Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2021
12.1.2021 | 14:52
Pólitísk sátt?
Frétt í Mogga:
"Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að ná þurfi pólitískri sátt um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Hennar sýn sé sú að hér þurfi að horfa til Norðurlanda. Skynsamlegast sé að taka RÚV af auglýsingamarkaði og eftirláta pólitíkinni að fjármagna stofnunina. Hún segir hvarf fréttastofu Stöðvar 2 úr opinni dagskrá slæmt fyrir samkeppni.
Á Norðurlöndum er alla jafna einn ríkisrekinn fjölmiðill sem ekki er á auglýsingamarkaði. Einnig fá einkareknir fjölmiðlar ríkisstyrki. Ef að líkum lætur eykst því fjármagn það sem ríkið veitir til fjölmiðla umtalsvert með slíku fyrirkomulagi. Í fjölmiðlafrumvarpi Lilju sem liggur fyrir þinginu eru lagðir til ríkisstyrkir til einkamiðla að norrænni fyrirmynd. Telur Lilja það mikilvægt fyrsta skref.
Styrkir stöðu RÚV að fara af auglýsingamarkaði
Það þarf að ná pólitískri sátt um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Ég hef sagt að ég vilji hafa fjölmiðlaumhverfið og auglýsingaumhverfið eins og það er á Norðurlöndum. Við þurfum að klára fjölmiðlafrumvarpið og ég hef sagt að ég vilji ganga lengra gagnvart stöðu RÚV á markaði þótt það sé ekki tilgreint í þessu frumvarpi. Ég tel það styrkja stöðu RÚV að ekki sé verið að deila um stöðu þess á auglýsingamarkaði, segir Lilja.
Ein birtingarmynd veru RÚV á auglýsingamarkaði raungerðist í ákvörðun Stöðvar 2 sem hefur nú læst fréttatíma sínum í þeirri von að áskrifendum fjölgi, þannig að tekjur skapist fyrir því að halda úti fréttastofunni. Fram kemur í máli Þórhalls Gunnarssonar, framkvæmdastjóra miðla hjá Sýn, að skortur á auglýsingatekjum sé ástæðan. Þá bendir hann á að ljóst sé að RÚV taki til sín stóran hluta af auglýsingatekjum af ljósvakamarkaði.
Ekki stætt á að gefa fréttatímann
Hvernig er hægt að réttlæta stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði?
Minn vilji er skýr í þessu máli um að hafa svipað fyrirkomulag og á Norðurlöndum. Það hefur hins vegar verið vilji þingsins að hafa hlutina með þessum hætti. Ég tel að nú séu breyttir tímar og að við eigum að klára þetta fjölmiðlafrumvarp. Ég tel að við séum á þeim tímapunkti að það þurfi að líta dýpra inn á þennan markað. Ef við byrjum á því að klára fjölmiðlafrumvarpið þá klárum við styrki til einkarekinna miðla. Það er gott fyrsta skref, segir Lilja.
Mikilvægt að festa sig ekki í fortíðinni
Ein af þeim breytingum sem þegar hafa verið gerðar er að stofna sérstakt dótturfélag um sölu auglýsinga. Félagið ber ábyrgð á allri sölu sem RÚV skilgreinir sem tekjuaflandi samkeppnisrekstur. Félagið tók til starfa 1. janúar og heitir RÚV sala. Eru þar meðal annars tilgreindar hömlur í formi þess auglýsingatíma sem heimilt er að selja auglýsingar í.
Hvers vegna telur þú að svo miklar mótbárur séu gegn breyttri stöðu RÚV á auglýsingamarkaði?
Mér hefur fundist að menn hafi ekki almennilega áttað sig á mikilvægi þess að styrkja umgjörð um fjölmiðla. Ég ber ábyrgð á fjölmiðlum sem menntamálaráðherra. Ég tel að ef við hefðum samþykkt fjölmiðafrumvarpið þá væri Stöð 2 ekki í þeirri stöðu sem kallar á þessar aðgerðir frá þeim í dag. Við þurfum fjölbreyttar fréttaveitur og við þurfum samkeppni í miðlun frétta eins og verið hefur. Í ljósi þessa kalla ég eftir því að fólk í þinginu hafi hugrekki til þess að taka næstu skref án þess að festa sig í fortíðinni. Við þurfum að horfa til framtíðar, segir Lilja.
Mótbárur við að taka RÚV af auglýsingamarkaði hafa ekki eingöngu komið úr þinginu. Þannig hafa hagsmunaaðilar á borð við auglýsendur sem hafa tök á því að ná til almennings í gegnum stofnunina lagst gegn breytingum, stór hluti neytenda vill hafa RÚV á auglýsingamarkaði skv. skoðanakönnunum og auglýsingastofur og kvikmyndaframleiðendur hafa lagst gegn breytingum í ljósi þess að stofnunin er vettvangur fyrir stórar auglýsingar.
Fjölmiðlar verði styrktir með hjálp skattlagningar erlendra miðla
Þá hefur því verið haldið fram að það auglýsingafé sem veitt hefur verið til ljósvakamiðla RÚV muni fara á erlenda miðla á borð við Facebook og Google. Skv. mati Hagstofunnar frá árinu 2018 er áætlað að 5,2 milljarðar króna hafi farið til birtinga á sambærilegum erlendum miðlum. Engin bein gögn liggja að baki matinu heldur er notast við mat byggt á skoðanakönnunum, markaðsrannsóknum og gögnum um þjónustuinnflutning fyrir kaup á birtingu auglýsinga.
Þegar eingöngu er horft til birtingahúsa, þar sem um 40% alls auglýsingafjár á íslenskum markaði fer í gegn ef miðað er við tölur Hagstofunnar 2018, var hluturinn hins vegar 7,2% af 5,1 milljarði króna eða tæpar 390 milljónir króna. Talsvert ósamræmi er í þessum tölum en gæti það helgast af því að smáir aðilar á markaði sem ekki nýta sér þjónustu birtingahúsa eru stór hluti kaupenda auglýsinga á erlendum miðlum.
Lilja segir að einn liður í því að skapa fé til þess að styrkja íslenska fjölmiðla fáist með því að skattleggja erlenda miðla. Unnið sé að útfærslu skattlagningar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Við höfum fengið þær upplýsingar að þegar ríkisfjölmiðlar hafa verið teknir af markaði þá skili minna en helmingurinn sér inn í innlent auglýsingaumhverfi í löndunum í kringum okkur.
Tekjur RÚV vegna auglýsingasölu árið 2018 námu rúmum tveimur milljörðum kr. Er það tæp 18% af fé á auglýsingamarkaði en um 40% af ljósvakamarkaði ef miðað er við tölur Hagstofunnar upp á heildarveltu markaðar, upp á 13,4 milljarða króna."
Fólkið hefur valið RÚV sem þann auglýsingamiðil sem nær til lesenda.
Hvað ætlar þessi Framsóknarkona að fara að hafa vit fyrir almenningi?
RÚV er bara besta sjónvarpsstöðin.
Sigmundur Ernir og Skúli Bragi standa sig samt ótrúlega vel ef litlum efnum. Það er kommahreiðrið á Fréttastofunni sem er undirrót óánægjuradda um RÚV en það virðist vera ósnertanlegt hver svo sem er skipaður útvarpsstjóri.
En ofbeldisaðgerðir Lilju á auglýsingamarkaði er ekki það sem okkur vantar.Un það næst engin pólitísk sátt.
11.1.2021 | 17:51
Stjórnvöld okkar féllu á prófinu
á ömurlegan hátt. Í stað þess að negla niður afhendingardagsetningar þá bulluðu þau um skammtafjölda einhversstaðar út í heiðríkjunni.
Bara bull út í loftið.
Bjarni Jónsson tekur eftirfarandi saman:
"Það runnu á marga lesendur Fréttablaðsins tvær grímur á Gamlaársdag, þegar þeir lásu óvænta frétt með viðtalsslitrum við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, ÍE, þar sem komu fram upplýsingar, sem stangast algerlega á við það, sem heilbrigðisráðherra hefur haldið fram um komu bóluefna. Hvort þeirra ætli sé nú merkilegri pappír ? Næstu mánuðir munu leiða það í ljós. Það er líklega leitun að fólki hérlendis með jafngóða sýn yfir lyfjaiðnað heimsins og jafngóðan aðgang að stjórnendum lyfjaiðnfyrirtækja og forstjóri dótturfyrirtækis Amgen í Vatnsmýri Reykjavíkur. Heilbrigðisráðherra, aftur á móti, er eins og hún er úr garði gerð í sínum ranni.
Fyrirsögn téðrar stórfréttar Fréttablaðsins var:
"Lítið brot þjóðarinnar verði bólusett fyrir lok næsta árs".
Fréttin hófst þannig:
"Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líklegt að óbreyttu, að einungis lítið brot af þjóðinni verði bólusett fyrir COVID-19 fyrir lok næsta árs [2021]. Hann segir það mikið áhyggjuefni, að enginn af þeim samningum, sem Ísland hefur undirritað við lyfjafyrirtækin Pfizer, Moderna og AstraZeneca, innihaldi afhendingardagsetningar. [Hið sama á við samninginn við Janssen. Hins vegar er búið að bóka mikið magn eða 843 k skammta, sem er tæplega 30 % umfram líklega þörf.]
"Það hefur bara verið samið um magn, en ekki um afgreiðslutíma", segir Kári. "Það eru engar dagsetningar í þessu. Þetta byggir náttúrulega á samningum Evrópusambandsins, og enn einu sinni virðist Evrópusambandið vera að klúðra málum. Ef svo heldur fram sem horfir, þá er hætta á því, að við verðum ekki búin að bólusetja, nema pínulítinn hundraðshluta af þjóðinni í lok næsta árs", segir Kári."
Þessar upplýsingar kunnáttumanns eru grafalvarlegar af tveimur meginástæðum:
Þær gætu þýtt framlengingu dýrkeyptra og umdeilanlegra sóttvarnarráðstafana í samfélaginu í megindráttum út 2021, þótt léttir verði hjá framlínufólki í heilbrigðisgeira og á hjúkrunar- og dvalarheimilum vegna forgangsbólusetninga þar. Framlenging sóttvarnarráðstafana, t.d. á landamærum, jafngildir væntanlega nokkur hundruð milljarða tekjutapi samfélagsins, áframhaldandi skuldasöfnun og atvinnuleysi í hæstu hæðum. Afleiðingar sóttvarnaraðgerða á heilsufar margra eru svo alvarlegar, að þær vega líklega upp ávinninginn af sóttvarnaraðgerðunum og rúmlega það mælt t.d. í dauðsföllum. Rannsóknir styðja þetta viðhorf.
Þessi langi afhendingartími mun valda áframhaldandi álagi á heilbrigðiskerfið og enn meiri töfum á s.k. valkvæðum aðgerðum sjúkrahúsanna með lengingu biðlista sjúklinga sem afleiðingu. Þetta þýðir áframhaldandi kvalræði og lyfjaát margra ásamt vinnutapi.
Það eru þess vegna gróf mistök heilbrigðisyfirvalda að binda allt sitt trúss í þessum efnum upp á ESB-truntuna, algerlega að þarflausu, því að þessi mál eru utan EES-samningsins og reyndar gera sáttmálar ESB enn ekki ráð fyrir miðstýringu Framkvæmdastjórnarinnar á heilbrigðismálum aðildarþjóðanna. Það var vanræksla að sýna ekkert eigið frumkvæði við útvegun bóluefna, heldur leggja þau mál Íslendinga öll upp í hendurnar á ESB. Það var dómgreindarbrestur að treysta alfarið á ESB, þótt hafa mætti það bágborna apparat í bakhöndinni.
Íslenzk heilbrigðisyfirvöld máttu vita, hvernig í pottinn er búið hjá ESB. Þar er reynt að gæta jafnræðis á milli Þýzkalands og Frakklands, sem í þessu tilviki þýðir, að ESB-ríkin verða að kaupa jafnmikið af frönskum og þýzkum lyfjafyrirtækjum. Það hefur lengi verið vitað, að franska Sanofi er ekki á meðal hinna fyrstu, eins og þýzka BioNTech, með vörn gegn SARS-CoV-2 á markaðinn. Sanofi er enn í prófunarfasa 2, og þess vegna var ESB jafnseint fyrir og raun bar vitni um. Aðrar ríkisstjórnir, t.d. sú brezka og ísraelska, báru sig upp við framleiðendurna í sumar og tryggðu sér bóluefni.
Ísraelsmenn bólusetja nú u.þ.b. 1 % þjóðarinnar á dag með fyrri skammti, og höfðu bólusett um 11 % þjóðarinnar í byrjun janúar 2021 með fyrri skammti, þegar hér var búið að bólusetja rúmlega 1 % þjóðarinnar með fyrri skammti. Hér virðast afköstin ætla að verða að jafnaði aðeins tæplega 3 % þjóðarinnar á mánuði fullbólusett vegna skorts á bóluefni. Þetta dugar varla til hjarðónæmis fyrir árslok 2021, þótt bót verði í máli, en Ísraelsmenn verða með sama áframhaldi komnir með hjarðónæmi í maí 2021.
Þessi VG-seinagangur (bólusetningaafköst eru meira en 5 föld í Ísrael vorin saman við Ísland m.v. horfurnar) verður samfélaginu ofboðslega dýr að því tilskildu, að engar alvarlegar aukaverkanir komi í ljós við notkun þessarar nýju tækni við ónæmismyndun, sem nú er verið að gera tilraun með á mannkyninu í örvæntingu. Heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra gætu verið sekar um vanrækslu í lífshagsmunamáli þjóðarinnar.
Kári Stefánsson / ÍE vakti enn frekar athygli á þessu stjórnsýslulega og pólitíska klúðri ráðherra Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:
"Það er furðulegt að hlusta á fulltrúa heilbrigðismálaráðuneytisins gefa út yfirlýsingar um, að við séum búin að tryggja nægjanlega mikið bóluefni, þegar það lítur út fyrir, að þetta nægjanlega mikla bóluefni komi ekki fyrr en 2022." [Fyrir 3/4 þjóðarinnar 2022 - innsk. BJo.]
"Þessi staða er því að kenna, að við, eins og hin Norðurlöndin, ákváðum að vera samferða Evrópusambandinu, og Evrópusambandið klúðraði þessu. Það var eðlilegt, að við færum í hóp með hinum Norðurlandaþjóðunum. Það hefur oft reynzt okkur gæfuríkt spor, en við erum bara því miður á þeim stað, að Evrópusambandið klúðraði þessu. Við verðum að horfast í augu við það og ekki reyna að sannfæra okkur og aðra um, að þetta sé allt í lagi, því [að] þetta er ekki í lagi."
""Við verðum að leita úti um allt, og við megum ekki núna halda því fram, að það sé lífsbjargarspursmál að halda þennan samning við Evrópusambandið, því [að] það er búið að gera í buxurnar", segir Kári."
"Ef heilbrigðismálaráðuneytið getur upplýst um eitthvað annað og sýnt fram á, að ég hafi rangt fyrir mér, þá yrði ég mjög glaður. Þetta er eitt af þeim augnablikum, sem ég vildi, að ég hefði rangt fyrir mér."
Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki hrakið staðhæfingar Kára. Við búum við vond stjórnvöld á sviði heilbrigðismála. Þessi stjórnvöld leggja allt undir með því að veðja á ESB án þess að sinna rannsóknarskyldu sinni. Evrópusambandið var ekki og hefur aldrei verið traustsins vert. Hvers vegna var ekkert spurt um dagsetningar, þegar íslenzka trússið var bundið upp á ESB-merina ? Heilbrigðisstjórnvöld sýndu þar með dómgreindarbrest og fá í kjölfarið falleinkunn. Um þriðjungur þjóðarinnar bólusettur um næstu áramót er staðan, sem við blasir.
Morgunblaðið reyndi að bregða birtu á staðreyndir málsins gegnum áróðursmökk heilbrigðisyfirvalda, t.d. móttöku tveggja kassa frá Pfizer/BioNTech á milli jóla og nýárs. Þann 2.1.2021 birtist þar frétt með fyrirsögninni:
"Seinvirkt ferli við kaup á bóluefni skapar vandamál".
Fréttin hófst þannig:
"Ugur Sahin, forstjóri þýzka lyfjafyrirtækisins BioNTech, segir, að Evrópusambandið hafi verið hikandi við að útvega bóluefni við kórónaveirunni. "Ferlið í Evrópu var ekki eins hraðvirkt og í öðrum löndum", sagði Sahin við þýzka blaðið Spiegel. "Að hluta til vegna þess, að Evrópusambandið getur ekki veitt leyfið eitt og sér, og aðildarríki geta haft eitthvað til málanna að leggja", sagði Sahin. Hann bætti við, að ESB hefði einnig veðjað á framleiðendur, sem gátu ekki útvegað bóluefnið eins fljótt og BioNTech og Pfizer gerðu."
Íslenzkum heilbrigðisyfirvöldum er ljóst, hversu miklu máli skiptir að skapa hjarðónæmi í samfélaginu á sem stytztum tíma. Þeim mátti vera ljóst, að ESB yrði á seinni skipunum við útvegun bóluefnis vegna þess, sem Herr Sahin segir hér að ofan. Á meðal þessara uppáhaldsfyrirtækja ESB, sem verða sein fyrir, er franska lyfjafyrirtækið Sanofi. Frakkar heimta, að sinn lyfjaiðnaður sé með í spilunum gagnvart Evrópu, og Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnarinnar, féllst á það.
Hún dró líka taum Frakka sem landvarnaráðherra Þýzkalands. Þá lét hún Luftwaffe gera þróunarsamning við Frakka um nýja fransk-þýzka orrustuþotu í stað þess að festa kaup á nýjustu útgáfu af hinni bandarísku F35. Luftwaffe bráðvantar nýjar flugvélar, og það tekur yfir 10 ár að þróa nýja orrustuþotu og 20 ár að fá nægan bardagahæfan fjölda. Óánægja Bundeswehr með von der Leyen varð að lokum svo mikil, að Kanzlerin Merkel varð að losa sig við hana úr ríkisstjórninni í Berlín. Brüssel tekur lengi við.
""Þorri þjóðarinnar verði bólusettur fyrir sumarið", sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í samtali við mbl.is um framvindu bólusetninga gegn kórónuveirunni.
Spurð, hvers vegna ekki liggi frekari áætlanir fyrir um afhendingu bóluefnis, segir Svandís, að framleiðsla á bóluefnum standi enn yfir. Í framhaldi af þeim komi áætlanir um dagsetningar afhendinga. Meginmálið sé, að samningar um kaup á bóluefni séu í höfn."
Þetta furðusvar Svandísar sýnir, að keisarinn er ekki í neinu. Vankunnátta hennar og óhæfni á þessu sviði er alger. Hún gefur í skyn, að ekki tíðkist að semja um afhendingartíma fyrr en búið sé að framleiða vöruna. Vantraust hennar á einkaframtakinu er svo mikið, að hún hefur ímyndað sér, að það geti ekki samið framleiðsluáætlun. Hið rétta er, að það er engin alvörupöntun fyrir hendi, nema samið hafi jafnframt verið um afhendingartíma.
Iðulega eru settir í samninga skilmálar um dagsektir vegna tafa á afhendingu vöru. Heilbrigðisráðherra fer með helbert fleipur, þegar hún fullyrðir, að "þorri þjóðarinnar verði bólusettur fyrir sumarið" m.v. þær upplýsingar, sem nú eru fyrir hendi, eins og Kári Stefánsson hefur bent á.
Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, ritaði vandaða hugleiðingu um efnahagsmál í Tímamót Morgunblaðsins undir fyrirsögninni:
"Hinn vandrataði vegur".
Þessum hugleiðingum Stefáns lauk undir millifyrirsögninni:
"Forsætisráðherrann féll á prófinu":
"Ummæli bankastjórans voru látin falla í samhengi við nýlegar fréttir um, að bóluefni væri handan við hornið, sem tryggt gæti hjarðónæmi gegn kórónuveirunni. Þau tíðindi hafa raungerzt og víða um heim er byrjað að bólusetja fólk af miklum móð, sem færir heimsbyggðina nær því marki að færa lífið í eðlilegt horf á ný. Stærsta ógnin á þessum tímapunkti fyrir okkur Íslendinga virðist vera sá sofandaháttur, sem íslenzk stjórnvöld sýndu, er kom að öflun bóluefnis. Virðast þau hafa lagt allt sitt traust á Evrópusambandið [ESB], og að í krafti þess yrði hlutur Íslands í heimsframleiðslunni a.m.k. ekki hlutfallslega minni en annarra þjóða. Nú er því miður komið á daginn, að ESB féll á prófinu - og þar með Ísland. Var hreint út sagt vandræðalegt, þegar fréttist, að forsætisráðherra hefði nokkrum dögum fyrir jól varið heilum degi í að hringja í forstjóra Pfizer og búrókrata í Brussel í veikri von um, að rétta mætti hlut íslenzku þjóðarinnar í þessu efni.
Þau viðbrögð komu alltof seint, mörgum mánuðum eftir, að forystumenn á borð við Justin Trudeau og Boris Johnson höfðu af alefli og með fulltingi embættismanna sinna tryggt löndum sínum veglega hlutdeild í því magni, sem þó hefur tekizt að framleiða og framleitt verður á komandi mánuðum.
Langstærsta verkefni stjórnvalda næstu vikurnar verður að tryggja nægt bóluefni til landsins, koma því í rétta dreifingu og hefja samhliða þeirri vinnu markaðssetningu á Íslandi sem öruggri höfn fyrir ferðamenn. Hvort sem fólki líkar það betur eða verr, mun ekki takast að sigla hagkerfinu úr hinum mikla öldudal, nema með endurreisn ferðaþjónustunnar. Innviðirnir eru til staðar og flugfélagið - jafnvel þótt stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna hafi tekið afstöðu gegn félaginu og hagsmunum sjóðfélaga og íslenzku þjóðarinnar um leið."
Þetta er hörð ádrepa á 2 ráðherra Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, en fullkomlega réttmæt í ljósi þeirra gríðarlegu hagsmuna, sem í húfi eru.
Vanræksla þessara tveggja ráðherra VG ætti að færa fólki heim sanninn um, hversu hættulegt er að styðja eintrjáningslega og löngu úr sér gengna hugmyndafræði til valda á Íslandi. Í þessum þrönga og þröngsýna stjórnmálaflokki er eðlilega lítið mannval, og fólk kann þar lítt til verka, þegar að krefjandi verkefnum kemur, og er ekki treystandi til stórræða.
Þrátt fyrir hægagang mun á fyrsta ársfjórðungi 2021 takast að bólusetja þá, sem í mestri lífshættu eru við C-19 sýkingu, og framlínustarfsfólk heilbrigðisgeirans. Eftir það er varla nokkur hætta á yfirálagi heilbrigðisstofnana vegna margra C-19 sjúklinga.
Þar með falla brott helztu röksemdir fyrir alls konar höftum í samfélaginu í nafni sóttvarna. Þess vegna ættu sóttvarnaryfirvöld í janúar 2021 að gefa út áætlun um afléttingu hamlana innanlands og á landamærum. Það verður grundvöllur endurræsingar þeirra geira athafnalífsins, sem lamaðir hafa verið í Kófinu á meira eða minna hæpnum forsendum."
Þvilikur aukaháttur!
Þvílíkur ræfildómur okkar stjórnvalda.
Hversu margir munu lúta í gras í þessari fallhrinu Svandísar og Katrínar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2021 | 15:13
Andlát og útför St2
var tilkynnt unm helgina.
Ég held að þetta sé bara mér til þæginda og spari mér að fletta 10 mínútna fréttastubbi sem er eiginlega harla líið fréttnæmur.
Er þetta ekki bara good riddance á grundvelli frjáls markaðar?
Andlát og útför St2 fór friðsamlega fram finnst mér.
9.1.2021 | 12:24
Komandi kosningar
nálgast hægt en örugglega.
Styrmir Gunnarsson er farinn að hugsa þétt um þetta enda maður framsýnn.
Hann segir í dag:
"Við lifum á óvenjulegum tímum og það er kannski ástæðan fyrir því að bæði þeir sem taka virkan þátt í stjórnmálum og áhugamenn um stjórnmál velta því fyrir sér hvort búast megi við óvæntum úrslitum af einhverju tagi í þingkosningunum síðar á þessu ári.
Síðasta skoðanakönnun Gallup gefur að vísu ekki tilefni til slíkra vangaveltna en það eru kannski frekar undirstraumarnir í samfélaginu sem koma þeim af stað. Þeir eru af margvíslegu tagi. Hrunið fyrir rúmum áratug hefur skilið eftir sig bæði sár og reiði og tortryggni í garð þeirra sem ráða ferðinni hverju sinni. Og kannski allra þeirra sem koma nálægt stjórnmálum. Samtrygging innan þess hóps hefur lengi verið til umræðu en sennilega í ríkari mæli seinni árin og áratugi. Það má finna í umræðum manna á milli um kjaramál kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna og í vaxandi mæli um fjármögnun skattgreiðenda á starfsemi stjórnmálaflokka, sem mörgum finnst vera komin úr böndum. Óútkljáð deilumál á borð við fiskveiðistjórnarkerfið hafa haft svipuð áhrif.
En hvað sem slíkum vangaveltum líður er nokkuð ljóst að baráttan í þingkosningunum í haust mun snúast um kjósendur á miðjunni, sem er svo sem ekkert nýtt en verður líklega harðari en oft áður.
Sú var tíðin, að kjósendur á hægri kantinum söfnuðust saman í Sjálfstæðisflokknum, sem náði líka inn á miðjuna, en sundrungin var meiri á vinstri kantinum. Svo fóru að koma brestir í Sjálfstæðisflokkinn, fyrst með Borgaraflokki Alberts Guðmundssonar, sem átti sér ekki langa lífdaga, síðan með Frjálslynda flokki Sverris Hermannssonar, sem varð heldur ekki langlífur, og loks með Viðreisn, sem spratt upp úr skoðanaágreiningi innan flokksins um hvort Ísland ætti að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu.
Raunar varð líka til flokksbrot úr þeim flokki fyrir tæpum 70 árum þegar Lýðveldisflokkurinn (fallegt nafn) varð til en að honum stóðu ýmsir kaupsýslumenn í Reykjavík. Sundrungin á vinstri kantinum átti sér margvíslegar rætur. Ágreiningur í röðum jafnaðarmanna varð til þess að snemma á síðustu öld var Kommúnistaflokkur Íslands stofnaður og um áratug síðar gekk vinstri armur Alþýðuflokksins undir forystu Héðins Valdimarssonar til samstarfs við kommúnista um stofnun Sameiningarflokks alþýðu Sósíalistaflokks. Sá leikur var endurtekinn á sjötta áratug 20. aldar þegar Hannibal Valdimarsson klauf Alþýðuflokkinn aftur og myndaði kosningabandalag með Sósíalistaflokknum undir nafninu Alþýðubandalag. Rúmum áratug eftir það var Alþýðubandalagið gert að formlegum stjórnmálaflokki, sem klofnaði svo nokkrum árum síðar þegar Hannibal og Björn Jónsson klufu þann flokk og stofnuðu Samtök frjálslyndra vinstri manna.
Grundvallarágreiningur í röðum vinstrimanna um kalda stríðið setti svip sinn að hluta á þessi átök. Það varð svo til þess að með lokum kalda stríðsins fóru vinstrimenn alvarlega að hugsa um sameiningu og til varð Samfylkingin, sem þó varð ekki meiri samfylking en svo að eftir stóðu Vinstri-grænir sem sjálfstæð eining og standa enn.
Nú eiga átta flokkar fulltrúa á þingi og líklegt má telja að sá níundi, Sósíalistaflokkur Gunnars Smára Egilssonar, bjóði fram í haust.
Hrunið varð til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins hrundi. Áður var flokkurinn áratugum saman með 37- 42% fylgi í þingkosningum en fékk í þingkosningunum 2017 25,3% og í könnun Gallup fyrir skömmu 23,7%.
+Umræður um þetta fylgishrun eru af skornum skammti á vettvangi flokksins og málið afgreitt með því að vísa til fjölgunar flokka. Það er yfirborðsleg skýring en hins vegar ljóst að þetta langvarandi fylgistap auðveldar vinstriflokkunum að ná því markmiði að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá aðild að stjórn landsins eftir kosningarnar í haust.
Einu sinni var það hættulegt vegna þess að því fylgdi viðleitni til þess að kljúfa Ísland frá varnarbandalagi frjálsra þjóða heims á tímum kommúnismans. Nú er það hættulegt vegna þess að of miklar líkur eru á að því fylgi tilraun til að draga aðildarumsóknina upp úr skúffunni í Brussel og endurvekja hana.
Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins við þessari stöðu hljóta að verða þau að hefjast handa um að endurheimta sitt fyrra fylgi. Það verður ekki gert nema með því að hefja gagnsókn inn á miðjuna og sú sókn tekst ekki nema með því að breyta áherzlum og ásýnd flokksins.
Fyrir nokkrum dögum átti greinarhöfundur samtal við ungan mann, sem kvaðst hafa hafið eigin atvinnurekstur 19 ára gamall. Þá fannst honum Sjálfstæðisflokkurinn standa með einyrkjum í atvinnurekstri. Nú finnst honum flokkurinn standa með stóru fyrirtækjunum en hunza litla karlinn.
Getur verið að eitthvað sé til í því?
En hvort sem þessi vandi er ímyndarvandi eða á sér dýpri rætur tala tölurnar sínu máli, þ.e. úrslit þingkosninga frá hruni svo og skoðanakannanir á milli kosninga.
Það er mikilvægt að þessi mál verði rædd á vettvangi flokksfélaga Sjálfstæðisflokksins um land allt á næstu mánuðum og á landsfundi, hvenær sem hægt verður að halda hann. Fjarfundir eru hins vegar auðveld leið til slíkra fundarhalda að óbreyttu. Og niðurstöður þeirra umræðna þurfa að endurspeglast í kosningabaráttu sjálfstæðismanna fyrir þingkosningarnar í haust.
Raunar er æskilegt að frambjóðendur í prófkjörum, sem væntanlega fara fram á vegum flokksins í vor og snemma sumars, lýsi sínum skoðunum á þessum álitamálum."
Nú sanna fyrri dæmi að að það er tilgangslítið að byrja kosningabaráttu of snemma. Jón Baldvin og Ólafur Ragnar voru búnir með þolinmæði landsmanna löngu fyrir kosningar á rauða ljósinu.
Áróður virkar aðeins í ákveðinn tíma en grunnsannfæring, sem við Styrmir höfum báðir, sem kommarnir myndu kalla íhaldsforpokun, ræðst ekki af áróðri fyrir kosningar. Okkur verður ekki snúið svo auðveldlega með pólitískum blikkljósum. Við viljum hinsvegar að íhaldsmennskan sé ekki fótum troðin og að sjálfstæðisstefnan frá 1929 sé ekki sett út í horn.
Kosningarnar munu snúast um ESB að miklu leyti og hlutfallslega ef að ríkisstjórninni tekst að lifa bóluefnisklúðrið af. Leysist það hinsvegar mun skiptingin gagnvart ESB ná að kristallast samkvæmt grunnsannfæringu landsmanna sem ég tel að að sé aðildarumsókn ekki hagstæð.
Stefnuleysi og ruglandi sem birtist í fylgi "ekkiflokks" eins og Pírötum er hinsvegar áhyggjuefni og ber greindastigi og stjórnmálaþekkingu hluta kjósenda heldur slakt vitni.
Um Gunnar Smára og hans hatursflokk þarf ekki að fjölyrða en furðu gegnir hvernig honum hefur tekist að hnýta upp í Sólveigu Önnu svona fyrirhafnarlaust.Hvort þau ná lágmarkinu skal ekki spáð hér.
Varðandi söluvilja Bjarna Benediktssonar á Íslandsbanka þá er sú hugmynd að gera alla Íslendinga að hluthöfum áreiðanlega góð kosningabeita fyrir Sjálfstæðisflokkinn en veltur á samstarfsflokkunum. Og þó góð sé má hún ekki notast sem skiptimynt í viðskiptum við Guðmund Inga og VG fyrir Vatnajökuls- eða Vestfjarðaþjóðgarð svo vitlausar og þjóðhættulegar sem þær hugmyndir eru.
Komandi kosningar verða um margt merkilegar en úrslitin eru fráleitt komin í kortin.
8.1.2021 | 16:52
Skuggaleg þróun
er að verða í Bretlandi. Heilbrigðiskerfið er að brotna undir álaginu sem hlýst af hertri sókn veirunnar sem smitast með auknum hraða.Mannkynið má þakka fyrir meðan hún breytist ekki í bráðdrepandi afbrigði sem vel getur gerst.
Það að allar þessar tafir hafi i orðið á bóluefnis afhendingum til Íslands hafa hrikalegar afleiðingar fyrir heilsu og efnahags landsmanna. Hver vikan sem líður án þess að fjöldabólusetningar geti hafist er fimmtugasti partur af þeirri aukningu landsframleiðslu ársins sem annars hefði orðið.
En þegar bólusett verður á fullu sem við getum framkvæmt þá verður skammt að bíða sprengingar í öllu athafnalífi landsins. Spurning verður þá hvort við þolum það góðæri frekar en þau sem yfir okkur hafa riðið.
Svo segir frétt frá Englandi í Mogga:
"Helmingur allra íbúa öldrunarheimilis í Austur-Sussex lést af völdum Covid-19 yfir hátíðirnar. Óttast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem fer eins og eldur í sinu um suðausturhluta Englands sé byrjað að brjóta varnir hjúkrunar- og öldrunarheimila.
Í frétt Guardian kemur fram að 13 af 27 íbúum á Edendale Lodge-öldrunarheimilinu í Crowhurst hafi látist með staðfest eða grun um að vera með Covid-19 síðan 13. desember. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri heimilisins, Adam Hutchison, sem einnig rekur öldrunarheimili í Kent.
Jafnframt hefur yfir þriðjungur starfsfólks greinst með smit á sama tíma og íbúar létust um jólin. Síðasta dauðsfallið varð á mánudag. Þetta voru hræðileg jól og skelfilegt fyrir starfsfólkið, segir Hutchison og bætir við að veiran hafi verið óstöðvandi.
Víðs vegar á Englandi er Covid-19 smitum farið að fjölga að nýju eftir tiltölulega smitlitla mánuði. Á þriðjudag bannaði sveitarstjórn Essex allar heimsóknir á öldrunar- og hjúkrunarheimili á svæðinu.
Samband öldrunarheimila í Kent varar við erfiðri stöðu þar sem íbúar hafa látist og starfsfólk er fjarverandi vegna veikinda. Jafnframt séu starfsmenn gjörsamlega búnir á líkama og sál sem hefur áhrif á störf þeirra.
Hutchison segir að einhverjir þeirra sem hafi látist hafi ekki átt marga mánuði ólifaða en aðrir hafi hafi verið við ágæta heilsu áður"
Það sýnir okkur að hvergi er óhætt að slaka á í sóttvörnum á landamærum hjá okkur. En hinu er erfiðara að svara hvort frjáls ferðalög milli landshluta er ekki of áhættusöm á þessu stigi.
Staðan er viðkvæm þó betri sé í augnablikinu en víðast annarsstaðar.Pfizer virðist ekki ætla að láta tilleiðast af Þórólfi og Kára að gera okkur Íslendinga að tilraunadýrum.
8.1.2021 | 16:36
Trompað út eftir tvær
vikur tæpar í Washington.
Þessir síðustu atburðir við þinghúsið eru afrit af búsáhaldabyltingunni hjá okkur. Þá espuðu vinstri menn skríl til að ráðast á lögregluna hjá okkur og þingið.
Allstaðar þar sem fólk safnast saman til friðsamlegra mótmæla blanda sér óeirðaseggir og glæpamenn inn í hópana, bæði hér og annarsstaðar. Að stjórna án þess að til slíks komi, það er stjórnlistin sem vantar þar sem flokkakerfið er vanþróað.
Trump verður að víkja núna fyrir Biden og Bandaríkin þurfa að átta sig á stöðunni. Allt og margir öfgahópar leika þar lausum hala lausum hala með skipulögðum hætti.
Þeir sendu rútur af barsmíðaliði til þinghússins sem ollu uppistandinu.Vonandi tekst FBI að góma þá og gera óskaðlega.
Trump fer þann 20.eftir tæpar tvær vikur og vonandi er nú það versta afstaðið í því sambandi.
6.1.2021 | 16:43
Verður COVID klappaður upp?
Björn Bjarnason vekur athygli á skuggalegri staðreynd:
"Kínversk yfirvöld skelltu hurðinni í andlitið á sendinefnd frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) sem senda átti á vettvang til að kanna rætur og upphaf COVID-19-faraldursins. Um er að ræða tíu manna hóp alþjóðlegra vísindamanna og voru tveir úr hópnum þegar lagðir af stað til Wuhan í Kína þegar þeim bárust fréttir um að þeir fengju ekki vegabréfsáritun inn í landið.
Dr Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, sem á stöðu sína stuðningi kínverskra yfirvalda að þakka, sagði þriðjudaginn 5. janúar að kínverskir embættismenn hefðu ekki lokið við að ganga frá nauðsynlegum leyfum fyrir alþjóðlega vísindamannahópinn sem bjó sig undir að ferðast til Kína næstu daga. Lýsti hann miklum vonbrigðum þegar ljóst varð að aflýsa yrði ferðinni á síðustu mínútu.
Wuhan í Kína
Kínversk yfirvöld hafa staðfastlega leitast við að sveipa uppruna kórónuveirunnar hulu og fylgt þeirri stefnu í frásögnum sínum af útbreiðslu hennar sem þau telja falla best að hagsmunum sínum og ímynd. Þegar ríkisstjórn Ástralíu reið á vaðið í fyrra með kröfu um óháða, alþjóðlega rannsókn á rótum faraldursins settu kínverskir ráðamenn Ástrala út af sakramentinu og hafa síðan beitt þá margvíslegum hefndaraðgerðum á sviði viðskipta og stjórnmála.
Í WHO-hópnum eru vísindamenn frá Ástralíu, Bretlandi, Danmörku og Japan auk fleiri landa. Markmiðið er skilja og skilgreina hvernig veiran komst úr dýrum í menn í Wuhan-borg í Kína.
Á liðnu sumri sendi WHO undirbúningshóp til Kína en hann heimsótti ekki Wuhan. Stofnunin segir að greiningu á uppruna veirunnar megi líkja við gátu sem ekki verði leyst nema á mörgum árum.
Thea Kølsen Fischer, prófessor í veiru- og smitsjúkdómafræðum við Kaupmannahafnarháskóla, er í WHO-hópnum. Hún segir að markmiðið með starfi hans sé ekki að sakfella neinn vegna upphafs faraldursins heldur að leita að úrræðum til að koma í veg fyrir að eitthvað svipað endurtaki sig.
Talsmenn Bandaríkjastjórnar undir forsæti Donalds Trumps halda því ítrekað fram, nú síðast um helgina, að veiruna megi rekja til rannsóknarstofu í Wuhan en ekki til matarmarkaðar í borginni. Kínverska utanríkisráðuneytið brást enn einu sinni hart við mánudaginn 4. janúar og sagði þetta lygi.
Hér er mikið í húfi og fráleitt að kínverskir ráðamenn komist upp með að hindra alla alþjóðlega viðleitni til að verjast því að heimurinn standi að nýju á öndinni vegna sambærilegs ófagnaðar frá Kína. Heima fyrir hafa þeir sætt fangelsunum eða annars konar opinberu ofbeldi sem segja annað um veiruna en Kínastjórn líkar. Tilraunir hennar til að halda mönnum utan Kína óupplýstum um Wuhan-veiruna eru aðeins staðfesting á ófyrirleitinni þörf fyrir að hylja hrikalega dýrkeypt mistök, varla var um viljaverk að ræða."
Við sem höfum haft illan bifur á sannleiksásta Kínverja varðandi veiruna höfum varla þorað að tala skýrt um okkar verstu grunsemdir.
Eigum við von á endurtekningu á svona faraldri sem virðist skaða efnahagslíf Kína minna en okkar af einhverjum ástæðum.
6.1.2021 | 16:30
Hver verður Orkumálastjóri
þar sem dr.Guðni A. Jóhannesson lætur af störfum vegna aldurs.
Það þarf ekki að efa að Guðmundur Ingi mun líklega sækja fast að skipa VG mann í embættið sem treystandi er til að dansa eftir hans pípu í friðlýsingum og virkjanafjandskap.
Þvert á það sem Birgir Ármannsson hélt að okkur um að áhrif samþykkt Orkupakka 3 hefðu engin áhrif á Íslandi þá er það greinilega ekki svo.
Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur fer yfir málið á einkar upplýsandi hátt:
"Orkumálastjóri gegnir jafnframt stöðu Landsorkureglis Evrópusambandsins (ESB) samkvæmt íslenzkum lögum um Orkupakka #3 (OP#3)(e. National Energy Regulator). Orð Orkumálastjóra hafa frá stofnun embættisins vegið þungt, og vægið hefur ekki minnkað við innleiðingu OP#3. Það er þess vegna eðlilegt að sperra eyrun, þegar Orkumálastjóri flytur jólahugvekju sína, og nú hefur embættið verið auglýst laust til umsóknar.
Margt vakti athygli í þessari síðustu jólahugvekju Orkumálastjórans og Landsorkureglis dr Guðna A. Jóhannessonar. Eitt var, að hann virtist hafa fengið sig fullsaddan af samskiptunum við undirstofnun utanríkisráðuneytisins, GRÓ, út af Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Harkalegur árekstur á milli Orkustofnunar og stofnunar á vegum utanríkisráðuneytis kemur spánskt fyrir sjónir, því að diplómatar eiga að vera þjálfaðir í að leita lausna á vandamálum, sem upp koma, áður en upp úr síður. Grípum niður í jólaávarpið:
"Sú umræða, sem við [á Orkustofnun] áttum við stjórnarformann og framkvæmdastjóra GRÓ er sú einkennilegasta og minnst uppbyggjandi af öllu því, sem ég hef kynnzt á mínum starfsferli."
Það þarf vafalaust mikið að ganga á, til að Orkumálastjóri taki svona til orða í jólaávarpi sínu.
"Það skapar að vísu augljós tækifæri til þess að ná aftur því tapi, sem stofnunin [ÍSÓR] verður fyrir vegna óhagstæðs rekstrarsamnings, en skapar um leið tortryggni og hættu á mismunun gagnvart öðrum hlutum jarðhitasamfélagsins. Það, sem meira er um vert, er, að þar með verður yfirstjórn skólans komin undir umhverfisráðuneyti, sem um árabil hefur verið vakið og sofið í því að girða fyrir nýtingu vistvænnar orku til atvinnuuppbyggingar á Íslandi.
Það verður hugsanlega ekki beinlínis trúverðugt, þegar nemendum frá þróunarlöndum verður kennt, að um þeirra umhverfi og náttúruvætti gildi allt önnur viðhorf en á Íslandi, eða ef beinlínis verður farið að kenna, hvernig tefja megi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu innviða og atvinnulífs með öllum þekktum ráðum."
(Undirstr. BJo.) Það hefur vart sézt jafnflengjandi gagnrýni á starfshætti eins ráðuneytis eins og þarna. Framsetning Orkumálastjóra varpar ljósi á það, sem marga grunaði, að afturhaldsöfl hafa grafið um sig í þessu ráðuneyti. Þau svífast einskis til að hindra framfarir og aukna verðmætasköpun hér og jafnvel nú í þróunarlöndunum. Afleiðingarnar eru, að framfarasókn tefst og hægar mun ganga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Allt mun þetta leiða til lakari lífskjara og lífsgæða en ella.
"Við megum hins vegar ekki gleyma því, að Jarðhitaskólinn er sterkasta vörumerki Íslands á sviði orkumála, sem hefur náðst með næstum hálfrar aldar farsælu samstarfi utanríkisráðuneytis og Orkustofnunar. Þótt einstökum ráðamönnum á hverjum tíma séu mislagðar hendur, munum við áfram styðja skólann og starfsfólk hans í sínu góða starfi og standa með þeim í að viðhalda þeim gæðum og háa þjónustustigi við nemendur, sem hafa verið undirstaðan að velgengni hans."
Það virðist vera, að Orkumálastjóri beini þarna spjótunum að utanríkisráðherra sjálfum, og er það umhugsunarvert í ljósi harðrar gagnrýni, sem beinzt hefur að ráðherranum úr ráðuneytinu sjálfu.
Næst sneri Orkumálastjóri sér að Rammaáætlun um verndun og nýtingu orkulinda. Í stuttu máli fær núverandi fyrirkomulag og stjórnkerfi Rammaáætlunar falleinkunn hjá Orkumálastjóra. Það eru margir sama sinnis og hann í þeim efnum. Fyrirkomulagið er ein allsherjar blindgata, sem stríðir gegn skilvirkum og vönduðum ákvarðanatökum um, hvað gera ber við hverja orkulind um sig:
"Þegar ég hóf störf á Orkustofnun í byrjun árs 2008 var að hefjast vinna við annan áfanga Rammaáætlunar. Í verkefnisstjórn voru þá fulltrúar stofnana, samtaka og ráðuneyta, þannig að um aðferðir og niðurstöður skapaðist breið umræða, þar sem mismunandi sjónarmið tókust á. Þótt ýmis upphlaup yrðu vegna óskyldra hluta, sem trufluðu starfsemina, var formaðurinn, Svanfríður Jónasdóttir, óþreytandi að taka umræðuna, og umfjöllunin komst á það stig, að það var hægt að ná niðurstöðu með meirihlutasamþykkt á Alþingi. Jafnframt hafði verið unnið að því að treysta grundvöll rammaáætlunar með því að setja um hana lög, en því miður fólu þau lög í sér, að framkvæmd laganna var falin umhverfisráðuneyti í stað iðnaðarráðuneytis, eins og áður var."
Enn og aftur gagnrýnir Orkumálastjóri umhverfisráðuneytið. Það hefur ekki reynzt í stakkinn búið að framfylgja lögunum af hlutlægni og fagmennsku, og ber að taka flest nýtingarmál auðlinda úr höndum þess. Orkumálastjóri hélt afram:
"Í þriðju umferð var verkefnisstjórnin fámennari og einsleitari. Sama gilti um faghópana og það starf, sem þar var unnið. Starfið beindist að því að safna í excelskjöl smáum og stórum ávirðingum á mögulega virkjunarkosti með einkunna- og stigagjöf, sem var illskiljanleg fyrir þá, sem stóðu utan við starfið. Röðun og flokkun virkjanakosta gekk að mínu mati þvert á almenna skynsemi, og mikilvægar forsendur voru oftar en ekki gripnar úr lausu lofti, eins og t.d. fyrir Skatastaðavirkjun, enda varð snemma ljóst, að engin samstaða var á Alþingi um afgreiðslu þessa áfanga, og nú er vinna við fjórða áfanga rammaáætlunar hafin án þess, að afgreiðslu þriðja áfanga sé lokið.
Ég held við verðum að gera okkur ljóst, að allt þetta ferli er orðið langur, erfiður draumur eða martröð. Það er kominn tími til þess að vakna upp frá þessu og finna nýjar leiðir. Einföld leið er að leggja niður rammaáætlun og efla þær stofnanir, sem fara með umhverfis- og skipulagsmál [þarna mætti bæta við orkumálum og hagrænu mati-innsk. BJo] til þess að meta hugsanlega virkjunarkosti á skipulagsstigi.
Ef þessar stofnanir telja, að veruleg verðmæti séu í hættu og að sameiginlegir samfélagslegir hagsmunir geti verið meiri en svo, að hugsanlegar framkvæmdir geti verið á ábyrgð viðkomandi sveitarfélaga eingöngu, þá geti þær frestað málinu og gert tillögu til Alþingis um misjafnlega langt "móratóríum" [dvala-innsk. BJo] eða stöðvun undirbúnings og framkvæmda. Slík stöðvun gæti staðið í 5, 10 eða 20 ár eftir því, hve álitaefnin vega þungt, eða hvort þau krefjast dýpri athugana og þekkingar. Alþingi verði síðan að afgreiða þessar tillögur innan ákveðins frests, til þess að ákvörðunin öðlist gildi. Friðlýsing án tímamarka er í raun alvarleg skerðing á rétti komandi kynslóða til þess að taka lýðræðislegar ákvarðanir um sín mál á hverjum tíma."
(Undirstr. BJo.) Hér er um mjög áhugaverðar hugleiðingar Orkumálastjóra að ræða. Hann kastar fram hugmynd um, hvað gæti tekið við af handónýtu stjórnfyrirkomulagi Rammaáætlunar. Hann bendir á hið augljósa, að friðlýsingar eru gerræðisleg valdníðsla á komandi kynslóðum. Alþingi ætti sem fyrst að breyta þessu og gera núgildandi friðlýsingar tímabundnar.
Morgunblaðið vakti athygli á hvassri gagnrýni Orkumálastjóra á misheppnað ferli við frummat á virkjunarkostum hérlendis. Fyrirmyndin var upphaflega norsk, en framkvæmdinni hér hefur verið klúðrað, enda er hún er með öðrum hætti í Noregi. Norðmenn fela Orkustofnun sinni lykilhlutverk í þessu máli, og hún er undir Olíu- og orkuráðuneytinu. ESB er ekki með fingurinn á norsku Orkustofnuninni, því að Landsorkureglirinn er sjálfstætt embætti í Noregi, fjármagnað af ríkisfjárlögum. Það stappar nærri hótfyndni að fela umhverfisráðuneytinu hér yfirstjórn þessara mála.
Forystugrein Morgunblaðsins á Þorláksmessu 2020 bar heitið:
"Hörð gagnrýni á rammaáætlun":
"Orkumálastjóri hefur mikla reynslu af þessum málum eftir að hafa gegnt starfinu í 12 ár. Full ástæða er þess vegna til, að menn leggi við hlustir, þegar hann tjáir sig, og taki afstöðu til þeirra sjónarmiða, sem hann hefur fram að færa. Þegar Morgunblaðið leitaði til umhverfisráðherra, en rammaáætlunin heyrir undir það ráðuneyti, þó að orkumálastjóri telji, að hún eigi betur heima undir ráðuneyti iðnaðarmála, sagðist hann ekki ætla að tjá sig um sjónarmið orkumálastjóra. Það er sérkennileg afstaða þess, sem ábyrgð ber á málaflokknum, en e.t.v. í anda þeirrar þróunar, sem orkumálastjóri lýsti, að umræðan verði einsleitari með minni skoðanaskiptum."
Hvers vegna tjáir umhverfisráðherra sig ekki ? Hann ætlar að þagga þessa gagnrýni niður, láta sem ekkert sé, halda áfram ótímabærum og ótímatakmörkuðum friðlýsingum sínum, og láta þau þröngsýnu og ófaglegu vinnubrögð 3. verkefnisstjórnar Rammaáætlunar viðgangast að safna saman í eitt Excel-skjal öllum hugsanlegum ávirðingum og göllum þeirra virkjanakosta, sem 4. verkefnisstjórnin fjallar um. Hvort á að gráta eða hlæja að þessu fúski með lífshagsmuni framtíðarinnar á Íslandi ?
"Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra [og varaformaður Sjálfstæðisflokksins-innsk. BJo], brást við orðum orkumálastjóra og sagði, að færa mætti rök fyrir því, að matið, sem ætlazt væri til í dag, væri "of umfangsmikið og mögulega óraunhæft". Hún sagði, að það væri því "skynsamlegt og tímabært að endurskoða verklagið. A.m.k. hvernig mat á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum er útfært." Þá sagði hún: "Rammaáætlun átti að vera svar við því, að þessi mál væru pólitískt bitbein og sjálfstætt vandamál. Ferlið í framkvæmd hefur ekki verið góð auglýsing fyrir sjálft sig. Mat á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum hefur reynzt okkur um megn, eins og það er útfært núna. Nærtækur möguleiki væri að færa sig nær upphaflegu ferli, þar sem horft var á hagkvæmni virkjanakosta án þess að reyna að meta öll efnahagsleg og samfélagsleg áhrif, sem hann kemur til með að hafa." Hún bætti því við, að regluverk þyrfti "að öðru leyti að vera skilvirkt, sem það er ekki. Það er of flókið og marglaga."
Þótt ráðherrann mætti vera skýrari í málflutningi sínum, virðist mega draga þá ályktun af orðum hennar, að hún telji núverandi fyrirkomulag Rammaáætlunar óalandi og óferjandi. Orkustofnun heyrir undir ráðuneyti hennar, og henni ber að vinna að umbótum á þessu sviði. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki umborið ósómann. Fyrirtæki, sem vilja virkja, þurfa að leggja fram áætlun um umhverfismat. Orkustofnun getur unnið eða látið vinna frummat á þjóðhagslegri hagkvæmni, þar sem "umhverfiskostnaður" er tekinn með í reikninginn. Skipulagsstofnun fái þessi gögn til umsagnar og geti samþykkt, að fram fari áframhaldandi hönnun og gerð umhverfismats eða frestun um tilgreindan tíma að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar. Alþingi hefur seinasta orðið um helztu virkjanakosti (t.d. stærri en 200 GWh/ár). Verkefnisstjórn Rammaáætlunar er óþörf.
Morgunblaðið, sem er með puttann á púlsinum, eins og fyrri daginn, klykkti út með eftirfarandi:
"Í orðum bæði orkumálastjóra og iðnaðarráðherra felst hörð gagnrýni á rammaáætlun og það ferli, sem í henni felst. Líklegt má telja, að þetta ferli sé gengið sér til húðar og að verulegra breytinga sé þörf, annaðhvort með gagngerri uppstokkun á þessu kerfi eða með því að fara alveg nýja leið, eins og orkumálastjóri leggur til. Þetta varðar mikla hagsmuni og kallar á umræður, sem þeir, sem láta sig málaflokkinn varða, geta ekki vikið sér undan."
Það er hárrétt ályktun hjá Morgunblaðinu, að fyrirkomulag vals á milli virkjunar og verndunar varðar mikla þjóðarhagsmuni, og það er óviturlegt af þingmönnum að skilja þetta mál eftir í tröllahöndum.
Hvaða hæfisnefnd verður skipuð til að velja vandaðan komma í embættið til að standa á móti frekari orkunýtingu landsmanna?
Það mun skipta mál hver verður skipaður Orkumálastjóri eftir dr. Guðna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.1.2021 | 13:55
Er Benedikt í basli?
með sjálfan sig þegar hann skrifar þessa grein í maðkabox Moggans í dag?
"Sá, sem á að vera brjóstvörn lýðræðis í heiminum, ræðst á undirstöður þess í heimalandi sínu.
Flestir með sæmilega dómgreind átta sig á að maðurinn er galinn.Hverjum dettur þá í hug að kjósa svona mann?
Í skoðanakönnunum var allt útlit fyrir að hann gjörtapaði. Samt fékk forsetinn meira en 74 milljónir atkvæða.
Gamall félagi minn sem hefur ferðast þvers og kruss um Bandaríkin á liðnum árum segist aldrei, aldrei, hafa hitt neinn sem segðist hafa kosið Trump. Hverjir gera það þá?
Í Tímanum birtist frétt fyrir um 25 árum: Um það bil 5.000 manns hafast við í dimmum rangölum undir New York-borg. Þau kallast moldvörpufólkið og sumir fara aldrei út í sólarljósið, heldur hafast við allan sólarhringinn í neðanjarðarhíbýlum sínum. Eru þetta þeir sem styðja forsetann valdasjúka?
Hann er einmitt frá New York sem sannar tilgátuna.
Moldvörpufólkið hefur fjölgað sér (hvað annað á það að gera?) og teygt anga sína vítt og breitt um Bandaríkin. Eins víðáttuvitlaus og þessi kenning er, þá er hún engu fráleitari en þær meinlokur sem forsetinn og fylgifiskar hans halda fram. Djúpríkið er ósýnilegt og leynilegt bandalag hagsmunaafla innan og utan stjórnkerfisins til að koma í veg fyrir að kjörnir fulltrúar þjóðar hverju sinni geti ráðið gangi mála, svo vitnað sé í fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins.
Kjölturakkar Trumps innan Bandaríkjaþings, sem vilja núna hunsa vilja kjósenda, gætu vitnað í ritstjórann. Þeir eigi að ráða, ekki kjósendur.
Ekki hafa allir repúblikanar tapað vitglórunni. Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Nebraska, sagði kollegum sínum að þeir væru að leika sér að eldinum. Fulltrúar lýðræðisins beini nú byssu að hjarta þess. Sumir tala um andlitslausa embættismenn sem hafi rænt völdum frá stjórnmálamönnum og standi vörð um reglurnar. En reglur eru einmitt vörn samfélagsins gegn hættulegum stjórnmálamönnum og fylgismönnum þeirra.
Í Bandaríkjunum stóðu regluverðirnir, dómstólar og embættismenn ríkjanna, sig á meðan annars flokks stjórnmálamenn vísa til samsæriskenningasmiða. Sá hópur þingmanna, sem nú er á valdi óttans við forsetann, getur aldrei svarið af sér að hafa snúist gegn lýðræðinu og stjórnarskránni.
Sasse bætti við að ekki einn einasti þingmaður tryði því í raun að svindlað hefði verið í kosningunum, enginn. Aftur á móti heyri ég þá tala um áhyggjur af því hvernig þeir muni líta út í augum áköfustu stuðningsmanna Trumps.
Flestir eru tregir til að viðurkenna stuðning við rugludalla, því líkur sækir líkan heim.
Skoðanakönnun á Íslandi sýndi þó að tæplega helmingur stuðningsmanna Miðflokksins viðurkenndi að vilja kjósa Trump og nær einn af hverjum fimm í Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokki.
Þar glittir í moldvörpufólkið."
Ég hef ekki skilið annað en að Trump vilji fá skýringar á ýmsum atriðum í framkvæmd kosninganna sem hann er sagður hafa tapað. Er það ekki grundvallaratriði að ekkert vafaatriði megi vera í því samhengi?
Þessi grein Benedikts skýrir ýmislegt fyrir mér.
Ég hef lengi átt í basli með að réttlæta fyrir mér að svona hámenntaður maður og vel ættaður eins og dr. Benedikt Jóhannesson Zoega getur skrifað um stjórnmál eins og hann gerir.
Það glittir í mögulegar skýringar fyrir mig.
5.1.2021 | 15:45
Dauðinn er framundan
hjá mér 83 ára nokkuð pottþétt.
Palli Vil bloggkóngur skrifar í dag:
"Um 700 manns deyja árlega á íslenskum hjúkrunarheimilum, svona að meðaltali. Á liðnu ári, veiruárinu, var látið líta svo út að fólk dæi varla nema vegna Kínaveiru. Nú á bólusetningarári heldur fólk áfram að deyja og þá hlýtur það að vera bóluefninu að kenna.
Eða er það ekki?
Nei, gamalt fólk deyr án veiru eða bóluefna. Það er einfaldlega lífsins gangur.
Í fyrra var búin til veirugrýla til að hræða lýðinn til fylgilags við margvíslegar takmarkanir á daglegu lífi. Núna gengur draugurinn aftur sem bóluefnagrýlan.
Lýðsstjórn er snúið handverk. Hræðsla, vakin upp með skelfingaráróðri, verður ekki auðveldlega kveðin í kútinn.
Farsælast í bráð og lengd er að umgangast almenning ekki eins og hálfvita. Þótt sumir séu það."
Frú Kolka er ekki allskostar ánægð:
"Það er enginn að fullyrða neitt, en 3 dauðsföll 4-5 dögum eftir bólusetningu með nýrri tegund bóluefnis vekur ekki beinlínis traust. Bóluefni sem er svo nýtt að ríkisstjórnir, sem vilja gera allt til að stoppa fárið, eru tilbúnar að tryggja lyfjarisunum skjól gegn lögsóknum í framtíðinni. Þá hlýtur að mega spyrja - ef dauðsföllin eru ekki af völdum bóluefnisins - var atgangurinn kannski of mikill, var varið að sprauta í alla lausa handleggi sem á vegi teymisins urðu? Voru dauðvona sjúklingar sprautaður bara til að koma bóluefninu út? Hvernig fór val á sjúklingum fram?
Hvorki Kári né þríeykið hafa leyfi til að þagga niður efasemdaraddir á meðan ekki liggur fyrir úr hverju þetta fólk dó, hvað var í gangi dagana sem bóluefnið var gefið og hvers vegna við ættum að trúa orðum þeirra þegar staðreyndin er að framleiðendurnir sjálfir vita ekki hvaða áhrif bóluefnið hefur til framtíðar."
Við þessu á ég bara þetta svar:
"Ja frú Kolka, verður maður ekki að velja hvort maður vill drepast úr COVID eða mögulega úr aukaverkunum?
Ég drepst nokkuð handvisst ef ég fæ COVID og nokkuð örugglega fæ ég eftirköst ef ég skyldi ekki drepast alveg.
Ég fæ COVID fyrr eða síðar ef þetta heldur áfram að grasséra.
Tek ég ekki sjansinn og reyni bólusetninguna?
Get ég eitthvað annað þið vísa fólk?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko