Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2020

Hamfarahlýnun?

 

 

Samkvæmt Geirsdottir et al., 2020 er Island i dag allt að 3-4 gráðum kaldara en eyjan hefur verið mestanhluta síðustu 8 000 ára, med smá undantekningu síðari helmings  1800 áranna.t. 

Vísindamennirnir  sýna fram á kælingu á tímabilinu. Hópurinn hefur notað gögn frá þremur áttum, rýrnun íss, þörungavexti og öðrum aðferðum. Tímabilið frá 11 000 til 7 000 árum síðan nefnast Holocene Optimum. Hitastigið náði hæst fyrir 8 000 árum síðan sidan i Holocene Maximum.

Harning et al., 2020 sýnir fram á kólnun sem nemur 7 gráðum Celsius í yfirborði hafsins umhverfis Island í hin síðustu  8 000 ár.

 


Nýjar rannsóknir sýna samskonar þróun fyrir Svalbarða.

 

Samkvæmt vinnu  Manglerud og Svendsen árið 2018 var águsthitastigið á Svalbarda 6 gráðum hærra fyrir 9000 til 10 000 árum siðan en í dag, og þá þegar fyrir 11 000 år síðan var það jafnt og i dag. Svo síðla og fyrir 6 000 årum sidan var hitastigið á Svalbarda 4 gráðum hærra en á okkar tíma.

Fjeldskaar et al., 2018 sýna fram á  að meðan 60 prosent af Svalbarda i dag er þakið ís voru margar af breiðunum mun minni eða íslausar snemma á Holocene. 

Hvað segja þau Gréta Thunberg,Ómar Ragnarsson og Katrín Jakobsdóttir við þessu:

Hvað þarf að kaupa mikið af losunarheimildum til Íslands til að vinna á móti hamfarahlýnuninni?

 


Sturlunga

er bók sem ég hef lesið títt.

Sturlunga er fyrir mér endalaus uppspretta upplýsinga bak við morðin og viðbjóðinn  um aldarfarið og lífshættina.

Til dæmis um samgöngumál þegar Hólmdælan og Gróbússan farast með á þriðja hundrað farþega samtals á sama ári. Gróbússan er greinilega þýskt skip í erlendri útgerð. Grobuz. Og vetrarhörkur og harðneskja veðurfars.Pestir og mannfellir. 

Það gengu greinilega fullþiljuð farþegaskip milli Íslands og Evrópu á þessum tíma með hundrað farþega í líklega fullum lúxus og jafnvel káetum í mat og virðurgjörningi. Allt þetta kemur fram í aukalínum hjá Sturlu þórðarsyni þeim einstaka manni sem lifði  sjálfur atburðina á Örlygsstöðum og Þverá  af alla öldina.

Fyrir mér er Sturlunga snilldarverk sem allir hafa gott af að kynna sér. Maðurinn sjálfur hefur lítið breyst eða landið. En aldarfarið því meira með tilkomu olíunnar sem orkugjafa og málmsmíðanna á síðutu öld.

Hver getur ekki sett sig inn í huga vesalings Gizurar Þorvaldssonar eftir Flugumýrarbrennu:

"Enn mank böl þat brunnu

Baugahlín  og mínir

skaði kenni mér minni

mínir þrír synir inni

Brjótur  lifir sjá við sútir

sverðs nema hefndir verði."

Að maðurinn skyldi ekki  tapa vitinu eftir þessi hræðilegu atburði skýrast aðeins með orðum Sturlu um skaphöfn Gizurar:

"Hann var mikill borði."

Sem sagt afburðamaður þótt umdeildur sé.

Flugumýrarbrenna er fyrir mér einhver skelfilegasti atburður Íslandssögunnar. Alger hryllingur.

Óttar Guðmundsson hefur skrifað um þessa atburði án þess að ég hafi lesið. Ekki er að efa að hann skyggnist undir yfirborðið af sinni alþekktu djúphygli.

Sturlunga er perla bókmennta.


Þöggun RÚV?

á því hvort bóluefni berist Íslendingum í magni eða ekki virtist mér alger í dag.

Ég hlustaði á marga fréttatíma í dag og heyrði ekki minnst á möguleg brigði á afhendingu bóluefna til Íslands eins og allar fréttaveitur eru fullar af í dag. Hvernig stendur á því að RÚV okkar allra finnst þetta ekki umræðuvert?

Af hverju skiptir miklu máli fyrir okkur hlustendur að vita að magn kórónuveirunnar í holræsum í Gautaborg sé verulega hækkandi?

ÉG hef talið dagana til þess tíma að ég fái bólusetningu,. Núna segja sumir að engan bólusetningu fái ég fyrr en eftir marga mánuði af því að ESB hafi brugðist Íslandi  sem hafi treyst á það til að ráða fyrir okkur. Er til of mikils mælst að fá Katrínu, Svandísi og Guðlaug Þór til að segja okkur hreint út á RÚV okkar allra hvað er rétt í þessu máli?

Klikkaði kerfið eða klikkaði það ekki? Fáum við bóluefni í magni eða ekki?

Ætlar RÚV okkar allra að þagga þetta mál niður?

 


Skyggnst inn í Islam

getur maður gert með að lesa grein eftir Imaminn  Mansoor Ahmad Malik .

Það er ástæða til að lesa þessa grein til að skynja eðli kenninga Islam og spyrja sig að því hvaða erindi þessi trúarbrögð eigi við Íslendinga nútímans.

En Imaminn skrifar svo:

"Morgunblaðið birti hinn 10. desember 2020 grein með titlinum „Íslam – Medínuárin“ eftir Hauk Ágústsson. Hún virðist meinlaus á yfirborðinu, eins og aðrar greinar um sögu íslams sem höfundurinn hefur birt undanfarið þar sem hann kynnir ýmsa atburði frá persónulegu sjónarhorni.

Samt sem áður ber mér að segja að hún sé ónákvæm að miklu leyti hvað varðar staðreyndirnar. Hún er alls ekki réttmæt lýsing á kenningum íslams og atburðum í sögu þess og er frekar villandi fyrir almenning.

Ég er mjög forvitinn um hvaða heimildir höfundurinn hefur stuðst við fyrir greinina sína. Hér ætla ég ekki að fjalla um atriði eins og andlega næturferð spámannsins (friður sé með honum) eða um það þegar hinir fimm bænatímar voru fyrirskipaðir, þó að umfjöllun höfundarins um þau segi þegar mikið um hversu nákvæmur afgangur greinarinnar sé. Heldur ætla ég að fjalla um það sem ég hef aðallega áhyggjur af í sambandi við innihald þessarar greinar.

Mér finnst áhugavert að sjá hvernig höfundurinn tekur saman með aðeins einni setningu 13 ár óteljanlegra ofsókna og pyntinga sem spámaðurinn Muhammad (friður sé með honum) og fyrstu múslimar urðu fyrir:

„Á þessum tíma jókst andúð Mekkubúa á Múhameð stöðugt …“ En þegar fjallað er seinna um „einræði“ spámannsins (friður sé með honum) eftir flótta hans til Medínu – þar sem hann náði völdum og varð ofbeldisfullur að sögn höfundarins – verður frásögnin rækileg allt í einu. Virðum sannleikann og rangfærum ekki söguna.

Það er munur á því annars vegar að vera ósammála eða sýna andúð á einhverjum og á því hins vegar að fremja grimmdarverk gegn einhverjum. Það síðara lýsir nákvæmlega því sem Quraish-ættflokkurinn gerði þegar Muhammad (friður sé með honum) lifði meðal þeirra.

Af hverju er höfundurinn ekki búinn að nefna að múslimar þess tíma voru skaðbrenndir, afmyndaðir og einnig dregnir um götur Mekku bara vegna þess að þeir héldu því fram að einn Guð væri til?

Af hverju er hann ekki búinn að nefna þá múslima sem voru pyntaðir með því að vera togaðir af tveimur kameldýrum hlaupandi hvort í sína áttina? Meira að segja hefur Khadija, eiginkona Muhammads (friður sé með honum), ekki látist af elli. Múslimarnir í Mekku voru útilokaðir frá samfélaginu og voru látnir svelta lengur en þrjú ár og bæði Khadija og frændi spámannsins, Abu Talib, dóu vegna þessa.

Samkvæmt höfundi greinarinnar breyttist allt eftir að hann flutti til Medínu. Múslimarnir hafi tekið völdin smám saman og svo byrjað að koma fram harkalega við hræsnara og þá sem voru á móti eða ósammála þeim. Þetta er alveg ósatt og besta dæmi til að afsanna slíkar fullyrðingar er svar spámannsins (friður sé með honum) við Abdullah bin Ubayy bin Salul, höfðingja hræsnaranna, sem gerði grín að honum og svívirti hann takmarkalaust.

Sonur Abdullahs bin Ubayy, sem var orðinn múslimi, bað um leyfi til að drepa föður sinn vegna þess að hann hafði margsinnis ráðist munnlega á spámanninn (friður sé með honum) og misboðið honum með verstu skammaryrðum. En Muhammad (friður sé með honum) bannaði ofbeldisfull viðbrögð og gaf fordæmi um þolinmæði og umburðarlyndi, ekki aðeins fyrir förunauta hans, heldur líka fyrir múslima framtíðarinnar, og sagði: „Ég skal koma fram við föður þinn með samúð og hugulsemi.“

Þar að auki, ef það sem höfundurinn heldur fram er satt og er hluti af íslömskum kenningum, af hverju fyrirgaf Muhammad (friður sé með honum) sínum verstu óvinum allt það sem þeir höfðu gert þegar hann kom sigursæll til Mekku? Þetta er einsdæmi, þar sem hann gaf fordæmi um miskunnsemi í stað þess að ákveða að refsa þeim öllum. Enn fremur, ef væntanlega refsingin fyrir að yfirgefa íslam er dauði – sem er ekki – hvernig myndi höfundurinn útskýra eftirfarandi versin: „Það er engin þvingun í trúnni?“ (2:257) og „Allah mun ekki fyrirgefa þeim sem trúa og svo afneita, og svo trúa aftur, og svo afneita og auka vantrú sína, og Hann mun ekki leiðbeina þeim“ (4:138)

Ef skylda er að drepa mann ef hann yfirgefur íslam, hvernig er þá hægt að endurtaka ferlið sem lýst er í versinu og halda einnig áfram að afneita eigin trú? Meginreglan er sú að hverri frásögn sem er í mótsögn við Kóraninn er hafnað. Það að vitna í vers eða frásögn án samhengis, án sögulegra heimilda og án þess að taka tillit til þess að íslam leyfði Muhammad (friður sé með honum) og múslimum að berjast einungis til að verja sig en aldrei til að hefja stríð (22:40) er svipað því að halda því fram að Jesús (friður sé með honum) sé einungis kominn til þess að færa sverð eins og sagt er í Matteusarguðspjalli 10:34: „Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð.“ En það getur ekki verið þannig. Í síðasta lagi er algjör fjarstæða að halda því fram að íslam eða múslimar hati gyðinga og að atburðirnir sem varða Banu Qurayzah styðji slíka fullyrðingu.

Þvert á móti hefur Muhammad (friður sé með honum) verið líkt við Móses í hinum heilaga Kórani. Ég er viss um að spámanni íslams yrði ekki líkt við uppsprettu gyðingatrúar ef múslimar hefðu í alvöru hatur á gyðingum. Það að segja ekki frá því sem leiddi til ákvörðunarinnar sem var tekin gegn Banu Qurayzah er frekar ósanngjarnt frá sögulegu og fræðilegu sjónarhorni. Banu Qurayzah, eins og aðrir ættflokkar sem bjuggu í Medínu, höfðu fallist á 49. grein sáttmála Medínu, þar sem kveðið var á um að öllum aðilum bæri að aðstoða hver annan í tilfelli árásar á Medínu.

En í gryfjubardaganum, þegar herlið Quraishættflokksins sem samanstóð af miklu meira en 10.000 mönnum var að fara að ráðast á Medínu og herlið múslima sem var ekki meira en 1.500 manns, ákvað Banu Qurayzah að svíkja múslima og standa ekki við sáttmálann með því að sameinast andstæðingunum. Hafið í huga að þetta voru ekki fyrstu svik þeirra, en þeim hafa hin fyrri verið fyrirgefin.

Áhugavert er að Muhammad (friður sé með honum) tók ekki neina ákvörðun um refsingu gegn þeim, heldur samþykkti hann beiðni Banu Qurayzah um að þeir sjálfir útnefndu dómara sem myndi taka ákvörðunina og allir aðilar hefðu átt að sættast við hana, hvort sem refsingin væri létt eða hörð. Þeir útnefndu Sa’d bin Mu’adh til þess. Hann tilheyrði Aus-ættflokknum, sem var bandafólk gyðinga. Mjög mikilvægt er að ákvörðun Sa’d bin Mu’adh um að hálshöggva Banu Qurayzah var ekki byggð á Kóraninum, heldur á refsingu fyrir svik sem fyrirskipuð er í Mósebókum (5. Mósebók 20:10- 18).

Þeir frömdu svik, útnefndu sinn eigin dómara sem refsaði þeim samkvæmt þeirra eigin bók, þ.e. samkvæmt kenningum Tóru – þá af hverju er Muhammad (friður sé með honum) eða Kóraninum að kenna? Mín auðmjúka beiðni er sú að maður sé hreinskiptinn við samfélagið þegar það snýst um að kynna sögulega atburði. Annaðhvort gerum við grein fyrir slíkum atburðum og smáatriðum á einlægan hátt með því að styðjast við áreiðanlegar heimildir, eða það er best að sleppa því að gera það! Mín auðmjúka beiðni er sú að maður sé hreinskiptinn við samfélagið þegar það snýst um að kynna sögulega atburði."

 

Ekki hef ég neina hugmynd um prédikanir þessa manns yfir söfnuði sínum eða hver hans boðskapur er. En  menn geta getið sér til hvort þær boði víðsýni  eða umburðarlyndi. Hvort þær byggist á skilyrðislausri játun boðskaparins svipað og ef við krefðumst algerrar hlýðni við Gamla Testamentið og texta þess?

Ég held að það sé nokkur lærdómur fólginn í því að lesa þennan texta hins trúaða manns sem gefi örlitla innsýn inn í hinn Islamska veruleika sem boðaður er í Öskjuhlíðinni.


Falsfréttir?

vonandi segir maður núna.

"Of lítið var keypt af bólu­efn­um og sló ESB meira að segja hend­inni á móti mörg hundruð millj­ón­um skammta frá Bi­ontech og Moderna. Þetta kem­ur fram í nýj­asta tölu­blaði tíma­rits­ins Der Spieg­el, sem kom út í gær,"

Mikið vildi ég að yfirvöld staðfestu að svo sé í þessu tilviki. Nema að hér sé enn ein sönnun þess hversvegna Ísland bara tapar á þessum sífellda  Evrópusambandseltingaleik. Sitjum við virkilega uppi með að framlengja Covidið út næsta ár vegna bóluefnisleysis? 

Ef þetta er rétt þá veit ég ekki hvað gerist í pólitíkinni í næstu kosningum. Hver skyldi verða flinkastur í að benda á aðra eins og varðstjórinn Dagur á Óðinstorgi?

Skyldum við lenda í Evrópusambandinu eftir allt?

Skyldu þetta vera Falsfréttir eða hvað?

 

 


Er hálendisþjóðgarður?

akkúrat núna það sem við þurfum á að halda?

Með hamfarir skriðufalla á Seyðisfirði orðnar og yfirvofandi þá finnst mér lítið liggja á að ræða hálendisþjóðgarð sem á að ná yfir þriðjung Íslands á Alþingi Íslendinga.

Til hvers er þetta eiginlega nema til þess að koma í veg fyrir virkjanir og auka ríkisútgjöld að hætti sérsinna sósíalista? Það er langur vegur að skoðanir þessa hóps njóti almennrar hylli landsmanna. Er landið að fara eitthvað sem eki má bíða?

Hvaða þörf er á svona nýju ríkisapparati sem er þegar orðið að hatrömmu deiluefni um allt land?

Eigum  við ekki að slá þennan hálendisþjóðgarð út af borðinu í bili allavega og ræða aðsteðjandi alvörumál frekar eins og skriðuföll og bólusetningar? 


Hvað mun unga fólkið kjósa?

veltir Styrmir enn fróði fyrir sér:

 

"Þegar líður að þingkosningum er stærsti óvissuþátturinn gjarnan hvað nýjar kynslóðir kjósenda kjósi. Sú var tíðin að ungt fólk var einn stærsti kjósendahópur Sjálfstæðisflokksins. Úrvinnsla úr skoðanakönnunum seinni ára bendir til að það sé liðin tíð.

En hvað ætli unga fólkið sé að hugsa nú í aðdraganda þingkosninga á næsta ári?

Óvísindaleg könnun bendir til að það sé tvennt:

Annars vegar sé unga fólkið að hugsa um atvinnumál. Bæði sumarvinnu og framtíðarstörf í tilviki þess unga fólks, sem er að ljúka háskólanámi um þessar mundir og stendur frammi fyrir mjög óvenjulegum aðstæðum.

Það getur því skipti máli fyrir flokka og frambjóðendur að veita þessum hópi kjósenda athygli. Þeir kjósendur munu veita því eftirtekt hvort um þessi vandamál þeirra sé talað og á hvern veg.

Hins vegar sé unga fólkið að hugsa um loftslagsmál sem er rökrétt. Þeirra er framtíðin. Um allan heim er hitastig hækkandi eins og birtist í eldi, sem kviknar bæði í Ástralíu og á Norðurslóðum.

Hækkandi hitastig í hafi og breytingar á hafstraumum í okkar heimshluta getur haft áhrif á fiskistofnana við Ísland. Hverfa þeir norður á bóginn?

Hvernig tala flokkar og frambjóðendur um þessi hagsmunamál nýrra kynslóða?

Fjalla þeir um loftslagsmálin, sem alvöru vandamál eða yppta þeir öxlum?

Úrslit þingkosninganna eftir tæpt ár geta byggzt á því, þegar nýir kjósendur og aðrir ungir kjósendur gera upp hug sinn."

Ungt fólk hefur takmarkaða vitneskju um hvað Sjálfstæðisflokkurinn snérist upphaflega 1929.

Ríkisstyrkt fjölmiðlafárið er orðið svo máttugt í að telja því trú um að flokkurinn sé stofnaður um litla klíku auðmanna og lifi aðeins á mútugreiðslum fyrir sérhagsmuni frá þessum hópi.

Undir forystu fyrrum varaformanns Sjálfstæðisflokksins með stuðningi fyrrum formanns flokksins heldur Viðreisn því fram að allir sem ekki vilji ekki ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru séu svikarar við íslenska hagsmuni.

Sjálfstæðisstefnan 1929 var orðuð svo minnir mig:"að vinna innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli athafnafrelsis og einstaklingsfrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum."  Hinn helmingur felst í nafni flokksins sem vandséð er hvernig rúmist með fullveldisframsali og eftiráspeki villuráfandi einstaklinga til ESB. Það hefur aldrei verið hróflað við þessari einföldu sjálfstæðisstefnu.

Það er svo þyngra en tárum taki fyrir gamla íhaldssál að horfa á fyrrum formann flokksins skrifa vikulegar áróðursgreinar fyrir inngöngu í ESB  í málgagn sambandsins á Íslandi þvert á grunnstefnu síns gamla Sjálfstæðisflokks.

Það er líklega fátt um það unga fólk sem hefur heyrt um þessa nítíu ára gömlu grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins en  heyrir oftar upptuggu á rangupplýsingum um innra eðli flokksins  sem atvinnulygarar af vinstri kanti stjórnmálanna þylja í síbylju. Það er því von að menn eins og Styrmir séu kvíðnir þegar formælingarnar eru svo miklu háværari en sannleikurinn sem býr að baki flokknum.

Flokkinn hefur stundum vissulega borið eitthvað af leið en jafnan leiðrétt sig lengri tíma með átaki almennra flokksmanna og frelsishugsjónum.

Hvernig flokkurinn getur náð til ungs fólks veit ekki ég og varla Styrmir heldur. Það er eitthvað sem verður að koma innan frá eins og allar hugsjónir. 

Hvað upplýst unga fólkið mun kjósa veit víst enginn á þessari stundu en vonin er víst enn til staðar.

 

 

 


Hver á þingsæti?

Rósa Björg hversdóttirhúnnúer virðist halda að hún hafi þegið þingsæti sitt frá Guði. Vi alene vider sögðu gömlu arfakóngarnir dönsku.

Rósa þessi fór á þing af því að kjósendur trúðu henni um það sem hún sagðist trúa á með sínum flokki. Þar var Evrópusambandsaðild ekki á dagskrá.

Nú fer hún í Samfylkinguna sem ætlar þangað inn.

Hún Rósa laug að kjósendum sínum og svíkur þá.

Hún heldur að hún verði kosin aftur á þing af því að hún sé svo yfirburða sniðug í pólitík.

Er það útbreidd skoðun að hún sé svo yfirmáta hæfileikaríkari en aðrir að hún  verðir kosin út á andlitið?

Samskonar svikari við kjósendur er þessi Andrés Ingi hverssonhannnúafturer.Svikari við sama flokk og Rósa, V.G.

Af hverju segir þetta fólk ekki frekar af sér en að koma svona fyrirlitlega fram?

Er þetta ekki bara einfaldlega auragræðgi ómerkinga sem halda að þeir eigi þingsæti sitt einir og  óstuddir?

 


Björn Leví í maðkaboxi

Morgunblaðsins.

Þvílík gáfnaveita!

Þvílíkur stórisannleikur um Sjálfstæðisflokkinn!

Björn skrifar:

"Í pólitík er til tvenns konar samstarf. Annars vegar valdasamstarf og hins vegar málefnasamstarf. Enginn hefur nokkurn tíma útilokað samstarf um einstaka málefni. Valdasamstarf er allt annað mál.

Flokkar sem hafa sýnt að þeir kunna ekki að fara með völd eiga ekkert erindi í valdastöður. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart, þetta ættu að vera sjálfsögð sannindi. En einhverra hluta vegna virkar samstarf um völd öðruvísi á Íslandi.

Annaðhvort gerir stjórnmálastéttin sér ekki grein fyrir því eða að valdagræðgin er einfaldlega svo mikil að allt annað fýkur út í veður og vind. Nema hvort tveggja sé.

Píratar hafa fyrir undanfarnar kosningar bent á tvo flokka sem, að gefinni reynslu, ætti ekki að treysta fyrir völdum. Það eru Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn.

Þessir flokkar eru ekki stjórntækir því ef upp koma svipuð mál og Landsréttarmálið, Panamaskjölin, feluleikurinn með skattaskjólsskýrsluna, uppreist æra, lögbann á fjölmiðil, bréfasamskipti um utanríkismál fram hjá þinginu, Klaustur – þá væri niðurstaðan bara á einn veg.

Vantraust. Það skiptir ekki máli hvaða flokkur fer svoleiðis með vald, slíkt myndi þýða vantraust og að ráðherra axli ábyrgð.

Við flokkum sem fara svona með vald, eins og ofangreind mál og fleiri eru dæmi um, þurfa viðbrögðin að vera höfnun. Því ef ekki er brugðist við þá endurtaka brotin sig, aftur og aftur.

Við höfum það auðvitað í huga að fólk lifir og lærir af mistökum sínum. En til þess verður það að byrja á því að viðurkenna mistökin.

Það hefur verið tilfinnanlegur skortur á slíkri viðurkenningu á undanförnum árum, sérstaklega varðandi mál þar sem misnotkun á valdi var vandamálið. Það þýðir hins vegar ekki að málefnalegt samstarf um einstaka mál við þessa flokka sé útilokað. Góðar hugmyndir eru góðar sama hvaðan þær koma.

Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn hafa hins vegar óneitanlega átt erfitt með að starfa samkvæmt því. Ef það á að tala um málefni þá er það til dæmis alltaf á forsendum Sjálfstæðisflokksins, sagt að það þurfi „víðtæka“ sátt þegar flestir eru sáttir nema Sjálfstæðisflokkurinn. Ekki einu sinni aukinn meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 var nóg fyrir Valhöll.

Aukinn meirihluti sem telst í öllu lýðræðislegu samhengi vera víðtæk sátt.

Þess vegna er ekki hægt að tala við Sjálfstæðisflokkinn um völd og varla hægt að tala við hann um málefni. Það er því eðlilegt að hafna valdasamstarfi við flokka sem misnota vald og sýna því enga iðrun. Ég endurtek. Það er enginn að hafna samstarfi um einstaka málefni. Bara samvinnu um valdastöður.

Það þarf ekki völd til þess að koma góðum hugmyndum í framkvæmd ef fólkið sem fer með völd umgengst það af virðingu. "

Ég verð að viðurkenna að ég er gersamlega klumsa yfir þeim neistandi gáfum sem þessi þingmaður sýnir með þessum skrifum og sagnfræðiþekkingu sinni. Og hefur hann þó áður skrifað margt sem vakið hefur óþyrmilega athygli mína.

Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 1929 eða nokkru áður en þessi háttvirti þingmaður fæddist. Það er nokkuð furðulegt fyrir mig að lesa það að allt sem þessi flokkur og við ótíndir flokksmenn hafa komið nálægt hafi verið misskilningur og spilling þar sem þessi nú síðskeggjaði höfundur komst ekki nálægt til að hindra þrátt fyrir aukinn myndugleika og reynsluyfirbragð sem fylgdi skegginu. Vonandi hefur hann líka strengt þess heit að skerða ekki skeggið fyrr en hann tekur við ráðherradómi.

Að aukinn meirihluti þjóðarinnar hafi birst í kosningunum 2012 hefur held ég enginn fundið út áður en Björn Leví gerir þá tímamótauppgötvun að einhver fjórðungur þjóðarinnar sé slíkur meirihluti. En svo lengi lærir sem lifir.

Ég hef fylgt Sjálfstæðisflokknum flesta minna átta tuga ævi. Það eru hinsvegar ný sannindi fyrir mig að allar stjórnarathafnir flokksins hafi byggst á spillingu og misnotkun valds. Flokkurinn, sem lengi var langstærsti flokkur þjóðarinnar, fyrir tíma Pírata, hafi aldrei viljað viðurkenna mistökin og taumlaust valdagræðgieðli sitt. Verandi í raun óstjórntækur flokkur allan ríkisstjórnartíma sinn. 

Björn segir:"Ég endurtek. Það er enginn að hafna samstarfi um einstaka málefni. Bara samvinnu um valdastöður."

Björn leggur áherslu á að flokkurinn megi ekki koma nálægt valdastöðum. En samt megi semja við hann um einstök málefni.

Hvernig getur einhver samið um eitthvað án þess að hafa einhverja stöðu til einhverra samninga? 

"Píratar hafa fyrir undanfarnar kosningar bent á tvo flokka sem, að gefinni reynslu, ætti ekki að treysta fyrir völdum. Það eru Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn."

Kjósendur hafa samt líklega ekki enn komið auga á þessi sannindi Björns Levís af einhverjum ástæðum.

Kannski er maðkabox Morgunblaðsins á miðopnu nauðsynlegt til að kjósendur geti myndað sér aðdáun á þeim yfirburða gáfum um stjórnmálaflokka sem búa með höfundum eins og þessum Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata.

 

 

 


Beðið dauðans

í Þýzkalandi og á Íslandi vegna afgreiðsluleysis einhverra skriffinna hjá ESB?

 

"Níu hundruð fimmtíu og tveir dóu úr COVID-19 í Þýskalandi síðasta sólarhring, sem er mesti fjöldi á einum degi þar í landi frá upphafi kórónuveirufaraldursins. 
 

Robert Koch-smitsjúkdómastofnunin greindi frá þessu í morgun. Ríflega 27.700 hefðu greinst með kórónuveirusmit síðasta sólarhring. 

Síðastliðinn föstudag greindist mesti fjöldi smita í Þýskalandi, nærri 30.000, en þá dóu nærri 600 úr COVID-19 sem þá var einnig mesti fjöldi dauðsfalla á einum degi.

Nýjar og hertar sóttvarnarreglur tóku gildi í Þýskalandi í dag og gilda að minnsta kosti til 10. janúar. Skólum og fyrirtækjum sem ekki veita nauðsynlega þjónustu verður gert að loka. "

Þetta eru mannslíf. Á hverjum einasta degi í Þýzkalandi hjá Frau Merkel.

Myndi Trump láta svona viðgangast? Eða Boris Johnson?

Við erum auðvitað hæstánægðir með draumaland krataflokkanna beggja, Viðreisnar og Samfylkingarinnar og gott ef ekki Píratanna líka.

Á meðan bíðum við dauðans í boði ESB.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 3418434

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband