Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2021

Andstæðingar sóttvarna

fara mikinn á blogginu.

Ein þeirra er Kristín Inga Þormar.

Á henni er mér helst að skiljast að aukaverkanir af bólusetningum valdi því að fólk eigi ekki að láta bólusetja sig þó að sannað sé að það dregur úr skaða?

Hún skrifar til dæmis:

"Ég mun ekki verða tilraunagrís með því að láta bólusetja mig með tilraunalyfjum, og ég mun örugglega ekki láta bólusetja mig vegna þess að ríkisstjórn mín segir mér að gera það og lofar á móti, að mér verði veitt frelsi.
Við skulum hafa eitt á hreinu: Enginn veitir mér frelsi því ég er frjáls manneskja.“
 
Hvar byrjar frelsi eins og hvar endar frelsi annars?
 
Ef Kristín Inga væri með smitandi berkla og fjölónæma, væri hún þá frjáls ferða sinna? Má ekki setja hana í sóttkví?
 
Ef heilbrigðiskerfið er sprungið, má hún þá valsa um að vild og taka hvaða áhættu sem er? Ber henni ekki að sýna samfélagslega ábyrgð og reyna að takmark dreifingu sína á smiti?
 
Ég sé ekki hvaðan henni kemur hæfni til að fara niðrandi orðum um dr. Kára Stefánsson?
 
Er hann að leggja annað til en það sem honum finnst réttast?
 
Ég held að hann sé ekki hagnaðardrifinn, þar sem hann er löngu kominn yfir lausafjárskort sem hrjáir mörg okkar.
 
Hann vill bara hjálpa okkur í þjóð sinni.
 
Ert Kristín Inga að hjálpa þjóðinni með því að aftra bólusetningum af því að einhverjir veikjast?
 
Ef við eigum mannskæðu í stríði eins og mér finnst að við séum í stödd þá verði bara að taka því þótt lítill minnihluti veikist af bólusetningum. En það ekki ástæða til að stöðva þær þess vegna. ?
 
Meiri hagsmunir hljóti að ganga fyrir minni,
 
Óbólusett börn eiga ekki að fá aðgang með bólusettum á leikskólum því þau auka áhættu meirihlutans.
 
Mér finnst þessi málflutningur ekki vel rökstuddur og ekki rétt að ráðast að þeiri skoðun meirihlutans sem er rökstudd að við verjum heilbrigðiskerfið fyrir alvarlegri áföllum með því að bólusetja sem mest við megum og þurfum.
 
Börn verða að treysta foreldrum sínum en ekki tilfallandi en ekki tilfallandi tilfinningadrifnum andstæðingum sóttvarna.
 
 

Ömurlegur endir

í leikhúsi fáránleikarans í Gljáskógum. Menn eru ekki sammála um neitt nema að allt sé í merinni og ekkert gangi upp í bullinu um CO2 og manngerða hamfarahlýnun.

Kínverjar, Kanar og Indverjar glotta í gluggann og halda ótrauðir áfram að kynda með kolum, Pútín brennir gasinu aldrei minna og Ástralir selja kolin sín sem aldrei fyrr. Þýskarar endurræsa gömlu kolakyntu rafmagnsverin sin og Kínamenn byggja eitt nýtt á hverri viku. Aldrei er dælt upp öðru eins af olíu í Arabaríkjunum eftir grátbænir Bidens. En Fransmaðurinn hugsar um sig eins og venjulega og byggir kjarnorkuver til að selja rafmagn sem er það mest raunhæfa í stöðunni.

Þvílíkt prump og plat og núll.

Nema kannski að minnka methanið og messa um framtíðina sem enginn sér. Framhaldsbull fjörtíuþúsund fíflanna frá París fyrir fimm árum sem fáu félegu skiluðu.

Við Íslendingar gátum þó skemmt okkar fimmtíu fulltrúum svo um munaði á ríkisins kostnað og kannski kolefnisjafnað flugið þeirra úr sama kassa.

Umhverfisráðherrann okkar, sem enginn kaus, ber sig illa yfir því að geta ekki tilkynnt um einhverja stórkostlega fjárbrennslu úr ríkiskassa Íslands. En það er hvort sem er ekkert hægt að gera meðan Biggi Ármanns útskrifar ekki talningabrandarann í Borgarnesi og engin ný ríkisstjórn Kötu tekur við að laga loftslagið svo um munar fyrir heiminn.

 Orti ekki séra Hallgrímur; Sjá hér hve illan enda, ódyggð og svikin fá..


Það eru vandamál

í heiminum sem eru risavaxin vegna hlýnunar.

Myndir frá Bangladesh sýnir hvernig hækkuð sjávarstaða hefur eyðilagt lífsdrauma fólksins. Fjölskyldur með 10 börn horfa á eftir húsunum sínum í hækkandi vatnsborð. Getur Glasgow-ráðstefnan ráðið við þetta? Eru draumarnir um 10 börn og hús á vatnsbakka á undanhaldi?

Hitabreytingar eiga sér stað í heiminum en svo er annað mál af hverju þær stafa. En afleiðingarnar eru augsýnilegar á landamærum þar sem fólkið flýr neyðina í aðra neyð.Í Mexico og Belarus.

Og bráðum rísa bylgjur i Asíu þaðan sem fólk vill flýja en hefur ekkert að flýja til nema Íslands og annarra afkima heimsins.  

Ágúst H. Bjarnason vekur athygli  á skrifum Judithar Curry:

Skynsemisskrif Dr. Judith Curry fyrrum loftslagsfræðiprófessors við Georgia Tech. :
"The new clean energy economy, endorsed by governments and campaigners, promises to save usfrom environmental disaster. But worries are growing that we could be heading to a new future crisis. In decades to come some argue we will be struggling to contain the huge environmental damage caused by billions of highly toxic and unrecyclable solar cells and car batteries, along with newly commissioned nuclear plants, while the internet itself, bitcoin mining included, consumes uncontrollable amounts of energy.
Are the problems of the environment even more challenging than we think? Will the new economy save us, or are the current technical solutions a short term fix? Is relentless consumption and growth itself to blame for our environmental issues? Or can we rely on humanity’s ability to solve the next crisis that we may be in the process of causing now? . . . "
(Skynsemisskrif Dr. Judith Curry fyrrum loftslagsfræðiprófessors við Georgia Tech. :
„Nýja hreina orkuhagkerfið, sem ríkisstjórnir og herferðamenn lofar að bjarga okkur frá umhverfishamförum. En áhyggjur vaxa um að við gætum verið að stefna í nýja framtíðarkreppu. Eftir áratugi munu rífast við munum eiga erfitt með að hafa miklar umhverfisskemmdir af völdum milljarða mjög eitraðra og óendurnýjanlegra sólarsella og bílarafhlaða, ásamt nýskipuðum kjarnorkuverum, á meðan internetið sjálft, bitcoin námuvinnsla innifalin, neytir óstjórnlegs magns af orku.
Eru vandamál umhverfisins enn meira áþreifanlegri en við höldum? Mun nýja hagkerfið bjarga okkur, eða eru núverandi tæknilausnir skammtíma lagfæringar? Er óleyst neysla og vöxtur sjálfum sér um að kenna í umhverfismálum okkar? Eða getum við reitt okkur á getu mannkynsins til að leysa næstu kreppu sem við gætum verið í því ferli að valda núna? ")
 
Bangladesh fólkið er í óbreyttri stöðu hvað sem Glasgow líður.Stórar fjölskyldur eru draumar allra þar austur frá. Aðstæður í náttúrunni eru hinsvegar ekki fyrir hendi til að draumar fólksins geti ræst þar austur frá. Sekkir af korni frá S.Þ fresta bara vandanum þar,  í Ethiopíu, Madagascar og Afgahnistan. Hvað þá í Yemen þar sem túlkunin á orðum spámannsins er ofar öllu.
 
Trúarbrögðin er sem fyrr  ein mesta bölvun mannkynsins eins og Lenin gerði sér ljóst.Sveiflur í lifsskilyrðum jarðar eru hinsvegar eitthvað sem við okkur blasir
 
Vandamálin eru hinsvegar óleysanleg með óbreytta mannfjölgunina sem náttúran er hugsanlega að byrja að reyna að leysa með Covid19 eða því sem næst kemur?.

 


Haustlegir Gljáskógar

eru eftir þegar þotureykinn og kokkteilþefinn leggur frá.

Þetta var allt bull og vitleysa í aðalatriðum.

Sem betur fer er ástandið ekki kolsvart þótt margt megi bæta.Umhverfissóðaskapur er vondur og þeir seku eiga að bæta sig.

500 vísindamenn hafa skrifað S.Þ. og bent á staðreyndir málsins.

https://www.aei.org/carpe-diem/there-is-no-climate-emergency-say-500-experts-in-letter-to-the-united-nations/

"Here are the specific points about climate change highlighted in the letter:

1 Natural as well as anthropogenic factors cause warming.(Náttúrlegir sem og manngerðir þættir valda hlýnun)
2. Warming is far slower than predicted.(Hlýnun er mun hægari en spáð var.)
3. Climate policy relies on inadequate models.(Loftslagspár byggja á ófullkomnum líkönum)
4. CO2 is not a pollutant. It is a plant food that is essential to all life on Earth. Photosynthesis is a blessing. More CO2 is beneficial for nature, greening the Earth: additional CO2 in the air has promoted growth in global plant biomass. It is also good for agriculture, increasing the yields of crops worldwide.(CO2 er ekki mengun heldur plöntufæða sem er nauðsynleg öllu lífi á´jörðinni. Meira CO2 í andrúmsloftinu  er jákvætt fyrir náttúruna. sem grænkar jörðina: meira CO2 í loftinu hefur stutt við aukningu á lífmassa plantna heimsins. Það er einnig gott fyrir landbúnaðinn og eykur uppskeru heimsins.)

5. Global warming has not increased natural disasters.(Heimshlýnun hefur ekki aukið magn náttúruváarviðburða)
6. Climate policy must respect scientific and economic realities.(Loftslagsstefna verður að taka tillit til  vísindalegra og hagrænna raunveruleika.)
7. There is no climate emergency. Therefore, there is no cause for panic."Það er engin  loftslagshamfaravá.Þessvegna er engin ástæða til skelfingar)

Öndum með nefinu þó tekið verði í skattnefið okkar og okkur snýtt duglega af sanntrúuðum í ríkisstjórn Íslands.

Það er gott að þetta glamurþing er búið í Glasgow sem Bjarni Jónsson þýddi sem Gljáskóga.


Netalögn í neyð?

í Reynisfjöru gæti hugsanlega verið nothæf leið?

Ef lagt væri net með flotholtum og sökkum meðfram  fjörunni á kannski fráfallsmörkum gætu landeigendur fengið fisk í soðið upp í kostnað.

En manneskja sem hefði tekið út í öldu gæti kannski fest hönd á lögninni í nauðungarferð sinni út?

Þyrfti þetta að vera svo mikil sjónmengun? Bjargvesti á ferðafólk væru líka hugsanlega skynsamleg.  

Þau eru hörmuleg þessi slys sem  þarna hafa orðið og gott ef einhverja neyðarráðstöfun væri hægt að gera sem ekki þarf að kosta allt of mikið.

 


Taliban exchange

food for your guns.

X tonnage guns and ammo versus Y tonnage of food.

That is the Taliban exchange for hunger relief.

 


La Tour Eiffel

hef ég fyrir talsvert fyrir augunum þar sem ég horfi mikið á France24.

Ég hef komið í Eiffelturninn einu sinni. Núna hugsa ég talsvert um það hvílíkt afrek það var hjá Gustav Eiffel og félaganum Nouguier að hanna þennan turn og láta byggja hann 1889. Úr járni en ekki stáli. Úr steypujárni frekar en prófílum. Með hnoðum en ekki suðu. 

Hafandi aðeins blýant og pappír og engar tölvur. Ekki gæti ég gert þetta svo mikið er víst.

Þvílíkt afrek er la Tour Eiffel.

 


Nú tekur á hjá Talibönum

sem kunna helst ekkert annað en að drepa sitt eigið fólk.

Nú er ekkert til að éta hvað þá annað í Afganistan. Þá bjóða Talibanar bara byssurnar sínar fram. Þessi ómenntaði skríll hefur ekki yndi af neinu nema manndrápum og nauðgunum.

Nú eiga Ameríkanar líklega að senda mat til Afganistan í nafni mannúðar.Mikið þyrfti að losna við svona 40 þúsund Talibana og vopnin þeirra ef á að koma einhverju skikki á landið.

Nú tekur í hjá Talibönum ef þeir eiga að gera eitthvað annað en að stúta almenningi.


Á Líf að ráða

fyrir mig? Ef ég er með bíladellu af hverju á það að vera geggjað fyrir mig að keyra í strætó eða Borgarlínu?

Þessi Borgarstjórnarkommi skrifar svo í Fréttó:

"„Það er bara geggjað að vera í strætó.

Maður fær ógeðslega mikinn tíma og svo er frítt wi-fi. Bara alger læfseifer,“ sagði 11 ára dóttir mín þegar við vorum að ræða fyrirkomulagið á gítartímanum hennar.

Hún hefur lært á gítar í tvö ár og í fyrstu skutlaði pabbi hennar henni með tilheyrandi vinnuraski og umhverfisálagi.

Frá því í janúar hafa börn 11 ára og yngri fengið frítt í Strætó. Síðan þá hefur hún sjálf séð um að koma sér í og úr gítartímum. Dóttir mín hefur ekki látið staðar numið við gítartímana heldur fer hún miklu víðar, stundum ein en oftar í félagsskap vina sinna, til að sinna sínum ýmsu hugðarefnum.

Nútímakrakkar eru þaulvanir farsímum og eiga auðvelt með að skipuleggja ferðir sínar og komast þangað sem þau vilja. Hún og aðrir krakkar í kringum hana upplifa því frelsið sem fylgir því að komast ferða sinna sjálf með almenningssamgöngum sem gerir þau vonandi að framtíðarnotendum.

Smávægilegar breytingar á þjónustu eða verkefnum geta orðið til stórra breytinga á umhverfi okkar og hegðun. Ákvörðun Strætó um að niðurgreiða ferðir 11 ára og yngri hefur fjölgað notendum í þeim hópi. Það er mín skoðun að við eigum að niðurgreiða almenningssamgöngur og aðra vistvæna ferðamáta og halda gjaldtöku í lágmarki, ekki síst fyrir þau sem nýta sér þær að staðaldri.

Við þurfum að vinda ofan af áratugalangri áherslu á einkabílinn sem okkar helsta samgöngumáta. Hingað til hefur niðurgreiðsla á öllu sem að honum snýr numið milljörðum króna í formi ókeypis bílastæða, mislægra gatnamóta, vegaframkvæmda og annarrar þjónustu.

Ofan á allan þann kostnað úr almannasjóðum bætist svo annar kostnaður sem bíleigendur greiða úr eigin vasa. Það er pólitísk ákvörðun að niðurgreiða samgöngur og morgunljóst að sú niðurgreiðsla á að beinast að almenningssamgöngum, innviðum göngu- og hjólastíga og fjölbreyttari ferðamátum.

Sú fjárfesting skilar sér margfalt til umhverfisins og ánægðari íbúa „sem elska að vera í strætó þegar byrjar að dimma“, eins og hún dóttir mín. "

Af hverju eiga svona kommar og krakkarnir þeirra að ráða fyrir mig? Ég vil minn bíl . Það er minn lífsstíll.

Ég vil ekki láta Líf ráða fyrir mínu lífi.

 


Er þetta leið?

út úr loftslagsþversögbninni?

Fá orkugjafa sem ekki blæs út CO2?

Guðmundur Pétursson rafmagnsverkfræðingur skrifar merka grein fyrir mig í Morgunblaðið í dag. 

Þar segir hann:

"Metan er innlent og ódýrt eldsneyti og er kolefnishlutlaus orkugjafi.

Bensín er nú næstum 100% dýrara en metan til notkunar í farartækjum og munar um minna í rekstrarkostnaði. Tæplega 400 farartæki eru nú knúin metani á Íslandi.

Fyrir utan bensín og dísilolíu er metan (CH4) algengasta eldsneyti á Íslandi í dag. Metaneldsneytið sem í boði er hér á landi í dag er hreinsað hauggas frá Sorpu á Álfsnesi og nýju GAJA-gasgerðarstöðinni þar eða frá sorpstöðinni á Akureyri.

Mögulegt er hins vegar að nýta útblástur á koltvísýringi (CO2) frá jarðgufuvirkjunum og iðjuverum, t.d. kísilmálmverum, svo og „grænt“ vetni frá rafgreiningu vatns til framleiðslu á metanrafeldsneyti (CH4).

Jarðgufuvirkjanirnar losa talsvert mikið magn af CO2 auk annarra gastegunda, t.d. brennisteinsvetnis (H2S), og eru því í raun ekki eins hreinar og umhverfisvænar og yfirleitt er gefið í skyn. Þær losa nú samtals um 170 þúsund tonn af CO2 á ári, eða um það bil 20% af heildarlosun frá vegasamgöngum hér.

Þéttleiki CO2 í útblæstri frá jarðgufuvirkjunum er um 75%, frá kísilmálmverksmiðjum um 3,5%, álverum um 2% en í andrúmsloftinu aðeins 0,04 %. Það hlýtur því að vera tiltölulega umfangsmikið og dýrt að fanga og vinna CO2 úr andrúmsloftinu en það er hægt eins og Climeworks hefur sýnt. Ofangreint ferli nefnist á ensku „Power-to-Gas“ með Sabatieraðferð og hefur undirbúningur að slíkri framleiðslu hér á landi þegar staðið í nokkur ár á vegum svissneskra aðila, „Nordur Power SNG/ Swiss Green Gas International AG“.

Þessir aðilar eru í eigu öflugra svissneskra orkufyrirtækja en bakgrunnurinn að þessum fyrirætlunum er orkustefna og markmið Sviss fyrir árið 2030. Þá eiga 30% prósent af allri gasnotkun í Sviss að vera af endurnýjanlegum og kolefnishlutlausum uppruna. Því takmarki munu þeir ekki ná á heimavelli eingöngu og leita því til Íslands og Noregs (EFTA) þar sem góðir möguleikar eru fyrir hendi á slíkri framleiðslu.

Þessi tækni hefur þegar verið þróuð og reynd þar ytra með góðum árangri þótt í smærri stíl sé en hér er áformað. Stærðareining á hverjum stað hér væri 25-50 MW í rafafli með þörf fyrir 25-50 þúsund tonn af CO2 á ári. Rekstur og orkunotkun slíkrar framleiðslu er mjög sveigjanleg og gerir kleift að aðlaga sig einstaklega vel orkuframboði.

Þessi undirbúningur hefur átt sér stað í góðri samvinnu við öll stóru jarðvarmaraforkufyrirtækin á Íslandi svo og ýmsa aðra aðila og standa vonir til að bráðlega verði hægt að hefja raunverulega framleiðslu. Undirritaðar hafa verið viljayfirlýsingar og gerð samkomulagsdrög um ýmislegt varðandi samstarf á þessu sviði og er þetta mál vel kunnugt fjölmörgum aðilum hér og m.a. opinberum aðilum. Engir endanlegir samningar varðandi aðstöðu, orkuafhendingu og annað hafa þó verið undirritaðir enn.

Rafgert íslenskt metan (sem við höfum kallað megas, með fullri virðingu fyrir skáldinu) er skilgreint sem endurnýjanlegt grænt eldsneyti og getur því stuðlað að tilsvarandi minnkun á notkun jarðefnaeldsneytis og jarðgass í Sviss.

Svona tilbúið metangas má hæglega vökvagera hér en við það minnkar rúmmál þess 600-falt og þannig má auðveldlega flytja það út í tönkum. Mjög tryggur og stór markaður er fyrir slíkt endurnýjanlegt vökvagert gas í Sviss, bæði fyrir almenna gasdreifikerfið og áfyllistöðvar fyrir flutningabíla.

Tilfinnanlega vantar þó enn samræmda (evrópska) reglugerð hvað varðar viðurkennda skráningu á slíkri kolefnisnýtingu og tilfærslu (CCU: Carbon Capture and Utilisation). Einnig er stefnt að því að bjóða „megas“ til sölu hér á Íslandi eins mikið og markaður verður fyrir og þá einnig á vökvaformi fyrir farartæki til vöru- og fólksflutninga, svo og einnig fyrir skipin. 

Framleiðsla og notkun á metanrafeldsneyti er tvímælalaust mjög vænlegur kostur af mörgum ástæðum. Það sparar innflutning á jarðefnaeldsneyti og eykur orkuöryggi landsins. Það dregur verulega úr mengun og útblæstri.

Getur verið ábatasamur útflutningur – á raforku – og stuðlar að uppbyggingu á „grænum“ iðnaði hér. Tími er kominn til að hefjast handa á þessu sviði."

Eina sem ekki gengur upp í mínum huga og þekkingarbanka er vetnisframleiðslan.Rafgreiningin gengur víst ekki upp kostnaðarlega. Það vantar ódýrt vetni sem er ekki í boði. En finnist aðferð til þess þá væri björninn unninn.

Ég hef heyrt ávæning af við að  Pútin hafi gert eitthvað raunhæft til að vinna vetni úr gasi en brestur þekkingu til að ræða það.

Aðalatriðið er að mannkynið ferst án orku. Og orka kemur ekki án útblásturs. Og útblástur verður mestur við bruna jarðefnaeldsneytis, olíu, gass og kola.

Ef við finndum leið til að framleiða vetni á hagkvæman hátt  þá væri metanið líklega leiðin þó að Dagur B.kaupi rafmagnsstrætóa eftir sem áður. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband