Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2021
20.1.2021 | 11:28
Fáránleikinn
sem ræður ríkjum í hugarheimi meirihlutans í Borgarstjórn í Reykjavíkur birtist í ritsmíð Dóru Bjartrar og Sigurborgar Óskar í ESB málgagninu í dag.
Þar segja þær:
"Loftslagsvandinn sprettur upp úr ákvarðanatöku hins opinbera. Styrkjum, fjárfestingum, skipulagi samfélagsins. Stjórnvöld bera stærstu ábyrgðina þó framlag einstaklinga geti haft mikil áhrif. Það er ekki bara hvað yfirvöld ákveða að gera sem skiptir máli heldur líka hvað þau ákveða að gera ekki.
Þegar tekin var ákvörðun um að gera Reykjavík að bílaborg var í raun samhliða tekin ákvörðun um að byggja ekki upp öflugar almenningssamgöngur. Loftslagsvandinn sprettur upp úr ákvarðanatöku hins opinbera en það geta lausnir líka gert.
Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag var ný loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar kynnt.
Hér eru lagðar til lausnir eins og að fletta upp malbiki og draga úr umfangi akreina, að almenningssamgöngur verði lausar við jarðefnaeldsneyti 2025, að fjármunir sem fara í vegasamgöngur verði jafnaðir með fjármunum fyrir innviði fyrir gangandi og hjólandi, að ný hverfi verði umhverfisvottuð, að rækta stóra loftslagsskóga, að endurheimta um 60% af votlendi fyrir árið 2040 og síðast en ekki síst að líta inn á við og meta hvernig við getum styrkt stjórnsýslu borgarinnar í loftslagsbaráttunni með tilliti til ábyrgðar og framfylgd verkefna.
Þetta eru örfá dæmi. Loftslagsvandinn er ekki tilviljunum háður. Hann var skapaður, meðvitað og ómeðvitað. Hér er loftslagsáætlun sem snýst einmitt um að taka meðvitaða ákvörðun um að koma okkur á réttan kjöl.
Um meiri náttúru og minna malbik. Meiri borg fyrir fólk. Við ætlum ekki að sitja og bíða og vona að aðgerðirnar hitti í mark heldur mæla árangurinn árlega til þess að geta brugðist við ef ástandið sýnir að gefa þurfi í. Við setjum stefnuna hátt, öflum gagna, metum og endurskoðum.
Verkefnið er það flókið að við verðum að leysa það í sameiningu með nýsköpun og samvinnu. Í þessari nýju loftslagsáætlun voru markmiðin mótuð eftir útreikningum sérfræðinga og hlustað var á óskir almennings um auknar aðgerðir. Almenningur var fenginn að borðinu sem skilaði mörgum góðum tillögum.
Núna er það yfirvalda, okkar í borgarstjórn, að framkvæma."
Það er áreiðanlega hollt fyrir kjósendur að hugsa sér hvar eigi að fletta af malbiki og fækka akreinum.
Tilvalið að hugsa þetta þegar menn sitja fastir á úreltum göngubrautarljósum á Miklubrautinni eða annarsstaðar.
Hugsa sér hversu dásamlegt það verður að bíða eftir Borgarlínuvagni í kulda og trekki í stað þess að sitja í upphituðum einkabílnum.
Hugsa sér hversu kenningarnar um hamfarahlýnun andrúmsloftsins séu vísindalega uppbyggðar og hversu loftslagið í Reykjavík er sem sniðið að þægindum fyrir hjólandi og gangandi fólk.Hversu dásamlegt verður að skutla skólaæskunni milli viðburða í íþrótta-og félagslífi gangandi og hjólandi að Borgarlínunni við Hamraborg.
Af hvað öld er þetta fólk fáránleikans og hvað hefur það séð af heiminum í kring?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.1.2021 | 12:49
Kerlingaróféti
hreinræktuð eru þær Hillary og Nancy Pelosi að mínum dómi :
Þær eru sammála um þetta:
" Speaker Pelosi and I agree: Congress needs to establish an investigative body like the 9/11 Commission to determine Trump's ties to Putin so we can repair the damage to our national security and prevent a puppet from occupying the presidency ever again.(Fundarstjóri Pelosi og ég erum sammála um að setja upp rannsóknanefnd eins og 9/11 nefndina til að ákvarða tengsli Trumps við Pútín svo að við getum lagað skaðann á þjóðaröryggi okkar og koma í veg fyrir að strengjabrúða gegni Forsetaembættinu nokkru sinni aftur)
Pelosi said she is in favor of such a commission and she recalled telling the president that, "With you, Mr. President, all roads lead to Putin."
"I dont know what Putin has on him politically, financially or personally, but what happened last week was a gift to Putin because Putin wants to undermine democracy in our country and throughout the world," Pelosi said. She said those that took part in the riot were "Putins puppets."
(Ég veit ekki hvað Putin hefur á hann stjórnmálalega, fjármálalega eða persónulega en það sem skeði ísíðustu viku var gjöf til Pútíns þar sem Pútín vill grafa undan lýðræði í okkar landi og um allan heim."sagði Pelosi.Hún sagði að þeir sem tóku þátt í óeirðunum væru strengjabrúður Pútíns.)
Eru þetta konur sem eru líklegar til að vera friðflytjendur á alþjóðavettvangi?
Mér sýnast þær frekar vera hreinræktuð kerlingaróféti sem vilja koma illu einu af stað.
19.1.2021 | 01:05
"Ekki hræddur við tölur"
er eiginleiki sem kaupandi Íslandsbanka þarf á að halda.
Ef á að fara að búa til samfélagsbanka eða fjárfestingarbanka núna þá þýðir það að það þarf lag kjark og snarræði til að kaupa slíkan banka og vera ekki smeykur þó að rauðar tölur sjáist?
Þá eiginleika hefur maður sem heitir Jón Ásgeir til að bera í nægum mæli. Hefur hann ekki reynslu sem sannar hans mál? Er hann því ekki sjálfkjörinn til að fara fyrir öðrum í slíku þjóðhagslegu ævintýri?
Og má ekki nefna aðra menn líka til nefna til sem þaulreynda menn til að bjarga ríkissjóði í lausafjárvanda?
Eru Björgólfsfeðgar ekki líklegir til að láta ekki skjóta sér skelk í bringu með einhverjum smámunum? Þaulreyndir menn?
Og eru svo ekki Bakkavararbræður einhversstaðar á reki ekki langt undan?
Ef ríkissjóði vantar fé til að losa sig út úr skuldakreppu, hví ekki að leita kaupenda þar sem þeirra er von? Er ekki óþarfi að stjórnast af einhverjum fordómum og fyrri reynslu?
Sagði ekki Drottinn löngu fyrir tíma Einsteins: Sjá ég gjöri alla hluti nýja?
Sjá það endilega allir að Íslandsbanki eigi að græða peninga í nýju samfélagslegu hlutverki sínu?
Er ekki um að gera að vera "ekki hræddur við tölur"?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.1.2021 | 14:23
Hannes Hólmsteinn .Gissurarson
er orðinn fastur dálkahöfundur í virtu riti Íhaldsmanna í Evrópu, The Conservative.
Mér finnst þetta mikill heiður fyrir Ísland og dr. Hannes sjálfan. Það er mikil frjósemi andans að geta framleitt svona mikið af lærðum texta.
Ég fór á síðuna og rakst þar á grein hans um Edmund Burke MP(f.1729) sem Hannes lítur á sem einskonar andlegan föður íhaldsstefnunnar.
Þar tilfærir hann orð Burke sjálfs sem segir:
"There ought to be a system of manners in every nation which a well-formed mind would be disposed to relish.
To make us love our country, our country ought to be lovely."
Eiga þessi orð Burke ekki erindi til okkar Íslendinga sem eru með tvo stjórnmálaflokka andsetna af því að við getum ekki haldið úti sjálfstæðu Íslandi heldur þurfum að framselja sjálfstæði og fullveldi okkar dásamlegs lands til Evrópska tollabandalagsins?
Ég óska okkur og dr.Hannesi Hómsteini til hamingju með þennan heiður.
17.1.2021 | 11:32
Ábendingar Gulla
koma ýmsar athyglisverðar fram í viðtali í Morgunblaðinu um helgina.
Þar flettir Gulli ofan af ýmsum trúarsetningum Evrópusinnanna sem þeir því miður komast oft upp með að þylja í síbylju sem stórasannleika.
Meðal annars segir Gulli:
"Fólk getur haft ýmsar skoðanir á Evrópusambandinu og Evrópusamrunanum, en nei, það er alveg rétt að fríverslunarstefnan fer ekki saman við áhuga á inngöngu í ESB.
Þar verður fólk að hafa hugfast eðli ESB, sem er tollabandalag. Innan þess ríkir hindrunarlaus fríverslun, en út á við er það eftir sem áður tollabandalag og hefur raunar stóran hluta tekna sinna af tollum.
Það þýðir að það hefur reist tollamúra umhverfis Evrópu, sem má deila um hvað er skynsamlegt, en fyrir lítið land eins og Ísland, sem á svo mikið undir góðum viðskiptum við allan heiminn, væri það mjög hamlandi.
Væri innganga í ESB andstæð íslenskum hagsmunum?
Að þessu leyti tvímælalaust. Auðvitað eru fleiri hagsmunir sem þarf að vega og meta, en heilt yfir litið þá samræmdist innganga ekki íslenskum hagsmunum.
Það þarf ekki annað en að líta á tollana til þess að sjá það. Á Íslandi bera 90% tollskrárinnar engan toll. Í ESB eru aðeins 27% tollskrárnúmera sem ekki bera toll. Af því einu er augljóst að vöruverð myndi hækka tilfinnanlega hér við inngöngu í ESB.
Fer mikið fyrir þessu atriði í málflutningi Samfylkingarflokkanna beggja þegar þeir þrugla um fullveldisafsalið við inngöngu í ESB? Fá atkvæðisrétt við borðið eins og þeir kalla það?
Svo er það bullið um gjaldmiðilsmálin. Landsöluliðið þrátyggur að krónan kosti okkur svo mikið að upptaka Evru sé eina vitið.
Um það segir Gulli:
"Því lítillega tengt eru gjaldmiðilsmálin, sem Íslendingar hafa talað um í meira en öld, nú upp á síðkastið evruna. Þú ert ekki alveg þar?
Mín skoðun hefur alveg legið fyrir í því, en menn þurfa ekkert að hafa hana til leiðsagnar. En eins og kemur fram í þessari skýrslu, þá tala staðreyndir málsins sínu máli.
Ef menn vilja taka upp annan gjaldmiðil og það gerum við ekki nema að gaumgæfa það mjög vel, það verður enginn dans á rósum að skipta um gjaldmiðil þá þurfum við að vera undir það búin að vera með gjaldmiðil sem ekki tekur neitt mið af íslenskum aðstæðum, gengið ekki í takt við útflutningsatvinnuvegina, vaxtaákvarðanir ekki í takt við efnahagsástand og áhættu í íslenskum fjárfestingum og svo framvegis, alveg óháð því hvaða gjaldmiðill yrði fyrir valinu.
Það er enginn vandi að finna ýmsa galla á krónunni, en við sjáum líka við aðstæður eins og núna að krónan er til mikillar sársaukaminnkunar og gengið hreyfist í takt við aðstæður. Það þýðir einfaldlega að atvinnuleysi er miklu minna en annars væri, svo við tölum nú bara hreint út á máli sem allir skilja. Við Íslendingar þolum atvinnuleysi mjög illa og við eigum ekki að þola það.
Svo að krónan er alls ekki án verulegra kosta heldur. En ef menn vilja þrátt fyrir allt taka upp annan gjaldmiðil, þá þarf að vanda valið og gera það á málefnalegum og skynsamlegum forsendum. Það er hins vegar einhver landlægur misskilningur að evran sé mikilvægasti viðskiptagjaldmiðill okkar. Sem er einfaldlega rangt.
Það er án nokkurs vafa dollarinn og um það er ekkert hægt að deila þegar menn skoða tölurnar. Og þannig hefur það verið lengi. Dollarinn er mun stærri hvað varðar útflutninginn, en ámóta stór þegar kemur að innflutningnum.
Geta menn eins og dr. Benedikt í Samfylkingu ll(Viðreisn) og Logi Már í Samfylkingu l haldið áfram að bulla um að krónan sé ónýt og að Evran eigi að takast hér upp án þess að færa rök fyrir máli sínu?
Eða þarf ekki röksemdir í stjórnmálum á Íslandi?
Hvað ætlar þetta fólk að segja í kosningabaráttunni síðar á árinu? Á bara að þylja eitthvað Píratabull sem helst enginn skilur?
Þessar ábendingar Gulla voru gulls í gildi til að greina hismið frá kjarnanum.
16.1.2021 | 13:31
Borgarlínan brunar
beint af augum.
Frétt í Mogga :
"Farþegum með Strætó á höfuðborgarsvæðinu fækkaði á síðasta ári um 3,3 milljónir, fóru úr 12,2 milljónum árið 2019 í tæplega 8,9 milljónir í fyrra.
Farþegatekjur Strætó minnkuðu um 800 milljónir króna og útlit er fyrir að árið verði gert upp með 500 milljóna króna halla, að sögn Jóhannesar S. Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó.
Árið byrjaði vel, farþegafjöldi jókst fyrstu tvo mánuði síðasta árs og var aðeins umfram áætlanir. Með kórónuveirufaraldrinum og sóttvarnaaðgerðum kom bakslagið og staðan gjörbreyttist.
Árið var erfitt hjá okkur eins og hjá öðrum og fjöldi farþega dróst verulega saman í mars um leið og fjöldatakmarkanir voru settar á, segir Jóhannes. Þessi þróun hélt áfram út árið og alla mánuði ársins, að janúar og febrúar undanskildum, fækkaði farþegum hjá Strætó miðað við 2019.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jóhannes að Strætó hafi brugðist við vandanum á ýmsan hátt. Þannig hafi næturakstri verið hætt í framhaldi af banni á margvíslega starfsemi síðla kvölds og á nóttunni. Einnig hafi Strætó hætt að nota aukavagna, sem áður voru kallaðir inn til að mæta álagstoppum í venjulegu ári. Ekki var þörf á slíku í fyrra á ári fjarnáms og heimavinnu."
Nú eru skýringarnar fjöldatakmarkanir vegna COVID19.
En hvert fóru farþegarnir? Hættu þeir bara að ferðast eða fóru þeir í göngu,hjól eða bíla?
Bæjarstjórinn í Kópavogi ætlar ótrauður að byggja 550 íbúðir á endastöð tveggja brauta í Hamraborg.Þá eru viðskiptin tryggð í þann enda.
Hvernig verða vagnar Borgarlínunnar?
Lestarvagnar á teinum?
Langir strætóar á miðjuakreinum?
Hvenær verður byrjað að byggja þetta?
Eða er þróunin bara sú að fólk vill ekki ferðast með almenningssamgöngum og fer annað?
Borgarlínan brunar samt áfram í heilabúum hugsjónamanna í Borgarstjórn Reykjavíkur og nágrennis austan Seltjarnarness.
16.1.2021 | 04:34
"Það er bara eitt sem skiptir máli"
sagði vinur minn Ingimar við mig brostinni röddu:
"Heilsan"
Nú er barið á manni með að maður sé bara eigingjarn að hugsa um heilsu fólksins með sinni eigin af því að maður tilheyri þjóðinni.
Óverðugur eiginhagsmunaseggur má ekki hafa einkaskoðun af því að hún snertir hann sjálfan líka?
Samt er staðan aðeins sú að maður er núna settur í lífshættu vegna ræfildóms og ráðleysis ríkisstjórnar Íslands sem gat ekki draugast við að kaupa inn bóluefni til notkunar núna heldur skilur okkur eftir í lífshættu af kórónuveirunni og nýrri sókn hennar svo langt sem séð verður.
Ástæðan kreddufesta Evróputrúarinnar.
Vegna ræfildómsins sitjum við uppi með sjúkdóminn COVID 19 áfram þetta ár.
Ekki vantar andlit lukkuriddaranna í stjórnmálunum sem segja að það verði að refsa þessu fólki í kosningunum og kjósa það frá.
Engin lausn á heilsuvandanum þetta ár að manni skilst á Kára!
En munum við ekki það sem Bjarni heitinn Ben sagði við okkur:
"Munið þið piltar þó við séum vondir eru aðrir verri."
En lengi getur vont versnað. Catch22 segir nefnilega að Píratar, Samfylking og Gunnar Smári séu ekki lækningin vanda dagsins í dag heldur aðeins ávísun á annað verra.
Ömurlegt að núverandi stjórnvöld eigi að sleppa frá ræfildómi sinum í heilsufarsmálum þjóðarinnar. En svo er það samt.
Catch 22 gildir nefnilega þó það sé bara raunverulega eitt sem skiptir máli í lífi þjóðar.
14.1.2021 | 11:32
Af hverju?
getur þessi maður ekki varið tíma sinum og Alþingis í eitthvað sem skiptir þjóðina máli? Bara dellur eins og að fá yfirlit yfir óskráðar venjur og svo framvegis?
"
Í greinargerð tillögunnar segir að forsendur sambúðar eftir kynvitund og kynhneigð komi löggjafanum ekki við. Fólk myndi alls konar sambönd um ævina og við hverja og hversu marga eigi ekki að vera háð lögformlegum fjöldatakmörkunum.
Gert er ráð fyrir að dómsmálaráðherra verði falið að endurskoða lögin.
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir samfélagið hafi tekið miklum breytingum á síðustu áratugum og að lögin þurfi að endurspegla það.
Árið 2010 var hjúskaparlögum breytt og fallið frá því skilyrði að hjúskapur væri á milli karls og konu og í staðinn voru sett skilyrði um að hjúskapur væri á milli tveggja einstaklinga óháð kyni.
Þá spyr maður sig sjálfkrafa, af hverju ekki þrír? Af hverju ekki fleiri? Af hverju mega fjórir ekki ættleiða barn til dæmis? Eða systkini sem kaupa saman íbúð? Af hverju mega þau ekki skrá sig í sambúð og fá þau réttindi sem fylgja því?" segir Björn.
Hann segir að þetta snúi líka að réttindum leigjenda.
Nokkrir vinir mínir voru að leigja saman stóra íbúð fyrir nokkrum árum og vandamálið þar var að einn þeirra bar ábyrgð á leigusamningnum gagnvart hinum sem voru réttlausir. Það býr til alls konar vandamál varðandi húsaleigubætur og svoleiðis. Þannig að það eru núna fjöldatakmörk sem þurfa ekki að eiga við, segir Björn.
Björn segist ekki vita til þess að svipuð löggjöf sé til staðar í öðrum vestrænum ríkjum. Hann segir að breyting geti haft áhrif á erfðalög, samnýtingu persónuafsláttar og einnig lög um ættleiðingar barna. "
Af hverju má Knattspyrnufélagið Valur til dæmis ekki ættleiða börn í þeim tilgangi að ala upp fótboltafólk framtíðar?
Hvar var þessi Björn Leví alinn upp og komu margir að því verki?
Af hverju lætur þessi maður alltaf svona?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.1.2021 kl. 04:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.1.2021 | 10:10
Pópúlístar hér og þar.
Þorsteinn Pálsson sem greinilega telur sig dómbæran á stöðu mála hér og í Bandaríkjunum skrifar í Fréttablaðið í dag um púpúlisma hér og þar.
"Trumpisminn í Bandaríkjunum hefur í fjögur ár verið óumdeild háborg popúlismans í heiminum. Af sjálfu hefur leitt að forseti Bandaríkjanna hefur verið áhrifamesti popúlisti í heimi. Áður var hann leiðtogi lýðræðisþjóða og frjálsra viðskipta. Í síðustu viku gerðu stuðningsmenn Donalds Trumps áhlaup á þinghúsið og stöðvuðu framgang lýðræðisins í nokkrar klukkustundir. Tilgangurinn var sá að tryggja honum áframhaldandi setu án tillits til úrslita kosninga.
Fordæmingin
Fáir atburðir hafa verið fordæmdir jafn einarðlega og almennt um víða veröld. Þetta var árás á lýðræðið. Árásin snerti heimsbyggðina fyrst og fremst fyrir þá sök að hún hefur lengi litið til Bandaríkjanna sem forysturíkis lýðræðis og stjórnfestu. Í sjálfu sér er Bandaríkjaþing bara ríkisstofnun. En hún er fólki í fjölmörgum þjóðríkjum kær af því að hún blasir við sem hátindur mikilvægra gilda, sem þær njóta. Öðrum er hún táknmynd um draum eða málstað, sem vert er að leggja mikið í sölurnar til að gera að veruleika. En hver eru líkleg áhrif þessa atburðar á stöðu Trumpismans í Bandaríkjunum og popúlismans í Evrópu og hér á landi? Er Trumpisminn dauður? Er popúlisminn í Evrópu úr sögunni?
Þar og hér
Popúlistar eru mismunandi frá einu landi til annars rétt eins og hægri flokkar, vinstri flokkar og frjálslyndir miðjuflokkar. Þeim verður því ekki jafnað saman í einu og öllu. En eigi að síður eru ákveðin stef sameiginleg flestum þeirra. Á hefðbundna pólitíska mælikvarða má finna popúlista lengst til hægri og lengst til vinstri. Í Evrópu markaði þjóðaratkvæðið um Brexit ákveðin þáttaskil. Þó að áhrif popúlismans hafi dvínað þar og víða annars staðar í álfunni eftir Brexit hefur honum vaxið ásmegin í Póllandi og Ungverjalandi. Hér á landi er það helst Miðflokkurinn, sem er nálægt því að vera popúlistaflokkur. Einnig má sjá sprota popúlískrar umræðuhefðar í hægri armi Sjálfstæðisflokksins, sem nærðir eru með stjórnmálaskrifum Morgunblaðsins. Sósíalistaflokkurinn er óskrifað blað, en í orðræðu einstaka talsmanna hans má líka greina vísi að popúlisma.
Aðferðafræðin
Aðferðafræði popúlista er að grafa undan trúverðugleika þeirra stofnana, sem mestu máli skipta fyrir lýðræði og valddreifingu. Stjórnvöld í Póllandi og Ungverjalandi beita ráðum af þessu tagi markvisst. Í báðum ríkjum hefur verið byrjað á því að grafa undan trúverðugleika sjálfstæðra dómstóla. Trúverðugleiki hefðbundinna, sjálfstæðra fjölmiðla, sérstaklega sjálfstæðra ríkisfjölmiðla, hefur skipulega verið dreginn í efa. Þá hefur spjótunum einnig verið beint að trúverðugleika fjölflokka málamiðlunar á þjóðþingum með orðræðu um nauðsyn sterkrar stjórnar. Þessi sjónarmið hafa svo endurómað vítt og breitt og í smærri skömmtum einnig hér.
Mesti sigur Trumpismans í Bandaríkjunum felst í því að forsetanum tókst að losa sig undan hefðbundnum gildum og viðurkenndum siðareglum og viðmiðum í málflutningi og stjórnarathöfnum. Rökræða gat ekki farið fram af því að menn töluðu út í tómið í fullkomlega aðskildum, pólitískum stjörnukerfum.
Áframhaldandi hætta
Árásin á þinghúsið hefur nú komið stuðningsmönnum forsetans í Repúblikanaflokknum í vörn. Og popúlistar í Evrópu og þeir sem haldið hafa uppi þeim merkjum hér heima hafa ekki fylgt honum yfir þetta strik.
En gunnfáni popúlismans hefur ekki verið dreginn niður.
Mesta hættan er sú að þessi atburður leiði til þess að öll aðferðafræði popúlismans verði viðurkennd upp að því marki að taka þinghús með ofbeldi. Allt hitt verði normalt.
Þessi hætta kallar á samstöðu hefðbundinna lýðræðisafla. Samstarf Evrópuþjóða innan Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins hefur sennilega ekki verið mikilvægara í annan tíma. Samvinna Evrópu við ný stjórnvöld í Bandaríkjunum mun einnig skipta sköpum um þróun lýðræðis og viðskiptafrelsis í heiminum.
Viðhorf til þessara grundvallargilda og trúverðugleika þeirra stofnana, sem um þau hafa verið mynduð, þurfa einnig að setja mark sitt á komandi kosningaumræðu hér heima. Stofnanir gegna lýðræðislegu hlutverki við valddreifingu og til að tryggja jafna stöðu borgaranna."
Ég velti því fyrir mér hver sé staða Viðreisnar og Þorsteins í samanburði við hans gamla flokk Sjálfstæðisflokkinn?
Hvor sé vinsælli hjá pöplinum?
Hvað sé pópúlismi þegar menn eru á atkvæðaveiðum?
Ég verð að viðurkenna að ég er ekki viss um að ég geti greint þarna a milli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.1.2021 | 09:38
Trump trónir á toppnum
eftir að Demokratarnir létu erkikellinguna Pelosi fífla sig til að samþykkja embættissviptingu á Forsetann. Sem er auðvitað rakið fíflarí þar sem Öldungadeildin kemur ekki saman fyrr en 19. Janúar eða daginn fyrir embættistöku hennar manns Bidens. Og þá á eftir að setja fund.
Hversu vitlausir geta þessir Demokratar ekki orðið í ofstækinu?
Tómas Möller("Fólk er fífl") er kominn langt á þroskabrautinni þegar hann prédikar á Fréttablaði Hafskips Helga:
"Vinsælt jólalag sem Pálmi Gunnarsson syngur við - texta Magnúsar Eiríks - sonar byrjar svo:
Út með illsku og hatur.
Sú ósk virðist vera að rætast. Nú er tæp vika til forsetaskipta í Bandaríkjunum.
Síðustu fjögur ár þar í landi hafa einkennst af hatursorðræðu Trumps sem endaði með mannskæðri innrás í þinghúsið í Washington af haturs - fullum fylgjendum hans. Trump hefur allan tímann alið á hatri milli þjóðfélagshópa og haldið uppi hvatningu til sundrungar, kynþáttafordóma og ofbeldis.
Þarna endurtekur sagan sig þar sem leiðtogar fyrri alda hafa nýtt sér sundrungu og hatur sér til framdráttar. Nægir að nefna gyð - ingahatur, andúð á innf lytjendum og þjóðfélagshópum þar sem hópum er skipað í við og þið. Trump hefur átt sína áhangendur um allan heim en þó síst á Íslandi þar sem aðeins um 4% landsmanna styðja hann samkvæmt nýjustu skoðanakönnun.
Hvað veldur því að hann hefur minnst fylgi í heiminum hér?
Ég tel að skýringin felist einmitt í því sem skiptir mestu máli þegar við viljum forðast hatur, sundrungu og kynþáttafordóma ráðamanna. Svarið felst í öflugu menntakerfi og menntun! Við þurfum að efla menntun á öllum stigum um sögu haturs - hvetjandi leiðtoga, mikilvægi samúðar, miskunnsemi og umburðarlyndis og ekki síst að kenna fólki að elska náungann eins og sjálfan sig. Næsta setningin í jólalaginu hans Magga Eiríks er inn með gleði og frið.
Látum það verða hvatningu á nýju, friðsælla og haturslausu ári"
Já það verður stundum að beygja sig áfram og sætta sig við fíflsku annarra. Trump fékk 74 milljónir atkvæða í kosningunum frá þeim sem falla hugsanlega undir hina sígildu skilgreiningu Tómasar Möllers um fólkið.
En Trump trónir á toppnum eins og venjulega og stjórnar traffíkinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko