Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2018
5.11.2018 | 07:44
Órói hjá Pírötum
og kommúnistum.
Rannveig Ernudóttir og Atli Fanndal fara úr flokknum. En þau eru hinsvegar afskrifanleg eign og hafa ekki pólitísk úrslitaáhrif meðan aðalfulltrúarnir hanga á auðs-og valdaspenanum.
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík hangir því enn. En hvaða framtíðarsýn þetta lið hefur í ljósi þess að skuldaaukningin er milljarðar á mánuði samfellt síðastliðin 4 ár. Þess í stað er talað um niðurgreiðslu skulda og sjálfbæra fjármálastjórn. Skyldi það duga til endurkjörs?
Sólveig Anna velur sverustu gerð af lýsingarorðum um skítlegt eðli Sirrýar.Segir hana væna sig um þjófnað. Dýr ætlar vinskapur Gunnars Smára að reynast henni ef logarnir rísa svona hátt og enn langt til áramóta.
Upptakturinn að kjaraviðræðum er smátt og smátt að koma í ljós með vaxandi óróa hjá byltingaröflunum.
4.11.2018 | 16:01
Teikn á lofti
hvað varðar jákvæðar horfur í efnahagsmálum.
Olíuframleiðsla heimsins heldur áfram að aukast og birgðasöfnun Bandaríkjanna heldur áfram. Verð á olíuvörum ætti því að geta lækkað enn fremur frá því að lækkunarferlið hófst í byrjun júní.
Þetta getur þýtt viðsnúning í rekstri íslensku flugfélaganna og efnahag alls almennings á Íslandi.
Efnahagur okkar byggist í miklum mæli á verði á olíu. Hún er grundvöllurinn undir allri okkar efnahagsstarfsemi hvað sem öllu CO2 bullinu líður. allt tal um orkuskipti er meira og minna í lausu lofti því það er jarðefnaeldsneytið sem er undirstaðan.
Hinsvegar er olíumarkaðurinn ólíkindatól. Hann á það til að rjúka upp skyndilega án auðsærra skýringa og síðan kollsteypast án þess að spyrja nokkurn leyfis.
Byltingin hljóðláta í shale-vinnslunni sem hófst í Bandaríkjunum eins og aðrar framfarir í tækni, hefur sett ótrúlegt strik í reikninginn og breytt heimsmyndinni. Ofurveldi Arabaríkjanna í olíu er horfið og þeir hafa ekki lengur kverkatak á heiminum eins og þegar olíukreppan reið yfir hálfri öld.
Það eru kannski meiri líkur en minni á því að efnahagur okkar á Íslandi eigi eftir að styrkjast með lækkandi olíuverði á þessu ári og næsta.
Til hliðar má sjá þróun hráolíuverðs síðastliðin 3 ár. Núna er verðið undir 63 dollurum fatið en var undir 30 dollurum fyrir þremur árum.
Það er greinilegt að allt getur gerst á þessum markaði sem er einn sá viðkvæmasti fyrir hverskyns stjórnmálsviptingum sem enginn sér fyrir í dag.
Það eru ýmis teikn á lofti
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.11.2018 | 16:49
Er allt verst núna?
varðandi húsnæðismál unga fólksins?
Þegar ég var að byggja fyrst var lánshlutfallið tæp 30 %. 340.000 krónur í tveimur hlutum í milljón krónu 120 m2 íbúð með bílskúr. Það voru nú samt einhver verðtryggingarákvæði í þeim lánum að hluta sem ég er nú búinn að gleyma enda 50 ár komin síðan. Þá voru engin önnur lán að fá nema hjá ættingjum og eitthvað stundum hjá efnissölum. Menn urðu að vinna sjálfir í byggingum sínum og búa í þeim hurðarlausum á steininum árum saman.Og frændur og vinir unnu með manni um helgar og á kvöldin.
Síðar fóru þeir í bönkunum að lána 100 % þó það sé nú gengið til baka. Það reynist nú flestum ofviða að borga af því.
Úti í Florida kosta alveg sæmileg einbýlishús með bílskúr svona 25 milljónir. Hér kostar svipað hús 80-100 milljónir. Verðtrygging krónunnar og gengisföll eru ekki skýringin.Hversvegna þá er þetta svona?
Ég var í 38 ár í rekstri og þurfti að glíma við þetta allt, óðaverðbólgu, mörg gengisföll. Þetta var bardagi oftlega uppá líf eða dauða fyrirtækisins. Ég upplifði margt. T.d. horfði ég á virt iðnaðarfyrirtæki á gömlum merg greiða tekjuskatt öll sín starfsár en fara svo skyndilega á hausinn. Bókhaldið og skattalögin skynjuðu ekki verðbólguna.
Verðbólgan er allstaðar. Ég sá á netinu af einbýlishús eftir Frank Loyd Wright kostaði árið sem ég fæddist, 1937 , 155.000 dollara. Jafngildi 2.1 milljónar dollara núna. Það eru semsagt aðeins eftir innan við 8 sent af gamla góða dollaranum. Þannig fór 3.6 % verðbólga með dollarann. Hvaða vextir væru þá hæfilegir á dollaralánum ? Svo tala margir um að við verðum að taka upp Evru til að komast af.
Hvað vexti vilt þú lesandi góður sem bölvar verðtryggingunni fá á þína íslenzku sparikrónur ef ég bið þig um lán? Mér þætti ákaflega vænt um ef þú vildir að gera mér tilboð í svoleiðis lán, stórt eða smátt. allt eftir því hvað þú vilt lána mér mikið. Við skulum segja bæði til eins árs og svo til 40 ára af því að þá ætla ég að kaupa mér hús.
Það sem ég er að segja er að lóðaskortsstefna sveitarstjórna í Reykjavík og víðar kyndir verðbólguna. Væru nægar lóðir á svona 4 milljónir fyrir einbýlishús, minna en milljón á blokkaríbúð á höfuðborgarsvæðinu, þá myndi fólk byggja meira sjálft. Myndu íbúðirnar duga sem veð fyrir áhvílandi ? Myndu fasteignasalarnir halda áfram að keyra verðið upp fyrir 300 þúsund kallinn á fermetrann ? Hvað kosta íbúðir á Blönduósi til samanburðar?
Verkalýðsforingjarnir og Gunnar Smári segjast vilja bæta kjör þeirra lægst launuðu. Hinir koma svo auðvitað beint í framhaldi. Nú eru kröfurnar 30-50 % svona til að byrja með. Og svo er nóg af liði með alltof lágt kaup. Ómannsæmandi laun auðvitað. En hver ber ábyrgð á því?
Hvað erum við að þrasa við þessa verklýðsforingja? Af hverju hækkum við ekki bara kaupið hjá öllum um 20 % með einu pennastriki eins og ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar og Lúðvíks Jósepssonar gerði 1971 ? Stytti vinnuvikuna um 10 % og hækkaði allt kaup um 10 %. Man enginn eftir því?
Svo komu bara aðrir sem vildu fá meira fyrir sig af sanngirnissjónarmiðum og mikilvægi.
Af hverju er allt svona erfitt núna? Er það verra en þegar ég var ungur?
Þá sagðist enginn hafa áhyggjur af mínum húsnæðismálum. Sjálfstæðisflokkurinn sagði þá eign fyrir alla, stétt með stétt og báknið burt. Það var gert í því af Bjarna Ben, Eðvarði og Gvendi Jaka með Framkvæmdanefnd Byggingaráætlunar, meira en helmingi minna en vantaði þá af húsnæði.
Nú er ekkert hægt nema veina og jarma yfir heimsins ranglæti. Ég man ekkert hvernig öryrkjum og eldra fólki leið þá þegar Björgvin var ungur. En var það endilega betra en núna? Fólk var margt fátækt í þá daga man ég. Það var margt erfitt.
Það var jafnvel erfitt að fá leigðan kjallara á þeim árum og leigan tók þriðjunginn af tekjunum fyrir skatt minnir mig. Enginn vorkenndi manni opinberlega.
Af hverju er allt verst núna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.11.2018 | 14:13
Innrásin í Bandaríkin
sem er í aðsigi við landamæri Mexico er fáheyrður viðburður.
Hvernig dettur Georg Soros í hug að hann geti skipulagt svona viðburð ef hann er þá á bak við þetta? Hvað myndu okkar ráðamenn gera ef þúsundir Afríkubúa kæmu hingað í hópi og sögðust ætla hér inn og búa hér? Ekki höfum við nein ráð eins og Trump sem hefur her og útbúnað.
Trump stendur frammi fyrir miklum vanda. Þessi hópur setur börn og óléttar konur fremst til að afla samúðar. E
Trump getur ekki gefið sig vegna fordæmisins. Ekki bara fyrir Bandaríkin heldur okkur líka.
Trump tístir 31.Október:
"Our military is being mobilized at the Southern Border. Many more troops coming. We will NOT let these Caravans, which are also made up of some very bad thugs and gang members, into the U.S. Our Border is sacred, must come in legally. TURN AROUND!"
Caravaninnn heldur áfram. Hvað gerist þarna? Hvaða afleiðingar myndi það hafa ef hann gæti ruðst inn.
Er þetta nokkuð annað en innrás í sjálfstætt ríki þó vopnum sé ekki beitt?
2.11.2018 | 20:59
Óttast ríkisstjórnin endurreisn Klofajökuls?
Ef hlýnun lofthjúpsins er vandamál, hvert var vandamálið vegna lofthitans á Íslandi til forna?
Vatnajökull var þá tveir jöklar og hét Klofajökull. Er hætta á að hann klofni aftur vegna hlýnunar andrúmsloftsins?
Óttast ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur endurreisn Klofajökuls og áhrif þess á vegakerfið?
2.11.2018 | 14:54
Hilmar Þór Hilmarsson
prófessor skrifar afburða góða grein um gengismál og áhrif þeirra á smáríki á stundinni.is. Hann rekur á einkar glöggan hátt hvernig það er fyrir smáríki að hafa mynt stórríkja þegar áföll dynja yfir.
Niðurlag hans er svona:
"Stundum er best að smáríki standi ein þegar áföll dynja yfir. Ef Ísland hefði fengið risalán frá erlendum seðlabönkum til að bjarga íslensku bönkum í hruninu hefðu lánin verið veitt með ríkisábyrgð og orðið þung byrði á komandi kynslóðum.
Ísland fékk lán frá norrænum seðlabönkum, en þau dugðu ekki til að bjarga hinu ofvaxna bankakerfi sem var einfaldlega látið hrynja.
Þjóðaratkvæðagreiðslur reyndust svo ómetanlegar þegar gera þurfti upp mál eins og Icesave-deiluna. Á endanum var það lýðræðislegur sjálfsákvörðunarréttur Íslendinga og kjarkurinn til að fara okkar eigin leiðir, án þess að fylgja forskrift stórvelda og alþjóðastofnana gagnrýnislaust, sem reyndist besta skjólið."
Smáríkjunum stafar einmitt mesta hættan af bankakerfi stóru landanna sem neyða þau í skuldasnöru. Menn líti til Grikklands Spánar og Portúgals og núna Ítalíu.
Það er mikill gangur í Evruspekingunum um þessar mundir sem reyna að fá Íslendinga til að afsala sér fullveldinu á á 100 ára afmælinu. Fáfræði þingmanna eins og Oddnýjar Harðardóttur og Þorsteins Víglundssonar getur verið þjóðinni hættuleg þegar til kemur liðveisla fólks eins og Píratanna sem enn minna skilja í hagfræði smáríkja. Ritgerðir eftir sjálfskipaða sérfræðinga í Evrumálum eins og Bieltved sem eru sískrifandi um hluti sem þeir skilja greinilega alls ekki gera minna til þar sem æ fleiri íslendingar sjá í gegn um slíka rökleysur. Falli krónan fellur fullveldið.
Hilmar Þór Hilmarsson kemur með sterk rök gegn fullveldissöluflokkunum sem allir ættu að kynna sér til að forðast ruglandina í þessu áminnsta fólki.
2.11.2018 | 14:01
Gunnar Smári Egilsson
var ekki enn orðinn kommúnisti 11.ágúst 2014 heldur á leið úr kapítalismanum til "fjögralaufa Smárans" í blaðaútgáfunni.
Þá vildi hann verða 20.fylkið í Noregi.
Hvað leggur þessi leiðtogi lýðsins núna til við Sólveigu Önnu hjá Eflingu 2018?
2.11.2018 | 10:15
Vandinn greindur
af Herði Ægissyni í fréttablaðinu í dag:
"Peningastefnunefnd Seðlabankans er vandi á höndum.
Við aðrar og eðlilegri aðstæður, þar sem útlit væri fyrir kjarasamninga sem myndu styðja við stöðugleika og auka líkur á mjúkri lendingu, væri útilokað að vextir yrðu hækkaðir. Staðan í dag er því miður allt önnur. Ástæður þessa eru flestum vel kunnar.
Óvissa á vinnumarkaði hefur aukist til muna eftir að stærstu stéttarfélögin opinberuðu kröfugerðir sínar sem myndu, næðu þær fram að ganga, hækka launakostnað fyrirtækja um meira en 100 prósent. Afleiðingarnar eftir að þessar glórulausu kröfur voru settar fram, sem eru sagðar hófsamar og ábyrgar, hafa verið fyrirsjáanlegar og birtast ekki hvað síst í því að gengi krónunnar hefur gefið mjög eftir á skömmum tíma og verðbólguvæntingar hafa í kjölfarið rokið upp.
Tímabil verðstöðugleika er að renna sitt skeið á enda og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verðbólgan verði komin vel upp fyrir fjögur prósent um mitt næsta ár.
Flestir greinendur gera því ráð fyrir því að vextir Seðlabankans verði hækkaðir þegar peningastefnunefndin kemur saman næstkomandi miðvikudag.
Slík vaxtahækkun, sem verður þá í boði leiðtoga helstu verkalýðshreyfinga landsins, mun koma á afar slæmum tíma núna þegar hagkerfið er að kólna mun meira og hraðar en fyrri spár gerðu ráð fyrir.
Ef Seðlabankinn væri með nægjanlega mikinn trúverðugleika, þar sem hann gæti horft fram hjá hækkandi verðbólguvæntingum til skamms tíma, væru líkur á vaxtahækkun eflaust mun minni. Svo er hins vegar ekki heldur hefur lítil og stöðug verðbólga síðustu ára fremur grundvallast á sterku gengi krónunnar og hagstæðum ytri aðstæðum.
Sá valkostur að gera ekki neitt er þess vegna líklega ekki í boði heldur er spurningin aðeins hvort nefndin muni samhliða vaxtahækkun stíga löngu tímabært skref og samþykkja að losa um innflæðishöft á fjárfestingar erlendra aðila í skuldabréfum.
Hafi verið rök fyrir því að setja á innflæðishöft á sínum tíma þá eiga þau alls ekki lengur við í dag. Vaxtamunur við útlönd, einkum gagnvart Bandaríkjunum, hefur snarminnkað og gengið hefur hríðfallið.
Röksemdir seðlabankastjóra um að afnám haftanna gæti leitt til mikillar gengisstyrkingar sem aftur gæti valdið skaða og óvissu halda ekki lengur vatni. Öllum má vera ljóst að hætta á ofrisi krónunnar við núverandi aðstæður er hverfandi. Hættan er hins vegar sú að þótt losað verði um höftin þá verði þær breytingar of litlar og gangi of skammt.
Skaðinn er um margt skeður, sem endurspeglast í hækkandi áhættuálagi á Ísland, og því er ólíklegt að innflæði fjármagns muni aukast til muna. Það er áhyggjuefni.
Fjármagn til fyrirtækja er nú af skornum skammti og Ísland þarf nauðsynlega á erlendum fjárfestum að halda til að standa undir hagvexti á komandi árum. Væntanleg vaxtahækkun Seðlabankans ætti að vera áminning um hvað skiptir hagsmuni meginþorra almennings mestu máli. Stöðugleiki og lægri vextir.
Sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins hafa vextir lækkað verulega á undanförnum árum vextir á húsnæðislánum hafa þannig aldrei verið lægri og margt hefur bent til að Ísland gæti, ef rétt væri haldið á spilunum, farið að þokast í átt til þess að vera líkara lágvaxtalöndum.
Sá málflutningur sem við heyrum frá nýjum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar hefur hins vegar sett af stað atburðarás sem mun að óbreyttu leiða til hans gagnstæða. Þeir sem munu borga reikninginn fyrir þetta rugl eru venjulegt íslenskt launafólk."
Það er ástæða til að leggja við eyrun þegar svo raunsætt er talað. Þegar Gunnar Smári Egilsson er farinn að slá taktinn fyrir verkalýðshreyfinguna þá er hætta á ferðum að æst verði upp til óhæfuverka.
Fundaherferð Halldór Benjamínssonar um landið til að tala fyrir skynsemi var merkilegt átak og hlýddu á annað þúsund manns á málflutning hans.
Minnir þetta framtak Halldórs á þá tíma þegar Einar Oddur talaði um fyrir mönnum með þeim afleiðingum að verðbólgudraugurinn var kveðinn niður og langt stöðugleikatímabil tók við af 4000% taxtahækkunum sem höfðu leitt til 14% kaupmáttarrýrnunar. Nú eru þessir tímar gleymdir en tilraun Halldór Benjamínssonar til að feta í fótspor Einars Odds er allra þakka verð þó að Guðmundur J., Ólafur Ragnar og Ásmundur séu lítt í augsýn hinu megin frá.
Hástemmdar yfirlýsingar frá forystumönnum verkalýðsfélaganna um nauðsyn þess að afnema verðtryggingu fara illa saman við þann trúnað sem þeir eiga að rækja við tryggingu eftirlauna skjólstæðinga sinna. Sparnaður viðist vera orðið útdautt hugtak í fjármálum einstaklinga, hvað þá verðtryggður nema til hlægilega langs tíma.Auðvitað eiga almennar verðtryggðar sparisjóðsbækur að vera í boði með þá hæfilega litlum vöxtum.
Allt rekur sig á annars horn sem vonlegt er þegar yfirlýsingar eru gefnar í hita leiksins sem ekki standast skoðun sem eðlilegt er þegar óvandaðir áróðursmenn eru að verki sem helstu ráðgjafar.
En vandinn er greindur þó að verkalýðsforystan neiti að hlusta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2018 | 03:25
Bréf frá Gísla
hef ég enn fengið. Það er að vanda snarpt og snöfurmannlegt.
Ég held að viðhorf Gísla Holgeirssonar það spegli samt viðhorf margra eldri þjóðernissinnaðra Íslendinga á þessari öld tískuumræðunnar og síbylju um jafnrétti kynjanna og vandamál kynbundins ofbeldis sem er farin að yfirskyggja margt annað.
Gefum Gísla orðið:
"Á ALÞINGI eru þingmenn, sem vinna með hjörð aðstoðarmanna, sem lifa við ofur launahækkanir, sem Kjararáð gaf af skattfé almennings.
ÍSLAND KALLAR eftir ÞJÓÐERNISSINNUÐUM LEIÐTOGUM, sem berjast fyrir fámenni ÍSLENDINGA. Þrjúhundruð þúsund ÍSLENDINGAR sækjast EKKI eftir óskum og SKIPUNUM ESB landa varðandi innflutning á erlendu fólki.
Það er búið að gerbreyta Kristinni Evrópu með stjórnleysi ESB landa. Höldum þjóðarkosningu á ÍSLANDI um reglufargan ESB, EES og SCHENGEN, sem hefur illa BREITT Landinu OKKAR og kostað okkur miljarða.
Kynnum ÍSLAND að nýju fyrir HEIMINUM, viðskiptavinum okkar: ÓMENGAÐ ÍSLAND og ÓMENGAÐ Blávatnið. ÓMENGAÐAR afurðir BÆNDA og GRÓÐURHÚSA innan og utandyra ásamt öllu frá SJÁVARÚTVEGI. Landið okkar er vissulega einstakt og Hafið allt um kring. Við eigum sjálfir að KYNNA og SELJA afurðir okkar með úrvals fólki frá okkar einstaka ómengaða Landi hér Norður í höfum.
Kynnum okkur Íslendinga, sem Sæfara, Landnámsmenn, Víkinga og Rithöfunda. Við eigum að kynna okkur sjálfir fyrir heiminum sem þjóð með hæstan lífaldur, sterkustu menn og konur.
ÍSLAND er heilagt, hið helga Land, eins og Dr.Adam Rutherford orðaði það í bók sinni um ÍSLAND 1937. Svipað sagði Dufferin lágvarður fyrir um 160 árum síðan. Við eigum fullveldi og lýðveldi, sem ber að verja. Ræðum ÖRYGGI, sem við enn eigum og Gestrisni ÍSLENDINGA.
Ræðum styrk 300 þúsund ÍSLENDINGA og gamla tíð. Glimmer og regnbogalitaðar götur og sífelld þvæla um ÁSTINA og frelsið á öllu sem GALIÐ er - er EKKI það, sem ÍSLAND þarfnast í auglýsingum erlendis.
Gísli Holgersson."
Það er greinilegt að Gísla líkar ekki allt í samtímanum. Eru einhverjir ekki sammála honum?
1.11.2018 | 18:06
Falli krónan fellur fullveldið.
Oddný Harðardóttir skrifar grein í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni Króna og kjörin.
Hún er trúuð á það að samningur í Evru séu betri en samningur í krónum. Og ekkert þar á milli. Hún segir:
"Á dögunum hitti ég ungan framhaldsskólanema sem vildi vita hvers vegna peningastefnan og fall krónunnar væri til umræðu á þinginu og samtalið var einhvern veginn svona:
Hvers vegna fellur krónan?
Þegar það dregur úr eftirspurn eftir henni. Þegar þeim fækkar sem vilja skipta út öðrum gjaldmiðlum fyrir krónu. Hvaða afleiðingar hefur það? Krónan veikist gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á innfluttum vörum hækkar sem leiðir til aukinnar verðbólgu, vextir hækka og allt verður dýrara og erfiðara fyrir venjulegt fólk. En gengislækkun er góð fyrir ferðaþjónustuna, sjávarútvegsfyrirtækin og allar útflutningsgreinar, sem fá fleiri krónur fyrir erlendan gjaldeyri.
Hvers vegna styrkist krónan?
Þegar eftirspurn eftir henni eykst. Þegar þeim fjölgar sem vilja skipta á öðrum gjaldmiðlum fyrir krónu. Þess vegna hefur ferðaþjónustan svona mikil áhrif á krónuna. Þegar erlendum ferðamönnum fjölgar sem skipta sínum peningum yfir í krónur, styrkist krónan. Hvaða afleiðingar hefur það? Krónan styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á innfluttum vörum lækkar og það verður ódýrara fyrir okkur að versla í útlöndum. Það dregur úr líkum á verðbólgu. En það er ekki gott fyrir ferðaþjónustu, sjávarútvegsfyrirtæki og allar útflutningsgreinar og það mun hafa áhrif á hag almennings til hins verra þegar störfum fækkar.
Hvers vegna erum við þá með krónu?
Það er vegna þess að sumir græða á henni og einmitt þeir sem ráða miklu. Hún sveiflast og þegar við erum efst í sveiflunni þá líður fleirum nokkuð vel en í lægðinni líður almenningi illa, sérstaklega fólki sem er á lágum launum því almenningur ber kostnaðinn af lægðinni. Krónan getur líka auðveldlega falið mistök stjórnvalda. Kostnaði við þau mistök er velt yfir á almenning í formi veikrar krónu. Og þó að krónan sé afar slæm fyrir rekstur fyrirtækja og heimila og ómögulegt sé að gera langtímaáætlanir þá vilja fyrirtæki sem græða á veikri krónu halda henni. Þau fyrirtæki sem geta, fara með starfsemi sína úr landi og atvinnutækifæri hér heima verða færri og atvinnulífið einsleitara. Þeir sem eiga sparifé fara líka með það úr landi frekar en að taka áhættuna með krónunni. Allt hefur þetta áhrif með einum eða öðrum hætti á kjör almennings til hins verra.
Hvað er best að gera?
Það er best að klára samninginn við ESB, leggja hann fyrir þjóðina sem samþykkir væntanlega góðan samning og taka upp evru í kjölfarið. Gera eins og svo margar aðrar þjóðir. Taka upp gjaldmiðil sem er varinn fyrir sveiflum af fimm hundruð milljónum manna og hætta að borga dýru verði fyrir minnsta sjálfstæða gjaldmiðil i heimi. En tekur þetta ekki svo langan tíma? Þetta tekur einhvern tíma, kannski tvö til þrjú ár, en klárast ekki nema á því sé byrjað.
Er þá eftir nokkru að bíða?
Nei."
Hún kemst auðvitað að kolrangri niðurstöðu fyrir því hversvegna krónan lækki og kennir öllu, öðrum um en sjálfri sér sem kjararáðsþingmanni.
Hún gerir ekki tilraun til að svara því hvað krónan gerir fyrir þjóð sem lendir í erfiðleikum eins og hrapi á útflutningsmörkuðum eða lendir í bankahruni eins við við gerðum fyrir 10 árum.
Hvernig við komust út úr því með gengisfalli.
Hvernig Grikkir sitja enn í súpunni með Evruna sem þeir hafa ekki ráð á.
Ef það væri um það að velja ef við gætum kastað krónunni núna ein s og Oddný vill, tekið upp upp Evru og gert vitlausa kjarasamninga í framhaldinu.
Hver yrði niðurstaðan? Myndu fyrirtæki bara getað borgað hærri laun? Yrði næg atvinna?
Það afhjúpast hversu takmarkaðan skilning þessi þingmaður og aðrir í ESB fullveldissöluflokkunum hafa á hagfræði.Þeir skilja hvorki upp né niður í því að það eru takmörk fyrir því verði sem hægt er að krefjast fyrir alla skapaða hluti.
Það er krónan sem er forsenda fyrir því að 300.000 Íslendingar geti verið sjálfstæð þjóð. Það er ástæðan fyrir hatri fullveldisandstæðinganna á henni.
Falli krónan fellur fullveldið.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko