Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2019

Heimsendaspámenn

eru á ferð í fréttum í Mogga.

Það er vitnað í Ban Ki Moon og Bill Gates málinu til stuðnings. Birt er mynd af brasílíksum bónda sem gengur um brunnin skógarbotn. Talsverð líkindi eru til  þess að einmitt hann sjálfur hafi vísvitandi kveikt eldinn til að fá sér meira ræktarland.

Moggi segir:

"Skýrsl­an seg­ir al­var­leg­ar af­leiðing­ar nú óumflýj­an­leg­ar og áætl­ar að verði ekki gripið til varúðarráðstaf­ana kunni 100 millj­ón­ir manna til viðbót­ar að búa við fá­tækt árið 2030. Þeim sem búa við vatns­skort muni fjölga úr 1,4 millj­örðum í fimm millj­arða og það muni valda áður óþekktri sam­keppni um vatn sem aft­ur muni kynda und­ir deil­um og fólks­flutn­ing­um.

Þá muni hækk­andi staða sjáv­ar og aukn­ing stormviðra leiða til þess að hundruð millj­óna manna sem í dag búa við sjáv­ar­síðuna yf­ir­gefi heim­ili sín og kostnaður vegna þess muni nema um einni bill­jón (millj­ón millj­ón­um) ár­lega árið 2050.

„Það er þjóðum heims hag­kvæm­ast að fjár­festa í aðlög­un,“ sagði Pat­rick Verkooij­en, fram­kvæmda­stjóri GCA, en sam­kvæmt skýrsl­unni kann það, að eyða 1,8 bill­jón­um doll­ara í fimm lyk­ilsvið fyr­ir árið 2030, leiða til 7,1 bill­jón­ar doll­ara hagnaðar með því að koma í veg fyr­ir skaða og auka efna­hags­vöxt."

Allt nema það eina sem við blasir sem verður að snúast gegn.

Stjórnlaus fjölgun mannkyns.

Það verður að ráðast gegn þeirri vá. Kaupa fólk í vanþróuðum ríkjum sérstaklega hreinlega til að takmarka barneignir. Þar fæst mest fyrir peninginn.

Annars kemur bara heimsendir þegar mannfjöldinn fer yfir 10 milljarða og meira og þá er alveg sama hvað gert er í loftslagsvísindunum, endirinn kemur.


Algilt samfélag

er yrkisefni Páls Vilhjálmssonar bloggkóngs í dag. Hann veltir fyrir sér ofurtrú vinstri manna á algildar lausnir sem þeir búi yfir.

Hann segir:

"

....Mannréttindi eru óhugsandi án samfélags. Í náttúrunni eru engin mannréttindi, skrifaði Thomas Hobbes á 17. öld. Algild mannréttindi eru aðeins möguleg í algildu samfélagi. En slíkt samfélag er ekki til og verður aldrei.

Samfélag er, eins og orðið segir, samlíf fólks. Og fólk er margskonar. Algilt samfélag er vísindaskáldskapur sem verður óðara að Gulagi ef reynt er að hrinda skáldskapnum í framkvæmd.

Vinstrimenn trúa á algilt samfélag. Einu sinni var það kommúnismi, þá kratismi, á seinni árum fjölmenningarsamfélag og nýjasta nýtt er loftslagssamfélag.  Meginvandinn í vinstripólitík er hugmyndin um algilt samfélag. Draumórarnir snúast upp í martröð. En vinstrimenn læra ekki."

  

Vinstri menn eru að keyra í gegn 1. áfanga Borgarlínu. Hún er þvert á Það sem almenningur hefur valið sér sem samgöngumáta. Einkabílinn.

Listakonan Sigurborg Ósk Haraldsdóttir útmálar framtíð Borgarlínunnar í Morgunblaðinu í dag:

"Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir stefnt að því að hefja uppbyggingu fyrsta áfanga borgarlínu árið 2021. Jafnframt verði nýtt leiðakerfi Strætó, sem byggi á fyrirhuguðu leiðakerfi borgarlínu, kynnt á næstu vikum.

Fyrsti áfangi borgarlínu verði leiðin Lækjartorg-Ártún ásamt leiðinni Lækjartorg-Hamraborg. Á næstu dögum verði gengið frá samningum milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um þátttöku í kostnaði við verkefnið. Áætlað hefur verið að fyrstu tveir áfangarnir muni kosta alls 16,3 milljarða króna og borgarlínan alls 42 milljarða til 2033.

Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í gær."

Fólk vill keyra í einkabíl. Það vill ekki keyra í strætó.

það hefur verið sannað með milljarðaaustri Ríkisins í almenningssamgöngur í Reykjavík í stað þess að bæta umferðargötur í Borginni. Farþegum fjölgar ekki í strætó hvað sem gert er og hversu blítt Sigurborg brosir.

borgarlínaA

Ég sé ekki betur en að  Borgarlínan sé á á teinum eins og sporvagnar erlendis skv. teikningu arkitektanna.

 

Algilt samfélag er þráhyggja vinstri manna eins og Sigurborgar Óskar og meirihluta þeirra vinstri manna í Borgarstjórn Reykjavíkur sem trúa á algilda Borgarlínu í stað einkabílsins.


Sigmundur Ernir

Rúnarsson er fremsti sjónvarpsmaður landsins um þessar mundir.

"Á einu augabragði" framleiðir fyrrum þingmaðurinn frábæra þætti um hin ýmsu viðfangsefni  þannig að þeir eru sígild listaverk að allri gerð.

Það er ótrúlegt hversu miklu maðurinn kemur í verk að því er virðist einsamall. Stöðin sem sýnir þættina er lang-áheyri-og sjáanlegasta  sjónvarpsstöðin sem maður horfir á um þessar mundir.

Ekki má þó sleppa að minnast á kollegu hans hana Lindu Blöndal. Sú kona getur framkvæmt hina ótrúlegustu hluti og náð fram sígildum þáttum af mönnum og málefnum. Hún er ögn hæverskari en Sigmundur Ernir en hún er skörp og einbeitt í sínu starfi. Hæfileikarnir blasa við.

Einhver skuggabaldur af viðskiptasviðinu mun víst eiga þessa sjónvarpsstöð Hringbraut. En það virðist ekki trufla stöðina í því að vera svona alþýðleg, hlutlaus, fræðandi og skemmtileg viðbót við fjölmiðlaflóruna þar sem margir eru kallaðir en fáir útvaldir eins og þeir eru vinstri ruslmiðlarnir sem nú heimta ríkisframfærslu undir bullið sitt.

Sigmundur Ernir og líka Linda Blöndal eru að vinna algerlega frábært starf á þessari sjónvarpsstöð með örugglega minni tilkostnaði en margir aðrir sem meira kosta.


McArthur

hershöfðingi var hugsanlega ekki maður margra orða og átti því á brattan að sækja gegn Truman.

Hann sagði þó þetta:

"An old soldier never dies, he just fades away". Gamall hermaður deyr aldrei, hann bara hverfur sýn.

Ég er stundum að hugsa það í seinni tíð hversu lífseigur Sjálfstæðisflokkurinn sé. Gamall flokksmaður virðist seint deyja. Hann bara hverfur sýn.

Þar við bætist að hinir flokkarnir eru svo hræðilegir að gamall Sjálfstæðismaður getur seint fengið sig til að kjósa neinn af þeim. Björn Leví, Þórhildur Sunna, Inga Sæland? Herre Gud!

Flokkurinn fer langt á þeirri staðreynd einni saman. Jafnvel þó að einhverjir hafi látið sig hafa það eftir tilmæli að ofan að hafa  kosið kratana einhvern tímann í gamla daga  til að bjarga viðreisnarstjórninni.

Í þessu skjóli getur forystan skákað lengi vel og jafnvel trúað því að hún sé sjálfkjörin vegna eigin ágætis og verka sinna!

McArthur var ekki alvitlaus þó Truman fyndist það.


Atlaga Lilju að RÚV

í því skyni að koma ríkispeningum til kommanna á Kjarnanum í fallíttið hjá þeim er furðuleg.

Af hverju eru auglýsingatekjur RÚV þriðjungur af tekjum þess? Af því að fólkið og athafnalífið velur að auglýsa í þeim góða miðli sem RÚV er. Eini svarti bletturinn á þeirri góðu stofnun er fréttastofan sem virðist ekki geta haldið sig innan ramma hlutleysis og er því sífellt pólitískt bitbein.Ef ekki væri fyrir hlutdrægni fréttastofunnar þá væri engin óeining um stofnunina og markaðurinn myndi sjá sjálfur um hvar auglýst sé.

Þ:að er bjögun á markaðnum ef ríkið ætlar að fara að útdeila styrkjum af almannafé til að bjarga einhverjum pólitískum sérvitringum eins og Kjarnanum, Stundinni og þvílíkum fyrirbrigðum. Það er nær að minnka ríkismeðgjöfina og auka auglýsingaöflunina.

Á ég að fara að búa til einhvern styrkhæfan miðil úr Sámi fóstra (www.samurfostri.is)til þess að reyna að krækja í styrki frá Lilju? Sámur fóstri hefur aldrei komið út nema auglýsingar hafi fengist fyrst á frjálsum markaði, sem er ekki auðvelt verk mega allir vita.

Af hverju ætti ríkið að borga tap af þessu útgáfubrölti mínu. Hversvegna eiga kommarnir að fá ríkisstyrki fyrir sitt útgáfusport? Hafa þeir eitthvað svona miklu merkilegra erindi heldur en ég?

Það er fáránlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði með ofbeldi sem er aðeins afturganga gamalla Framsóknar-og SÍS-tíma. Af hverju er ekki markaðurinn látinn í friði?

Atlaga Lilju að RÚV er tímaskekkja. 

 


Föstum tökum

verða málin tekin vegna 1.6 milljarða framúrkeyrslu Sorpu að því að aðaleigandinn Reykjavíkurborg tjáir skattgreiðendum. En auðvitað ber enginn ábyrgð á þessari vanáætlun frekar en öðrum í rekstrinum þegar vinstri menn eiga í hlut.

Hjá þessari framúrkeyrslu bliknar jafnvel bragginn góði.

Það er hinsvegar meira áhyggjuefni að menn töldu ekki fært vegna kostnaðar að setja upp sorpbrennslustöð að danskri fyrirmynd þar sem sorpinu er breytt í orku.

1.6 milljarður hefði verið góð byrjun á því að taka sorpmálin föstum tökum í stað hálfkáks.


Silfrið

var á sínum stað án Egils.

Svartnætti afturhaldsins blasti við í máli Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur. Hún sagði umferðarmálið óleysanlegt. En allar lausnir yrðu að miðast við meiri almenningssamgöngur og fækkun bíla.

Tæknilausnir eins og ljósastýring væru ekki á dagskrá heldur Borgarlína. Helga Vala heimtaði stóraukin ríkisframlög til umferðar í Reykjavík.

Enginn minntist á að ríkið er nýbúið að dæla milljörðum í umferðarmál í Reykjavík til að efla almenningssamgöngur án þess að hlutur þeirra í umferðinni hafi aukist nokkurn hlut. 

Helga Vala taldi að það skipti öllu máli að strætó kæmi á 5 mínútna fresti en ekki fimmtán mínútna fresti. Þetta er auðvitað út í hött þar sem þetta tekur ekki á málefnum einkabílsins sem fólkið hefur kosið sér og yfirvöldum ber að leysa án undanbragða. Í Orlando ferðast milljón manns um stór svæði um mislæg gatnamót. Umferðin gengur án tafa og streymir dag og nótt.Helga Vala                               

 

Helga Vala í baksýnisspeglinum.  

 

 

 

Á Kúbu má maður fara að næsta kyrrstæða bíl við umferðarljós til dæmis og setjast inn í hann. Bílstjórinn er skyldugur að stoppa og hleypa þér út þegar þú óskar án frekari skýringa. Þessu vilja vinstri menn koma hér á.Allt nema að greiða fyrir umferð einkabíla

Fyrr en afturhaldið verður kosið frá í Reykjavík mun umferðarvandamálið aðeins versna. Það sannaði málflutningur fulltrúa Píratanna í Borgarstjórn Sigurborgar Óskar í Silfrinu.

 


Ótíðindi

eru endurkoma hergagnabraskarans skinheilaga sem skreytir sig með fínum nöfnum eftir hentugleika, Roosewelt eða Ballarin.

Að hún ætli að leiða nýjar flughörmungar yfir Ísland með því að vekja upp hræið af WOW Air mun í besta falli leiða til þess að við Íslendingar búum við meiri hörmungar í flugmálum framtíðarinnar en Skúla Mogensen tókst að kalla yfir okkur á starfstíma sínum sem kostaði okkur víst 2000 kall á hvern einasta farþega sem Skúli flutti. Meiri ógæfa ofan á þegar orðna ógæfu.

Við Íslendingar megum þakka fyrir að halda þó einu starfshæfu farþegaflugfélagi um þessar mundir sem þó vissulega stendur á brauðfótunum einum. Framtíðin er hinsvegar allt annað en björt í flugmálum við þessi ótíðindi.


Jafnræðisregla?

á hún ekki að gilda sem víðast í viðskiptum?

Ég átti tal við fornvin minn Bjarna Kristinsson á Brautarhóli í Reykholti í Biskupstungum. Hann rekur þar verzlun fyrir almenning í uppsveitunum.

Hann sagði mér sögu af frönskum ferðamönnum sem hefðu fyllt stórt ker af íslenzkum góðostum til að taka með sér. En hjá mér sem aðeins þekkti þrjár ostategundir í uppvexti mínum, mýglon, kjúku og mysuost, er framförin í íslenskri ostagerð lyginni líkust. Ef franskir kaupa okkar osta þá er eitthvað við þá.

En svo spurðu ferðamennirnir Bjarna: Hvar er rauðvínið sem við þurfum með þessu?

Bjarni sagðist hafa orðið að segja þeim að þeir þyrftu að keyra út á Flúðir til að komast í ríkið.

Af hverju er bara áfengisútsala þar við hliðina á gamla kaupfélaginu en engin fyrir okkur vestan Hvítár? Er þetta jafnræðisreglan í framkvæmd spurði Bjarni?

Undir þetta má taka með Bjarna. Þarna í Reykholti í Bjarnabúð  er útbú Landsbankans sem ég veit ekki hversu nauðsynlegt er á seinni tímum rafrænna bankaviðskipta. Ég held að rauðvínssala væri nær lagi í húsnæðinu og myndi þjóna eigendum Landsbankans þarna í kring mun betur.

En sjálfsagt má ekki minnast á jafnræðisregluna  eða þjónustu við almenning þegar kaupfélagavaldið gamla er annars vegar.


Sjallaball

er nú boðað af glæsibrag með afslætti ef miðinn er keyptur strax.

Ekkert er betra en að drekka saman þær sprungur sem geta hafa myndast milli manna.

Vonandi fjölmenna allir þeir 5000 sem skrifuðu eða skrifuðu ekki undir beiðni til flokksforystunnar um atkvæðagreiðslu um 3. orkupakkann og drekki í sig hugsjónaeld um sjálfstæði,  lýðræði og skoðanafrelsi sem Sjálfstæðisflokkurinn er grundvallaður á síðan 1929.

Ég tel því miður að ég sé orðinn heldur gamall til þess að mæta á svona hóf eins og hann Skúli gamli á Móeiðarhvoli sem mér var sagt af Þráni Valdimarssyni orti víst svona við svipað tilefni:

"Ég held ég láti hófið bíða

og hugsi ekki um þetta skrall

ég er hættur að dansa, drekka og ....

djöfulinn á ég að gera á ball?"

Ólsarar voru sagðir mæta á böll í næsta plássi bara til að jafna um gúlana á þeim sem þeim líkaði miður við.Maður hefur heldur enga döngun né löngun  til slíks svo maður verður víst að vera afsakaður þess vegna líka.

En þetta verður án efa flott Sjallaball.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband