Bloggfærslur mánaðarins, júní 2021
20.6.2021 | 11:28
Miðflokkurinn
bíður hæfileikamanna,sem láta ekki teyma sig hugsunarlaust af þingflokki Sjálfstæðismanna.
Svo skrifar Páll Vilhjálmsson sem er ekki Sjálfstæðismaður heldur sjálfsviðurkenndur kommi að hluta til.
"Hvers vegna ættu sjálfstæðismenn að kjósa kynrænt frelsi, ESB orkupakka, hálendisþjóðgarð, Grétu Thunberg og lögleiðingu fíkniefna í boði Sjálfstæðisflokksins?
Samfylktum Sjálfstæðisflokki er ekki treystandi að standa í ístaðinu þegar borgaraleg málefni eru annars vegar.
Á vinatorg skrifar Gústaf Níelsson:
"Auðvitað eiga þeir Haraldur og Brynjar að ganga til liðs við Miðflokkinn og flytja þar með vistarverur sjálfstæðisstefnunnar, þar sem henni hefur verið úthýst af skapara sínum í skiptum fyrir samfylkingarvæðingu Sjálfstæðisflokksins með femínísku ívafi.
Erfitt að vera ósammála Gústa."
Það virðist að viss hópur sitjandi þingmanna Sjálfstæðisflokksins hafi byr í prófkjörunum nema í Suðurlandi. En miklir þingskörungar hrekjast hinsvegar burt sem margir íhaldsmenn eru ósáttir við.
Birgis Ármannsonar heilkennið er ef til vill þyngra í vöfum sem lengra líður frá Orkupakkanum sem var líklega ekki holl afgreiðsla fyrir þann flokk. Hinn almenni flokksmaður var ekki sáttur við þann framgang.
En það er hægara sagt en gjört að skipta um flokk eins og Bercow þó að Miðflokkurinn og Sigmundur Davíð séu um margt geðþekkir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.6.2021 kl. 04:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.6.2021 | 01:19
Merkjum minnismerkið um Andrews
og félaga hans sem fórust á Fagradalsfjalli 1943. Heimssögulegur viðburður sem færði okkur Dwight D. Eisenhower sem frægðarmann í stað Andrews. Hverju breytti þetta ekki í heimssögunni?
Ég er búinn að keyra framhjá minnismerkinu í marggang á leið til Grindavíkur þar sem þetta er svo illa merkt.
Og endilega hafa líkanið af B24 yfir merkinu. Mér finnst að það auki áhrifin að sjá hvílíkt reginslys þetta var þegar þessu mikla loftfari hlekkist svona á að óþörfu að manni finnst.
Merkjum þetta glæsilega minnismerki svo fullur sómi sé að.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2021 | 13:57
Hvað segir Ragnar Önundarson?
um bankamálin?
Er síbyljan um einkavaæðingu endilega sú besta sem möguleg er eða eru millileiðir æskilegar?
Niðurlag greinar Ragnars í Morgunblaðinu í dag er á þennan veg:
"Vogunarsjóðir hafa sérfróða menn á öðru sviði: Þeir kaupa fyrirtæki oft til niðurrifs og er þá líkt við hrægamma. Gammar gera vissulega gagn þar sem eru hræ. Hitt er verra þegar þeir leggjast á það sem lifir og er lífvænlegt og mikils virði fyrir samfélagið.
Ég hef haldið þeirri skoðun á lofti að þar sem bankar fara með sparifé almennings og reka ómissandi innviði, greiðslumiðlunina, beri að líta á þá sem hálfopinberar stofnanir samfélags. Heppilegt sé að ríkið eigi 34-40%, almannasjóðir s.s. lífeyrissjóðir tryggi meirihluta í eigu almennings, en einkaaðilar geti átt mest 49%.
Aðeins þannig sé tryggt að sparifé almennings verði tekið ekki traustataki, eins og gerðist á bóluárunum eftir aldamótin. Þetta er enn mögulegt."
Erum við ekki búnir að prófa alveldi banksteranna, Olavíusar og Björgólfanna?.
Ég held að Ragnar Önundarson viti alveg hvað hann er að tala um þegar kemur að bankamálum.
19.6.2021 | 13:30
Elías enn á ferð
um Borgarlínuna í Mbl.í dag.Rökfastur að vanda er kollegi Elías þegar hann skrifar:
Retró Reykjavík, virkar sú hugmynd?
"Til að borgarlínan geti keppt um fólksflutninga við einkabílinn skal setja hana á sérakreinar í miðju vegar og tefja alla aðra bíla. Þetta er þó ekki nóg. Reykjavík skal vera byggð upp af 15 mínútna grænum hverfum með allri þjónustu og þar dvelji íbúarnir milli þess sem þeir sækja vinnu í miðborginni.
Þannig á að endurheimta lífshætti fólks sem voru fyrir nokkrum áratugum, skapa retró Reykjavík. Út fyrir sitt hverfi mega þeir helst ekki fara á eigin bíl. Þar skulu taka við umferðartafir, engin bílastæði finnast á áfangastað og eigi þeir leið um miðbæjarsvæðið skulu þeir greiða umferðargjöld.
Þjónustan sem boðið er upp á innan hverfanna skal líka vera það fjölbreytt að íbúarnir þurfi ekkert að leita út fyrir sitt hverfi utan vinnutíma. Gengur þetta upp?
En er það nóg að setja verslunarrými í einhver miðlæg hús hverfanna og gott kaffihús við hliðina? Nei, ef verslunin á að lifa þar verður hún að geta keppt við stórmarkaðina sem bjóða vöruúrval og meiri samþjöppun fjölbreyttra verslana undir sama þaki. Jafnvel í tiltölulega stórum hverfum sér maður að verslanirnar eru oftast litlar og með áherslu á góðgæti og skyndibita en takmarkað úrval dagvöru og verðlag töluvert hærra en í stórmörkuðum.
Við höfum séð þá þróun verða á undanförnum áratugum að fólk fer til vinnu sinnar í bíl og kemur við í stórmarkaði í bakaleiðinni til að gera innkaup dagsins.
Mun það þá ekki gerast fyrir þá sem þurfa að taka borgarlínuna til vinnu að þeir taka hana aftur heim, ná í bílinn og aka síðan erinda sinna sem áður, skutla börnum, fara í stórmarkað, heimsækja aldraða foreldra og svo framvegis?
Leiðakerfi borgarlínu er ekki fyrir slíkar ferðir. Glansmyndir þær sem okkur eru sýndar af nýjum hverfum bera heldur ekki með sér að næg bílastæði verði við verslanir.
Bílastæðin verða áfram við stórmarkaðina og fólki finnst betra að hafa bíl til að flytja þunga innkaupapoka, þótt stutt sé farið. Ferðum og ferðatímum einfaldlega fjölgar.
Til að þessar geymslur fyrir vinnuafl miðborgarinnar geti verið sem næst henni stendur víst líka til að skófla verkstæðum og slíkum rekstri út í byggðajaðar svo hin nýju hverfi geti tekið plássið yfir. Eitthvað kostar það.
Akstur til og frá þessari þjónustu lengist og umferð frá Gullinbrú upp á Vesturlandsveg verður of mikil. Virðingin gagnvart fólki og fyrirtækjum þess mætti vera meiri. Að dreifa vöru til stórmarkaða í tafalítilli umferð er lítið mál. Að dreifa henni í smáverslanir út um allt höfuðborgarsvæðið í hálfkæfðri umferð kostar miklu lengri tíma, fyrirhöfn og stærri sendibílaflota. Maður á sendibíl fer um 30 ferðir á dag til viðbótar einkaerindum á eigin bíl. Þessi og önnur áhrif á atvinnulífið geta orðið alvarleg.
Það er erfitt að sjá að jafnvel þreföldun á fjölda íbúa á hektara nægi til að hverfaverslanir geti keppt við stórmarkaði. Þó skal stefnt að þéttingu byggðar og það í þágu loftslagsmála.
Erlendis er talið að slíkar ráðstafanir séu einhver dýrasti sparnaður á mengun andrúmslofts sem völ er á.
Verja á beint hátt í 100 milljörðum króna í borgarlínu og síðan bæði sóa tíma fólks og hækka verð íbúða þeirra. Saman lagt má þarna tala um margra tuga eða hundrað milljarða kostnað árlega. Sjá menn raunverulega enga betri leið til að vinna í þágu loftslagsmála? Slíkar leiðir eru þó til.
Stundum er í þessu samhengi minnst á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Samþykkt þeirra var á sínum tíma talin viðurkenning á þeirri staðreynd, að ef árangur á að nást í lofslagsmálum verða þjóðir heims að fylgjast að, þar á meðal fátækari ríkin.
Árangur næst einfaldlega ekki í loftslagsmálum nema lyfta fyrst lífskjörum í þessum ríkjum upp í eitthvað sem er farið að nálgast okkar lífskjör hér. Þar er verk að vinna.
Íslendingar hafa getið sér gott orð fyrir störf sín að þróunarhjálp innan þess sem nefnt er bláa hagkerfið, en það eru ríki sem eru að einhverju eða öllu leyti háð fiskveiðum.
Þessi hópur þjóða nýtur sérstakrar athygli bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðabankanum sem leggja viðbótarfjármagn til verkefna sem þar eru unnin. Þau verkefni er gjarnan unnin af fyrirtækjum í einkageiranum frá ríkari löndum með stuðningi sinna ríkisstjórna.
Það má á þessu sviði takast á við stór verkefni og gera mikið gagn fyrir tiltölulega lítið fjárframlag. Á þessu sviði erum við Íslendingar betur færir en flestir aðrir um að láta til okkar taka svo mikið gagn verði að. Hugsi menn um loftslag er peningum betur varið þarna en í borgarlínu.
Fjárfesting í borgarlínu, ásamt afleiddum félagslegum kostnaði fyrir þjóðina vegna hennar og þéttingar byggðar, getur fljótlega farið að draga úr hagvexti landsins. Reykjavík getur sjálf farið að hrörna ef önnur sveitarfélög á svæðinu ná að soga til sín rjómann af fyrirtækjum og útsvarsgreiðendum borgarinnar.
Samkeppni milli sveitarfélaganna er mikil þótt þau geti sameinast um að kreista fé út úr ríkinu.
Að endurheimta retró Reykjavík með borgarlínu sem hryggjarstykki virðist þannig vera verkefni sem er allt að því dæmt til að misheppnast."
Við kjósendur höfum eitt ár til að stöðva þessa vitleysu í kosningum. Þessi meirihluti í Borgarstjórn Reykjavíkur sem böðlast svona áfram verður að fara frá.
Það er greinilega verkefnið framundan þegar Elías fer á fulla ferð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2021 | 12:16
Er það nokkuð vit?
að fara að opna landamærin án sóttskimunar?
Maðurinn og konan eru bæði fullbólusett og talið er að þau hafi smitast af veirunni rétt áður en þau komu til Íslands og þess vegna hafi þau ekki greinst við skimun hér.
Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis, segir að fólkið hafi verið í gistingu þar sem þau voru bara tvö. Þau ferðuðust um landið á eigin vegum tvö saman og áttu í litlum samskiptum við aðra. Þau keyptu keyptu þau eða sóttu sér mat en virðast ekki hafa borðað á veitingastöðum.
Parið er ekki veikt en þau dvelja í einangrun í Farsóttahúsinu.
Fréttinni hefur verið breytt. Upphaflega stóð að fólkið hefði ekki farið víða en hið rétta er að þau ferðuðust um landið á eigin vegum."
Er okkur ekki alvara í að reyna að stöðva faraldurinn?Er eitthvað vit í að slaka á?
17.6.2021 | 11:03
Djúpfýla
doktors Benedikts Jóhannessonar stofnanda Viðreisnar, veldur því líklega að hann fær ekki sæti á heilsíðuauglýsingu glottandi fullveldissöluliðsins í málgagni ESB á Íslandi á þjóðhátíðardaginn.
Hinsvegar er fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins hafðu neðstur í skrautsýningunni sem er hugsanlega táknrænt því hann bauð víst Benedikti neðsta sætið á lista sem frægt er orðið.
Kjörorð Viðreisnarfylkingarinnar er í auglýsingunni:
"Við berjumst fyrir frjálslyndi og jafnrétti, réttlátu samfélagi, efnahagslegu jafnvægi og alþjóðlegri samvinnu."
Sem þýðir líklega á mæltu máli : Innganga í ESB og Evrópuherinn og upptaka EVRU.
Er 17.júní sem hátíðisdagur ekki bara tímaskekkja á þeirri vegferð?.
Af hverju er hann Benedikt þessari fýlu?
Eða er það hitt fólkið sem er í djúpfýlu við hann?
16.6.2021 | 10:12
Tímaskekkja
Borgarlínuhugmynda er enn á dagskrá hvað sem veltur og snýst.
Davíð Þorláksson vakti athygli mína fyrir löngu sem upprennandi Sjálfstæðismaður. Hann hefur valdið mér vonbrigðum með því að gerast forgöngumaður um Borgarlínu.
Hann skrifar í Morgunblaðið í dag rökstuðning fyrir verkefninu sem hann berst nú fyrir en það er lagning einhverskonar lestakerfis í gatnamiðju stofnbrauta. Svipað og ég vandist á æskuárum mínum í Stuttgart þegar sporvagnarnir gengu í miðjunni og gera auðvitað enn en ég reyndi feginn að frelsast frá með því að koma mér upp mótorhjóli.
Ég veit ekkert um hvernig ástandið er í þýskum bæjum í dag. Hvort bílaumferð hefur aukist á kostnað farþegafjölda. En mér finnst að flestir stefni á að eignast bíl hvar sem er á jörðinni. Öll blöð og fjölmiðlar stútfull af bílaauglýsingum.
Í Florida þar sem ég þekki nokkuð til aukast mislæg gatnamót og fléttubrautir ár frá ári en fátækum sem ferðast með strætóunum með svörtu gluggunum virðist frekar fækka. Bílaumferðin er allstaðar mikil og ég held að tilraunir manna til að snúa því við sem fólkið hefur valið muni ekki takast.
Davíð talar um samgöngusáttmálann. Ég efast um að raunveruleg sátt sé meðal íbúa um einhverja borgarlínustefnu.
Og hver eru áhrif rafskútunnar sem fólkið hefur tekið í þjónustu sína? Allstaðar er fólk að bruna um götur og stíga beina leið þangað sem það vill fara. Hafa skúturnar haft áhrif á þörfina fyrir almenningssamgöngur í Borgarlínustíl? Verður að banna þær til að styrkja Borgarlínuþörfina?
Davíð skrifar svo:
"Á síðustu mánuðum hafa hafa birst greinar í fjölmiðlum þar sem lagt er til að farið verði í létt hraðvagnakerfi (e. BRT light) í stað þess hágæða hraðvagnakerfis sem er nú í undirbúningi og er kallað borgarlínan. Hugmyndir um létt hraðvagnakerfi eru ekki nýjar af nálinni. Þetta er einn af þeim kostum sem voru skoðaðir í aðdraganda þess að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015 var sett. Þá var niðurstaðan að létt hraðvagnakerfi myndi ekki ná sama árangri og hágæða hraðvagnakerfi og að samfélagslegur kostnaður yrði mun hærri ef ekki væri farið í hágæða kerfi.
Spara eyrinn, en kasta krónunni
Niðurstöður umferðarspáa sem unnar voru í tengslum við svæðisskipulagið sýndu skýrt að það að beina stærstum hluta fjármagns í uppbyggingu stofnvega myndi leiða til tuga prósenta aukningar í vexti bílaumferðar og aukinna tafa. Það er því dýrast fyrir samfélagið hvort sem litið er til beins kostnaðar, tafa, slysa eða lýðheilsu eða útblásturs. Að ná að stoppa línulegan vöxt bílaumferðar er talið góður árangur í stórum samgönguverkefnum og það að ná að minnka vöxt bílaumferðar er talið mjög góður árangur.
Við mat á gæðum samgöngukerfa er litið til þess hvort við komumst áreiðanlega, án biðar, tímanlega og þægilega á áfangastað og aftur heim. Ljóst er að létt hraðvagnakerfi stendur hágæða hraðvagnakerfi að baki í öllum þessum þáttum og mun því ekki ná sama árangri. Ástæðan fyrir því er að sérakreinar hægra megin í göturými, eins og gert er ráð fyrir í léttu hraðvagnakerfi, eru í raun forgangsakreinar eins og eru til staðar nú þegar á höfuðborgarsvæðinu. Slíkar forgangsakreinar tryggja ekki áreiðanleika á sama hátt og sérrými í miðju, eins og gert er ráð fyrir með borgarlínunni, því að önnur umferð getur villst inn á forgangsakreinar. Meira er um þveranir annarrar umferðar með slakara umferðaröryggi og lélegra aðgengi, ásamt því að erfiðara er að veita kerfinu forgang á gatnamótum. Þetta gerir það að verkum að kerfið verður óáreiðanlegt og getur því ekki flokkast sem hágæða almenningssamgöngukerfi.
Samgöngusáttmálinn sló tóninn
Þau dæmi sem nefnd hafa verið sem góð dæmi um létt hraðvagnakerfi eru í borgum þar sem nú þegar er fyrir hendi hágæða almenningssamgöngukerfi í formi lesta. Léttu hraðvagnakerfin eru því eingöngu viðbót við kerfi sem fyrir eru. Borgarlínan er hins vegar stefna um að búa til hágæða almenningssamgöngukerfi í fyrsta sinn á Íslandi. Það var niðurstaða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að stefna á hágæða almenningssamgöngur með samþykkt svæðisskipulagsins. Ríkið kom svo að því borði með gerð samgöngusáttmálans í september 2019. Betri samgöngum ohf. er ætlað að hrinda samgöngusáttmálanum í framkvæmd og er bundið af honum.
Leitum hagkvæmustu leiða
Hönnunarferli borgarlínunnar er skammt á veg komið. Hönnunarstigin eru þrjú; frumdrög, forhönnun og verkhönnun. Aðeins liggja fyrir frumdrög að fyrstu lotu af sex. Ljóst er að borgarlínan mun taka breytingum í þessu ferli. Ekkert hefur komið fram sem sýnir fram á að forsendur hafi breyst sem ættu að leiða til annarrar niðurstöðu varðandi kosti þess að byggja upp hágæða hraðvagnakerfi. Væri það mat Betri samgangna að réttara væri að fara aðrar leiðir en gert er ráð fyrir í samgöngusáttmálanum myndi fyrirtækið leggja það til við hluthafa sína, ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem myndu þurfa að taka endanlega ákvörðun um það. Á öllum stigum munu Betri samgöngur tryggja að leitað verði hagkvæmustu leiða, þó þannig að þeim markmiðum sem að er stefnt sé náð."
Davíð er rökvís maður þó að ég sé ekki sammála mörgu sem hann færir til. Ég held að vatnið renni ekki upp í mót og fólkið hafi valið einkabílinn hérlendis sem erlendis. Þess vegna verði fyrst að huga að því að greiða honum leið um borgirnar en ekki að fara aftur til nítjándualdar fyrirmynda sporvagnanna.
Borgarlínan er einfaldlega tímaskekkja.
15.6.2021 | 12:54
Gagnslaust gláp
finnst mér léttvægt á móti því að virkja landið og auðlindir þess.
Ómar Þ.Ragnarsson er heldur betur á öðru máli. Hann segir:
"...Þegar tíminn hefur liðið og mestöllum þessum stórkostlegu verðmætum hefur verið tortímt, standa samt nokkur þeirra eftir, misjafnlega lemstruð þó.
Eitt þeirra, Stuðlagil, nokkra tugi kílómetra utar en Kárahnjúkastífla, hefur þó þá sérstöðu að vera næst hringveginum og betur aðgengilegt á lengri tíma á sumrin en áður var.
En eftir stendur sú niðurstaða Rammaætlunar, sem séð var um að birtist ekki fyrr en búið væri að undirrita samninga um Kárahnjúkavirkjun, að þessi virkjun hefur valdið mestu mögulegu neikvæðum og óafturkræfum umhverfisspjöllum allra virkjanakosta á Íslandi.
Í þessu efsta sæti trónir hún og á aðeins einn jafnoka; virkjun Jökulsár á Fjöllum. "
Þarna koma ágreiningsefnin upp.
15.6.2021 | 11:20
Hvað ef sagan endurtæki sig
í stjórnmálum Frakklands og Þýskalands?
Skyldu Evrópubandalagssinnarnir í landsöluflokkunum Viðreisn og Samfylkingu vera jafngraðir að ganga í ESB ef Hitler væri aftur kominn til valda í Þyskalandi og Napóleon mikli í Frakklandi og búið að afnema allt neitunarvald í bandalaginu eins og nú á að gera?
Er það fólk með réttu ráði sem sér bara sælu í ESB?
Hvað ef sagan endurtæki sig í stjórnmálum Evrópuríkjanna?
15.6.2021 | 09:00
Stjórnarskrárstaglið
í vinstrielítunni sem allt þykist vita bylur í eyrum flesta daga.
Fáir eru þeir sem virkilega trúa því að eitthvað myndi breytast í tilverunni ef þeir fengju nýja stjórnarskrá Þorvaldar Gylfasonar til að leika sér að.
Morgunblaðið tekur saman nokkrar staðreyndir um umræðuna í leiðara dagsins:
"..... Það var ekki látið nægja sem hefnd á þjóðinni að troða henni, þvert á margendurtekin og heilög loforð VG, um að berjast til síðasta rauðs pólitísks blóðdropa gegn því að henni yrði svindlað inn í ESB! Því loforði var haldið á lofti seinast í lokaþætti kvöldið fyrir kosningar, en strax daginn eftir varð ljóst að fyrsta hreina vinstristjórnin stefndi hraðbyri inn í steintröllið í Brussel.
Látum vera þótt sú stjórn hefði á valdatíma sínum hækkað skatta á fólkið í landinu 102 sinnum. Að meðaltali voru skattar því hækkaðir á ný á tveggja vikna fresti allt kjörtímabilið! Ríkisstjórnin sem tók við vorið 2013 gerði margt þarflegt en fipaðist í að hafa það sem sérstakt markmið að hreinsa upp skattaóhroðið eftir stjórn þeirra skötuhjúa.
En eins og Örn Arnarson fer yfir í Viðskiptablaðinu var eitt hið furðulega tilburðir til að kenna stjórnarskrá landsins um alþjóðlegt bankahrun og framgöngu nokkurra viðskiptafýra sem nutu óeðlilegs stuðnings á æðstu stigum íslenska stjórnkerfisins: Ákveðin stjórnmálaöfl hér á landi hafa fátt til málanna að leggja annað en það að klifa á tali um hina svokölluðu nýju stjórnarskrá, segir Örn og bætir við að fjölmiðlar hafi átt í brasi með að fjalla um þetta gælumál þar sem háværar raddir en fámennar töldu að ný stjórnarskrá væri lausn á öllum pólitískum úrlausnarefnum.
Örn segir að spunaþráðurinn sé eftirfarandi:
Grasrótin reis upp eftir fjármálakreppuna og efndi til þjóðfundar þar sem fram kom skýr vilji þjóðarinnar til að semja stjórnarskrá um dúntekju, réttmætanleg gögn öll og gæði og góð bílastæði betri tóngæði, meira næði og frítt fæði svo vitnað sé til ljóðs þjóðskáldsins Megasar. Í kjölfarið hafi verið kosið til hins vísa og óumdeilda stjórnlagaráðs sem síðan samdi nýja og faglega stjórnarskrá sem þjóðin síðan samþykkti einróma í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og nú sé þess eins beðið að þingið fari að vilja og fyrirmælum þjóðar sinnar, en samt þverskallast það nú við, vafalaust að ráði vondra og meinfýsinna manna. En Örn bendir á að stóri vandinn sé sá að þessi saga á sér enga stoð í veruleikanum.
Örn telur að kaflaskil hafi nú orðið í umræðunni með grein Kristrúnar Heimisdóttur í Tímariti lögfræðinga og umræðu á Sprengisandi um hana og um örlög tilrauna til stjórnarskrárbreytinga eftir fjármálakreppuna. Kristrún gerði fræðilega úttekt á málinu eftir samtöl við ungt fólk sem hafði tekið málflutning stuðningsmanna stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá trúanlegan. Örn segir niðurstöðu Kristrúnar í stuttu máli þá að tilraunin hafi misheppnast og tilraunir til að þröngva tillögunum í gegn brjóti gegn stjórnskipun landsins og að núverandi stjórnarskrá hafi reynst lífsnauðsynleg brjóstvörn í þeirri örlagaríku baráttu sem átti sér stað í kjölfar bankakreppunnar 2008.
Segir Örn að málflutningur Kristrúnar gerir að verkum að fjölmiðlar geta ekki lengur boðið upp á klisjukennt stagl fylgismanna nýrrar stjórnarskrár og að loks sé kominn skynsamlegur grundvöllur til umræðna um þessi mál. Það er þó háð því að fjölmiðlafólk gefi sér tíma til þess að kynna sér grein Kristrúnar og lesa sér til gagns.
Ef þú ert ekki sammála þessari sítuggu vinstraliðsins og Pírata þá ertu bjáni sem átt að þegja.
Þannig er tónninn í stjórnarskrárstaglinu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Útsýni og eitthvað til að glápa á eins og foss eða eitthvað forardíki finnst mér harla léttvægt þegar kemur að því að velja um að hafa í sig og á.
Álverið á Reyðarfirði finnst mér margfalt gagnlegra fyrir fólkið í landinu en eitthvað náttúrugláp.Við verðum að nota landið til að lifa af því en ekki bulla um fagurfræðilega óskhyggju.
Kárahnjúkavirkjun er stórkostleg og hverrar músarholu virði sem lokaðist.
Virkjanir rísi sem víðast en gleymum gagnslausu glápi sem lítið gefur af sér nema nokkra túrista.