Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2018
3.8.2018 | 16:52
Áminning
fyrir þá sem halda að ríkið sé bjargvætturinn.
Churchill hafði vel skýra mynd á eðli sósíalismans og þeirri niðurstöðu hans að allir hafi það jafn skítt fremur en einhverjir hafi það betra.
(Ríkisstjórnin færir þér ekkert sem hún hefur ekki áður tekið af þér.)
Ágæt áminning frá gamla Churchill á tímum vaxandi trúar á árangur kröfugerða á hendur ríkisvaldinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
3.8.2018 | 16:45
Enn met hjá Trump
155,965,000 voru ráðin í Bandarísk störf í Júlí eftir annað met mánuðinn á undan. Þaraf 157.000 nýráðningar í Júlí.
Hvað skyldu okkar fremstu sérfræðingar í Háskólanum og þá sérstaklega Stefán Ólafsson hafa um þetta að segja? Hvað þá Washington Post sem segir Forsetann ljúga daglega?
Ja hérna, bara aftur met hjá Trump.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.8.2018 kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.8.2018 | 09:43
Raunsær leiðari
Harðar Ægissonar í Fréttablaðinu er kærkominn umsnúningur frá venjulegum skrifum á þeim stað.
Hörður segir:
"Árið er 2014. Kaupmáttur er enn umtalsvert minni en fyrir fjármálahrunið, raungengið er undir sögulegu meðaltali, verðbólga hefur mælst um og yfir fjögur prósent, stýrivextir Seðlabankans eru sex prósent og þrátt fyrir hægfara efnahagsbata, með ágætis hagvexti og minnkandi atvinnuleysi, þá er uppi óvissa um framhaldið vegna uppgjörs gömlu bankanna og afnáms hafta. Fjórum árum síðar hafa Íslendingar líklega upplifað mesta hagsældarskeið í lýðveldissögunni.
Kaupmáttur launa hefur aukist um liðlega 30 prósent, verðbólga verið nánast samfleytt undir markmiði Seðlabankans, vextir aldrei lægri og staða þjóðarbúsins tekið stakkaskiptum sem endurspeglast einkum í því að Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér. Vöxtur í ferðaþjónustu og einstaklega vel heppnuð áætlun stjórnvalda við afnám hafta réðu hvað mestu um að leggja grunn að þessari fordæmalausu stöðu. Það má taka undir með fjármálaráðherra að það sætir undrun að forystumenn í verkalýðshreyfingunni reyni ekki að eigna sér eitthvað í þessum mikla árangri sem náðst hefur.
Þess í stað er tónninn sá að þorri launafólks hafi setið eftir og því eigi nú að fara fram með glórulausar kröfur um tugprósenta launahækkanir á almennum vinnumarkaði. Allt er þetta með miklum ólíkindum. Það er eins og að vera staddur í einhverri hliðarveröld þegar því er haldið fram, vonandi gegn betri vitund, að hægt sé að ráðast í slíkar launahækkanir á einu bretti án þess að eitthvað láti undan við núverandi aðstæður geta afleiðingarnar aldrei orðið aðrar en aukin verðbólga eða stórfellt atvinnuleysi.
Haldi einhverjir annað hafa þeir hinir sömu fundið upp á áður óþekktri leið til að stórbæta lífskjör almennings, óháð verðmætasköpun hverju sinni. Raunveruleikinn er hins vegar því miður annar og leiðinlegri. Laun á Íslandi eru þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja og mælt í erlendri mynt hefur kaupmáttur meira en tvöfaldast frá 2010. Þetta er undraverður árangur.
Réttmætar áhyggjur um að þær miklu launahækkanir sem um var samið í kjarasamningum 2015 myndu leiða til verðbólguskots urðu sem betur fer ekki að veruleika. Ástæður þessa ættu að vera flestum vel kunnar. Gríðarmikil gengisstyrking, lægra vöruverð vegna afnáms tolla og vörugjalda, hagstæð viðskiptakjör og aukin samkeppni á smásölumarkaði áttu ekki hvað síst þátt í því að verðbólgan fór ekki af stað þótt laun hafi hækkað umfram framleiðnivöxt.
Aðeins þeim, sem kjósa að setja kíkinn fyrir blinda augað, getur dottið í hug að hægt sé að endurtaka þann leik. Rekstrarumhverfi fyrirtækja, sem flest standa frammi fyrir hagræðingaraðgerðum, hefur versnað til muna og svigrúm þeirra til að taka á sig aukinn launakostnað er lítið sem ekkert.
Stærstu verkalýðshreyfingar landsins voru teknar yfir, án mikillar mótstöðu, af byltingaröflum sem þykjast bera fyrir brjósti velferð hins venjulega launamanns í komandi kjarasamningalotu. Ekkert gæti verið jafn fjarri sanni. Staðreyndin er sú að forystumenn samtakanna eru í besta falli popúlistar sem tala fyrir gamalkunnum leiðum sem munu valda miklum skaða fyrir íslenskt efnahagslíf og um leið hagsmuni heimila og fyrirtækja nái þær fram að ganga.
Það eru hagsmunir allra sem vilja byggja upp raunverulega hagsæld til lengri tíma á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis og lægri vaxta að koma í veg fyrir þá niðurstöðu. Takist það ekki er vá fyrir dyrum"
Það er ekki á hverjum degi að fram koma svo raunsæ skrif í Fréttablaðinu sem er þekktara fyrir yfirboð af ýmsu tagi.
2.8.2018 | 09:13
Landsöluskrif
prýða Fréttablaðið að vanda á miðopnu. Kolbrún krati djöflast á Bretum fyrir að ganga úr ESB og Þorsteinn Víglundsson kratakumpán ræðst á íslenskan landbúnað sem hann vill líklega feigan, fullveldi landsins utan ESB og íslensku krónuna auðvitað. Hann vill svo verðlagseftirlit til að lækka verð á nauðsynjum.
Það er einlæg von mín að íslenskir kjósendur hafi vit til þess að kjósa þennan landsöluflokk Viðreisn duglega frá í næstu kosningum. Þetta er pólitík sem við Íslendingar þurfum ekki á að halda né vantar okkur fleiri landsöluskrif úr þessum kratapennum í Fréttablaðinu.
2.8.2018 | 09:06
Þorvaldur aftur skemmtilegur
í Fréttblaðinu í dag. Fróðleg grein með upplýsingum um Thailand sem maður vissi ekki.
Þetta getur kallinn þó slái út í fyrir honum krateriíð þegar kemur að nútímanum.
En prófessorinn er aftur skemmtilegur í dag og alltaf verð +ég þá jafn hissa.
1.8.2018 | 11:44
Kaupum CO2 losunarheimildir
af Póllandi!
eitt 5.400 MW(megawatta) kolakynt raforkuver Pólverja spýr út 30 milljón tonnum af CO2 fyrir utan vatnsgufu og brenniteini.
Á góðum degi er Ísland sagt losa 4.5 milljón tonn af CO2 fyrir utan eldgos.
Það er greinilega mikil þörf á að kaupa losunarheimildir fyrir okkur af ESB eða hvað? Eitt orkuver í Póllandi spýr út sexföldu magni á við alla okkar losun!
Og í Eistlandi fer fram mesta brennsla jarðefnaeldsneytis í veröldinni. Kaupum því losunarheimildir af þeim! Og í Kína,Gud beware os.
Erum við Íslendingar ekki bara brjálaðir í sjálfspyndingum? Trump virðist einn af fáum mönnum í veröldinni með viti.
Að íslendingar kaupi losunarheimildir fyrir CO2 af mestu útblástursaðilunum.
1.8.2018 | 10:07
Af hverju?
er Mogginn sífellt að auglýsa bulluflokkana á Alþingi og í Borgarstjórn ?
Birta bullugreinar eftir menn eins og þann sem skrifar á Miðopnuna í Mogga í dag?
Segja frá umræðum í Borgarstjórn með því að segja frá hvað þessi eða hinn Píratafulltrúinn eða þessi og hinn meirihlutafulltrúinn hafi sagt í umræðum? Nafngreina ítarlega og segja frá hvað okkar fólk segir en ekki lepja upp öndverðar skoðanir.
Af hverju ekki að nafngreina bara bandamenn okkar hægri manna og birta engin skrif frá andstæðingunum? Þess sjaldnar sem þeirra nöfn sjást tilgreind á prenti þess færri muna eftir þeim við kosningarnar. Þarf ég á einhverri sérstakri ímyndaðri víðsýni að halda þegar maður er í pólitískri baráttu?
Svo skrifar Bjarni Benediktsson í Fréttablaðið í dag af öllum mönnum. Var einhver stafur frá honum í Mogga?
Af hverju erum við að auglýsa þetta fólk ef við erum í harðri pólitík?
1.8.2018 | 09:44
Sjá Lífeyrislækkun
er yður boðuð sem veitast mun öllum lýðum.
Tap Icelandair eru vond tíðindi fyrir lífeyrisþega verslunarmannasjóðsins sem á fyrirtækið.
Enn sem fyrr eru furstarnir á stóru jeppunum ábyrgðarlausir en eigendurnir fá að borga í gegn um nefið á sér.
Rekstur Icelandair kemur öllum landsmönnum við. Samgöngur eru lífsnauðsyn fyrir fullvalda þjóð.
Sprelliflugfélag Mogensen gróðapungs hefur auðvitað stórskaðað rekstur Icelandair og veldur þessum erfiðleikum sem við blasa hjá báðum þessum félögum og eru rétt að byrja.
Samkeppniskjaftæðið hefur hér ekkert að segja og leiðir aðeins til vandræða í þessum málaflokki. Bankarnir eiga því að taka í taumana og fyrirskipa samruna flugfélaganna þar sem þessi þjóð hefur ekki efni á svona vitleysu alveg eins og þegar Flugleiðir voru stofnaðar með samruna Loftleiða og Flugfélagsins.
Samkeppniseftirlitið hefur hvort sem ekki undan að blessa samruna þvers og kruss um þjóðfélagið í matvæla-og bensínbransanum. Af hverju ekki í flugmálum?
Sendum öllum landsmönum bréf í nýju flugfélagi og gerum það að almenningseign.
Wicelandair getur hugsanlega forðað lífeyrislækkun hjá mér og fleirum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2018 | 09:30
Ráðleysi kommaflokkanna
í Borgarstjórn opinberaðist ágætlega í gær þegar þeir sögðust ætla að ræða úrbætur í húsnæðismálum utangarðsfólks. Þeir gátu ekki tekið á vandamálinu nema að samþykkja að finna lóðir undir 25 smáhýsi að tillögu minnihlutans. Annað gátu þeir ekki gert neitt raunhæfara.
Allir vita að flækjustig stjórnsýslunnar hjá Reykjavíkurborg er þvílíkt að ekkert verður úr framkvæmdum á þessu ári og hugsanlega heldur ekki á því næsta. Þorvaldur Gissurarson stórverktaki lýsir því ágætlega í viðtali í dag hvernig þetta leiðir til þriðjungs dýrara húsnæðis en á Selfossi.
Málið er eftir því sem áður að engar lóðir eru fáanlegar og væri einhversstaðar til lóð á vitrænu verði þá gerir flækjustigið í regluverkinu það að verkum að allt er fast um óratíma.
Ef einhver stingi upp á því að útvega lóðir fyrir smáhýsi til að leysa húsnæðisvanda ungs fólks í heimahúsum yrði sá hinn sami stimplaður geðveikur bjartsýnismaður sem ekki ætti heima í Reykjavíkurborg og ætti að hypja sig annað.
Meirihlutinn í Borgarstjórn Reykjavíkur er gersamlega óhæfur hópur froðusnakkara sem skilur ekkert nema fimbulfamb og draumóra á félagslega sviðinu og útþenslu skrifstofuhalds Borgarstjórans sem óðum nálgast milljarðinn.
Það er skelfileg staðreynd að Borgarbúar skuli hafa slysað þessum flokkum til valda með óþarfa fjölgun Borgarfulltrúa sem sanna hið fornkveðna um heimskra manna ráð.
Ráðleysi kommaflokkanna í Borgarstjórn Reykjavíkur er algert í hverju sem er.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko