Bloggfærslur mánaðarins, maí 2021
10.5.2021 | 15:00
Af hverju ekki í Höfða?
Biden er að hugsa um að hitta Putin. Það finnst mér góð hugmynd og nauðsynleg.
Þeir eru enn að velta fyrir sér stað til að hitttast á.
Af hverju ekki í Höfða?
(CNN)President Joe Biden said Tuesday it is his "hope and expectation" to meet with his Russian counterpart during a planned visit to Europe in June, a high-stakes diplomatic encounter he hopes can restore a degree of predictability to an increasingly fraught relationship.
10.5.2021 | 13:05
Furðulegar
eru hugmyndir forsætisráðherra vors um eyðingu CO2 fyrir heiminn.Manni kemur til hugar að hún sé andsetin af þráhyggju um skaðsemi CO2 án Þess að gefa því gaum að lofttegundin er undirstaða lífsins á jörðinni.
Bjarni Jónsson fer yfir málið á bloggsíðu sinni:
"
Carbfix er með áform um niðurdælingu 3 Mt/ár (Mt=milljón tonn) af CO2. Þetta er um 50 % meira en losun iðnaðarins á Íslandi, enda er ætlunin að sverma fyrir fangað CO2 frá útlöndum og ekki mun nást 100 % föngun CO2 úr afgasi iðjuveranna.
Vatnsþörfin verður gríðarleg fyrir blöndun við 3 Mt/ár af CO2 eða 75 Mt/ár eða að jafnaði 2400 l/s, sem er um 7 föld vatnsþörf ISAL og tæplega þreföld vatnsdreifing Vatnsveitu Reykjavíkur.
Þessu vatni er ætlunin að dæla upp úr Kaldánni, sem rennur neðanjarðar út í Straumsvík. Þar hefst við einstök murtutegund í hálfsöltu vatni. Það verður svo miklu vatni kippt út úr sínum náttúrulega farvegi, að vegna hækkaðs seltustigs í Straumsvík gætu lífsskilyrði þessarar murtutegundar verið í uppnámi. Þetta þarf að rannsaka áður en lengra er haldið með umfangsmikil áform Carbfix og Coda Terminal (ON o.fl.) í Straumsvík.
Mikið jarðrask fylgir gríðarlegum fjölda borholna fyrir upp- og niðurdælingu og athafnasvæðið verður stórt; líklega verða um 150 borholur í gangi á hverjum tíma, og óljóst er, hversu lengi hver niðurdælingarhola endist.
Það er mikil þörf á, að þetta verkefni fari í lögformlegt umhverfismat, því að við fyrstu sín er hætta á umhverfisslysi.
Þótt forsætisráðherra sé hrifinn af þessu rándýra, gagnslitla og stórkarlalega verkefni, er það auðvitað engin trygging fyrir því, að það sé vistvænt eða vitrænt. Verkefnið er ljóslega óendurkræft, svo að rannsaka verður allar hliðar þess út í hörgul áður en framkvæmdaleyfi verður veitt.
Er einhver fjárhagsleg glóra í þessu verkefni ?
Um það ríkir alger óvissa.
Samkvæmt upplýsingum um stofnkostnað framkvæmdaaðilans "Coda Terminal", sem virðist vera dótturfyrirtæki ON og Carbfix, og ætluðum orkukostnaði og gjaldi fyrir vatnið, má ætla kostnað við móttöku, meðhöndlun og förgun í Straumsvík um 15 USD/t CO2.
Ef reiknað er með 0,5 Mt/ár CO2 af innanlandsmarkaðinum og 2,5 Mt/ár erlendis frá, gæti meðalflutningskostnaður verið um 16 USD/t CO2. Þá er föngunarkostnaðurinn eftir.
Um hann ríkir óvissa, t.d. úr kerreyk álveranna, en hann gæti þar numið 15 USD/t CO2. Heildarkostnaðurinn við þetta ævintýri er þá yfir 45 USD/t CO2 (förgun:15+flutningur:16+föngun:15).
Meðalverð á koltvíildiskvóta undanfarin 2 ár er undir 40 USD/t. Verðið núna er hærra en 50 USD/t, en allsendis óvíst er, að meðalverðið verði yfir 45 USD/t CO2 á þessum áratugi, svo að þetta umhverfislega glæfraverkefni virðist vera alger vonarpeningur fjárhagslega og t.d. alls ekki fjárhagslega samkeppnishæft við bindingu með íslenzkri skógrækt. Hér virðist farið fram meira af kappi en forsjá.
Í lok greinar sinnar skrifaði forsætisráðherra:
"Loftslagsmálin voru eitt af stóru málunum í stefnuskrá Vinstri grænna fyrir síðustu kosningar. Þau munu áfram verða það, og ég er sannfærð um, að sú stefna, sem nú hefur verið mörkuð, og þær aðgerðir, sem þegar hefur verið gripið til, byggi mikilvægan grunn að árangri Íslands í loftslagsmálum.
Verkefnið er hins vegar gríðarstórt, og meira mun þurfa til - en ef við höldum áfram á sömu braut, mun það skila frekari árangri og Ísland leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn loftslagsvánni - stærsta verkefni samtímans."
Forsætisráðherra er ekki knúin áfram af vísindalegum rökum heldur trúarhita og slagorðum. Það er ekki góður grunnur undir furðulegri niðurstöðu.
10.5.2021 | 09:52
Leiðréttingarnar
á fyrra ranglæti útskýra taxtahækkanirnar hjá okkur að því að forkólfarnir segja:
Það er nú líklega vonlaust mál að reyna að rökræða viðverkalýðsforystuna á Íslandi. Það gerðist þó í þjóðarsáttinni en þeir menn eru löngu horfnir á braut og aðrir gáfaðri teknir við svo sem Gunnar Smári, Sigríður Anna og Drífa Snædal.
Svo segir í leiðar Morgunblaðsins.
"Í Dagmálum í liðinni viku lýsti Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þeirri skoðun að sagan myndi ekki dæma þá ákvörðun verkalýðsforystunnar vel, að hafa hafnað því eftir að kórónukreppan skall á að taka upp kjarasamninga.
Halldór benti á að það hefði verið algerlega fyrirsjáanlegt hvaða afleiðingar þetta mundi hafa og að það birtist í hagtölum í dag, hvort sem litið væri á atvinnuleysi eða verðbólgu. Allt tal um það, sagði Halldór, að það sé umdeilt meðal hagfræðinga hvort launahækkanir umfram svigrúm hafi áhrif til verðbólgu, þetta er bara einhvers konar flatjarðartal í mínum huga. Þetta er ekkert umdeilt.
Ég er í reglulegum samskiptum við kollega mína á Norðurlöndum sem stýra samtökum atvinnulífsins á Norðurlöndum. Þetta er ekkert umdeilt í þeirra ranni. Þetta er ekkert umdeilt á meðal norrænnar verkalýðshreyfingar, hvort afleiðingarnar af of miklum launahækkunum, eða innistæðulausum launahækkunum, séu verðbólga. Það er enginn að deila um þetta. En á Íslandi hefur þessi umræða einhvern veginn náð að festa rætur, sér í lagi á meðal verkalýðshreyfingarinnar, að það séu í raun og veru bara engin sérstök tengsl þarna á milli.
Þessi lýsing á því miður við rök að styðjast og það er verulegt áhyggjuefni hér á landi hvernig komið er fyrir verkalýðshreyfingunni, hversu mjög hún er úr tengslum við raunveruleikann og hve skaðlegt það er fyrir allan almenning í landinu.
Í fróðlegri grein í Þjóðmálum fjallar Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um það fyrirkomulag sem viðhaft er við kjarasamningagerð hér á landi og hve langt við stöndum að baki öðrum norrænum þjóðum að þessu leyti. Hann bendir á að kjaralotan sem hafi hafist haustið 2018 standi enn, þó að flestir hafi samið, en eitt sem skilji íslenskan vinnumarkað frá öðrum sé hve langan tíma taki að ná samningum. Hér reyni einstakir samningsaðilar að ná ávinningi umfram þann tón sem sleginn hafi verið hjá þeim fyrstu sem sömdu auk þess sem gengið sé út frá því að samningar séu afturvirkir, sem vitaskuld verður til þess að draga samninga á langinn og valda jafnt atvinnulífi sem launþegum óþægindum. Sláandi er að sjá tölur í grein Hannesar um launaþróun hér á landi og hjá nágrannaþjóðum okkar.
Áratuginn 2010- 2020 hækkuðu laun í Danmörku og Svíþjóð um 22%, en hér á landi hækkuðu þau um 95%. Árlegar breytingar hafa því verið um 2% að meðaltali í samanburðarlöndunum tveimur en 7% á Íslandi.
Þetta er ósjálfbær þróun sem endar óhjákvæmilega í kunnuglegum vítahring launahækkana, verðbólgu og gengislækkana krónunnar, segir Hannes. Við þetta má bæta atvinnuleysi, sem landsmenn hafa fengið að kynnast að undanförnu og tengist óhóflegum launahækkunum.
Það svigrúm sem Samtök atvinnulífsins telja að sé almennt til launahækkana hér á landi er 3,5-4,0% og er samtala verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og framleiðniaukningar í landinu. Til lengi tíma getur svigrúmið ekki verið meira enda getur kaupmáttur ekki aukist almennt nema með aukinni framleiðni.
Þetta er sérstaklega augljóst þegar horft er til þess að launahlutfall hér á landi er mjög hátt í alþjóðlegum samanburði og því ekkert svigrúm til þess að auka hlut launakostnaðar í framleiðslunni. Líklegt er að aðstæður á vinnumarkaði verði að breytast verulega til að unnt verði að semja af meiri skynsemi hér á landi en gert hefur verið.
Hér er mjög hátt hlutfall launamanna í verkalýðsfélögum, mun hærra og jafnvel margfalt hærra en þekkist erlendis. Þetta á ef til vill sinn þátt í hvernig er komið, sér í lagi þegar forysta verkalýðsfélaganna neitar að viðurkenna staðreyndir og lifir í eigin heimi upphrópana og aldargamalla frasa úr verkalýðsbaráttu löngu liðins tíma.
Íslensk verkalýðshreyfing og vinnumarkaður verða að stíga inn í nútímann og takast af ábyrgð á við það verkefni að semja um laun sem atvinnulífið stendur undir. Þetta felur til að mynda í sér viðurkenningu á því að of langt hafi verið gengið á undanförnum árum og að nú verði að huga að því að treysta undirstöður atvinnulífsins, tryggja möguleika þess til að vaxa og þar með til að fjölga störfum og tryggja öllum vinnu sem vilja vinna. Þessu forgangsverkefni aðila vinnumarkaðarins hefur verið ýtt til hliðar á liðnum árum en það verður að hefja í öndvegi á nýjan leik með skynsamlegri samningagerð."
Auðvitað valda hinar séríslensku aðstæður því að engin efnahagslögmál gilda hérlendis.Því fer sem fer og menn kenna svo krónunni og skorti á evrunni um ófarirnar þegar vísitalan hækkar eftir réttlætisleiðréttingarnar hjá flugumferðarstjórum, ljósmæðrum og þaðan af göfugri hópum.
9.5.2021 | 14:11
Hrafninn
er af mörgum talið eitt áhrifamesta kvæði sem kveðið hefur verið á enska tungu.
Hötundurinn bjó við sult og seyru í Baltimore með tengdamóður sinni og konu. Hann fór til útgefanda og beiddi hann að kaupa af sér kvæðið um Hrafninn fyrir 10 dollara. Útgefandinn neitaði en rétti honum 15 dollara og bað hann að kaupa mat fyrir. Hverju hann tapaði alls veit ég ekki en líklegt er að hann að hafi séð eftir því síðar þegar Poe tókst salan.
Poe átti erfiða æfi og barðist við fátækt, þunglyndi og áfengissýki öll sín 40 ár. Samt skrifaði hann óhemju mikið af afburða afburða verkum á sinni stuttu ævi sem hafa haldið nafni hans á lofti.Hann er talinn til eins af frumkvöðlum nútíma glæpasögunnar svo eitthvað sé nefnt.
Margir hafa spreytt sig á að þýða Hrafninn yfir á aðrar tungur. Langt finnst mér Einar Benediktsson hafa komist en verkið er ekki árennilegt vegna innri rímþrauta.
En menn dæmi sjálfir:
Poe yrrkir svona:
"1 The Raven By Edgar Allan Poe
2 Once upon a midnight dreary, while I pondered, weak and weary,
3 Over many a quaint and curious volume of forgotten lore
4 While I nodded, nearly napping, suddenly there came a tapping,
5 As of some one gently rapping, rapping at my chamber door.
6 Tis some visiter, I muttered, tapping at my chamber door
7 Only this and nothing more.
8 9 Ah, distinctly I remember it was in the bleak December;
10 And each separate dying ember wrought its ghost upon the floor.
11 Eagerly I wished the morrow;vainly I had sought to borrow
12 From my books surcease of sorrowsorrow for the lost Lenore
13 For the rare and radiant maiden whom the angels name Lenore
14 Nameless here for evermore.
15
16 And the silken, sad, uncertain rustling of each purple curtain
17 Thrilled mefilled me with fantastic terrors never felt before;
18 So that now, to still the beating of my heart, I stood repeating
19 Tis some visiter entreating entrance at my chamber door
20 Some late visiter entreating entrance at my chamber door;
21 This it is and nothing more.
22
23 Presently my soul grew stronger; hesitating then no longer,
24 Sir, said I, or Madam, truly your forgiveness I implore;
25 But the fact is I was napping, and so gently you came rapping,
26 And so faintly you came tapping, tapping at my chamber door,
27 That I scarce was sure I heard youhere I opened wide the door;
28 Darkness there and nothing more.
29
30 Deep into that darkness peering, long I stood there wondering, fearing,
31 Doubting, dreaming dreams no mortal ever dared to dream before;
32 But the silence was unbroken, and the stillness gave no token,
33 And the only word there spoken was the whispered word, Lenore?
34 This I whispered, and an echo murmured back the word, Lenore!
35 Merely this and nothing more.
36
37 Back into the chamber turning, all my soul within me burning,
38 Soon again I heard a tapping somewhat louder than before.
39 Surely, said I, surely that is something at my window lattice;
40 Let me see, then, what thereat is, and this mystery explore
41 Let my heart be still a moment and this mystery explore;
42 Tis the wind and nothing more!
43
44 Open here I flung the shutter, when, with many a flirt and flutter,
45 In there stepped a stately Raven of the saintly days of yore;
46 Not the least obeisance made he; not a minute stopped or stayed he;
47 But, with mien of lord or lady, perched above my chamber door
48 Perched upon a bust of Pallas just above my chamber door
49 Perched, and sat, and nothing more.
50
51 Then this ebony bird beguiling my sad fancy into smiling,
52 By the grave and stern decorum of the countenance it wore,
53 Though thy crest be shorn and shaven, thou, I said, art sure no craven,
54 Ghastly grim and ancient Raven wandering from the Nightly shore
55 Tell me what thy lordly name is on the Nights Plutonian shore!
56 Quoth the Raven Nevermore.
57
58 Much I marvelled this ungainly fowl to hear discourse so plainly,
59 Though its answer little meaninglittle relevancy bore;
60 For we cannot help agreeing that no living human being
61 Ever yet was blessed with seeing bird above his chamber door
62 Bird or beast upon the sculptured bust above his chamber door, 63 With such name as Nevermore. 64
65 But the Raven, sitting lonely on the placid bust, spoke only
66 That one word, as if his soul in that one word he did outpour.
67 Nothing farther then he utterednot a feather then he fluttered
68 Till I scarcely more than muttered Other friends have flown before
69 On the morrow he will leave me, as my Hopes have flown before.
70 Then the bird said Nevermore.
71
72 Startled at the stillness broken by reply so aptly spoken,
73 Doubtless, said I, what it utters is its only stock and store
74 Caught from some unhappy master whom unmerciful Disaster
75 Followed fast and followed faster till his songs one burden bore
76 Till the dirges of his Hope that melancholy burden bore
77 Of Nevernevermore.
78
79 But the Raven still beguiling all my fancy into smiling,
80 Straight I wheeled a cushioned seat in front of bird, and bust and door;
81 Then, upon the velvet sinking, I betook myself to linking
82 Fancy unto fancy, thinking what this ominous bird of yore
83 What this grim, ungainly, ghastly, gaunt, and ominous bird of yore
84 Meant in croaking Nevermore.
85 86 This I sat engaged in guessing, but no syllable expressing
87 To the fowl whose fiery eyes now burned into my bosoms core;
88 This and more I sat divining, with my head at ease reclining
89 On the cushions velvet lining that the lamp-light gloated oer,
90 But whose velvet-violet lining with the lamp-light gloating oer,
91 She shall press, ah, nevermore!
92
93 Then, methought, the air grew denser, perfumed from an unseen censer
94 Swung by Seraphim whose foot-falls tinkled on the tufted floor.
95 Wretch, I cried, thy God hath lent theeby these angels he hath sent thee
96 Respiterespite and nepenthe from thy memories of Lenore;
97 Quaff, oh quaff this kind nepenthe and forget this lost Lenore!
98 Quoth the Raven Nevermore.
99
100 Prophet! said I, thing of evil!prophet still, if bird or devil!
101 Whether Tempter sent, or whether tempest tossed thee here ashore,
102 Desolate yet all undaunted, on this desert land enchanted
103 On this home by Horror hauntedtell me truly, I implore
104 Is thereis there balm in Gilead?tell metell me, I implore!
105 Quoth the Raven Nevermore.
106
107 Prophet! said I, thing of evil!prophet still, if bird or devil!
108 By that Heaven that bends above usby that God we both adore
109 Tell this soul with sorrow laden if, within the distant Aidenn,
110 It shall clasp a sainted maiden whom the angels name Lenore
111 Clasp a rare and radiant maiden whom the angels name Lenore.
112 Quoth the Raven Nevermore.
113
114 Be that word our sign of parting, bird or fiend! I shrieked, upstarting
115 Get thee back into the tempest and the Nights Plutonian shore!
116 Leave no black plume as a token of that lie thy soul hath spoken!
117 Leave my loneliness unbroken!quit the bust above my door!
118 Take thy beak from out my heart, and take thy form from off my door!
119 Quoth the Raven Nevermore.
120
121 And the Raven, never flitting, still is sitting, still is sitting
122 On the pallid bust of Pallas just above my chamber door;
123 And his eyes have all the seeming of a demons that is dreaming,
124 And the lamp-light oer him streaming throws his shadow on the floor;
125 And my soul from out that shadow that lies floating on the floor
126 Shall be liftednevermore!
Einar Benediktsson þýðir kvæðið svona:
mæddur, krankur huga' eg leiddi
fræði ýms er ræktu þeir.
heyrist mér þá líkt og vægt sé
drepið léttum fingri. Heyr.
við þrepskjöld dyr að knýja, heyr;
aldrei gleymi' eg þeirri nóttu;
Skalf í glæðum arinfeyr.
bók mín engin döpru geði.
lík til grafar báru þeir.
ljúfa nafnið geyma þeir,
skulfu kögur huldum völdum;
áður kunnum, gnýir þeir.
og eg margtók til að stilla' hann:
gengið sé til dyra, heyr.
úti fyrir dyrum, heyr.
opnum dyrum sló og sagði:
afsakanir mínar heyr.
sofna var eg, þá var barið
furðu léttir voru þeir;
heyrð, svo léttir voru þeir.
út ég starði í húmið svarta;
dauðlegan neinn jarðarleir.
rofin engum minnsta hljómi.
hennar sem í moldum þreyr,
nafnið aftur kváðu þeir,
eldur brann í sálu minni,
enn, og nokkuð gleggra. Heyr,
að ég hygg sem þessu veldur;
ónáða mig brestir þeir.
hygg ég að hvort smellir þeir
hoppar inn úr næturvindi,
berja loftið vængir tveir.
húsráðanda kvaddi eigi
en vatt sér upp á mynd úr leir,
oná Pallasmynd úr leir,
og þó lá mér við að kíma
kringilegir voru þeir.
þú ert, sagði ég, ekki ragur.
fugl, þú komst, sem ljósið deyr.
heima þar, sem ljósið deyr.
undrum sætir slíkt að heyra,
í þessu svari: Aldrei meir.
að varla maður eða kona
sitja fugl á hvítum leir,
svartan fugl á hvítum leir
hann ei mæla fleiri' en þessi,
hrafnsins verið Aldrei meir.
í hljóði mæli eg þá, að kalla:
vonir svíkja eins og þeir;
frá mér burtu eins og þeir.
féll það svar svo vel í orði;
á ei meiri hrævageir.
máltak lært í böli þungu,
eltu líkt og skuggar tveir,
sviknra vona skuggar tveir,
brosandi ég stólnum ýti
eira fugl á hvítum leir.
saman grun við grun ég flétta:
þrámálugur vængjafreyr,
myrki, leiði vængjafreyr
sit og mæli' ei orð af vörum;
hrafns mér innst í brjósti tveir.
frá mér liðna báru þeir
Hún úr kaldri dauðans eir
angan þungri og loftið blandi.
serafim með brugðinn geir.
hingað sent þig, krummanefur.
fró og líkn mér bera þeir.
henni sem í moldum þreyr.
fugls í líki, vondi andi,
hingað eða næturþeyr,
ógnum fylltu, í töfrabandi;
einni spurning minni: Heyr,
Eg bið spurning þessa heyr.
fugls í líki, vondi andi,
hans sem djúpt við lútum tveir.
sálin þessi hinum megin
fullsæl nú með englum þreyr,
fullsæl nú með englum þreyr?
hrópa eg þá í bræði minni;
eyðinótt í veikum reyr.
enga minning lyga þinna;
ólánsblakki hrævageir.
og svarta mynd af hvítum leir.
hljóður, kyrr og aldrei flytur,
yfir hurð á bleikum leir,
illri vætt með köldum glyrnum;
á gólfið mynd hans bregða þeir.
sem á gólfið bregða þeir,
Ég verð að segja fyrir mig því nánar ég les þýðingu Einars þeim mun meira dáist ég að honum, afli hans og orðkyngi. Fleiri hafa reynt við kvæðið sem ég hef ekki lagt mig eftir. Enda er bragarhátturinn erfiður og ekki á allra færi að fást við.
En kvæðið um Hrafninn eftir Poe er magnþrungið í frumgerð sinni og getur hver fengið hughrif úr því sem eftir því leitar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2021 | 09:32
Hvað ef kólnar
síðar á öldinni?
Ríkharður Ríkharðsson og Sigurður Hannesson skrifa fallega um eyðingu kolefnis til að sporna gegn hlýnun andrúmsloftsins væntanlega.
"...Með frekari uppbyggingu gagnavera, framleiðslu á hátæknimatvælum, vetnis- og rafeldsneyti og rafhlöðum hér á landi væri fjölbreyttari stoðum skotið undir atvinnulífið með aukinni verðmætasköpun, um leið og við tökum virkan þátt í orkuskiptum heimsins. Að öllu framansögðu er óhætt að fullyrða að tækifærin í grænum orkusæknum iðnaði eru fjölmörg. En höfum við það sem þarf til að grípa tækifærin? Nú reynir á samstarfsvilja stjórnvalda, sveitarfélaga og annarra hagaðila að skapa þá umgjörð sem þarf til að hægt verði að byggja enn frekar upp grænan orkusækinn iðnað hér á landi."
Álverin okkar borga kolefnisgjald sem rennur jafnvel í einhver óskyld gæluverkefni. Þessi kolefnismál eru þegar komin út í öfgar með hugmyndum um stórfenglegar niðurdælingarverksmiðjur meðan aðrir sóðast áfram.
Án brennslu jarðefnaeldsneytis sveltur mannkynið. Meirihluti mannkyns tekur ekki þátt í kolefniskjaftæðinu.
Hvað ætla menn að gera ef kólnar eins og fyrr á tímum?
9.5.2021 | 09:23
Málefnaútsala
hefur staðið yfir hjá Viðreisn frá stofnun. Eina hugsjónin um að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru hefur alltaf verið til sölu ef von er í vegtyllu einhversstaðar. Hefur ítrelað sýnt sig að hugsjónirnar eru á hrunaútsölu.
Sigríður Andersen greinir þetta vel í Morgunblaðsgrein:
"Þingflokkur Viðreisnar lagði nýlega til að blásið yrði lífi í þingsályktun vinstri stjórnarinnar frá 2009 um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fyrir utan það metnaðarleysi þingflokksins að hengja sig á 12 ára gamla þingsályktun vinstri stjórnarinnar vekur helst athygli að þessi tillaga komi ekki fram fyrr en nú við lok kjörtímabilsins. Jafnvel þótt hún yrði samþykkt myndi hún ekki binda hendur nýs þingmeirihluta eða ríkisstjórnar að loknum kosningum sem fara fram eftir nokkra mánuði.
Ekki minnst á auðlindir landsins
Það segir einnig ákveðna sögu um alvöruleysið sem þarna býr að baki að ekki er minnst á auðlindir landsins í greinargerð Viðreisnar með tillögunni. Hver væru samningsmarkmiðin varðandi sjávarútveg, landbúnað og orkuauðlindir landsins? Að því er ekki vikið einu orði.
Hins vegar er það tínt til að Icesavedeilan hafi verið leyst vegna regluverks Evrópusambandsins! Deilan átti þó upptök sín í óraunhæfu regluverki sambandsins. Stofnanakerfi ESB, aðildarríki sambandsins og sambandið sjálft gerðu óbilgjarnar kröfur á Ísland, sátu um landið efnahagslega árum saman og stefndu Íslandi að lokum fyrir dóm þar sem kröfunum var hafnað. Helstu forsvarsmenn Viðreisnar lögðust á árarnar með ESB og keyptu hákarlaauglýsingar til að hræða Íslendinga til þess að undirgangast hinar löglausu kröfur.
Ónægt tilefni
Landsfundir Sjálfstæðisflokksins hafa hafnað tillögum um að Ísland gangi í Evrópusambandið. Vegna gremju með þessa lýðræðislegu niðurstöðu í stærsta stjórnmálaflokki landsins var Viðreisn að því er virtist stofnuð árið 2016.
Samstarf við Evrópusambandið er undarlegt mál til að láta steyta á með þessum hætti því með EESsamningnum er Ísland í mjög nánum tengslum og samskiptum við ESB. Svo nánum að ýmsum þykir nóg um þótt ekki liggi endilega í augum uppi hvað gæti komið í staðinn. Enda segir í greinargerð með tillögu Viðreisnar: Ísland hefur nú í rúman aldarfjórðung verið aðili að innri markaði Evrópusambandsins með aðildinni að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Innri markaðurinn er kjarninn í starfi Evrópusambandsins.
Aðild EFTA-þjóðanna að honum felur því í raun í sér aukaaðild að sambandinu. Þegar þetta er haft í huga er skrítið að geta ekki umborið það að mörgum þyki vænt um fullveldi og sjálfstæði landsins og kæri sig ekki um meira en aukaaðild að ESB.
ESB ekki skilyrði
Eftir þingkosningar haustið 2017 myndaði Viðreisn þingbandalag með Samfylkingu og Pírötum með það að markmiði að mynda vinstri stjórn í landinu. Það var eins konar lokatilraun til að koma í veg fyrir myndun núverandi ríkisstjórnar.
Hinn 6. nóvember 2017 birti Ríkisútvarpið fréttina Viðreisn myndi ekki setja ESB sem skilyrði á vef sínum. Þar sagði: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, metur stöðuna við stjórnarmyndun þannig í dag að flokkarnir verði að koma sér saman um stjórn með breiðri skírskotun. Flokkurinn myndi ekki setja atkvæðagreiðslu um aðild að ESB sem skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn.
Þetta voru svo sem engin ný tíðindi því tæpu ári áður hafði Viðreisn sest í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar án þess að sú stjórn hefði það að markmiði að endurvekja viðræður um aðild. En vissulega var það nokkur nýlunda að farga stefnumálinu án þess að fara í stjórn.
Málefni eða menn?
Það er eitt að stofna sérstakan flokk um eitt tiltekið mál.
En þá er ekki mjög sannfærandi að fórna því aftur og aftur og fylgja málinu ekki eftir á þingi fyrr en rétt fyrir kosningar og þá með hangandi hendi.
Þessi framganga bendir til að stofnun flokksins hafi fremur snúist um menn og þeirra persónulega metnað en málefni."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2021 | 20:55
Formaðurinn í einum litla og ljóta flokknum
Inga nokkur Sæland hrærir sömu steypuna frá upphafi ferils síns. Láglaunafólk getur ekki lifað á laununum og greitt húsaleigu.
Aðeins kemur hún aldrei með svarið hver á að borga og hversu mikið? Hvaðan á féð handa fátæka fólkinu að koma? Hver á að punga út af sínu fé?
Hún er búin að tryggja sjálfri sér upprisu úr fátæktarörorkunni sem hún var föst í. Kjaftaði sig og grenjaði inn á þing í góð laun. Sýndi svo stjórnvisku sina með því að reka hálfan þingflokkinn fyrir að fara á fyllerí á Klausturbarnum.
Skyldu einhverjir kjósendur kjósa hana í haust?
Hún verður sjálfsagt formaður áfram í litlum og ljóstum flokki þó hún sé búin að drepa af sér fylgismennina flesta með fretmenningu sinni.
7.5.2021 | 13:18
Minkur í hæsnahúsi
er umhverfisráðeherra kommanna, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, efsti maður á lista þeirra í Kraganum sem fáir fagna.
Af bloggi Bjarna Jónssonar kemur þessi greining:
"
Þann 27. apríl 2021 reit téður Guðmundur Ingi grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni:
"Kyrrstaðan hefur verið rofin á kjörtímabilinu".
Af fyrirsögninni mætti ætla, að maðurinn væri framfarasinni, en framfarir í hans huga eru varla það, sem flestir kjósendur í Kraganum mundu kalla framfaramál. Hann átti við minnkun losunar gróðurhúsagasa, sem hann telur hafa markað tímamót árið 2019:
"Í gær greindi Umhverfisstofnun frá nýjum losunartölum, sem sýna, að á milli áranna 2018 og 2019 dró úr losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands um 2 %. Þetta eru frábærar fréttir. Samdráttur frá árinu 2005 er 8 %."
Litlu verður vöggur feginn. Vaxandi fjöldi rafmagnsbíla fer að vigta inn til minni benzín/dísilolíunotkunar, en mest munar hér um færri ferðamenn í kjölfar falls WOW-air, og þar af leiðandi minni akstur á vegum úti. Það er varla tilefni til fagnaðarláta, þegar minni losun stafar af minni efnahagsumsvifum, minni atvinnu og minni hagvexti, en þar sannast enn andstaða vinstri grænna við hagvöxt. Ef um það er val, er of langt gengið í loftslagstrúboðinu að fórna hagvexti fyrir minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda, sem hvort eð er hefur engin áhrif á hlýnun andrúmslofts.
"Aðgerðir í loftslagsmálum eru stærsta velferðar- og efnahagsmálið á þessari öld. Þær eru grundvöllur fyrir því að geta rétt af misskiptingu og félagslegt óréttlæti í heiminum og stöðvað ósjálfbæra nýtingu auðlinda okkar."
Í íslenzku umhverfi virkar þessi texti mjög framandi og ankannalegur, og í alþjóðlegu samhengi orkar hann tvímælis. Ráðherrann er þess vegna hér að fiska í gruggugu vatni. Þetta er tilraun hans til að skapa VG tilverugrundvöll, eftir að stéttabaráttan varð sjálfdauð með yfirtöku heimspekinga, félagsfræðinga og þvílíkra á vinstri hreyfingunni. Losun Íslands hefur engin mælanleg áhrif á hlýnun jarðar, og megnið af iðnaðarlosuninni á Íslandi veldur beinlínis minni losun á heimsvísu.
Losun landsins tengist hagkerfinu beint, svo að valdbeiting ríkisins í anda ráðherrans til að minnka hér iðnaðarlosun mundi koma Íslendingum á vonarvöl og auka heimslosunina.
Fyrir landsmenn er þess vegna engin vitglóra í þessum boðskapi ráðherrans. Þarna er um að ræða nýju fötin keisarans.
Asíulönd hafa mörg hver rifið sig upp úr sárri fátækt og til bjargálna með erlendum (mest vestrænum) fjárfestingum, sem leitt hafa til rafvæðingar fjölmennra landa og þar af leiðandi mikillar raforkunotkunar, og þetta viðbótar rafmagn kemur að mestu frá kolaverum og jarðgaskyntum orkuverum, en einnig frá stórum vatnsorkuverum og kjarnorkuverum.
Ætlast Guðmundur Ingi til þess, að þessar þjóðir gefi lifibrauð sitt upp á bátinn ?
Kínverjar, svo að dæmi sé tekið, glíma við hroðalega loft- og jarðvegsmengun af völdum stefnu sinnar, og þess vegna leita þeir ráða til að snúa á braut orkuskiptanna. Þeir hafa nú bæði fjárhagslegt og tæknilegt bolmagn til þess, sem þeir höfðu ekki fyrir 30-40 árum.
Líklega eru þeir að þróa kjarnorkuver til að leysa kolaverin af hólmi. Það verður ekki séð, að nokkra skynsemi sé að finna í tilvitnuðum orðum íslenzka umhverfisráðherrans. Þau eru falsboðskapur. Þetta er marklaust pólitískt kvak loftslagstrúboða með engar haldgóðar lausnir fyrir hagsmuni alþýðu manna.
"Markmið Íslands um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda voru um áramót uppfærð úr 40 % samdrátt til ársins 2030 í 55 % samdrátt. En við þurfum að stefna enn hærra.
Við þurfum að beita skattkerfinu í þágu loftslagsins og hringrásarhagkerfisins og sjá til þess, að það verði auðveldara og ódýrara að gera við og nýta það, sem til er, heldur en að kaupa nýtt.
Við þurfum sérstaka áætlun um vernd víðerna, sem óvíða eru meiri en einmitt hér á Íslandi. Við eigum að vera fremst í því að vernda náttúruna - verða þjóðgarðalandið Ísland. Og, við þurfum stefnu um verndarsvæði í hafi.
Í rauninni mætti draga þetta saman í þessa setningu: Við þurfum að setja náttúruna og loftslagið í fyrsta sæti. Á því byggist velferð samfélags okkar til framtíðar. Svo einfalt er það."
Hér kennir ýmissa grasa og ekki allra kræsilegra.
Ráðherrann sýnir þarna, að VG-ráðherrarnir, hann og forsætis, hafa algerlega tapað áttum, þegar þau bleyttu á sér þumal, stungu honum upp í loftið og fundu þannig, að Íslendingar gætu dregið úr losun CO2 um 55 % frá losuninni 2005 fyrir árslok 2030. Það blasir við, að þetta verður þolraun fyrir fjölskyldur og hagkerfið í heild og næst ekki án þungbærra þvingunarráðstafana ríkisins.
Ávinningurinn verður enginn fyrir hitastig andrúmsloftsins. Samt ógnar ráðherrann með enn meiri samdrætti. Er ráðherrum vinstri hreyfingarinnar græns framboðs skítsama um lífskjörin í landinu og skeyta ekki um annað en að baða sig í sviðsljósinu með ráðherrum annarra landa ?
Ráðherrann kemur þarna út úr skápnum með það hugarfóstur sitt og VG "að beita skattkerfinu í þágu loftslagsins og hringrásarhagkerfisins". Þetta þýðir m.a. enn meiri hækkanir opinberra gjalda á benzín og dísilolíu og einhvers konar vörugjald á heimilistæki og aðrar fjárfestingarvörur heimilanna, til að heimilin eigi enn erfiðara með að endurnýja tækjabúnað sinn. Stækkandi heimili þurfa að stækka þvottavélar, ísskápa o.s.frv. Hvaða heilvita maður er tilbúinn að taka þátt í þessari gandreið ráðherrans fyrir hégómleika vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og ekkert annað.
Umhverfisráðherrann vill "Þjóðgarðalandið Ísland". Hvers vegna í ósköpunum ? Hugdetta ráðherrans um miðhálendisþjóðgarð er allt of stórkarlaleg til að vera fýsileg. Fyrir hvern er ávinningurinn ? Náttúruna ? Búrókratana ?
Hér er um að ræða útþenslu ríkisbáknsins undir umsjón umhverfis- og auðlindaráðherra til að takmarka mjög arðsama nýtingu þessa landsvæðis. Það er engin boðleg stefna um miðhálendið önnur en sú, sem tryggir áframhaldandi stjórnsýslu aðliggjandi sveitarfélaga og hófsama og sjálfbæra nýtingu allra náttúruauðlinda þjóðlendnanna í þágu þjóðarinnar allrar.
Ráðherrann opinberar mannfjandsamleg viðhorf sín með því að skrifa, að "við þurfum að setja náttúruna og loftslagið í fyrsta sæti". Andstæð stefna við þetta er að setja fólkið í fyrsta sæti. Stefna ráðherrans er að hindra alla nýja nýtingu náttúruauðæfa, sem þó er þjóðinni til hagsbóta, og skattleggja almenning í drep í nafni loftslagsguðsins, sem hann tilbiður. Ráðherrann boðar helsi og afturhald. Valkosturinn við stefnu þessa ráðherra er frelsi og framfarir. "Svo einfalt er það."
Umhverfisfasismi þessa ráðherra er með endemum.Vonandi verður bundinn endir á áhrif hans í næstu kosningum. Allt sem hann boðar er aukin skattfrekja sem hann ætlar að nota í hernaði sínum gegn fólki og lífskjörum í landinu.
Efnahagslífið gengur á jarðefnaeldsneyti hvort sem okkur líkar betur eða verr. Án þess sveltur mannkynið.
Allt CO2 kjaftæðið er byggt á sandi og hefur engin áhrif á heimsvísu. Enda er hamfarhlýunin ósannað kjaftæði fjörtíuþúsund fíflanna í París með Grétu Thunberg og skálkinn Al Gore í hásæti. Þessi Guðmundur Ingi Guðbrandsson er óvinur almennra Íslendinga og sannur minkur í hænsnahúsi lífskjara þeirra.
7.5.2021 | 09:43
Borgarlínubullið
enn á ferðinni.
Ekkert virðist geta komið vitinu fyrir Borgarstjórnarameirihlutann í Reykjavík varðandi þráhyggjuna um dýrustu gerð miðlægs lestakerfis á þröngum götum höfuðborgarsvæðisins. Og meirihlutar í sveitarstjórnum nágrannabyggða virðast hafa verið heilaþvegnar þar sem ekki heyrist hósti né stuna í aðrar áttir en hallelúja.
ÁS hefur reynt að benda á ódýrari leiðir sem eru léttvagnakerfi sem aka með annarri umferð. Sömuleiðis hefur líklega enginn séð fyrir þá sprengingu sem orðin er í rafskútuumferðinni. En hún er algerlega ótrúleg og hefur bersýnilega gjörbylt samgöngum á svæðinu.
Maður horfir á stórkostlega strætisvagna aka tóma um göturnar meðan fólk brunar ferða sinn á rafskútunum sem er hægt að leigja á hverri götu og skilja eftir þar sem manni hentar. Af hverju á fólk ekki að fá að taka þær með sér í strætó?
Jónas Elíasson prófessor hefur látið þessi mál sig varða:
"Faghópur Áhugafólks um samgöngur fyrir alla, ÁS, hefur skilað inn athugasemdum við frumdragaskýrslu 1. áfanga borgarlínu, sjá samgongurfyriralla.com. Að sú þunga útgáfa af borgarlínu sem þar er útfærð skuli fá falleinkunn kemur sjálfsagt engum á óvart. Þar með er ÁS þó ekki að leggja dóm á það samgöngukerfi sem skýrslan boðar. Tillaga ÁS um létta borgarlínu gengur vel að merkja út á sama samgöngukerfi og þunga borgarlínan, bara í annarri og mun hagkvæmari útfærslu. Kostnaðarsamanburður er því auðveldur.
Þunga línan og hin létta, samgöngukerfið
Hagkvæmast væri að byrja innleiðingu á þungu línunni á nýjum umhverfisvænum vögnum og upphituðum biðskýlum, en svo er ekki. Stefnt er að því að byrja á framkvæmdum við miðjusettar sérakreinar fyrir strætó. Því næst eiga að koma heilar raðir af blómakerum, göngustígum og hjólastígum og síðan akbrautir fyrir bíla í það rými sem þá er eftir. Skýringarmynd af þessu í frumdragaskýrslunni er tekin úr gamalli skýrslu frá borgaryfirvöldum í Þrándheimi, en þar var þessu fyrirkomulagi hafnað fyrir um áratug. Í staðinn var byggt kerfi af þremur línum sem teknar voru í notkun árið 2019, svipaðar léttu borgarlínunni sem ÁS hefur lagt til, með biðstöðvum og sérakreinum á hægri kanti akbrauta.
Hliðstæð framkvæmd hér heima væri að endurnýja vagnakost og biðskýli línu 1 (Hafnarfjörður). Í stað þess er þunga línan lota 1 látin fara eftir nýrri einkabrú strætós yfir Fossvog. Við það sparast einhverjar mínútur í ferðatíma þar sem hin nýja lota 1 þarf jú ekki að krækja fyrir Öskjuhlíðina eins og gamla lína 1 þarf að gera. Þetta telja menn síðan sérstaka sönnun fyrir gæðum borgarlínunnar í hraða og tímasparnaði. Hið rétta er að hún fer á nákvæmlega sama hraða og gamli góði strætó.
Þunga línan og hin létta, kostnaðurinn
Þessar sérstöku akreinar fyrir strætó eiga að vera úr rauðu asfalti, eins konar rauður dregill úr 300.000 fermetrum af lituðu asfalti. Talið er að sú framkvæmd kosti um 1,2 ma.kr. á km, sem gerir alls 40- 80 ma.kr., allt eftir því hve langur rauði dregillinn verður, en það hefur ekki komið fram enn. Erlendis er talið betra fyrir strætó að sérrými hans sé í miðjunni að öðru óbreyttu.
Í Reykjavík eru aðstæður með því móti að það verður bókstaflega að troða þessum rauða dregli í gegnum hið tiltöluleg þrönga gatnakerfi. Þetta verður því til þess eins að gera vonda umferðarhnúta enn verri. Að gera léttu línuna og spara 40-80 ma.kr. er því hreinn hagnaður, sem annars færi í það að gera almennt umferðarástand lakara en nú er. Ef stjórnmálamenn geta lokað umræðunni um borgarlínuna (t.d. fjárlagaumræðunni í haust) án þess að minnast á þetta, þá er það ekkert minna en kraftaverk. Skorað er á stjórnmálamenn að hlýða nú rödd skynseminnar í þessu máli, en ekki gefast upp og láta þegar gerðar skyssur hafa sinn gang.
Hér er 100 sinnum meira í húfi en bragginn í Nauthólsvíkinni.
Framhald eftir 1. lotu
Skemmst er frá því að segja að allt er á huldu um framhaldið. Fjármögnun virðist ekki ná nema til þeirra 25,9 ma.kr. sem 1. lota á að kosta. Ljóst er að rauði dregillinn verður erfið vegagerð, svona alveg í miðri götu, og hætt er við að ríkisframlagið verði fljótlega uppurið. Miðað við forsendur er erfitt að sjá að hann verði lengri en 30 km og nánast engar líkur eru á að eitthvert fjármagn verði eftir fyrir marktækar endurbætur á samgöngukerfinu sjálfu (nýir vagnar, biðskýli eða hraðlínur).
Þessi staða mun skapa gríðarlegan þrýsting á ríkissjóð um að leggja fram nýtt fé í milljarðatugum svo að haldið verði áfram. Reykjavíkurborg situr föst í skuldasúpu eilífðarinnar og getur ekkert fé lagt fram, bara hjalað. Fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að meira fé komi ekki úr ríkissjóði í borgarlínu. Verða beinin nógu sterk í ríkisstjórninni til að standa við þá yfirlýsingu, með samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins hálflamað út af vanfjármögnuðum vegaframkvæmdum við rauða dregilinn?
Viðbrögð við tillögum ÁS og eftirfylgni
ÁS hefur fengið jávæð viðbrögð, mikil og sterk, við tillögum sínum meðal fólks. Morgunblaðið hefur sinnt málinu af mikill fagmennsku og þar af leiðandi verið aðalvettvangur skrifa meðlima ÁS til að útskýra sínar tillögur. Mælirinn á viðbrögð stjórnmálamanna stendur hins vegar á núlli, með einstaka jákvæðum undantekningum þó.
En nú þarf að hrökkva eða stökkva. Í tillögum ÁS felst 40 ma.kr. sparnaður frá núverandi áætlunum. Fyrir það fjármagn má í staðinn ráðast í aðrar framkvæmdir sem raunverulega greiða fyrir allri umferð. Í þeirri stöðu er rauði dregillinn óþarfur. Þegar umferð hefur aukist getur þörf fyrir hann skapast, svo að taka hann út úr framkvæmdaáætlun núna má líta á sem frestun. Þetta ætti Reykjavíkurborg að geta sætt sig við átakalaust og ríki og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að geta sameinast um."
Hver meðalsnotur maður sem kæmi frá tunglinu myndi getað skilið röksemdir ÁS fyrir ódýrari útfærslu borgarlínukerfis sem er í rauninni orðið úrelt áður en það er byggt. 85 % Borgarbúa hefur þegar valið einkabílinn, Dagur B. Eggertsson meðtalinn, sem sinn samgöngumáta.
Unglingarnir eru komnir á rafskúturnar sem fara þangað beint sem þeir ætla að fara, ekki milli óhentugra stoppistöðva almenningssamgangna og bíllauss lífstíls.
Borgarlínubullið brunar hinsvegar áfram óstöðvandi.
7.5.2021 | 09:09
Vilhjálmur Bjarnason enn á ferð
með grein um alþjóðasamstarf Íslendinga. Sem er þörf upprifjun frá fyrstu dögum sjálfstæðis þjóðarinnar þegar okkur er boðið sæti sem þjóð meðal þjóða.Er ekki að efa að þar hafa Bandríkjamenn leikið stórt hlutverk og samskipti Thors Ó Thors við stjórnvöld vestan hafs hafa verið áhrifamikil svipað og samskiptum Mörtu og Roosewelts var lýst í þáttaröðinni sem við sáum í sjónvarpinu.
En þessi grein Vilhjálms getur boðað nokkur pólitísk tíðindi þar sem nokkrir afgerandi vindar blása þar.
Vilhjálmur segir:
" Það er fróðlegt að fylgjast með vefsíðum fróðleiksmanna í flugmálum. Vissulega er efnið á vefsíðum um fróðleiksmola lítt skipulegt. Ef fróðleiksmolar um flugmál væru flugvélar, þá hefði örugglega oft orðið árekstur í lofti. Það segir alls ekki að fróðleiksmolarnir séu leiðinlegir, síður en svo.
Fróðleiksmolar eru skemmtileg upprifjun um atburði sem margir hafa upplifað. Eins og hjá ForrestGump; ég var þar.
Flug á Íslandi
Fyrst var flogið á Íslandi árið 1919. Sennilega eru um 25 Íslendingar enn á lífi frá því fyrst var flogið hinn 3. september 1919. Þau muna ekkert eftir fyrsta fluginu. Tengdamóðir mín er tveimur dögum yngri en fyrsta flug á Íslandi!
Fyrsta Flugfélag Íslands var stofnað í mars 1919.
Fyrst var flogið til Íslands 2. ágúst 1924. Fyrsti alþjóðaflugvöllurinn var á Hornafirði. Ekki er víst að nokkurn mann á Hornafirði hafi grunað að flogið yrði 100 sinnum á dag til og frá landinu 100 árum síðar.
15 árum eftir fyrsta flug til Íslands segir í dagblaðinu Vísi: Menn gerðu sér þá vonir um að þess mundi skamt (sic) að bíða að reglubundnar flugferðir myndu komast, milli Ameríku og Evrópu, um Ísland, en þær vonir hafa ekki ræst.
Þetta reglubundna flug um Ísland hófst árið 1953 með flugi um Ísland frá Lúxemborg til New York, en óreglubundið flug hófst fljótlega eftir stríð. Það er eftirtektarvert að lesa Vísi frá 1939 um væntingar í samgöngum. Vissulega rættust væntingar, þótt bið yrði. Þess er getið í þessari grein í Vísi, að reglubundið póstflug yfir Atlantshaf hafi verið stundað á árinu 1939.
Alþjóðleg regluvæðing við lok síðari heimsstyrjaldarinnar
Það er fróðlegt að horfa til þátttöku Bandaríkjanna í síðari heimsstyrjöldinni. Með herverndarsamningi við Ísland og með árás Japana á Perluhöfn á Havaí var Bandaríkjunum ekki lengur til setunnar boðið með hlutleysi. Bandaríkin tóku fullan þátt í styrjöldinni á tvennum vígstöðvum; í Evrópu og á Kyrrahafssvæðinu.
En þátttakan til að láta kné fylgja varð ekki niðurstaðan. Stjórnvöld í Bandaríkjunum voru tilbúin með margháttaða samninga og alþjóðastofnanir til samvinnu milli þjóða til að tryggja frið.
Aðild að sáttmálum og stofnunum var frjáls fyrir allar þjóðir. Þó var það skilyrði sett til þátttöku í stofnun Sameinuðu þjóðanna, að stofnþjóðir lýstu yfir stríði á hendur öxulveldunum, Þýskalandi, Ítalíu og Japan.
Skilyrðum sem Ísland setti fyrir þátttöku sinni, sem vopnlaus þjóð, var synjað að sinni. Ísland gerðist þó aðili að Sameinuðu þjóðunum árið 1946, enda aðstæður aðrar.
Alþjóðaflugmálastofnunin
Þegar Bandaríkin létu af einangrunarstefnu sinni hófu stjórnvöld þar í landi að regluvæða heimsbyggðina. Þannig urðu til Matvæla- og landbúnaðarstofnunin (FAO), Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO), Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) og Alþjóðabankinn til endurreisnar og uppbyggingar meðal þeirra stofnana sem fylgdu stofnun Sameinuðu þjóðanna, auk Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.
Þátttaka Íslands á alþjóðaflugmálaráðstefnunni í Chicago í nóvember og desember 1944 er um margt merkileg. Ekki síst fyrir þær sakir að flugmál skiptu litlu máli á Íslandi, en væntingar voru miklar. Nægir þar að nefna skrif í Vísi mánuði fyrir upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar.
Það sem er merkilegt við þátttökuna á ráðstefnunni er meðal annars það að flug á Íslandi skipti ekki máli. Í gildi voru um 25 flugskírteini. Tvö flugfélög voru starfandi og áttu þau í miklu basli. Frumkvöðlarnir í íslenskum flugmálum voru allt frá því að vera baldnir strákar yfir í að vera málfræðiprófessorar.
Tilgáta mín um þátttökuna er ekki sú að draumarugl og framsýni, eða mikilvægi flugs, í íslensku samfélagi hafi ráðið.
Tilgáta mín er sú að Íslandi bauðst að sitja til borðs með stórþjóðum að ræða alvarlegt málefni. Vissulega höfðu lög um loftferðir verið samþykkt á Alþingi 1929. Það að vera þjóð meðal þjóða var viðurkenning annarra þjóða á lýðveldisstofnun fyrr á þessu sama ári, 1944.
Nýsköpun og stílbrot
Hafi þátttakan á ráðstefnunni verið framsýni, þá var það stílbrot á þeirri nýsköpun sem þáverandi ríkisstjórn var kennd við, en nýsköpun hennar var að endurtaka fortíðina. Sú nýsköpun varð engin endurlausn sálarinnar.
Réttarheimildir flugréttarins eru einkum sóttar í fjölþjóðlega sáttmála; tvíhliða samninga; landsrétt; samninga milli ríkja og flugfélaga; samninga milli flugfélaga og grundvallarreglur í alþjóðarétti. Frumheimild flugréttarins er að finna í Samþykkt um alþjóðaflugmál frá 1944 (ICAO Convention), en hún var undirrituð af Íslands hálfu 7. desember 1944. Samþykktin var fullgilt af Íslandi á Alþingi 21. mars 1947 og gekk í gildi hvað Ísland varðaði 20. apríl 1947.
Reglur, öryggiskröfur og staðlar í flugmálum
Ýmsir halda því fram að þátttaka þjóða í alþjóðasamstarfi sé afsal á fullveldisrétti. Það er ekki afsal í þeim skilningi að þátttakan er frjáls og valkvæð.
Alþjóðaflugmálastofnunin hefur samþykkt og gefið út 18 viðauka, sem margir hafa verið þýddir á íslensku, og innihald þeirra hefur lagagildi hér á landi annaðhvort með orðréttri þýðingu eða efni þeirra er fólgið í lögum eða reglum um flugmál, enda er það skylda aðildarríkja ICAO að gera staðla að lögum í sínu heimalandi eða láta ella skrá sérstöðu í bókum ICAO.
Ekki hefur náðst að þýða og lögtaka allar breytingar á viðaukum, en alþjóðaflug kann að verða erfitt ef ekki er fylgt alþjóðlegum flugreglum.
Eins og fyrr segir eru fjölþjóðlegir samningar meginréttarheimildir flugréttarins. Þeir munu nú vera um 50 talsins og er Ísland aðili að um 15 fjölþjóðlegum samningum er varða flugmál.
Þá er rétt að geta GATS (General Agreement on Trade in Services) er undirritaður var í Marrakesh 15. apríl 1994 en í honum er fjallað um viðskiptafrelsi m.a. í alþjóðaflugi. Að auki hefur Ísland gert mjög marga tvíhliða samninga um loftferðir við aðrar þjóðir, þar sem fjallað er um lendingarétt og yfirflug.
Án fullveldis og atkvæðisréttar
Ísland er með aðild, án atkvæðisréttar, að Evrópsku flugöryggisstofnuninni (European Union Aviation Safety Agency, EASA). Atkvæðisréttur skiptir litlu máli þar sem atkvæðagreiðslur eru fátíðar.
Þessi þátttaka hefur skipt höfuðmáli varðandi tegundaviðurkenningar í alvarlegu borgaralegu flugi. Þannig er það EASA sem heimilar flug Boeing 737 MAX og AIRBUS 321XLR í aðildarlöndum.
Á sama hátt má segja að fullveldisafsal felist í þátttöku Íslands í Evrópsku lyfjastofnuninni, sem gefur út markaðsleyfi fyrir lyf og bóluefni í Evrópu.
Mikilvægi flugs
Flug og flugþjónusta skiptir verulegu máli í íslensku efnahagslífi. Sennilega er flug og flugþjónusta um 4-5% af landsframleiðslu. Hlutur Icelandair eins er um 3,5% af landsframleiðslu í góðu ári.
Stoltið að vera þjóð meðal þjóða árið 1944 varð að framsýni í samfélagi nútímans."
Mér finnst málflutningurinn hjá Vilhjálmi Bjarnasyni vera farinn að nálgast hættulega mikið tugguna hjá Þorgerði Katrínu um að vera við borðið án atkvæðisréttar.Það yfirfærir hún á ESB.
Ég ætla að segja það hreint út að ég get ekki séð samfellu í alþjóðlegu samstarfi innan þeirra stofnana sem Vilhjálmur telur upp og Evrópusambandsaðild sem Þorgerður stefnir að.
Aðild að 27 tollabandalagi og ríkjasambandi ESB er allt önnur heldur en samstarf innan nauðsynlegra alþjóðastofnanna þar sem Bandaríkjamenn eru yfirleitt fremstir meðal jafningja eins og í NATO en ekki Ursula von der Layen með Evrópuherinn í Brussel.
Þar er aðeins um aðlögun að öðrum að ræða en ekki samstarf.
Atkvæðisrétturinn er svo lítill í innri málum ESB að hann telur varla. Mörg hagfræðileg rök hníga að því að við eigum ekkert erindi í efnahagssamstarf innan Evrusvæðisins fremur en á dollarasvæðinu. Að okkar efnahagur sveiflast ekki í takt við Evrópu er margþekkt mál.
Vilhjálmur er hugsanlega að stefna að þingmennsku fyrir Viðreisn en ekki Sjálfstæðisflokkinn enda líklega litlir kærleikar milli hans og formannsins eftir það sem á undan er gengið.
En ég ætla ekki að styðja Vilhjálm Bjarnason í slíkri baráttu. Svo sannfærður er ég um að innganga Íslands í skipulagsvanskapað tollabandalag landluktra Evrópuþjóða sé fullveldisframsal og samsæri gegn restinni af veröldinni með Bandaríkjunum að þangað fer ég aldrei með Vilhjálmi né öðrum.
Vilhjálmur verðu að gera upp við sig hvert hann stefnir ekki seinna en strax.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko