Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2019
26.4.2019 | 15:53
Gefur Dagur frítt í Strætó?
í dag?
Svo segir í Mogga:
"Loftgæði sums staðar á höfuðborgarsvæðinu voru mjög lítil í gær, samkvæmt vef Umhverfisstofnunar, Loftgæði.is.
Morgunblaðið fjallaði um það í vikunni að rykmökkur frá Saharaeyðimörkinni væri á leið til landsins en rykmistrið sem lá yfir höfuðborgarsvæðinu var einmitt ættað frá Sahara.
Veðurstofan hafði spáð sólríkum degi í höfuðborginni en mistrið skemmdi fyrir því að spárnar yrðu að veruleika, að því er fram kemur í færslu Veðurstofunnar á Facebook. Svifryk mældist einnig meira en venjulega í gær. "
Dagur gaf milljón á dögunum af peningum Strætós í tilefni svifryks. Hann er alltaf flott á því blessaður þegar peningar almennings eru annars vegar.
26.4.2019 | 15:32
Ónefnd listakona
sem ég vil ekki nefna að svo stöddu, hennar vegna, kom gangandi til mín í gær og færði mér þessa styttu að gjöf. En ég hafði áður látið í ljós ágirnd á henni vegna fegurðarinnar.
Hún sagðist vera löngu hætt að fást við þessa listgrein og búin að snúa sér að öðru.
Ég rifjaði upp fyrir henni orð Göbbels þegar hann sagði við hina þá heimsfrægu söngkonu Söru Leander:"Kunst kommt nicht vom Wollen sondern Können."
Mér finnst þessi listakona kunna en vilja ekki. Sem mér finnst of sparlega með kunnáttuna hennar farið fyrir hönd mína og þjóðarinnar eins og sjá má af þessari styttu.
Ég hreinlega komst við af þakklæti til listakonunnar fyrir þessa gjöf til mín, óskylds mannsins,og veit ekki hvernig né hvort ég fæ henni nokkru sinni fullþakkað fyrir hennar höfðingsskap í minn óverðuga garð.
Listin kemur ekki af því að vilja heldur af því að geta.
Mér finnst oft að margar háværar listaspírur sem vilja telja sig eiga að fá opinbera framfærslu fyrir séu þess stundum lítt verðugar vegna hæfileikaskorts.
Stundum ratast kjöftugum satt á munn. Það eru hæfileikarnir sem til þarf í listinni sem þessi vinkona mín og hér ónefnda listakona hefur í svo ríkum mæli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2019 | 14:20
Af hverju Björn Bjarnason?
er þetta ekki rétt hjá þeim Páli Vilhjálms og Jóni Baldvin?
Páll bloggkóngur segir svo:
"Einfalt er að fá undanþágu frá 3. orkupakkanum enda Ísland ekki tengt raforkukerfi ESB.
Við erum með undanþágur frá reglum um járnbrautir og skipaskurði.
Guðfaðir EES-samningsins, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að innleiðing orkupakkans muni eyðileggja samninginn. Rökin eru þessi:
Stuðningur við EES-samninginn byggir að lokum á pólitískri afstöðu kjósenda í aðildarríkjunum.
Ef hinn voldugi samningsaðili, Evrópusambandið, hættir að virða í reynd þetta grundvallaratriði EES-samningsins og krefst þess að EFTA-ríkin samþykki skilyrðislaust það sem að þeim er rétt, án tillits til eigin þjóðarhagsmuna, er hætt við að stuðningur við EES-samninginn fari þverrandi.
Þar með getur EES-samningurinn, með öllum þeim ávinningi sem hann hefur tryggt Íslandi á undanförnum aldarfjórðungi, verið í uppnámi.
Rök Jóns Baldvins eru trúverðugri en þeirra sem segja EES-samninginn í uppnámi ef við samþykkjum ekki orkupakkann. Þegar þjóðarhagsmunir eru í húfi er skynsamlegast að gæta varúðar.
Og varúðarreglan býður að við breytum ekki ástandi sem almenn sátt er um og köllum yfir þjóðina óvissu um eignarhald og forræði auðlindanna.
Það er beinlínis vond pólitík að samþykkja 3. orkupakkann. "
Af hverju segir Björn Bjarnason, sá annars vísi maður, á okkar virðulega Alþingi að samþykkja þingályktunartillögu um að styðja verslun með orku yfir landamæri?
Forseta Íslands kemur slík ályktun stjórnskipulega ekkert við og getur engin afskipti haft af henni þó einhverjir haldi það.
Hverjir eru hinsvegar kostirnir fyrir Ísland að mati Björns míns Bjarnasonar?
26.4.2019 | 12:44
...norpaði hún Kolbrún nakin
svo nett og umhverfisvæn. Svo var niðurlag snjallrar vísu eftir Jón Kristjánsson fyrir margt löngu. Ég man ekki alveg fyrri partinn um bárujárnshúsið til að fara með hann.
Og ekki var önnur vísa verri sem einhver annar orti í orðastað Jóns. Mig minnir að hún hafi verið svona: "Í tvílyftu timburhúsi, titraði Kolbrún öll, og þar hefði Jón viljað vera og vinna umhverfisspjöll."
En það var hann Sveinn Rósinkrans Pálsson sem skrifaði svo á sitt blogg sem vakti athygli mína:
"Nú er komið í ljós að hinir umhverfisvænu menga meira en jeppakarlarnir í úthverfunum.
Þetta stafar af því að flugvélar brenna mun meiri olíu en jeppar og umhverfisvæna fólkið í miðbænum fer oftar til útlanda.
Einnig fer umhverfisvæna fólkið oftar í strætó og einn strætó mengar jafn mikið og 50 bílar, þannig að jafnvel fullur strætisvagn veldur mun meiri CO2 útblæstri en samsvarandi fjöldi einkabíla. Yfirleitt eru strætisvagnarnir hálf tómir og valda því gríðarlegum umhverfisspjöllum."
Er ekki Borgarstjórnarmeirihlutinn í því að lækka hámarkshraða, breyta akstursstefnum í trássi við íbúa,setja götur niður í stokka með lægri hámarkshraða, þar sem útblæstrinum verður safnað saman í einn stóran?
Og ekki dregur sjálfur kolefnispáfinn og olíufjárfestirinn AlGore á einkaþotunni af sér í umhverfismálunum.
Er þetta ekki allt fremur umhverfismengandi en hitt fyrir hana Kolbrúnu?
25.4.2019 | 14:29
O3 verður frestað
til haustsins finnst mér líklegra en ekki.
Ég held að Bjarni Benediktsson, þó einþykkur sé í besta lagi eins og ég , muni ekki fórna formennsku sinni og flokki við það óvissuspil að keyra þetta mál i gegn með því offorsi sem nú við blasir að til þarf, eigi að sætta flokksmenn innbyrðis og sér í lagi hversu hlutfallslega lítilfjörlegt málið er miðað við mörg önnur meiri.
Mér finnst trúlegt , og í ljósi þess að Sigurður Ingi er farinn að sýna einhver merki um efasemdir innan Framsóknar, að málinu verði frestað til hausts að minnsta kosti.
Þetta er eiginlega þannig mál, að það er varla þess virði til að Bjarni taki einhvern séns á því þegar nóg er af öðru til að taka.
Enda hefur maður tekið eftir því að hann lætur Gulla gelta fyrir flokkinn og þingmennina leysa niðrum sig hvern af öðrum fyrir höfuðkirkjum og játa sinnaskiptin grátandi og taka þannig skriftir stórar eins Sturla Sighvatsson forðum í Róm, en er sjálfur þögull sem Sfinxinn.
Annars er mér orðið slétt sama um þetta allt, sæstrengi eða ekki. Það er hugsanlega mögulegt að þjóðin græði meira á sæstreng en miðað við núveranmdi söluverð.
Vetnisframleiðsluhugmyndir mínar vill hvort sem er enginn heyra né sjá, hvað þá að mengandi verksmiðjur rísi hér frekar en annarsstaðar.
Ég er víst orðinn of gamall og vitlaus til þess að vera að blanda mér í svona mál sem góða fólkið, Austurvallarkrakkarnir og NoBorders hefur meira vit á.
Einar S.Hálfdánarson sá ástæðu til að stappa stálinu i hann Óla Björn vegna bréfsins í Mogganum svofellt:
"Sæll Óli Björn
Ég sá að Dóri í Steypustöðinni, gamall og góður samstarfsfélagi minn er að spyrja þig út í Orkupakkann. Viltu kannski útskýra kosti O3 fyrir mér Öli Björn?
Ég ráðlegg þér að reyna ekkert slíkt. Dóri og fáeinir aðrir sem skrifa á síðuna hans vilja ekkert hafa með staðreyndir að gera. Ekki frekar en SDG og Gunnar á Klaustri.
Ég bað einn trúboðann, Bjarna Jónsson; um konkret tilvitnanir til vitnis um landsöluna. Þau reyndust (að sjálfsögðu) ekki vera fyrir hendi. Og ég er búinn að reyna, en Dóri er búinn að skrúfa fyrir skilningarvitin í þessu efni.
Við verðum bara að vona að honum Dóra elni ekki sóttin. Það gæti endað með ósköpum eins og hjá Styrmi sem endurskrifar núna gamlar lummur um sig úr Þjóðviljanum og snýr þeim upp á aðra. Eða endar Dóri sem kommi? Svei mér þá!
Kv.
Einar"
Þannig að ég er víst búinn að mála mig út í eitthvað kommahorn hjá vitmönnunum þessa lands og Sjálfstæðisflokksforystunni og enginn á að taka mark á mér eða að vera að pexa við mig.Og Einar nær ekki að skilja Kollega Bjarna Jónsson, enda bara lögfræðingur og revisor þótt góður sé.
En ég held nú samt að O3 verði bara frestað fyrir friðinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
24.4.2019 | 14:58
Deutschland!, Deutschland! über alles
verður Styrmi Gunnarssyni að yrkisefni um þjóðernisástina í dag. Hann segir m.a.:
"Að einhverju leyti er þessi afstaða til föðurlandsástar eða þjóðerniskenndar skiljanleg í ljósi sögu Þriðja ríkisins. "Deutschland über alles"hljómar ekki vel í dag."
Þetta er rangt hjá Styrmi.
Föðurlandsástin lifir með hverjum óbrjáluðum Þjóðverja sem er ekki heilaþveginn No Borders Krati. Þeir finnast mjög víða í Þýskalandi sem geta enn tárast yfir þessu orðum.
Það er föðurlandsástin sem gerir Evrópusambandið vonlaust. Föðurlandsástin í 27 mismunandi myndum gerir grundvöll þess vonlausan í samkeppni við Bandaríkin sem eru ein þjóð undir einum fána og einum Guði.Eitt sjálfstætt föðurland í 50 fylkjum en ekki 27 sjálfstæð föðurlönd.
Evrópusambandið er aðeins hagsmunabandalag og tollabandalag gegn restinni af heiminum. Það er grundvallar misskilningur að Þjóðverjar elski ekki sitt föðurland fyrst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.4.2019 | 14:36
Bensínið allsstaðar yfir 200 kalli
er frétt í dag.10 % hækkun á heimsmarkaði þýðir aðeins 3.7 % hækkun á lítranum hér.Gjaldtaka ríkisins blasir því við og líka ömurlegt ástand vegakerfisins okkar sem skattarnir áttu að bæta.
Hér í Florída kostar bensínið víða 2.5 $ gallónið sem er 3.79 L. Lítrinn þá svona 80 kall á núverandi gengi dollars á 122 kall. Mikið er um það hér að þeir borgi sem nota vegi með mislægum gatnamótum í formi vegatolla. En tími mislægra gatnamóta er sem kunnugt er liðinn í Reykjavík samkvæmt Degi B. Eggertssyni.
Hversu mikil búbót væri það fátækum Íslendingum eins og einstæðum mæðrum með mörg börn að geta keypt ódýrara bensín?
Vegatollar eru víðast á stærri vegum hérna en ekki innan bæjanna. Hugsanlega gæti bensín á Íslandi lækkað í framtíðinni á móti vegatollum ef við gætum hugsað þá hugsun til enda hversu mikið efnahagslífið og þar með lífskjörin byggjast á bílnum og bensíninu en ekki einhverju orkuskiptabulli og kolefnisgjöldum.
Drottni sé lof og dýrð fyrir Trump.
Vonandi lækkar bensínið niður fyrir 200 kall á Íslandi einhvern tímann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2019 | 13:18
Dómadags rugl
er það í þessum Hreiðari á Stracta Hotelum að stofnun nýs flugfélags sé nauðsynlegt vegna almennings?
Halda menn að til dæmis Bónus hafi verið stofnaður til annars en að græða peninga á almenningi?
Til hvers stofnaði þessi Hreiðar Stracta Hótel? Vegna mín eitthvað?
Nei menn stofna fyrirtæki til að græða peninga á almenningi. Sem mest. Það bara tekst ekki alltaf eins og hjá Skúla Mog.Hefði hann selt fsarmiðann á þúsundkall hærra verði væri WOW enn að fljúga. Það er síðasta krónan sem skiptir yfirleitt öllu máli.
Þvílíkt bull í mönnum sem þykjast vera einhverjir mannkynsfrelsarar. Svona dómadags rugl væri óhugsandi hér í Ameríku.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2019 | 18:35
Viltu kannski útskýra fyrir mér Óli Björn?
Hvernig ég á að skilja þriðja orkupakkann?
Í honum stendur svo:
Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku.
Hvernig ætlar þú, Óli Björn, að vinna á þessum grundvelli?
Halldór Jónsson
Höfundur er verkfræðingur
Í einhverju bríarí sendi ég þessa klausu í Mogga í dag.Vona að þetta verði ekki mjög óþægilegt fyrir Óla Björn að svara.
Ég gæti sjálfur snúið út úr þessu einhvern veginn svona:
Viltu vinsamlega útskýra fyrir mér hvernig við Íslendingar seljum orku yfir landamæri okkar öðruvísi en sem bundna í framleiðsluvörum eins og til dæmis áli og kísilmálmi?
Ef við seljum hana sem raforku á samkeppnismarkaði ESB hvernig fer það fram?
Þjóðin getur vel fengið meira fyrir orkuna í heild í gegn um sæstreng þar sem allir borga samkeppnisverð heldur en nú er.
En munu þeir smáu þá ekki borga meira? Er það ekki ígildi nýrrar skattlagningar?
Ertu ekki á móti meiri sköttum Óli Björn?
Og hvað verður um staðarhagkvæmni Íslands fyrir framleiðslufyrirtæki þar sem Íslendingar fengju vinnu?
Viltu kannski útskýra kosti O3 fyrir mér
Öli Björn?
23.4.2019 | 17:01
Flett ofan af flautuleikaranum
AlGore sem hefur heiminn að fífli og féþúfu.
https://skolli.blog.is/blog/skolli/
Meiri flautuleikari en AlGore hefur ekki lengi verið uppi síðan sá frá Hamlin var á dögum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko