Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2020

Hæfisnefndir

eru orðnar furðufyrirbrigði að mínu viti

Í stað þess að vera ráðherra til ráðuneytis um val á umsækjendum þá eru þær orðnar dómstóll sem gerir niðurstöður sínar opinberar og stofnar til rifrildis um allt milli himins og jarðar. Niðurstöður þeirra í nefndinni ættu að vera algert trúnaðarmál milli nefndar og ráðherra sem veitir starfið samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins.

Svo kemur einhver kærunefnd jafnréttismála upp eins og andskotinn uppúr forarpytti og gerir allt vitlaust ef að kelling er ekki valin heldur kall.

Þetta er alger fáránleiki hvernig þessi hæfisnefndar bísness er rekinn .þegar ráðherra á að ráða  en ekki einhver lýður út í bæ. 


Kársnes

í Kópavogi kraumar af lífi og framkvæmdum. Ég brá mér í bíltúr þangað eftir líklega nokkuð langt hlé. Mér eiginlega krossbrá. Það er búið að byggja þar svo mikið að ég þekkti mig varla.

Það var í tíð Gunnars I Birgissonar og Sigurðar Geirdal að byrjað var að vinna land út í Fossvoginn. Nú spretta upp byggingar þar sem aldrei fyrr. Þarna er að koma milljarða baðstaður, þarna er skipasmíðastöð Rafnars, vélsmiðjur og allskyns fyrirtæki.

Það eru sannarlega kraftar á ferð á Kársnesi í Kópavogi.


Fáránleiki

er sú stefna ríkisstjórnarinnar að moka ofan í framræsluskurði sem hafa verið grafnir með ærnum tilkostnaði í þágu bættra lífskjara í landbúnaði.Um aldir hafa menn stritað við að framleiða viðurværi sitt af mætti moldar í þessu landi.Nú rísa upp sérvitringar sem reyna að vinna gegn þessari viðleitni og gera landið óbyggilegra.

Allt sem að baki býr af vísindalegum rökum er á sandi byggt.Það verður ljóst af lestri greinar Bjarna Jónssonar um þetta mál þar sem reynt er að nálgast áhrif framræsluskurða á vísindalegum grunni. Bjarni ritar:

"

Það er upp lesið og við tekið, að uppþurrkaðar mýrar valdi meiri losun gróðurhúsalofttegunda en venjulegir móar eða mýrarnar sjálfar. Þó er vitað, að frá mýrum með tiltölulega lágt vatnsyfirborð getur streymt mikið magn metans, CH4, sem er meira en 20 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvíildi, CO2, sem frá nýþurrkuðum mýrum streymir.

Með flausturslegum hætti hefur ríkisvaldið látið undan einhvers konar múgsefjun á grundvelli rangra losunartalna og greitt styrki til að moka ofan í skurði án þess t.d. að mæla losun viðkomandi móa fyrir og mýrar eftir ofanímokstur.  Það er svo mikill breytileiki frá einum stað til annars, að þessi vinnubrögð er í raun ekki hægt að kalla annað en fúsk, og eru þau umhverfisráðuneytinu til vanza.

  Það er líka ráðuneytinu til vanza að hafa ekki nú þegar leiðrétt gróft ofmat á losun uppþurrkaðra mýra á grundvelli nýrra upplýsinga, sem stöðugt koma fram.  Fyrir þessu gerði Hörður Kristjánsson nákvæma grein í Bændablaðinu miðvikudaginn 20. maí 2020.

Í fyrsta lagi er viðmiðunarlengd framræsluskurðanna ekki mæld stærð,  heldur áætluð 34 kkm, sem er að öllum líkindum of langt, t.d. af því að hluti skurða er aðeins ætlaður til að veita yfirborðsvatni frá og á ekki að vigta í þessu sambandi.

Í öðru lagi er áhrifasvæði hvers skurðar reiknað 2,6 falt það, sem nú er talið raunhæft.  Þetta ásamt nokkurri styttingu veldur því, að þurrkaðar mýrar spanna sennilega aðeins 38 % þess flatarmáls, sem áður var áætlað. 

Í þriðja lagi styðst Umhverfisráðuneytið við gögn að utan um losun á flatareiningu þurrkaðs lands, en vísindamenn hafa bent á, að hérlendis er samsetning jarðvegar allt önnur, og meira steinefnainnihald hér  dregur úr losun.  Umhverfisráðuneytið notar stuðulinn 2,0 kt/km2=20 t/ha, en höfundur þessa pistils telur líklegra gildi vera 40 % lægra og nema 1,2 kt/km2. Er það rökstutt með tilvitnunum í vísindamenn í þessum pistli.

Í fjórða lagi hefur verið sýnt fram á, að jafnvægi niðurbrots hefur náðst 50 árum eftir uppþurrkun.  Þar verður þá engin nettó losun.  Höfundur þessa pistils áætlar, að nettó losunarflötur minnki þá um 38 % niður í 1,0 kkm2, og er það sennilega varfærin minnkun, sbr hér að neðan.

Þegar nýjustu upplýsingar vísindamanna eru teknar með í reikninginn, má nálgast nýtt gildi um núverandi losun gróðurhúsalofttegunda frá uppþurrkuðum mýrum þannig (áætluð heildarlosun):

  • ÁHL2=1,0 kkm2 x 1,2 kt/km2=1,2 Mt CO2eq

Gamla áætlunin er þannig (og var enn hærri áður):

  • ÁHL1=4,2 kkm2 x 2,0 kt/km2=8,4 Mt CO2eq

Nýja gildið er þannig aðeins 14 % af því gamla, og er sennilega enn of hátt, sem gefur fulla ástæðu til að staldra við og velja svæði til endurvætingar af meiri kostgæfni en gert hefur verið og minnka umfangið verulega.  Þessi losun er ekki stórmál, eins og haldið hefur verið fram af móðursýkislegum ákafa.

Grundvöll þessa endurmats má tína til úr Bændablaðs-umfjölluninni, t.d.:

"Þá hafa bæði dr Þorsteinn Guðmundsson, þá prófessor í jarðvegsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, og dr Guðni Þorvaldsson, prófessor í jarðrækt við LbhÍ, bent á í Bændablaðinu mikla óvissu varðandi fullyrðingar um stærð mýra og losun."

Þeir hafa m.a. bent á, að ekki sé nægt tillit tekið til "breytileika mýra og efnainnihalds".  Af þessum sökum er nauðsynlegt að mæla losun í hverju tilviki fyrir sig til að rasa ekki um ráð fram.  Í grein í Bbl. í febrúar 2018 skrifuðu þeir ma.:

"Íslenzkar mýrar eru yfirleitt steinefnaríkari en mýrar í nágrannalöndunum, m.a. vegna áfoks, öskufalls, mýrarrauða og vatnsrennslis í hlíðum, og lífrænt efni er að sama skapi minna."

"Þá benda þeir á, að samkvæmt jarðvegskortum LbhÍ og RALA sé lítill hluti af íslenzku votlendi með meira en 20 % kolefni, en nær allar rannsóknir á losun, sem stuðzt hafi verið við, séu af mýrlendi með yfir 20 % kolefni."

""Það þarf að taka tillit til þessa mikla breytileika í magni lífræns efnis, þegar losun er áætluð úr þurrkuðu votlendi", segir m.a. í greininni." 

"Þorsteinn og Guðni telja líka, að mat á stærð lands, sem skurðir þurrka, standist ekki.  Í stað 4200 km2 lands sé nær að áætla, að þeir þurrki 1600 km2.  Þá sé nokkuð um, að skurðir hafi verið grafnir á þurrlendi til að losna við yfirborðsvatn, þannig að ekki sé allt grafið land votlendi.  Mat sitt á umfangi votlendis byggja þeir m.a. á því, að algengt bil á milli samsíða framræsluskurða á Íslandi sé 50 m, en ekki 130 m, eins og miðað er við í útreikningum, sem umhverfisráðuneytið hefur greinilega byggt á.  Áhrifasvæði skurðanna geti því vart verið meira en 25 m, en ekki 65 m út frá skurðbökkum."

Áhrifasvæði skurðanna er lykilatriði fyrir mat á losun frá uppþurrkuðum mýrum. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun virðast hafa kastað höndunum til þessa grundvallaratriðis áður en stórkarlaleg losun gróðurhúsalofttegunda var kynt með lúðraþyt og söng.  Miðað við auðskiljanlegan rökstuðning ofangreindra tveggja vísindamanna er líklegt flatarmál uppþurrkaðra mýra hérlendis aðeins 38 % af handahófskenndu opinberu gildi.  Þetta er óviðunandi frammistaða opinberra aðila.  Betra er að þegja en að fara með fleipur.

Hugsandi fólk hefur áttað sig á því, að niðurbrot lífrænna efna í uppþurrkuðum mýrum hlýtur að taka enda, og þar af leiðandi er stór hluti þeirra orðinn áhrifalaus á hlýnun jarðar.  Þetta er staðfest í neðangreindu:

"Í meistararitgerð Gunnhildar Evu Gunnarsdóttur við Háskóla Íslands frá 2017 var reynt að meta losun kolefnis í þurrkuðum mýrum.  Niðurstöður hennar benda til, að losun sé mest fyrstu árin, en sé síðan hlutlaus að 50 árum liðnum. Það er ekki í samræmi við þær viðmiðunartölur, sem yfirvöld á Íslandi styðjast við í sínum aðgerðaráætlunum.  Það þýðir væntanlega, að losunartölur geti verið stórlega ýktar og mokstur í stærstan hluta skurða á Íslandi kunni því að þjóna litlum sem engum tilgangi.  Jarðraskið, sem af því hlýzt, gæti hins vegar allt eins leitt til aukinnar losunar."

Hér er kveðið sterkt að orði, en allt er það réttmætt, enda reist á rannsóknum kunnáttufólks á sviði jarðvegsfræði.  Höfundur þessa pistils dró aðeins úr virkum losunarfleti um 38 % (minnkaði 1600 km2 í 1000 km2), sem er mjög varfærið, sé ályktað út frá tilvitnuðum texta hér að ofan.  Umhverfisráðuneytið virðist þess vegna vera á algerum villigötum, þegar það básúnar heildarlosun frá þurrkuðum mýrum, sem er a.m.k. 7 falt gildið, sem nokkur leið er að rökstyðja út frá nýjustu niðurstöðum í þessum fræðaheimi.  Taka skal fram, að mun meiri rannsóknir og mælingar eru nauðsynlegar á þessu sviði áður en nokkurt vit er í að halda áfram ofanímokstri skurða til að draga úr hlýnun jarðar. "

Sjálfsagt eru næstu skref að moka ofan í Flóaáveituna á Suðurlandi sem forfeður vorir grófu í sveita síns andlits. Allt byggt að þeirri fullyrðingu að jörðin sé að hitna vegna losunar á gróðurhúsaloftegundum   af mannvöldum . Ekkert hefur verið vísindalega sannað í þessum efnum né heldur hefur það verið sannað að hlýnun jarðar séu lífríkinu verri en kólnun. Náttúrlegar sveiflur í veðurfari jarðar hafa verið til staðar alla jarðsöguna og einnig á sögulegum tíma og gersamlega fáránlegt að ætla að stjórna þeim né gangi sólar sem þeim valda.

Það er mikill fáránleiki í því fólginn að halda því fram að endurheimt votlendis hafi áhrif á veðurfar jarðar.

 


Óábyrg hegðun lögreglustjóra

vakti stórfurðu allra landsmanna.

Þarna fór lögreglustjóri inn í miðju 3500 manna ólöglegs  mótmælasafnaðar vegna dauða byssubófans Floyd á Austurvelli. Hvaða erindi átti hún þarna.

Er hún bara einn af þessum  venjulegu kommum og góðafólkinu  sem ekki geta stillt sig þegar pólitík er annars vegar? 

Jón Bjarnason  hefur þetta að segja í dag um córónusmitin:

Í aðeins 79 sýnum sem tekin voru í gær fannst eitt veirusmit. Ljóst er því að veiran er enn á ferð í samfélaginu.

Erfitt er að gera sér grein fyrir umfanginu þar sem sýnataka er mjög takmörkuð. Þá er upplýsingagjöf um hvar og við hvaða aðstæður smitin greinast engin.

" Einn greindist með kórónuveiruna í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu í gær. Fjórir eru því í sóttkví. Þetta er fyrsta smitið sem greinist í sex daga. Vanalega eru þeir sem hafa greinst með COVID-19 hjá Íslenskri erfðagreiningu með gömul smit og því ekki smitandi. Veirufræðideild Landspítalans hefur ekki greint jákvætt smit síðan 12. maí. 79 sýni voru tekin í gær; 60 hjá veirufræðideildinni" Ruv.

  Það að stöðugt greinast ný smit sýnir alvöruna. Það er áhyggjuefni hve mikil þöggun er um ný smit og stöðuna vegna þeirra af hálfu sóttvarna. Hvar þau greinast og sóttkví af þeirra völdum.

Upplýsingagjöf mikilvæg 

 Öflug og nákvæm upplýsingagjöf um smitin og afleiðingar þeirra var stór hluti í að skapa samstöðu meðal þjóðarinnar um að hefta útbreiðsluna. 

 Þöggun eða léleg upplýsingagjöf sóttvarna um ný smit vekur tortryggni.

Mikilvægt er að nákvæm og opin upplýsingagjöf verði um skimanir og  framvinduna alla tengdri opnun landamæranna og skimanir."

Hvað eiga borgararnir að gera þegar lögreglustjórinn í Reykjavík hegðar sé með þessum hætti og brýtur allar þær varúðarráðstafanir sem okkar yfirvöld hafa verið að setja okkur.

Ætti ekki að reka þessa manneskju á stundinni fyrir þessa óábyrgu hegðan og pólitísk reglubrot?

 

 

 

 


Forarpyttur mannhaturs

alls sem kemur nálægt Sjálfstæðisflokknum er nýkommúnistinn Gunnar Smári Egilsson, oft kallaður  fjögurrablaðaSmári eftir risagjaldþrot sem hann stóð að meðan hann var kapítalisti, bjó Í Arnarnesi innan um feitu kettina, og þénaði undir Jón Ásgeir og Baug sem svo endaði með stærsta fallítt Íslandssögunnar.

Sýnishorna af innréttingu sálarinnar og mannhatrinu:

"Sjálfstæðisflokkurinn safnar gögnum um þá sem flokkurinn telur sig þurfa að varast. Það sést ágætlega nú á Facebook þegar innmúraðir og innvígðir birta raðir af póstum um Þorvald Gylfason, sem eiga að sýna að þar fari maður sem drýgt hefur hina stærstu synd; að beygja sig ekki fyrir flokki hinna innmúruðu og innvígðu.

Sjálfstæðisflokkurinn er fyrirbrigði líkt og Kommúnistaflokkur Austur-Þýskalands, mykjuhaugur sem laðar að sér sníkjudýr; slefbera, rógbera, valdníðinga og ofsækjendur. Það ætti að kalla saman rannsóknarnefnd Alþingis til að safna saman glæpum þessa flokks gegn almenningi og samfélaginu.

Ábending: Þau sem læka þennan status lenda á skrá í Valhöll, geta aldrei ritstýrt norrænu tímariti, ef Sjálfstæðisflokkurinn hefur eitthvað um það að segja.”
 
Gunnar Smári gæti prýðilega verið að lýsa sjálfum sér og skrifum sínum svo og nýkommúnistaflokki sínum sem forarpytti mannhaturs á öllu sem tengist Sjálfstæðisflokknum.

Í þágu hverra?

hótar furðufuglinn Ragnar Þór uppsögn lífskjarasamninga af því að 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán hafa ekki verið bönnuð?

Þessi lán hafa hjálpað flestum og myndu hjálpa enn meira ef þau yrðu til fimmtíu ára en ekki 40. Fyrir hverja er þessi formaður minn í VR að berjast?

"Við sett­um líka þau skil­yrði fyr­ir því að þessi leið yrði skoðuð að stjórn­völd kæmu að borðinu með fryst­ingu á vísi­tölu til verðtryggðra lána, bann við 40 ára verðtryggðum lán­um og frum­varp um hlut­deild­ar­lán. Með þessu vild­um við tryggja kaup­mátt, verja heim­il­in og mögu­lega bjarga nokk­ur hundruð störf­um í leiðinni,“ skrif­ar Ragn­ar.

Niðurstaðan varð að þess­ari hug­mynd var al­farið hafnað inn­an veggja ASÍ og fékk ekki frek­ari umræðu. Ekki frek­ar en frest­un á launa­hækk­un­um sem gjarn­an gleym­ist að lagt var fram líka og varðhund­ar rétt­inda launa­fólks gleyma gjarn­an að nefna að hafi verið til umræðu líka.

Ragn­ar seg­ir ein­hverja þá lukk­uridd­ara sem stigið hafa fram bera ábyrgð á svik­um við launa­fólk og heim­il­in eft­ir hrun. Það sé fólkið sem beri ábyrgð á því að launa­hækk­un­um var frestað eft­ir hrun og „verðbólg­unni var sleppt lausri á heim­il­in með skelfi­leg­um af­leiðing­um sem fólk er enn að tak­ast á við í dag,“ skrif­ar Ragn­ar.

„Þess­ir svik­ar­ar við launa­fólk lýðskruma nú úr sér radd­bönd­in af rétt­lætis­kennd gegn hug­mynd­um sem snúa fyrst og síðast um að verja heim­il­in, störf­in og kaup­mátt­inn. Ná­kvæm­lega því sem fórnað var í hrun­inu,“ skrif­ar Ragn­ar og út­skýr­ir mál­in:

„Til að fólk átti sig á stærðunum þá kost­ar 3 mánaða eft­ir­gjöf á 3,5% iðgjaldi í líf­eyr­is­sjóð, 40 ára ein­stak­lings með 650 þúsund í mánaðarlaun, 772 kr. í líf­eyr­is­rétt­indi en 4.300 kr. í kaup­mætti ef hann rýrn­ar um 1%. Sam­an­borið við hrunið varð 15% kaup­mátt­ar­rýn­un því 64.500 kr.

Hverskonar kúnstir eru þetta eiginlega og í þágu hverra á að setja þjófélagið á óæðri endann?


Upphlaupið útaf Þorvaldi

er tekið fyrir af Brynjari Níelssyni á facebúkk:

"Líf sumra stjórnmálamanna virðist snúast aðallega um að skapa pólitísk uppnám að óþörfu. Til er einn stjórnmálaflokkur sem er eingöngu í slíkum upphlaupum. Annar flokkur, Samfylkingin, er á harðahlaupum í sömu átt og gefur hinum ekkert eftir núorðið. Gott dæmi er sýndarmennskan um frumkvæðisrannsókn á hæfi sjávarútvegsráðherra.

Nýjasta dæmið er móðursýkisköstin vegna þess að fjármálaráðherra hafði ekki áhuga á þeirra manni sem ritstjóra norræns hagfræðirits, sem ætlað er að vera fjármálaráðuneytum norrænu ríkjanna til halds og trausts.

Ekki eru spöruð stóru orðin eins og valdníðsla og "berufsverbot", sem ég efast um að þau viti hvað merkir.
 
 
Sjálfhverfa fólkið heldur auðvitað að allt snúist um það sjálft. Þetta er samt sama fólkið og heimtar að hinir og þessir séu beinlínis reknir úr störfum fyrir "rangar skoðanir" sem falla ekki að pólitískri rétthugsun þeirra og hafa náð miklum árangri í þeim efnum.
 
Ekki ætla ég að tala illa um Þorvald Gylfason og hann hefur örugglega ýmsa kosti þótt þeir séu kannski ekki áberandi. Samt mætti vera mikill skortur á kandidötum í starfið svo ég réði Þorvald mér til halds og trausts.
 
Og miðað við framgöngu hans í opinberri umræðu myndi ég ekki einu sinni treysta mér til að senda hann út í búð fyrir mig, jafnvel þótt hann væri með miða."
 
Það sem ég hef fylgst með Þorvaldi í opinberri umræðu sannar réttmæti niðurlagsorða Brynjars fyrir mér. Þorvaldur fer hiklaust með röng mál og skrumskælir staðreyndir í sinni pólitísku baráttu svo sem niðurstöður atkvæðagreiðslna í sambandi við stjórnlagaráð. Hans stjórnarskrá mun ég ekki treysta.
 
Svo má ekki gleyma því að fleiri ríki en Ísland höfnuðu ráðningu Þorvaldar þannig að hann var út úr myndinni með þeirra atbeina.
 
Upphlaupið vegna Þorvaldar er út úr kú.
 
 

Sórkostleg íslenzk uppfinning

Í skúr við Nýsköpunarmiðstöð Íslands er rekið minnsta álver á Íslandi. Á undanförnum fjórum árum hefur fyrirtækið Actus Metlas undir stjórn vísindamannsins og frumkvöðulsins Jóns Hjaltalín Magnússonar unnið að þróun nýrra rafskauta fyrir áliðnaðinn í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöðina.

Rafskautin eru ekki framleidd úr kolum eins og hefðbundin rafskaut heldur sérblönduðum málmi sem endist miklu lengur og þurfa mun minni orku. Þá sparast enn meiri orka við framleiðslu rafskautanna sjálfra sem að auki eru mörg framleidd með kolaorku.

Jón Hjaltalín Magnússon frumkvöðull og Guðmundur Gunnarsson fagstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segja álið með nýju rafskautunum hreinna og umhverfisvænna en ál framleitt með núverandi aðferðum.STÖÐ 2/EGILL

Jón Hjaltalín segir íslensku álverin famleiða um 800 þúsund tonn af áli á ári sem valdi um þriðjungi af öllum koltvísýringsútblæstri landsins.

„Það er um ein koma sex milljónir tonna af koldíoxíði sem er losað upp í andrúmsloftið. Ef öll þessi álver væru með þessa tækni myndum við minnka losun koltvísýrings á Íslandi um 30 prósent, einn þriðja,“ segir Jón Hjaltalín.

Þar með er ekki allt upp talið. Því í stað þess að framleiða koltvísýring með notkun núverandi kolarafskautum framleiða nýju rafskautin beinlínis súrefni.

„Þannig að hundrað þúsund tonna álver með þessari tækni mun framleiða súrefni eins og 270 ferkílómetra skógur,“ segir Jón Hjaltalín.

Mikilvægt að fá stuðning nýsköpunar- og rannsóknarsjóða

Jón Hjaltalín segir samstarfið við Nýsköpunarmiðstöðina undanfarin ár hafi skipt sköpum í þróunarferlinu. En þróunarvinnunni sé ekki lokið. Næsti áfangi muni kosta um 100 milljónir króna. Þá bregði hins vegar svo við að íslenskir rannsóknarsjóðir sýni verkefninu engan áhuga.

„Því miður þá sóttum við um í Loftlagssjóð sem stefnir að því að bæta loftslagið en okkur var hafnað. Veistu af hverju? Þeir treystu því ekki að svona lítið íslenskt fyrirtæki komi með góða hugmynd og komi henni á markað,“ segir Jón Hjaltalín. Þá telji sumir sjóðir ekki um nýsköpun að ræða þótt verið sé að bylta rúmlega hundrað ára mengandi tækni sem muni hjálpa Íslendingum að ná markmiðum sínum og skuldbindingum í Parísarsáttmálanum.

Guðmundur Gunnarsson bræddi þennan álklump og setti í mót merkt Actus þegar fréttmenn bar að garði í dag.STÖÐ 2/EGILL

Áhuginn hjá erlendum stórfyrirtækjum sé hins vegar mikill á þessari tækni og því gæti framleiðsla skautanna hæglega endað í öðru landi en Íslandi. Framleiðsla fyrir öll álver heimsins gæti skapað mikinn fjölda starfa og stuðlað að verulegum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu.

Jón Hjaltalín segir þróun fyrirtækis hans og Nýsköpunarmiðstöðvarinnar hafa skilað raunverulegri lausn sem virki. Til marks um trú álfyrirtækjanna sjálfra hafi einn stærsti álframleiðandi Evrópu, þýska álfyrirtækið Trimet, skrifað undir samning við Actus Metlas í janúar um samstarf við að skala tæknina upp í fulla stærð.

„Og í framhaldi af því stefna þeir að því að breyta sínum álverum í umhverfisvæn álver. En þeir eiga fjögur mjög gömul álver, þrjátíu til fimmtíu ára gömul eins og Ísal,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon.

 

Það er hreint ótrúlegt að íslenzk yfirvöld sem segjast eins og Katrín Jakobsdóttir setja loftslagsmálin í forgang skuli ekki stökkva á þessa stórkostlegur íslenzku hugmynd og veita henni brautargengi.

Minn

 

 


Velsældin komin aftur

er augsýnilegt þar sem ég sit á veitingastaðnum Surf&Turf við Austurveginn á Selfossi. Ég horfi út um gluggann svona um áttaleytið og það er stöðugur straumur lúxusjeppa í austurátt. Og minnst tíundi hver er með  hjólhýsi eða hestakerru aftan í sér. Og fjöldi hreinna húsbíla er gríðarlegur. 

Ég brá mér úr bænum til að lyfta mér og konunni upp. Þarna fæ ég BBQ svínarif hvergi betri og konan fisk. Það er pakkað af fólki þarna á staðnum og maður var heppinn að fá borð. Það streymir inn fólk klukkan að verða hálfníu. Það er greinilegt að fólkið er eitthvað að sækja þarna hjá Birni Baldurssyni fyrrum flugstjóra á Fokkerunum hjá Flugfélaginu sem nú rekur staðinn.  Honum Bjössa bara leiddist flugið og fannst veitingamennskan skemmtilegri eftir að vera búinn að skila tíuþúsund flugstundum.

Maturinn hjá honum Bjössa svíkur engan.  Það er gráupplagt að skreppa úr bænum austur á Selfoss og koma á Surf og Turf við hliðina á Landsbankanum og telja húsbílana sem streyma framhjá á Austurveginum.

Velsældin virðist vera komin aftur hvað sem hver og Covid19 segir í daglega jarminu.


Skarpur sjóræningi

er hún hin myndskreytta Sigurbjörg Ósk Haraldsdóttir

"Grjót­hrúg­urn­ar sem búið er að sturta á grasblett við Eiðsgranda í Reykja­vík hafa vakið tals­verða at­hygli að und­an­förnu. Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata og formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs, seg­ir hrúg­urn­ar lið í að minnka viðhaldsþörf og grasslátt á svæðinu, en um er að ræða eitt stærsta græna svæði Vest­ur­bæj­ar.

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins, seg­ir ljóst að fram­kvæmd­in sé liður í að fækka græn­um svæðum í Reykja­vík.

„Hvar er græna Reykja­vík sem þetta fólk þyk­ist standa fyr­ir? Fyr­ir þeim er græna Reykja­vík steypa, möl og grjót. Verður það sem sagt stefn­an núna þegar borg­in þarf að spara viðhald og slátt að sturta niður mal­ar­bingj­um?“ seg­ir Vig­dís."

Jáhá, það þarf víst ekki að slá malbik eða möl. Það hefur ljósið hún Sigurbjörg Ósk fundið út af sjóræningjahyggjuviti sínu einu saman.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband