Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2019

Keyrt í Kaliforníu

mátti sjá í Morgunblaðsmynd þaðan

Á myndinni sjást 10 borgandi akreinar auk gjaldfrjálsra hliðarreina og axlar, þar sem Borgarlína gæti best farið um.

Þetta er stórkostlegt mannvirki. Það sýnir hinsvegar hvaða samgöngumáta fólkið hefur valið sér. Það væri líklega til lítil að fara að þrengja þennan veg til að fá fólk ofan af því að eiga bíl og fara að hjóla. Enda vegalengdir miklar í stóru landi.

Kalifornía er hinsvegar að reyna að takmarka útblástur með frjálsum samningum við bílaframleiðendur sem er auðvitað mjög æskilegt. Hvort það er svo rétt ályktun hjá Morgunblaðinu að þetta sé gert til að koma höggi á Trump og tregðu hans við að hlaupa eftir heimsendaspámönnum í loftslagsmálum.

"Fjór­ir stór­ir bíla­fram­leiðend­ur til­kynntu í dag að þeir hefðu kom­ist að sam­komu­lagi við stjórn­völd í Kali­forn­íu­ríki um regl­ur varðandi eldsneyt­is­los­un og sniðganga með því til­raun­ir stjórn­ar Don­ald Trumps Banda­ríkja­for­seta til að svipta Kali­forn­íu­ríki rétt­in­um á að setja eig­in staðla.

Kali­forn­ía og fleiri ríki Banda­ríkj­anna hétu, eft­ir að Trump af­nam stefnu Banda­ríkj­anna í los­un­ar­mál­um, að fram­fylgja los­un­ar­stöðlum sem sett­ir voru í for­setatíð Barack Obama.

Reu­ters seg­ir bíla­fram­leiðend­ur hafa haft áhyggj­ur af að dóms­mál milli Kali­forn­íu og al­rík­is­yf­ir­valda um rétt rík­is­ins til að setja sína eig­in staðla tæki lang­an tíma.

Það eru Ford, Honda, Volkswagen og BMW sem sömdu við Kali­forn­íu „á laun“ að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Kali­forn­íu­stjórn­ar sem kveður sam­komu­lagið veita 50 ríkja lausn sem hindri að bútasaum­ur reglu­gerða verði til í ríkj­um lands­ins."

Trump hefur ekki viljað gleypa loftslagsvísindin hrá þar sem vísindaleg rök vantar á mörgum sviðum.

En þessi mynd af því hvernig byggja má upp vegakerfi er afbragð.

kalifornia2

Ólíklega getur Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík dregið einhverjar ályktanir af því hvernig Kaliforníubúar leysa sín með samningum og skynsemi í stað gerræðisákvarðana um lokanir og þrengingar.

 


Kommeríið svekkt yfir Ásgeiri

Það var greinilega búið að negla það að Kúbu-Gylfi ætti að fara í Seðlabankann og hæfisnefndin sem átti að ráða var búin að ganga frá málinu.

Kemur Katrín og skipar Ásgeir mér að óvörum.

Ég er alveg sáttur við Ásgeir það sem ég hef kynnst honum á öðrum vettvangi.

Vona að hann standi sig eins vel og úr Mávi byltingar-og CheGuevara manni hefur þó ræst. Mér finnst hann Már hafa staðið sig býsna vel í þessum banka þó hugsanlega hefði ég sjálfur eða mínir menn  gert eitthvað betur en kannski ekki einu sinni. En á það reynir víst ekki héðan af því ekki ætla ég að fara að stýra fortíðinni.

En Katrín sýndi að hún hugsar eitthvað hér um bil sjálfstætt. Háskólagengið er líklega eitthvað svekkt yfir þessu: En  hefur það einhver ráð á því í ljósi sögunnar? 

Óskum við bara ekki dr. Ásgeiri velfarnaðar í starfi hvað sem kommeríið kann að segja annað?


Útaf með 737Max

held ég að sé vitlegast fyrir Boeing.

Er ekki hugsanlegt að koma með nýja vél á traustum grunni 757 til dæmis sem hægt er að fá fólk til að fara upp í?

Hvað sem þeir gera með B737Max  þá er nokkuð víst að erfitt verður að fá fólk til að fara upp í þær hvað sem þeir ætla að segjast hafa lagað.

Nógu erfitt er að viðhalda orðstír Boeing eftir þessar skelfingar og við Boeing-trúar menn eigum í basli.

Er ekki hægt að breyta öllum B737 í fragtara, t.d. fyrir heri heimsins og taka þær af  farþegamarkaði?

Lifir Boeing þetta af er svo önnur spurning ef B737Max fer af markaði? 


Styðjum Boris

Johnson og bjóðum honum fríverslunarsamning að fyrra bragði við Ísland.

Eru ekki líkur á því að hann vanti vini við samningslaust Brexit.

Getum við ekki stutt við karlinn hann Boris og jafnvel sent honum greiðu og brilljantín?


Skolprörin í Fréttablaðinu

standa opin í dag.

1.kraninn opnast hjá Kolbrúnu Bergþórsdóttur sem setur saman eftirfarandi gimsteina sem glóa í venjulega leiðarasorpi frúarinnar:

" Hinn hugmyndaríki raðlygari Donald Trump er forseti Bandaríkjanna og hatast við alla minnihlutahópa. Nýlega sagði hann að hörundsdökkar þingkonur af erlendum uppruna gætu farið heim til sín ef þeim líkaði ekki staða mála í Bandaríkjunum.

Þegar hann vék talinu að einni þeirra á fundi söngluðu stuðningsmenn forsetans: „Sendið hana til baka.“ Þetta var óhuggulegt augnablik múgæsingar sem Trump skapaði sjálfur. Hann og ríkisstjórn hans bera ábyrgð á því að börn flóttamanna eru aðskilin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og geymd í sérstökum búðum þar sem aðstæður eru skelfilegar.

Enginn einstaklingur með vott af siðferðiskennd ætti að geta afsakað slíkt, en það vefst samt ekki fyrir einhverjum Íslendingum.

Einn stjórnmálaflokka landsins, Miðflokkurinn, er eins og snýttur út úr nösinni á Trump. Þar eru mini-Trumpar á svo að segja öllum póstum. Þar er þingmaður sem hleypur í vörn fyrir Duterte og þar er formaður sem nýlega gerði lítið úr hinni sænsku Gretu Thunberg í blaðagrein.

Áherslur flokksins eru allar æði Trumps-legar. Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og hreiðra um sig á ýmsum stöðum. Viðvörunarljósin blikka."

Það er óþarfi að velta sér upp úr veikindum Grétu Thunberg, hún bara fæddist fötluð og á samúð okkar skilda.

Mest eru þessi ummæli um Tump hreinar lygar ef ekki útúrsnúningar sem við er að búast og höfundinum og húsbóndanum  til verðugs vitnisburðar.

2. kraninn opnast hjá prófessor doktor Þorvaldi Gylfasyni,

Aldrei þessu vant byrjar hann grein sína prýðilega með skemmtilegri tölfræði. Síðan gýs mannhatrið og afleidd pólitíkin upp í honum og hann klykkir út :

"Fylgnin milli ótímabærra dauðsfalla í örvæntingu og kjörfylgis Trumps forseta í Bandaríkjunum er býsna sterk eins og skozki Nóbelshagfræðingurinn Angus Deaton í Princeton-háskóla hefur rakið.

Fylgnin milli fátæktar og menntunarleysis í dreifðum byggðum Englands og stuðnings kjósenda við útgöngu Breta úr ESB var með líku lagi býsna sterk í Brexit-atkvæðagreiðslunni 2016 eins og Gylfi Zoëga prófessor í Háskóla Íslands hefur lýst ásamt öðrum.

Níu af tíu fátækustu svæðum Norður-Evrópu eru öll í Bretlandi, þó ekki Skotlandi. Fyrir liggja gögn sem renna stoðum undir samhengi milli ójafnaðar, örvæntingar, ótímabærra dauðsfalla og úlfúðar í stjórnmálum sem leiddu af sér bæði Brexit og Trump.

Meðalævir Íslendinga styttust einnig lítils háttar eftir að síldin hvarf 1967-1968 og eftir að verðbólgan var kveðin niður eftir 1983 en lengdust síðan aftur. Í þessu ljósi virðist nærtækt að kenna eftirköstum hrunsins um styttingu meðalævinnar 2012-2017 þrátt fyrir minnkandi barnadauða.

Hrunið kann að hafa spillt ekki bara efnahag heimila og fyrirtækja heldur einnig lýðheilsu og langlífi og jafnvel mannvali á Alþingi og þá um leið traustinu sem Alþingi nýtur meðal kjósenda. Þessi hugsanlegu tengsl þarf að kanna í samhengi við hliðstæða þróun mála í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Hagstofa Íslands birti nýlega tölur sem sýna skyndilegan fjörkipp í langlífi Íslendinga 2018. Ekki verður unnt að leggja raunhæft mat á þær tölur í samhengi við umheiminn fyrr en sambærilegar tölur um önnur lönd liggja fyrir"

Sorglegt er  hversu skapgallar dr.Þorvaldar og stjórnlagaráðsfýlan grípa  inn í vísindalegar athuganir hans. Mér er ekki grunlaust um að þetta dragi úr lyst margra á að lesa þessi bjöguðu skrif prófessorsins og að hið góða í  greinum hans missi því marks.

 


W(á)OW fyrir dyrum

ef bandaríska kvendið  Michele Ballerin ætlar að reyna að eyðileggja Icelandair þar sem Skúli Mogensen reyndi sitt besta en gafst upp.

Þessi vopnabraskari er skuggabaldur sem við þurfum ekki að fá inn í þjóðlífið til að rústa flugmálum okkar. Það er alveg nóg samkeppni í flugi til og frá landinu. Við þurfum ekki nýja skuldasöfnun hjá ISAVIA eða annarsstaðar og ekki nýjan Skúla.

Endurreisn WOW Air er bara vá fyrir dyrum. 


Maður má minna á sig eða hvað?

https://twitter.com/realDonaldTrump/status/1153812859517718528?cn=ZmxleGlibGVfcmVjc18y&refsrc=email

Á þessu myndskeiði fer Donald J.Trump yfir kosningabaráttuna 2016 ásamt því að sýna grobbsögur af sjálfum sér í æsku.

Verður ekki kallinn að fá að láta ljós sitt skína? Hann er jú í pólitík og verður að minna á sig stöðugt enda stjórnar hann umræðunni algerlega fyrir Demókratana með tístunum sínum.


Helga Vala Helgadóttir

Samfylkingarþingkona, ESB og Orkupakkasinni, skrifar í Morgunblaðið mér lítt skiljanlega grein.

"Ástandið í stjórnmálum er mjög sérstakt víða um hinn vestræna heim. Tekist er á um hugmyndafræði annars vegar og hins vegar hvort ræða megi hugmyndafræði og pólitískar skoðanir.

Umræðan fer oftar en ekki að snúast um það hvort tjáningarfrelsi einstaklinga sé ógnað með skoðanaskiptum, hvort verið sé að takmarka frjálsa hugsun og ræðu þegar skoðunum er mótmælt.

Heima og heiman heyrum við stjórnmálafólk tala af fullri alvöru um það að þegar skipst er á skoðunum um ýmis álitaefni sé andmælandinn að beita frummælandann þöggun og sé við það orðinn oddviti móðgunarkórs góða fólksins.

Þannig er búið að snúa allri umræðu á hvolf. Ekki má lengur fjalla um hatursorðræðu án þess að stimpli um móðgunargirni sé skellt fram, eins og hatur og móðgun eigi sér einhverja samleið. Þetta er rétt eins og þegar því er skellt fram að það að mótmæla afstöðu fólks í einhverju máli sé einelti. Fyrr má nú vera.

Víða um heim er stjórnmálafólk einnig iðið við að endurskrifa söguna. Styttur eru teknar niður af ótta við að þær minni almenning á söguna eins og hún raunverulega var en ekki söguna eins og stjórnmálafólkinu hugnast í dag að láta eins og hún hafi verið.

Frásögnum um byltingar og frelsun þjóða er breytt og kúvent og þá oftar en ekki sögufólkið orðið að hinu góða umbreytandi afli sem kom að málum. Þegar viðkomandi er inntur eftir afstöðu til staðreynda er svarað fullum hálsi með ýmsum útúrsnúningum „þetta gerðist ekki“, „var ekki þar“, „sagði það ekki“ og þar frameftir götunum.

Stjórnmálafólk ítrekar svo hinn nýja veruleika sinn nógu oft til að almenningur fari að efast um að hlutirnir hafi raunverulega verið eins og það varð vitni að og um hefur verið fjallað.

Fjölmiðla- og stjórnmálafólk hristir hausinn og hugsar sitt en ætlar ekki „niður á þetta plan“ á meðan ímyndunarstjórnmálafólkið veður áfram.

Ímyndunarstjórnmálafólkið fordæmir svo gjarnan skoðanaskipti, kallar þau skoðanakúgun, þöggunartilburði, einelti nú eða loftárásir. Hreinskiptnar umræður milli stjórnmálafólks þar sem það skiptist á skoðunum, hlustar hvað á annað, tekur við rökum og vegur og metur eru hluti af því ferli sem nauðsynlegt er í lýðræðisþjóðfélagi.

Hin ógnvekjandi þróun sem orðið hefur víða um hinn vestræna heim í formi stjórnmálaleiðtoga sem endurskrifa söguna til að bæta ímynd sína er það versta sem getur hent lýðræðisríki því með slíkri blekkingu er almenningur afvegaleiddur.

Almenningur verður að fá réttar upplýsingar og læra af sögunni en ekki þola uppspunnar frásagnir ímyndunarstjórnmálafólksins.

Það eru ímyndunarstjórnmálin sem við þurfum að óttast. Ímyndunarstjórnmálafólkið sem semur nýjar og nýjar sögur eftir því sem vindar blása og varðar lítt um staðreyndir mála. helgavala@althingi.is"

Hvaða þingkona stundar ímyndunarstjórnmál ef ekki Helga Vala? Hver snéri gumpnum í Piu Kærsgaard sem var gestur íslenska lýðveldisins á Þingvöllum en mætti svo í brennivínið sem boðið var til? 

Hver vill opna landamæri Íslands og fjölga innflytjendum og stimpla alla sem eru á móti rasista, nasista og hatursfólk? 

Ferst þessari Helgu Völu að senda lítt dulin skeyti á Trump Forseta vegna meintra ímyndarstjórnmála?

Það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann segir sr. Hallgrímur.

Hvað er Helga Vala Helgadóttir annað en sá dæmigerði ímyndarstjórnmálamaður sem hún er að lýsa sem fáu hefur til leiðar komið nema að efla eigin hag.


Hið sanna inntak EES

er undirbúningur að inngöngu í ESB.

Elliði Vignisson fer í saumana á þessari trúarjátningu íslenskra stjórnmálamanna í Fréttablaðinu í dag.

En Alþingismenn okkar jarma yfirleitt allir í kór um dýrð samningsins og þá óendanlegu blessun sem af honum hafi hlotist án þess að færa rök fyrir einstökum atriðum.

En mörgum finnst hinn raunverulegi árangur samningsins sé sífelldur valdaflutningur frá fullveldi Íslands með rýrnun vægis Alþingis og eftiröpun evrópskra aðstæðna, sem endilega ekki eiga við hér á landi?

Mörgum finnst Alþingi hafa þróast meira í að vera stimpilstofnun trúaðra Evrópusinna en löggjafi sem hugsar um þjóðarhag.

Hinn nýi æðsti strumpur þessa lýðræðisvanskapnings sem ESB er, hin handvalda van der Leyen, vill stofna fyrir okkur Evrópuher. Í hann getum við Íslendingar gengið ef við göngum þarna inn eins og trúboðar okkar vilja.  

Elliði Vignisson skrifar:

"Dæmisagan um hvernig best sé að sjóða frosk lifandi er á þann veg að það sé röng leið að setja hann beint í sjóðandi vatn. Þá skynji hann hættuna og hoppi upp úr. Sé hann hins vegar settur í volgt vatn og hitastig þess svo hækkað hægt og rólega upp í suðumark, þá liggi hann rólegur allt þar til að hann er í senn dauður og mauksoðinn.

Stundum velti ég því fyrir mér hvort aðildin að EES-samningnum sé í raun hið ylvolga vatn sem endar við suðumark aðildar að ESB. Sá hluti EES-samningsins sem snýr að aðlögun að ESB er að verða meira áberandi eftir því sem tímanum fram vindur.

Geta þingmanna til að stjórna í sínu landi sé að verða frekar táknræn en raunveruleg. Alþingi sé stimpilstofnun á tilskipanir. Þetta sést ekki hvað síst í umræðu um hinn blessaða Orkupakka 3. Þar, og víðar, birtist það sem ætíð lá í augum uppi, að EES-samningurinn er hreinlega undirbúningur að inngöngu í ESB. Hugsaður þannig af ESB, hannaður þannig af sambandinu og undirritaður af fulltrúum okkar. Um þetta þarf í raun ekki að efast.

Á vefsíðu ESB segir að samningurinn sé: „… hannaður sem eins konar biðstofa fyrir hlutlaus EFTA-ríki“ („Designed as a sort of waiting-room for the neutr al EFTA states …“). ESB skilgreinir samninginn enda ekki sem viðskiptasamning heldur „association agreement“.

Eðlileg þýðing á því orði væri „sambandssamningur“ en utanríkisráðuneytið þýðir það af einhverjum ástæðum sem „samstarfssamning“.

Það er auðvelt að bera virðingu fyrir afstöðu þeirra sem ganga vilja í ESB. Fyrir því eru mörg sterk rök. Það er ekki síður auðvelt að virða gagnstæða afstöðu enda liggja ekki síður sterk rök þar að baki.

Það sem ekki er hægt að þola er hins vegar að storma þjóðinni í fang yfirþjóðlegs valds á fölskum forsendum. Íslendingar eru ekki froskar í suðupotti. "

Þarna talar rísandi stjórnmálamaður tæpitungulaust og er sannarlega nýnæmi af því að einhver ræði upphátt  hið sanna inntak EES. 


Af hverju getum við þetta ekki?

í stað þess að spilla landinu okkar með sorpurðun?

amager AAmagerB

 

 

 

 

 

 

 

https://www.a-r-c.dk/amager-bakke.

Þetta er alveg stórkostlegt mannvirki sem dugar öllu Íslandi. Framleiðir 63 MW. af rafmagni og/eða247 MW.af hitaorku. Höfum við efni á að jarða þessa orku til einskis gagns? 

Af hverju byggjum við ekki svona í stað þess að gæla við einhvern þjóðarsjóð sem á að grípa til í einhverri kreppu framtíðar? Við erum í sorpherkví Íslendingar. 

Af hverju getum við ekki afritað þetta mannvirki?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband