Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2020

Yfirboð

stjórnarandstöðuflokkanna hafa linnulaust dunið á landsmönnum í hvert sinn sem ríkisstjórnin hefur komið með útspil um að laga þetta eða hitt. Alltaf kemur Logi, Inga Sæland og Leista-Björn Leví með tillögur um að auka í. Þetta sé allt hálfkák sem þeir myndu gera mun rausnarlegar. Svo kvarta þeir sáran yfir því að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekkert samráð við þá áður en tillögurnar séu kynntar. 

Hversvegna í veröldinni ættu ríkisstjórnarflokkarnir að eyða tíma í að ræða við þetta lið? Frá þeim kemur undantekningarlaust krafa um meiri útgjöld. Alvega sama hvað Bjarni gerir tillögu um. Andstaðan getur alltaf betur.Píratar, Viðreisn, Samfylking. Bara meira fé.

Styrmir enn fróði skrifar í dag:

" Í samtali við RÚV í morgun sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að það væri nauðsynlegt við núverandi aðstæður að fara yfir hvern einasta útgjaldalið ríkissjóðs til þess að kanna, hvar hægt væri að skera niður.

Þessi ummæli Bjarna eru fagnaðarefni. Það hefur gjarnan verið svo, að það hefur þótt sjálfsagt að fyrirtæki og heimili skeri niður útgjöld en minna um að opinberir aðilar og þá er átt við bæði ríki og sveitarfélög geri það sama.

Ummæli Bjarna í morgun sýna að hann hefur fullan skilning á því að nú eigi það sama við um ríkissjóð.

Væntanlega munu þess sjást merki í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár í haust."

Kemur einhver auga á tilgang þess að Bjarni Benediktsson færi að ræða við þessa stjórnarandstöðuþingmenn höfðingja um nokkurn skapaðan hlut?

Er það ekki ríkisstjórnarinnar að segja hvað hún treystir sér til að gera? Þarf hún ekki að  afla fjárins? Koma einhverjar tillögur um það frá sokkaleistaliðinu á malbikunarjökkunum í andstöðuflokkunum eða fátæktarvælukjóunum góðhjörtuðu?

Friðrik mikli sagði að þegnar sínir mættu segja það sem þeir vildu en hann myndi gera það sem hann vildi. Hann hlustaði ekki á nein yfirboð og þegnarnir röðuðu sér meðfram götunni og tóku ofan þegar hann lötraði framhjá á hestinum sínum í krumpuðum og blettóttum úníformi sínu þegar hann fór vikulega að heimsækja gamla töntu sína.út í Potsdam.


Logi eða Bjarni

það er munurinn í pólitíkinni fyrir þá sem eiga erfitt með að botna í pólitíkinni.

Bjarni vill ekki handvelja fyrirtæki sem ríkið eigi að yfirtaka.Hann vill almennar aðgerðir en ekki sértækar. Logi vill að ríkið eigi  taka yfir Icelandair með hurðum og gluggum.

Logi vill fjölga opinberum starfsmönnum til að skapa atvinnu.

Bjarni segir að kostnaðurinn af slíkri fjölgun lendi á þeim sem ekki fái þessi nýju opinberu störf.Fjölgun opinberra starfa er varanleg aðgerð. En það sé alls ekki það sem Keynes átti við þegar hann talaði um nauðsyn aukningar á fjárfestingum ríkisins á erfiðum tímum. Þar komi ríkið með fé til að fjárfesta í innviðum sem efnahagslífið framkvæmi. Ekki ríkið.

Ágúst Ólafur er enn einn Samfylkingarprédikarinn sem skilur ekki þennan grundvallarmun á Loga,Bjarna eða John Maynard Keynes.

Bjarni er frjálshyggjumaður og fullveldissinni sem styður íslensku krónuna.Hann hefur trú á frjálsu atvinnulífi og sem minnstum ríkisafskiptum. Logi fer þvert á slíkt.

Logi er framsalsmaður fullveldisins sem vill ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru.

Logi er ágætur arkitekt.Bjarni er ágætur lögfræðingur.Báðir hafa þeir sína kosti og galla.Margt orkar samt tvímælis þá gert er. 

Það er eiginlega auðvelt að velja á milli flokkanna sem þeir fara fyrir með því að horfa á mennina sjálfa og gera sér grundvallar skoðanamun þeirra  ljósan.

Hvorum treysta kjósendur betur?

Hvað trekkir?

Logi er búinn að fá sér nýtt félagsmerki, Bjarni er enn með það gamla.

 


Wá?

Scientists Discover Antibody That Blocks Coronavirus From Infecting Cells

 

Scientists have identified an antibody in a lab that they say can prevent the novel coronavirus from infecting cells. The team hopes the antibody could be used to create treatments for COVID-19, the disease caused by the virus."

"JERUSALEM — Israel has isolated a key coronavirus antibody at its main biological research laboratory, the Israeli defence minister said on Monday, calling the step a "significant breakthrough" toward a possible treatment for the COVID-19 pandemic.

The "monoclonal neutralising antibody" developed at the Israel Institute for Biological Research (IIBR) "can neutralise it (the disease-causing coronavirus) inside carriers' bodies," Defence Minister Naftali Bennett said in a statement.

The statement added that Bennett visited the IIBR on Monday where he was briefed "on a significant breakthrough in finding an antidote for the coronavirus".

It quoted IIBR Director Shmuel Shapira as saying that the antibody formula was being patented, after which an international manufacturer would be sought to mass-produce it."

https://www.newsweek.com/antibody-that-blocks-coronavirus-infecting-cells-discovered-scientists-1501742

 https://www.bioinfor.com/peaks-ab-service/?gclid=Cj0KCQjwncT1BRDhARIsAOQF9Lnt3zh8q-xx-Vfr-8p_lHKwQJA7RjJusPxCFoEflsRZAET_EJYJGxUaAk_8EALw_wcB

Þetta er fyrirtæki sem er eitthvað sem vert er að skoða.

"An antibody named 47D11 was found to bind to the spike protein which the novel coronavirus, known as SARS-CoV-2, uses to enter the body, and block it in a way that neutralizes the pathogen."

 

 
 

 

Call Us: 1-855-885-8288

Bioinformatics Solutions Inc.
 
 
 

It is required to obtain the protein sequence of a monoclonal antibody (mAb) for the development of novel biotherapeutics. The need to extensively characterize mAbs at the molecular level presents a unique challenge to drug developers and manufacturers.

PEAKS AB de novo Antibody Protein Sequencing Service provides the answer to this.

 

Key Features:

  • Fast: 1 to 3 week(s) turnaround time
  • Full and In-depth Sequence Coverage: Each amino acid is mapped to more than 20 unique peptides and 100% sequence coverage
  • Accuracy: Every amino acid in CDRs is confidently supported by pairs of intense fragment ions in at least 10 MS2 scans
  • Validation by Intact Mass: Intact mass measurements of heavy and light chains for double-confirmation of C-terminal lysine truncation and assembled de novo sequences
  • 3-Tier Leu vs. Ile Differentiation: Differentiation of isoleucine and leucine using advanced EThcD MS method, enzyme digestion specificity and homology database analysis
  • Interactive Viewer: Investigate details of the report directly from the PEAKS GUI
 

consulation        bookservicenow

Wá mar, ef þetta er rétt?


Man enginn Huang Nubo?

sem ætlaði að kaupa Grímstaði á Fjöllum?

Halda menn að Kínverski Kommúnistaflokkurinn sé hættur  að seilast til áhrifa hér.Talar um belti og braut og býður Bjarna í stjórn Asíubankans. Vill byggja höfn í Finnafirði?

Styrmir enn fróði Gunnarsson skrifar:

"Kína stefnir augljóslega markvisst að því að taka við hlutverki Bandaríkjanna, sem hið leiðandi veldi í heiminum, og mun ná því marki á næstu áratugum að verg landsframleiðsla Kínverja verði hin mesta í heimi.

En til þess að verða hið leiðandi veldi verða þeir líka að verða mesta herveldi í heimi.

Það er þessi valdabarátta sem leynist undir yfirborðinu í umræðum um Kína og kórónuveiruna.

Og hún birtist líka í harðari og opnari málflutningi sendimanna Kína víðs vegar um heim og þar á meðal í Morgunblaðinu fyrir nokkrum vikum í athugasemdum kínverska sendiráðsins hér, sem voru óvenjulegar svo að ekki sé meira sagt.

Þessi átök munu birtast í vaxandi mæli í átökum stórveldanna um yfirráð á Norðurslóðum.

Bezt að við áttum okkur á þessu strax. "

Þetta segir Styrmir.

Hvað er Kína annað en grimmt einveldi sem lýgur öllu sem því passar. Otar sínum tota allsstaðara. Hérlendis sem í Afríku. Miklu ágengara heimsveldi en Bandaríkin eru.

Hvern fjandann erum við að tala við þá um Norðurslóðamál? Burt með þá þaðan.Þeir eiga ekkert erindi á Norðurslóðir frekar en við á Kínahaf.Þeir tækju líklega fagnandi á móti okkur þar?

Bara versla við þá um krónur og aura en ekki semja við þá um eitt né neitt annað. Heiðarlegur Kínverji er ekki til, aðeins eiginhagsmunaseggur undir samviskulausri einræðisstjórn ruddalegra manndrápara. Gleymum ekki Kóreustríðinu og kínversku sjálfboðaliðunum þar. Eða Tíbet.

Við hinir bláeygðu verðum að passa okkur vel á Kínverjum því þeir kunna að dylja tilgang sinn með fagurgala miklu betur en við jólasveinarnir sem allt gleypum hrátt.  

Vildi ekki Trump kaupa Grænland og við hneyksluðumst?  Man enginn þegar Huang Nubo vildi kaupa stóran hlut af Íslandi á Grímsstöðum á Fjöllum?


Flugmenn

hafa til þessa haft þokkaleg laun sérstaklega hjá Icelandair að því sagt er.

Nú eru fordæmalausar þrengingar framundan.

Flugmenn eru nokkuð sérhæfð stétt og detta ekki auðveldlega í önnur störf.

Þeir hljóta að hugsa sitt um framtíðina.

 

Hún er all ferlega erfið miðað við allt og allt.

En það sem hefur ekki síst vakið athygli er að flugmenn Lufthansa í gegnum stéttarfélag (eða stéttarfélög)hafa boðist til að lækka laun sín tímabundið (talað um tvö ár) um 45%.

Það er almenningur sem verður að kosta úthaldið á flugfélögunum næstu mánuði. Ragnar Þór sér ekki skyldu lífeyrisjóðs verslunarmanna til að leggja fram fé til þessa.Skiljanlega.

Þá er það ríkisins að ákveða skilyrðin fyrir framhaldinu.Hluthafarnir hafa einfaldlega tapað sinni eign í félaginu.

Af hverju eiga kjarafélög í flugi að eiga einhverja heilaga samninga í Eflingarstíl?

Verður ekki ríkið að ákveða hvað skuli gilda í rekstrinum og ráðningarsamningum allra sem að koma?

Flugfólk Icelandair getur ekki haft önnur laun í næstu framtíð en gilda hjá Lufthansa og SAS?

Þetta er sárt.En hvað skal gera ef ekkert flug flugmanna er hin hliðin og verkföll koma ekki á dagskrá í náinni framtíð?

 


Katrín, þú varst frábær

í ávarpi þínu til þjóðarinnar.

"Ég hefði ekki getað gert þetta betur sjálfur" eins og sýslumaðurinn góði sagði að loknum málflutningi við verjanda nákomins. 

Orð þín voru hnitmiðuð og komu mér fyrir sjónir sem hin réttu og þau sem við þurftum að heyra.

Katrín mín, hvað sem allri pólitík líður á milli okkar, þá varstu einfaldlega frábær á sjónvarpinu í kvöld.


Mér fannst dr.Guðni forseti vera góður

í almannavarnaþættinum áðan.

Hann vitnaði í Churchill um að þetta væri ekki endirinn. Ekki einu sinni byrjunin  á endinum. Heldur gæti þetta verið endirinn á byrjuninni.Karlinn sagði þetta eftir að Bretar unn sigur á Rommel við El Alamein og ráku hann út úr Afríku.  Fyrir Alamein unnum við aldrei sigur sagði Churchill en eftir þá orrustu biðum við aldrei ósigur.

Guðni forseti var bara ágætur í ávarpi sínu og hvatningu til landsmanna og bjartsýnisbrýningu.


Tekst að stöðva þetta brjálæði í tíma?

í einhverju sem kallast kosningar?

25 stoppistöðvar Borg­ar­línu kynnt­ar

 

Sam­kvæmt fyrstu til­lög­um verður fyrsti áfangi Borg­ar­línu 13 kíló­metra lang­ur og á hon­um 25 stöðvar. Leið lín­unn­ar ligg­ur frá Höfðanum og að Hamra­borg með stopp­um á Hlemmi, Lækj­ar­torgi, við Há­skól­ann í Reykja­vík og á fleiri stöðum. 

Al­mennt er gert ráð fyr­ir að 600 til 1.000 m verði á milli stöðva. Þó get­ur vega­lengd á milli stöðva verið styttri þar sem byggð er þétt­ust.

Fólk er löngu búið að velja fjölskyldubílana sem hina einu raunhæfu almenningssamgangnalausn í íslensku veðurfari og lfísmátadagskrá.

Til þess að þarf að koma þessum fortíðaröZombíum frá sem sitja í Borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík og þeim sem hlusta á Hamelin-hljóðpípuleikli þeirra um Borgarlínu. 

 


Sósíalisti

eins og Ágúst Ólafur fór mikinn í Silfrinu um nauðsyn þess að fjölga oppinberum starfsmönnum. Hér vantaði kennara, lögreglumenn og hjúkrunarfræðinga.

Ég er nú ekki vanur að velta því mikið fyrir mér sem þessi þingmaður yfirliett  segir. En þetta með hjúkrunarfræðingana sló mig dálítið.Kannski af því að ég hef kynnst þeim mörgum sérlega á síðasta ári.

Ég velti fyrir mér af hverju var skortur á hjúkrunarfræðingum fyrir öll þessi vandræði síðustu ára? Þjóðinn hefur fjölgað talsvert en hvernig fjölgun er þetta? Eru þetta aðfluttir í meira mæli en innfæddir afkomendur Skallegrimsen?

Til þess að verða hjúkrunarfræðingur held ég að fólk þurfi ákveðna innri innstillingu. Þetta fólk finnst mér að hafi hærra hlutfall af kærleika en við hinir sem erum frekar ruddar að upplagi og  óþolinmóðar frekjudósir. Mér finnst hjúkrunarfólk vera meira af einhverskonar englaættum en við hinir venjulegu.  Ég fór að velta fyrir mér hvort það fæddist bara ekki of lítið af svona fólki nuorðiðð sem vill fara í að hjúkra veikum samborgurumn? Það séu fleiri sem geta hugsað sér að verða kennarar og löggæslumenn en hjúkrunarfólk?

Verkalýðshetjurnar okkar sem ávallt allan sannleika vita  leysa þessa spurningu einfaldlega með kauptöxtum. Bara hækka kaupið og þá kemur nóg af fólki. En ég held að þetta risti dýpra en það. Inn í sálina.Það er erfiðara að hjúkra en kenna, erfiðara en að snúa niður fyllibyttur og skrifa sektarmiða.

Því hef ég ríkan skilning á að ríkisstjórnarflokkarnir séu ekki að eyða tíma í mikið samráð við stjórnarandstöðuna á Alþingi.Það opnast ekki þverrifan á neinum þeirra nema til að krefjast meiri útgjalda í þetta eða hitt. Fjármagn er endalaust til í þeirra huga.Bara skattleggja meira.

Allt sem ríkisstjórnin treystir sér til að gera er of lítið að þeirra mati. Þeir dæma sig því fyrir fram úr leik hvað varðar samráð um allt sem ekki neitt.

Annar fyrrum sósíalisti kom svo á skjáinn. Dr. Ólafur Ragnar Grímsson lýsti sýn sinni á heiminum og sinni nýjustu reynslu. Sjaldan hef ég farið almennt meiri snúning í áliti mínu  á stjórnmálamanni en á þessum Ólafi. Frá djúpri andúð í byrjun  yfir í eilífa fylgisspekt.

Ólafur fór yfir heimsmálin af skörpum skilningi sem skildi mann eftir djúpt hugsandi.Að vísu minntist hann á loftslagsmálin sem ég held samt að hann nái ekki til mín með sem væri þá eitt af fáum málum okkar aðskilnaðar.

En það sem hann sagði um heimsmálin, 270 smitaða alls í 100 milljóna samfélagi  Vietnam og bar saman við Bandaríkin með sína 1.1.milljón smitaðra sló mig.

Hann sagði að Bandaríkin væru nú að horfa á spegilmynd sína í ástandinu og taldi útilokað að þeim líkaði það sem þeir sæju. Þeir myndu verða að breyta sér sjálfum. 

Asíuþjóðir hafa eðlilega meira framboð af þeim vörum sem þeir hafa getað fengið að framleiða  ódýrara fyrir Vesturlönd eins og hlífðarbúnað, lyf, smávarning  og tölvukubba sem láglaunafjöldinn hefur fært þeim í hendur.Þar austurfrá  sem kauphækkun um dollar á dag hefur gert kraftaverk í fyrri fátæktinni.

Á öllu þessu verða breytingar en ekki endilega í einhverja lýðræðisátt í Asíu. Miklu fremur í sósíalíska átt á Vesturlömdum og ríkisrekstrar að skapi Ágústar Ólafs án þess að dr.Ólafur spæði því beint.

Enn þann dag í dag kem ég ekki auga á marga gleggri forystumenn en þennan gamla sósíalista Ólaf Ragnar og myndi enn standa við það gamla Icesaveheit mitt að greiða honum atkvæði svo lengi sem hann þyrfti þess með. 


Ingimar K.Sveinbjörnsson

Ingimar K. Sveinbjörnsson lést 12.mars 2010 eftir mikil og vaxandi veikindi undanfarin 15 ár. Það var átakanlegt fyrir okkur umhverfis hann að horfa á hvernig sjúkdómurinn var stöðugt að meitla af hraustmenninu líf og heilsu, stöðugt herðandi tökin. Við urðum að þola þann sannleika lengi að dauðinn myndi vera sú eina líkn sem honum yrði lögð þessa heims. Umkomuleysi okkar var algert og við spurðum í sorg okkar, hversvegna þarf maðurinn að lifa þetta? Eru ekki vegir Guðs sagðir órannsakanlegir?

Það var eftir að Ingimar hætti störfum sem flugstjóri, sextíu og þriggja ára að aldri, að hann sagði mér að hann hefði verið greindur með afbrigði af Parkinson. Hann sagði þetta æðrulaust sem hans var von og vísa. Bætti svo við og glotti: „Það hefur hver sinn djöful að draga.“ Aldrei minntist hann framar á veikindin en reyndi að lifa eftir fremsta megni. Kvartaði ekki en hélt ró sinni og kímni meðan hann mátti.

Síðustu árin voru mjög erfið. Í Sunnuhlíð naut hann þeirrar bestu umönnunar sem hægt er að hugsa sér. Ég hef oft farið hjá mér vegna vanmáttar þegar ég horfi á starfsfólkið þar vinna sín störf af þvílíkum yndis- og kærleika, sem maður á sjálfur svo alltof lítið af. Þetta fólk kemst næst því að vera englar í mínum skilningi.

Helga Zoëga, kona Ingimars, er einnig af slíkri englaætt. Þvílíka umhyggju, natni og kærleika sem hún sýndi manni sínum í veikindunum sýndist manni ótrúleg. Hún hjúkraði honum heima meðan hún gat. Síðan heimsótti hún hann nær alla daga í Sunnuhlíð og sat hjá honum til að stytta honum stundir. Þessi ár eru orðin mörg og erfið og til þessa hefur hún varið blómaárum lífs síns, þegar fólk er á þeim aldri að það ætti að njóta meira frelsis en framan af ævi. En svo er ekki sjálfgefið og ef til vill er hinn góði endir fremur til í ævintýrunum en í hversdagsleikanum.

Það er um aldarþriðjungur síðan við hjónin kynntumst þeim hjónum, Ingimar og Helgu. Við urðum fjöleigendur í flugvél. Ingimar sagði við okkur strákana, að við ættum ekkert að fara út á land fyrr en við værum búnir að læra blindflug. Hann vildi halda okkur á lífi. Og hann skyldi kenna okkur frítt.

Ég tók hann á orðinu. Ingimar reytti hár sitt yfir mér lengi en þar kom að hann útskrifaði mig – of snemma að mér fannst. En lífsnautn samflugs okkar er tilgangslaust að lýsa fyrir þeim sem ekki uppfylla skilyrðin um að vera bæði vitlaus og elska það.

ingimarB0001

Ingimar var Flugmaður með stórum staf. Hann þurfti ekki að miklast af sjálfum sér, menn vissu alveg hver hann var. Sumir halda að hann hafi haft einhverja ófreskigáfu þannig að hann vissi hvað framundan var og fátt kom honum því á óvart. Hann tók stundum skyndiákvarðanir sem voru skil milli feigs og ófeigs.

Ingimar var vörpulegur maður, karlmenni og jafnvel sagður karlremba af sumum konum. Einstakur greiðamaður og landsþekkt ljúfmenni við alla. Einhver besti vinur sem nokkur maður gat eignast, höfðingi heim að sækja á Þinghólsbraut og í Króksfjarðarnes.

Það er bjart yfir minningu hans Ingimars.

Þannig voru mín fátæklegu minningarorð um Ingimar Kristinn vin minn og kennara.

Fleira fólk ritaði minningarorð um Ingimar.Úr þeim dreg ég saman eftirfarandi yfirlit:

 

Ingimar Kristinn Sveinbjörnsson fæddist í Reykjavík 25. desember 1933. Hann lést 12. mars 2010 í Sunnuhlíð í Kópavogi.

Foreldrar hans voru hjónin Sveinbjörn Einarsson frá Endagerði á Miðnesi, f. 17.3. 1895, d. 3.9. 1966, og Guðmunda Jónsdóttir frá Sandvík á Eyrarbakka, f. 27.7. 1902, d. 21.2. 1972.

Ingimar kvæntist 19.1. 1963 Helgu Zoëga, f. 3.4. 1941, dóttur Geirs Zoëga, f. 27.7. 1896, og konu hans Halldóru Ólafsdóttur Zoëga, f. 15.12. 1906.

Börn þeirra eru: 1) Ólafur Þór, f. 7.9. 1963, kvæntur Agnesi Eyþórsdóttur. 2) Halldóra, f. 4.4. 1965, gift Hauki Margeirssyni. 3) Guðmundur Sveinbjörn, f. 15.6. 1977, kvæntur Ingu Rannveigu Guðrúnardóttur. Barnabörnin eru fimm talsins.

Ingimar lauk atvinnuflugprófi 1954 og hafði þá samtímis starfað í slökkviliði Keflavíkurflugvallar.

Hann hóf störf hjá Flugfélagi Íslands 1955 og starfaði þar og síðar hjá Flugleiðum til 19.12. 1996 eða í 40 ár. 1965-1975 var hann þjálfunarflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni og 1965-1981 í sama starfi hjá Flugfélagi Íslands, síðar Flugleiðum. Hann var fulltrúi í öryggisnefnd FÍA í tvö ár og prófdómari í blindflugi hjá Flugmálastjórn Íslands um árabil.

Heiðursmerki Dannebrogsorðunnar var honum veitt fyrir afrek við björgun á Grænlandi. Meðal margra áhugamála var Lionshreyfingin, en þar var hann meðlimur í Frey í Reykjavík, Þristavinafélagið – en það er félag áhugamanna um gömlu DC 3-vélarnar, sem Ingimar flaug mikið í gegnum árin og þá ekki síst áburðarvélin Páll Sveinsson, sem margir flugmenn hafa komið að og flogið endurgjaldslaust við að græða landið. Siglingaklúbburinn Óðinn í Kópavogi átti líka hug hans og hjarta.

Um árabil lærði hann á kirkjuorgel hjá Martin H. Friðrikssyni í Dómkirkjunni. Eitt stærsta áhugamál fyrir Ingimar og fjölskylduna var jörðin fyrir vestan. Þau hjónin keyptu árið 1977 jörðina Króksfjarðarnes í Reykhólasveit og voru þar öllum stundum meðan heilsan leyfði og notuðu tímann vel til að ganga vel frá hlutunum og gera fínt í kringum sig

Ingimar K. Sveinbjörnsson 

Bernhard Pedersen minnist hans með þessum orðum:

"Ég kynntist Ingimari K. Sveinbjörnssyni fyrst árið 1964 þegar hann hóaði saman nokkrum mönnum og kynnti fyrir okkur Siglingaklúbbinn Óðin sem hann ásamt fleirum hafði stofnað nokkru fyrr og var fyrsti siglingaklúbbur á Íslandi. Hugmynd hans var að fjölga félögum og stefnt skyldi að því að kaupa veglegt seglskip sem hentaði vel til siglinga hér.

 Næsta vetur fann hann í Skotlandi 49 feta seglskútu sem var um 14 rúmlestir. Klúbburinn festi kaup á þessari skútu og í lok maí 1965 fóru fjórir menn utan, skútan var rigguð, gerð sjóklár og skírð „Stormsvalan“. Fimm menn sigldu henni síðan heim og hingað kom hún 11. júní og vakti koma hennar mikla athygli enda stærsta skip af þessari gerð á þeim tíma. Mér er hulin ráðgáta hvernig Ingimari tókst að fjármagna þessi kaup en hann fékk lán í flestum bönkum hér fyrir meiri hluta kaupverðsins sem félagarnir borguðu smám saman.

Það er óhætt að segja að glæsilega hafi verið að öllu staðið, klúbburinn eignaðist síðar ágætt klúbbhús í Kópavogi með fullkominni aðstöðu vegna starfseminnar. Auk geymslu fyrir allan útbúnað klúbbsins og félaganna var góður salur til fundahalda og námskeiðahalds. Ingimar var allan tímann formaður klúbbsins, svokallaður „Commodore“. Klúbburinn lét síðar smíða aðra minni skútu, af gerðinni „Folkboat“, sem skírð var „Blæsvalan“ og var henni töluvert siglt af félögunum. Því miður urðu ýmis óhöpp með „Stormsvöluna“ þess valdandi að félagarnir sáu sér ekki fært að halda áfram og voru skúturnar báðar seldar upp úr 1970.

Í nóvember 1971 gekk Ingimar í Lionsklúbbinn Frey og var félagi þar til hinsta dags. Hann var mjög áhugasamur um starfsemi klúbbsins, tók þátt í flestum uppákomum og störfum og skipulagði starf sitt þannig að hann gæti mætt á sem flesta klúbbfundi. Sum árin var hann með 100% fundamætingu. Við minnumst með ánægju þegar við félagarnir í klúbbnum merktum ár á Vestfjörðum og gistum fyrstu nóttina í Króksfjarðarnesi hjá Helgu og Ingimari í góðu yfirlæti. Jörðina Króksfjarðarnes höfðu þau keypt nokkrum árum fyrr og mestallur frítími þeirra þessi árin fór í að endurnýja íbúðarhús og alla aðstöðu á jörðinni.

Einhvern veginn þróuðust mál þannig að vinskapur okkar varð nánari og meiri eftir því sem árin liðu. Ingimar var ákaflega félagslyndur og átti vini og kunningja víða, vinskapur sem hann ræktaði vel meðan heilsa hans leyfði. Við brölluðum ýmislegt, haustið 1985 leigðum við 41 fets skútu á Jersey og sigldum í viku um Ermasundseyjarnar með konum okkar og yngstu sonum, fórum hringferð um landið eftir að hringvegurinn opnaði, fjölmargar ferðir með þeim í Króksfjarðarnesi ásamt bátsferðum í kringum eyjar hans þar og stangaveiði í nálægum ám. Ingimar var ákaflega skemmtilegur og leiftrandi félagi og það leiddist engum í kringum hann.

Að lokum vil ég þakka vini mínum Ingimari samfylgdina og fyrir hönd fjölskyldu minnar, Lionsklúbbsins Freys og hjónaklúbbsins okkar votta ég Helgu, börnum þeirra og öllum aðstandendum okkar innilegustu samúð.

Bernhard Petersen."

Ég átti því láni að fagna að fara margar flugferðir með Ingimari og sitja fyrir aftan flugstjórann á langleiðum.Horfa á hann sextugan að aldri, í síðast fluginu frá Bandaríkjunum vegna aldursins, þræða einstigi milli þrumuklakkanna við New York sem lýstu eins og perur í eldingunum en vélin var komin í hámarkshæð  án þess að vera nærri því toppa þá. Þá varð mér hugsað til þess að Ingimar sagði stundum "Hann nafni er með mér". Það var nefnilega svo að hann vissi stundum óorðna hluti án þess að flíka því mjög.Skynjaði fyrir flug að nú myndi bera til tíðinda. 

Mitt í þessu fári kemur flugfreyja framm í og segir að kona ein sé skelfingu lostim af flughræðslu, Komdu með hana hingað segir flugstjórinn. Það er gert og Ingimar talar við hana og segir heeni hvað allt é yndislegt í þessu umhverfi, fallegt útsýnið og flugvélin 757 traust og máttug . Konan róast niður og flugfreyjan fylgir henni  til sætis neðan "hægra megin í þá" hljómar fyrir eyrum mér frá gömlum kúmmadögum á Íslandi. Flugfreyjan kemur aftur skömmi síðar og Ingimar spyr um liðan elsku konunnar. Hún er góð núna segir flugfreyjan, hún er búin að taka inn ellefu vodka og sefur núna.Þú kemur bara með hama aftur ef henni versnar segir flugstjórinn og heldur áfram að þræða einstigin. 

Við Ingimar áttum saman Skymaster vélina TF-SKY. Hundruðum stunda eyddi hann við hlið mér við kennsluna. Endalaust þolinmóður og öryggistilfinningin sem streymdi frá honum var ómetanleg.Ég reyndi og reyndi að þóknast meistaranum en seint gekk það nú.Það næsta sem ég komst því að gera hann ánægðan var eftir Botn-aðflug að Akureyri niður í lágmark að hann sagði eftir lendinguna; "Ég get nú eiginlega ekki sett neitt út á þetta." Þetta var tónlist í mínum eyrum. Svo sannarlega óverðskulduð að mér finnst enn í dag.

Honum fannst auðvitað mest gaman að fljúga lágflug á Skæjaranum. Siðasta flug hans hérna megin fórum við á honum til Króksfjarðarnes. Þau voru með aftur í  konan hans Helga Zoëga og Haukur tengdaonur en við Ingimar frammí. Þar kom að því að ég setti einn fingur vísifingur á stýrið til að lyfta okkur örlítið til að skrúfurnar tækju ekki niður, aðvitað óþarfi . Þá glotti minn og hvíslaði með sinni þá brostnu röddu ."Á varstu orðinn hræddur?"

Ingimar var einn besti vinur sem nokkur maður gat eignast.Ljúfur í viðmóti og lítillátur. Hann þekkti þvílíkan aragrúa af fólki um allt land. Aldrei hitti maður neinn sem talaði öðruvísi en vel um Ingimar K. Sveinbjörnsson.

Blindflugsnemar voru að vísu margir hræddir við hann því að hann var ekkert lamb að leika sér við sem prófdómari.Hann felldi mig mörgum sinnum í námsferlinu en leyfði mér framhaldslíf eftir blindflugsprófið 1978 líklega vegna vináttunnar frekar en að ég væri þolanlegur.

En ég flaug Skæjaranum fram að hruni þegar ég varð að gefast upp.Fyrir þær hundruðir flugstunda sem  ég átti um borð í honum, með og án Ingimars, verð ég ævinlega þakklátur fyrir sem ævintýri lífs míns.

Stundum er ég ekki klár á því hvort Skymasterinn var bara dauður hlutur eða ekki. Flókin voru tauga og æðakerfi hans eins og ég hef líka.  Svo gersamlega gafst ég þessari vél á vald í eins manns blindfluginu. Þá veit maður að maður fer þangað sem vélin fer og ekkert annað. Hún dró fram það besta og það versta sem til er í skapgerðinni sem ég hefði aldrei fundið án samvistanna viða hana. 

Flugið er  um margt orðið öðruvísi í dag en mér fannst það vera í gamla daga.Þá beit flugbakterían mann á unga aldri þegar ég var að skríða í flökunum í Öskjuhlíðinni í stríðinu. Þá var blár nippill á álröri sem manni tókst að snúa lausan heill  fjársjóður.

Svo komst maður á svifflugsnámskeið hjá Helga blessuðum Filippussyni á Sandskeiði. Margir sem þar voru í viðlegunni á loftinu urðu vinir manns ævilangt. 

Þarna í matsalnum  sá ég Ingimar fyrst þegar hann kom á vélflugu með öðrum í heimsókn.Þarna voru aldeilis kallar á ferð.

Svo ætlaði ég að halda áfram árið eftir en krassaði  Schulgleiternum í ofrisbeygju  og fékk flugskrekk sem entist mér í 10 ár.Svo  togaði bakterían aftur í mann eftir háskóla og hjónaband  og næsta áratuginn var maður að reyta saman flugtíma. Þangað til að ég kynntist Ingimari og eigendahópi TF-SKY sem allir urðu vinir mínir ævilangt.Þá hófst flugnámið  eftir öll þessi ár og hundruðir gónflugstunda.Að renna inn og útúr skýjunum varð fyrir mér sælan sjálf.

Nú fara menn í flugnám sýnist mér úr fjarlægð ekki vegna flugdellunnar heldur bara í atvinnuskyni. Það er lærð bókin fyrst áður en menn fara að læra að fljúga. Og flugið fer mikið fram í hermum en ekkert endilega í einhverjum blikkdósum.Rómantíkin er horfin sem var yfir þessu í gamla daga.Nú er einkaflug sport sem æ færri stunda enda fátækt og fjármálábyrgð og launajöfnuður orðin almannaeign sem ekki var algild áður fyrr.

En í mars s.l. voru liðin 10 ára frá því að Ingimar kvaddi okkur. Minning hans lifir með mér um mann sem var valmenni og Flugmaður af lífi og sál. 

  

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband