íslensk landbúnaðarmál í málgagni ESB í dag.
Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að íslenskir bændur framleiði dýrasta kjöt í heimi fyrir lægstu launin. Allt tal Guðna Ágústssonar um ágæti íslensks landbúnaðar sé í besta falli blindgata.Þá auðvitað sleppir hann opinberum stuðningi við landbúnað í Evrópusambandinu og reynir að gera okkar hlut sem verstan í samanburði.
Beina brautin í landbúnaðarmálum sem öðrum er sú stefna flokks Þorsteins, Viðreisnarfylkingarinnar, að ganga í tollabandalag Evrópusambandsins, taka upp Evru og ganga í Evrópuherinn væntanlega.
Í Bændablaðinu er hinsvegar yfirlit yfir þá styrkjaflóru sem til landbúnaðar rennur innan ESB.
"Með árlegu framlagi upp á rúma 7 milljarða danskra króna skipar Danmörk 14. sæti yfir þau lönd innan ESB sem fá mestan landbúnaðarstuðning frá ESB. Efst er Frakkland með nær 10 sinnum meiri stuðning en Danmörk.
Þetta eru tölur frá 2019 sem matvæla-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í Danmörku hefur kynnt og eru frá Eurostat. Franskir bændur með tíu sinnum stærra land en þeir dönsku Um leið og franskir bændur fá 10 sinnum meiri stuðning en Danir þá verður samt að geta þess að landbúnaðarland franskra bænda er líka meira en 10 sinnum stærra en land danskra bænda. Þá eru franskir bændur að fá örlítið minna greitt á hvern hektara en danskir kollegar þeirra.
Á hæla Frakklands í stuðningsgreiðslum fylgja lönd eins og Spánn, Þýskaland, Ítalía og Pólland. Þannig fá fimm efstu löndin um 60% af heildarfjárveitingunni sem nemur rúmlega 400 milljörðum króna.
Þessi tala hefur farið hlutfallslega lækkandi um árabil og stendur nú undir þriðjungi af heildarfjárlögum ESB. Á árinu 2007 námu niðurgreiðslur til landbúnaðar hjá Evrópusambandinu um helming fjárlaganna, að því er fram kemur í frétt Landbrugsavisen.
Bændur á Möltu fá langmest á hvern hektara Tölurnar sýna einnig hvaða lönd fá mestan stuðning í krónum á hektara landbúnaðarlands. Þar er bæði um að ræða beinan stuðning, markaðsstuðning og stuðning vegna áætlunar um þróun landsbyggðar. Malta og Kýpur fá þó ekki mikinn stuðning samanlagt í krónum en talin fá langmestan stuðning fyrir hvern hektara ræktaðs lands. Þannig fá bændur Möltu 13.051 kr. á hektara sem er nærri fimm sinum meira en danskir bændur fá.
Bændur á Kýpur fá svo 4.914 kr. á hektara. Í þriðja sæti koma svo bændur í Grikklandi sem fá 4.475 krónur á hektara, en þeir eru í sjöunda sæti hvað heildarstuðningsgreiðslur varðar með tæplega 20,4 milljarða Dkr.
Til samanburðar fá danskir bændur 2.800 danskar krónur á hektara af ræktuðu landi. Við þetta má bæta að meðalbóndi í Danmörku getur fengið beinan stuðning við land sitt upp á um 1.900 danskar krónur. Þar á meðal er það sem er kallað grænn stuðningur. /HKr. "
Makalaust að fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins skoðar ekki hið stóra samhengi hlutanna. Landbúnaður ESB ríkjanna er rekinn á stórkostlegu styrkjakerfi sem yfirskyggir öll íslensk landbúnaðarmál.
Aðdáendur ESB eins og Þorsteinn telja að Íslendingar verði endilega aðnjótandi beinna framlaga til landbúnaðar ef við bara göngum tollabandalaginu á hönd með öllu sem því fylgir, upptöku EVRU og herskyldu í Evrópuhernum.
Það er sú fluga Samfylkingarflokkanna beggja sem Íslendingar hafa enn sem komið er ekki ginið við. En svona áróðursskrif sýna kjósendum greinilega að ekki má sofna á vaktinni þar sem fullveldissalarnir bíða tækifæris að keyra þjóðina nauðuga viljuga inn í ESB. En það skerf gæti orðið erfitt að stíga til baka þótt Bretum hafi tekist það.
Ekki er að efa að ekki mun standa á litlu ljótu flokkunum eins og Pírötum að ganga í það lið ef þeir sjá sér stundarhag til framfærslu í slíku.
Þannig vinnur Þorsteinn Pálsson skipulega að því í málgagni ESB á Íslandi, Fréttablaðinu, að kaga og raga landbúnaðarmálefni Íslands sem hann telur geta freistað einhverra til fylgis við ESB í von um að breyta fyrirliggjandi vandamálum landbúnaðar sem hann að sönnu blæs út úr samhengi í ljósi styrkjakerfis evrópsks landbúnaðar.
Hann virðist vilja sjá lækkun á verði á íslenskum bújörðum eins og hann telur að sé að gerast í Bretlandi þó Rathcliff sé ekki endilega beinn aðili þar að.