Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2021

Umræðustjóri

í einn dag. Er það það sem ég þrái en af einhverjum sökum hefur  það reynst mér um megn?

Palli Vilhjálms bloggkóngur hefur fjórum sinnum meiri lestur en ég næ.Svo af hverju er ég að þessu veseni?

Ég var stundum í gamla daga að senda Morgunblaðinu pistla úttútna af speki að mér fannst.Á endanum svöruðu þeir með því að stofna handa mér bloggsíðu þar sem ég mætti skrifa eins og mig lysti. Einskonar sandkassi fyrir þá sem langaði að vera umræðustjórar að eigin vali.

Eftir umhugsun sá ég að þetta var rétt hjá þeim og hef eiginlega haldið mig þar síðan. Stórléttir fjárhagslega fyrir Mogga í pappir og prentsvertu og sömuleiðis fyrir ýmsa lesendur blaðsins sem deila ekki hrifningu sinni með mér á sjálfum mér þó stundum ratist víst kjöftugum satt á munn.

Einum vini mínum sagði ég fyrir hádegi á laugardegi að nú þyrfti ég að fara heims og lesa Reykjavíkurbréfið. Ertu frá þér maður sagði hann þá. Aldrei að lesa Reykjavikurbréfið fyrr en á Sunnudegi. Mér skildist að það væri einskonar helgistund á hans heimili.

Ég var að lesa Reykjavikurbréfið nú fyrir laugardagshádegið.Og það bilar ekki að æsa mig upp.

Höfundurinn tekur umsræðustjórana, sem eru aðallega af vinstri kantinum af augljósum ástæðum,  til bæna.

Hann segir m.a.:

"...Á meðan bréfritari hafði á fornri tíð greiðan aðgang að þinghúsinu mátti hann oft svara fyrir að hafa ekki virt aragrúa lagafyrirmæla sem hvergi fundust en sundurlaus texti,

oft í greinargerð, bæri með sér anda laganna og til hvers löggjafinn hefði ætlast.

Sú túlkun væri svo afgerandi að flokkaðist sem hrein ósvífni að andæfa slíkri niðurstöðu. Og í hita leiksins var því gjarnan bætt við að oft hefðu verið ríkuleg tilefni fyrir ráðherrann til að „íhuga sína stöðu“ og var þá átt við anda laganna þar sem ekki hefði náðst að vísa til beinharðra ákvæða.

Ekki man bréfritari glöggt hvort hann eða aðrir ráðherrar sem nutu þessara trakteringa væru í þessum tilvikum í stöðu þolanda eða geranda, eins og nú þykir hægast að hafa það.

En þeir hafa sjálfsagt verið í hlutverki ákærðra og hneykslaði hluti þingheims í hlutverki ákærandans.

Þetta var sem sagt fyrir tíma þess verklags, að ákveða strax í upphafi, óháð allri athugun, hvort sem það var hjá rannsakendum eða fyrir dómstólum, að niðurstaðan lægi jafnan fyrir löngu áður en málið hæfist. Ætti þessi nýja skipan að leiða til mikils sparnaðar fyrir dómstóla og huganlegt kannski að fækka megi saksóknurum niður í sýnishorn, fyrst svo glæstum árangri hefur verið náð. Í næsta áfanga má fækka persónum og leikendum réttlætisins úr tveimur í eina: Óþolandi gerandi.

Kannski mun þessi áfangi sjást í fjárlagatillögum þeim sem mest er saknað núna.

En það var og er ekkert sem hamlar ríkisstjórninni og þeim embættismönnum sem vinna verkin undir hennar leiðsögn, að einhenda sér í að setja saman fjárlög.

Kosningarnar breyttu engu. Þær staðfestu að flokkarnir þrír sem mynda ríkisstjórnina hafa enn sem fyrr góðan meirihluta á þingi. Ríkisstjórnin gaf það aldrei til kynna, flokkarnir saman eða einstakir stjórnarflokkar, að vilji stæði til þess að setja ríkisstjórnina af. Vilji kjósenda myndi svara slíkri spurningu.

Ríkisstjórnin sat því áfram daginn eftir kosningar, rétt eins og hún hafði gert á kjördag og árin þar á undan.

Formlega mátti vekja athygli forsetans á því hver staðan væri, en það hafði auðvitað ekki farið fram hjá honum. Engin vísbending hafði birst um að forysta ríkisstjórnar kynni að breytast. Forsetinn hafði því ekkert efni til að taka frumkvæði. Út frá hans bæjardyrum séð hafði ekkert gerst, sem kallaði á slíkt."

"...Kosið var 20. apríl 1991. Enginn forystumaður fékk stjórnarmyndunarumboðið fyrstu fjóra daga á meðan flokkarnir sem áttu aðild að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar þreifuðu á vilja til að endurnýja þá stjórn.

Þegar útséð var um þá tilraun veitti forseti formanni Sjálfstæðisflokksins stjórnarmyndunarumboð, en sá flokkur hafði verið afgerandi sigurvegari í kosningunum. Aðeins 5 dögum síðar hafði ný ríkisstjórn verið mynduð og stjórnarsáttmálinn birtur og var hann aðeins örfáar blaðsíður, sem var algjör nýjung.

Forsætisráðherrann sem myndaði stjórn á fimm dögum fór ekki sem slíkur úr forsætisráðuneytinu fyrr en 13 árum og fjórum og hálfum mánuði síðar.

Það er fyndið að lesa svo ritgerðir stöku þingmanna Samfylkingar aðallega, um hvernig allt sé á heljarþröminni vegna skorts á fjárlögum vegna septemberkosninga sem aldrei geti gengið upp, hvað þá núna þegar ekki liggur fyrir hverjir séu eða verði  réttkjörnir þingmenn? Hvað skyldu þeir svo segja ef farið verður í uppkosningu?

"...Reynslan sýnir að ríkisstjórnum er iðulega nokkuð metnaðarmál að sitja út kjörtímabilið.

Í lögum segir: „Almennar reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram eigi síðar en við lok kjörtímabils. Upphaf og lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðamótum, þó að einstöku kosningar hafi ekki farið fram á þeim degi. Skal ráðuneytið auglýsa hvenær almennar reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram. Kjörtímabilið er fjögur ár.“

Því er mönnum rétt að ganga út frá því að kosningar fari fram seint í september, nema aðstæður, og þá einkum pólitískar, gefi tilefni til annars."

Finnst mönnum í alvöru að umræðustjórnun vinstrimanna  hafi verið með vitrænum hætti alla dagana síðan á kosningum?

 

 


Skarpskyggni

þarf til að skrifa grein um peningakerfið eins og Vilhjálmur Bjarnason gerir í Morgunblaði dagsins:

Það er eiginlega nauðsynlegt að hafa alla greinina fyrir framan sig ef maður ætlar að skamma stjórnmálamenn og verkalýðsrekendur landsins í svo miklum mæli sem þetta er ekki orðið sama tóbakið.

Villi skrifar:

"Skammdegið og réttlætið eru af sama toga; maður skilur það best á vorin þegar sólin skín að þau eru bæði vond. Sérstaklega skilur maður illa réttlæti peningastefnu í skammdeginu. Það er oftar en ekki í skjóli myrkurs í skammdeginu sem rán eru framin.

Tilefni þessarar greinar er að svo virðist sem börn og gamalmenni eigi að greiða fyrir Covidráðstafanir Seðlabanka Íslands. Víst er að innlán í bankakerfinu eru ekki lengur athvarf fyrir sparifé, innlánin eru fyrst og fremst hluti af lausafjárstýringu fyrirtækja og heimila.

Reyndar er það svo að innlán lífeyrissjóða standa sem næst undir lausafjárkröfu innlánsstofnana hjá Seðlabankanum. Eftir því sem næst verður komist eru innlán lífeyrissjóða hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum ekki á neinum sérkjörum. Þannig greiða lífeyrisþegar fyrir laust fé fjármálafyrirtækjanna.

 

Þróun innlána

 

Frá því Covid-faraldur hófst hafa innlán í íslenskum innlánsstofnunum aukist sem hér segir, sjá mynd: Þessar tölur segja aðeins þriðjung sögunnar því til hliðar stendur verðbólguþróun og innlend vaxtaþróun. Verðbólga rýrir fjáreignir að öðru óbreyttu. Síðustu þrjú ár hefur verðbólguþróun verið döpur: Ársverðbólga frá upphafi til loka árs 2019 2,03% 2020 3,59% Frá okt. ’20 til okt.’21 4,52% Verðbætur eru sérstakt skattaandlag án þess að vera tekjur. Reyndar berjast stjórnvöld gegn frjálsu sparifé með skattastefnu. Þriðji þátturinn; vextir hafa lækkað í öfuga átt við verðbólgu. Hinn 16. janúar 2020 voru meginvextir Seðlabankans 4,5% en eru núna 2%. Almennt er talið að börn og eldri borgarar eigi sparifé í bönkum. Veltiinnlán einstaklinga eru sennilega mjög dreifð eign, enda þurfa allir laust fé til að þrauka mánuðinn.

 

feyrisstoðir og sparifé

 

Þegar stjórnmálamenn tala um lífeyriseign landsmanna, þá er eignin oftar en ekki talin spilafé þeirra.

Eitt sinn töldu snillingar að hægt væri að bjarga glæpavæddu bankakerfi með því að lána bönkunum erlendar eignir lífeyrissjóðanna.

Aðrir snillingar töldu að það væri „siðferðileg skylda“ lífeyrissjóða að standa undir hagvexti á komandi árum.

Þar sannaðist það sem Guðbjartur sagði; „er nokkrum of gott að vera fífl“, en menn hafa ekki rétt til að fífla eignir annarra.

 

 

Það verður aldrei nógsamlega lögð áhersla á að lífeyrissjóðir hafa aðeins eina skyldu. Hún er að greiða sjóðfélögum lífeyri þegar lífeyrisaldri er náð.

Lífeyrisstoðirnar eru fimm talsins: .

Almennir lífeyrissjóðir .

Viðbótarlífeyriseign .

Bætur almannatrygginga .

Frjálst sparifé .

Íbúðarhúsnæði

Bætur almannatrygginga greiðast með sköttum af launum vinnandi fólks.

Því á það að vera hagsmunamál verkalýðsrekenda, sem þykjast verja hagsmuni launtaka, að bætur almannatrygginga verði sem lægstar og að lífeyriskerfið sé að mestu sjálfbært.

 

Það er undarleg rörsýn hjá verkalýðsrekendum að telja lága vexti til hagsbóta fyrir sína skjólstæðinga.

 

Verkalýðsrekendum er falið að verja hagsmuni lífeyrisþega með setu í stjórnum lífeyrissjóða.

Þrátt fyrir böl og alheimsstríð hefur ávöxtun lífeyrissjóða á liðnum þremur árum verið þolanleg. Þó kann að vera að lífeyrissjóðir séu komnir að hættumörkum í innlendri verðbréfaeign vegna einsleitni og samþjöppunar.

Í raun ættu lífeyrissjóðir að eiga að lágmarki 50% af eignum sínum í erlendum eignum en ekki að hámarki eins og nú er.

 

 

Raunávöxtun eigna sjóðanna árið 2019 var 11,8%. Í reikniforsendum sjóðanna er reiknað með 3,5% ávöxtun eigna til að sjóðirnir geti staðið við skuldbindingar sínar.

Nýlega skilaði Lífeyrissjóður verslunarmanna hagstæðri ávöxtun til sjóðfélaga með auknum réttin

Lífeyrir og kaupmáttur lífeyris

 

Landssamtök lífeyrissjóða áætla að lífeyrissjóðir landsmanna hafi skilað að meðaltali rúmlega 9% raunávöxtun allra eigna sinna á árinu 2020.dum til þeirra.

Í raun þurfa lífeyrissjóðir að ávaxta eignir um 2,2% umfram 3,5% til að halda í við kaupmáttarþróun launa á almennum vinnumarkaði, þar sem kaupmáttur launa á liðnum 30 árum hefur vaxið um 2,2% á ári.

 

Vissulega tók í þegar glæpavætt bankakerfi náði að sólunda 10-15% af eigum lífeyrissjóða í hruni fjármálakerfisins 2008.

 

 

Peningastefna og sparifé

 

Árið 1974 var talið nauðsynlegt að hækka vexti verulega. Þá sagði í fréttatilkynningu Seðlabankans:

„Með vaxtahækkun þessari er fyrst og fremst stefnt að því að bæta hag sparifjáreigenda, en innstæður þeirra hafa rýrnað verulega að verðgildi vegna þeirra miklu verðhækkana sem orðið hafa undanfarna mánuði.“

Þegar þessi vaxtabreyting var ákveðin sat starfsstjórn.

Forsætisráðherra sagði þessa vaxtahækkun í andstöðu við meirihluta ríkisstjórnarinnar.

Þessi sami forsætisráðherra keyrði í gegnum Alþingi löggjöf um almenna heimild til verðtryggingar fimm árum síðar. Þá var tilgangurinn ekki sagður að bæta hag almennra sparifjáreigenda heldur að tryggja að framlög vinnandi fólks til lífeyris yrðu ekki að engu á báli verðbólgu. Vissulega fara hagsmunir lífeyrisþega og sparifjáreigenda saman.

 

Þversagnir

 

Þær voru aldir þegar menn trúðu því að Búlandstindur væri ljótur, og að andstyggilegur staður eins og Mývatn hefði orðið til af því fjandinn mé á móti sólinni, en draugar sendir í Gullfoss. Nú þykir Búlandstindur snotur, Mývatn og sveit þess falleg og Gullfoss helgisögn. Eins verður það talið rétt og eðlilegt þegar þessi öld og sú síðasta verða gerðar upp að leggja mat á það hvernig stoðum lífeyris hefur verið sinnt. Það mun þykja ljóður á ráði þeirra sem um hafa vélað að þeim stoðum hafi verið fórnað fyrir stundarhagsmuni. Ef til vill er það að bera í bakkafullan læk að fjalla um slíkt grundvallaratriði þegar hégóminn einn ræður för. "

 

(Ritvinnslan er að gera mér glennur sem ég kann ekki breyta)

Villi talar réttilega um glæpavætt bankakerfi sem hér ríkti þar sem banksterarnir náðu að sleppa frá refsingum að mestu. 

Nú geta menn prófað að setja "ríkisvætt bankakerfi" í staðinn fyrir glæpavætt.

Hver er þá útkoman gagnvart almenning?

Raunvextir í boði?

 

Skattlagning verðbólgunnar?

 

Já hún gengur á fullu hvaða stjórn sem annars situr.

Fjármagnstekjuskattur þykir nefnilega göfugri en aðrir skattar.

 

Tala verkalýðsforingjar fyrir lægri vöxtum í lífeyrisjóðum? 

 

En vaxtir Seðlabanka mega ekki hækka segja þeir allir í kór.

Það þarf skarpskyggni masnns eins og Villa Bjarna til að sjá í gegn um þokuna og þjóðlygina um göfugleika stjórnmálamanna.


Eru vanskil græn á litinn?

Manni dettur helst í hug eftir umræðunni að 580 milljarðar i grænum skuldabréfum séu bara fyrirfram tapaðir eigendum lífeyrissjóðanna sem eru víst ég og þú þótt óvirkir séum.

En hvað eru þessi grænu skuldabréf? Eru þau tóm vinstri vitleysa?

Svo segir í Viðskiptablaðinu nú í Nóvember:

"

Græn skuldabréf eru í eðli sínu einföld skuldabréf (e. vanilla bond) sem uppfylla auknar kröfur varðandi gagnsæi og hvernig fjármagn er nýtt. Útgefandi slíkra bréfa verður að nýta söluandvirði skuldabréfanna í fyrirfram skilgreind verkefni sem draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda eða öðrum mengandi áhrifum og greina þarf umhverfislegan ávinning af verkefninu.

Einnig er mögulegt að gefa út skuldabréf þar sem fjármagn skal nýtt í félagslega þætti, s.s. aðgengi að félagslegu húsnæði (e. social bonds). Þau hafa verið gefin út í mun minna mæli, eða um 5% af stærðargráðu grænna skuldabréfa, m.v. heildarútgáfu árið 2017.

Nasdaq bendir á að þrjú skilyrði þurfa að vera til staðar svo skuldabréf fáist skráð sem grænt skuldabréf. 1) Fjármagn skal nýtt í verkefni sem hafa umhverfislegan ávinning, t.d. dragi úr skaðlegri mengun, 2) þriðji aðili skal rýna í verkefnið sem er fjármagnað, t.d. að ganga úr skugga um að þau hafi sannarlega verið greind og sýnt sé fram á að verkefnin dragi í raun úr mengun og 3) framvinduskýrslur skuli vera aðgengilegar þar sem sýnt er fram á t.d. hversu mikið verkefnið hafi dregið úr útblæstri eða mengun eða önnur ESG áhrif þess. Hér þarf að passa sérstaklega uppá eftirfylgni með alþjóðlegum viðmiðum.

CICERO, norsk samtök sem veita umsögn þriðja aðila um græn skuldabréf, benda á að lífsferilsgreining (LCA) sé sú aðferðafræði sem helst eigi að horfa til þegar umhverfislegur ávinningur verkefna er greindur.

Á Íslandi mætti fjármagna ýmis verkefni sem gjarnan eru nefnd í almennri umræðu. Hér má helst nefna t.d. uppsetningu hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla, rafknúnar almenningssamgöngur og orkuver sem notast við endurnýjanlega orkugjafa líkt og Landsvirkjun hefur gert. Einnig má fjármagna innviði fyrir orkuskipti, bæði fyrir almenning og iðnað (t.d. sjávarútveg) og byggingar séu þær orkunýtnari eða stuðla að auknu framboði fyrir lágtekjuhópa.

Útgáfa grænna skuldabréfa hefur farið ört vaxandi, og eru áætluð verðmæti útgefinna bréfa árið 2017 um 160 milljarðar USD. Kauphallir eru einnig farnar að skapa sérstaka lista tileinkaða slíkum skuldabréfum, t.d. Osló árið 2015, Stokkhólmur, London, Mexíkó, Lúxemborg, Ítalía, Sjanghæ, Suður-Afríka og nú síðast Tokyo í janúar 2018.

Fjárfestar spyrja gjarnan hvort fjárfesting í grænum skuldabréfum gefi betri ávöxtun en hefðbundin skuldabréf. Nýleg rannsókn við Erasmus School of Economics, og sú fyrsta sem ber arðsemi grænna skuldabréfa saman við hefðbundin skuldabréf, virðist benda til að græn skuldabréf gefi fjárfestum í raun að jafnaði betri ávöxtun. Þetta eru gríðarlega mikilvægar upplýsingar sem ætti að skoða nánar.

Hér má mögulega sjá hvers vegna eftirspurn er mikil eftir grænum skuldabréfum. Bréfin hafa ekki einungis möguleg jákvæð umhverfisáhrif heldur virðist ávöxtun af slíkri fjárfestingu ekki endilega síðri og á stundum betri en af hefðbundnum skuldabréfum.

Landsvirkjun gaf út grænt skuldabréf fyrst íslenskra fyrirtækja. Það skuldabréf ber 4,14% vexti sem greiddir eru út tvisvar á ári. Eftirspurn eftir bréfi Landsvirkjunar var sjöföld miðað við upphaflega 100 milljóna USD útgáfu. Landsvirkjun tekur fram að fjármagnið skuli nýtt í byggingu Þeistareykjavirkjunar og stækkun Búrfellsvirkjunar.

Ørsted, stærsta orkufyrirtæki Danmerkur, gaf einnig út grænt skuldabréf að verðmæti rúmlega 1,4 milljarðar USD og býður fyrirtækið því upp á fjölbreyttari fjárfestingaleiðir en einungis kaup hlutabréfa, sem snúa á mismunandi hátt að sjálfbærni í rekstri Ørsted.

Hvað gerði Apple?

Árið 2016 gaf Apple út grænt skuldabréf að verðmæti 1,5 milljarðar USD. Apple endurtók svo leikinn rétt eftir að tilkynnt var að Bandaríkin myndu draga sig frá Parísarsamkomulaginu og gaf út annað grænt skuldabréf að verðmæti 1 milljarður USD.

Vextir seinna skuldabréfsins eru 2.85%, greiddir út á 6 mánaða fresti og gaf Moody’s bréfinu einkunnina Aa1 og S&P gaf því AA+.

Áhugavert er að geta þess að 44% fjárfesta græna skuldabréfs Apple tilheyra hópi sem einungis fjárfesta í grænum fjármálaafurðum. Samkvæmt Apple var markmiðið að ná til breiðari hóps sem hefur sérstakan áhuga á grænum fjárfestingum. Það var því árangursrík stefna hjá fyrirtækinu að standa að slíkri útgáfu.

Apple gefur reglulega út skýrslu þar sem ávinningur af grænu skuldabréfunum er sýndur. Þar kemur fram að verkefni sem fjármögnuð voru með fyrra bréfinu (gefið út árið 2016) dró úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem nemur 439.100 tonnum. Seinna bréfið sem gefið var út árið 2017 hefur nú þegar dregið úr útblæstri sem nemur 15.100 tonnum.

Það er því ljóst að útgáfa grænna skuldabréfa til fjármögnunar verkefna er mjög áhugaverður kostur. Ekki bara fyrir útgefendur til að stuðla að jákvæðum breytingum heldur líka fyrir fjárfesta sem í auknum mæli vilja beinlínis fjárfesta í slíkum fjármálaafurðum."

Það er hægt að vanda valið ópólitískt þó að villta vinstrið muni seint geta gert slíkt.

Vanskil þurfa ekki endilega að vera græn á litinn. 

 


H.....og harkan sex!

eru jafngildi svara Ragnars Þórs og verkalýðsforkólfanna við hagstjórnartilraunum seðlabankastjórans Ágeirs.

 

Svo segir á RÚV:

 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að seðlabankastjóri ráðist á launafólk og verkalýðsforystuna til að breiða yfir eigin hagstjórnarmistök. Hann gagnrýnir harðlega ákvörðun bankans um að hækka stýrivexti.
 
Forseti Alþýðusambands Íslands segir að ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti hleypi meiri hörku í komandi kjaraviðræður. Formaður Bandalags háskólamanna telur að vaxtahækkunin skili sér beint út í verðlag og bitni verst á ungu fólki sem er nýkomið inn á fasteignamarkað.
 

Mikil áhersla var lögð á lækkun stýrivaxta við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrir tveimur árum. Samningarnir renna út í haust og viðbúið að hækkanir síðustu mánaða hafi áhrif á komandi kjaraviðræður.

Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir að vaxtahækkunin í morgun þurrki út kjarasamningsbundnar launahækkanir.

„Það er ágætt að tala mjög skýrt, að Seðlabankinn tekur þá ákvörðun í morgun að hafa af launafólki svona eins og eina umsamda launahækkun á kjarasamningstímabilinu. Það er mjög alvarlegt mál. Seðlabankinn fór mjög bratt í að lækka vexti, gaf væntingar um það að fólk gæti endurfjármagnað og gæti nýtt aukið svigrúm þannig. Síðan hefur fólk gert ráðstafanir út frá því. Hugsanlega endurfjármagnað til þess að koma til móts við tekjutap út af atvinnuleysi eða einhverju slíku. En síðan þessar bröttu vaxtahækkanir sem við erum að sjá núna munu að sjálfsögðu kalla á það að við förum með töluvert meiri hörku inn í kjarasamningana næstu en við var búist,“ segir Drífa.

Friðrik Jónsson formaður BHM telur að þessi hækkun bitni verst á ungu fólki og dugi lítið til að vinna gegn verðbólgu.

„Við erum í hagkerfi sem er mjög viðkvæmt fyrir vaxtahækkunum. Þetta mun skila sér beint út í verðlag má gera ráð fyrir. Þorri fyrirtækja á Íslandi eru lítil og meðalstór sem eru með háa skuldsetningu þannig um leið og þú hækkar þeirra lánskostnað þá ertu að hækka rekstrarkostnað og hann skilar sér út í verðlag. Ég hef áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á ungt fólk sem er skuldsett og tiltölulega nýkomið út á fasteignamarkað. Þetta er ekki jákvætt inn í kjaraumhverfið,“ segir Friðrik. 

 

Seðlabankinn hækkaði í morgun stýrivexti um 0,5 prósentustig, upp í tvö prósent. Þetta er fjórða stýrivaxtahækkunin frá því í maí. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans kemur fram að verðbólguhorfur hafi versnað meðal annars út af auknum launakostnaði.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í hádegisfréttum útvarps að launahækkanir á almennum vinnumarkaði væru ekki í takt við efnahagslegan veruleika.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýnir þennan málflutning.

„Hann er einfaldlega ekki boðlegur, að reyna að skella skuldinni á aðra fyrir eigin mistök og í rauninni þá ábyrgð sem að seðlabankastjóri hefur, og Seðlabankinn sem ber ábyrgð á því að halda hér verðstöðugleika en hefur algjörlega brugðist hlutverki sínu og ætlar núna að fara að skella skuldinni á vinnandi fólk. Hér er verið að keyra upp meðal annars stýrivexti og hækka vexti út af ytri áhrifum. Út af hrávöruverðshækkunum, olíuverði og ýmsum öðrum þáttum sem stýrivaxtahækkanir hafa ekkert nema verri áhrif á,“ segir Ragnar. 

Hann segir að bankinn hafi ekki nýtt sín tól og tæki til að bregðast við miklum hækkunum á fasteignamarkaði þegar vaxtalækkunarferlið hófst á sínum tíma. Þetta hafi haft mikil áhrif á verðbólguþróun.

„Seðlabankinn hafði öll þau tól til þess að bregðast við þessu ástandi sem hann er núna að kenna verkalýðshreyfingunni um,“ segir Ragnar.

Hann segir viðbúið að húsaleiga og afborganir af fasteignalánum hækki á komandi mánuðum, jafnvel um tugi þúsunda króna á mánuði.

Við munum sækja hverja einustu krónu sem er búið að leggja núna á okkar félagsmenn í næstu kjarasamningum. Það eru skilaboðin og það er svar okkar við þessum endalausu hótunum sem við erum að fá frá Seðlabankanum og seðlabankastjóra,“ segir Ragnar."

Hvað skyldi hann gera ef hann réði hér öllu ? Lækka vexti og hækka kaupið?

Ragnar Þór er  líklega hagspekingur á heimsmælikvarða og ekki klikkar klappliðið að baki honum. Þetta er allt svo gegnsósa af góðmennsku og greiðasemi við unga fólkið að það má ekkert vera að því að hugsa um eigin hag. 

En að hugsa um unga fólkið og hvernig verðbólgan fer með það er en anden sag. Unga fólkið er ekki búið að borga upp lánin sín eins og þetta gamla sett sem stjórnar kröfugerðinni af tómri fórnfýsi. Bara ekki að beita skynsemi eða reynslunni á neitt. 

H....og harkan sex !


Það hlaut að hafa verið eitthvað

sem lét mig kjósa Þorstein Pálsson ítrekað á sínum tíma.Jafnvel á móti  Davíð í eitt sinn.

Þorsteinn skrifar snilldargrein í málgagn ESB í dag af því sem honum finnst vera Kögunarhóll en mér frekar malargryfja sem maður spólar í.

Þar sýnir hann samt hvað hann er ennþá fær um að gera í málflutningi sínum þó málstaðurinn vondur sé.

Þessi grein er svohljóðandi:

"Straumur vatnsfalla getur breyst frá einum tíma til annars. Stundum færist þungi straumsins frá öðrum bakka yfir á hinn. Breytingar af því tagi geta haft mikil áhrif á umhverfið.

Ég minnist samtala á bökkum Markarfljóts við bændur í Landeyjum og undan Eyjafjöllum. Þeir þekktu þessa miklu krafta náttúrunnar, sem brutu niður gróið land og eyðilögðu landnytjar.

 

Flökt eða vísir að öðru meira?

 

 

Allir vildu draga úr sveiflum straumsins. Bændurnir vildu stöðugleika. Þeir sem bjuggu austan megin gátu að vísu verið rólegir meðan fljótið djöflaðist vestan megin. En þeir vissu að eftir einhverja áratugi myndi straumurinn sveiflast yfir á bakkann þeirra megin. Þess vegna höfðu allir sömu sýn.

Oftast er erfitt að greina fyrstu vísa að slíkum breytingum. Lítið frávik getur verið flökt, en líka upphaf að meiri varanlegum breytingum.

Þessi gömlu samtöl við bændur um lögmál Markarfljóts komu upp í hugann síðasta laugardag þegar ég las sameiginlega grein Árna Sigurjónssonar formanns Samtaka iðnaðarins og Friðriks Jónssonar formanns BHM í Morgunblaðinu.

Grein þeirra ber yfirskriftina: „Sókn nýsköpunar og hugverkaiðnaðar – þar getum við verið sammála.“ Hún virkar í fyrstu eins og klisja úr kosningabaráttunni. En það er tvennt í greininni, sem bendir til þess að hún gæti verið eitthvað meira en klisja eða flökt í straumfalli dægurumræðu, jafnvel vísir að öðru meira.

 

 

Greining vandans

 

 

Fyrra atriðið er sameiginleg sýn þeirra á eðli efnahagsvandans. Þeir byrja greinina á að skilgreina kjarna hans á mjög einfaldan og skýran hátt:

n „Á þessari öld hefur íslenska hagkerfið sveiflast þrisvar sinnum meira en Evrópulöndin að meðaltali.

n Ísland hefur auk þess gengið í gegnum mun dýpri og langvinnari efnahagslægðir á síðustu 12 árum, en þau lönd sem við berum okkur helst saman við.

n Nú, á árinu 2021, benda nýjustu spár greiningaraðila til þess að Ísland nái framleiðslustigi fyrir heimsfaraldur um ári á eftir helstu viðskiptalöndum.“

Okkar hagkerfi sveiflast margfalt meira en önnur, sem við jöfnum okkur til. Kreppurnar verða dýpri. Og við erum lengur en aðrar þjóðir að ná okkur á strik. Erum við sátt við þetta?

 

 

 

Þögnin rofin 

 

 

Annað er að báðir eru höfundar nýir forystumenn á vinnumarkaði. Þeir virðast báðir skilja að grundvallarbreytinga er þörf og eru líklegir til að hafa metnað til þess að sjá þær gerast.

Síðastliðin fimm ár hafa forystumenn SA og ASÍ haft mjög lítinn áhuga á að ræða grundvallarviðfangsefnið varðandi sveiflurnar í þjóðarbúskapnum. Nú segja þessir tveir nýju forystumenn: Þar getum við verið sammála.

Sameiginleg sýn á hindrunum, sem ryðja þurfti úr vegi, var kjarninn í þjóðarsáttinni fyrir þrjátíu árum. Þessi hugsun var komin aftur á flug en var svo kæfð á ný fyrir nokkrum árum. Skammtíma sérhagsmunir hafa trúlega ráðið því beggja vegna.

Pólitíkin vildi líka losna við umræður um grundvallarviðfangsefni. Síðustu fjögur ár hefur hún verið of veik til að takast á við þau.

Þessir tveir nýju forystumenn á vinnumarkaðnum eru ekki að segja eitthvað, sem enginn hefur sagt áður. En þeir eru að endurvekja sameiginlega sýn á vanda, sem legið hefur í þagnargildi um hríð.

 

Einn græðir annar tapar

 

Það er margt líkt með kröftum stórfljótsins og lögmálum efnahagslífsins.

Rétt eins og straumskipti fljótsins brýtur nytjaland til skiptis beggja vegna, valda sveiflur efnahagslífsins því að einn hluti hagkerfisins græðir í skamman tíma meðan annar tapar. Launþegar í einn tíma og fyrirtækin í annan. Svo snúast leikar við.

Það vantar þá sem tala af hyggindum bændanna við Markarfljót. Grein formanna SI og BHM er tilraun til að fylla upp í tómarúm. Svo reynir á úthaldið, og ekki síður á hitt, að fá fleiri til að ganga með.

Ríkisstjórnin tekur örugglega undir fyrirsögn þeirra félaga í nýrri stefnuyfirlýsingu. Hún hefur hins vegar í fjögur ár verið í afneitun gagnvart grundvallarviðfangsefninu. Hætt er því við að alvara greinarinnar verði ekki nefnd.

Það er því brekka fram undan."

Það hlaut að hafa verið eitthvað við hann Þorstein Pálsson sem getur skrifað svona ennþá.

Hvað er það þá sem okkur að skilur?

Jú, ég held að við höfum enn snertiflöt.Við viljum báðir stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Nema það, að Þorsteinn vill fórna of miklu að mínum smekk fyrir hann. Hann einblínir á að Evra sveiflist minna en krónan að jafnaði.

Fullveldið megi víkja fyrir verðlagi á  gjaldeyrismarkaði.

En af hverju bara Evra spyr ég? 

En eru allar sveiflur vondar?

2009 og það sem á eftir kom?

 

Við vitum báðir til hvers skyndilegar verðhækkanir leiða. Til dæmis bara á olíu. Hún hefur áhrif á kjör allra um borð í bátnum.

Sjómannaverkfall og skattahækkanir líka. Hækkun á auðlinda(markaðs)gjaldi?

Getum við ekki reiknað aftur í tímann hvenær taxtahækkun tapaðist í verðbólgu eða gengisfalli? Er ekki stundum hægt að skipta á gengisfalli og verðlækkun?

Erum við ekki a upplifa breytingar á gengi Evrunnar ítrekað til blessunar eða bölvunar fyrir verðlagið í landinu.

Til dæmis í verði á göturum eins og ritstjórinn lýsir í leiðaranum? Þar er eins og hann hafi aldrei heyrt orðið Amazon sem selur líka gatara frá Leitz eða jafngóða?

Hvort viljum við heldur að stóraukið aðflæði ferðamanna frá Ameríku færi Íslendingum bullandi eftirspurn eða hér ríki  hollenskt atvinnuleysi borgað í Evrum? 

Sagði ekki Tómas að eiginlega væri ekkert bratt, aðeins mismunandi flatt?

Það hlaut að hafa verið eitthvað sem tengdi okkur Þorstein á sinni tíð eins og snefill af skynsemi hér og þar en kannski ekki allsstaðar?


Skyldi vera séns?

að Drífa og Ásgeir gætu samið um að verja krónuna um áramótin?

Að óbreyttu leggst verðbólguauki ofan á gengi krónunnar þá vegna ófyrirséðra atvika.

Á forsíðu Morgunblaðsins stendur þetta:

"„Ég held að þetta sé eitthvað sem samningsaðilar þurfi að skoða og velta fyrir sér því ég þori að veðja að það hafi enginn verið að gera ráð fyrir að það yrði tekinn út hagvaxtarauki eftir 6,5% samdrátt.“

Þessum orðum fór Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri um þá stöðu sem uppi er á almennum vinnumarkaði en að öllu óbreyttu mun 8 þúsund króna hagvaxtarauki leggjast ofan á 25 þúsund króna taxtahækkun launa og 6 þúsund krónur ofan á almennar launahækkanir um komandi áramót.

Gerist það á grundvelli ákvæðis í hinum svokölluðu lífskjarasamningum þar sem samið var um viðbótarhækkun þegar hagvöxtur á mann reynist umfram tiltekin mörk."

Er einhver séns að Ásgeir í Seðlabanka og Drífa í ASÍ gætu samið um að milda þetta fyrirséða högg á lífskjör almennings af skynsemi á einhvern hátt?


Glasgow-þynnkan

sækir á þessa dagana.

ortkuspá Þannig er heimsorkunotkunin num þesar mundir.

Og þannig spá spekingar fyrir þróuninni til 2050.

Jarðefnaeldsneytið úr 550 nú  í 320 Excajoules svona circabaout.

Gengur þetta eftir?

 

Svo eru fréttir frá Kína:


"Chinese Coal Production Surges After Government Free-for-All. China’s October coal output rose to a 6-year monthly high of 357.09 million tons as the government hastily approved coal extensions and expedited mining wherever it could, also forbidding local authorities to shut mines without authorization."

Ekki sýnist manni þeir vera að slá af í losun CO2?

 

Þegar Glasgow-vímuna leggur frá þá tekur þynnkan og veruleikinn við.

 


Enga eftiráspeki

ætla ég uppi að hafa varðandi þetta Covid sem nú geisar sem aldrei fyrr. 

Það er bara fyrirliggjandi að þetta er afskaplega viðkvæmt hvað okkur varðar því veiran grípur hvert tækifæri. Við munum þurfa að lifa með henni um sinn þar sem okkur hefur ekki tekist að útrýma frænkum hennar kvefinu og hóstanum þrátt fyrir bölv og ragn yfir letinni eins og sagði í kvæðinu.

Ég hef sótt mér inflúensu bólusetningar í áratugi þar sem minn líflæknir hann Ársæll Jónsson sagði að sér sýndist  alltaf eima eitthvað eftir af ónæminu í sprautunum  og almenn veikindi yrðu þar með vægari. Mín reynsla er akkúrat svoleiðis, ég hef aðeins fengið vægari pestir síðan ég byrjaði á þessu.

En auðvitað er ég ekki algildur og allir mega hafa sínar skoðanir í friði. En Covidið virðist líka vægara um þessar mundir hjá þeim sprautuðu sýnist mér úr mínu nágrenni. Þessi lyf  virðast klóra fleirum en einni tegund veira. Þess vegna er ég sprautufíkill.

Einn vinur minn í Ameríku, listamaðurinn Jungle Jim Shier,  sagði að hlaupabóluveiran hefði eyðilagt líf sitt frá miðjum aldrei. Hann gafst því miður upp fyrir þeim hörmungum sem hundeltu hann. Hann ráðlagði mér að miðaldra eigi að fá sér sprautu við Shingles vírusnum. Ef gamla barnaónæmið dugar ekki er hættan svo skelfileg.Fátt er verra en vondur ristill á fullorðinsaldri.

Holdsveikin, Berklar, lömunarveikin  og bólusóttin eru svo dæmi um hvað vísindin geta gert fyrir okkur til að forðast skelfingarnar og nú síðast malaríuna. Og fleira í þeim dúr.

Á eftir heimskunni og trúarbrögðunum eru verstu óvinir mannkynsins ósýnilegir berum augum. Það táknar þó ekki að þeir séu ekki til staðar.

Það er bara eitt sem skiptir máli í þessu lífi sagði vinur minn og lærifaðir, Ingimar Sveinbjörnsson flugstjóri:

Heilsan.

Hann vissi yfirleitt hvað hann söng.

Ef heilsan yfirgefur okkur dugir engin eftiráspeki. 


Grínið í Glasgow

gríniðíGlasgow´Ég myndi skammast mín að hafa komið nálægt þessu.

Þessi ráðstefna og niðurtaða hennar skilaði akkúrat engu þó Boris Johnson og fleiri  beri sig karlmannlega.

Þeir þrír lengst til vinstri eru þeir sem skipta máli. Úr því að þeir sögðu pass þá er allt annað meiningarlaust því miður.

Ég vona að okkar lið hafi skemmt sér vel í Glasgow, það verður víst það eina bitastæða sem út kemur.


Upprifjun um Borgarlínuna

sem er langt í frá gleymd vinstra fólkinu í öllum sveitarstjórnu höfuðborgarsvæðisins.

 

Í maí í vor skrifaði Jónas Elíasson snjalla gerin um málið. Ég leyfði ér þá að vekja athygli á henni á blogginu mínu.

Sannleikurinn um Reykjavíkurumferð

kemur allur fram í afburðagrein Jónasar Elíassonar í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur hinn einfaldi sannleikur um umferðarvandamálin í Reykjavík.

Þau eru í einfaldleika þannig:

96 % fólk hefur valið sér einkabílinn sem faraskjóta. 4 % vill fara með strætó.

Borgarstjórn krefst þess að 4 % borgarbúa hætti við einkabílinn og fari að ferðast með ofurstrætó sem á að kosta hundruð milljarða.

Engar nýjar akreinar sem bara fyllast af einkabílum og að tími mislægra gatanamóta sé liðinn í Reykjavík svo vitnað sé orðrétt í spakmæli vitringanna.

En gefum prófessornum orðið:

"Sundabraut og stokkur fyrir Miklubraut eru óþarflega dýrar framkvæmdir og ótímabærar, en Reykjavík þarf ljóslausa aðalbraut í gegnum þéttbýlið.

Jákvæð viðbrögð við grein í Morgunblaðinu 14. maí eftir sama höfund sýna að fólk gerir sér almennt ljóst hvílík fjarstæða áform Reykjavíkurborgar um Borgarlínu eru, bæði í umhverfislegu og fjárhagslegu tilliti.

En eru þá engar umhverfisvænar lausnir í samgöngumálum Reykjavíkur?

Þær eru til: Halda áfram með áformin frá því 1965 um ljóslausa leið gegnum höfuðborgina.

Hún heitir Miklabraut og umferðartafir eru þar svo miklar í dag að hægt er að reikna út að samanlagðar tafir nema um 100 ársverkum á dag og óþarfa bensíneyðsla er um 10 tonn daglega, sem er frekar slæmt fyrir loftslagið sem allir vilja laga, skipulagsfrömuðir Reykjavíkur einna mest.

Til að bæta úr þessu þarf ein stutt jarðgöng í gegnum Háaleitið, tvær brýr í framhaldinu, aðra yfir Grensásveg og hina yfir Kringlumýrarbraut, og þá er hægt að rífa burt umferðarljósin og auka umferðarrýmd um 50%.

Til þess þarf viðbótarráðstafanir, við Lönguhlíð og Njarðargötu, en þær eru minna mál.

En skipulagshöfðingjar Reykjavíkur vilja þetta ekki, slíkt væri þjónkun við einkabílinn.

Í staðinn vilja þeir Sundabraut, sem hefur enga tengingu við stofnbrautakerfi Reykjavíkur utan Elliðaáa nema eftir Gufunesafleggjaranum.

Framkvæmd sem gerir eiginlega ekkert gagn fyrir umferðarstíflurnar en er miklu dýrari. En hún hentar sem einkaframkvæmd, sem hægt er að rukka fyrir, er það ástæðan? Þá má kalla hana framhald af Vaðlaheiðargöngunum.

Þá vill Reykjavík setja Miklubraut í stokk, þ.e. grafa hana niður í jörðina, bersýnilega í þeim tilgangi að geta úthlutað lóðum ofan á stokknum.

Þarna hefur borgarstjórn greinilega fengið eitursnjalla hugmynd, láta ríkið borga stokkinn og selja síðan lóðirnar. Það telja þeir væntanlega tómum peningakassanum til framdráttar.

Eða er það? Þessi framkvæmd minnir á aðra, svokallaða Boston Big Dig, (https://en.wikipedia.org/ wiki/Big_Dig), sem var að grafa niður aðalveg, 1,5 mílna langan, það átti að kosta þrjá milljarða dollara en tók 15 ár og fór upp í níu milljarða.Um 1.500 milljarða króna.

Langar menn í svona ævintýri?(Innskot bloggara: Pí-lögmál Halldórs segir að opinberar farmkvæmdir verði ávallt pí-sinnum dýrari en þeir áætla!)

Það þarf enginn að efast um að kostnaðaráætlunin fyrir stokkinn á eftir að þrefaldast, ef ekki tífaldast, þegar byrjað verður að hjakka sig niður í gegn um alla leiðslusúpuna, niður í grágrýtið og lenda þar í vatnsaganum.

Menn þekkja flestir nóg til sögu Reykjavíkur í skipulagsmálum undanfarin 25 ár til að vita að þar verður óhamingjunni allt að vopni.

Tökum lítið dæmi um það hvað kemur út þegar menn lesa of mikið af bókum. Dæmið um Vatnsmýrina og flugvöllinn sem borgarstjórnin endilega vill losna við. Hrifningin fyrir þessu lýsti sér í skipulagssamkeppni fyrir Vatnsmýrarsvæðið árið 2008.

Tillagan sem fékk fyrstu verðlaun var nánast kópía af Barcelona, með carré-byggingum (stórir ferkantar), diagonal og öllu saman.

Hvað er diagonal? spyrja menn. Evrópskar borgar voru flestar byggðar á miðöldum, í einni kös innan við borgarmúra til að forðast fallbyssur óvinanna.

Skipulagið var yfirleitt götur í rétthyrndu kerfi, ef þær voru í einhverju kerfi yfirleitt. Hjá bestu skipulagsmönnunum lá ein gata eins og hornalína í rétthyrningnum, yfirleitt kölluð Diagonal.

Ef óvinirnir skutu niður borgarhliðið við annan endann var þetta gatan sem allir áttu að flýja eftir, út um hinn endann. Myndir af svona borgum eru í öllum bókum, og þetta fékk fyrstu verðlaun í Vatnsmýrarsamkeppninni.

Svona götur eru reyndar líka í amerískum borgum. Það sem Íslendingar þekkja best eru Broadway í New York og Embarcadero í San Francisco, þær eru í dag notaðar sem aðalumferðargötur fyrir bíla, ef einhver hefði nú tíma til að lesa amerískar bækur líka.

Önnur björt hugmynd sem bókaormarnir fengu líka var hringtorg. Um miðja 19. öld var París orðin slík þvaga af þröngum götum að ekki þurfti nema nokkur borð og stóla til að byggja götuvirki, enda lágu vinstrimenn Parísar í endalausum byltingum og kommúnustandi.

Þetta hætti þegar Napóleon III lét barón Haussman ryðja burt draslinu og byggja hringtorg með búlevördum á milli. Þetta fékk mikið hól í bókum sem mikilvæg skipulagsvísindi og fær enn.

Tilgangur Haussman var reyndar ekki framlag til skipulagsvísinda, heldur sá að keyra fallbyssur sínar út á hringtorgin og hafa þaðan beinar stefnur til að skjóta niður götuvirkin. Enda steinhættu Parísarbúar öllu byltingarbrölti.

En þetta hafði þau áhrif, þegar menn fóru að lesa bækur hér uppi á Íslandi, að hringtorgum í úthverfunum snarfjölgaði þótt engar væru fallbyssurnar.

Því miður er ekki útlit fyrir neina breytingu hjá Reykjavíkurborg. Hún mun standa gegn öllum endurbótum á Miklubrautinni og halda áfram að hlaða niður umferðarljósum og öðrum samgönguhindrunum, hér eftir sem hingað til.

Hún hefur t.d. harðneitað í mörg ár að leyfa brú í framhaldi af Bústaðavegi yfir Reykjanesbraut. Ekkert útlit er fyrir neina breytingu á þessari stöðu.

Auðvitað má hugsa sér að Alþingi taki skipulagsvaldið varðandi þjóðvegi í þéttbýli af Reykjavík með sérstökum lögum. En pólitískt séð yrði slíkt neyðarbrauð, sem varla fer í gegnum Alþingi.

En önnur pólitísk lausn; að skipta um borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík? Tæplega raunhæft.

Hatur annarra flokka á „gamla íhaldinu“ er slíkt að þótt núverandi meirihluti falli mynda þeir bara nýtt hræðslubandalag gegn Sjálfstæðisflokknum.

Hann var við völd 1965 þegar grunnurinn var lagður að því aðalskipulagi sem nú gildir og er væntanlega einn flokka til í breytingar, ef hann þá er það. Allavega; sú tillaga um Miklubrautina sem hér er lögð fram hefur hvergi sést áður þótt hún liggi algerlega beint við sem lausn á núverandi vandamálum.

Það sem til þarf að koma hreyfingu á hlutina er kröftug borgaraleg hreyfing sem pólitíkusar geta ekki sniðgengið. Slíkt hefur skeð áður, minna má á borgarahreyfingu til stuðnings vestrænni samvinnu, Icesave-málið o.fl. Reykjavíkurborg mun dorma áfram í sínu útfjólubláa umhverfisljósi ef ekkert slíkt kemur til.

Biðraðirnar hrannast upp svo enginn kemst áfram. Ekki einu sinni strætó."

Þetta eru staðreyndirnar um umferðarvandann í Reykjavík. Hann er manngerður að öllu leyti og að honum standa hrærigrautur litlu ljótu flokkanna í Borgarstjórn eftir að Borgarbúar stigu það óheillaskref að hafna forystu Sjálfstæðisflokksins sem hafði haft alla forystu um Borgarmálin um langan aldur.

Þá gátu Borgarbúar talað beint við Borgarstjórann sem hafði einn eða tvo aðstoðarmenn. Nú hefur Dagur B. Eggertsson 50 aðstoðarmenn og enginn getur fengið viðtal við almættið.

Jónas Elíasson á mínar þakkir fyrir að hreyfa við þessu þjóðþrifamáli sem er lausn á umferðarvandanum í Reykjavík sem blasir við hverjum sem reynir að hugsa hlutlægt um málið.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband