Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2020

Góð áminning

hjá Geir Ágústssyni:

"

Jarðefnaeldsneyti er frábært

Allt tal um að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti er tómt tal. Mannkynið hvorki ætti né getur hætt að nota jarðefnaeldsneyti með núverandi tækni, og það eru fá teikn á lofti um að tæknin geti leyst jarðefnaeldsneytið af á næstu áratugum. 

Auðvitað geta rík lönd talað á öðrum nótum. Það er alveg hægt að neyða almenning til að taka upp hálfþróaða tækni og niðurgreiða með svimandi fjárhæðum valkosti við jarðefnaeldsneyti. Auðvitað. Og um leið láta börn í Afríku grafa á eftir sjaldgæfu málmunum sem þarf í öll þessi batterí. En fyrir heiminn, heilt á litið, eru það bara heimatilbúnar og svæðisbundnar æfingar sem skipta engu máli fyrir heildarmyndina og mannkynið. Á Ísland að nota jarðefnaeldsneyti eða ekki? Svarið skiptir ekki máli nema fyrir íslenska skattgreiðendur.

Nú fyrir utan að jarðefnaeldsneyti er ekkert vandamál í sjálfu sér. Jú, auðvitað veldur ósíaður kolareykur usla, en hreinn gasbruni eða bruni bensínvélar er engin sérstök óværa. Fyrir milljónir fátækra Jarðarbúa er raunar mikil framför í að komast í kol til brennslu, sem valkost við bruna dýraskíts innandyra með tilheyrandi reykeitrun og jafnvel hættu á dauða.

Hafi menn áhyggjur af styrkleika koltvísýrings í andrúmsloftinu og því að hann hafi meiri áhrif á hitastig lofthjúpsins en sjálf sólin þá er sú goðsögn á góðri leið með að verða afhjúpuð sem ósönnuð tilgáta. Koltvísýringur er ekki mengun. Hann er tiltölulega áhrifalítill fyrir lofthjúpinn, en meiri styrkur um leið frábær áburður fyrir plönturnar. Því meira, því betra (upp að ákveðnu marki, auðvitað).

Svo þurfum við að muna að jarðefnaeldsneyti er ekki bara eldsneyti heldur líka hráefni. Það kæmi mér mjög á óvart ef það væru færri en 50 hlutir í kringum þig, sem þetta les, sem á einn eða annan hátt eru framleiddir með notkun olíu sem hráefnis.

Mörgum er tíðrætt um orkuskipti. Þau eru ekki frá jarðefnaeldsneyti í græna orku (svokallaða), heldur frá skítugri orku til hreinni."

Loftslagsbullið úr hinum fjörtíuþúsund Parísarfíflum AlGore er löngu komið niður fyrir vitrænt stig niður á plan Asbergerheilkennisins. Enginn minnist á það  hvort sólin sé áhrifavaldur á hitastig jarðar svo sem var á tímum Risaeðlanna.

Langalangafi minn, hann Eiríkur Björnsson á Karlsskála varð svo ríkur á því að sjá fyrir hversu mögum áratogum hans fiskur var verðmeiri en fiskur innfirðinga, að hann gat gefið þeim heila kirkju þegar fram liðu stundir.

Fái ég mér nýjan bíl þá skal það verða dísill svo ég muni hvað hefur staðið undir framþróun mannkynsins og forfeðra minna.


Veit hvað hún bað um?

thordis og Hildur

Stjórnmál / „Þegar allt kem­ur til alls er einni spurn­ingu ósvarað. Er Þór­dís Lóa í full­kom­inni flónsku gagn­vart fjár­hag Reykja­vík­ur­borg­ar? Eða fer hún vís­vit­andi með ósann­indi? Ekki veit ég, hvort mér þykir verra.“

Það er Hildur Björnsdóttir, varaoddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem sendir formanni borgarráðs, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, þessa sneið í Moggagrein í dag.

 

Tilefnið er neyðarkalli borg­ar­inn­ar.

Starfshópur sem; „sem skipaður var af borg­ar­stjóra, hvar sátu marg­ir helstu stjórn­end­ur Reykja­vík­ur­borg­ar,“ hafði skilað af sér:

Þar sagði meðal ann­ars að viðbótar­fjármögn­un­arþörf borg­ar­sjóðs um­fram for­send­ur fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir 2020-21 myndi nema 39 millj­örðum króna. Þá væru ótald­ir 36,5 millj­arðar sem myndu falla til næstu árin. Jafn­framt sagði í niður­stöðunum:

„Vand­inn snýst hins veg­ar ekki aðeins um skammtíma fjár­mögn­un­ar­vanda held­ur stefn­ir í al­ger­lega ósjálf­bær­an rekst­ur til margra ára. Þessa ósjálf­bærni er ekki hægt að leysa með hækk­un leyfi­legr­ar skatt­lagn­ing­ar eða þjón­ustu­gjalda eða með stór­felld­um niður­skurði í út­gjöld­um borg­ar­inn­ar. Hefðbundn­ar aðferðir eru ekki í boði.“

Hildur heldur áfram:

„Skóg­ar­bónd­inn, Þór­dís Lóa,

virt­ist alls ómeðvituð um neyðarkall borg­ar­inn­ar til rík­is­sjóðs – jafn­vel þótt hún hefði á vor­dög­um sett er­indið sjálf á dag­skrá borg­ar­ráðs.

Sá kann ekki að segja af súru sem aldrei sýp­ur nema sætt. Meiri­hluta­flokk­arn­ir hafa meiri áhuga á eig­in inn­an­tóma lof­orðahjómi, en úr­lausn flók­inna viðfangs­efna. Þór­dís Lóa rækt­ar garðinn sinn, en sýn­ir fjár­mál­um borg­ar­inn­ar full­komið hirðuleysi."

Getur verið að þessi meirihluti verði virkilega endurkjörinn eftir allt sem á undan er gengið? Skoðanakannanir útiloka það ekki.  Bragginn, skólarnir, skuldasöfnunin sem er nærri 400 millljarðar meðan öll önnur sveitarfélög greiddu skuldir niður. Formaður Borgarráðs man ekki milli mánaða að hún var búin að senda út neyðarkall til alríkisins þegar hún skrifar um góða stöðu Borgarinnar í Mogga.

Ég hald að aðeins Dagur Bé. sjálfur geti nálgast Þórdísi Lóu í algjöru meðvitundarleysi um umhverfi sitt. 

Því miður er Borgarstjórnarflokkur íhaldsins svo daufgerður að meirihlutinn virðist komast upp með hvað sem er. Alveg eins og á tíma Ingibjargar Sólrúnar þegar hún bara gargaði niður mótmæli andstæðinganna þegar engin rök fundust. Sagði hiklaust svart hvítt og að Borgarsjóður væri rekinn hallalaust þegar milljarður í mínus væri bara "undirliggjandi halli" sem væri algerlega hættulaus.

Hefur fjármálalæsi yfirleitt þekkst í Borgarstjórn Reykjavíkur síðan á þeim dögum Ingibjargar Sólrúnar? Þeir eru til sem finnst hún hafa verið ósvífnasti lygalaupur sem nokkru sinni hefur verið uppi í íslenskri pólitík. En Þórdís Lóa virðist vera frekar í ætt við gömlu konuna sem lagði sprekið í bálköst Brunós sem sagði aðeins við það tækifæri : "Ó þú heilaga einfeldni".

Þórdís Lóa virðist ei vita hvers hún biðja ber til lausnar fjárhag Reykjavíkurborgar.


Innilegar samúðarkveðjur

vil ég senda skólasystkinum mínum Jóni Baldvin og Bryndísi Schram í þeirri fjölskylduógæfu sem á þeim dynur þessa daga.Þau hafa ævilangt aldrei sýnt mér nema góðan vinskap. Þó að þau vissulega geti verið glettin og fyrirferðarmikil á góðum stundum , þá fullyrði ég að ekkert illt býr í þessum  ágætu hjónum.

Henry Ford lýsti þessu svo: Never complain, never explain ("Aldrei að kvarta, aldrei að útskýra") Ford vissi greinilega hversu erfitt er að verjast áburði. Ekki síst um löngu liðin atvik. Þó að  enginn eigi að vera sekur fyrr en sök er ótvírætt sönnuð þá loðir leðjan oft við og einhverjir vilja trúa hinu versta.

En ég stend með þeim hjónum og sendi þeim mínar innilegar samúðarkveðjur.


Keisarans skegg?

finnst mér vera undir í deilu þar sem við etjum saman tveimur af okkar góðu vísindamönnum um það hvort við eigum að hafa heimkomusmitgát eða sóttkví á erlendum ferðamönnum á landamærum.

Skiptir þetta virkilega máli um afkomu ferðamannaiðnaðarins?

Kári Stefánsson sagði í Silfrinu að það væri svo erfitt að fylgja heimkomusmitgát eftir frekar en sóttkví. Sem sagt tæknilegs eðlis. Jón Ívar taldi heimkomusmitgát vera framkvæmanlega og minna íþyngjandi. Þessir góðu menn voru sammála um að smitleiðirnar væru mjög viðkvæmar og Kári benti á að sýkingarnar næstliðnu stöfuðu allar frá einum aðila sem komist hefði í gegn um netið.

Tekur það því að vera að deila um framkvæmd landamæraskimunar sem vísindamennirnir eru sammála um að nauðsynleg sé? Er þetta ekki nefnilega bara spurning um skamman tíma þar til að þetta má endurskoða?

Er þörf á að láta þessa dýrmætu vísindamenn deila svona um keisarans skegg þegar bóndavitið segir okkur einfaldlega, "Play it safe"?


Næstu bólfélagar í ríkisstjórn Íslands

 Gunnarsmári

 

Gunnar Smári skrifar:

"Tek ofan fyrr Pírötum. Það er komið nóg af meðvirkni stjórnarandstöðunnar með aðgerðum ríkisstjórnarinnar, þegar hún lætur narra sig til að samþykkja vond mál (annað hvort beint eða með þögninni) gegn smávægilegum fegrunaraðgerðum. Stjórnarandstaðan á að standa föst á móti misnotkun almannasjóða og -eigna fyrir ríkustu fjármagnseigendurna og allra stærstu eigendur allra stærstu fyrirtækjanna; hafna þessar stefnu og bjóða upp á betri valkost."

 

Þetta er glæsilegur framtíðarhópur í næstu ríkisstjórn 

Íslands. Þarna skortir ekki forvitnina eða hugsjónirnar um jafnrétti og bræðralag hjá næstu bólfélögum í ríkisstjórn Íslands.

 

Kjaftstopp

er ég hreinlega eftir að hafa horft á afburðaþátt Karls Eskils Pálssonar á N4 um hið nýja fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík.

Um leið fyllist ég stolti yfir að vera Íslendingur og sjá hvers megnugt íslenskt hugvit er.

Eins og Heiðrún Lind segir í myndinni þá hefur ein auðlind fætt af sér aðra.Fiskveiðiauðlindin hefur fætt af sér aðra auðlind,-íslenskt hugvit-, sem er orðin söluvara um allan heim.Við Íslendingar erum orðnir fremstir í heiminum í vinnslu sjávarafla og og höfum þróað þvílíka tækni í vinnslu hans að okkar fólk er kallað til starfa um allan heim.

Eins og Þorsteinn Már Baldvinsson segir í lok myndarinnar þá skulum við muna að við erum ekkert sérlega stórir í fiskveiðum á heimsvísu. Það er mikil samkeppni um markaði allstaðar.

Laxeldi er í miklum vexti og þorskeldið er á leiðinni.Við verðum að leggja okkur fram til að halda forskotinu sem við höfum í nú orðið vinnslutækninni sem sést í þessari verksmiðju Samherja á Dalvík.

Ævistarf Samherjafrænda hefur leitt af sér þessa stöðu í veiðum og vinnslu frá því að þeir hófu að sanka að sér heimildum í árdaga kerfisins.

Hluti Íslendinga reynir nú að glæpavæða þessa menn og gera þeirra starfsemi tortryggilega á allan hátt.Ég kýs fremur að horfa á það sem þeir hafa áorkað þó sjálfsagt megi eitt og annað betur fara þar sem annarsstaðar.

Aðrir tala um afnám  fiskveiðistjórnunarkerfisins og upptöku ólympískra veiða þar sem allir megi veiða sem allra mest án tillits til verðmætasköpunar.Ég held að við verðum að gæta okkar á öfundinni yfir velgengni annarra sem aldrei er langt undan með okkur og fleygja ekki frá okkur því sem við höfum í hita augnabliksins.

Það er fljótséð að svona hús eins og kynnt er til sögunnar þarna á Dalvík verður að hafa stöðuga hráefnisaðfærslu eigi hún að geta staðist.

Tími handflökunar og gúanós er liðinn og tími háþróaðrar matvælavinnslu runninn upp. Það verður því óhjákvæmilega að samhæfa veiðar og vinnslu eins og Samherjafrændur hafa gert.

Í heild er ég stoltur fyrir hönd minnar þjóðar og er sjálfur kjaftstopp þegar ég horfi á afrek þeirra Samherjafrænda sem þarna birtast eftir 20 ára starfsemi á Dalvík.

 


Sinfónían

var með tónleika í sjónvarpinu í gær.

Mikið rosalega var þetta góður þáttur. Ég er annars líklega menningareðjót svo ég var uppnuminn af söngvurunum okkar sem við heyrum ekki nógu oft.

Sérlega kom Elmar Gilbertsson mér á óvart þar sem ég minntist ekki að hafa heyrt í honum fyrr.Hann er frábær.Dísella var auðvitað frábær sem okkar heimsfræga óperusöngkona og raunar voru allir flytjendur uppá sitt allra besta og óaðfinnanlegir í flutningi sínum á okkar frábæru tónsmíðum.

Takk fyrir Sinfóníuna.


Æ æ Boeing minn

Svo skrifar mér vinur minn Hjálmar Sveinsson verkfræðingur í Ameríku

"It's apparent that Boeing started the manufacturing of the 787 in a brand new production plant on the wrong foot with quality control suffering.  Hopefully with this issue on top of the 737MAX and continued issues with the KC-46 tanker are receiving the required corrective attention or Boeing's previous high reputation will be out the door." 

https://mail.google.com/mail/u/0/#inbox/FMfcgxwJXftRwrCmTclsWJLTnScsvVrN?projector=1&messagePartId=0.1

Það virðist að það muni 0.005 tommu í samskeytum við plasthlutasamsetningar í nýrri verksmiðju fyrir 787. Þvílík nákvæmni og tækni er í þessum flugbransa.

Vonandi tekst Boeing mínum að laga þetta.


Bravó Kári

þú hefur hlýtt á Garðar Hólm og hefur lýst saung hans ekki síður nafni minn Kiljan gerði í Brekkukotsannál. Við bíðum eftir næstu aríu þó við séum frekar sjóndauf og heyrnarskert þegar heimsfrægðirnar eiga í hlut. Þangað til,

Bravó Kári.


Bravó María Pálsdóttir

fyrir afrekið sem þu ert búin að vinna á Kristneshæli. Og líka samgöngusafnið á Ystafelli sem er búið að gera gamla bíl hælisins sem nýjan.

En María er búin að lyft Grettistaki í minningu Berklaskelfingarinnar sem gekk yfir landið fyrir tíma meðalanna sem komu frá Alexander Fleming. Ég minnist enn glögglega hvílíkur skelfingardómur það var að fá berkla á mínum ungu dögum.

Framtak Maríu Pálsdóttur leikkonu er stórkostlegt og mætti gjarnan smitast út til Vífilsstaða.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband