Bloggfærslur mánaðarins, september 2018
11.9.2018 | 21:10
Er þetta allt lygi?
spyr maður sig.
Ef maður hlustar á grátinn í Ingu Sæland og kvalaveinin í öldruðum og öryrkjum, að maður tali ekki um í verkalýðsforingjunum Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Ragnari Þór Ingólfssyni þá er ástandið hjá launþegum svo skelfilegt að að ekki er nokkur leið að bjarga neinu nema fara í löng og góð verkföll í vetur. Að maður tali ekki um Björgvin Guðmundsson sem vonandi er enn þessa heims.
Hvað er til bragðs a taka í þessari alvarlegu stöðu? Þingmenn ætla greinilega engu að skila til baka af Kjararáðspeningunum.
Er þessi umtalaða 45 % kaupmáttaraukning frá 2010 bara hrein lygi þó að þetta línurit komi beint af síðu Björns Bjarnasonar sem er sagður óljúgfróður hverdags?
11.9.2018 | 10:08
Jarðefnaeldsneytið er ekkert að fara.
Það er nóg olía og gas allstaðar. Ódýrasta orka sem völ er á. Jarðefnaeldsneyti er ekkert á útleið.
CO2 gerir jörðina græna. Hitasveiflur jarðar eru af eðlilegum orsökum. Hvað er rétt hitastig í sögulegu samhengi?
AlGore fjárfestir mest af gróðanum af loftslagsáróðri sínum í oliuiðnaðinum.Hann er raunsær.
Mannkynið getur ekki án jarðefnaeldsneytisins verið og því er það ekkert að fara.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.9.2018 | 09:34
Af hverju birkiplöntur?
til að laga loftslagið?
Svo segir í Mogga:
"Ákveðið hefur verið að hið aukna fjármagn á næsta ári verði að stórum hluta nýtt til aukinnar gróðursetningar á birki. Auðvelt er að auka birkirækt með skömmum fyrirvara og þegar er hafin framleiðsla á hálfri milljón birkiplantna sem gróðursettar verða næsta vor. Brátt verður boðin út framleiðsla á svipuðu magni til gróðursetningar næsta haust. Einnig er ráðgert útboð á aukinni trjáplöntuframleiðslu fyrir árið 2020 þegar aukið framlag til kolefnisbindingar verður 450 milljónir, að því er fram kemur í áætlun ríkisstjórnarinnar. jbe@mbl.is"
Er ekki Alaska-öspin miklu hraðvaxnari og þar með afkastameiri til kolefnisbindingar en gamla hægvaxta íslenska birkið? Og Alaska- lúpínan líka? Og hvað með Kerfilinn?
Er þetta bara vegna þess að birkið er svo miklu þjóðlegra heldur en innflytjendurnir að framleiðslumarkmið ríkisstjórnarinnar megi víkja?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2018 | 08:18
Orkuskiptaumræðan
er dálítið samhengislaus.
Þetta sama fólk og mest talar um orkuskiptin er á móti öllum virkjunum vatnsfalla. Hvar ætlar það að fá allt þetta rafmagn til orkuskiptanna? Kaupa það frá Bretlandi í gegn um sæstrenginn? Byggja Thoríumver á Skeiðarársandi? Eru ekki allir fossar orðnir heilagir og fráteknir fyrir túrista?
Það verður að fá rafmagn til orkuskipta. Á að taka það frá stóriðjunni og leggja hana af til þess að fá rafmagn á rafbíla í stað aflagðra dísilbílanna sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar væntanlega að kaupa inn til ríkisins? Á sama tíma og afleggja á allar dísilvélar í jerðvinnu og flutningum eða hvað?
Verður ekki að ræða þessi orkuskipti í samhengi við raunveruleikann?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.9.2018 | 19:05
Fákænska
finnst mér aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar sem hún boðar til að draga úr hnattrænni hlýnun.
Fréttin í Mbl segir svo:
"Með nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum markar ríkisstjórnin þá stefnu að nýskráningar bensín- og dísilbíla verði almennt óheimilar eftir árið 2030. Þessi aðgerð og fleiri eru hluti af átaki í orkuskiptum í vegasamgöngum, sem hefur það markmið að notkun jarðefnaeldsneytis leggist á endanum af.
Raunhæft er talið að stefna að því að hætta notkun jarðefnaeldsneytis alfarið á Íslandi fyrir miðja þessa öld, samkvæmt því sem fram kemur í aðgerðaáætluninni.
Í aðgerðaáætlun stjórnvalda segir að samfara þessu banni við nýskráningum bíla sem einungis ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verði þó gætt sérstaklega að hugsanlegum undanþágum. Mögulega verði þannig gerðar undanþágur, með vísan til byggðasjónarmiða, á þeim svæðum þar sem erfitt væri að nota aðra bíla en þá sem ganga fyrir bensíni og dísilolíu.
Með því að stefna að þessu banni við sölu bíla sem ganga einungis fyrir bensíni og dísilolíu myndi Ísland feta í fótspor ríkja á borð við Frakkland og Bretland, en ríkisstjórnir beggja tilkynntu í fyrra að stefnt yrði að hinu sama frá árinu 2040.
Skoða að úrelda eldri bíla
Í aðgerðaáætluninni segir einnig að gerð verði úttekt á mögulegum ávinningi þess að ráðast í tímabundið átak við úreldingu bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti í því skyni að flýta fyrir orkuskiptum í samgöngum.
Við úreldinguna yrði horft til aldurs og eyðslu bílanna. Metið verður hvort tímabundið átak sé líklegt til að skila sama eða meiri árangri en ef sömu upphæð yrði varið til styrkingar innviða fyrir loftslagsvæna bíla. Horft verður til reynslu annarra sem sett hafa upp slík stuðningsverkefni, segir í aðgerðaáætlun stjórnvalda.
Þar kemur einnig fram að ríkið ætli að verða leiðandi í að samfélaginu þegar kemur að hlutfalli visthæfra bíla og að þeim verði fjölgað eins hratt og mögulegt er, með kröfum um að ríkið kaupi ætíð rafbíl eða annað visthæft ökutæki er bílaflotinn er endurnýjaður.
Minnka losun frá vegasamgöngum um helming
Stefnt er að því að losun koltvísýrings frá vegasamgöngum á Íslandi verði árið 2030 um það bil helmingi minni en nú er, eða 500.000 tonn árið 2030 í stað nærri milljón tonna nú.
Reiknað er með að þessu markmiði verði náð einkum með stórauknu hlutfalli rafbíla og annarra vistvænna ökutækja í bílaflotanum, segir í aðgerðaáætlun stjórnvalda, sem stefna að því að hlutfall endurnýjanlegrar orku í vegasamgöngum verði orðið 40% árið 2030.
Það eru þó ekki bara orkuskiptin sem ætlað er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Efling almenningssamgangna, hjólreiða og göngu sem samgöngumáta er einnig sögð mikilvægur þáttur í að draga úr losuninni.
Huga þarf að samgöngumiðuðu skipulagi sem gerir aðra ferðamáta en einstaklingsbíla að raunhæfum valkostum. Samtímis er mikilvægt að breyta ferðavenjum, gera þær fjölbreyttari með öflugum almenningssamgöngum, deilihagkerfislausnum og styrkingu innviða fyrir gangandi og hjólandi, segir í aðgerðaáætlun stjórnvalda."
Hvað með flugsamgöngurnar? Ætlar ríkisstjórnin að leggja hömlur á flugið sem mengar margfalt kröftugar en landsamgöngurnar.? Á Ísland sem mengar brot af því sem stórþjóðirnar gera að gera sér lífið svona erfitt? Á það að neita sér um vörubíla og jarðvinnuvélar 2030?
Hverskyns utópíu fyrir Ísland sér þetta fólk fyrir sér?
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna er byggð á ósönnuðum vísindum sem margir vísindamenn færa gild rök gegn. Magn CO2 í andrúmsloftinu hefur ekki verið lægra í 600 milljón ár
Á ég að styðja þessa fákænu aðgerðaáætlun í loftslagsmálum bara af því að ég er í Sjálfstæðisflokknum sem hefur ekki rætt þetta á landsfundi?
10.9.2018 | 14:24
Því miður
tókst Svíþjóðardemókrötunum ekki að vinna sigur í sænsku kosningunum.
Innflytjendadekrið, bílabrennurnar og götumorðin halda því áfram og sænskt samfélag getur ekki tekist á við vandann.
Svíum er vorkunn, Þeir geta ekki ráðið fram úr vandanum sem þeir eru í,
-því miður.
10.9.2018 | 14:16
Fáránleiki
nágrannamótmæla hefur birst mér í sambandi við vindmyllur.
Eigi maður land og vilji maður reisa á því vindmyllu þá getur nágranninn stöðvað það með því að mótmæla á grundvelli þess að honum finnist vindmyllur ljótar.
Ég hef orðið vitni að því endurtekið að svona er þetta. Þú mátt ekki nýta eign þína.
Ef þetta er ekki umhverfisfasismi þá veit ég ekki hvað það er.
Það er algerlega fáránlegt að maður megi ekki nýta jarðeign sína vegna þess að nágranninn sem á engra hagsmuna að gæta finnst vindmyllur vera ljótar. Þetta er hinsvegar staðreynd málsins. Eignarréttur þinn er takmarkaður ef um vindmyllu er að ræða.
Mér finnst þetta fáránlegt.
10.9.2018 | 09:12
Engin vindorka á Íslandi?
skyldi maður halda vegna þess hversu íbúar eru öndverðir við öllum hugmyndum um nýtingu hennar.
Í Þykkvabæ skrifuðu einhverjir tugir undir mótmæli gegn vindmyllum og sveitarstjórnin lyppaðist niður. Engar vindmyllur fá að rísa. Engu breytir að slíkar framkvæmdir eru 100% afturkræfar mótsett við Hvammsvirkjun og Urriðafossvirkjun svo eitthvað sé nefnt.
"Stærsta sjávarvindorkubú heimsins hefur nú verið klárað fyrir rétt undan strönd Bretlands. Kostnaður við uppsetningu á orkubúinu var um 140 milljarða íslenskra króna. Hver vindmylla er um 190 metrar á hæð, til samanburðar má nefna að Hallgrímskirkja er rúmlega 75 metrar á hæð. Alls eru 189 vindmyllur sem geta framleitt 660 MW, en til samanburðar getur Kárahnjúkavirkjun framleitt 690 MW.
Það var danska fyrirtækið Orsted sem byggði og rekur orkubúið en framkvæmdir hófust árið 2015. Um 250 manns munu sjá um viðhald og rekstur orkubúsins."
Biokraft reisti 2 vindmyllur í Þykkvabæ fyrir nokkrum árum.Þær gengu áfallalaust nokkur ár þar til önnur brann og hefur ekki verið endurnýjuð.Nú er útséð um að fleiri vindmyllur fá ekki að rísa á þessum slóðum þrátt fyrir mjög hagstæð skilyrði.
Það er leitt að vindorkuna á Íslandi má ekki nýta.
10.9.2018 | 08:51
Plattenschlägerei
er svona skemmtisamkunda eins og Landsfundur Flokks Fólksins. Gersamlega ábyrgðarlausar yfirlýsingar um stórhækkuð skattleysismörk.
Bjarni Benediktsson hafði svarað því hvað hækkun 300.000 kr. myndi kosta ríkissjóð:
" Tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga myndu skerðast um rúmar 149 milljarða ef skattleysismörk atvinnutekna yrðu 300 þúsund krónur. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Guðmundi Inga Kristinssyni, þingmanni Flokks fólksins.
Þar kemur jafnframt fram að með slíkri breytingu myndi þeim sem greiða hvorki tekjuskatt né útsvar fjölga úr rúmlega 42 þúsundum í 119 þúsund manns. Þeim sem ekki greiða ríkissjóði neinn tekjuskatt myndi fjölga úr 78 þúsund í 171 þúsund. Þá myndi þeim sem greiða tekjuskatt til ríkisins að sama skapi fækka úr 220 þúsund í 126 þúsund eða um 42 prósent. "
Ekki dugði þetta grátkonunni Ingu Sæland né hagfræðingnum Ólafi Ísleifssyni. Þau bættu við 20.000 kalli og komu því tekjufallinu langleiðina að 200 milljörðunum.
Til hvers eru menn með svona gersamlega ábyrgðarlausar sýningar og upphlaup?
Þjóðverjar kalla svona fyrirbæri Plattenschlägerei en ekki pólitík.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2018 | 17:40
Framhald fíflalátanna?
Páll Vilhjálmsson bloggkóngur skrifar þetta:
"Við sameiningu Þýskalands fengu Rússar loforð fyrir því Nató yrði ekki stækkað í austur. Það loforð var svikið blákalt.
Ágangur Bandaríkjanna/ESB við vesturlandamæri Rússlands leiddi til Úkraínudeilunnar 2014. Við það urðu Íslendingar í gegnum Nató-aðild og EES-samninginn óvinir Rússa.
Óvinátta okkar og Rússa er siðlaus, ræðst eingöngu af stórveldapólitík, þar sem svokallaðir vinir okkar hafa á röngu að standa. Að einhverju marki þurfum við að fylgja bandalagsríkjum okkar. En við eigum að láta í ljós vanþóknun okkar á siðlausu framferði. Jafnframt eigum við að losa okkur við bandalög sem þjóna ekki hagsmunum okkar. Til dæmis EES-samninginn."
Á sama tíma horfum við á stórfellda viðskiptaaukningu Þýskalands og Rússlands. Án rússnesks gass getur Angela Merkel lokað iðnaði landsins.
Af hverju erum við enn að framfylgja þvingunum á Rússland vegna þess að Krímskaginn gekk þeim á hönd sjálfviljugur með atkvæðagreiðslu íbúanna sjálfra?
Hverjir greiddu atkvæði gegn Icesave og sigruðu ESB dómstólinn? Voru það ekki Íslendingar sjálfir?
Hvað á framhald fíflalátanna að þýða sem stórskaða vináttu okkar og Rússa?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko