Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2018

"Sem olíu veður upp í hné"

þegar ég sá styttuna af Héðni Valdimarssyni liggja í múrbrotinu þar sem styttan af honum var við Hringbrautina,þá rifjaðist upp fyrir mér gömul hending eftir pabba minn, hann  Jón Á Bjarnason rafmagnsverkfræðing og heildsala í Raftækjasölunni hf. á Vesturgötu 17. 

En hann keyrði daglega þaðan heim á Snorrabraut 65 í hádegismat og var alltaf og seinn að dómi mömmu Elísabetar Karenar sem hafði matinn kláran kl. 12.00 þó kallinn kæmi aldrei fyrr en hálftíma síðar. Hún sætti sig aldrei við það og hélt sínum tíma en hann hélt sínum tíma og fékk að heyra það daglega hversu pirrandi þetta slugs væri.

Ég var við nám í Þýskalandi þegar styttan var sett upp. Ég keyrði einhvern tímann með pabba þessa leið þegar ég var heima í fríi og þá tautaði hann þessa hendingu fyrir munni sér svona annars hugar. En ég mundi hana af einhverjum ástæðum þegar við ári seinna eða tveimur  keyrðum þessa leið. Ég fór með hana og þá sagði pabbi:

Vísan er komin kall minn. Hún er svona:

"Ég koparmynd af kempu sé

kaupahéðni og spekingE

sem olíu veður upp í hné

með ávísun í hendinnE"

Hún var nokkuð lengi í smíðum þessi en hafðist samt af um síðir.

Nú fer víst Héðinn á nýjan stall og er það vel um þann merkismann. Hann heldur væntanlega áfram að "vaða olíuna upp í hné með ávísun í hendinniE ".


Donald er í djobbinu

sínu getur maður séð af Twitter. 

Yfirferðin hjá manninum er ótrúleg. Hann er að taka á móti allskyns pótintátum frá Macron til AlSisi og fleirum slíkum, fer á SÞ, heimsækir Carolinu, Puerto Rico, djöflast á demókrötunum fyrir rógburðinn á Kawanaugh dómaraefni, leggur tolla á Kína og svo áfram,.

Ekki öfunda ég hann Donald J. Trump af þessu djobbi hans sem hann er greinilega  að vinna svikalaust í enda sagði Truman að það væri sundurrífandi.


Brexit er áfall fyrir ESB

og verra en fyrir Breta.

Framkoma ESB í samningaviðræðum er eiginlega óskiljanleg. Það bara skellir hurðum á Theresu þó Junckers hafi ekki verið áberandi fullur á fundinum.

Nú stefnir í No-Deal niðurstöðu ef Theresa lifir innanflokksátökin af. En Corbyn hugsar henni þegjandi þörfina og vill jafnvel fara til baka í ESB ef það getur fellt Theresu.

En Bretum er vel óhætt að skella líka hurðum. Þeir þurfa ekki á ESB að halda og Brexit er  meira áfall fyrir ESB en Breta. 


Er EES samningurinn heilagur?

fyrir ísland? Komumst við ekki af án hans?

Ýmsar fullyrðingar sem  sem bornar eru á borð fyrir almenning um EES, eru margar ekki réttar.

Sú mesta er að  „EES tryggi aðgang að innri markaði ESB“. Okkur er sagt að Íslendingar verði útilokaðir frá viðskiptum við ESB-lönd ef EES yrði sagt upp.

Íslandi var tryggður tollfrjáls aðgangur að mörkuðum Evrópubandalagsins fyrir allar helstu útflutningsafurðir landsins með fríverslunarsamningi sem tók gildi 1973.Samningurinn hefur verið uppfærður og er í fullu gildi og notkun í dag. 

Helstu útflutningsafurðir Íslands í dag bera 0-toll inn á markaði í ESB samkvæmt honum.

Lítinn hluta hluta útflutnings Íslendinga  er hagstæðara að tolla samkvæmt EES-samningnum.

 Samið var um að ef EES félli úr gildi myndi Fríverslunarsamningurinn áfram halda gildi sínu.  Tollaákvæði WTO taka gildi ef þau eru betri en í Fríverslunarsamningnum. 

Tollar samkvæmt WTO eru lágir, það er ein af ástæðum þess að mörgum Bretum hugnast að ljúka samningaferlinu um útgöngu úr ESB með „no deal“, þ.e. að nota WTO-samningana.

Bretland., og Ísland hafa  góð viðskiptakjör við umheiminn með aðildinni að WTO samningunum.

Innri markaður ESB er í rauninni aðeins mjög takmarkaður. Það eru miklar hindranir á milliríkjaviðskiptum  í ESB sem endurspeglast í litlum viðskiptum landa á milli.

EES-samningurinn hindrar viðskipti Íslands við viðskiptalöndin, USA, Rússland, Austur-Asíulönd. Og Bretland frá og með apríl á næsta ári. Það er allt viðskiptafrelsið sem þessi úrelti samningur færir okkur. Má nefna bíla og landbúnaðarvörur.

Þjónustuviðskipti við ESB munu halda áfram með eða án EES. Þau eru byggð á alþjóðasamkomulagi, GATS, sem veitir Íslandi aðgang að alþjóðamörkuðum fyrir þjónustu.

EES hefur litla jákvæða þýðingu fyrir sölu íslenskra vara og þjónustu á „innri markaði“ ESB. En vaxandi neikvæða þýðingu vegna kvaðahafta og regluverksem gera ESB-markaðina óaðgengilegri og EES samninginn byrði á mörgum útflutningsfyrirtækjum, sérstaklega þeim sem starfa á alþjóðamarkaði.

Við erum að gera viðskiptaaðilum í Evrópu greiða með því að selja þeim okkar vörur. Þeir þarfnast okkar alveg eins og við þeirra.

Aðrir samningar sem Ísland er með í gildi, s.s. Fríverslunarsamningurinn við EB, WTO- og GATS- samningarnir og fríverslunarsamningar EFTA tryggja Íslandi betri aðgang að mörkuðum heimsins en þessi úrelti EES samningur.

EES samningurinn er ekki heilagur og ber að endurskoðast.

 

 


Magnús L. Sveinsson

er í athyglisverðu viðtali um horfur í kjaramálum í ljósi hinnar miklu reynslu sem hann hefur eftir meira en hálfrar aldar meðfylgni þeirra mála í íslensku þjóðfélagi.

Það er því ástæða til að hlusta grannt eftir þegar slíkur maður talar.Magnús hefur reynslu af því hvert hinar mismunandi leiðir í kjaramálum liggja og til hverrar niðurstöðu þær leiða fyrir launþega. Sem eru oft allt aðrar en lagt var upp með.

Athyglisvert er þegar Magnús rifjar upp tíma framkvæmdanefndar byggingaráætlunar þegar Breiðholt var byggt upp í þágu húsnæðislausra.

Grípum niður í viðtalið:

"Formaður VR hefur bent á félagslega þætti sem koma til greina og skila sér kjaralega séð til launafólks og ég er alveg sammála því og mörgu af því er hægt að vinna að án þess að hleypa upp verðbólgu.

Hann hefur meðal annars vakið sérstaka athygli á hinum mikla vanda sem blasir við í húsnæðismálum sem er auðvitað gríðarlegur.

Í því samhengi vil ég minna á það sem gerðist hér árið 1965. Það var í framhaldi af því að samningar voru gerðir árið 1964, þá kom ríkisvaldið, undir forystu Bjarna heitins Benediktssonar, sem þá var forsætisráðherra, og beitti sér fyrir samkomulagi við verkalýðshreyfinguna um að leysa mikla og erfiða kjaradeilu en samkomulagið gekk út á að gera stórátak í húsnæðismálum.

Það var gengið í það af miklum krafti og það var gerður samningur um að það yrðu 1000 íbúðir byggðar sem væru seldar á verði sem láglaunamaðurinn réði við. Þar að auki átti Reykjavíkurborg að byggja 250 leiguíbúðir.

Það sýnir vel hvað ástandið var alvarlegt í þessum málum, að það bárust á fimmta þúsund umsóknir um þessar 1000 íbúðir. Aðbúnaður fólks var mjög alvarlegur. Dæmi voru um að þrjár fjölskyldur byggju saman, 11 manns, í þriggja herbergja íbúð.

Það kom svo í ljós að 30% umsækjendanna bjuggu inni á öðrum fjölskyldum og tveir þriðju af þeim voru undir 25 ára aldri svo að þetta var mikið til ungt fólk sem þetta sneri að. Ástandið í húsnæðismálunum núna er ef til vill ekkert ósvipað og var þá og ég held að það eigi að leggja áherslu á þennan þátt í kjaraviðræðunum núna.

Þessi framkvæmd og þessi samningur sem stjórnvöld gerðu við verkalýðshreyfinguna á sínum tíma leysti samningana.“

Enn segir Magnús:

"Nú er mikið talað um styttingu vinnuvikunnar og er það vel. Sannleikurinn er sá að við vinnum manna lengst hérna á Íslandi miðað við lönd sem við berum okkar saman við. Ég vil minna á að verslunarmannafélögin undir forystu VR voru einu samtökin sem sömdu um styttingu vinnuvikunnar árið 2000, þá hafði það ekki verið gert í 30 ár.

Við fengum engan stuðning frá öðrum félögum í þessu þýðingarmikla máli. Ég tel að leggja eigi ríka áherslu á það að vinnuvikan verði stytt, ekki bara samkvæmt ákvæðum í samningum, heldur í raun. Vinnutíminn hefur mikil áhrif á fjölskyldulífið.

Ég verð að nefna einnig að sannleikurinn er sá að launataxtar í núverandi mynd, eru úrelt fyrirbæri. Vinnuveitendur nota þessa taxta til að halda laununum niðri hjá hluta fólks. Svo ákveða þeir að borga einhliða, yfirborganir sem kallaðar eru, og þeir ákveða það einir.

Könnun sem við létum gera árið 1999 sýndi að aðeins 5% félagsmanna VR var á umsömdum töxtum. 95% voru á töxtum sem vinnuveitendur höfðu ákveðið. Þetta sýndi að flestir vinnuveitendur voru hættir að taka mark á launatöxtum, sem samtök þeirra höfðu barist fyrir við allar samningagerðir, sem því miður leiddi oft til verkfalla.

En það eru ekki bara vinnuveitendur sem hafa haldið launatöxtunum niðri. Ríkisvaldið hefur sett lög og aftur lög á launþegahreyfinguna. Á tíu ára tímabili, á árunum 1978-1988, voru sett 17 lög sem skertu launataxtana og lægstu launataxtarnir grundvallast enn á þessum lagasetningum. Þeir hafa tekið vísitöluhækkunum en grunnurinn er þessi sem ríkisvaldið setti.

Mér er nú minnisstætt árið 1988 þegar verslunarmenn einir fóru fram á 42 þúsund króna grunnlaun. Það var aðeins hærra en launataxtinn í landinu var, en af hverju gerði VR kröfu um þetta? Það var vegna þess að lög kváðu á um að skattleysismörkin væru 42 þúsund krónur. Það þýddi að stjórnvöld töldu ekki réttlætanlegt að skattar væru lagðir á laun sem væru lægri en 42 þúsund. Þess vegna fórum við fram á þetta.

Verslunarfólk fór í hálfsmánaðar verkfall til að berjast fyrir þessu réttlæti en fengu engan stuðning frá öðrum í verkalýðshreyfingunni. Þetta endaði hjá ríkissáttasemjara sem kom með tillögu sem gekk út á 5,25% launahækkun.

Það voru ekki liðnir fimm mánuðir þegar tvær ríkisstjórnir höfðu sett þrenn lög á okkur og tóku af okkur 4% af þessum 5,25%!"

Nú þegar margir óttast að stefni í gamalkunnar baráttuaðferðir fyrir hækkun kauptaxta er ekki úr vegi að hlusta á hvað Magnús L. Sveinsson segir. Aðstæður í húsnæðismálum eru um margt líkar því sem gerðist 1964. Allir tala um að þessi mál verði að leysa. En verða þau leyst samhliða taxtahækkunum að afloknum verkföllum?

Er þeir stjórnmálamenn á dögum núna sem geta blandað sér í kjaramálin með trúverðugum hætti eins og var þá?

Þegar bygging þessara allt og fáu íbúða hafði í för með sér tæknibyltingu svo sem byggingarkrana og kerfismóta sem síðan eru orðin almannaeign.Kostnaðarlækkun kemur því ekki þar í gegn. Lóðaverð hefur margfaldast frá þessum dögum og er það helst nýr hugsunarháttur sveitarfélaga sem þarf að koma til , að framtíðartekjur af útsvörum fólksins greiði kostnaðinn að endingu.

Íslenska þjóðin á mikið undir því að okkur takist að rata einhverja skynsamlega leið til að ná friði á vinnumarkaði sem ekki setur efnahagslífið á hvolf og hrindir krónunni fyrir björg.

Það er ástæða til að hlusta þegar slíkur maður sem Magnús L. Sveinsson tekur til máls.


Alheimsvá

er maís til framleiðslu á ethanoli til íblöndunar á bensíni. Afleiðingin er hungursneyð hjá þeim sem síst nega við fæðuskorti.

Sigríður Á Andersen skrifaði athyglisverða grein í Morgunblaðið fyrir ári síðan.

" Nýlega sýndi Ríkissjónvarpið þýsku heimildarmyndina Maís-tálsýnin (Der Mais-Wahn). Í myndinni er sagt frá því hve maís skiptir margt fólk miklu máli – jafnvel í hvert mál. Fyrir ótrúlega marga er maís lífsspursmál. Talið er að milljarður manna treysti að verulegu leyti á næringu úr maís.

Á síðustu áratugum hafa stjórnvöld á Vesturlöndum hins vegar tekið ákvörðun um að beina þessari mikilvægu næringu og fleiri matjurtum í nýjan farveg. Miklum fjármunum, bæði beinum ríkisstyrkjum og skattaívilnunum, er nú varið í að breyta matjurtum á borð við maís í eldsneyti á bílana okkar eða jafnvel í gas til raforkuframleiðslu.

Eins og kom fram í þýsku heimildarmyndinni er stórum hluta af maísuppskeru Bandaríkjanna nú breytt í etanól (vínanda) sem blandað er í bensínið. Flest ríki Vesturlanda hafa leitt í lög kvaðir sem þvinga seljendur eldsneytis til að blanda slíku matareldsneyti í hefðbundið eldsneyti. Þar á meðal Ísland, eftir forskrift frá Evrópusambandinu.

Fram kom í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni á alþingi um þetta efni á síðasta kjörtímabili að íslenska ríkið leggur einnig um 1,2 milljarða króna á ári í styrki til innflutnings á matareldsneyti af þessu tagi. Gróflega má svo gera ráð fyrir að matareldsneytið (etanólið) sem flutt er árlega til Íslands sé framleitt úr fæðu sem gæti mettað 100 þúsund manneskjur á ári. Þær voru grátlegar lýsingar margra barna móðurinnar í Kenýa sem kom fram í þættinum á því hvernig þessi stefna stjórnvalda, m.a. íslenskra, hefur haft áhrif á lífsmöguleika fjölskyldu hennar. Verðið á þessari fábreyttu en lífsnauðsynlegu fæðu í hennar heimshluta er hærra en hún ræður við. Með því að festa það í lög að nota matjurtir sem orkugjafa eykst eftirspurnin eftir þeim, sérstaklega maís. Það leiðir til hærra verðs en ella og hefur neikvæð áhrif á möguleika milljóna manna til að nærast.

Vert er að hafa í huga að matareldsneytið inniheldur þriðjungi minni orku en venjulegt bensín og því leiðir notkun þess til aukins eldsneytisinnflutnings og ferðum bíleigenda á bensínstöðvar fjölgar.

Þessi notkun matareldsneytis er því bæði óhagkvæm og hefur óæskileg áhrif á framboð og verð á fæðu. Skyldi hún samt ekki vera góð fyrir umhverfið? Um það er deilt. Það getur þó vart verið gott fyrir umhverfið að land sé ræst fram og skógar ruddir til að rækta plöntur sem svo er breytt í eldsneyti. Enda er það eftiráskýring að matareldsneyti sé gott fyrir umhverfið. Kvaðirnar um notkun þess komu upphaflega til vegna þrýstings frá bændum sem vildu auka eftirspurn eftir afurðum sínum.

Verðið á þessari fábreyttu en lífsnauðsynlegu fæðu í hennar heimshluta er hærra en hún ræður við. Með því að festa það í lög að nota matjurtir sem orkugjafa eykst eftirspurnin eftir þeim, sérstaklega maís. Það leiðir til hærra verðs en ella.

Greinin birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 7. maí 2017./Mynd Shutterstock/Hurst Photo."

þessi grein hefur því miður ekki haft nein merkjanleg áhrif á hugsunarhátt okkar stjórnmálamanna sem telja það meira um vert að borga bændum fyrir að moka ofan í framræsluskurði sem þeir áður fengu borgað fyrir að grafa. Algerlega skortir mælingar á því hvað gamlir framræsluskurðir eru að gefa frá sér af CO2. En magn þess í andrúmslofti hefur ekki verið lægra á jörðinni í 600 milljónir ára.En slíkt nær ekki eyrum ráðamanna sem dýrka skálkinn AlGore og fjörtíuþúsund fífla hjörð hans í Parísartestamentinu.

Það er alheimsvá að taka fæðu fátæks fólks til að auka á mengun í vestrænum samfélögum eins og raunniðurstaðan er af etanólíblöndunin í bensínið er þegar allt er talið.


Mengunarkjaftæðið

vegna gamlársvöld í Kópavogi er komið út í Hróa.

Frá því að ég man eftir mér keypti maður fírverkerí á gamalárskvöld til að finna alminnlega púðurlykt sem er allt að því áfeng fyrir þann meirihluta sem ánetjast henni frá barnsaldri .

Nú emja allskyns skræfur og hundaeigendur yfir mengun og truflun. Þetta lið getur bara skriðið ofan í kjallara og haldið  fyrir eyrun á hundinum.

Ekki endalaust að mæla upp delluna í þessu 101 minnihlutaliði með sérþarfirnar.

Fólkið vill sprengja á gamlaárskvöld og hananú og ekki hlusta á neitt ekkert mengunarkjaftæði.


Bylting í kjarnorkunotkun

There’s not much the U.S. military does that’s more dangerous than trucking fuel through a war zone. In 2009, the Army foundthat one soldier died for every 24 fuel convoys in Afghanistan. So if a better way could be found to generate electricity at remote bases — that’s what most of the fuel is used for — it could greatly reduce the risks to our military.

A solution could be a new micro-nuclear reactor being developed by Los Alamos National Laboratory and the Westinghouse power company. Built around heat-pipe technology, this inherently safe microreactor has no cooling water or pumps that can fail, uses passive regulation systems so that it cannot melt down, and can generate at least 1 megawatt of safe, reliable power for 10 years or more. A megawatt is enough electricity for roughly a military brigade, some 1,500 to 4,000 soldiers.

Most importantly, it’s small. The reactor core itself is about the size of the garbage can that you roll down to your curb each week. The entire microreactor system will fit on the back of a semi-truck or on a small ship. It’s small enough to bring to remote areas and islands, greatly reducing the need to send fuel convoys and troops into harm’s way.

We’re using technologies that have existed for decades, so they are proven safe and reliable. But previously there was no way to integrate those technologies together into a functioning system. Now, we are able use advanced manufacturing technologies and computational tools to build a new generation of safe, small, and simple transportable power systems.

This new microreactor sprang from Los Alamos’ work to develop a small nuclear reactor for NASA that might someday power a colony on Mars or the Moon. Called Kilopower, the Mars reactor is about the size of a roll-aboard suitcase and provides 1 to 10 kilowatts of electric power. A key feature is self-regulation: the Kilopower reactor relies on inherent physics phenomena to naturally regulate its power output to meet power needs. Passive heat pipes drive multiple engines to generate electricity. Testing at the National Criticality Experiments Research Center at the Nevada National Security Site demonstrated a smaller version of the entire system.

Auðvitað er það kaninn sem getur búið til kjarnaofn sem er mjög öruggur og býr til 1 meagawatt í ofni sem er á stærð við öskutunnu.

Hvað gæti þetta ekki gert til að minnka kolefnisfótsporsdelluna sem hér ríður húsum og spara dísilkeyrslu úti á landi?

 


10 % verkalýðsfélaga ákveða örlög okkar.

Upplýst er að á bak við umboðsvald verkalýðsfélaganna standa um 10 % félagsmanna.

Með þetta bakland geta þessir menn ráðist gegn efnahag 90% landsmanna, steypt gengi krónunnar og hleypt af stað óðaverðbólgu sem enginn sér hvar endar eins og gerðist hér á árum áður.

Er þetta ásættanleg staðreynd?

Verðu ekki að setja lög um það hvernig skal standa að kosningum í svona félögum sem fara með svona gífurleg vald eins og kjarasamninga?

Er hægt að fela 10 % af róttækustu landsmönnunum svo mikið örlagavald?. 


Björn Bjarna og innlimun Krímskaga

Í Morgunblaðinu í dag skrifar Björn Bjarnason eftirfarandi:

"Ákvarðanir um þetta í Bandríkjunum og á vettvangi NATO ráðast af þróun öryggismála frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga á ólöglegan hátt í mars 2014 og hófu beinar og óbeinar hernaðaraðgerðir gegn Úkraínu."

Ég hef haldið að atkvæðagreiðsla íbúa Krímskaga um að sameinast Rússlandi þar sem þeir líta á sig sem Rússa eftir hundruð ára veru í Rússlandi hafi verið lögleg. Jafn ólögleg og óumbeðin íhlutun í hernaðarátök í Úkraínu var meðan ekki var búið að ganga frá vafasamri afhendingu Krúsjeffs á Úkraínu úr Sovétríkjunum.

Ég hefði kosið að Björn Bjarnason sem hefur langtum meiri þekkingu á alþjóðamálum en ég myndi útakýra fyrir mér hver sé ástæða þessa mismunandi skilnings okkar á innlimun Pútíns á Krímskaga.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband