Bloggfærslur mánaðarins, september 2018
8.9.2018 | 09:17
Merkilegt framtak
er í þróun í höfninni í SanFransisco. Fyrirtæki er að þróa gríðarlega snurpinót úr plasthólkum með neðanhengdum gardínum sem það ætlar að veiða í plastið sem flýtur í Kyrrahafinu fyrir utan.
Þetta er mikið framtak sem vonandi tekst vel. Þeir leggja hinsvegar áherslu á hugarfarsbreytingu þeirra sem eru að menga höfin með plastinu sem flestir eru uppi á landi.
Þetta er merkilegt framtak.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2018 | 08:56
Hringurinn þrengist
um þá sem skrifuðu fréttirnar um vanhæfni Trump. Sífellt fleiri úr "Deep State "gefa yfirlýsingar um að þeir hafi ekki verið að verki, Kelly, Mattis, "Jowanka" og áfram.
Ef enginn verður eftir þá sitja blöðin eftir með lygastimpil. Þeir reiknuðu varla með þessari aðferð við svörunina eða hvað?
Hringurinn mun þrengjast.
7.9.2018 | 14:11
Hversvegna NY Times hatar Trump
skýrist af Gunnari Rögnvaldssyni:
"
Gunnar Rögnvaldsson, 7.9.2018 kl. 12:51
Ekki furða þó sósíalistum sé illa við billjónara á forsetastóli sem er sama um kaupið sitt.
7.9.2018 | 09:06
Siðblinda hverra?
blasir við í nýjustu árás Demókrataflokksins á Trump forseta.
Hillary Clinton sem hefur fleiri mannslíf á samviskunni og lögbrot í meðferð gagna en margir aðrir stendur þar framarlega í flokki ásamt dyggðasugunni Bill manni sinum og svo auðvitað Obama sem hún vann fyrir í Mið-Austurlöndum með öllu þeim skelfilegu afleiðingum.
Nú á að sanna að Trump sé siðblindur sem verði að taka völdin af. Dyggðasnápurinn Bob Woodward á að gefa herferðinni trúverðugt yfirbragð enda vanur maður. Meiðyrðalöggjöfin í Bandaríkjunum gefur Forsetanum ekki færi á að verja sig fyrir dómstólum þannig að allt þetta á Trump að þola án bóta. Hann má bara tísta gegn veðrinu.
Þessu liði er skítsama um það sem Trump er að vinna að á hinu pólitíska sviði Því er skítsama um Bandaríkin og íbúa þess, bara ef það getur fullnægt dýrslegu hatri sínu á Trump og ólæknandi vonbrigðum sínum yfir því að kjósendur sáu í gegn um þau. Ömurlegt að horfa upp á að þau geti bara hesthúsað milljónir dollara á þessu öllu án þess að hafa áhyggjur af málssóknum.
Allt hefur sinn gang og Trump heldur öruggur efsta sæti í fréttum. En mikið má vera ef siðvissa Trumps er eitthvað verri en siðferði þeirra sem að honum sækja ef slíkt er skoðað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2018 | 08:39
Ættarnöfn
Dr.Þorvaldur Gylfason ritar stórskemmtilega grein um íslensk ættarnöfn í Fréttó í dag.
" Við Kristján Hreinsson skáld og heimspekingur leikum okkur stundum að því að kasta á milli okkar ættarnöfnum sem rímorðum í kveðskap. Ég ræð aðeins við auðveld nöfn eins og Kúld og Maack og Mixa og Proust en Kristján glímir við hin erfiðari ættarnöfnin eins og Aðils, Bieltvedt, Flygenring, Kröyer og Schopka. Það hefur hamlað okkur við þessa iðju að við höfum til þessa haldið okkur við þau ættarnöfn sem fólkið í landinu hefur tekið sér skv. lögum. Ættarnöfnin hafa reynzt fleiri en við hugðum. Hér segir frá því.
Rómverjar tóku sér ættarnöfn. Venjan breiddist út og ruddi smám saman burt föðurnöfnum og stöku sinnum móðurnöfnum sem tíðkuðust í germönskum sið og tíðkast enn á Íslandi. Aðalsmenn urðu fyrstir til að bera ættarnöfn á miðöldum en siðurinn barst síðan niður virðingarstiga samfélagsins rim fyrir rim. Frakkar tóku upp ættarnöfn á 10. öld og Danir í byrjun 16. aldar. Um aldamótin 1800 bar fjórði hver Dani ættarnafn. Þegar leið á 19. öldina tóku Íslendingar, einkum yfirstéttirnar, að breyta föðurnöfnum í ættarnöfn og voru þau orðin tæplega 300 árið 1910 og eru nú orðin fleiri en 600. Hér er ekki ætlan mín að ýfa upp deilur síðustu ára um mannanöfn heldur aðeins að rifja upp rösklega 100 ára gamla sögu til fróðleiks og yndisauka.
Í Skírni 1908 birtist grein eftir Guðmund Jónsson, tvítugan mann, þar sem hann sagði m.a.: Eg ætlast til að allir ungir menn, karlar og konur, eigi sér samboðin mannanöfn, þá tegund þjóðernis, sem einna mest ber á, eg ætlast til að þeir allir taki sér upp falleg og al íslenzk nöfn, sem gera má að ættarnöfnum. Eg tel það engum skyldara en mér, að verða fyrstur til að taka upp [ættar]nafn ... Því vil eg feginn vinna að því, að sem flestir taki upp slík nöfn. Og eg skal byrja. Eg breyti nafninu: Guðmundur Jónsson í undirritað nafn. Og æski þess að verða ávalt hér eftir nefndur því heiti. ... Guðmundur Kamban. Honum varð að ósk sinni. Hann varð einnig frægt skáld.
Nú komst skriður á málið. Alþingi lét skipa þriggja manna nefnd til að semja ættarnöfn handa Íslendingum og samþykkti síðan lög um mannanöfn sem tóku gildi 1915. Voru um 270 ættarnafnaleyfisbréf gefin út gegn gjaldi til 1925 þegar lögunum var breytt til að taka fyrir frekari ættarnafngiftir.
Árni Pálsson prófessor fjallaði um málið í fyrirlestri Um ættarnöfn 1916 (sjá Árni Pálsson, Á víð og dreif, Helgafell, 1947, bls. 269-290). Þar hafnar hann þeirri skoðun að gamla íslenzka nafnavenjan sé eins og að druslast í vaðmálsfötunum innan um prúðbúna gentlemen! Hann rekur tillögur nefndarinnar lið fyrir lið:
● Ef maður vill kenna sig við föður eða ættföður, sem heitir Snorri, verður ættarnafnið Snorran. Eða ef maður vill kenna sig við bæ, sem heitir t.d. Bakki eða Hlíð, þá verður ættarnafnið: Bakkan, Hlíðan. Rökstuðning: an merkir hreyfingu frá, sbr. héðan, þaðan! Samkvæmt þessari reglu eru t.d. nöfnin (!) Austan, Vestan, Sunnan, Norðan tekin upp á skrána.
● Ef maður á móður eða ættmóður, sem heitir Hrefna, verður ættarnafnið Hrefnon. Eftir sömu reglu er farið um staðanöfn, sem hafa endinguna a: Dæmi: Katlon. Tungon, Leiron, Hriflon, ... Rökstuðning: Í frumnorrænu enduðu þau kvenkynsorð á on, sem nú enda á a! Enginn Íslendingur tók sér nafn hér heima með endingunni on svo vitað sé. Landshornaflakkarinn Karl Einarsson Dunganon tók sér það nafn í Færeyjum.
● Ef maður vill kenna sig við einhvern fjörð, verður endingin fer. Dæmi: Breiðfer, Patfer, Önfer. Rökstuðning: Hin germanska rót í orðinu fjörður er fer. Eggert Gilfer, sjöfaldur Íslandsmeistari í skák, kenndi sig þannig við Gilsfjörð. Önnur dæmi finnast ekki.
● Ef maður vill kenna sig við bæjarnafn, sem hefur endinguna staður eða staðir, verður ættarnafnsendingin star. Dæmi Brússtar (Brúsastaðir), Hösstar (Höskuldsstaðir), Vakstar (Vakursstaðir). Rökstuðning: Rótin í staður er sta, og við hana höfum við skeytt -r, sem er algeng afleiðsluending í málinu. Virðast oss slík ættarnöfn allfögur og hagkvæm.(!!) Hér vitnar Árni Pálsson orðrétt í álit nefndarinnar. Enginn Íslendingur tók sér slíkt nafn með endingunni star svo vitað sé.
Árni Pálsson tilgreinir fleiri tillögur nefndarinnar um ættarnöfn: Aran, Daðan, Síðon, Sturlon, Kvígfer, Reyðfer, Spóstar, Sprúgstar, Apvaz (Apavatn!), Villvaz (Villingavatn!), Víkvaz (Víkingavatn!) o.s.frv.
Árni Pálsson segir að lokum máls síns um álit nefndarinnar að þessi nöfn eða ónefni, sem hún hefur verið að smíða, eru öll eða flestöll með því marki brennd, að ég held, að engin hætta sé á, að þau svíki sig inn í eyru þjóðarinnar. ég get ekki skilið að nokkrum heilvita manni komi til hugar að nota þau. Og ég vona, að augu allra munu nú opnast fyrir því, að það muni ekki auðgert að smíða ættarnöfn við hæfi íslenzkunnar, þegar einum lærðum málfræðingi og tveimur velmenntuðum og venjulega smekkvísum rithöfundum hefur ekki tekizt betur en þetta.
Árni reyndist sannspár. Hitt hefði hann varla getað grunað hversu fjölskrúðugum fornöfnum Íslendingar hafa skírt börnin sín."
Það var tíska á fyrrihluta síðustu aldar að fá sér ættarnafn. Líklega áhrif frá sænska hernum sem var unnvörpum að breyta Jönsson og Björnsson í Dahlgren og Norquist til hagræðingar að mér skildist einhvern tímann á sænskum vini mínum.
Afi minn Ágúst H. fékk sér nafnið Aðalstein. En honum var strítt svo með því að hann vildi aldrei heyra það nefnt síðar. En lagalega held ég að ég mætti kalla mg Aðalstein þar sem hann keypti þetta. Í stað þess notaði fjölskyldan lengi Bjarnason,. t.d. faðir minn kallaði sig Jón Á. Bjarnason og ég byrjaði í skóla sem Halldór J. Bjarnason en breytti því sjálfur í Jónsson af einhverri sérvisku.
Kannski gæti Þorvaldur Gylfason tekið upp nafnið Kraton -eller hur?
5.9.2018 | 19:58
Donald og drullan
frá Demókrötunum nær nýjum hæðum með bókinni hans Bob´s Woodward, FEAR.
Þessi maður Bob kallar nú ekki allt ömmu sína síðan hann birti allar romsurnar sem hann sagðist hafa sem sannleika eftir "Deep Throat" nokkrum sem enginn veit hvort var lífs eða lygi frá upphafi til enda.
Þessi bók hefur að geyma stórskemmtilega orðaleppa hafða efir allskyns fólki sem hafa þann eina tilgang að klína drullu á Donald Trump,sem nú gegnir embætti forseta Bandaríkjanna og hefur þýðingu fyrir allan heiminn.
Þegar maður hættir að hlæja að samsetningunni og fer að velta fyrir sér tilganginum eða áhrifum af þessari útgáfu, sem á eftir að snjóa milljónum í vasa Bob´s Woodward og líklega Demókrataflokksins líka, sem auðvitað stendur á bak við þetta allt með ráðum og dáð, þá hnýtur maður um einn samnefnara.
Ekki eitt einasta atriði hefur eitthvað með pólitík Donalds Trump eða aðgerðir hans í heimsmálum að gera. Þetta snýst allt um kjafthátt. Donalds eða annarra sem honum tengjast.
Og hvað áhrif hefur þetta þá annað en að beina sviðsljósinu aftur að Trump. Auglýsa þennan atkvæðamikla forseta enn frekar en orðið er.
Bob Wodward gleymist eins og flestir slíkir "jóhannesískrir" drullubakarar. En Donald Trump gleymist heiminum ekki því drullan lekur af í regni stjórnmálanna og pólitík hans stendur eftir sem er orðin talsverð nú þegar.
5.9.2018 | 18:43
Kópavogur er kostabær
verður mér ljóst þegar ég fer þar um eftir að koma úr Reykjavík Dags B. Eggertssonar og ber saman heildarsvipinn.
Í hverfinu mínu við Vatnsenda er mikið um grasivaxnar hljóðmanir. Þær eru slegnar og hirtar. Á sunnudaginn voru þar menn í heyskap að hirða töðu.
Það eru falleg skrautblóm í beði fyrir framan Menningarsetrið fyrir framan Hálsatorg. Yfir það þarf að byggja plasthiminn og hafa þar menningar starfsemi undir, verslanir, kaffihús, leikhús.
Það eru fagrar aspir í röðum víða um bæinn. Fallegar steinahleðslur sjást víða og flest á götunum er vel hirt.
Kópavogur er víst hinsvegar jafn lóðalaus og Reykjavík og vill kannski ekki fleiri nýja íbúa án þess að ég viti það.
Ég er bara ánægður með yfirbragð Kópavogs míns og tel að hann þoli samanburð við hvaða annan bæ sem er. Og jafnvel vel í samanburði við suma er hann kostabær.
5.9.2018 | 18:31
Glöggt er gests augað
þegar Gústaf Adolf Skúlason sem er búsettur í Svíþjóð skrifar:
"Í hringleikjahúsinu við Tjörnina gilda engin lög önnur en þau sem meirihlutinn velur að fylgja. Gnarrisminn, þar sem lofað er að brjóta öll loforð, stíga á öll strik og svindla hvenær sem þess gefst kostur.
Þrátt fyrir opinberan dómsúrskurð um að starfsmenn borgarinnar séu ekki dýr í hringleikjahúsi heldur stjórnandinn sýningunni áfram og hefur á undraverðum hraða náð að skjóta Drottningunni í Lísu í Undralandi ref fyrir rass.
Veruleikafirring meirihlutans og sérstaklega hringleikjahússtjórans er slík að lýðræðisleg umræða er uppnefnd sem "hávaði, upphlaup eða órói sem snýst um einhver formsatriði og týpískar lýðskrumslegar upphrópanir".
Enginn vettvangur er í borgarstjórn til samstarfs um málefni borgarbúa. Dagur & Co valta yfir minnihlutann og alla borgarbúa með aukinni spillingu, skuldasöfnun, auknum álögum og einræðisháttum.
Húsnæðislausum fjölgar. Komandi kynslóðir Reykvíkinga eru í skuldafjötrum. Reykjavík sekkur og dregur Ísland með sér niður.
Eina leiðin til að koma í veg fyrir gjaldþrot höfuðborgarinnar, er að fulltrúum lýðræðisflokkanna í minnihlutanum takist að skapa meiri "hávaða, upphlaup og óróa um formsatriði og týpiskar lýðskrumslegar upphrópanir".
Þetta er eina von Reykvíkinga um þessar mundir."
Það virðist ekki lengur vera hægt að hrópa "Perat" á valdamenn eins og Dag B. Eggertsson. "Stonewall Eggertsson" mætti kannski kalla hann eftir grjótgörðunum á neðanverðri Miklubrautinni þar sem hann er búinn að reisa hættulega vírgirta steingarða sem hafa greinilega engan tilgang annan en að festa þrengingu Miklubrautarinnar úr 3 akreinum í 2 á kafla með tilviljanastýrðum gönguljósum til viðbótar í sessi. Ég hef mikið velt fyrir mér tilgangi þeirra hundruð milljóna framkvæmda en ekki fundið annan en þann að tefja fyrir umferð bíla sem allra mest.
Enda er ég bara gestur í Reykjavík eins og Gústaf og hef bara mín augu.
5.9.2018 | 11:35
Brothætt ástand
efnahagsmála á Íslandi er öllum ljóst. Öllum almenningi er líka ljóst hverjir halda á hamrinum til að mölva þetta allt í spað. Verkalýðsforingjarnir. Yfirlýsingar þeirra vekja fólki ugg. Von fólksins er hinsvegar sú að þeir búi yfir annarri skynsemi bakatil en birtist í digrum yfirlýsingunum.
Dr.Gylfi Zoega skrifaði skýrslu um getu 4 % launahækkunargetu efnahagslífsins sem forkólfarnir gáfu lítið fyrir. Þangað væri miklu meira að sækja með hörkunni og heiftúðugum aðgerðum sem launþegar myndu glaðir kosta.
"Lífskjör þjóðarinnar ráðast af framleiðni, atvinnustigi, viðskiptakjörum og erlendri skuldastöðu. Kjarasamningar hafa áhrif á skiptingu tekna á milli hagnaðar og launa og hlutfallsleg laun einstakra stétta en þegar til lengri tíma er litið skiptir hagvöxtur mestu máli fyrir þróun lífskjara. Þannig hefur 5% hagvöxtur í för með sér að lífskjör verða tvöfalt betri á 14 árum en við 1% hagvöxt gerist það á 70 árum, svo dæmi sé tekið. Miklu máli skiptir því að búa atvinnulífi hagstætt umhverfi.
Óli Björn Kárason vekur athygli á ýmsum þáttum sem verkalýðsforingjum finnst óþarfi að ræða mikið um sem áhrifavalda á taxtakaup.
"Heildarskuldir ríkissjóðs námu 36% af vergri landsframleiðslu í lok síðasta árs og höfðu lækkað úr 86% frá árinu 2011 þegar skuldirnar náðu hámarki. Samkvæmt fjármálaáætlun er reiknað með að skuldahlutfallið verði komið niður í 21% af landsframleiðslu árið 2023. Vöxtur landsframleiðslunnar, og góður árangur við stjórn efnahags- og ríkisfjármála eru meginástæða þessa mikla árangurs, samhliða fullum endurheimtum og hagstæðu uppgjöri við slitabú fjármálafyrirtækja.
Almenningur nýtur lægri skulda ríkissjóðs í formi lægri vaxtagjalda, sem auka svigrúm ríkissjóðs til að lækka álögur og bæta þjónustu og auka fjárfestingu í innviðum.
Takist að halda áfram á sömu braut verða vaxtagjöld ríkissjóðs nær 46 milljörðum króna lægri árið 2023 en 2009 þegar þau námu alls 84,3 milljörðum króna. Sparnaðurinn er nokkru meiri en heildarútgjöld til samgöngu- og fjarskiptamála á komandi ári samkvæmt fjármálaáætlun. Þessi góði árangur skiptir miklu.
Framlög til heilbrigðismála og annarra velferðarmála hafa verið stóraukin og fjármálaáætlun næstu fimm ára gerir ráð fyrir að útgjaldaaukningin haldi áfram. En um leið hafa ýmsir skattar verið lækkaðir, þótt oft finnist mér eins og aðeins séu tekin hænuskref í þeim efnum en skref í rétta átt.
Fyrir launafólk skiptir það máli að milliþrep tekjuskatts var fellt niður og lægra þrepið lækkað. Afnám almennra vörugjalda hefur skilað almenningi ávinningi sem og afnám tolla af flestum vörum. Skattfrelsi séreignasparnaðar sem nýttur er til íbúðakaupa hefur skipt ungt fólk miklu.
Ég hef áður bent á að við, sem viljum draga úr umsvifum ríkisins, lækka skatta á almenning og fyrirtæki, ýta undir framtaksmennina og einfalda leikreglurnar, erum í minnihluta á þingi.
Við þurfum að glíma við þingmenn sem líta á vasa almennings og fyrirtækja sem hlaðborð einskonar All-you-can-eat tilboð fyrir útgjaldaglaða stjórnmálamenn."
Heilbrigðisráðherra og formaður BSRB berjast gegn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Biðlistar verði að ganga jafnt yfir alla. Enginn má kaupa sig framhjá kvölum þó hann geti það.
Um grunngildi samfélagsins næst ekki samkomulag. Allir eiga að hafa það jafnskítt, það er inntakið og undirstaða sannleikans um Kjararáð og samanburðarfræðina sem allt umlykur í huga sósíalistans.
Því er ástandið brothætt framundan á verkfallavetrinum mikla.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2018 | 11:15
Woodward endurheimsóttur
þessi sem kálaði repúblikananum Nixon á sínum tíma með þjófstolnum gögnum. Það tókst og Demmarnir hrósuðu sigri.
Nú ætlar þessi "Jóhannesíski" "rannsóknablaðamaður" að bjarga RÚV með því að skrifa svartbók um Trump. Fólk hefur eitthvað að lesa af Twitter skeytum forsetans um náttúrur Bob´s.
Tilgangur Bob´s er auðvitað að græða peninga á skítkasti sem er hans eina sérgrein. Það er ljóst af " Woodward revisisted"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Mynd: nettó-árstekjur New York Times (merki: NYT á NYSE)
Þar sem að til dæmis ritstjórn Wall Street Journal skrifar í leiðara sínum að þeir myndu ekki birta svona eðlis efni nafnlaust, og svo þegar afkoma New York Times er skoðuð, þá má alveg eins gera ráð fyrir því að þessi svo kallaði leki sé uppspuni frá rótum. Tekjur New York Times blaðsins hrundu -84,92 prósent á milli síðustu ársuppgjöra og eru nánast engar í dag, eins og sést á grafinu.
Mexíkanskur milljarðamæringur er stærsti einstaki hluthafinn í New York Times. Hann á rúm 17 prósent af blaðinu og kýs stjórnarmeðlimi. Í ritstjórn blaðsins situr blaðamaður sem óskar þess að hvítt fólk hætti að eignast börn og deyi út.
Líklegt má telja að blaðið hafi hagnast á framboðsbaráttu Trumps sem hann tilkynnti um í júní 2015, en svo þegar fréttamennska blaðsins varð þeim lesendum sem ekki eru Trump-hatarar ljós, þá falla tekjurnar hrikalega þegar þeir segja áskriftinni upp. Og það er þá sem blaðið neyðist til að biðjast afsökunar á framferði sínu í kosningabaráttunni, eins og Trump bendir á í myndbandinu hér að ofan.