talið er að ekki geti staðið undir sér.

Þá ætti kannski að skoða það einnig að opna sérstaka skrá yfir opinbera starfsmenn þar sem fram koma laun og allar sporslur þeirra og hvaða mikilvægu störfum þeir sinna með skýringum á með hvaða hætti þau störf gagnast almenningi. En það er alveg á tandurhreinu að teljist það réttmætt að upplýsingar um tekjur almennings séu aðgengilegar öllum þá verður það að teljast réttmætt að upplýsingar um bætur til almennings séu á sama hátt aðgengilegar öllum, hverju nafni sem þær nefnast."

Því er ómælt að fjölgun bótaþega meðal ungs fólks hefur stóraukist. Læknar hljóta að bera hér mikla ábyrgð. Margir bótaþegar eru orðnir að svokölluðum kerfisfræðingum sem lifa á því að svindla á velferðarkerfinu eins og Örn bendir á.


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 3421074

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband