" Borg­in hef­ur ekki safnað forða í hlöður sín­ar. Í mesta tekjugóðæri Íslands­sög­unn­ar hafa skuld­ir hækkað gríðarlega. Á síðasta góðæris­ár­inu hækkuðu skuld­ir sam­stæðunn­ar um 21 millj­arð. Útgjöld hækkuðu um 7% og laun um 8%.
Fjár­fest­ing­ar langt um­fram tekj­ur.
 
Eina ein­ing­in sem skil­ar góðum hagnaði er fé­lagið Fé­lags­bú­staðir. Þar á bæ er hagnaður­inn 4,5 millj­arðar á síðasta ári. Hagnaður­inn er ná­kvæm­lega sama tala og heild­ar­tekj­ur þessa „óhagnaðardrifna“ hluta­fé­lags. Bók­færður hagnaður Fé­lags­bú­staða er ekki ósvipaður og hagnaður Orku­veit­unn­ar eins og hún legg­ur sig. Þrátt fyr­ir þenn­an mikla hagnað hækka skuld­ir Fé­lags­bú­staða um meira en fimm millj­arða. Hvernig má það vera? Þegar nán­ar er að gáð kem­ur í ljós að end­ur­mat á virði fé­lags­legs hús­næðis er hækkað um 4.800 millj­ón­ir á síðasta ári. Eign­ir sem ekki stend­ur til að selja.
 
Sam­tals er búið að end­ur­meta fé­lags­leg­ar íbúðir borg­ar­inn­ar um 57 millj­arða króna. Eigið fé sam­stæðu borg­ar­inn­ar er þess­um 57 millj­örðum hærra en ann­ars væri. Þetta er froða. „Af­gang­ur“ af rekstri borg­ar­inn­ar hef­ur aldrei skilað sér inn á banka­bók­ina síðustu árin. Þess vegna hafa skuld­ir hækkað svona mikið.
 
Skuld­ir og skuld­bind­ing­ar sam­stæðu borg­ar­inn­ar standa nú í 324 millj­örðum. Græn skulda­bréf og fé­lags­leg skulda­bréf eru líka skuld­ir. Hold er mold hverju sem það klæðist.

 

 

Biðja samt um rík­isaðstoð

Síðasta ár var fyrsta heila ár nú­ver­andi meiri­hluta í borg­ar­stjórn. Af orðum borg­ar­stjóra mætti ætla að borg­in stæði sterkt og væri í góðum fær­um til að mæta mót­læt­inu. Sterk fjár­hags­staða.

Það er því mót­sagna­kennt þegar borg­ar­stjóri kall­ar nú eft­ir rík­isaðstoð og fjár­hagsaðstoð Seðlabank­ans. Hann er í ósam­ræmi við eig­in mál­flutn­ing um að allt sé í himna­lagi.

Borg­in glím­ir ekki við tekju­vanda enda eru skatt­ar og gjöld í hæstu hæðum. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag á höfuðborg­ar­svæðinu er með jafn hátt út­svar og borg­in.

Vandi borg­ar­inn­ar er út­gjalda­vandi og þess vegna hafa skuld­ir hækkað um tugi millj­arða síðustu árin. Góðæris­ár­in.

Lausn­in felst ekki í frek­ari skuld­setn­ingu borg­ar­inn­ar. Hvað þá að fjár­festa fyr­ir millj­arða í mal­bik­un­ar­stöð við Esju­mela eins og fyr­ir­hugað er.

Leiðin fram á við er að borg­in ein­beiti sér að kjarn­a­starf­semi sinni, hagræði og nú­tíma­væði þungt stjórn­kerfið. Liðki til og létti byrðar. Það er leiðin upp á við."

 

Þar sem ég er borinn og barnfæddur í "Borg Davíðs" hef ég taugar til hennar og vil sjá hag hennar sem mestan.Eins og fleiri hraktist ég úr Borginni vegna skipulagðrar lóðaskortsstefnu Borgaryfirvalda sem stendur enn með blóma. 

Það sem skín út úr skrifum Eyþórs kemur manni til að hugsa að ekki sé allt með besta móti eins og er venjulega hvar sem félagshyggjuflokkar komast til valda. Manni er sagt að Dagur B. Eggertsson hafi tugi aðstoðarmanna á sinni skrifstofu en á sama tíma geti enginn Borgabúi náð tali af Borgarstjóranum eins og hægt var í gamla daga.

Skrif Eyþórs Arnalds fá mann til að hugsa hvort Reykjavík sjálf þurfi að fjárfesta í öllum innviðum sínum?