Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2020

Galið

verð ég að segja um tillögur Jóhannesar Loftssonar formann Frjálshyggjufélagsins. 

Hann skrifar mjög pólitíska grein í Morgunblaðið í dag þar sem þennan kafla er að finna:

a"... Auðvitað á að nýta árangurinn gegn kórónuflensunni til að opna landið strax aftur. Ef það væri gert nú myndi það vekja heimsathygli og laða hingað frelsisþyrsta ferðamenn sem kæmust hvergi annað.

Íslendingar þyrftu áfram að sýna ýtrustu aðgát í langan tíma, en ávinningurinn af því að gefa ferðaiðnaðinum tækifæri á að berjast fyrir lífi sínu gæti orðið margfaldur ef hrunið yrði umflúið.

Ríkisstjórn Íslands hefur flúið ábyrgðina sem fylgir því að stjórna og falið lækni efnahagsstjórnina.

Fyrir vikið eru allar aðgerðir nú eingöngu líknarmeðferð á sjúklingi sem mun deyja ef hann fær ekki súrefni.

Eina leiðin til að bjarga Íslandi frá öðru hruni er að fólk láti í sér heyra og minni stjórnmálamenn á að þeir munu verða dregnir til ábyrgðar fyrir þennan nýja afleik aldarinnar. Sannleikurinn mun koma í ljós.

Enn er von um að hægt sé að komast hjá harmleiknum. En til þess að svo verði þarf fólk að rísa upp og sýna viðspyrnu og láta í sér heyra strax, því eftir að sjúklingurinn er dauður verður honum ekki bjargað lengur..."

Þá kemur Jóhannes Loftsson með kröfu um að færa allt á byrjunarreit og opna landið tafarlaust.Honum dettur ekki í hug að það er ferðabann víðar en á Íslandi. Þetta er svo galin og óskiljanleg tillaga að það er áfall fyrir frjálshyggjuna að vera nefnd í sama orði og þessi ritsmíoð. Einræði og fjöldadráp get ég ekki samsamað við frjálshyggju.

Jóhannes virðist ekki hafa skilið upp né niður í aðferðafræðinni í baráttunni og til hvers hún var. Hefði hún ekki verið framkvæmd með þessum hætti hefðu orðið hópsýkingar á heilbrigðisstofnunum svipað og varð á Bolungarvík. Sjúkrahúsin okkar hefðu lagst á hliðina vegna álgasins og líklega hefðum við orðið að grípa til fjöldagrafreita með skurðgröfum.

Dánartalan hefði margaldast með veldisvexti og hjúkrun sýktra ekki reynst möguleg. Sænska leiðin þar sem gefið er eingöngu morfín þeim sem eru konir á efri ár þegar þeir eru í súrefnisskroti hefði óhjákvæmilega verið tekin upp því aðeins örfáar öndunarvélar eru hér til..

Hrikalegar fjölskylduhörmungar hefðu gengið yfir landið eins og við urðum vitni að í Hveragerði. Hver treystir sér til að hugsa slíkt til enda? 

Landsmenn hefðu sjálfsagt náð sér á einhverjum mánuðum og við stórgrætt á að losna við framfærslu á þúsundum látinna.En að fela frjálshyggjufélaginu að reikna það dæmi til enda vil ég ekki gera.

Þetta eru vissulega lögmæt sjónarmið sem einræðisstjórnum á borð við Kim Jong Un gætu dottið í hug. Svipað og þær þjóðernishreinsanir sem fram hafa farið og fara enn fram með gildri röksemdafærslu á hverjum stað. Adolf heitinn Hitler hafði til dæmis mikla sannfæringu fyrir nauðsyn á mikilli framleiðni Auswitch búðanna vegna framtíðarvelgengni Þýzkalands.  

Við getum farið aftur á reit eitt þegar í stað  með því að fara að ráðum þessa Jóhannesar og opna landið. Smitin myndu þegar í stað byrja aftur með veldisvexti og allt það sem við reyndum að forðast yrði komið aftur innan fárra  vikna.

Þetta er að mínu viti svo galið að í raun er ekki hægt að ræða það á þessum tímapunkti.

Jafnvel þó að öll íslenska þjóðin væri ónæm fyrir Covid19 myndi Jóhannes ætla að Icelandair myndi hefja flug til allra áfangastaða og ferðamenn flykkjast til landsins?  Hætta við að tapa 30 milljörðum á næstu þremur mánuðum eins og á þeim fyrri þremur? 

Allur heimurinn færi að kaupa fisk og ál? Olían aldrei ófýrari?

Heimurinn allur er í vanda sem við getum ekki leyst einir þjóða hvað sem öllu auglýsingagildi líður. Við eigum allt undir viðskiptum við heiminn og við erum algerlega háðir því að heiminum batni um leið og okkur.Við erum að gera okkar besta.Nú gildir að flýta sér hægt og forðast bakslag.

Allar þessar erfiðu ráðstafanir sem gerðar voru miðuðu að því að halda sýkingunum í svo lágu hlutfalli að hægt væri að rekja smitin og einangra  og ráða við að hjúkra sjúkum.

Það tókst og við erum í jafnvægi sem stendur.

Ekkert má hinsvegar útaf bera og við verðum að fara mjög gætilega í slökun varúðarráðstafana.

Að taka tappann einfaldlega úr flöskunni og hleypa andanum út væri galið á þessum tímapunkti..

 

 


Gætu sjálfboðaliðar

í miklum fjölda flýtt fyrir 3.fasa prófana mRNA bóluefnis Moderna. 2.fasi er hafinn og spurning mín er hvort að hægt væri að hraða prófunum með meiri fjölda sjálfboðaliða? Það er svo mikið undir að fyllsta öryggi má kannski víkja eitthvað til hliðar? 

Hvað skyldi Dr. Fauci og dr. Kári segja um þesskonar möguleika.

Að sjálfsögðu vil ég gerast sjálfboðaliði enda aðeins good riddance ef útaf ber.


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3420594

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband