Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2021
7.2.2021 | 11:10
Varðhundur kerfisins
var nafnbót sem Vilmundur heitinn Gylfason valdi Hæstarétti á sínum tíma. Sumum fannst þetta ósvífið í hæsta máta. En var það í rauninni svo?
Jón Steinar Gunnlaugsson ritar merka grein um Hæstarétt og vinnubrögð hans í Morgunblaði í dag. Hann segir:
"Ég hef nú verið sýknaður á þremur dómstigum af málsýfingum Benedikts Bogasonar gegn mér. Tilgangur hans virðist hafa verið að hræða menn frá því að bera fram gagnrýni á verk Hæstaréttar Íslands. Geri þeir það megi þeir eiga von á málsóknum og peningaútgjöldum.
Dómstólar fara með afar þýðingarmikið þjóðfélagsvald. Dómarar eru æviskipaðir og þurfa því ekki að standa neinum reikningsskil gerða sinna eins og handhafar löggjafar- og framkvæmdarvalds þurfa að gera. Þess vegna skiptir miklu máli að borgarar hafi rúmt frelsi til að gagnrýna þá fyrir meðferð þeirra á valdi sínu. Sú gagnrýni þarf að vera málefnaleg og rökstudd ef hún á að skipta máli.
Nú gekk hæstaréttardómur í máli sem einn þeirra höfðaði gegn mér fyrir kafla í bók minni Með lognið í fangið sem út kom í nóvember 2017. Ég var sýknaður eins og reyndar hafði orðið reyndin líka í héraði og Landsrétti. Í öllu talinu um þetta hefur að mestu leyti gleymst að nefna þau efnisatriði í dómi Hæstaréttar í málinu gegn Baldri Guðlaugssyni á árinu 2012 sem ég gagnrýndi.
Þau eru flest þannig að tilefni þeirra var augljóst og átti brýnt erindi við almenning.
1. Ég taldi að Hæstiréttur hefði legið undir of miklu álagi og því ekki getað fjallað um málið á þann hátt sem nauðsynlegt var.
2. Þrýstingur hefði verið á dómstólinn um að sakfella í hrunmálum. Þetta var fyrsta málið úr þeim flokki sem dómstóllinn fékk til meðferðar.
3. Formaður dómsins hafi verið vanhæfur vegna hlutafjáreignar sinnar í Landsbankanum (þetta vissi enginn þegar dómurinn var kveðinn upp en kom í ljós síðar).
4. Ákærði hefði ekki búið yfir innherjaupplýsingum.
5. Landsbankinn hefði ekki sinnt tilkynningaskyldu sinni ef rétt teldist að um innherjaupplýsingar hefði verið að ræða. Ákærða hefði því óbeint verið refsað fyrir brot bankans.
6. Fyrir lá að Fjármálaeftirlitið hefði vitað allt sem ákærði vissi, en ekki talið ástæðu til að meta upplýsingarnar sem innherjaupplýsingar og birta þær sem slíkar, eins og þá hefði verið skylt að gera.
7. Ákærði var dæmdur fyrir annað en ákært var fyrir. Munurinn skipti sköpum um vörn hans.
8. Samantekt um efni dómsins var breytt á heimasíðu Hæstaréttar eftir að rétturinn hafði áttað sig á að sakfellingin í dóminum stóðst ekki. Ég birti báðar útgáfurnar í bók minni.
9. Brotið var gegn reglunni um að ekki mætti ljúka máli tvisvar (ne bis in idem). Ítarlegan rökstuðning var að finna í bók minni um öll þessi atriði.
Með því að segja að dómararnir hafi að minnsta kosti mátt vita um þessi atriði, þegar þeir kváðu upp dóminn, var ég í reynd að hlífa þeim við því að halda því fram að þeir hafi ekki haft næga lögfræðiþekkingu til að dæma málið.
Ásökun um slíkt hefði í reynd verið mun alvarlegri fyrir þá. Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar ákvað að bera undir dómstóla hvort réttmætt hafi verið að kalla dómaraverk hans í málinu gegn Baldri Guðlaugssyni dómsmorð.
Hann hefur nú fengið spurningu sinni svarað á öllum þremur dómstigunum.
Til hamingju Benedikt! "
Ég myndi skammast mín faglega ofan í tær ef ég fengi slíka ádrepu.
En eru Varðhundar kerfisins færir um slíkt?
7.2.2021 | 11:00
Hvað vill Viðreisn?
virkilega þegar maður les furðuskrif Þorgerðar Katrínar í helgarmogga.
Vitað er að hún vill fyrir alla muni afsala fullveldi Íslands og ganga í tollabandalag 26 landa sem kallast ESB.Og kasta krónunni sem gjaldmiðli og taka upp EVRU.
Svo segir hún það vera veðsetningu á velferðarkerfinu að taka lán í Evrum á lágum vöxtum.Gengisáhættan sé svo mikil.Ekki virðist hún heldur vilja taka lán innanlands til bjargar ríkissjóði?
Ég hef lengi spurt sjálfan mig að því hvar Evruspekingarnir ætli að fá Evrur þegar Félag Flugumferðarstjóra eða Ljósmæðra hefur ákveðið að tími kjaraleiðréttingar upp á svona 30 % sé runninn upp?
Ég finn engin svör og öllum virðist vera sama. Þetta sé ekkert vandamál?
En um hvað Viðreisn vill annað í ríkisfjármálum er ég og hugsanlega væntanlegir kjósendur engu nær eftir að lesa ritgerð Þorgerðar í Mogga.
7.2.2021 | 10:43
Er hann óstöðvandi
til illra verka þessi maður Dagur B. Eggertsson.
Nú segir hann að fyrstgi áfangi Sundabrautar sé að koma Sæbrautinni ofan í stokk. Nýbúinn að fá Sigurð Inga tilað fallast á hábrú yfir voginn.Fyrst niður fyrir milljarða og svo upp fyrir fleiri milljarða. Hífa slaka sagði Óli Maggadon.
Akkúrat vitlaus endi sem ekkert gerir til að leysa verkefnið Sundabraut.
MBL:" Borgarstjóri segir fyrstu áfanga borgarlínu fara í útboð á næsta ári Nú sé verið að kynna drög Ráðherra segir verk tímafrekari en vænst var Mislæg gatnamót á Bústaðavegi frestast til 2025"
Dagur er kominn með nýjan handlangara til að framkvæma draumsýnir sínar.
Árni M. Mathiesen dýralæknir, stjórnarformaður félagsins Betri samgangna ohf., sagði við mbl.is að með skýrslunni sé stiginn stór áfangi og að loksins sé komið fram eitthvað sem hönd á festi sem geti verið útgangspunktur í umræðum um hönnun og framkvæmd verkefnisins.
Er ekki merkilegt út af fyrir sig að dýralæknar virðast nú vera kjörnir til að hafa forystu í öllu sem að samgöngugmálum Íslands lýtur?
Árni sagði að lengi hafi verið rætt um borgarlínuverkefnið í opinberri og almennri umræðu án þess að hafa fulla vitneskju um viðfangsefnið. Núna geta menn gert það með hliðsjón af þessum gögnum. Árni segir að þrjár megináskoranir séu í tengslum við borgarlínuverkefnið. Í fyrsta lagi að tímasetningar standist. Í öðru lagi að kostnaðaráætlun standist og í þriðja lagi að markmið um samgönguhegðun náist. Og þetta síðasta er lykilatriði í verkefninu í heild.
Er hægt að að byrja þetta verk á óraunsærri hátt? Breyta samgönguhegðun fólksins sem hefur fyrir löngu valið einkabílinn sem sinn samgöngumáta?
Dýr myndi Hafliði allur var sagt.Það verður mikill óþarfa kostnaður sem af þessum manni hlýst áður en hægt er að koma honum frá hvort sem er við Óðinstorg eða Elliðaár.
.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2021 | 00:18
Sigríður Jónatans
er látin sé ég í blöðunum.
Hún skipar sértakan sess í huga mér því hún er fyrsta stelpan sem ég dansa við á barnaballi frímúrara sem afi Ágúst býður okkur barnabörnunum til einhvern tímann í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll í stríðslok.
Hún kennir mér síðustu smellina í dönsum sem ég læri þarna hjá henni eins og "fyrst á réttunni, Óla Skans og vínerkruzz". Mér þykir rosa gaman að þessu og býð henni ítrekað upp. Strax orðinn kvensamur eða hvað? Svo man ég ekki hvort við dönsuðum meira saman í næstu 75 árin, Hún giftist vini mínum og bekkjarfélaga honum Þórði Þorbjarnarsyni sem deyr frá henni allt of ungur.
Hún er alltaf mjög prúð í framgöngu og er mikil vinkona frænku minnar Siggu Valfells. En milli okkar er ekkert sértakt samband til þess tíma þegar ég sé dánartilkynninguna.Þetta rifjast allt upp fyrir mér þegar ég sé þessa yndislegu prúðbúnu krakka á danssýningu í sjónvarpinu í dag.
En hún snertir streng í gömlu brjósti hún Sigga Jónatans fyrir gamlar stundir sem ekki gleymast þó líði ár og öld.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2021 | 14:07
Kveðið í haugnum
var háttur magnaðra drauga í fornöld.
Einar Benediktsson er í hlutverki slíks draugs þegar hann skrifar þessar línur í Morgunblaðið:
"...En Evrópusambandið er ekki við eigin sögulok. Síður en svo.
En það ríkir óvissa á alþjóðasviðinu og tilefni til að athuga nánar okkar tengsl við Evrópusambandið og þá sérstaklega myntina."
Hún rís ekki hátt fullveldishugsjónin hjá Samfylkingarflokkunum.Né heldur hagfræðiskilningurinn á fasamuninum í hagsveiflum meginlandsins og Íslands í fjölþjóðlegum heimi með tugi fríverslunarsamninga.
Þetta er sannarlega draugakveðskapur úr haugnum sem fáir kjósendur munu vilja heyra.
6.2.2021 | 13:59
Borgarlínubullið
virðist bruna áfram stjórnlaust vegna þráhyggju nokkurra forystumanna stjórnmálaflokka sem mynda meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur.
Og það sem furðulegra er þá hefur þeim tekist að rugla forystumenn í ríkisstjórn Íslands svo í ríminu að að þeir hafa heitið að opna fjárhirslur þess fyrir þeim til að láta vatnið renna upp í móti.
Elías Elíasson hefur lagt sig fram um að greina vandamálið í almenningssamgöngum. Einn meginþáttur í því eru umferðartafir sem kosta fé og fyrirhöfn.
Elías skrifar svo í Morgunblaðið í dag:
"Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðin eru að þjappa saman fólki sínu. Hús skulu nú reist upp í loftið svo fleiri íbúðir rúmist á hverjum hektara og meiri fasteignagjöld streymi í kassann. Fólk á ferð skal einnig taka færri fermetra á vegunum svo því skal þjappað saman í hina stóru vagna Borgarlínu þegar hún kemur en pakkað saman þangað til í biðröðum umferðartafa.
Meðan á þessari baráttu stendur má umferðin ganga á hraða snigilsins. Borgarlína bætir lítið. Þó henni séu ætlaðar sér akreinar sem enginn annar má nota flýtir það aðeins för milli þess sem hún stoppar á öðru hverju götuhorni svo hún nær aðeins lágum hraða. Höfuðborgarsvæðið er sett í hægagang og menn spyrja: hvað með kostnaðinn? Fátt er um svör.
Mikilvægum upplýsingum um tafakostnað í umferðinni upp á tugi milljarða á ári er leynt.
Skýrsla Mannvits og COWI frá 2020 um félagslega greiningu Borgarlínu vakti, þrátt fyrir vafasamar forsendur, athygli á því að beinan kostnað af umferðartöfum má meta til fjár. Í skýrsluna vantaði hins vegar tölur um heildarumferðartafir á höfuðborgarsvæðinu. Þó svo að þær hafi ótvírætt verið reiknaðar við gerð hennar hafa þær ekki verið birtar, enda óþægilegt fyrir Reykjavíkurborg sem hefur staðið gegn áhrifaríkum aðgerðum til að greiða fyrir umferðinni innan sinna vébanda.
Því var svipast um eftir upplýsingum sem gætu gefið til kynna hve miklar tafirnar væru og þær fundust. Vegagerðin hefur á heimasíðu sinni upplýsingar um umferð á höfuðborgarsvæðinu, magn hennar og dreifingu yfir sólahringinn, til eru alþjóðlegar mælingar og verkfræðistofan VSÓ gerði árið 2017 á vegum SSH umferðarspá fyrir höfuðborgarsvæðið og gekk þá út frá grunnupplýsingum frá árinu 2012.
Þessar upplýsingar má setja saman í reiknilíkan og kemur þá í ljós, að það líkan skilar nánast sömu niðurstöðum um umferðartafir grunnárs VSÓ eins og þeirra umferðarlíkan gerði og var í samræmi við þá fyrirliggjandi umferðarmælingar. Munurinn er innan við 10% og breytir það litlu um heildarmyndina.
Niðurstaðan úr þessum reikningum er sú, með núverandi aðstæðum í umferðinni, að félagslegur kostnaður ársins 2020 vegna umferðartafa hefur legið skammt neðan við 30 milljarða króna eftir að hafa legið þar yfir í þrjú ár samfleytt vegna meiri umferðar. Þessi kostnaður mun síðan vaxa upp í nærri 50 milljarða árið 2030.
Tímakostnaður tekur mið af launum fólks á millitekjum en væri hærri ef flutningabílar og aðrir vinnubílar væru teknir með í reikninginn. Þetta eru mun hærri tölur en áður hafa sést. Til dæmis gaf Samband iðnrekenda út töluna 15 milljarða árið 2017 og þótti nóg um. Þarna er um að ræða beinan samfélagslegan kostnað umferðartafa en við hann má bæta auknum eldsneytiskostnaði sem gæti hækkað fyrrnefndar tölur í grennd við 10%. Hinn beini tafakostnaður er þó ekki allt.
Umferðartafir eru afar óreglulegt fyrirbrigði og gerir það bæði einstaklingum og fyrirtækjum erfitt um vik við áætlunargerð. Af þessum sökum verður til töluvert af dauðum tíma sem erlendar rannsóknir benda til að geti orðið um 65% af beinu töfunum.
Þeir erfiðleikar koma t.d. fram í auknum kostnaði við framkvæmdir og má sem dæmi nefna byggingu nýrra íbúða og vega á byggðum svæðum, að ekki sé talað um framkvæmdir eins og nýja háskólasjúkrahúsið við Landspítalann.
Hér er ekki verið að tala um þann kostnað sem verður vegna þrengsla á framkvæmdasvæðum, aðeins dauðan tíma vegna erfiðleika í áætlunargerð og tafir á aðföngum. Heildarmyndin er því sú að kostnaður sem umferðartafir valda getur nú þegar verið kominn upp í stærðargráðuna 50 milljarðar króna á ári og verði ekkert að gert vex sú tala í 80 milljarða eða meir á næstu 10 árum.
Það munar um minna sagði einhver en viðbrögðin eru jafnan þau að Borgarlínan reddar þessu. Það er af og frá, hún bætir í tafirnar og kostnaðinn þar með. Þó svo Borgarlínan fái sérstakar akreinar fyrir sig, sem nýtast auðvitað illa, þá gengur hún ekki mikið hraðar en strætó í dag stoppandi á öðru hverju götuhorni.
Fólk er ekki farið að flýja úr einkabílnum enn yfir í strætó og vafasamt að sérakreinar Borgarlínu flýti svo för að hlutur hennar í umferðinni fari langt yfir 5% ferða.
Fólk flykkist ekki í Borgarlínuna fyrr en hún sparar umtalsverðan tíma á við einkabílinn, slíkir eru yfirburðir hans þegar kemur að þægindum, sveigjanleik og flutningi farangurs.
Fyrirliggjandi gögn gefa mjög sterka vísbendingu um að kostnaður vegna umferðartafa á höfuðborgarsvæðinu sé kominn langt yfir öll ásættanleg mörk.
Það er alveg óskiljanlegt hvernig hægt er að hella yfir almenning hverjum auglýsingabæklingnum á fætur öðrum og hverri sérfræðiskýrslunni af annarri án þess að gerð sé grein fyrir því hver kostnaðurinn af töfunum er og allri þessari baráttu um flatarmálið yfirleitt.
Það er deginum ljósara að tafirnar hafa verið reiknaðar en niðurstöður ekki birtar, enda er kostnaður sem gæti legið á bilinu 50 til 80 milljarðar króna á næsta áratug of hár til að horfa fram hjá honum. Það eru stjórnmálamenn sem ráða þessari leynd og tími kominn til að þeir bæti ráð sitt."
Hvert orð Elíasar er byggt á rökum sem varla verður í móti mælt. Það er dapurlegt þegar málsmetandi menn hafa látið ginna sig til þjónustu við þessar brjáluðu hugmyndir um að þrenging gatnakerfisins með tilkomu nýs Borgarstrætós í öðrum lit og með hjólahlífum, muni fjölga þeim sem ferðast með þessum almenningssamgöngum úr 4 % í 12 %.
Síðan hvenær vilja menn norpa í íslenskri veðráttu í að bíða eftir strætó þegar allir sem vettlingi geta valdið hafa valið einkabílinn. Hvernig á að leysa skutlið með skólafólkið öðruvísi?
Hversvegna myndu menn kjósa að eyða 2 klukkutímum í að ferðast með Borgarlínu í erindum sínum þegar hálftími dugar á einkabílnum?
Af hverju er Reykjavík öðruvísi samgöngulega heldur en á Florida þar sem veður er þó miklu stöðugra og biðvænna á stoppistöðvum?
Menn geta horft á þetta á götum Orlando í Florida. Hvergi eru bílar ódýrari né bensínið billegra. Þar ganga strætóar líka eftir götunum sem þeir fátækustu nota. Eftir götunum streyma bílarnir um mislæg gatnamót og umferðarbrýr og allir virðast ánægðir með það.Hví skyldu þar gilda önnur umferðarlögmál en hérlendis?
Eina leiðin til að stöðva Borgarlínubullið og þá brjáluðu peningabrennslu sem þetta lið ráðgerir er að það verði kosið frá í næstu kosningum áður en það getur valdið frekara tjóni en orðið er.
5.2.2021 | 14:02
Framtíðin í sjávarútvegi
er kannski sú sem Síldarvinnslan er að fara?
Þegar fyrsta kynslóð útvegsmanna er að eldast og setur fyrirtæki sín á markað þá virðist þetta vera leið sem getur stuðlað að breiðri eignaraðild sjávarútvegsfyrirtækja.Og þar með meiri sátt um þessa miklu atvinnugrein í landinu.
Frétt af mbl.is
Unnið að skráningu Síldarvinnslunnar á markað
"Ekki er gert ráð fyrir að gefið verði út nýtt hlutafé í Síldarvinnslunni við skráningu félagsins á aðalmarkað Nasdaq Iceland, segir Gunnþór Ingvason, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við 200 mílur. Þess í stað munu núverandi hluthafar selja af sínum hlut við skráninguna.
Tilkynnt var í morgun að stjórn Síldarvinnslunnar hafi ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins í Kauphöllina og gert ráð fyrir að það sé komið á markað á fyrri árshelming þessa árs. Þá sé markmiðið að opna félagið fyrir fleiri fjárfestum.
Spurður hvað hafi orðið til þess að ákveðið sé að skrá félagið á markað nú svarar Gunnþór: Þetta hefur komið til tals og menn hafa fundið fyrir áhuga aðila á að koma að sjávarútvegi. Þessi ákvörðun er liður í því að svara því kalli. Hann segir þessa aðgerð til fallna að efla félagið til framtíðar.
Fjöldi hluthafa
Meðal núverandi hluthafa Síldarvinnslunnar er Samherji stærstur, en það fyrirtæki fer með 44,64% hlut. Þá fer Kjálkanes ehf. með 34,23% hlut en það félag er í eigu tíu einstaklinga og eru Anna og Ingi Jóhann Guðmundsbörn með hvort um sig 22,54%, en aðrir með minna. Þar á meðal Björgólfur Jóhannsson, einn tveggja forstjóra Samherja, sem fer með 8,67% hlut í Kjálkanesi.
Þá fer Samvinnufélag útgerðarmanna Neskaupstaðar með 10,97% hlut í Síldarvinnslunni. Eignarhaldsfélagið Snæfugl ehf. fer með 5,29% hlut í Síldarvinnslunni, en eigendur þess eru fjórir. Halldór Jónasson er stærsti hluthafi í Snæfugli með 54,25% en Björgólfur Jóhannsson minnsti hluthafi með 5%.
Hraunlón ehf., í jafnri eigu Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar, fer með 1,62% hlut í Síldarvinnslunni en aðrir hluthafar eru með minna en eitt prósent. Alls eru ríflega 280 hluthafar í félaginu og ekki ljóst hverjir eru nú að hugsa um að selja hluti sína."
Framtíðin í sjávarútvegi og nýting auðlindarinnar er grundvallarmál sem ríkja þarf sem víðtækust sátt um meðal landsmanna.
4.2.2021 | 22:15
Hábrúar hrifningaralda
fór um Ísland þegar hugmyndir um hábrú fyrir sundin voru kynntar.
Nú er það svo að hliðarálag á mannvirki vegna vind og jarðskjálfta eykst hratt með hæð mannvirkisins.
Mér datt í hug að til þess að Brúarfoss komist undir brúna þarf hann meira en 31 metra breiða rennu til að fara um.
Kæmi til greina að ódýrara væri að tveir turnar í miðju hífðu brúargólfið upp þegar skip þarf að fara í gegn. Einfaldur mekanismi til þess að gera?
Bara svona skot út í bláinn í hrifningaröldu glæsilegrar hábrúar Sigurðar Inga.
G.Tómas Gunnarsson sendi mér þessa mynd frá Ontario.Hábrú og lágbrú
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.2.2021 kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.2.2021 | 17:02
Vel mælt Víðir
þegar þú segir svo:
Það skiptir mestu máli að við séum almennilegt fólk og góð hvert við annað, og kærleikurinn er það sem mun koma okkur áfram í þessu.
Það er afskaplega leiðinlegt að heyra af ókurteisi fólks í garð þeirra sem eru bara að reyna að fylgja fyrirmælum.
Vonandi virðir þetta fólk áminningu Víðis um viðhorf kærleikans sem Páll postuli minnti okkur á fyrir margt löngu.
4.2.2021 | 16:52
Áfram gakk
utanríkisviðskiptastefna Íslands finnst mér vera dæmi um vel unna og vandaða skýrslu um útlit og horfur í íslenskum utanríkisviðskiptum.
Ég þrælaði mér í gegn að lesa þessar 70 síður á hundavaði og sé ekki annað en þær séu afskaplega fróðlegar og upplýsandi fyrir það mikla starf sem unnið hefur verið á sviði utanríkisviðskipta Íslands allt frá Bretton Woods samkomulaginu árið 1944 til þessa dags.
Það er gefið greinargott yfirlit yfir stöðu mála í viðskiptasamningum Íslands sem hver maður hefur gott af að renna yfir. Maður getur tekið ofan fyrir því gríðarlega heimildasafni sem höfundar hafa notast við í gerð skýrslunnar.
Það verður erfitt verk fyrir afturhalds-og fíflaflokka í stjórnmálum að vinda ofan af þessu öllu eigi að hverfa aftur til þeirra hafta og ófrelsis sem ríktu í viðskiptamálum Íslands framan af síðustu öld. Enn ríkir ekki fullkomið frelsi og tollaleysi í viðskiptum Íslands við önnur ríki. En greinilegt er að stefnt er að því marki af Íslands hálfu við núverandi stjórn.
Guðlaugi Þór er óskað til hamingju með þessa Áfram Gakk skýrslu um Utanríkisviðskipti Íslands sem hann hefur látið semja.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko