Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2021

Er ekki Biden bara brattur?

og fjallhress að sjá á þessum G 7 fundum? Drekkur te með drottningunni og flytur ávörp í lange baner.

Mér sýnist hann bara brattur.


Framkoman

var Einari Magnússyni hinum góðkunna menntaskólakennara hugstæð.Mér eru minnisstæð orð hans í einni kennslustund í MR um hvernig það sem hann nefndi "niðuráviðsnobberí" væri að leika íslenskt samfélag grátt. Afkáraskapur allskyns í klæðaburði, linnulaus árás á þéringar og kurteisi sem mér finnst hann gott ef ekki var tengja við framrás vinstrimennskunnar í skólanum og þjóðfélaginu. En þá var í sókn einhver díalektisk efnishyggja og var boðuð í leshringjum Einars Olgeirssonar og Æskulýðsfylkingarinnar og við bjálfarnir á hægri kantinum vorum of heimskir til að geta skilið. Þeir félagar litu á okkur Heimdellinga sem lægra lífsform vegna heimsku okkar að skilja ekki sannleikann sem birtist í Sovétinu við alræði öreiganna og sameignarstefnuna.

Einar hafði rétt fyrir sér því þessi sókn hefur haldið áfram viðspyrnulítið allar götur´siðam. 

Þingmenn eru í slátrarabúningi með flakandi frá sér í hálsmál og mætaá sokkaleistum í ræðustól. Fyrirlitnig er sýnd alemennu velsæmi á mörgum sviðum og alls kyns sóðakjaftur líðst fólki í áhrifastöðum.

Það er því ferskur andblær að lesa viðtal við Ásgeir Jónsson Seðalabankastjóra í Morgunblaðinu í dag.

"Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er fæddur og uppalinn í sveit þar sem lítið fór fyrir tísku og hönnun.

Það var ekki fyrr en hann fór í doktorsnám í Bandaríkjunum sem hann fór að gefa tískunni gaum. „Þegar ég kom aftur til Íslands ætlaði ég að starfa innan háskólans en var svo boðið starf sem aðalhagfræðingur Kaupþings árið 2003. Segja má að í því starfi hafi ég fyrst þurfa að hugsa fyrir alvöru hvernig ég vildi klæða mig upp á fyrir vinnuna.

Ég kunni á þessum tíma varla að binda minn eigin bindishnút og var tískan í háskólunum allt öðruvísi en tískan í bönkunum.“

Ásgeir er mikill greinandi í eðli sínu eins og heyra má á skilgreiningu hans á tískunni á milli deilda innan háskólans.

„Kennarar og nemendur í heimspekideild eru allt öðruvísi til fara en þeir sem eru í fjármálum og viðskiptum. Vinsælt útlit á prófessorum í háskóla er að vera í gallabuxum og skyrtu. Peysu yfir skyrtunni og síðan í dökkum jakka yfir það. Í bankanum þurftu menn að klæða sig upp á enda mjög stífar óskrifaðar reglur um klæðaburð í fjármálaheiminum.

Ég tók á þessum tíma þá ákvörðun að ég vildi vera huggulega klæddur. Ég fór í Boss-búðina þar sem ég átti ekki jakkaföt og keypti mér þrenn föt til skiptanna. Á þessum tíma var ég mikið í samskiptum við erlenda fjármálamenn og því mikilvægt fyrir mig að vera klæddur í hlutverkið.“

Klæddi sig fallega til að sýna virðingu

Ásgeir segir mikla hefð fyrir því að fólk klæði sig upp á hér á landi og ekki þurfi að fara langt aftur til tíma þegar fólk klæddi sig upp á fallega á sunnudögum jafnvel þótt enginn færi út eða kæmi í heimsókn.

„Það snerist meira um virðingu fyrir hvíldardeginum en eitthvað annað.Fjármálaheimurinn er svipaður að því leyti að ef þú vilt láta taka þig alvarlega þá mætir þú ekki á peysunni í inniskóm á fundi.“

 

Hefurðu komið af stað tískutrendi sjálfur?

„Frá því ég var í prófum í hagfræði þá 22 ára að aldri hef ég verið með skegg. Það þekktist ekki á þeim tíma, sérstaklega í fjármálaheiminum, að menn væru með skegg. Hvað þá svona ungir.“

Af hverju ertu með skegg?

„Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er ég heppinn með skeggrót. Í öðru lagi er ég með viðkvæma húð svo þegar ég rakaði mig þá varð ég alltaf rauður í framan. Svo fór skeggið mér bara vel og því held ég að það hafi verið mín sérstaða lengi.“

Þegar Ásgeir varð seðlabankastjóri hugleiddi hann vel og vandlega hvernig hann ætlaði að klæða sig fyrir þá stöðu.

„Það skipti mig miklu máli að vera fínn og í raun vildi ég vera best klæddi maður bankans. Því þannig vildi ég sýna stöðunni minni virðingu.

Ég er yfirmaður bankans og fötin mín þurfa að endurspegla það. Ég ákvað að vera alltaf með klút og að leyfa honum að vera litríkum. Ég ákvað að vera í jakkafötum með vesti og að vera með fallegt bindi. Það eru ákveðnar reglur sem maður notar þegar farið er í fallegan klæðnað. Sem dæmi verður klassíkin að ráða og ef maður er með áberandi klút þá verður maður að vera með klassískt bindi. Það mega ekki allt of margir hlutir fanga athyglina. Eins er hægt að velja skært bindi en þá verður klúturinn að vera klassískur. Skyrtan getur verið áberandi en þá þurfa jakkafötin og bindið að vera tónað niður. Þessi regla er góð svo menn breytist ekki í ljósaskilti.“

Hrifinn af jarðlitum

Hvaða litir eru í uppáhaldi?

„Ég er hrifinn af náttúrulegum litum enda er ég úr sveitinni. Ég kann vel við viðarbrúnan og bláan lit og hef aldrei málm nálægt húðinni. Ég er aldrei með áberandi fylgihluti en vel að vera með tösku sem hæfir tilefninu hverju sinni.“

Hvert er besta tískuráðið sem þú hefur fengið?

„Kristján Jóhannsson söngvari kenndi mér að það þýði ekki að vera í stuttum sokkum við jakkafötin. Að háir sokkar væru málið.

Ég er ekki viss um að það sé hægt að gefa mér mikið af ráðum tengt tískunni því ég hef skoðað hana ofan í kjölinn.

Þegar ég var í skólanum áttaði ég mig á því að þeir nemendur sem voru fallega klæddir fengu hærri kennaraeinkunnir en aðrir. Eins tók ég eftir því að nemendur báru meiri virðingu fyrir fallega klæddum kennurum en þeim sem höfðu ekki sjálfsvirðinguna til að klæða sig upp á fyrir kennslu.“

Hvaða ráð áttu fyrir ungt fólk í landinu?

„Besta ráðið er að ef maður ætlar sér eitthvað í lífinu þá verður maður að klæða sig fyrir hlutverkið. Ef þú ætlar þér að vera yfirmaður í lífinu þá byrjar þú að klæða þig sem yfirmaður og haga þér eins og yfirmaður. Eins skipta skórnir miklu máli. Það er hægt að greina persónuleika fólks á skótaui.“

Mikilvægt að læra að taka ábyrgð

Hvað áttu við með því?

„Ég er með þannig heila að hann vinnur endalaust og lætur mig aldrei í friði. Þannig að sama hvert ég kem eða hvert ég fer þá er ég alltaf að greina hlutina. Ég geri þetta þegar kemur að fatnaði og tísku, en einnig tengt mataræði og hreyfingu. Þessi eiginleiki kemur sér vel fyrir mig í vinnunni en það er ekki eini staðurinn þar sem ég hugsa eins og ég hugsa.“

Hvað hefurðu greint tengt mataræði?

„Ég hef fundið út að ég þoli illa mjólk og glúten. Ég borða fisk og þar sem ég er alinn upp á sauðabúi í sveit þá borða ég mikið af lambakjöti. Ég er hrifinn af lambaspaghettíi og lambahamborgara. Ég er ekki svo hrifinn af kjúklingi því ég get ekki staðið með því hvernig kjúklingar eru aldir í búrum. Það sama má segja um svínakjöt, það borða ég aldrei.“

Hvað með fjármálin. Áttu gott ráð fyrir ungt fólk tengt peningum?

„Besta ráðið sem ég kann er að þú færð ekkert nema að vinna fyrir því. Allir sem hafa komist áfram í lífinu leggja hart að sér.

Hvað varðar fjármál þá er gott að muna að tíminn vinnur með okkur og peningunum okkar líka. Því er mikilvægt að byrja að spara strax. Eins mæli ég með því að byrja að fjárfesta sem allra fyrst. Að huga að því hvert peningurinn okkar fer skiptir einnig miklu máli. Ef þú sparar og leggur fyrir eina milljón þá getur hún tvöfaldast á rúmlega áratug.

Að þessu sögðu þá vil ég hvetja alla til að láta ekki peninga stjórna sér. Heldur velja sér starf sem þeir hafa áhuga á.Ef þú ert góður smiður þá býrðu örugglega til meiri pening í því heldur en að klæða þig upp á sem viðskiptafræðingur og hafa ekki gaman af því.

 Það er hægt að starfa við alls konar og að fjárfesta á markaði. Þannig skapast hvati til að fylgjast með markaðnum og þannig kynnist maður betur því sem er að gerast í viðskiptalífinu.

Þetta þurfa ekki að vera stórar upphæðir en allir ættu að læra að taka ábyrgð á sér þegar kemur að peningum og læra að treysta á sjálfan sig.“  

Ég er viss um að Einar Magg. hefði kunnað að meta hann Ásgeir Jónsson og orð hans hvað varðar almenn framkomu í lífinu.


Pólitík er bara list hins mögulega.!

Jón Magnússon lögmaðurinn ljúfi skrifar svo á bloggið sitt:

"Á fréttastöðinni Al Jaseera var viðtal við páfa réttrúnaðar loftslagskirkjunnar Al Gore. Hann hafði þá sögu að segja, að allt væri að fara til fjandans (raunar einn ganginn enn) Ísinn í Norðurhöfum og Suðurhöfum væri óðum að hverfa, hundruð milljóna fólks væru flóttafólk vegna loftslagshlýnunar og uppblástur og eyðilegging blasti allsstaðar við auk þess sem hitinn færi stöðugt hækkandi á jörðinni vegna þess kolefnisspors sem alþýða manna stigi með atferli sínu. 

Einhvern veginn þá ríma þessar upplýsingar Al Gore ekki við raunveruleikann sem blasir við. Allt sem hann heldur fram er rangt. Auk þess sem það hefur ekkert hlýnað sem heitið getur frá aldamótum eins og Ágúst Bjarnason hefur bent skilmerkilega á. En Katrín Jakobsdóttir, sem norpar hér í 7 gráðu hita eða þaðan af minna trúir hverju einasta orði og hún og flokkur hennar, sem er innvígður í samfélag heilagra í loftslagsmálum, hefur knúið fram miklar greiðslur til réttrúnaðarkirkju Al Gore og sértök aukaframlög frá skattgreiðendum á Íslandi upp á milljarða. 

Í reikningum bílaleiga á Spáni er áskilið, að reiknað sé kolefnisspor sem hver leigjandi skilur eftir sig með akstri. Allt er það liður í áróðursstríði réttrúnaðarkirkjunnar til að fólk verði sakbitið yfir þessari sóun. Þeir sem fordæma eru fólk eins og Al Gore, Karl Bretaprins, Emma Thopmson leikkona og margir aðrir sem láta það þó eftir sér að ferðast um á einkaþotum og skilja eftir sig kolefnisspor sem nemur væntanlega því sama og öll umferð bifreiða á Íslandi. 

En í þessu efni er ekki það sama Jón og sr. Jón. Alþýðan á að blæða með hærra vöruverði og auknum sköttum á meðan yfirstétt auðfólks,sem borgar hlutfallslega miklu minni skatta hamast við að troða því inn hjá almenningi að það verði að sætta sig við skert lífskjör vegna þessara trúarbragða. 

Þessi falskenning er jafn fráleit og sú, sem sett var fram í upphafi síðustu aldar, að ekki yrði hægt að fara um New York vegna þess aða borgin yrði fljótlega full af hrossaskít og ekkert yrði við ráðið."

 

Já,jón minn góður. Hræsninni og skinhelginni eru engin takmörk sett enda undirstaða allar trúarbragða í veröldinni þar sem einfeldningum er talin trú um að gefa eyri sína og ekknanna til trúbófanna sem er stétt sem páfarnir, Imamanarnir og AlGore tilheyra sem sleikja útum um leið og þeir þykjast geta útvegað vitleysingum eilífa sæluvist þar sem er borðað þrímælt kláravín og mergur með. Kaupum aflátsbréf kolefnisspora segir Katrín Jakobs sem forgangsmál ríkistjórnar ninnar og látum skrílinn borga með blóði sínu svita og tárum.

Og Bjarni og Sigurður Óli dansa með í skjóli meiri hagsmuna fyrir minni segja þeir því að það sé satt að pólitík sé bara list hins mögulega.


" Hefjast ekki allar ferðir með einu skrefi ?"

Páll Vilhjálmsson bloggkóngur segir svo:

"Engin leið að spá sumarveðri - en hlýrra eftir 75 ár

Í dag er 10. júní og gamalreyndur veðurfræðingur segir ómögulegt að spá fyrir sumarveðrinu. Það sé of mikil ,,óreiða og breyti­leiki" í veðurfarinu.

En hvernig getur fólk sagt að það verði hlýrra eftir 75 ár? Jú, ef það trúir á manngert veðurfar. Koltvísýringur,CO2, er 0,04% af andrúmsloftinu. Af öllum koltvísýringi í andrúmsloftinu ber náttúran ábyrgð á 97 prósentum en maðurinn afganginum. En við eigu að trúa því að framlag mannsins, 3% af 0,04%, skipti sköpum.

Grænland var 1,5 gráðu hlýrra á miðöldum en í dag, segir danski vísindamaðurinn Jorgen Steffenson. En það er einmitt 1,5 gráða á celcius sem ,,óttast" er að heimurinn hlýni um til næstu aldamóta. Þ.e. ef fólk hættir ekki að nota bensínsláttuvélar og fær sér orf og ljá í staðinn.

Þeir sem trúa á alheimshlýnun af mannavöldum eru með sérstaka netvarðliða til að kæfa umræðu um hina einu sönnu réttu trú.

En veðrið, sem sagt, einkennist af ,,óreiðu og breytileika". Loftslag er ekkert meira en veðurfar yfir langan tíma, 30 ár eða lengur. Og ef ekki er hægt að spá fyrir veðri næstu vikur er ekki hægt að spá fyrir hlýnun eða kólnun næstu áratugi.

Þar fyrir utan þá veit enginn kjörhita jarðarinnar. Einfaldlega vegna þess að kjörhiti jarðarinnar er ekki til. Við ættum að vara okkur á sérfræðingum er þykjast vita um eitthvað sem ekki er til."

Staðreynd málsins er að mannkynið myndi nú þegar svelta ef ekki væri fyrir stöðuga aukningu jarðefnaeldsneytis.Vindmyllusmíði og aðrir draumórar kjarnorkuandstæðinga leysir ekki matarvandamálið. Olíuverðið er því á uppleið og olíuvinnsla eykst allt þar til að mannkynið nær tökum á fjölguninni sem er að fara úr 7.9 í 11 milljarða sem jörðin ber alls ekki.Var 1 milljarður fyrir aðeins 200 árum.Á dögum Jóns Sigurðssonar N.B.

Verður lífríki ekki að aðlaga sig aðstæðum alveg eins og maðurinn hefur gert og mun verða að gera?

40.000 AlGore-fíflin í París skildu það alls ekki sem Darwin sagði um "survival of the fittest". Hvítabjörn sem lifir einungis í kælivél í dýragarði er bara kúríósum eins og risaeðlurnar. Jörðin þarfnast hans ekki.

Lífið verður að aðlaga sig umhverfinu.

Af hverju er jörðin að ropa upp hrauni á Reykjanesi.? Hvað er hún að leiðrétta? Eitthvað sem Gréta Thunberg sagði? Eða Katrín Jakobsdóttir sem vill skattleggja CO2 niður í grjót sem aðalhugsjón heillar þjóðar? 

Hvað ætlar Katrín Jakobs að bjóða hungruðum heimi, þessi einskonar gustukaforsætisráðherra skynseminnar hjá þeim alvörustjórnmálamönnum Bjarna og Sigurði Inga  sem sáu nauðsynina á stjórnarmyndun 2017 hvað sem allri kommasérvisku liði og keyptu þá einfaldlega sem hjól undir vagninn sem þjóðina vantaði?

Hefur hún Katrín einhver ráð til fæðuöflunar ef hún vill ekki kjarnorku og jarðefnaeldsneyti og aukið CO2 til ræktunar og vill láta umhverfisráðherrann sem  enginn kaus breyta ræktunarlandi í mýrar og ekki láta virkja meira vatn á hálendinu?

Ætlar hún að stöðva CO2 útblásturinn á Reykjanesinu og uppstreymið úr Kötlugíg sem nemur tugþúsundum tonna á sólarhring, margföldum afköstum okkar manna með flugvélum, bílum og skipum, með skattfé almennings og álfyrirtækja?

Er hún bara alvöru stjórnmálamaður sem skrifar þvílíkt "Levískt " bull um forgangsverkefni þjóðar í ESB málgagnið sem kallast Fréttablaðið í dag?     

Mannkynið verður að fara að horfast í augu við sjálft sig.Það verður að stöðva vitleysingana sem allstaðar vaða uppi í Norður Kóreu, Jemen, Saudi Arabíu,Iran, Indonesíu og víðar. Stjórnlausa fjölgun ómenntaðs fólks sem bara trúir á hindurvitni og Kóraninn og að fleiri börn séu vinnuauðlind.

Það er Vestursins að hjálpa þessu fólki sjálfu frá sjálfu sér og heimskunni til þess að sjá að 4 manna fjölskylda kemst betur af en 10 manna, líka þar sem þeir hafa komið sér inn á sósíalinn i Evrópu. 

Verkefnið er ærið.

En sagði ekki sjálfur Maó að allar ferðir hefjist með einu skrefi?


Sjálfstæðisflokkurinn og pukrið

lýðræðið eða klíkuskapurinn.

Jón Gunnarsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag. Þar segir hann m.a.:

"...er tekist á um. Í samanburði við Sjálfstæðisflokkinn og þátttöku stuðningsmanna flokksins í mótun stefnunnar og vali á frambjóðendum eru aðrir stjórnmálaflokkar hér á landi beinlínis hlægilegir.

Við sjálfstæðismenn höldum reglulega Landsfund þar sem saman koma á annað þúsund flokkssystkin til að móta stefnu flokksins til næstu framtíðar og velja flokknum forystu. Í prófkjörunum sem fram fara þessa dagana er líklegt að fjöldi kjósenda slagi upp í 20 þúsund manns.

Um síðustu helgi lauk prófkjöri okkar í Reykjavík. Þar greiddu 7.493 atkvæði, meira en tvöfalt fleiri en síðast, og fjöldi fólks gekk til liðs við flokkinn.

Í lok maí fór fram glæsilegt prófkjör okkar í Suðurkjördæmi. Þar kusu 4.647 og Guðrún Hafsteinsdóttir, sigurvegari prófkjörsins, hlaut 2.183 atkvæði í 1. sætið. Til samanburðar má nefna prófkjör Pírata í kjördæminu. Þar kusu 138 rafrænt og hlaut sigurvegarinn 121 atkvæði. Það er nú allur áhuginn á þeim, sem tala mikið um lýðræðisást sína.

Framsóknarflokkurinn gerði betur í prófkjöri í Suðvesturkjördæmi. Sigurvegarinn hlaut 308 atkvæði. Samanburður við Sjálfstæðisflokkinn í þessu efni er algerlega óraunhæfur.

Uppstilling á framboðslista án atbeina almennra flokksmanna leiddi Viðreisn í ógöngur. Flokkurinn treysti sér ekki í prófkjör þrátt fyrir áeggjan fyrrverandi formanns og stofnanda. Honum var boðið neðsta sætið á lista á höfuðborgarsvæðinu – í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf væntanlega – sem hann ekki þáði, en síðan ber honum og núverandi formanni ekki saman um hvað gerðist næst. En Viðreisn sparkaði fyrrverandi formanni sínum út fyrir dyr. Illvígar geta deilurnar orðið í fámenninu.

Það kemst enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi með tærnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hælana í lýðræðislegu vali frambjóðenda og stefnumótun. Sjálfstæðisflokkurinn er fjöldahreyfing sem er opin fyrir alla og sérhver sem áhuga hefur getur tekið þátt í prófkjörum flokksins og þannig staðið að vali frambjóðenda. Enginn annar stjórnmálaflokkur býður upp á þátttöku með þessum hætti. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsta lýðræðishreyfingin í stjórnmálum á Íslandi."

Hinumegin á opnu er svo fimbulfamb Björn Levís Pírata um hvað sú litla klíka vilji í stjórnmálum.Það er hlægilegt að nokkur vitiborinn maður skuli taka mark á slíku bulli klíkuvalds frambjóðanda.Beri menn saman hvaðan umboð þessa manns kemur og hvað er á bak við hann og hvað er á bak við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins. Það þarf meira en blindu til að sjá ekki muninn á vali fólksins og klíkuskaparins.

Getur einhver sagt til um hver stefna Pírata er í Evrópumálum til dæmis? Varnarmálum? Utanríkismálum? Í hvaða máli sem er ef svo ber undir?

Svarið er nefnilega hentistefna hverju sinni og líka hvað kemur þingmönnum þeirra persónulega vel.

Fólk þarf að bera Sjálfstæðisflokkinn hlutlægt og heiðarlega saman við litlu ljótu flokkana sem ganga fyrir pukrinu einu og sérhagsmunum þingmanna þeirra.  

  


Prófkjör

opið öllum flokksmönnum og stuðningsmönnum notar Sjálfstæðisflokkurinn einn flokka. Kostnaðarsöm aðferð og auðvitað ekki gallalaus og margir hæfileikar fara ónýttir frá borði.

Litlu ljótu flokkarnir hafa yfirleitt ekki neinar þær hugsjónir sem vekja áhuga fólks þannig að þeir eru ekki í dýrum vandræðum með að raða á framboðslista sína og þá eftir þörf frambjóðenda til opinberrar framfærslu.

Ég tel samt að Sjálfstæðisflokknum hafi þá miðað best þegar niðurstöður prófkjara og dómur fólksins hafa verið virtar.

Frambjóðendur þurfa skiljanlega að sprikla og auglýsa sig sem best þeir kunna. Síðan eru misjafnlega valinkunnir menn að skrifa til stuðnings hinum og þessum frambjóðendum. Hvaða áhrif þau skrif hafa veit ég ekki. Gætu hugsanlega alveg orðið til að fæla frá eins og að?

En ég get nú samt alveg reynt að taka þátt í slíku athæfi upp á von og óvon. Ég trúi nefnilega á það að ég sé að segja satt þegar ég mæli með að einkadóttir mín Karen Elísabet bæjarfulltrúi í Kópavogi fái brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi sem lýkur í þessari viku.

Kaen skrifar skynsamlega í marga fjölmiðla sem kjósendur vonandi lesa. Hún hefur verið okkur foreldrunum góð dóttir og lifað vel og skynsamlega það sem af er. Annars er hún Karen fráskilin móðir tveggja yndislegra stúlkna sem eru óviðjafnanlega góðar við ömmu og afa.

Mig langar að tilfæra einn texta sem hún skrifaði sem mér finnst lýsa henni vel:

"Ég kem úr mjög karlægum heimi, á þrjá eldri bræður og slóst viljug við þá.

 
Vann frá 13 ára aldri í Steypustöðinni, öll sumur, jóla og páskafrí og í verkfallsfríum. Ég var sett í appelsínugulan galla og fékk minnstu skóstærðina af öryggisskóm sem til var í búðinni og leidd inn á verkstæðið.
 
Þar vann ég með yfir 30 körlum, lang yngst og eina konan/stelpan á svæðinu, var aldrei kölluð neitt nema "stelpan". Mér var m.a.kennt að rafsjóða og var sett í öll skítverk sem mönnum datt í hug. Enda var ég dóttir forstjórans og tilvalið að pína hana aðeins.
 
Ég þótti lunkinn við að pússa og sprautulakka steypubílana, fékk einnig að leysa af í eldhúsinu (enda kona) og svo í steyputurninum.
 
Þarna dúsaði ég til 19 ára aldurs. Ég lærði einnig að rífa kjaft, svara fyrir mig og fara með klúrar vísur. Ég gaf mig aldrei, og mér þótti orðið vænt um marga karlana þarna sem reyndust mér vel, sumir voru samt vafasamir og forðaðist ég þá.
 
Eitt fallegasta hrós sem ég hef fengið var, þegar Ottó yfirmaður var spurður með smá fyrirlitningu "hvernig stendur eiginlega stelpan sig hérna"?
Stelpan!!!! hún er besti vinnumaður sem ég haft! "
 
Þeir sem muna hann Ottó Gíslason vita að hann var afar hreinskilinn maður og fáum líkur að samviskusemi.
 
Hún Karen vílar ekki fyrir sér að fara með hendurnar í kalt vatn ef með þarf og er ófeimin við að segja sínar skoðanir á mönnum og málefnum.
 
Hún verður traustur liðsmaður í Sjálfstæðisflokknum og enginn þarf að efast um að hún reynir sitt allra besta í hverju máli.Og seint myndi hún yfirgefa flokkinn sinn í miðjum straumi eins og tíðkast á vinstri vængnum og þykir fínt.
 
Takir þú þátt í að velja fólk á lista Sjálfstæðisflokksins við komandi AlÞingiskosningar máttu alveg muna eftir stelpunni.
 
Kannski er ekki við hæfi að ég sé að skrifa svona henni dóttur minni til stuðnings og hún gjaldi þess. En ég tek sjansinn á að menn komi auga á kosti hennar umfram mína.
 
Prófkjör eru erfið þegar slíkt mannval er í boði sem er í Prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðvestur-Kjördæmi en dómnum verður víst að hlíta.  
  • UTANKJÖRFUNDARATKVÆÐAGREIÐSLA

    • Fer fram í Valhöll, Háaleitisbraut 1 frá klukkan 10-16 alla virka daga.
    • Þriðjudaginn 1. júní verður utankjörfundaratkvæðagreiðslan opin frá kl. 10 til 19

    KJÖRDAGAR, 10., 11 og 12 júní.

    Opnunartími á öllum neðangreindum kjörstöðum

    • 10. og 11. júní er opið frá 17:00 – 20:00
    • 12. júní er opið frá 09:00 – 18:00

    Kjörstaðir:

    • Garðabær – Félagsheimilið, Garðatorgi 7
    • Hafnarfjörður – Félagsheimilið, Norðurbakka 1a
    • Kópavogur –
      • 10. og 11. júní er kosið í félagsheimilinu, Hlíðarsmára 19
      • 12. júní er kosið í Lindaskóla, Núpalind 7
    • Mosfellsbær – Félagsheimilinu Kjarna á fyrstu hæð, Þverholti 2
    • Seltjarnarnes – Félagsheimilið, Austurströnd 3.

   


Ómar Íslendingur!

Þorfinnur Ragnarsson veltir stöðu tungumálsins okkar fyrir sér.

Hann segir:

"Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein..." orti Snorri Hjartarson, og lýst með því á rökvísan hátt þeirri keðju sem ekki má rofna, enda er engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn.  

Í öllu því ógnarflæði enskunnar sem flæðir yfir allt þjóðlífið eins og risavaxin flóðbylgja af hafi eru teiknimyndir og aðrar myndir frá Disney eins og dropi í hafið, en engu að síður afar mikilvæg viðleitni til að varðveita þá þrenningu og einingu, sem land, þjóð og tunga eru, en þar er íslensk tunga grunngildi í sjálfsmynd og sjálfstæðis þjóðarinnar og íslenskri menningu. "

Mér datt hinsvegar í hug hvort Viðreisnarfylkingarflokkarnir séu búnir að móta afstöðu sín til tungumálsins sem hentugast sé fyrir okkur að nota eftir inngönguna í ESB og upptöku Evrunnar eins og þeir eru stöðugt að hamra á að sé eina vitið fyrir okkur?.

Er ekki bara vesen að vera að þýða allt yfir á íslensku, ef þá textinn kemur á ensku sem allir verða þá bara að kunna. En er endilega víst að ESB muni nota ensku eftir að Bretar eru farnir út? Kemur ekki franka alveg eins til greina?

Hvað heldur Ómar Þ.Ragnarsson,Íslendingur, um það hvað verði lingua franca í ESB og hvað  halda Evruspekingarnir okkar?

 

 


Samstarf við Dani?

þorir einhver íslenskur stjórnmálamaður að lýsa yfir stuðningi við nýsamþykkt dönsk lög um vistun hælisleitenda utan Evrópu meðan umsón er til athugunar?

 

Þorir nokkur frambjóðandi í kosningum í haust að hafa skoðun á málefnum hælisleitenda eða leggja til að leita samstarfs við Mette Fredrikssen í Danmörku um meðhöndlun á hælisleitendum?


Er eitthvað óljóst?

hver ber ábyrgðina á að flytja passalausan hælisleitanda til landsins?

Útlendingalög:

 

 

 

 

 117. gr. Heimflutningur.
 Sá sem hefur milligöngu um að útlendingur flytjist til landsins án tilskilinna leyfa skal greiða allan kostnað við að flytja útlending úr landi.

Af hverju er slíku fólki hleypt frá borði yfirleitt? 


Enn bullar Bensi

okkur lesendum Morgunblaðsins til sárra leiðinda að sjá ruglið frá honum á miðopnu.Skyldi Mbl.halda að þetta sé upplyfting á blaðinu að kvelja lesendur með mynd af honum Talna-Bensa á besta stað? Kannski þó ekki verra en þegar mynd af Birni Leví er flaggað þarna á miðopnu sem því miður kemur oft fyrir?

En dr. Benedikt heldur líklega að hann sé einhver pólitískur vitringur sem fólk taki mark á. Hann þykist vita um hvað verður kosið í haust. Auðvitað er ekki glóra í fullyrðingum þessa mislukkaða stjórnvitrings sem vill íslenskt fullveldi feigt.

Benedikt segir:

"Svarið er einfalt þótt hægt sé að setja það fram á ýmsa vegu:

Við kjósum milli framþróunar og stöðnunar.

Við kjósum milli frjálslyndis og afturhalds.

Við kjósum milli hagkvæmni og sóunar.

Við kjósum milli sanngirni og vinargreiða.

Við kjósum milli alþjóðahyggju og einangrunarstefnu.

Við kjósum milli lýðræðis og stjórnlyndis.

Við kjósum um hvort allir eru jafnir eða sumir jafnari en aðrir.

Við kjósum um hvort er mikilvægara, fólkið eða kerfið.

Við kjósum milli vitrænnar umræðu og lýðskrums.

Við kjósum milli opins og gagnsæs stjórnkerfis og leyndarhyggju.

Við kjósum milli hagræðingar og skattahækkana.

Við kjósum milli hófsemi og óráðsíu.

Við kjósum milli frjálsrar samkeppni og fákeppni útvalinna.

Við kjósum milli alvörugjaldmiðils og krónunnar.

Við kjósum milli góðs viðskiptasiðferðis og spillingar.

Við kjósum milli hugsjóna og metorðagirndar.

Við kjósum milli heiðarlegra vinnubragða og klækjastjórnmála.

Við kjósum milli almannahagsmuna og sérhagsmuna.Allir eiga að hafa sama rétt.

 

Sjávarútvegur borgi markaðstengt auðlindagjald með því að árlega fari ákveðinn hluti kvótans á markað.

Hættum að vernda bankana gegn alþjóðlegri samkeppni með því að nota mynt sem enginn alþjóðlegur banki þorir að vinna í.

Landbúnaður á að lúta lögmálum almennrar samkeppni og bændur að taka ákvarðanir á viðskiptalegum forsendum. Hætt verði að skilyrða styrki til landbúnaðar og dregið úr þeim í áföngum jafnframt því sem innflutningshöft og tollar á landbúnaðarvörur verða afnumin.

Ríkið hætti að sinna verkefnum sem einkaaðilar geta vel annast. Sýnum þann metnað að námsárangur í grunn- og framhaldsskólum nái að minnsta kosti meðaltali innan OECD.

Réttindi einstaklinga og fyrirtækja gagnvart ríkinu verði tryggð þannig að ríkið uppfylli sjálft kröfur um eðlilega stjórnsýslu.

Kosningaréttur á að vera jafn, óháð búsetu.

Ríkið á að búa til umgjörð stöðugleika sem dregur úr hættu á því að pólitíkusar, auðjöfrar eða sérhagsmunahópar geti ráðskast með þjóðina og eignir hennar.

Hluti af þessari umgjörð er breytt stjórnarskrá sem tryggir að almenningur geti komið að málum ef ákveðinn fjöldi kjósenda krefst þess.

Um allt þetta ættum við að kjósa. Við vitum að óbreytt ástand er í boði, en spurningin er: Verður einhver trúverðugur kostur í framboði til þess að hrinda breytingum í framkvæmd? "

Allt þetta er innantómt málskrúð biturs gamalmennis sem á ekkert fram að færa í stjórnmálum en að vatntreysta íslensku þjóðinni til að stjórna sínum eigin málum.

Vantreysta henni til að haga sinni verslun eftir almennu frelsi við allan heiminn heldur múra hana inni í tollabandalagi 27 Evrópuríkja undir ægishjálmi stórveldanna tveggja og ókjörinna kommissara.

Taka upp EVRU vegna vantrúar á okkur sjálf sem oft hafa átt sterkustu mynt í heimi í íslensku krónunni og geta það aftur. 

Það eina sem er vitrænt í þessum pælingum hins mislukkaða frambjóðanda er tillagan um jafnan atkvæðisrétt.

Að vilja íslenska landbúnaðinn feigan er eftir öðru í bullinu í Benedikt og Viðreisnarfylkingunni sem að öðru leyti hefur greinilega ekki hugmynd um hver kosningamálin verða.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband