Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2019

Bólusetningu gegn hlaupabólu

er það sem þú verður að fá þér sagði vinur minn "Jungle" Jim Shier listamaður við mig skömmu áður en hann framdi sjálfsmorð örmagna af þjáningum af völdum ristils sem hann sagði að hefði eyðilagt líf sitt. Ég er ekki farinn enn en hugleiði að fara í minningu vinar míns.

Það er skelfilegt að vita til þess að til eru foreldrar sem eru svo heimskir að skjóta börnum sínum undan bólusetningum vegna hindurvitna. Þessi börn eru svo send á leikskóla þar sem hættan margfaldast.

Bólusetning gegn hlaupabólu getur bjargað heilsu og lífi.


Gleymda stríðið

hans Assads Sýrlandsböðuls hefur engan enda tekið. Iran og Rússland sjá um að halda þessum Shíta-mannvini og augnlækni  við völd. Sunnar eru ofsóttir með velvilja Pútíns og Assad ríkir yfir myndarlegum rústahaug eins og Hitler í stríðslokin 1945.

Assad Þjóðfrelsarinn ríkir stoltur yfir rétttrúnaðarríki Shíta í boði Pútín. Við Íslendingar eigum að taka við flóttamönnum frá þessu ríki hans og veita þessu valmenni aðstoð í gegn um S.Þ. og loftslagsmálin.

Þjáningum Sýrlendinga er hvergi lokið þó við séum búin að gleyma Sýrlandsstríðinu.


Poor Boris Johnson

"But Mr. Johnson was upstaged on Thursday by a member of his own family: His younger brother Jo Johnson resigned from Parliament, saying he was giving up his seat because he was “torn between family loyalty and the national interest.”

Aumingja Boris er lentur í fjölskylduharmleik ofan á allt annað.

Hvað skyldi Theresa vera að bralla. Varla situr hún á friðstóli bak við tjöldin.

Aumingja Boris, hann á ekki sjö dagana sæla.


Heimsókn Pence

var þjóðinni til sóma að mestu leyti.

Sérlega fannst mér Katrin Jakobsdóttir standa sig vel í að taka á móti varaforsetanum. Vel klædd og glæsileg og flugmælsk á enska tungu var hún þjóðinni til sóma við þetta tækifæri.

Móttakan í Höfða var glæsileg í heildina litið.

Eina stílbrotið var þegar umferðarsérfræðingurinn hjólríðandi úr Borgarstjórninni stillti sér upp með prúðbúnum varaforseta Bandaríkjanna, flakandi í hálsinn eins og venjuleg íslensk tötrughypja og niðuráviðsnobbari sem opinberaði fákunnáttu sína í almennum mannasiðum og uppeldisleysi með þessum hætti.

Ég virkilega fyrirvarð mig fyrir hönd þjóðarinnar yfir dónaskap Borgarfulltrúans við þetta tækifæri sem auglýsti greindarskort sinn með þessum hætti. Ekki var mikil prýði að honum þennan dag né heldur hinum kommatittunum á Austurvelli með Báru Klaustursnjósnara Halldórsdóttur í broddi fylkingar undir kynvillufánanum sem þetta fólk heldur líklega að trufli Mike Pence eitthvað sérstaklega umfram Angelu Merkel.

Gulli utanríkis flutti sitt mál mjög vel og ekki var nein skömm að honum né að forsetanum Guðna Th.. Flestir aðrir viðstaddir, utan Borgarstjórnarinnar,  lögðu sitt af mörkum til að halda uppi reisn landsins og kunnáttu í almennum mannasiðum. 

Skipulag allt var greinilega með vel útfærðum hætti. 

Þessi heimsókn Mike Pence varaforseta  Bandaríkjanna varð okkur Íslendingum í heildina tekið til sóma.


Meira EEXIT

Sem vænta mátti af Birni Bjarnasyni er hann helfrosinn í þeirri trú sinni að EES samningurinn sé alfa og ómega allrar framtíðar Íslendinga.

Hann hefur auðvitað engin rök fyrir því að svo sé né því að það sé sérstök einangrunarhyggja að efast um þessa kennisetningu. Hvað þá að samningurinn sé umhverfismál eins og nú heyrist frá Viðreisn.

Björn Bjarnason skrifar svo í dag:

 "Með hliðsjón af klassískri stefnu Sjálfstæðisflokksins og baráttu hans fyrir að opna aðgang Íslendinga að alþjóðamörkuðum, losna við höft á gjaldeyri og verðlagi og auka svigrúm og réttindi borgaranna á öllum sviðum er hreint öfugmæli að grafa undan aðild Íslendinga að EES eins og gert hefur verið með áróðrinum gegn þriðja orkupakkanum."

Auðvitað er það stefna Sjálfstæðisflokksins að opna aðgang að mörkuðum. En það er ekki sama og að samþykkja að það sé bara ein leið að því markmiði.Hver segir að það leiði til gjaldeyrishafta eins og nú eru uppi á teningnum í Argentínu, að færa sig frá þessum EES samningi?. Viðskipti við þetta tollasvæði  eru góð og geta alveg gengið fyrir sig án þessa boðvalds yfir lífsháttum og hegðun Íslendinga í stóru og smáu. Hvað höfum við að gera við slíka skerðingar á fullveldi okkar? Treystum við okkar dómsvaldi eða framkvæmdavaldi meira en svo að við verðum að geta skotið malum til konungs eins og var á þjóðveldisöld.

EES svæðið er að skreppa saman um 15 % með útgöngu Breta. Hvernig geta Bretar hugsað sér að að kveðja þetta efnahagssvæði? Vagna þess að heimurinn er stærri fyrir utan það. Gildir það lögmál ekki líka fyrir Íslendinga sem eru eyþjóðeins og Bretar með eigin auðlindir?

Íslendingar þurf að losna úr faðmlagi EES samningsins sem er að færa okkur vandamál á hverjum degi og gera okkur lífið erfiðara og dýrara en það myndi verða með tvíhliða samningum við þetta 400 milljóna tollabandalag sem er í hagrænni afturför meðan afgangurinn af heiminum sækir fram til frjálsra viðskipta laus við þær framandi þvinganir sem þetta bandalag leggur á frjálsborið fólk eins og okkur.

Vörumst það að tyggja upp gagnrýnislaust eftir ráðamönnum að EES sé forsenda frelsis okkar í viðskiptum. Það er ekki svo. Heimurinn er miklu stærri en þetta litla svæði í Evrópu. 

Við þurfum að ræða EEXIT í alvöru útfrá þeim göllum sem samningnum hafa fylgt.


EEXIT

er ekki ólíklegt að njóti vaxandi fylgis.

Er umræðan ekki farin að snúast full mikið um hversu slæmt það sé að vera sífellt að verjast afskiptum ESB af innanlandsmálum okkar  í gegn um þennan gamla samning?

Er okkur ekki betur borgið án þessara sífelldu afskipta?

Fara að ákveða sjálf hvað við viljum og við hverja við viljum versla?

Eru þessir margrómuðu kostir samningsins ekki bara orðum auknir og hægt að ná þeim með tvíhliða samningum?

Efast ekki margir núna meira um þessa heilögu möntru um ágæti EES?

EEXIT kemur kannski meira á dagskrá þegar tímar og pakkar líða?

 

 

 

 


Svenska Fredskanoner

eru aftur komnar á dagskrá í því landi.

Löfven er búinn að finna það út að hann geti nælt í í 20 billjón Skr. hjá bönkunum. Þá geti hann sett upp víghreiður á Gotlandi með Bofors Fredskanoner sem eru vel þekktar í friðarstyrjöldum í Afríku til dæmis.

Pétur Holtaqvistur varnarmálaráðherra segir  Handelsbanken, Nordea, SEB, and Swedbank hafi grætt SEK 112 billjónir árið 2018, sem er aukning um 3 billjónir frá árinu 2017.Þarna er þá eitthvað til að láta þá stóru blæða þó margir segi nú að almenningur muni sitja uppi með þann reikning till sjuvende och sidst.

Eðli Svíasossanna hefur lítið breyst í áranna rás. Allt það sem helst hann varast vann varð þó að koma yfir hann sagði séra Hallgrímur. Allt friðartalið, hræsnin og forsjárhyggjan í friðarmalum frá Pálmatímanum virðist nú komin til síns heima og Rússagrýlunnar.

Algert fréttabann ef innflytjendur eiga hlut í voðaverkum sem eru daglegt brauð. Þannig tekst Löfven að stjórna Svíþjóð sem fréttaheftu einræðisríki væri með blöffi og falsfréttum.

Þarna er eitthvað fyrir Katrínu að kveikja á í stað þess að vera að tala um einhvern þjóðarsjóð við Bjarna eða að vera á móti Kananum í Keflavík. Kannski að Landhelgisgæslan geti fengið nokkrar  Bofors Fredskanoner til að verja framhald Orkupakkans þriðja?

 


Silfrið

hans Egils byrjaði aftur í dag.

Mér fannst gaman að hlusta á Styrmir Gunnarsson og málflutning hans um nauðsyn þess að menn ólíkra skoðana ræði saman. Ekki að útiloka samræður við menn vegna skoðana þeirra í ólíkum málaflokkum eins og nokkuð ber á í umræðunni.

Þórhildi Sunnu finnst hún ekkert hafa við Pence að tala af því að hann er á móti hjónaböndum samkynhneigðra. Kristrún Heimisdóttir, sem  fór langt í að eyðileggja þáttinn með heimskulegu gargi sínu og framíköllum hjá Styrmi, virtist líka hafa þá afstöðu að láta eitt mál yfirskyggja öll önnur. Þessar konur gerðu mér vitanlega ekki athugasemdir við heimsókn Merkel á dögunum sem hafði þó svipaðar skoðanir og Pence á því máli.

 

Stjarna þáttarins með Styrmi Gunnarssyni var Katrín Jakobsdóttir sem fór á kostum í viðtali við Egil.

Katrín lagði áherslu á að það skipti máli í stjórnmálum að ná árangri í stefnumálum sínum. Þannig yrði stjórnmálamaður að meta hluti í samhengi og hlutfalli. Það hefði náðst árangur í efnahagsmálum og heilbrigðismálum sem væru meiri en það hvort varnarliðsframkvæmdir þyrfti að auka tímabundið. Katrín flutti sitt mál sem þroskaður stjórnmálamaður þó að ég fylli seint hennar flokk. 

Það var upplyfting í að heyra þroskuð viðhorf hjá þessum tveimur viðmælendum Egils innan um innihaldslítið skvaldur Þórhildar Sunnu og Kristrúnar Heimisdóttur. Eiríkur Bergmann, löngum skoðanastjóri RÚV, slapp nokkurn veginn skammlaust frá þættinum hvað sem hann meinaði með hinum boðaða hvíta slopp.

Þetta Silfur var ekki það versta þó Egill megi hafa harðari stjórn á dónum og uppivöðsluliði eins og þessari Kristrúnu Heimisdóttur .


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband