Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2021

Orkuskipti?

JP Morgan var að spá því að olíutunnan færi í 125 $ á næsta ári 

:

"19 HOURS AGO

Oil Will Hit $125 a Barrel in 2022, $150 in 2023: JPMorgan

OPEC production shortfalls will spark the move, J.P. Morgan says. 'OPEC+ is not immune to the impacts of underinvestment."
 
Hvað verður með stjórnarsáttmálann okkar um orkuskiptin og útblásturinn?
 
Ekki hættum við að fljúga eða gera út? Ekki hættum við að keyra og förum öll í Borgarlínuna? 
 
Olían WTI  var auðvitað að lækka niður fyrir 65 $ rétt í þessu. En það er allra veðra von greinilega hvað sem VG vill eða ekki.
 
Það eru til þeir sem segja að olían fari í 100 $ á næsta mánuði.
 
Það lítur ekki vel út með  þessi orkuskipti okkar sem bara horfum á fossinn Hverfanda og erum lítt að spá í nýjar vatnsorkuvirkjanir.

Besta fólkið

hefur myndað ríkisstjórn með 38 manna meirihluta.                  Ekki hefði ég viljað þurfa að horfa upp á önnur andlit en þessi.

besta fólkiðÉg held að þessi þrjú séu líklegri en önnur til að halda jafnvægi í þeim erfiðu málum sem framundan eru.

Mildin í miðjunni en möguleikarnir og meðalhófið á sinn hvora hlið.

Samt hefur maður efasemdir um að til dæmis útlendingamálin verði tekin fastari tökum eftir þann langdregna losarabrag sem mörgum finnst verið hafa. Uppsöfnun óafgreiddra mála til síðari vandræða hefur gengið fram af mörgum.

Covid málin fylgja okkur enn og virðast ekki á förum og heimurinn er í hönk vegna þessa ástands.

Loftslagsmálin virðast vera jafn uppblásin og þau voru og ekki sést hvernig úr þeim verður greitt.

Samt í heildina tekið get ég ekki komið auga á annað en að þarna sé bara besta fólkið í boði.


Ný ríkisstjórn

er komin til sögunnar eftir þræturnar um talninguna í NV-kjördæminu.

Þessi stjórn er skipuð vitibornu fólki úr alvöru stjórnamálaflokkum en fulltrúar litlu ljótu flokkanna eru víðsfjarri sem betur fer.

Fólk getur hugsað sér ef semja hefði þurft við landsöluflokkana annan hvorn eða báða eða þá Pírata um einhverja úrslitahluti þegar næg erfið verkefni blasa við?

Það verður nóg tímaeyðsla og leiðindi  fyrir þingið og þjóðina að hlusta á þvæluna í þeim í vetur sem tefja fyrir úrlausn aðkallandi mála í besta falli ef draga á samanburð við liðinn tíma þeirra og frammistöðu í þingmennsku.

Nýrrar ríkisstjórnar bíða ærin verkefni og maður getur aðeins sent árnaðaróskir úr smæð sinni um farsæld í störfum.

 


Deilunni loks lokið

um NV-kjördæmið.

Þó að menn hafi haldiðað Björn Leví hafi reynt að starfa af einhverri ábyrgð í nefndinni varð það til lítils þegar hann fékk línurnar hjá baklandinu.Þá snérist vindhaninn snöggt á burstinni.

 

Svo segja Staksteinar Morgunblaðsins í dag:

"Þó að nokkrir þingmenn hafi fallið á fyrsta prófinu stóðst þingið í heild það með sóma og samþykkti einu tæku tillöguna sem borin var fram undir liðnum rannsókn kjörbréfs í fyrrakvöld.

Píratar þurftu eins og oft áður að sýna fram á að þeir geta ekki með nokkru móti starfað af alvöru og báru upp og studdu um það bil vitlausustu tillögu sem hægt var, að kosið yrði aftur á öllu landinu.

Jafnvel Samfylkingin treysti sér ekki til að elta þá út í þá vitleysu og ekki heldur þá tillögu nokkurra pírata að fyrri talning í Norðvesturkjördæmi yrði látin gilda.

Sú talning var bersýnilega röng, en samt töldu fjórir píratar réttast að hún stæði og að fólk sem engan rétt hefði til að sitja á Alþingi fengi þar sæti.

Tillaga um svokallaða uppkosningu í Norðvesturkjördæmi var einnig felld, en þó studdu hana sextán þingmenn. Það voru í meginatriðum þingmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar, en einnig þriðjungur þingflokks VG.

En drjúgur meirihluti þingheims, 42, greiddi atkvæði með því að seinni talningin í Norðvesturkjördæmi, sú sem hafin er yfir allan skynsamlegan vafa, væri gild. Sextán þingmenn sátu hjá, en fimm pírötum tókst að kóróna kvöldið með því að greiða atkvæði gegn því að kjörbréfum yrði úthlutað yfirleitt.

Ekki virðist fjarstæðukennt að spá því að atkvæðagreiðslurnar í fyrrakvöld verði fyrirboði þess sem koma skal á kjörtímabilinu . "

Þá er eftir að sjá hvort vitringurinn af Vestfjörðum, Guðmundur Gunnarssona muni kæra kosninguna til MDE. Það er ótækt að enda þessa deilu með allt of snöggum hætti og fækka fátæklegum viðfangsefnum stjórnarandstöðunnar með því. 


Þjónustuupplifun

í Fellsmúla.

 

Ég fór  í  Sundlaugarnar á laugardagsmorgni sem er ekki í frásögur færandi í sjálfu sér. Nema að ég er óvenjuseinn á ferðinni og kem út um 11:30 . Er.þá ekki hægra afturdekkið vindlaust. frost og kalt úti og ég að flýta mér í mat.

Ég er alltaf með 2 brúsa af kvoðu með í bílnum þar sem það er meiriháttar mál fyrr gamalt og gigtveikt hró að skipta um dekk. Ég þríf brúsana og skýt fyrst einum og sé að akki er nóg og sá næsti fer inn líka. Þá er klukkan alveg að verða 12 þegar ég legg af staða að keyra á lágu dekkinu. Hvar er nú dekkjaverksæði.  Er opið núna í  hádeginu þegar ég þarf að vera mættur annarsstaðar? Ég missi af matnum?

Ég er kominn niður á Grensásveg þegar ég man eftir Gúmmívinnustofunni í Skipholti. Það er jafn langt og til Sólningar í Kópavogi sem ég þekki vel.  Svo á ljósunum að Miklubraut rámar mig í dekkjaverkstæði í Fellsmúlanum sem er að baki. Ég tek samt ákvörðun og böðlast inn á Miklubraut og hringinn á Háaleitisbraut og niður Fellsmúlann.

 

Jú þar er Michelin á skilti yfir opnum  dyrum. N1 Dekkjaverkstæði er þetta.   Ég keyri framendann í gættina og þar fyrir innan er tómt . 3 strákar ganga þarna fyrir og byrja að benda mér inn.

Ég er kominn upp á lyftuna kl 12:05. Nú sýnist mér dekkið fullblásið en svo er auðvitað ekki.  Það er sprungið segi ég . Já við erum búnir að sjá það og bíllinn er byrjaður  að lyftast. Dekkið er komið undan áður en ég veit af og upp á affelgunarbekkinn. Þar er strákur byrjaður að athuga . Ég geri ráð fyrir að hann sé útlenskur eins og margir á dekkjaverkstæðum en seinna kemur í ljós að hann er íslenskur mér til undrunar. Úrskurður kemur fljótt, dekkið er  ónýtt.

 Nýtt nagladekk segi  ég. Og annar strákur er lagður af stað á loftið og kemur með nýtt dekk meðan hinn er að rífa dekkið af felgunni.

Það er gaman að sjá  handtökin. Hann er með vélar að hreinsa felguna  af drullu og svo fer dekkið á, þaðan í ballanséringu og blýjun og síðan undir. Borga þarna inni bendir hann á íslensku.

30 þúsund kall fyrir allt, þar af dekkið um 24.000 plús svo skatturinn.  Allt búið kl 12:25 þegar ég bakka út.

 

Ég hef nú séð mörg handtök við bílaviðgerðir um dagana og hef gaman af að sjá atvinnumenn vinna. Þarna voru sko slíkir strákar á ferð að það var unun að horfa á þá. Maður fær aukna trú á mannkynið að sjá svona.

Frábær þjónustuupplifun þarna í Fellsmúlanum og  takk fyrir mig.


Rétt greining

finnst mér vera hjá Birni Bjarnasyni á kjördæmadeilunni í Nv.kjördæmi.

Björn segir:

"Viðreisnarþingmaðurinn Guðbrandur Einarsson sagðist ekki í vafa um eigin afstöðu til afgreiðslu kjörbréfa á þingi í samtali við Morgunblaðið mánudaginn 22. nóvember: „Ég ætla ekkert að fela mig eða skammast mín fyrir það. Ég ætla að standa með seinni talningu.“ Í þessum orðum fólst að hann ætlaði að greiða atkvæði með tillögu meirihluta kjörbréfanefndar alþingis. Þegar á hólminn kom að kvöldi fimmtudags 25. nóvember sat Guðbrandur hins vegar hjá ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar. Flokksaginn undir stjórn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur reyndist mega sín meira en sannfæring þingmannsins nokkrum dögum fyrr.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks (17), Framsóknarflokks (13), Flokks fólksins (6) og Miðflokksins (2) stóðu óskiptir að baki meirihluta kjörbréfanefndarinnar undir formennsku sjálfstæðismannsins Birgis Ármannssonar. Þingflokkur VG klofnaði og studdu 4 þingmenn tillögu meirihlutans, alls 42. Fimm Píratar voru á móti. Hjá sátu þingmenn Samfylkingar (6), þingmenn Viðreisnar (5), þingmenn VG (4) og einn Pírati, samtals 16.

1310630Birgir Ármannsson gerir grein fyrir áliti meirihluta kjörbréfanefndar 25. nóvember 2021 (mynd: mbl/Eggert Jóhannesson).

Sú skoðun bjó um sig innan þings og var umtöluð utan þess að þingmenn sem fengu jöfnunarsæti eftir lokatalninguna ættu ekki að taka þátt í atkvæðagreiðslunni, var því jafnvel fleygt að þeir væru vanhæfir til þess. Einn þessara þingmanna, miðflokksmaðurinn Bergþór Ólason, lét þetta tal réttilega sem vind um eyru þjóta. Hann hafði sama hæfi og aðrir þingmenn til að taka afstöðu og nýta atkvæðisrétt sinn.

Á vefsíðunni Kjarnanum var fimmtudaginn 25. nóvember haft eftir viðreisnarþingmanninum Sigmari Guðmundssyni að hann ætlaði ekki að taka þátt í atkvæðagreiðslunni um kjörbréfin. Sagðist hann hafa komist að þeirri niðurstöðu „að Sigmar Guðmundsson sé nokkurn veginn síðasti maður á landinu sem á að skera úr um gildi þess hvort Sigmar Guðmundsson skuli sitja á Alþingi.“

Þetta er furðulegt viðhorf sem með réttu hefði átt að leiða til þess að Sigmar segði af sér þingmennsku í stað þess að fela samþingmönnum sínum að ákveða hvort hann væri rétt kjörinn eða ekki. Í fyrstu rær Sigmar á mið almennra kjósenda og biður þá að kjósa sig (skyldi hann hafa setið heima?) síðan vill hann ekki bera ábyrgð á eigin þingsetu.

Birgir Ármannsson hlýtur almennt lof fyrir hvernig hann hefur haldið á þessu viðkvæma og erfiða máli. Allir í undirbúningsnefndinni sem rannsakaði gang mála fyrir útgáfu kjörbréfanna fyrir utan fulltrúa Pírata skrifuðu undir greinargerð um málsatvik og tillögur um nauðsynlegar umbætur. Lagalegu rökin fyrir niðurstöðu meirihluta kjörbréfanefndar voru skýr. Ekkert kom fram um að frávik frá lögbundnum vinnubrögðum hjá yfirkjörstjórn hefðu ráðið úrslitum kosninganna. Þess vegna lytu lagarök að því að lokatalningin úr úrslit hennar giltu.

Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingu blés á þessi rök í þingræðu og sagði að frekar ætti að huga að „ásýnd“ málsins og „trausti borgaranna“. Að þannig sé talað í ræðustól á löggjafarsamkundunni styrkir hvorki ásýnd né traust."

Ég reyndi með mínu takmarkaða paragraffaviti að lesa allt álit nefndarinnar hans Birgis yfir. Ég verð að segja að mér finnst þetta afrek í lögfræðilegri skýrslugerð sem þarna er borið fram og Birgi til mikils sóma að hafa leitt þetta svona til lykta.

Að sama  skapi er ömurlegt að sjá annars skynsamt fólk detta í að láta illa lesna  samflokksmenn sína taka ráðandi afstöðu fram yfir samviskusamlega vinnu þesara aðila í nefndinni. En svona er þetta bara í pólitíkinni. Flautaþyrlarnir ráða of miklu finnst manni oftlega.

En nú á ekert að vera að vanbúnaði að reyna að bjarga hinum með ráðum ráðleysingja og hinna. Rétt greining er fundin á undirstöðunni.


Sebastian Rushworth

skrifar æsingalaust um pestina:

Hér fer á eftir þýðing höfundar þessa vefseturs (sem er BJARNI JÓNSSON verkfr.) á grein sænska læknisins Sebastians Rushworth, sem birtist á vefsetri hans 20.11.2021:

"Ég var undrandi í fyrstu, þegar margar fullbólusettar þjóðir urðu fyrir barðinu á nýrri bylgju C-19 í haustbyrjun [2021]. Ég var hissa, þ.e.a.s. þar til ég fór að sjá skýrslur um, að vörn bóluefnanna er mun minni en búizt var við og hrapar niður í lággildi að fáeinum mánuðum liðnum frá bólusetningu. 

Í þessu ljósi hef ég verið að bera saman tíðni covid dauðsfalla í mismunandi löndum til að reyna að skilja, hvað er eiginlega um að vera.  Tíðni dauðsfalla er ákjósanlegri en tíðni greindra tilvika, því að hún breytist minna með tímanum.  Tíðni greindra tilvika hefur sveiflazt gríðarlega síðan faraldurinn hófst, þar sem fjöldi sýnataka hefur verið breytilegur með breyttri skilgreiningu á sýkingartilviki og með breytingum á sýnatökuaðferðum.  Greind tilvik eru þess vegna ómögulegt tæki til að skilja, hvernig faraldurinn hefur breytzt með tímanum.  Þó að lönd hafi mismunandi skilgreiningar á covid dauðsföllum, þá virðast þau vera sjálfum sér samkvæm um það í tímans rás.  Tíðni dauðsfalla er þess vegna miklu áreiðanlegri en tíðni greindra tilvika og þess vegna mun gagnlegri til að átta sig á þróun faraldursins. 

Við sjáum á yfirliti um Svíþjóð, að upphafsbylgjan reið yfir um vorið 2020 með upphaflegu Wuhan-veirunni, þá kom fall niður í næstum 0 vegna sumarsins.  Nú orðið ætti öllum að vera ljóst, að covid-19 er mjög árstíðabundin veira, sem eins og aðrar vetrarveirur hverfur að mestu frá því síðla vors fram í haustbyrjun. 

Það, sem næst gerðist samkvæmt sænsku gögnunum er enduruppsveifla Wuhan-veirunnar um haustið 2020, sem byrjar að hjaðna eftir nokkra mánuði, þegar nægilegt lýð- eða hjarðónæmi hefur verið náð.  Þessi hjöðnun stöðvast þó, og við tekur enn örari aukning dauðsfalla fyrir tilstilli brezka alfa-afbrigðisins í Svíþjóð.

Hvernig gat alfa-afbrigðið orsakað aðra bylgju, ef hjarðónæmi hafði þegar verið náð, mætti spyrja ?  Það er vegna þess, að þröskuldur lýðónæmis er háður smitnæmi og dreifimöguleikum veirunnar.  Því meiri dreifimöguleikar, þeim mun hærri verður þröskuldur lýðónæmis.  Þannig var þröskuldi lýðónæmis gagnvart Wuhan-veirunni náð í desember 2020, en þegar alfaafbrigðið mætti á svæðið, hækkaði þröskuldurinn og nýr faraldur reið yfir. 

Stöldrum nú við; alfa afbrigðið herjar hratt á íbúana, og nægilegt lýðónæmi var náð gagnvart þessu nýja afbrigði um miðjan janúar 2021.  Aftur verður erfitt fyrir veiruna að finna ný fórnarlömb, og þá tekur daglegum smitum að fækka niður í umgangspestargildi árstíðarinnar og eru þar þangað til í sumarbyrjun.

Þeim, sem vilja tengja fækkun covid-dauðdaga í febrúar [2021] við bólusetningar, bendi ég á, að aðeins fá % íbúa Svíþjóðar höfðu þá verið bólusett, svo að bólusetningar geta ekki hafa leitt til neinnar fækkunar dauðsfalla. 

Að sumrinu [2021] liðnu hækka gildin að nýju upp í eðlilegri árstíðabundin gildi, en eru áfram lág, eins og búast má við af veiru, sem veldur nú orðið umgangspest, en ekki faraldri.  Jafnvel þótt hið afar smitandi delta-afbrigði hafi borizt til Svíþjóðar síðla vors [2021] og hafi um haustið verið ríkjandi, gat það ekki skapað nýja bylgju vegna þess víðtæka [náttúrulega] ónæmis, sem áður var komið á. 

 Við sjáum svipað mynztur annars staðar, þar sem harkaleg bylgja skall á vorið 2020, eins og í Svíþjóð.  Þar má nefna Nýju Jórvík og Langbarðaland á Norður-Ítalíu.  Þar myndaði Wuhan-afbrigðið fyrstu 2 bylgjurnar, og alfa-afbrigðið myndaði 3. bylgjuna, og síðan ekki söguna meir, þrátt fyrir tilkomu delta-afbrigðisins.  Getuleysi delta-afbrigðisins við að mynda nýja bylgju er hægt að útskýra á 2 vegu - annaðhvort er dreifingargeta þess ekki nægilega mikið meiri en alfa-afbrigðisins til að mynda nýja bylgju á svæðum, þar sem lýðónæmi var þegar komið á gagnvart alfa-afbrigðinu, eða bólusetningarnar gera sitt gagn enn þá.

Förum nú til Indlands út af ályktunum, sem draga má um delta-afbrigðið þaðan:

Snemma árs 2021 verður delta-afbrigðisins fyrst vart á Indlandi og geisar á meðal íbúanna.  Mótefnisprófanir á íbúunum leiddu í ljós, að 50 % íbúanna sýktust á aðeins fárra mánaða skeiði, svo að hlutfall íbúanna með mótefni hækkaði úr 20 % í 70 %, sem er nægilega hátt hlutfall til að mynda lýðónæmi, svo að veirudreifingin hrapar niður á lágt umgangspestarstig. Athugið, að bóluefnin léku greinilega ekkert hlutverk hér, því að aðeins fá % íbúanna á Indlandi höfðu verið bólusett á þeim tíma, þegar dánartíðnin hrapaði niður í lág gildi, eins og átti sér stað í Svíþjóð.

Nú skulum við snúa okkur að löndum, sem hafa orðið fyrir barðinu á 4. bylgju faraldursins í haust [2021], og reyna að finna skýringu.  Tökum Ísrael sem dæmi:

Ísrael tókst að forðast víðtæka dreifingu covid vorið 2020.  Um haustið skall Wuhan-afbrigðið á Ísraelum, og einmitt í þann mund, að lýðónæmið náði gildi, sem fær dreifinguna til að hægja á sér, varð landið fyrir árás alfa-afbrigðisins, sem leiddi til hámarks í tíðni dauðsfalla af völdum covid seint í janúar 2021.  Á þeim tíma var þegar búið að bólusetja 20 % íbúanna að fullu, svo að hér gætu bólusetningarnar hafa átt þátt í að fækka dauðsföllum.  Þær gætu verið skýringin á því, að dauðsföllum fækkar síðan mjög mikið í stað þess að hjakka í umgangspestargildum alveg fram í maí [2021], eins og í Svíþjóð (þar sem bólusetning gekk mun hægar). 

Tíðni covid-dauðsfalla var áfram lág allt sumarið, eins og búast mátti við.  Þá komum við að haustinu 2021 og hinni óvæntu 4. bylgju, eða ekki svo óvæntu, ef litið er á gögnin, sem sýna, að skilvirkni bóluefnanna dvínar hratt, einnig sá eiginleiki, sem átti að koma í veg fyrir alvarleg veikindi (sem á sérstaklega við um viðkvæma eldri borgara, sem raunar eru eini hópur samfélagsins, sem er í mikilli hættu út af covid-19). [Gerð er grein fyrir þessum gögnum í 

https://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/2271869

og

https://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/2271929   ]

Jæja, Ísrael mátti þola 4. bylgjuna, eins og mörg önnur lönd.  Hvers vegna eru svæðin, sem gerð var grein fyrir í upphafi pistilsins, Svíþjóð, Langbarðaland og Nýja Jórvík, ekki þolendur 4. bylgju núna ?

Frá mínum bæjardyrum séð eru 2 möguleikar fyrir hendi.  Sá fyrri er, að íbúar þessara svæða hafi myndað svo víðtækt náttúrulegt ónæmi, þegar þeir urðu fyrir mikilli dreifingu covid-19 nokkuð lengi fram á vorið 2020, að þeir hafi nú afgreitt þennan faraldur fyrir sitt leyti og fleiri faraldra [SARS-CoV-2] sé ekki að vænta.  Í Ísrael er bólusetning útbreidd, en hafði í haustbyrjun 2021 orðið fyrir covid-dreifingu í færri mánuði [en téð 3 svæði], og þar af leiðandi hafði lægra hlutfall íbúanna en á viðmiðunarsvæðunum 3  þróað með sér náttúrulegt ónæmi frá fyrri sýkingum.  Það hefur nú verið leitt rækilega í ljós, að ónæmi, sem rætur á að rekja til sýkingar, er miklu varanlegra en ónæmið, sem framkallað er með bólusetningu. Þetta er eðlileg kenning núna, þegar við vitum, hversu mjög á reiki ónæmið er, sem bólusetningar framkalla.

Það getur verið upplýsandi núna að líta til Austur-Evrópu.  Austur-evrópsku ríkin hafa orðið sérstaklega illa úti í haust [2021].  Þar má nefna Búlgaríu og Slóvakíu. 

 Mér finnst tvennt vera athyglisvert þarna. Í fyrsta lagi sluppu bæði löndin nánast alveg vorið 2020.  Í öðru lagi var hröð dreifing veirunnar í gangi, þegar sumarkoman olli mikilli fækkun smita.  Þessar þjóðir náðu þess vegna aldrei lýðónæmi gagnvart meira smitandi afbrigðum, og þess vegna hlaut veiran að taka sig upp aftur haustið 2021.

Jæja, fyrri mögulega skýringin mín á því, að sum landsvæði verða ekki tiltakanlega fyrir barðinu á 4. bylgjunni, er sú, að þar sé þegar fyrir hendi nægilegt náttúrulegt lýðónæmi, sem verndi íbúana.  Sú síðari er, að íbúar þessara svæða njóti nú tímabundinnar verndar á þeim grunni, að íbúarnir voru bólusettir seinna en t.d. íbúar Ísrael.  Sé sú skýring rétt, mun 4. bylgjan skella á þeim eftir einn mánuð eða tvo. 

Gögn frá Þýzkalandi benda til, að fyrri skýringin sé líklegri, því að nú eru Þjóðverjar á leið inn í 4. bylgjuna.  Hafið í huga, að Þjóðverjar, eins og Ísraelar, urðu lítið varir við covid-19 um vorið 2020.  Hins vegar reið stór bylgja yfir þar veturinn 2020/2021 með Wuhan-afbrigðinu. Síðan kom smátoppur með alfa-afbrigðinu, sem myndaði meginálagið á Þýzkaland í apríl [2021].  Hins vegar komu hlýindi sumarkomunnar í veg fyrir myndun stórrar bylgju með alfa-afbrrigðinu. Á þessu skeiði voru Þjóðverjar bólusettir upp til hópa, og áttu flestar bólusetningarnar sér stað á tímabilinu marz-júní.  Þetta er ákaflega svipað bólusetningarferli og í Svíþjóð, þar sem flestir voru bólusettir í marz-júní [2021]. 

Hvers vegna verður Þýzkaland þá fyrir nýrri bylgju núna [haustið 2021], en Svíþjóð ekki ?

Ljóslega er skýringarinnar ekki að leita í, að Þýzkaland hafi orðið fyrri til við bólusetningar og íbúarnir hafi þess vegna misst sitt ónæmi fyrr, því að báðar þjóðirnar voru bólusettar á sama tíma.  Þess vegna hallast ég að réttmæti fyrri kenningarinnar, að Svíar hafi myndað náttúrulegt lýðónæmi með því, að covid hóf að breiðast mjög út í Svíþjóð vorið 2020, en útbreiðslan í Þýzkalandi hófst ekki að ráði fyrr en haustið 2020.  Þrátt fyrir að áhrif bóluefnanna hafi þegar rýrnað í báðum löndum, þá er Svíþjóð varin með sínu víðtæka náttúrulega ónæmi, en Þýzkaland ekki.  Ef þetta er rétt, mun Svíþjóð ekki verða fyrir barðinu á fleiri stórum bylgjum.  Eftir mánuð eða tvo [um áramótin 2021-2022] munum við vita sannleika þessa máls.    

 Mér hedur skilist á vinunm mínum í Florida að þar sé ástandið ekki sem verst.

Hefur hitafarið kannki meiri áhrif á veiruna?

Hitaveitan okkar gæti haft áhrif?


Bólusetningar eða ekki?

virðist vera hitamál víða.

Aðallega ýmsir kvenskörungar, án þekktrar sérmenntunar í fræðunum að baki hinum ýnsu kenninga, hafa sterkastar skoðanir á málinu.

Dr. Kári Stefánsson læknir grípur stundu til svo afgerandi orðfæris að menn staldra við. Honum finnst það afgerandi ábyrgðarleysi einstaklinga gagnvart samborgurunum að neita að láta bólusetja sig.

Á móti segir einn kvenskörungurinn ekki vilja slíkt nema hún fái að vita hvað er í sprautunni.

Við þeirri spurningu er liklega fátt um einföld svör. mRNA er ekki veikluð veira svo mikið er víst heldur ný aðferð. Aðeins hið rússneska Sputnik hef ég heyrt mun byggja á hinni aðferðinni en með ekki miklum árangri.

En hvað er til ráða í styrjöld? Í orrustunni um Bretland sýndu orrustuvélar Breta betri árangur en loftvarnabyssur. En hvað átti að gera ef flugvélar og flugmenn vantaði? Varð ekki að halda áfram með öllu sem til var?   

Það er erfitt að hætta í stríði vegna formsatriða. Það sem er í sprautunni virðist samt vera 5-10 sinnum áhrifameira til að varna veikindum og dauða heldur en að fá enga sprautu.

Hvað velja menn? Fullorðið fólk getur valið fyrir sig, En börn og unglingar eru í forsjá þeirra eldri. Hvenær eiga þau að velja sjálf?

Ef upp kæmi faraldur berkla í þjóðfélaginu, myndi þá verða spurt fyrst hvað væri í sprautunni? Eða lömunarveiki, bólusótt, mislingar eða holdsveiki?

Það er spurning hvar frelsi einstaklingsins endar og hvar frelsi þess næsta byrjar.

Bólusetning getur varla orðið einkamál mitt þegar líf annarra eru lögð að veði.              


Í alvöru?

virðist Guðmundur Gunnarsson telja að greiði Alþingi Íslendinga atkvæði á veg sem honum ekki líkar, þá stöðvi kæra hans til Mannréttindadómstóls Evrópu kjördæmamálið í NV endanlega?

Geta einhver þingstörf þá farið fram meðan hann er ekki sáttur við Alþingi Íslendinga?

Hvaðan kemur þessum manni þetta mikla vald og vit? 

"Áhugamál hans eru fjöll af öllum stærðum og gerðum, helst vestfirsk. Guðmundur brennur fyrir jafnrétti óháð búsetu og upprisu íslenska þorpsins."

Áður bæjarstjóri?

Það er ekki furða þó Björn Bjarnason spyrji:

"Telur Guðmundur Gunnarsson unnt að kæra niðurstöðu í atkvæðagreiðslu á alþingi beint til MDE í Strassborg? Vill hann láta á það reyna þar hvort alþingi sé í raun fullvalda í málum sem stjórnarskráin felur því að leiða til lykta?

Hvað hefur Guðmundur Gunnarsson fyrir sér þegar hann fullyrðir að „dómstólar erlendis“ muni „ekki fara um okkur mjúkum höndum“? Á hverju reisir hann þessa skoðun?"

Er þessi maður ekki máttarstólpi Viðreisnar á Vestfjörðum? Er ekki Viðreisn annar af tveimur alþjóðasinnuðum  íslenskra stjórnmálaflokka?

Í alvöru?


Er það versta eftir?

hvarflar að mér sem hættir oft til bölsýni.

Á veiran eftir að versna?

Hvað á eftir að dynja á okkur?

Enginn veit það.

Kannski sem betur fer.

En það getur svo sem margt versnað sem við blasir.

Dagur B. Eggertsson og/eða Reykjavíkurborg,  er að gefa út bók um sína 2 áratugi í stjórn Borgarinnar.

Í málgagninu er þessa tilvitnun að finna:

 

"„Að sumu leyti finnst mér ég enn vera í miðju verki.

Við náðum tímamótasamningum í samgöngumálum sem varða Borgarlínuna og hluta Miklubrautar og Sæbrautar í stokk.

Þetta eru risaverkefni og mikil lífsgæðamál, en þar fyrir utan má nefna Sundabraut, sem er komin í uppbyggilegan farveg. Ekkert af þessu er hins vegar komið í framkvæmd og einhver hluti af mér vill sannarlega sjá þetta til enda,“ segir Dagur og nefnir að auki að það sé magnað að fylgjast með Reykjavík verða líflegri og að meiri heilsuborg með hverju árinu, eftir því sem byggðin þéttist og þjónustan færist meira inn í hverfin."

Svo er önnur lítil frétt af meirihluta mannúðarflokkanna í Borgarstjórn Reykjavikur:

"Tillaga sjálfstæðismanna um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur í Reykjavíkurborg náði ekki fram að ganga, heldur var málið sett í nefnd."

Kostnaðarhlutfall þeirra framkvæmda sem íhaldið lagði til, sjálfsagt bara af sýndarmennsku segir einhver,  og draumsjóna Dags Bé. kallar hugsanlega á notkun veldisvísa af tíu sem ekki eiga heima í þessu vesæla bloggi.

Það þarf stórhug til að sjá fyrir sér götustokkana og þéttingu byggðarinnar. En því lýsir Dagur svo:

"en það eru umbreytingarnar í borginni í græna átt, að betri borg fyrir hjólreiðarnar og húsnæðismálin,“ segir hann ákveðið, „og borgin er orðin miklu manneskjulegri fyrir vikið – og skemmtilegri.“ 

"Washington ain´t seen nothing yet!" sagði Reagan þegar illa horfði hjá honum í kosningum. "Íslands ógæfu verður allt að vopni" sagði íslenskur bölmóður í Kaupmannahöfn.

"Lengi getur vont versnað" getur maður freistast til að segja sjálfur. 


Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 3420141

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband