Bloggfærslur mánaðarins, desember 2020
23.12.2020 | 16:34
Er Covidið að kolversna?
Heilbrigðisráðherra Bretlands var með ávarp frá Downingstræti 10 rétt áðan.
Hann sagði frá 2 nýjum afbrigðum af veirunni.
Annað frá S-Afríku sem væri sérlega illvígt og fyrirskipaði að allir sem hefðu komið frá því landi síðustu 2 vikur yrðu að fara í tafarlausa stranga einangrun og mættu enga hitta.Hitt smitaðist 70% hraðar en fyrri útgáfur.
Það er ekki vitað hvort bóluefnin virki á þessi afbrigði.
Ekki batnaði manni mikið á að hlusta á þetta og ekki sér maður fram á miklar tilslakanir hérlendis í bóluefnislausu landi sem stjórnvöld okkar hafa vandlega skipulagt okkur til.
Covidið getur alveg eins verið að kolversna fremur en að bestna.
23.12.2020 | 01:35
Afhending hvenær?
Í nýrri tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að samningurinn við Janssen tryggi bóluefni fyrir 235 þúsund manns. Áður hafði verið gerður samningur um bóluefni frá Pfizer fyrir 85 þúsund manns og Astra Zeneca fyrir 115 þúsund manns. Bóluefni Janssen er frábrugðið hinum að því leyti að einungis þarf að bólusetja hvern og einn einu sinni, en ekki tvisvar."
En afhending er sögð verða fyrir mitt næsta árs.
"Samningur Íslands við Janssen var undirritaður 22. desember 2020. Er í fasa III í prófunum. Mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) er forsenda markaðsleyfis. Áætlað að EMA gefi út álit í febrúar 2021. Ísland fær bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. Áætlað að byrja afhendingu á þriðja ársfjórðungi."
Erum við öll fífl?
Eru þetta ekki stórkostlegar fréttir um frammistöðu okkar mikla heilbrigðisráðherra og kosti Evrópusamstarfsins? Afhendingin skiptir ekki máli þó þörfin virðist vera ekki seinna en strax?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.12.2020 | 13:04
Voff voff
heyrist líklega frá Evrópusinnunum þegar þeir lesa pistil Gunnars Rögnvaldssonar um bóluefnisklúður Svandisar Svavarsdóttur heilbrigðisráðhera.
Í stað þess að bólusetja alla þjóðina á nokkrum dögum getur það tekið mörg ár í framkvæmd ef hún á að stjórna innkaupunum með 5000 á viku.
Gunnar segir:
"...Ríkisstjórn Íslands friðar veiruna og fórnar þjóðinni á EES-altarinu. Hún hefur ákveðið að sýna samstöðu með veirunni. Hún er hætt að gæta hagsmuna Íslands en gætir í staðinn hagsmuna togstreitufélags ESB, þar sem heilsu manna er fórnað fyrir hagsmuni hinna fáu og vonlausu - því með öryggi má segja að útópían um ESB hafi sannað sig sem vonlaust og illkynja nýsovéskt fyrirbæri, og sem versta efnahagssvæði sögunnar í hinum þróaða hluta veraldar, miðað við forsendur
Nú má líklega með öryggi segja að nær allir íslenskir stjórnmálaflokkar og flestir alþingismenn nema þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins séu slæmur félagsskapur manna. Við höfum ávallt vitað að vinstriflokkarnir byggja pólitík sína á slæmum kenningum slæmra manna, en nú virðist svo komið að jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn, minn flokkur, sé orðin slæmur félagsskapur í sjálfu sér, og þoli ekki lengur að umgangast sjálfan sig vegna vinstrimennsku þingmanna hans, sem hver á fætur öðrum sýna sig sem verandi nytsamir kjánar
EES-samningurinn mun á endanum murka lífið úr þjóðinni og standa einn eftir sem pestarkarlar Brussels. Þingmenn okkar þoldu ekki að umgangast þá umboðslausu mafíu og urðu sjálfir að hálaunuðum vesalingum undir Brussel, eins og raunin varð á nýlendutíma Íslands hinum svarta, undir erlendu valdi og ofríki
Þetta er nú meiri hryllingurinn. Evrópusambandið og tenging Íslands við það (EES) er að breytast í þriðja heims fyrirbæri eins og Sovétríkin voru, og skýrir það auðvitað áhuga vinstrimanna á Evrópusambandinu frá og með 1991. Þeir sáu náttúrlega strax að hið gamla EEC/EB-tollabanalag breyttist þá í nýtt yfirríkis-sovét þegar það varð að ESB með Maastrichtsáttmálanum það árið. Þá fyrst hoppuðu vinstrimenn um borð og tóku Evrópusambandið yfir og gerðu það að framhaldsríki hinna nýföllnu Sovétríkja kommúnista. En nytsamir kjánar hoppuðu auðvitað með þeim um borð í nýja sovétið, eins gerst hefur í sögu allra sovétríkja mannkyns
Við erum í virkilega vondum félagsskap með EES-samningnum. Þeir sem segja annað eru einungis nytsamir kjánar - og sannir bjánar"
VOFF VOFF verður líklega hávært frá vissum Evrópusambandstrúarhópum.
Og Morgunblaðið er á því að eitthvað sé að hjá ríkisstjórninni:
"Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tekið öflun og dreifingu bóluefnis inn á sitt borð og varði gærdeginum í fundahöld og símtöl í von um að tryggja Íslendingum nægt og tímanlegt bóluefni. Forsætisráðuneytið hefur varist allra frétta, en heimildir Morgunblaðsins herma að Katrín hafi í gær meðal annars átt fjarfund með Angelu Hwang, framkvæmdastjóra hjá lyfjarisanum Pfizer, í þessu skyni. Fyrirhugaðir eru frekari fundir, m.a. með stjórnendum Moderna. Í gærmorgun átti Katrín jafnframt símafund með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), sem fullvissaði forsætisráðherra um að fyrstu bóluefnisskammtar Íslands bærust í tæka tíð í samræmi við samninga. Síðar um daginn veitti Lyfjastofnun Evrópu leyfi fyrir bóluefni Pfizer. Í gærkvöldi tilkynnti Lyfjastofnun Íslands svo að hún hefði veitt bóluefninu skilyrt markaðsleyfi.
Áhöld um bólusetningu
Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um ráðgerðar bólusetningar við kórónuveirunni á Íslandi, en sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðherra hafa ekki verið á einu máli. Um helgina sagði Bloomberg svo frétt af því að Ísland stæði öðrum Evrópulöndum langt að baki hvað varðaði skammtafjölda miðað við höfðatölu. Heilbrigðisráðuneytið bar þær fréttir til baka og sagði Ísland hafa tryggt sér mikið magn bóluefnis frá bæði AstraZeneca og Pfizer, en hins vegar kom þar ekki fram neitt um hvenær bóluefnið kæmi. Vert er að hafa í huga að von der Leyen ræddi aðeins um fyrstu skammta, en ekki um framhaldið, svo þar liggur ekkert fyrir um tímalínuna heldur. Eftir því sem næst verður komist er ekkert fast í hendi annað en þeir 2.950 skammtar á viku sem hingað eiga að berast næstu 13 vikur.
Hitnar undir ráðherra
Aukinnar gagnrýni hefur gætt í garð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra síðustu daga, ekki síst vegna misvísandi upplýsinga um bólusetningu, en þau mál voru rædd á Alþingi á föstudag. Þingmenn, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, sem Morgunblaðið ræddi við, telja að frumkvæði forsætisráðherra nú sé til marks um að þeirra efasemda gæti víðar"
VOFF VOFF heyrist liklega frá Evrópusambandspostulunum sem trúa á EES heitar en á biflíuna!
22.12.2020 | 11:32
Hrópað í eyðimörkinni
þar sem sem Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík hefur fasta búsetu.
Þar kemst bara ein skoðun að og á að vera rétt hvað sem á gengur og almenningi finnst.
Jónas Elíasson prófessor hefur ritað margar greinar um gagnsemi fyrirhugaðrar Borgarlínu sem meirihlutinn er með á heilanum og hefur dregið ólíklegast fólk til að jánka fyrirætlunum og meðal annars fengið stórar fjárhæðir úr ríkissjóði til að styðja fyrirætlanirnar.Á meðan er ekkert gert til að greiða fyrir þeim 96 % af umferð á höfuðborgarsvæðinu sem íbúar hafa valið sér sem er einkabifreiðin.
Jónas ritar í dag í Morgunblaðið:
"Nú þegar líður að jólum er orðið ljóst að eitthvað situr fast í strompinum hjá Borgarlínuhópnum. Skýrsla VB (Verkefnastofa Borgarlínu) sem átti að koma í september er ekki komin og heldur ekki opnun tilboða í verkhönnun sem boðuð var á fréttavef VB. Henni var frestað fram yfir áramótin, sem er sorglegt, því þar fór jólagjöfin til ráðgjafarhópanna.
En þeir geta samt vel við unað, mikið magn af skýrslum er komið, sumar mjög slappar (Ragnar Árnason, Mbl. 9.11. 2020), aðrar dálítið dularfullar og erfitt að sjá hvernig hlutum ber saman. Þó er ein setning í skýrslu COWI frá september 2017 á þá leið, að misheppnist fyrsti áfangi Borgarlínu verði þeir ekki fleiri. Líklega orð að sönnu. En spurningin er: Á þá nokkuð að vera að hætta á þann fyrsta? Reykjavíkurborg hefur verið svo óheppin í sínum fjárfestingum að gengur göldrum næst. Nýlega var Sorpa að hækka gjöldin eina ferðina enn Þetta er bein afleiðing af moltu-metangerðar-fjárfestingarævintýri Reykjavíkurborgar sem kostaði marga milljarða en skilaði engu.
En eitthvað virðist það komið upp í vana hjá Reykjavíkurborg að festa peninga sem hún ekki á og fær ekki til baka. Núna er boðuð stærri skriða af slíkum fjárfestingum en áður hefur sést. 1. áfangi Borgarlínu er líklega þar á meðal. En hver er hann? Hann er kynntur til sögunnar í ritinu Drög að matsáætlun, maí 2020, en í áfangaskýrslu Strætó um nýtt leiðakerfi er hann partur af tveim stofnlínum. Lítið dæmi um ósamræmi í gögnum.
Það sem þyrfti að komast á hreint er að hve miklu leyti er áætlað að nota vottað BRT-hraðvagnakerfi (e. Bus Rapid Transit). Í skýrslu COWI frá september 2017 er mælt með BRT-kerfi. Mynd af slíku kerfi birtist á vef RÚV 22.3. 2017 – 16:30 með frétt um að líklega yrði Borgarlína svona. Síðan virðast allir hafa trúað þessu, hönnuðir og borgarstjórn jafnt, sem í hverju orði lofar „hágæðakerfi almenningssamgangna“ (samþ. í borgarstjórn 18.9. 2020). Gallinn er bara sá að með því fara 100 milljarðar í hafið strax, og meira seinna.
En eru þá ekki gæðin mikil og þjónustustigið hátt úr því kostnaðurinn er í þessum hæðum? Því er nú verr. Vottað BRT er strætókerfi sem þykist vera lest, enska slagorðið er „think train ride bus“ – taktu strætó og hugsaðu þér lest. Á miðjum veginum er sérstakur tveggja akbrauta bandormur fyrir strætó, ein braut í hvora átt eins og lestarteinar. Þetta er alger óþarfa stirðbusagangur, sérstakar akreinar hægra megin, eins og hingað til hefur verið lausnin, eru margfalt hagkvæmari kostur í þröngum götum Reykjavíkur.
Tilgangurinn með þessu er sagður mikil flutningsgeta og að geta breytt yfir í lest ef álagið vex strætó yfir höfuð. Er einhver hætta á því að strætó fái fleiri farþega en hann ræður við? Núna er hlutur strætó í ferðum á höfuðborgarsvæðinu aðeins um 3%, svo meiri líkur eru á að Esjan hrynji yfir Reykjavík en að strætó hafi ekki undan.
Eitt ber þó heimildum saman um, strætó á helst ekki vera í meira en 400 metra fjarlægð. Þetta þýðir 800 metra á milli stöðva og þetta er haft í heiðri í öllum ráðgjafaskýrslum.
En þetta þýðir að stofnlínurnar komast varla hraðar en u.þ.b. 25 km/klst. Svo er verið að teygja stofnlínukerfið inn á óbyggt land, t.d. Keldnalandið, í þeim greinilega tilgangi að hvetja fjárfesta til að byggja blokkir sem hella fasteignagjöldum í galtóman kassa Reykjavíkurborgar. Ekki sérlega háleit markmið í borgarskipulagi, en hvað á síblönk borgarstjórn með offjárfestingaráráttu að gera?
Allt bendir því til að þegar Borgarlínudraumurinn birtist í raunheimum verði komið kerfi sem er stirðara og hægara en það sem fyrir er og 24 af hverjum 25 vilja ekki nota. Eina breytingin er sú að búið er að stækka kerfið, þ.e.a.s. teygja það út og stækka, svo það sé örugglega ekki lengra í burtu en 400 metra frá öllum hinum sem vilja ekki nota það heldur. Þá er líka búið að gera nýja einkabrú yfir Elliðaárnar fyrir strætó, taka 40% af göturými stofnleiðanna undir 4% af ferðalöngum og stórskemma viðkvæma gróna byggð í Reykjavík og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, til að koma BRT-bandorminum fyrir.
Í sjálfu sér er hægt að komast hjá þessu slysi. Ekki þarf annað en hætta að hugsa um þessa áðurnefndu mynd frá RÚV og koma sér niður á eðlilegt framhald af strætókerfinu. Benda má á grein Þórarins Hjaltasonar í Morgunblaðinu 7.11. 2020. Þar er sýnt fram á að auka má ferðatíðnina, og svo má auka hraðann líka, t.d. með því að fækka biðstöðvum á síðasta spottanum niður í bæ þar sem stóru vinnustaðirnir eru. Þá þarf að sleppa bandorminum, sem mikill sparnaður er í. Að umbylta götum til að koma honum fyrir kostar um 1.200 kr./millimetra. Að byggja þennan bandorm er sagt vera til þess að minnka tafir hjá strætó.
En þessar tafir eru sjálfskaparvíti borgarstjórnar sem hatar mislæg gatnamót. Tafir í umferð í Reykjavík nálgast 50% á álagstímum samkvæmt alþjóðlegri mælingu (TomTom). Umferð hér í Reykjavík er ekki það mikil, að tafir eigi að þurfa að fara yfir 10-20%, sem er viðunandi, og hún verður aldrei það mikil, gangi mannfjöldaspár eftir. En komi bandormurinn, rjúka tafir upp úr öllu valdi, og þá verður sprenging í fjölda sendibíla og atvinnubíla og neytandinn borgar brúsann. Þá munu lítil fyrirtæki leggja upp laupana í stórum stíl, vöruflutningar leita annað (það er þegar byrjað) og stutt í landlægt atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu.
Með Borgarlínu sem vottað BRTkerfi er verið að eyða fjármunum nánast til einskis. Þetta fé á að nota til að greiða fyrir almennri umferð um þjóðvegakerfi Reykjavíkur, útrýma ljósum og greiða fyrir umferðinni. Það er fjárfesting sem kemur öllum til góða, líka strætó. Borgarlína eyðir nánast til einskis því fé sem á að nota til að greiða fyrir almennri umferð um þjóðvegakerfi Reykjavíkur og mundi koma öllum til góða, líka strætó."
Mér hefur dottið í hug hvort Jónas og Þórarinn Hjaltason sem einnig hefur fært fram mörg góð og gild rök gegn fjárfestingu í þessu máli meirihlutans, gætu ekki staðið fyrir undirskriftasöfnun íbúa á höfuðborgarsvæðinu með áskorun til sveitarstjórna um að fjárfesta aðeins í samgöngumálum á þann hátt sem nýtist meirihluta íbúa til greiðari umferðar og sem bestrar nýtingar fjármuna.
Að vísu er ég ekkert sérlega trúaður á að hundraðþúsund undirskriftir hefðu áhrif á skoðanir eða gerðir Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, Dags B. Eggertssonar eða Hjálmars Sveinssonar. En það væri ansi gaman að því að gera þetta til að kynnast skoðunum hins almenna íbúa.
Ef svo fer fram sem horfir verða tugmilljarðar lagðir í verkefni sem gagnast ekki níu af hverjum tíu íbúa höfðaborgarsvæðisins fremur en moltan og methanið í Álfsnesi.
Hrópin úr eyðimörkinni heyrast ekki inn fyrir veggi ráðhússins í Tjörninni.
21.12.2020 | 14:47
Trump gerir eitthvað
í málunum þó að við Íslendingar keppumst við að kenna honum um allt sem aflaga fer í Bandaríkjunum sem annarsstaðar.
"
With vaccines going into arms across the nation, Operation Warp Speed is on the offense against the coronavirus pandemic that is attacking the United States, Army Gen. Gus Perna, the chief operating officer of the effort, said.

Perna spoke during a virtual news conference today. He said the United States has been playing defense against the virus that has killed more than 300,000 Americans in just 10 months.
"We've been social distancing, we've been washing our hands and we have been wearing masks," Perna said. "It is time to turn the table, and we started doing that last week. We went on the offense. Last week we kicked off the initial distribution of the Pfizer vaccine following (emergency use authorization)."
Warp Speed delivered the first 2.9 million doses of the Pfizer vaccine to every U.S. state and territory. The general called it a remarkable feat done in spite of snowstorms, the holiday rush and all the other things going on in the United States. "We should all be proud of what has happened," Perna said.
The general foresees shipping 20 million doses of the vaccine by the end of the month.
First responders across the nation began receiving the vaccine proven to be 95 percent effective in preventing COVID-19. The general praised the employees of Pfizer, FedEx, UPS and McKesson for their work and efficiency.
The Food and Drug Administration gave emergency use authorization to the Moderna vaccine yesterday and vials of the lifesaving serum are already moving along the logistics route, Perna said. "Boxes are being packed and loaded today," the general said. "Trucks will begin rolling out tomorrow from FedEx and UPS delivering vaccines and kits to the American people across the United States."
The Moderna vaccine can be shipped and stored at standard freezer temperatures. It is being packed in 100-dose containers. "This allows jurisdictions the flexibility to support hard to reach small and more rural areas," Perna said.
The logistical accomplishment has been massive. "This week in total, between Pfizer and Moderna, we have allocated 7.9 million doses of vaccine and we are ready for that distribution," the general said. "We will ship simultaneously to all 64 jurisdictions and five federal entities. Jurisdictions have already ordered the vaccine and we know it is going to 3,700-plus locations. With more requests coming in every day based on allocations."
Perna wants to establish a "cadence" for deliveries to expeditiously get the vaccines in the arms of Americans. Shipments will begin arriving at their destinations on Monday and continue through the week. "We want the American people to have confidence that the cadence we have established will ensure safe and effective vaccines are delivered to them accordingly," he said. "Every member of Operation Warp Speed, wants vaccines in arms, and we are doing everything possible to [reach] that end-state. But we will not cut corners."
Warp Speed is on the offense, but defense is needed to win any game, and Perna urged Americans to continue to play defense. He urged them to wear masks, wash hands and socially distance. "We are a long way from being finished," he said. "Each shipment of vaccine is another few yards gained."
21.12.2020 | 12:51
Fyrstu skammtar 28.des.
af bóluefni frá Pfizer segir í fréttum frá yfirvöldum. En hversu margir er ekkert sagt um.
Afköst bólusetningarkerfisins eru því allt að eins talin í árum frekar en mánuðum eftir alla fyrirhyggjuna.
Katrín talar við van der Leyen í síma er afskaplega róandi frétt á RÚV.Og sömuleiðis að fyrstu skammtar af bóluefni koma 28.des. þegar daginn er farið að lengja.
21.12.2020 | 11:11
Það gagnast þeim
sem þá verður á lífi sagði séra Jens á Setbergi þegar hann var búinn að vera illilega neftóbakslaus þegar sendimaðurinn eftir tóbaki til Stykkishólms varð loks sýnilegur á háfjalli yfir bænum.
"Afhendingaráætlun á bóluefni frá Pfizer hér á landi liggur fyrir, fyrir fyrsta ársfjórðung 2021. Að meðaltali munu berast til Íslands 3.000 skammtar á viku af bóluefni frá Pfizer frá 27. desember og út mars...
„Hér er um að ræða vöru sem að er meiri eftirspurn eftir heldur en nokkurri vöru á nokkrum tíma í sögunni. Það er að segja bóluefni gegn Covid-19 sem hvert einasta mannsbarn horfir eftir og bíður eftir með eftirvæntingu,“ sagði Svandís. "
52 vikur eru í árinu.52 x 3000 duga fyrir 75 þúsund manns. Það tekur Svandísi 5 ár að fá nægt bóluefni fyrir þjóðina frá Pfizer.
Lifi krateríið, kommeríið og ESB dellan.
Þvílík yfirvöld höfum við í heilbrigðiskerfinu!
Það gagnast þeim sem þá verður á lífi sagði séra Jens.
21.12.2020 | 03:11
Fyllingar í sjó fram
í Seyðisfirði sýnast mér nærtækar.
Að moka skriðunum í sjó fram og reisa þar íbúðir sýnast manni nærtækari en að fara að byggja varnargarða í hlíðinni á Bjólfinum.
Þvílík mildi að ekki varð manntjón í þessum agalegu hamförum fáum við ekki fullþakkað fyrir.
En mannlegri verksnilld eru engin takmörk sett.
Forfeðra minna af Wathne ætt minnist ég í dag með virðingu fyrir síldarlásana sem þeir sköpuðu og lögðu grunninn að byggðinni sem þarna er.
"Det kommer an på silla" sagði Otto gjarnan í daglegu tali um það sem byggðin þyrfti að gera.
Hann hefði trúlega hugsað fram í tímann hann Ottó Wathne þegar við blöstu vandamál sem í dag.
20.12.2020 | 18:10
Af hverju ?
geta einkarekin lyfjafyrirtæki eða heilsugæslur ekki tekið upp símann og hringt í Moderna til dæmis og pantað svona 100.000 skammta af bóluefni með flugi?.
Ég og margir fleiri myndum glaðir kaupa bólusetningu strax dýrum dómum í stað þess að bíða svona eftir að ríkisstýrt kerfi okkar klikki á innkaupunum og við fáum ekki bólusetningu fyrr en eftir þess dúk og disk, jafnvel ekki fyrr en seinna á næsta ári?
Við gamlingjar eigum bara lífið að leysa að fá bólusetningu tafarlaust.Af hverju eigum við heldur að vera í lífshættu vegna Covid19 vegna einhvers afhendingarklúðurs hjá ríkisstjórninni eða Evrópusambandinu?
Eða má ég kannski bara hringja sjálfur í Moderna eða eitthvert fyrirtæki með markaðsleyfi og panta mér bóluefni eða mun ríkisapparatið hindra slíkt?
Af hverju þarf allt að fara í gegn um ríkið með þetta bóluefni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.12.2020 | 15:46
Kemur það eða ekki?
milli jóla og nýjárs bóluefnið sem stjórnvöld höfðu heitið okkur að kæmi. Hvað kemur mikið og af hverri tegund og hvenær?
Má ekki spyrja að þessu?
Má ekki svara þessu?
Kemur það eða kemur það ekki?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 3420578
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko